Ný Vestmannaeyjaferja og hækka há­marks­greiðslur í fæðing­ar­or­lofi

Í fjár­mála­áætl­un til næstu fimm ára er gert ráð fyr­ir að fram­lög til heil­brigðismála verði auk­in veru­lega, að há­marks­greiðslur úr fæðing­ar­or­lofs­sjóði verði hækkaðar í 500 þús. kr. og fram­kvæmd­ir við nýj­an Land­spít­ala verði boðnar út árið 2018. Gert er ráð fyr­ir þrem­ur nýj­um hjúkr­un­ar­heim­ili og að lokið verði við Hús ís­lenskra fræða á tíma­bil­inu og renna alls 3,7 millj­arðar króna til verk­efn­is­ins. En þetta birtist á mbl.is í dag.   Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá fjár­málaráðuneyt­inu um fjár­mála­stefnu og fjár­mála­áætl­un fyr­ir hið op­in­bera til fimm ára, sem lagðar voru fram á Alþingi í dag. Fjár­málaráðherra og for­sæt­is­ráðherra kynntu blaðamönn­um stefn­una síðdeg­is.   Stefn­an og áætl­un­in fela í sér að hægt verði á næstu árum að búa „enn frek­ar í hag­inn fyr­ir kom­andi kyn­slóðir með því að greiða niður op­in­ber­ar skuld­ir, draga úr álög­um á fólk með lægri og sann­gjarn­ari skött­um, byggja upp sam­fé­lags­lega innviði og treysta til muna grunnþjón­ustu rík­is­ins með hækk­un bóta, efl­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins og aukn­um gæðum mennt­un­ar,“ seg­ir í frétt ráðuneyt­is­ins.   Fjár­mála­stefna er lögð fram á grund­velli nýrra laga um op­in­ber fjár­mál. Hún fel­ur í sér al­menn mark­mið um þróun op­in­berra fjár­mála, þ.e. rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga, en ýt­ar­legri út­færsla á mark­miðum stefn­unn­ar birt­ist í fjár­mála­áætl­un­inni. Með þessu er mik­il­vægt skref stigið til að treysta um­gjörð op­in­berra fjár­mála og inn­leiða meiri sam­hæf­ingu og aga í áætl­un­ar­gerð op­in­berra aðila með áherslu á lang­tíma­stöðug­leika í efna­hags­líf­inu.   Lög um op­in­ber fjár­mál inn­leiða strang­ar regl­ur um af­komu og skuldaþróun, en sam­kvæmt áætl­un­inni verður mark­miðum þeirra náð þegar á fyrstu tveim­ur árum henn­ar, með já­kvæðum heild­ar­jöfnuði yfir allt fimm ára tíma­bilið og lækk­un heild­ar­skulda hins op­in­bera; rík­is og sveit­ar­fé­laga, í 30% af vergri lands­fram­leiðslu. Heild­araf­koma A-hluta rík­is og sveit­ar­fé­laga verður já­kvæð um að minnsta kosti 1% af vergri lands­fram­leiðslu á tíma­bili áætl­un­ar­inn­ar í því skyni að viðhalda efna­hags­leg­um stöðug­leika í þjóðarbú­skapn­um. Á ár­inu 2017 er gert ráð fyr­ir 26,5 millj­arða króna já­kvæðum heild­ar­jöfnuði rík­is­sjóðs.   Staða og viðfangs­efni rík­is­fjár­mála hafa þannig gjör­breyst frá ár­inu 2013 og mun­ar mest um eft­ir­far­andi Sjálf­virk skulda­söfn­un rík­is­sjóðs var stöðvuð með halla­laus­um fjár­lög­um 2014-2016. Skuld­ir rík­is­sjóðs lækka jafnt og þétt. Vaxta­gjöld verða um 20 millj­örðum króna lægri lægri (30 mia.kr. skv. nýj­um reikn­ings­skil­astaðli) í lok tíma­bils­ins en þau voru í árs­lok 2015. Vel hef­ur tek­ist til við upp­gjör slita­búa fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja „Vegna þess­ara um­skipta verður á grunni ábyrgr­ar fjár­mála­stefnu unnt að auka svig­rúm fyr­ir áherslu­mál á mála­sviðum ráðuneyt­anna um 42 millj­arða króna á tíma­bil­inu, en 14 millj­arðar renna til verk­efna strax á ár­inu 2017. Þá verður mögu­legt að byggja inn í áætl­un­ina ýmis fjár­fest­ing­ar­verk­efni sem hafa verið til skoðunar eða í und­ir­bún­ingi und­an­far­in ár en ekki hef­ur verið talið mögu­legt að fjár­magna sök­um halla­rekst­urs í kjöl­far banka­hruns­ins haustið 2008. Gera má ráð fyr­ir að svig­rúm til fram­kvæmda á ár­un­um 2017–2021 nemi sam­tals upp­safnað um 75 millj­arða króna. Ekki er gert ráð fyr­ir að fjár­magna þurfi þessi verk­efni með óreglu­leg­um tíma­bundn­um tekj­um rík­is­sjóðs á borð við arðgreiðslur eða sölu­hagnað,“ seg­ir í frétt ráðuneyt­is­ins.   Nokk­ur helstu verk­efni sem gert er ráð fyr­ir rúm­ist inn­an tíma­bils­ins:   Heil­brigðismál. Í áætl­un­inni er gert ráð fyr­ir að fram­lög til heil­brigðismála verði auk­in veru­lega á næstu árum þannig að þau verði orðin ríf­lega 30 millj­örðum króna hærri árið 2021 og verði þar með orðin ríf­lega 200 millj­arðar króna á ári. Það svar­ar til þess að fram­lög­in verði auk­in um 18% að raun­v­irði yfir tíma­bilið. Sú aukn­ing er fyr­ir utan all­ar launa­hækk­an­ir sem munu bæt­ast við á tíma­bil­inu auk annarra verðlags­breyt­inga. Þá nema fram­lög til kaupa á tækja­búnaði fyr­ir LSH og FSA 5 millj­örðum á ár­un­um 2016-2021 og 2,5 millj­örðum verður varið til stytt­ing­ar á biðlist­um á sama tíma­bili. Nýr Land­spít­ali. Bygg­inga­fram­kvæmd­ir við fyrsta ver­káfanga, einkum meðferðar­kjarna og rann­sókn­ar­hús, verði boðnar út 2018 og komn­ar á full­an skrið árin 2019–2021. Þær koma til viðbót­ar bygg­ingu sjúkra­hót­els, sem áformað er að ljúki 2017, og fullnaðar­hönn­un nýs meðferðar­kjarna sem þegar hafði verið gert ráð fyr­ir í fjár­lög­um 2016 og síðustu rík­is­fjár­mála­áætl­un. Fæðing­ar­or­lof. Gert er ráð fyr­ir að há­marks­greiðslur úr Fæðing­ar­or­lofs­sjóði verði hækkaðar um 130 þúsund krón­ur í byrj­un næsta árs í 500 þúsund krón­ur á mánuði, en mark­miðið er að færa greiðslurn­ar í átt að því sem þær voru fyr­ir 2009. Sam­tals eykst fram­lag til sjóðsins um 1 millj­arð króna á ár­un­um 2017–2018. Fram­halds­skól­ar. Fjár­mála­áætl­un ger­ir ráð fyr­ir að fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins vaxi um 3,2 millj­arða króna að raun­v­irði frá og með ár­inu 2016 og til árs­ins 2021, eða sem svar­ar til ná­lægt 12% raun­vaxt­ar yfir tíma­bilið á sama tíma og rekstr­ar­kostnaður skól­anna mun lækka vegna stytt­ing­ar náms­ins úr fjór­um árum í þrjú. Hús­næðismál. Áfram verður gert ráð fyr­ir 1,5 millj­örðum króna í áætl­un­inni vegna stofn­fram­laga til upp­bygg­ing­ar á fé­lags­leg­um leigu­íbúðum. Þrjú ný hjúkr­un­ar­heim­ili. Heild­ar­kostnaður rík­is­ins vegna bygg­ing­ar þriggja nýrra hjúkr­un­ar­heim­ila á höfuðborg­ar­svæðinu er um 4,7millj­arðar króna. Hús ís­lenskra fræða. Lokið verður við fram­kvæmd­ina á tíma­bil­inu og renna alls 3,7 millj­arðar króna til verk­efn­is­ins. Ný Vest­manna­eyja­ferja. Á tíma­bil­inu verður ný ferja að fullu fjár­mögnuð og smíðuð en áætlaður kostnaður við ferj­una og botn­dælu­búnað nem­ur ná­lægt 6 millj­örðum króna. Ferðamannastaðir. Stór­auk­in fram­lög renna til upp­bygg­ing­ar innviða á ferðamanna­stöðum en gert er ráð fyr­ir að þau verði alls um 6 millj­arðar króna, eða um 1,2 millj­arðar á ári. Dýra­fjarðargöng. Áætluð út­gjöld vegna gerðar gang­anna nema ríf­lega 12 millj­örðum króna á tíma­bil­inu.        

Ný Vestmannaeyjaferja og hækka há­marks­greiðslur í fæðing­ar­or­lofi

Í fjár­mála­áætl­un til næstu fimm ára er gert ráð fyr­ir að fram­lög til heil­brigðismála verði auk­in veru­lega, að há­marks­greiðslur úr fæðing­ar­or­lofs­sjóði verði hækkaðar í 500 þús. kr. og fram­kvæmd­ir við nýj­an Land­spít­ala verði boðnar út árið 2018. Gert er ráð fyr­ir þrem­ur nýj­um hjúkr­un­ar­heim­ili og að lokið verði við Hús ís­lenskra fræða á tíma­bil­inu og renna alls 3,7 millj­arðar króna til verk­efn­is­ins. En þetta birtist á mbl.is í dag.   Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá fjár­málaráðuneyt­inu um fjár­mála­stefnu og fjár­mála­áætl­un fyr­ir hið op­in­bera til fimm ára, sem lagðar voru fram á Alþingi í dag. Fjár­málaráðherra og for­sæt­is­ráðherra kynntu blaðamönn­um stefn­una síðdeg­is.   Stefn­an og áætl­un­in fela í sér að hægt verði á næstu árum að búa „enn frek­ar í hag­inn fyr­ir kom­andi kyn­slóðir með því að greiða niður op­in­ber­ar skuld­ir, draga úr álög­um á fólk með lægri og sann­gjarn­ari skött­um, byggja upp sam­fé­lags­lega innviði og treysta til muna grunnþjón­ustu rík­is­ins með hækk­un bóta, efl­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins og aukn­um gæðum mennt­un­ar,“ seg­ir í frétt ráðuneyt­is­ins.   Fjár­mála­stefna er lögð fram á grund­velli nýrra laga um op­in­ber fjár­mál. Hún fel­ur í sér al­menn mark­mið um þróun op­in­berra fjár­mála, þ.e. rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga, en ýt­ar­legri út­færsla á mark­miðum stefn­unn­ar birt­ist í fjár­mála­áætl­un­inni. Með þessu er mik­il­vægt skref stigið til að treysta um­gjörð op­in­berra fjár­mála og inn­leiða meiri sam­hæf­ingu og aga í áætl­un­ar­gerð op­in­berra aðila með áherslu á lang­tíma­stöðug­leika í efna­hags­líf­inu.   Lög um op­in­ber fjár­mál inn­leiða strang­ar regl­ur um af­komu og skuldaþróun, en sam­kvæmt áætl­un­inni verður mark­miðum þeirra náð þegar á fyrstu tveim­ur árum henn­ar, með já­kvæðum heild­ar­jöfnuði yfir allt fimm ára tíma­bilið og lækk­un heild­ar­skulda hins op­in­bera; rík­is og sveit­ar­fé­laga, í 30% af vergri lands­fram­leiðslu. Heild­araf­koma A-hluta rík­is og sveit­ar­fé­laga verður já­kvæð um að minnsta kosti 1% af vergri lands­fram­leiðslu á tíma­bili áætl­un­ar­inn­ar í því skyni að viðhalda efna­hags­leg­um stöðug­leika í þjóðarbú­skapn­um. Á ár­inu 2017 er gert ráð fyr­ir 26,5 millj­arða króna já­kvæðum heild­ar­jöfnuði rík­is­sjóðs.   Staða og viðfangs­efni rík­is­fjár­mála hafa þannig gjör­breyst frá ár­inu 2013 og mun­ar mest um eft­ir­far­andi Sjálf­virk skulda­söfn­un rík­is­sjóðs var stöðvuð með halla­laus­um fjár­lög­um 2014-2016. Skuld­ir rík­is­sjóðs lækka jafnt og þétt. Vaxta­gjöld verða um 20 millj­örðum króna lægri lægri (30 mia.kr. skv. nýj­um reikn­ings­skil­astaðli) í lok tíma­bils­ins en þau voru í árs­lok 2015. Vel hef­ur tek­ist til við upp­gjör slita­búa fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja „Vegna þess­ara um­skipta verður á grunni ábyrgr­ar fjár­mála­stefnu unnt að auka svig­rúm fyr­ir áherslu­mál á mála­sviðum ráðuneyt­anna um 42 millj­arða króna á tíma­bil­inu, en 14 millj­arðar renna til verk­efna strax á ár­inu 2017. Þá verður mögu­legt að byggja inn í áætl­un­ina ýmis fjár­fest­ing­ar­verk­efni sem hafa verið til skoðunar eða í und­ir­bún­ingi und­an­far­in ár en ekki hef­ur verið talið mögu­legt að fjár­magna sök­um halla­rekst­urs í kjöl­far banka­hruns­ins haustið 2008. Gera má ráð fyr­ir að svig­rúm til fram­kvæmda á ár­un­um 2017–2021 nemi sam­tals upp­safnað um 75 millj­arða króna. Ekki er gert ráð fyr­ir að fjár­magna þurfi þessi verk­efni með óreglu­leg­um tíma­bundn­um tekj­um rík­is­sjóðs á borð við arðgreiðslur eða sölu­hagnað,“ seg­ir í frétt ráðuneyt­is­ins.   Nokk­ur helstu verk­efni sem gert er ráð fyr­ir rúm­ist inn­an tíma­bils­ins:   Heil­brigðismál. Í áætl­un­inni er gert ráð fyr­ir að fram­lög til heil­brigðismála verði auk­in veru­lega á næstu árum þannig að þau verði orðin ríf­lega 30 millj­örðum króna hærri árið 2021 og verði þar með orðin ríf­lega 200 millj­arðar króna á ári. Það svar­ar til þess að fram­lög­in verði auk­in um 18% að raun­v­irði yfir tíma­bilið. Sú aukn­ing er fyr­ir utan all­ar launa­hækk­an­ir sem munu bæt­ast við á tíma­bil­inu auk annarra verðlags­breyt­inga. Þá nema fram­lög til kaupa á tækja­búnaði fyr­ir LSH og FSA 5 millj­örðum á ár­un­um 2016-2021 og 2,5 millj­örðum verður varið til stytt­ing­ar á biðlist­um á sama tíma­bili. Nýr Land­spít­ali. Bygg­inga­fram­kvæmd­ir við fyrsta ver­káfanga, einkum meðferðar­kjarna og rann­sókn­ar­hús, verði boðnar út 2018 og komn­ar á full­an skrið árin 2019–2021. Þær koma til viðbót­ar bygg­ingu sjúkra­hót­els, sem áformað er að ljúki 2017, og fullnaðar­hönn­un nýs meðferðar­kjarna sem þegar hafði verið gert ráð fyr­ir í fjár­lög­um 2016 og síðustu rík­is­fjár­mála­áætl­un. Fæðing­ar­or­lof. Gert er ráð fyr­ir að há­marks­greiðslur úr Fæðing­ar­or­lofs­sjóði verði hækkaðar um 130 þúsund krón­ur í byrj­un næsta árs í 500 þúsund krón­ur á mánuði, en mark­miðið er að færa greiðslurn­ar í átt að því sem þær voru fyr­ir 2009. Sam­tals eykst fram­lag til sjóðsins um 1 millj­arð króna á ár­un­um 2017–2018. Fram­halds­skól­ar. Fjár­mála­áætl­un ger­ir ráð fyr­ir að fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins vaxi um 3,2 millj­arða króna að raun­v­irði frá og með ár­inu 2016 og til árs­ins 2021, eða sem svar­ar til ná­lægt 12% raun­vaxt­ar yfir tíma­bilið á sama tíma og rekstr­ar­kostnaður skól­anna mun lækka vegna stytt­ing­ar náms­ins úr fjór­um árum í þrjú. Hús­næðismál. Áfram verður gert ráð fyr­ir 1,5 millj­örðum króna í áætl­un­inni vegna stofn­fram­laga til upp­bygg­ing­ar á fé­lags­leg­um leigu­íbúðum. Þrjú ný hjúkr­un­ar­heim­ili. Heild­ar­kostnaður rík­is­ins vegna bygg­ing­ar þriggja nýrra hjúkr­un­ar­heim­ila á höfuðborg­ar­svæðinu er um 4,7millj­arðar króna. Hús ís­lenskra fræða. Lokið verður við fram­kvæmd­ina á tíma­bil­inu og renna alls 3,7 millj­arðar króna til verk­efn­is­ins. Ný Vest­manna­eyja­ferja. Á tíma­bil­inu verður ný ferja að fullu fjár­mögnuð og smíðuð en áætlaður kostnaður við ferj­una og botn­dælu­búnað nem­ur ná­lægt 6 millj­örðum króna. Ferðamannastaðir. Stór­auk­in fram­lög renna til upp­bygg­ing­ar innviða á ferðamanna­stöðum en gert er ráð fyr­ir að þau verði alls um 6 millj­arðar króna, eða um 1,2 millj­arðar á ári. Dýra­fjarðargöng. Áætluð út­gjöld vegna gerðar gang­anna nema ríf­lega 12 millj­örðum króna á tíma­bil­inu.        

Allir vilja vinna Hauka og það ætlum við okkur að gera

„Stemmningin var frábær og er eftir henni tekið víða. Það voru margir sem fylgdust með leiknum á netinu og sáu okkar frábæru stuðningsmenn í miklum ham með Hvítu riddarana í aðalhlutverki. Um leikinn er það að segja að við fengum þrjú tækifæri til að klára þetta í venjulegum leiktíma og jafngott lið og Haukarnir eru refsar miskunarlaust þegar svoleiðis færi eru ekki nýtt,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV eftir leikinn gegn Haukum á mánudaginn þar sem eitt marki skildi að eftir tvær framlengingar.     „Haukar eru lið sem allir vilja vinna og það ætluðum við okkur svo sannarlega að gera en þetta var leikur sem bauð upp á flottan handbolta í bland við mistök, rauð spjöld og mikla dramatík,“ bætti Arnar við en það var enginn uppgjafatónn í honum þó á brattan sé að sækja á útivelli. „Við misstum af tækifæri á heimavelli og erum komnir með bakið upp að vegg. En við förum í leikinn á föstudaginn til að vinna.“     Arnar segir að hefðin sé vissulega Haukamegin sem níu sinnum hafa orðið meistarar frá aldamótum. ÍBV tókst að höggva skarð í þann vegg árið 2014 í einu eftirminnilegasta einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta frá upphafi. „Við erum að fara að spila við alvöru lið og stráka sem þekkja það að vinna titla. En ég hef fulla trú á mínum mönnum og við ætlum að snúa dæminu við í dag. Fá fjórða leikinn og spila hér fyrir fullu húsi og ég veit að margir Eyjamenn mæta á Ásvelli til að hvetja okkur til sigurs.“   Kári Kristján Kristjánsson verður í banni í leiknum og ekki er komið í ljós hvað meiðsli Magnúsar Stefánssonar eru alvarleg en hann meiddist á mánudaginn.    
>> Eldri fréttir

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Heimir verður á ráðstefnunni ,,Að skapa vinningslið - hvað getur atvinnulífið lært af boltanum"

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu verður á ráðstefnunni „Að skapa vinningslið – hvað getur atvinnulífið lært af boltanum?“ í Hörpu þann 11. maí. Á ráðstefnunni koma saman heimsþekktar fótboltastjörnur og leiðtogar úr heimi knattspyrnu og atvinnulífs og ræða hvernig hægt er að nýta afreksþjálfun, teymishugsun, stjórnun og annað sem einkennir sigursæl íþróttalið inn í íslensk fyrirtæki. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari mun taka þátt í umræðum sem snúa að því hvernig er að stýra Davíð eða Golíat í viðskiptum og íþróttum. Þessum umræðum mun Árelía Eydís dósent í leiðtogafræðum við Háskóla Íslands stýra. Auk þeirra mun Ramón Calderón fyrrum forseti Real Madrid, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins taka þátt í viðkomandi umræðum. „Ég er mjög spenntur að heyra hvernig Chris Coleman landsliðsþjálfari Wales hefur byggt upp sitt teymi sem hefur náð frábærum árangri. Það verður áhugavert að bera saman hans hugmyndafræði saman við okkar. Að auki þá verða helstu leiðtogar íslenska atvinnulífsins með á ráðstefnunni sem eiga eflaust eftir að gefa okkur góða innsýn og lærdóm fyrir EM í Frakklandi. Ég hlakka til að deila minni reynslu og læra af öðrum“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu.   Aðrir íslenskir þátttakendur á ráðstefnunni eru m.a Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik, Andri Þór Gudmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður FKA, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Halla Tomasdottir, rekstrarhagfræðingur og forsetaframbjóðandi, Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, Una Steinsdóttir framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá SA og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.   Þekktar erlendar stjörnur og leiðtogar munu einnig taka þátt Ramón Calderón er annar af skipuleggjendum ráðstefnunarinnar. Hann hefur fengið til liðs við sig marga þekkta aðila úr knattspyrnuheiminum til þess að taka þátt í ráðstefnunni. Meðal þeirra sem verða í Hörpu þann 11. maí eru, David Moyes fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United og Everton, Kevin Keegan fyrrum landsliðsþjálfari Englands og leikmaður Liverpool, John Carlin rithöfundur og blaðamaður hjá Financial Times og El País en hann skrifaði m.a. sögu Nelson Mandela sem bókin Invictus er byggð á og Chris Coleman landsliðsþjálfari Wales í knattspyrnu, en landslið Wales var að tryggja sér sæti á EM í fyrsta skipti. Ráðstefnan er fyrir alla sem vilja efla sitt teymi hvort sem viðkomandi er almennur liðsmaður eða stjórnandi. Þetta á við aðila hvort sem þeir eru í viðskiptum, íþróttum eða annað. Dagskrá og upplýsingar er að finna á​ www.BusinessAndFootball.com​ og hægt er að nálgast miða inn á Tix.is    

Greinar >>

Samvinna í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

Á Hornafirði hefur náðst mikil og góð samþætting í heimahjúkrun, félagslegri heimaþjónustu og málefnum fatlaðra. Málaflokkarnir hafa verið á könnu sveitarfélagsins frá árinu 1996 og því komin löng og góð reynsla á samvinnuna. Árið 2012 var gæðastyrkur sem stofn- unin fékk nýttur til aukinnar samþættingar á heimaþjónustu í samfélaginu. Í kjölfarið var stofnuð Heimaþjónustudeild þar sem öll heimaþjónusta er skipulögð hvort sem hún er félagslegs eða hjúkrun- arlegs eðlis. Samþættingin hafði það að markmiði að auka samfellu í þjónustu, hækka þjónustustig og hagræða í rekstri. Heimaþjónustu- deildin hefur sameiginlega starfsaðstöðu en þangað mæta þeir starfsmenn er sinna heimþjónustu hvort sem um ræðir hjúkrun, heimilishjálp eða félagslega heimaþjónustu. Allar beiðnir um þjónustu eru afgreiddar í þjónustu- teymi sem í sitja hjúkrunarstjóri heilsugæslu, félagsmálastjóri og forstöðumaður heimaþjónustudeild- ar. Þjónustuteymið metur og skilgreinir þjónustuþörf umsækj- enda. Í samráði við þjónustuþega og starfsmenn er þjónustan skipulög þannig að starfsfólk nýtist sem best og að þjónustuþegi fái þá þjónustu sem hann þarf á að halda og sé öruggur. Einn af meginkostum sameiginlegrar starfstöðvar er að auðveldara er fyrir starfsfólk að samræma þjónustuna. Þannig minnka líkur á að margir starfs- menn séu að koma á sama tíma til þjónustuþega og svo jafnvel enginn þess á milli. Samvinnan gengur mjög vel á þennan hátt. Á síðasta ári eða vorið 2015 var tekin ákvörðun um að vinna að því að taka inn hugmyndafræðina „þjónandi leiðsögn“ (gentle teaching) í samvinnu við Akureyr- arbæ. Fóru 6 starfsmenn frá Hornafirði til náms síðastliðið vor. Námið hefur síðan haldið áfram í formi fjarnáms og er áætlað að seinni lotan fari fram nú í vor og útskrifast þá þessir starfsmenn með nafnbótina mentorar. Það er því markmiðið að starfsfólk heimaþjón- ustudeildar starfi samkvæmt hugmyndafræðinni í framtíðinni og umræddir mentorar leiði þá vinnu. Í Þjónandi leiðsögn byggja öll samskipti á virðingu og umhyggju og að skapa traust á milli einstak- linga. Hugmyndafræðina er einnig verið að taka upp á hjúkrunar- og dvalardeildum HSU Hornafirði.