Lögreglan hvetur ökumenn til að fara varlega í hálkunni

Lögreglan hvetur ökumenn til að fara varlega í hálkunni

 Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku vegna hinna ýmsu mála sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum en eitthvað var hins vegar um pústra án þess þó að kærur liggi fyrir.   Að morgni föstudagsins 19. desember sl. var lögreglu tilkynnt um að farið hafi verið inn í hús við Bröttugötu og þaðan stolið úlpu sem í var eitthvað af verðmætum. Böndin bárust fljótlega að tveimur mönnum í kringum tvítugt og voru þeir handteknir skömmu síðar. Annar þessara manna var reyndar í úlpunni sem var stolið, þegar hann var handtekinn. Mennirnir, sem voru undir áhrifum áfengis, voru vistaðir í fangageymslu þar til víman rann af þeim. Við yfirheyrslu síðar sama dag viðurkenndu þeir að hafa farið inn í húsið en kváðust hafa farið húsavilt. Sá sem var í úlpunni kvaðst hafa tekið úlpuna í misgripum.   Ein kæra liggur fyrir vegna brota á áfengislögum en um var að ræða ungan mann sem hafði verið til vandræða á einum af skemmtistöðum bæjarins, sökum ölvunar. Honum var í komið til síns heima og varð ekki til frekari vandræða.   Síðdegis þann 19. desember sl. var lögreglu tilkynnt um vinnuslys um borð í Sighvati Bjarnasyni VE þar sem skipið lá við bryggju í Friðarhöfn. Þarna hafði starfsmaður Skipalyftunnar runnið þannig að hann datt aftur fyrir sig. Kvartaði hann yfir eymslum í fæti, en talið er að hann sé lærbrotinn.   Ein kæra liggur fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða ólöglega lagningu ökutækis.   Lögreglan hvetur ökumenn til að fara varlega þar sem mjög hált er á götum bæjarins. Einnig eru gangandi vegfarendur hvattir til að fara varlega og minntir á að bera endurskinsmerki eftir að skyggja tekur.   Lögreglan í Vestmannaeyjum óskar Vestmannaeyjingum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.  

Vinnum ekki eftir boðum og bönnum

Að gefnu tilefni, vegna síendurtekinna skrifa á samfélagsmiðlum, er rétt að geta þess að það er alfarið í höndum stjórnenda Þjónustumiðstöðvar hvernig snjóruðningi og hálkuvörnum á vegum bæjarins er háttað. Þar kemur enginn annar að með boðum og bönnum um yfirvinnu, eins og sumir hafa fullyrt. Skipulagning og framkvæmd er í höndum bæjarverkstjóra. Um helgina var færðin slæm, sérstaklega í asahlákunni, það fossaði niður götur, með þeim afleiðingum að halda varð niðurföllum í gatnakerfinu opnum, sem tókst og því ekki vitað um tjón vegna flóða. Annað sem gerði erfitt fyrir var að allt salt sem og sandur sem dreift var á gatnakerfið flaut jafnóðum í burtu. Tæki voru send út til að gera tilraun við að vinna á klakanum og verður að segjast eins og er að árangur af því var lítill. Starfsemi Þjónustumiðstöðvar var fullnýtt til hálku- og flóðavarna á sama tíma og menn sáu ástæðu til að hnýta í bæjaryfirvöld um að ekkert væri að gert. Hafi það farið framhjá einhverjum má upplýsa að hér var ekki um neitt sér vestmannaeyskt ástand að ræða, heilu hverfin í öðrum bæjarfélögum voru ófær og einangruð á sama tíma. Við erum ekkert fullkomnari en aðrir, þó sumir hafi mikla trú á að svo sé. Núna er verið að salta um allan bæ og veit ég að það kætir alla. Bið alla um að fara varlega bæði gangandi sem akandi. Óska ykkur gleðilegra jóla og friðar á komandi árum. 

Vinnum ekki eftir boðum og bönnum

Að gefnu tilefni, vegna síendurtekinna skrifa á samfélagsmiðlum, er rétt að geta þess að það er alfarið í höndum stjórnenda Þjónustumiðstöðvar hvernig snjóruðningi og hálkuvörnum á vegum bæjarins er háttað. Þar kemur enginn annar að með boðum og bönnum um yfirvinnu, eins og sumir hafa fullyrt. Skipulagning og framkvæmd er í höndum bæjarverkstjóra. Um helgina var færðin slæm, sérstaklega í asahlákunni, það fossaði niður götur, með þeim afleiðingum að halda varð niðurföllum í gatnakerfinu opnum, sem tókst og því ekki vitað um tjón vegna flóða. Annað sem gerði erfitt fyrir var að allt salt sem og sandur sem dreift var á gatnakerfið flaut jafnóðum í burtu. Tæki voru send út til að gera tilraun við að vinna á klakanum og verður að segjast eins og er að árangur af því var lítill. Starfsemi Þjónustumiðstöðvar var fullnýtt til hálku- og flóðavarna á sama tíma og menn sáu ástæðu til að hnýta í bæjaryfirvöld um að ekkert væri að gert. Hafi það farið framhjá einhverjum má upplýsa að hér var ekki um neitt sér vestmannaeyskt ástand að ræða, heilu hverfin í öðrum bæjarfélögum voru ófær og einangruð á sama tíma. Við erum ekkert fullkomnari en aðrir, þó sumir hafi mikla trú á að svo sé. Núna er verið að salta um allan bæ og veit ég að það kætir alla. Bið alla um að fara varlega bæði gangandi sem akandi. Óska ykkur gleðilegra jóla og friðar á komandi árum. 

Búseta í vitavarðarhúsinu tilheyrir senn sögunni til

Þeir sem fylgjast með veðurlýsingum á Rás 1 hafa tekið eftir því að lítið er að frétta af veðri á Stórhöfða, þessari fyrrum einni af helstu veðurathugunarstöðvum landsins. Óskar Sigurðsson sem gegndi m.a. starfi veðurathugunarmanns lengst af sinni starfsævi er fluttur á Selfoss. Sonur  hans Pálmi Freyr tók við starfi hans,  honum hefur verið sagt upp störfum, en býr enn á Stórhöfða, en sú búseta er senn á enda. Eyjafréttir leituðu til Pálma Freys, til að fá fréttir af veðurlýsingunum á Stórhöfða eða ekki veðurlýsingunum þaðan. Pálmi Freyr sendi hinsvegar bréf þar sem hann segir skýrt og skorinort hvernig staðan er:    „Nú geta þeir ekki sagt veðrið frá Stórhöfða því vindáttamælir er bilaður (tók reyndar 18 daga fyrir þá að sjá að hann væri bilaður). Það á greinilega að jarða þessa meðal þeim elstu veðurathugunarstöðvum landsins. Stóra spurning mín er hvers vegna þessi skyndilega ákvörðun að setja Stórhöfða úr A-flokk í ruslflokk á svipstundu. Svo er ekki bara vindmælir sem er bilaður heldur er rakamælirinn búinn að vera bilaður næstum því allt árið. Svo enginn úrkoma er mæld lengur, þar sem því var hætt 1. nóv. Og Veðurstofan hefur EKKI ENN sett sjálfvirkan úrkomumælir. Vitavarðastarfið á vegum Siglingastofnurnar var lagt niður árið 2007. Veðurathugunarstarfið á vegum Veðurstofu Íslands var lagt niður 1. maí 2013. Mannaðar úrkomumælingar á vegum Veðurstofu Íslands voru lagðar niður 1. nóv. 2014. Erlendar mengunarmælingar með milligöngu Veðurstofu Íslands færðist yfir til Nátturustou Suðurlands líka 1. nóv 2014. Staðan hjá okkur Stórhöfðafeðgum. Faðir minn er fluttur til Selfoss fyrir nokkrum vikum, og ég er á leiðinni í Faxastig 12 á næstum dögum eða vikum. Þannig að Stórhöfðaviti verður senn eyðibýli." Kv. Pálmi Freyr  
>> Eldri fréttir

Íþróttir >>

Knattspyrnunámskeið með landsliðskonum á milli jóla og nýárs

Landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur ætla að halda knattspyrnunámskeið milli Jóla og nýárs fyrir eyjapæjur í 3, 4, 5 og 6. flokki kvenna dagana 29, 30 og 31 desember. Námskeiðið fer fram í Eimskipshöllinni. Æft verður tvisvar á dag klukkutíma í senn. Farið verður yfir helstu atriði knattspyrnunnar auk þess sem elstu hóparnir fara á fyrirlestur um næringu íþróttamanna.   Kostnaður: 5.000 kr   3. og 4 flokkur 5. og 6. flokkur mánudagurinn 29. des mánudagurinn 29. des Fyrri æfing: kl 11.00-12.00 Fyrri æfing: kl 10.00-11.00 Seinni æfing: 14.00-15.00 Seinni æfing: kl 13.00-14.00   þriðjudagurinn 30. des Þriðjudagurinn 30. des Fyrri æfing: kl 11.00-12.00 Fyrri æfing: kl 10.00-11.00 Seinni æfing: kl 14.00-15.00 Seinni æfing: kl 13.00-14.00   Miðvikudagurinn 31. Des Miðvikudagurinn 31. des Fyrri æfing: kl 10.00-11.00 æfing: kl 09.00-10.00 Fyrirlestur um næringu íþróttamanna: 11.15-12.00   Hlökkum til að sjá sem flestar  Skráning í gegnum vefpóst: mlv@simnet.is       Knattspyrnunámskeið með landsliðskonum á milli Jóla og nýárs. Landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur ætla að halda knattspyrnunámskeið milli Jóla og nýárs fyrir eyjapæjur í 3, 4, 5 og 6. flokki kvenna dagana 29, 30 og 31 desember. Námskeiðið fer fram í Eimskipshöllinni. Æft verður tvisvar á dag klukkutíma í senn. Farið verður yfir helstu atriði knattspyrnunnar auk þess sem elstu hóparnir fara á fyrirlestur um næringu íþróttamanna.   Kostnaður: 5.000 kr   3. og 4 flokkur 5. og 6. flokkur mánudagurinn 29. des mánudagurinn 29. des Fyrri æfing: kl 11.00-12.00 Fyrri æfing: kl 10.00-11.00 Seinni æfing: 14.00-15.00 Seinni æfing: kl 13.00-14.00   þriðjudagurinn 30. des Þriðjudagurinn 30. des Fyrri æfing: kl 11.00-12.00 Fyrri æfing: kl 10.00-11.00 Seinni æfing: kl 14.00-15.00 Seinni æfing: kl 13.00-14.00   Miðvikudagurinn 31. Des Miðvikudagurinn 31. des Fyrri æfing: kl 10.00-11.00 æfing: kl 09.00-10.00 Fyrirlestur um næringu íþróttamanna: 11.15-12.00   Hlökkum til að sjá sem flestar  Skráning í gegnum vefpóst: mlv@simnet.is    

Stjórnmál >>

Efast um að 0,4% rekstursins hafi verið aðal kosningamál

Í framhaldi þess að meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja hafnaði tillögu minnihlutans um að taka upp frístundakort til að niðurgreiða tómstundaiðkun barna um 25.000 krónur spurðu Eyjafréttir.is Elliða Vignisson, bæjarstjóra, hvort tillögunni hafi verið hafnað vegna þess að hún var eitt aðal kosningamál Eyjalistans. „Heildarrekstrarútgjöld Vestmannaeyjabæjar eru um 4 milljarðar. Tillaga Eyjalistans um frístundakort er mál upp á 16 milljónir eða sem sagt 0,4% af rekstrinum. Án þess að ég hafi sérstaklega sett mig inn í kosningabaráttu Eyjalistans þá efast ég um að 0,4% af rekstrinum hafi verið aðal kosningamál þess góða fólks sem stóð að E-listanum,“ segir Elliði.   Bæjarstjóri segir enn fremur að tillagan hafi verið felld vegna mikillar óvissu í tekjuáætlun Vestmannaeyjabæjar. „Okkur þótti einfaldlega ekki forsvarandi að auka útgjöld til íþrótta- og tómstundamál um 16 milljónir á meðan ráðist er í niðurskurð upp á 62 milljónir,“ segir Elliði.   Elliði segir að í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sé stefnt að hagræðingu um 1,5% af heildarrekstri samstæðu eða rúmlega 62 milljónir, þetta sé minnihlutanum kunnugt um. „Slíkt er ekki gert af léttúð heldur illri nauðsyn. Að öðru óbreyttu myndi samþykkt á tillögu minnihlutans leiða til þess að fara þyrfti í niðurskurð upp á um 78 milljónir. Slíkt hefði að mati okkar í meirihlutanum í för með sér sársaukafullar aðgerðir fyrir þjónustuþega Vestmannaeyjabæjar. Minnihlutinn benti sannarlega á leiðir til að draga úr rekstri eins og með því að draga úr viðhaldi á húsnæði, draga úr viðhaldi gatna og sleppa uppbyggingu á skólalóðum. Því vorum við ekki sammála. Þá lagði oddviti E-lista fram tillögu um að þetta yrði fjármagnað með því að taka hærra hlutfall af launum bæjarbúa. Því vorum við heldur ekki sammála enda það trú okkar að launþegar eigi sjálfir að halda sem mestu af launum sínum frekar en að stjórnmálamenn séu að seilast í sem hæst hlutfall til að deila síðan til baka til fólksins. Með hliðsjón af þessari stöðu hafnaði meirihlutinn tillögunni, að minnsta kosti þar til sýnt verður fram á að rauntekjur komandi árs verði umfram það sem nú hefur verið áætlað,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.  

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Knattspyrnunámskeið með landsliðskonum á milli jóla og nýárs

Landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur ætla að halda knattspyrnunámskeið milli Jóla og nýárs fyrir eyjapæjur í 3, 4, 5 og 6. flokki kvenna dagana 29, 30 og 31 desember. Námskeiðið fer fram í Eimskipshöllinni. Æft verður tvisvar á dag klukkutíma í senn. Farið verður yfir helstu atriði knattspyrnunnar auk þess sem elstu hóparnir fara á fyrirlestur um næringu íþróttamanna.   Kostnaður: 5.000 kr   3. og 4 flokkur 5. og 6. flokkur mánudagurinn 29. des mánudagurinn 29. des Fyrri æfing: kl 11.00-12.00 Fyrri æfing: kl 10.00-11.00 Seinni æfing: 14.00-15.00 Seinni æfing: kl 13.00-14.00   þriðjudagurinn 30. des Þriðjudagurinn 30. des Fyrri æfing: kl 11.00-12.00 Fyrri æfing: kl 10.00-11.00 Seinni æfing: kl 14.00-15.00 Seinni æfing: kl 13.00-14.00   Miðvikudagurinn 31. Des Miðvikudagurinn 31. des Fyrri æfing: kl 10.00-11.00 æfing: kl 09.00-10.00 Fyrirlestur um næringu íþróttamanna: 11.15-12.00   Hlökkum til að sjá sem flestar  Skráning í gegnum vefpóst: mlv@simnet.is       Knattspyrnunámskeið með landsliðskonum á milli Jóla og nýárs. Landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur ætla að halda knattspyrnunámskeið milli Jóla og nýárs fyrir eyjapæjur í 3, 4, 5 og 6. flokki kvenna dagana 29, 30 og 31 desember. Námskeiðið fer fram í Eimskipshöllinni. Æft verður tvisvar á dag klukkutíma í senn. Farið verður yfir helstu atriði knattspyrnunnar auk þess sem elstu hóparnir fara á fyrirlestur um næringu íþróttamanna.   Kostnaður: 5.000 kr   3. og 4 flokkur 5. og 6. flokkur mánudagurinn 29. des mánudagurinn 29. des Fyrri æfing: kl 11.00-12.00 Fyrri æfing: kl 10.00-11.00 Seinni æfing: 14.00-15.00 Seinni æfing: kl 13.00-14.00   þriðjudagurinn 30. des Þriðjudagurinn 30. des Fyrri æfing: kl 11.00-12.00 Fyrri æfing: kl 10.00-11.00 Seinni æfing: kl 14.00-15.00 Seinni æfing: kl 13.00-14.00   Miðvikudagurinn 31. Des Miðvikudagurinn 31. des Fyrri æfing: kl 10.00-11.00 æfing: kl 09.00-10.00 Fyrirlestur um næringu íþróttamanna: 11.15-12.00   Hlökkum til að sjá sem flestar  Skráning í gegnum vefpóst: mlv@simnet.is    

Búseta í vitavarðarhúsinu tilheyrir senn sögunni til

Þeir sem fylgjast með veðurlýsingum á Rás 1 hafa tekið eftir því að lítið er að frétta af veðri á Stórhöfða, þessari fyrrum einni af helstu veðurathugunarstöðvum landsins. Óskar Sigurðsson sem gegndi m.a. starfi veðurathugunarmanns lengst af sinni starfsævi er fluttur á Selfoss. Sonur  hans Pálmi Freyr tók við starfi hans,  honum hefur verið sagt upp störfum, en býr enn á Stórhöfða, en sú búseta er senn á enda. Eyjafréttir leituðu til Pálma Freys, til að fá fréttir af veðurlýsingunum á Stórhöfða eða ekki veðurlýsingunum þaðan. Pálmi Freyr sendi hinsvegar bréf þar sem hann segir skýrt og skorinort hvernig staðan er:    „Nú geta þeir ekki sagt veðrið frá Stórhöfða því vindáttamælir er bilaður (tók reyndar 18 daga fyrir þá að sjá að hann væri bilaður). Það á greinilega að jarða þessa meðal þeim elstu veðurathugunarstöðvum landsins. Stóra spurning mín er hvers vegna þessi skyndilega ákvörðun að setja Stórhöfða úr A-flokk í ruslflokk á svipstundu. Svo er ekki bara vindmælir sem er bilaður heldur er rakamælirinn búinn að vera bilaður næstum því allt árið. Svo enginn úrkoma er mæld lengur, þar sem því var hætt 1. nóv. Og Veðurstofan hefur EKKI ENN sett sjálfvirkan úrkomumælir. Vitavarðastarfið á vegum Siglingastofnurnar var lagt niður árið 2007. Veðurathugunarstarfið á vegum Veðurstofu Íslands var lagt niður 1. maí 2013. Mannaðar úrkomumælingar á vegum Veðurstofu Íslands voru lagðar niður 1. nóv. 2014. Erlendar mengunarmælingar með milligöngu Veðurstofu Íslands færðist yfir til Nátturustou Suðurlands líka 1. nóv 2014. Staðan hjá okkur Stórhöfðafeðgum. Faðir minn er fluttur til Selfoss fyrir nokkrum vikum, og ég er á leiðinni í Faxastig 12 á næstum dögum eða vikum. Þannig að Stórhöfðaviti verður senn eyðibýli." Kv. Pálmi Freyr  

Greinar >>

Vinnum ekki eftir boðum og bönnum

Að gefnu tilefni, vegna síendurtekinna skrifa á samfélagsmiðlum, er rétt að geta þess að það er alfarið í höndum stjórnenda Þjónustumiðstöðvar hvernig snjóruðningi og hálkuvörnum á vegum bæjarins er háttað. Þar kemur enginn annar að með boðum og bönnum um yfirvinnu, eins og sumir hafa fullyrt. Skipulagning og framkvæmd er í höndum bæjarverkstjóra. Um helgina var færðin slæm, sérstaklega í asahlákunni, það fossaði niður götur, með þeim afleiðingum að halda varð niðurföllum í gatnakerfinu opnum, sem tókst og því ekki vitað um tjón vegna flóða. Annað sem gerði erfitt fyrir var að allt salt sem og sandur sem dreift var á gatnakerfið flaut jafnóðum í burtu. Tæki voru send út til að gera tilraun við að vinna á klakanum og verður að segjast eins og er að árangur af því var lítill. Starfsemi Þjónustumiðstöðvar var fullnýtt til hálku- og flóðavarna á sama tíma og menn sáu ástæðu til að hnýta í bæjaryfirvöld um að ekkert væri að gert. Hafi það farið framhjá einhverjum má upplýsa að hér var ekki um neitt sér vestmannaeyskt ástand að ræða, heilu hverfin í öðrum bæjarfélögum voru ófær og einangruð á sama tíma. Við erum ekkert fullkomnari en aðrir, þó sumir hafi mikla trú á að svo sé. Núna er verið að salta um allan bæ og veit ég að það kætir alla. Bið alla um að fara varlega bæði gangandi sem akandi. Óska ykkur gleðilegra jóla og friðar á komandi árum.