Fást þar svör við spurningum sem brunnið hafa á Eyjamönnum undanfarin ár?

„Á stórgóðum borgarafundi um samgöngur sem haldinn var að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar þingmanns og héraðsfréttamiðlanna Eyjafrétta og Eyjar.net í þar síðustu viku kom upp sterk krafa um að halda þyrfti sem fyrst annan fund um samgöngur og horfa þar til framtíðar, ræða nýja ferju og þróun Landeyjahafnar. Einhverjir fundarmenn orðuðu það svo að fundurinn í þar síðustu viku hafi verið góður fyrri hálfleikur,“ segir Elliði Vignisson um fund um samgöngur í Höllinni kl. 18.30 í kvöld. „Þar verður gerð tilraun til að líta af baksýnisspeglinum og horfa fram á veginn. Höfuðáhersla verður lögð á að kynna hið nýja skip sem nú er byrjað að smíða og þróun Landeyjahafnar.“ Von er til að á fundinum fáist svör sem brunnið hafa á Eyjamönnum undanfarin ár. Mikið vantar upp á að Landeyjahöfn hafi staðist væntingar, varla náð því að vera hálfsárshöfn. Smíði á nýrri ferju hefur tafist og margir hafa efasemdir um að skipið sem nú er hafin smíði á uppfylli kröfur Vestmannaeyinga um bættar samgöngur. Á fundinn mæta menn sem eiga að geta svarað þessum spurningum að einhverju eða öllu leyti. Jóhannes Jóhannesson skipaverkfræðingur kynnir endanlega hönnun á nýrri Vestmannaeyjaferju og hvernig búast megi við að hún standist þær kröfur sem til hennar eru gerðar um siglingar við allt að 3,5 metra ölduhæð í Landeyjahöfn, siglingar í Þorlákshöfn og margt fleira. Þá mun Sigurður Áss Grétarsson frá Vegagerðinni kynna stöðu Landeyjahafnar og þróun hennar frá því að hún var opnuð árið 2010. Farið verður yfir rannsóknir þar að lútandi og væntanlegar framkvæmdir sem eiga að geta auðveldað nýtingu hafnarinnar á heilsársgrundvelli. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra átti að ávarpa fundinn en samkvæmt aðstoðarmanni hans Ólafi Einari Jóhannssyni mun hann ekki mæta. Framsögumenn sitja síðan fyrir svörum ásamt Friðfinni Skaptasyni formanni stýrihóps um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og öðrum sem gegna ábyrgðahlutverki í samgöngum á sjó við Vestmannaeyjar.  

Fást þar svör við spurningum sem brunnið hafa á Eyjamönnum undanfarin ár?

„Á stórgóðum borgarafundi um samgöngur sem haldinn var að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar þingmanns og héraðsfréttamiðlanna Eyjafrétta og Eyjar.net í þar síðustu viku kom upp sterk krafa um að halda þyrfti sem fyrst annan fund um samgöngur og horfa þar til framtíðar, ræða nýja ferju og þróun Landeyjahafnar. Einhverjir fundarmenn orðuðu það svo að fundurinn í þar síðustu viku hafi verið góður fyrri hálfleikur,“ segir Elliði Vignisson um fund um samgöngur í Höllinni kl. 18.30 í kvöld. „Þar verður gerð tilraun til að líta af baksýnisspeglinum og horfa fram á veginn. Höfuðáhersla verður lögð á að kynna hið nýja skip sem nú er byrjað að smíða og þróun Landeyjahafnar.“ Von er til að á fundinum fáist svör sem brunnið hafa á Eyjamönnum undanfarin ár. Mikið vantar upp á að Landeyjahöfn hafi staðist væntingar, varla náð því að vera hálfsárshöfn. Smíði á nýrri ferju hefur tafist og margir hafa efasemdir um að skipið sem nú er hafin smíði á uppfylli kröfur Vestmannaeyinga um bættar samgöngur. Á fundinn mæta menn sem eiga að geta svarað þessum spurningum að einhverju eða öllu leyti. Jóhannes Jóhannesson skipaverkfræðingur kynnir endanlega hönnun á nýrri Vestmannaeyjaferju og hvernig búast megi við að hún standist þær kröfur sem til hennar eru gerðar um siglingar við allt að 3,5 metra ölduhæð í Landeyjahöfn, siglingar í Þorlákshöfn og margt fleira. Þá mun Sigurður Áss Grétarsson frá Vegagerðinni kynna stöðu Landeyjahafnar og þróun hennar frá því að hún var opnuð árið 2010. Farið verður yfir rannsóknir þar að lútandi og væntanlegar framkvæmdir sem eiga að geta auðveldað nýtingu hafnarinnar á heilsársgrundvelli. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra átti að ávarpa fundinn en samkvæmt aðstoðarmanni hans Ólafi Einari Jóhannssyni mun hann ekki mæta. Framsögumenn sitja síðan fyrir svörum ásamt Friðfinni Skaptasyni formanni stýrihóps um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og öðrum sem gegna ábyrgðahlutverki í samgöngum á sjó við Vestmannaeyjar.  

Þorleifur Gaukur & Ethan Jodziewicz á Háaloftinu í kvöld

Munnhörpuleikarinn margfrægi Þorleifur Gaukur er mættur á land eftir nám í Berklee College of Music. Í þetta skiptið tekur hann með sér Ethan Jodziewicz, einn fremsta Roots-bassaleikara heims. Ethan er á milli túra með Grammy-tilnefndu Sierra Hull og hefur hann spilað með öllum frá Bela Fleck til David Grisman.   Einstök blanda þeirra af Bluegrass og Djass er fersk og orkumikill spuni þeirra heldur áheyrendunum spenntum. Þeir ná að sýna að þessar tónlistarstefnur eru tengdari en margir halda. 16-24 maí taka þeir hringinn í kringum landið og ætla auðvitað að spila í Eyjum en tónleikarnir verða á Háaloftinu í kvöld frá kl. 21:15 til 23:00.   Þorleifur Gaukur Munnhörpuleikarinn Þorleifur Gaukur hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi frá ungum aldri. Hann hefur spilað með KK, Kaleo, Victor Wooten, Bob Margolin, Peter Rowan, Tómas R. Einarsson, og mörgum fleirum. Haustið 2015 hóf hann nám við Berklee College of Music á fullum skólastyrk og fékk Clark Terry verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur í fyrra. Hann hefur verið áberandi í Bluegrass senuni í Bandaríkjunum og er draumurinn að kynna landann fyrir þeirri tónlist.   Ethan Jodziewicz Nashville bassleikarinn Ethan Jodziewicz þrífst í tónlist sem að blanda hefðum og framúrstefnu, tæknilegri færni með minimalisma og ástríðu. Sem rísandi stjarna í “new-acoustic” tónlistarsenunni kemur hann með ást sinni á spuna, kammer tónlist, djassi, Bandarískri folk tónlist, og fönk til kontrabassans. Takmarkalaus spilamennska hans vakið athygli um öll Bandaríkin og er hann spenntur að koma til Íslands í fyrsta sinn.    

Bæjarstjórn átti fund með samgönguráðherra

Núna um helgina átti bæjarstjórn fund með Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra um stöðu samgangna og framtíðina hvað þær varðar. Á fundinum lýstum við bæjarfulltrúar skoðunum okkar og stefnu eins og hún hefur verið samþykkt á almennum borgarafundi og á fundum bæjarstjórnar. Ráðherra tók vel í þær hugmyndir og hjá honum kom fram vilji til að núverandi Herjólfur yrði áfram til staðar a.m.k. fyrst um sinn þegar ný ferja hefur siglingar 2018. Bæjarstjórn ítrekaði fyrri kröfu sína um að rekstur ferjunnar yrði í höndum heimamanna, ráðherra tók sömuleiðis jákvætt í þá kröfu. Bæjarstjórn ítrekaði einnig kröfu sína um að sama fargjald verði í báðar hafnir og að áfram verði haldið að vinna að úrbótum á Landeyjarhöfn. Það var gott að finna að ráðherrann var á sömu bylgjulengd í þessu máli og ræddi málin af skynsemi við bæjarstjórn.   Fjölgun ferða í sumaráætlun eru skref í rétta átt og verður það vonandi eitt skref af mörgum sem tekin verða á næstunni. Orð eru til alls fyrst og mikilvægt að við Eyjamenn fjölmennum á opinn fund um samgöngur sem haldin verður núna í vikunni. Þar mun Jón ávarpa fundinn. Aðrir framsögumenn og gestir verða: Jóhannes Jóhannesson skipaverkfræðingur, Sigurður Áss Grétarsson hafnarverkfræðingur, Friðfinnur Skaptason formaður stýrihóps um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og ýmsir fleiri sem gegna ábyrgðahlutverki í samgöngum á sjó við Vestmannaeyjar. Höfuðáhersla verður lögð á að kynna hið nýja skip sem nú er byrjað að smíða og þróun Landeyjahafnar.   Kjörið tækifæri fyrir okkur bæjarbúa til að fá svör við brennandi spurningum og koma óskum og ábendingum beint og milliliðalaust til þeirra sem með málið fara. Fundurinn er á miðvikudaginn 24. maí, kl. 18:30 í Höllinni og hvet ég alla til að mæta. Við Eyjamenn þekkjum að okkar stóru sigrar hafa ætíð verið unnir á forsendum bjartsýni, krafts og samstöðu. Það þekkjum við bæði úr íþróttalífinu rétt eins og í öllum helstu framfaramálum samfélagsins. Stöndum saman – framtíðin er núna.   Trausti Hjaltason bæjarfulltrúi.    

Fjárfestar kaupa eignir í Eyjum af miklum móð

Færst hefur í aukana síðustu vikur að stór fasteignafélög kaupi upp fasteignir í Vestmannaeyjum og veðji þannir á hækkandi fasteignaverð samfara bættum samgöngum til og frá Eyjum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fjárfesta hafa mikla trú á áhrifum nýrrar Landeyjahafnar. Visir.is greinir frá. „Við á landsbyggðinni vitum sem er að í hvert skipti sem samgöngur lagast þá hækkar fasteignaverð,“ segir Elliði.   Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við sjáum það hér í Eyjum mjög glöggt í tengslum við gerð Landeyjahafnar. Ég get staðfest að hafa orðið var við að stór félög séu að kaupa upp fasteignir í Eyjum. Þeir hafa þá líklega meiri trú á því að verðið muni hækka en heimamenn.“ Guðjón Hjörleifsson, fasteignasali í Vestmannaeyjum, hefur sömu sögu að segja og Elliði og staðfestir að á annan tug fasteigna hafi á stuttum tíma farið til fasteignafélaga. Stór fyrirtæki fái lánað hjá Íbúðalánasjóði á sömu vöxtum og almenningur til langs tíma. Eignamyndun félaganna sé hraðari á stöðum eins og Vestmannaeyjum en í Reykjavík til að mynda. „Jú, ég hef verið að selja íbúðir til fasteignafélaga í Eyjum sem ætla sér að leigja út eignirnar í einhvern tíma þar til fýsilegt verður að selja. Það er mjög áhugavert að sjá þennan viðsnúning því þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð mikið af hér í Eyjum,“ segir Guðjón. „Menn fá hér eignir á góðu verði þar sem atvinnulíf er með ágætum og svo veðja menn líklega á að verðið hækki með bættum samgöngum.“ Elliði segir það mikilvægt að heimamenn sjái líka tækifærið í auknum samgöngum við Landeyjahöfn og haldi ekki að sér höndum. „Fjárfestar kaupa núna bæði íbúðir og hús sem þeir ætla að leigja og selja áfram. Því gæti verið sniðugt að fjárfesta nú áður en verð hækkar í Eyjum. það hefur margsýnt sig að verð fasteigna fer upp um leið og samgöngur batna,“ segir bæjarstjórinn.  

Líknarkonur höfðu betur í slagnum um húsmæðraorlofið

Fyrir bæjarráði í síðustu viku lá fyrir innheimtubréf um greiðslu orlofs húsmæðra sem miðast við 106,40 kr. á hvern íbúa í Vestmannaeyjum miðað við vísitölu neysluverðs í febrúar árið 2016 samkvæmt Hagstofu Íslands. Var þess óskað að Vestmannaeyjabær greiði Kvenfélaginu Líkn 602.674 kr. vegna orlofs húsmæðra. Í fundargerð segir að bæjarráð hafi áður lýst yfir fullum stuðningi við einróma ályktun kvennafundar bæjarstjórnar á kvenréttindadaginn 19. júní 2008 þess efnis að greiðsla húsmæðraorlofs væri ekki í anda jafnréttis. „Sá stuðningur er óbreyttur. Hins vegar hefur bæjarráð Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabær átt afar farsælt samstarf við Kvenfélagið Líkn allt frá stofnun þess 14. febrúar 1909. Samstarfið hefur fyrst og fremst einkennst af gagnkvæmri virðingu og samstöðu í því sem snýr að líknarmálum og hefur það til að mynda skilað sér í framlögum til tækjakaupa Sjúkrahússins, uppbyggingu í málefnum aldraðra og mörgum fleiri góðum málum. Bæjarráð er afar annt um að hvergi beri skugga á það samstarf og samþykkir því að greiða Líkn 700.000 kr. og hvetur Líkn til að nýta upphæðina til góðgerðamála,“ segir í fundargerðinni Stefán Óskar Jónasson, fulltrúi E-listans lét bóka: -Ég fagna þessari niðurstöðu þar sem ég hef stutt málið frá upphafi. Málið á sér nokkra forsögu og nær aftur til ársins 2007 og aftur árið 2008. Árið 2015 segir í bæjarráði: „Verður ekki séð að lög um orlof húsmæðra uppfylli þetta skilyrði enda fá húsfeður og eða ekklar ekki notið til jafns við konur þess orlofs sem lögin kveða á um. Ljóst má því telja að lög um orlof húsmæðra brjóta gegn lögum um jafna stöðu karla og kvenna og grundvallarreglum íslenskrar stjórnskipunar,“ sem varð niðurstaðan sem nú hefur verið dregin til baka. Og enn og aftur stóð Stefán Óskar með konunum.    
>> Eldri fréttir

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Silja Dögg Gunnarsdóttir - Bjartar vonir veikjast

Bjartar vonir vöknuðu hjá Eyjamönnum og öðrum fyrir nokkrum árum síðan þegar ákvörðun var tekin um að byggja nýja höfn í Landeyjum og smíða nýja ferju. Í áratugi höfðu Eyjamenn búið við brotakenndar samgöngur. Fréttin af höfninni og ferjunni breiddist út og fólk sem hafði flutt frá Vestmannaeyjum, m.a. vegna slæmra samgangna, flutti nú heim aftur. Aðrir stofnuðu fyrirtæki til að geta tekið á móti ferðamönnum og fóru í því skyni út í umtalsverðar fjárfestingar.   Ferðaþjónustan í uppnámi Nú, mörgum árum síðar, er staðan enn slæm og ekki fyrirséð að hún batni í bráð af fjölmörgum ástæðum. Íbúar í Vestmannaeyjum, sem hafa haldið í vonina um úrbætur, eru sumir við það að gefast upp á biðinni eftir bættum samgöngum. Ferðaþjónustan er í uppnámi en nú þegar hefur einn aðalmánuðinn af vertíðinni, af fjórum, nánast fallið niður. Skaði samfélagsins er gríðarlegur en hann er þó ekki eingöngu mældur í krónum og aurum, því miður.   Svarleysi Nýlega var haldinn fjölsóttur fundur í Höllinni þar sem íbúar komu saman og ræddu samgöngumál, fóru yfir stöðuna og hver yrðu næstu skref. Þar kom fram að smíði nýrrar ferju er hafin en óvíst er með hvað eigi að gera til að gera varðandi nauðsynlegar úrbætur á Landeyjahöfn. Hvar er t.d. sanddælubúnaðurinn fyrir höfnina sem lofað var? Verður gamli Herjólfur látinn sigla áfram til Þorlákshafnar þegar nýja ferjan kemur til að tryggja flutninga á milli lands og Eyja? Hvers vegna þurfa Eyjamenn t.d. að borga háa vegatolla af sínum þjóðvegi þegar aðrir landsmenn þurfa ekki að gera það? Engin svör fengust við þessum spurningum á fundinum.   Óánægja með verð og tímatöflu Rekstraraðili Eimskips í Eyjum fékk fjölmargar fyrirspurnir og ábendingar varðandi bætta þjónustu og aðbúnað um borð. Fólk gagnrýndi tímatöfluna, bókunarkerfið og vildi fá nánari upplýsingar um samning Eimskips í þeim tilgangi að átta sig betur á verðlagningu farmiða. Fátt var um svör en ljóst að útboð verður á rekstrinum í haust og Eimskip hyggst sækjast eftir að fá umboðið. Sumir töldu að rekstrinum verði betur fyrirkomið hjá sveitarfélaginu og þá hugmynd ber að skoða vandlega. Að fundi loknum hafði undirrituð orðið örlítið vísari um sögu Herjólfs en vissi litlu meir en áður um næstu skref málsins. Ljós er að íbúar eru langþreyttir og hundóánægðir með ástandið.   Ferðin með Baldri Heimferðin frá Vestmannaeyjum var svo sér kapítuli út af fyrir sig. Þar sem flugið féll niður vegna veðurs stökk undirrituð um borð í Baldur. Eftir þá viðbjóðslegu sjóferð spyr maður sig óhjákvæmilega að því, hvaða snillingi datt í hug að taka bátinn af Vestfirðingum og skerða þeirra samgöngur enn frekar niður og senda hann suður til siglinga á milli lands og Eyja? Báturinn er alls ekki gerður fyrir úthafssiglingar og skoppaði um í umtalsverðri ölduhæð eins og korktappi. Eftir klukkustund náðum við til lands og martröðinni var lokið. Ég mun jafna mig á sjóveikinni og hef heitið því að stíga ekki um borð í dallinn aftur. Íbúar í Vestmannaeyjum hafa hins vegar ekkert val þar sem kerfið okkar er þannig að ákveðin grunnþjónusta er staðsett uppá landi, svo sem fæðingarþjónusta en sú umræða er efni í aðra grein.   Planið Þingmenn kjördæmisins munu án efa halda áfram að beita sér fyrir bættum samgöngum til Vestmannaeyja enda er ekki um flokkspólitískt mál að ræða heldur samfélagslegt réttlætismál. Opinn fundur bæjaryfirvalda með ráðherra samgöngumála og yfirmönnum Vegagerðarinnar sem halda á í kvöld er löngu tímabær. Þar á að krefjast svara um verkáætlun og tímalínu. Við þingmenn getum spurt og talað en samband við framkvæmdavaldið er nauðsynlegt ef árangur á að nást. Ég mæti, ef það verður fært…  

Greinar >>

Silja Dögg Gunnarsdóttir - Bjartar vonir veikjast

Bjartar vonir vöknuðu hjá Eyjamönnum og öðrum fyrir nokkrum árum síðan þegar ákvörðun var tekin um að byggja nýja höfn í Landeyjum og smíða nýja ferju. Í áratugi höfðu Eyjamenn búið við brotakenndar samgöngur. Fréttin af höfninni og ferjunni breiddist út og fólk sem hafði flutt frá Vestmannaeyjum, m.a. vegna slæmra samgangna, flutti nú heim aftur. Aðrir stofnuðu fyrirtæki til að geta tekið á móti ferðamönnum og fóru í því skyni út í umtalsverðar fjárfestingar.   Ferðaþjónustan í uppnámi Nú, mörgum árum síðar, er staðan enn slæm og ekki fyrirséð að hún batni í bráð af fjölmörgum ástæðum. Íbúar í Vestmannaeyjum, sem hafa haldið í vonina um úrbætur, eru sumir við það að gefast upp á biðinni eftir bættum samgöngum. Ferðaþjónustan er í uppnámi en nú þegar hefur einn aðalmánuðinn af vertíðinni, af fjórum, nánast fallið niður. Skaði samfélagsins er gríðarlegur en hann er þó ekki eingöngu mældur í krónum og aurum, því miður.   Svarleysi Nýlega var haldinn fjölsóttur fundur í Höllinni þar sem íbúar komu saman og ræddu samgöngumál, fóru yfir stöðuna og hver yrðu næstu skref. Þar kom fram að smíði nýrrar ferju er hafin en óvíst er með hvað eigi að gera til að gera varðandi nauðsynlegar úrbætur á Landeyjahöfn. Hvar er t.d. sanddælubúnaðurinn fyrir höfnina sem lofað var? Verður gamli Herjólfur látinn sigla áfram til Þorlákshafnar þegar nýja ferjan kemur til að tryggja flutninga á milli lands og Eyja? Hvers vegna þurfa Eyjamenn t.d. að borga háa vegatolla af sínum þjóðvegi þegar aðrir landsmenn þurfa ekki að gera það? Engin svör fengust við þessum spurningum á fundinum.   Óánægja með verð og tímatöflu Rekstraraðili Eimskips í Eyjum fékk fjölmargar fyrirspurnir og ábendingar varðandi bætta þjónustu og aðbúnað um borð. Fólk gagnrýndi tímatöfluna, bókunarkerfið og vildi fá nánari upplýsingar um samning Eimskips í þeim tilgangi að átta sig betur á verðlagningu farmiða. Fátt var um svör en ljóst að útboð verður á rekstrinum í haust og Eimskip hyggst sækjast eftir að fá umboðið. Sumir töldu að rekstrinum verði betur fyrirkomið hjá sveitarfélaginu og þá hugmynd ber að skoða vandlega. Að fundi loknum hafði undirrituð orðið örlítið vísari um sögu Herjólfs en vissi litlu meir en áður um næstu skref málsins. Ljós er að íbúar eru langþreyttir og hundóánægðir með ástandið.   Ferðin með Baldri Heimferðin frá Vestmannaeyjum var svo sér kapítuli út af fyrir sig. Þar sem flugið féll niður vegna veðurs stökk undirrituð um borð í Baldur. Eftir þá viðbjóðslegu sjóferð spyr maður sig óhjákvæmilega að því, hvaða snillingi datt í hug að taka bátinn af Vestfirðingum og skerða þeirra samgöngur enn frekar niður og senda hann suður til siglinga á milli lands og Eyja? Báturinn er alls ekki gerður fyrir úthafssiglingar og skoppaði um í umtalsverðri ölduhæð eins og korktappi. Eftir klukkustund náðum við til lands og martröðinni var lokið. Ég mun jafna mig á sjóveikinni og hef heitið því að stíga ekki um borð í dallinn aftur. Íbúar í Vestmannaeyjum hafa hins vegar ekkert val þar sem kerfið okkar er þannig að ákveðin grunnþjónusta er staðsett uppá landi, svo sem fæðingarþjónusta en sú umræða er efni í aðra grein.   Planið Þingmenn kjördæmisins munu án efa halda áfram að beita sér fyrir bættum samgöngum til Vestmannaeyja enda er ekki um flokkspólitískt mál að ræða heldur samfélagslegt réttlætismál. Opinn fundur bæjaryfirvalda með ráðherra samgöngumála og yfirmönnum Vegagerðarinnar sem halda á í kvöld er löngu tímabær. Þar á að krefjast svara um verkáætlun og tímalínu. Við þingmenn getum spurt og talað en samband við framkvæmdavaldið er nauðsynlegt ef árangur á að nást. Ég mæti, ef það verður fært…