KFUM og KFUK góð leið til að kynnast nýju fólki

Nú er norrænu móti KFUM og KFUK sem haldið var í Vestmannaeyjum dagana 13. -18. júlí lokið. Tæplega 140 unglingar og leiðtogar frá Ísland, Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi hafa að sögn Gísla Stefánssonar, æskulýðsfulltrúa Landakirkju og starfsmanns KFUM og KFUK á Íslandi, skemmt sér konunglega síðustu daga og fengið að njóta ríkulegrar náttúru Eyjanna og gestrisni heimamanna. „Dagskrá mótsdagana hefur verið yfirgripsmikil og samanstaðið af morgunstundum þar sem fræðsla um ýmis málefni hefur verið á boðstólnum í gegnum leiki, skemmtun og vinnuhópa þar sem krakkarnir hafa lært ýmsa hagnýta hluti. Einnig hafa verið kvöldstundir þar sem þjóðirnar hafa skipst á að skemmta hver annarri, hver með sínum hætti. Hópurinn hefur svo sótt Eldheima heim og farið í bátsferð með Viking Tours. Í lok dagskrár hvers dags hefur svo verið helgistund í Landakirkju,“ sagði Gísli. Á sunnudeginum fyllti svo hópurinn Landakirkju í guðþjónustu sem Danir, Færeyingar og Íslendingar sáu sameiginlega um, en lestrar voru lesnir á ensku, færeysku og dönsku ásamt því að Gísli prédikaði. Þar talaði hann um það sameiningartákn sem KFUM og KFUK er á Norðurlöndum. Nefndi hann þar sérstaklega þá ákvörðun sænsku hreyfingarinnar að opna starf sitt fyrir fleiri trúarhópum en þeim kristnu og svara þannig kalli fjölmenningarsamfélagsins. Til merkis um það voru átta múslímskir þátttakendur á mótinu og var ekki annað að heyra en að þeir hafi skemmt sér konunglega. „Að lokinni helgistund var hópnum skipt niður í tíu hópa sem kepptu í leiknum Experience Vestmannaeyjar en þar gengu krakkarnir vítt og breitt um Heimaey, fengu nýbakað rúgbrauð á Eldfelli, dorguðu við höfnina, fóru í leiki í Herjólfsdal, golf og málmleit á malarvellinum. Mánudagskvöldið var síðan ball á Háaloftinu þar sem Brimnes spiluðu fjölbreytt prógramm fyrir hópinn,“ sagði Gísli að endingu. Blaðamaður Eyjafrétta, ásamt ljósmyndara, skellti sér á síðustu kvöldvökuna á Háaloftinu og tók nokkra unglinga og leiðtoga tali.   Rósa Friðriksdóttir frá Vestmannaeyjum   Aldur: 14 ára. Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Fyrir félagsskapinn. Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Kynnast nýju fólki.   Veigar Sævarsson frá Vestmannaeyjum   Aldur: 14 ára. Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Bara fyrir félagsskapinn. Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Kynnast útlendingunum. Hvaða þjóð er skemmtilegust: Færeyjar.     Hreiðar Garðarsson frá Akureyri   Aldur: 14 ára. Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Til þess að kynnast nýjum krökkum. Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Bara að vera í Vestmannaeyjum.     Ammar Al Azawi frá Svíþjóð   Aldur: 27 ára. Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Mjög vel, allt verið til fyrirmyndar. Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Ég fékk bara tækifæri til þess að prófa og ákvað að slá til og sé ekki eftir því. Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Það hefur allt verið frábært.     Enni Riukulehto frá Finnlandi   Aldur: 25 ára. Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Mjög vel, líflegri en ég bjóst við. Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Starfið er skemmtilegt og flott. Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Í gær fengum við túr á fjöllin sem var mjög skemmtilegur, en náttúran hér er bara æðisleg.     Rune Hoff Lauridsen frá Danmörku   Aldur: 38 ára. Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Mjög vel, sérstakur og fallegur staður. Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Því hér getur fólk verið hluti af samfélagi og fengið trú á Guð, sjálft sig og öðru fólki. Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Okkar krökkum fannst túrinn á Eldfell og kvöldvökurnar vera hápunktur.   Beinta Tummasardóttir Klein frá Færeyjum   Aldur: 39 ára. Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Þær eru svo fallegar, hér eru svo margir staðir sem eru sérstakir, eins og Heimaklettur og Eldfell og allt í göngufæri. Tengsl Færeyja við Vestmannaeyja eru líka skemmtileg. Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Okkar starf er örlítið frábrugðið og erum við í raun ekki á vegum KFUM og KFUK heldur kirkjunnar en starfið er svipað. Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Túrinn á Eldfell og bara öll Eyjan og náttúran sem henni tilheyrir.  

Ragnar Sigurjónsson er Eyjamaður vikunnar: Allar dúfurnar skiluðu sér aftur í Brandshús

KFUM og KFUK góð leið til að kynnast nýju fólki

Nú er norrænu móti KFUM og KFUK sem haldið var í Vestmannaeyjum dagana 13. -18. júlí lokið. Tæplega 140 unglingar og leiðtogar frá Ísland, Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi hafa að sögn Gísla Stefánssonar, æskulýðsfulltrúa Landakirkju og starfsmanns KFUM og KFUK á Íslandi, skemmt sér konunglega síðustu daga og fengið að njóta ríkulegrar náttúru Eyjanna og gestrisni heimamanna. „Dagskrá mótsdagana hefur verið yfirgripsmikil og samanstaðið af morgunstundum þar sem fræðsla um ýmis málefni hefur verið á boðstólnum í gegnum leiki, skemmtun og vinnuhópa þar sem krakkarnir hafa lært ýmsa hagnýta hluti. Einnig hafa verið kvöldstundir þar sem þjóðirnar hafa skipst á að skemmta hver annarri, hver með sínum hætti. Hópurinn hefur svo sótt Eldheima heim og farið í bátsferð með Viking Tours. Í lok dagskrár hvers dags hefur svo verið helgistund í Landakirkju,“ sagði Gísli. Á sunnudeginum fyllti svo hópurinn Landakirkju í guðþjónustu sem Danir, Færeyingar og Íslendingar sáu sameiginlega um, en lestrar voru lesnir á ensku, færeysku og dönsku ásamt því að Gísli prédikaði. Þar talaði hann um það sameiningartákn sem KFUM og KFUK er á Norðurlöndum. Nefndi hann þar sérstaklega þá ákvörðun sænsku hreyfingarinnar að opna starf sitt fyrir fleiri trúarhópum en þeim kristnu og svara þannig kalli fjölmenningarsamfélagsins. Til merkis um það voru átta múslímskir þátttakendur á mótinu og var ekki annað að heyra en að þeir hafi skemmt sér konunglega. „Að lokinni helgistund var hópnum skipt niður í tíu hópa sem kepptu í leiknum Experience Vestmannaeyjar en þar gengu krakkarnir vítt og breitt um Heimaey, fengu nýbakað rúgbrauð á Eldfelli, dorguðu við höfnina, fóru í leiki í Herjólfsdal, golf og málmleit á malarvellinum. Mánudagskvöldið var síðan ball á Háaloftinu þar sem Brimnes spiluðu fjölbreytt prógramm fyrir hópinn,“ sagði Gísli að endingu. Blaðamaður Eyjafrétta, ásamt ljósmyndara, skellti sér á síðustu kvöldvökuna á Háaloftinu og tók nokkra unglinga og leiðtoga tali.   Rósa Friðriksdóttir frá Vestmannaeyjum   Aldur: 14 ára. Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Fyrir félagsskapinn. Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Kynnast nýju fólki.   Veigar Sævarsson frá Vestmannaeyjum   Aldur: 14 ára. Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Bara fyrir félagsskapinn. Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Kynnast útlendingunum. Hvaða þjóð er skemmtilegust: Færeyjar.     Hreiðar Garðarsson frá Akureyri   Aldur: 14 ára. Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Til þess að kynnast nýjum krökkum. Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Bara að vera í Vestmannaeyjum.     Ammar Al Azawi frá Svíþjóð   Aldur: 27 ára. Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Mjög vel, allt verið til fyrirmyndar. Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Ég fékk bara tækifæri til þess að prófa og ákvað að slá til og sé ekki eftir því. Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Það hefur allt verið frábært.     Enni Riukulehto frá Finnlandi   Aldur: 25 ára. Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Mjög vel, líflegri en ég bjóst við. Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Starfið er skemmtilegt og flott. Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Í gær fengum við túr á fjöllin sem var mjög skemmtilegur, en náttúran hér er bara æðisleg.     Rune Hoff Lauridsen frá Danmörku   Aldur: 38 ára. Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Mjög vel, sérstakur og fallegur staður. Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Því hér getur fólk verið hluti af samfélagi og fengið trú á Guð, sjálft sig og öðru fólki. Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Okkar krökkum fannst túrinn á Eldfell og kvöldvökurnar vera hápunktur.   Beinta Tummasardóttir Klein frá Færeyjum   Aldur: 39 ára. Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Þær eru svo fallegar, hér eru svo margir staðir sem eru sérstakir, eins og Heimaklettur og Eldfell og allt í göngufæri. Tengsl Færeyja við Vestmannaeyja eru líka skemmtileg. Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Okkar starf er örlítið frábrugðið og erum við í raun ekki á vegum KFUM og KFUK heldur kirkjunnar en starfið er svipað. Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Túrinn á Eldfell og bara öll Eyjan og náttúran sem henni tilheyrir.  

Ragnar Sigurjónsson er Eyjamaður vikunnar: Allar dúfurnar skiluðu sér aftur í Brandshús

Bæjarstjórn - Tryggð verði fullnægjandi dýpkun sem allra fyrst

Á fundi sínum í gær ræddi bæjarstjórn samgöngur á sjó og dýpkun í Landeyjahöfn þar sem farið er að grynnka, sérstaklega við eystri hafnargarðinn. Samþykktar voru eftirfarandi ályktanir:   Bæjarstjórn lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu mála í Landeyjahöfn vegna grynninga milli garða og gerir þá sjálfsögðu kröfu að allt verði gert til að tryggja fullnægjandi dýpkun sem allra fyrst. Þá óskar bæjarstjórn eindregið eftir því að þær ferðir sem fella þarf niður á fjöru eða vegna ölduhæðar verði farnar á öðrum tíma sólarhringsins.   2. Stoppdagar Herjólfs vegna viðgerðar haust 2017   Fyrir liggur að innan skamms mun Herjólfur þurfa að fara til viðgerða vegna bilana sem ekki tókst að lagfæra við seinustu slipptöku. Vegna þessa ítrekar bæjarstjórn það sem áður hefur komið fram um að ekki komi á neinum tíma til greina að skip leysi Herjólf af sem ekki hafi fulla haffærni á siglingaleiðinni milli lands og Eyja (B-skip). Ef ekki finnst skip sem getur bæði þjónustað í Landeyjahöfn og Þorlákshöfn þá beinir bæjarstjórn því til Vegagerðarinnar að athugað verði hagkvæmi þess að seinka slipptöku vel fram á vetur og fá þá til þjónustu stórt og öflugt skip sem haldið getur háu þjónustustigi í siglingum í Þorlákshafnar.   Elliði Vignisson Páll Marvin Jónsson Hildur Sólveig Sigurðardóttir Birna Þórsdóttir Trausti Hjaltason Stefán Jónasson Auður Ósk Vilhjálmsdóttir      

Ný flokkunarstöð hjá VSV og öll löndun vestur frá hjá Ísfélagi

 Kraftur fer að komast í makrílveiðarnar og eru bæði Ísfélag og Vinnslustöð að verða tilbúin til að taka á móti makríl til vinnslu. Miklar framkvæmdir hafa verið hjá báðum fyrirtækjum í tengslum við uppsjávarvinnsluna og þeim að ljúka. Hjá Ísfélaginu er öll löndun komin inn í Friðarhöfn og Vinnslustöðin er að taka í notkun nýja flokkunarstöð. Skip þeirra eru farin til veiða og má búast við að vinnslan hefjist fljótlega. „Breytingin hjá okkur er sú að nú er öllum makríl landað inni í Friðarhöfn þar sem hann er flokkaður fyrir vinnsluna. Heimaey VE er að landa, Sigurður VE er farinn út og Álsey VE fer út á eftir,“ sagði Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins þegar rætt var við hann á þriðjudaginn. Áður var uppsjávarfiski landað austur á Nausthamarsbryggju og dælt inn í frystihúsið við Friðarhöfn. „Þetta er lokaskrefið hjá okkur í að færa löndunina inn eftir. Loðna í hrognavinnslu verður áfram kúttuð austur frá í FES og hrognunum dælt inn eftir eins og undanfarin ár. Öllum afskurði og því sem flokkast frá verður dælt austur í FES sem þýðir að við losnum við allan flutning á bílum í gegnum bæinn sem er stór og ánægjulegur áfangi fyrir alla.“ Hjá Vinnslustöðinni fór Kap út eftir helgina og tók stuttan túr. „Hún kom með um 70 tonn sem við keyrðum í gegnum nýju flokkunarstöðina okkar,“ sagði Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfisks hjá Vinnslustöðinni. „Það gekk ágætlega, það snerist allt en við sáum hvað þarf að laga. Við byrjuðum með nýtt frystihús fyrir uppsjávarfisk á síðasta ári og síðan í vor höfum við verið að byggja upp flokkunarstöð sem er sambyggð frystihúsinu. Fiskinum er landað beint inn í flokkunarstöðina þar sem hann fer í fleytirennum inn í vinnsluna. Er það gert til að fara betur með hráefnið og auka gæðin. Nú er verið að fínstilla þetta og ætti allt að komast á fullt á næstu dögum,“ sagði Sverrir.

Úlfur Úlfur á Háaloftinu á föstudag

Þeir Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson í rapp tvíeykinu Úlfi Úlfi hafa síðustu misseri verið að ferðast um landið og spila á tónleikum í tilefni nýrrar plötu sveitarinnar, HEFNIÐ OKKAR, sem kom út á árinu. Næsta stopp Úlfs Úlfs í túrnum verður í Vestmannaeyjum en þar munu þeir troða upp á Háaloftinu nk. föstudag. Blaðamaður sló á þráðinn til Arnars Freys í gær en þá var hann staddur á Akureyri í faðmi fjölskyldu sinnar eftir að hafa spilað á tónleikum á Græna hattinum á föstudaginn. Þið félagar hafið verið að ferðast mikið síðustu daga og vikur. Er lífið á veginum erfitt eða bara gott tækifæri til að sjá landið? „Þetta er alls ekki erfitt heldur bara geðveikt gaman og hefur það verið draumur okkar að heimsækja staði eins og Flatey sem við höfum aldrei komið á áður. Að fá að sjá land og þjóð er draumur í dós,“ sagði Arnar Freyr. Hvernig leggjast tónleikarnir í Vestmannaeyjum í ykkur? „Vel, bara mjög vel. Það er ekki oft sem við höfum spilað í Eyjum en það er alltaf gaman. Við spiluðum held ég tvisvar í Eyjum í fyrra og svo einu sinni 2012 þannig ég vona að fólk sé bara peppað fyrir þessu,“ sagði Arnar en eins og fyrr segir er tilefni túrsins ný plata sveitarinnar, HEFNIÐ OKKAR, en hún er sú þriðja í röðinni. Hefur platan fengið góðar viðtökur? „Já, mér heyrist það en fólk er gjarnara á að segja jákvæða hluti við mann en neikvæða. Platan hefur einnig selst vel og við erum heilt yfir mjög ánægðir. Þetta er algjör þriðja plata og erum við bara tveir að sjá um þetta og leyfum okkur þar af leiðandi að vera svolítið skrítnir á henni.“ Á fólk von á gömlu efni í bland við það nýja á tónleikunum? „Já, það er nákvæmlega svoleiðis, við munum spila held ég allt af nýju plötunni og svo gömlu slagarana líka. Við erum að spila nánast stanslaust í tvo tíma og á þeim tíma viljum við ná að spila sem mest, það er skemmtilegast,“ sagði Arnar Freyr að lokum.  

Áætluð veiðigjöld fyrirtækja í Eyjum 1,4 milljarðar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birti í síðustu viku reglugerð um veiðigjald fyrir komandi fiskveiðiár. Miðað við áætlað aflamark verður gjaldið um það bil 10,5 til 11,0 milljarðar króna, sem væri hækkun um 6 milljarða frá yfirstandandi fiskveiðiári, eða ríflega tvöföldun. Hækkun veiðigjalds vegna þorsks nemur 107%, ýsu 127% og makríls 18%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Samkvæmt útreikningum Harðar Orra Grettissonar hjá Ísfélaginu eru áætluð veiðigjöld í heildina 11,3 milljarðar og þar af greiða sjávarútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum 1,4 milljarða. Reikniregla veiðigjalds fyrir fiskveiðiárið 2017 til 2018 byggist á gögnum Hagstofu Íslands frá árinu 2015. „Það gerir það að verkum að gjaldið endurspeglar ekki rekstrarskilyrði greinarinnar á hverjum tíma. Því getur hagnaður verið að minnka á sama tíma og veiðigjald er að hækka, og öfugt. Þannig háttar til núna að álagning veiðigjalds miðast við gott rekstrarár en gjaldið kemur til greiðslu þegar mun verr árar. Rekstrarskilyrði í sjávarútvegi hafa versnað og ekki er útilokað að álagning veiðigjalds fyrir næsta fiskveiðiár muni reynast einhverjum smærri og meðalstórum útgerðum ofviða. Slíkt gæti aukið samþjöppun í sjávarútvegi,“ segir í fréttatilkynningu frá SFS. „Þetta er mikil hækkun sem mun koma hart niður á fjölmörgum útgerðum og þær eru misjafnlega í stakk búnar til að standa undir gjaldinu. Hjá sumum útgerðum getur hækkunin verið allt að fjórföld. Álagningin byggist á gömlum afkomutölum, eins og undanfarin ár, en aðstæður hafa breyst mjög til hins verra á liðnum misserum; gengi krónunnar hefur styrkst og tekjur gjaldeyrisskapandi fyrirtækja dregist verulega saman. Á sama tíma hefur kostnaður í íslenskum krónum, eins og vegna aðfanga og launa, hækkað mikið,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Samkvæmt lögum greiða lögaðilar fiskiskipa veiðigjald, en þeir eru nú hátt í eitt þúsund. Beint samband er á milli hagnaðar fyrirtækja og veiðigjalds. Greiðslurnar fyrir næsta fiskveiðiár nema þannig um þriðjungi af heildarhagnaði útgerða árið 2015. Þá er hagnaður í fiskvinnslu einnig reiknaður inn í veiðigjald. Það leiðir til þess að hluti þeirra sem greiðir veiðigjald, greiðir það vegna hagnaðar sem myndast í óskyldum fyrirtækjarekstri. Við bætast svo aðrar opinberar greiðslur, eins og tekjuskattur, tryggingagjald, olíugjald og aflagjöld.   Kemur sér illa fyrir mörg fyrirtæki Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, segir aðferðina ekki gallalausa en eins og fram hefur komið er miðað við afkomu sjávarútvegs eins og hún var 2015. „Nú er staðan allt önnur og hækkunin kemur sér illa fyrir mörg fyrirtæki. Það er líka óeðlilegt að reikna afkomu fiskvinnslu inn í veiðigjaldið hjá fyrirtækjum í útgerð auk þess sem skoða þarf fleiri forsendur útreikningsins“ sagði Stefán. Hann sagði að þessi skattur væri of hár og legðist ofan á öll önnur gjöld sem sjávarútvegur greiðir til hins opinbera fyrir utan hefðbundna skatta. „Það er einnig hætt að taka tillit til skulda fyrirtækja sem getur orðið til þess að veiðigjaldið fjórfaldast í sumum tilfellum frá síðasta ári. Ég vil þó taka fram að samanborið við hugmyndir um fyrningu aflaheimilda eru veiðigjöldin illskárri kostur en eins og þetta lítur út núna eru þau einfaldlega of há,“ sagði Stefán.   Útreikningur þeirra er og verður alltaf vitlaus „Hugmyndin um veiðigjöld er og hefur alltaf verið ranghugmynd, rétt eins og hugmynd manna um að jörðin væri flöt var ranghugmynd. Veiðigjöld og útreikningur þeirra verður ekki réttari við það að nefnd í Reykjavík basli við að reikna þau út og komist alltaf að vitlausri niðurstöðu rétt eins og nú,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. „Í fyrsta lagi byggja hugmyndir manna um veiðigjöld á því að í sjávarútvegi verði til svokölluð auðlindarenta sem sumir kalla umframhagnað. Þennan umframhagnað þurfi ríkið að skattleggja. Vandinn er bara sá að það hefur enginn getið sýnt fram á umframhagnað í sjávarútvegi. Þess vegna er útreikningur þeirra og verður alltaf vitlaus. Í öðru lagi verður auðlindarenta til við nýtingu auðlinda, ekki áframvinnslu. Í Noregi er olíuvinnsla, þ.e.a.s. borun eftir olíu, skattlögð í olíusjóð en ekki áframvinnslan, þ.e.a.s. olíuhreinsunin, verslun með olíu eða sala til neytenda. Hér á Íslandi er öllu ruglað saman. Útgerðir eru rukkaðar um veiðigjald í vinnslu, jafnvel þótt þær séu án fiskvinnslu!!! Hvernig verður veiðigjaldið reiknað eftir tvö ár þegar inn kemur að botnfiskvinnsla er rekin með tapi? Mun ríkið þá endurgreiða vegna þess? Í þriðja lagi er allur kostnaður tekinn með í Noregi áður en auðlindaskattur er lagður á, þar með talinn kostnaður við fjárfestingar, vexti og eðlilega ávöxtun eigin fjár og rannsóknir og þróun. Allt umfram það er skattlagt að hluta en ekki öllu leyti. Hér á landi er ekki tekið tillit til þessa enda væri þá ekkert eftir til að skattleggja. Í fjórða lagi leggja Norðmenn ekki auðlindaskatt á fiskveiðar, því þeir vita að þar verður ekki til auðlindarenta sem er grunnur veiðigjaldsins. Að lokum vil ég skora á sjávarútvegsráðherra og sáttanefnd hans að byrja á að sýna fram á auðlindarentu, eða umframhagnað, áður en þeir fara að velta fyrir sér hvernig skuli skattleggja sjávarútveg sérstaklega,“ sagði Binni.  

Óhjákvæmilega mun staða atvinnulífs í Eyjum versna

„Þetta eru ótrúlegar hækkanir á veiðigjöldum, og þá sérstaklega á helstu bolfisktegundum. Þannig hækkar þorskur um 107% og ýsa um 127%. Fyrr má nú rota en dauðrota. Við og mörg önnur sveitarfélög höfum varað mjög við því að svona sé gengið fram. Áhrif þessa eru þekkt og niðurstöðurnar koma ekki til með að koma á óvart. Það sem gerist ef þetta nær fram að ganga er að samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðamörkuðum verður skert verulega auk þess sem enn lengra en áður verður gengið í átt að samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi og þar með versnar mjög atvinnukúltúr sjávarbyggða,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri um þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að tvöfalda veiðigjöldin í ár sem fara þá yfir 11 milljarða króna. „Í kjölfarið á fyrri hækkunum á veiðigjöldum og öðrum þrengingum höfum við séð mikla fækkun einyrkja og heyrir nú til undantekninga að útgerð sé rekin sem fjölskyldufyrirtæki hér í Vestmannaeyjum eins og víðar. Þá er einnig kristalskýrt að með þessu er dregið úr getu sjávarútvegs til fjárfestinga í tækninýjungum, sinna nýsköpun og þróa atvinnulíf sjávarbyggða. Niðurstaðan verður því óhjákvæmlega að staða atvinnulífs hér í Eyjum og meðfram strandlengjunni mun versna, starfsöryggi sjómanna og landverkafólks ógnað og byggðafesta enn og aftur sett í uppnám.“ Elliði segir að þetta útspil komi honum nokkuð á óvart núna, þegar það kemur í kjölfarið á yfirlýstum vilja til að ná sáttum um sjávarútveg og til að byggja upp atvinnulíf á landsbyggðinni. „Það er ástæða til að hafa í huga að 1. júní sl. boðaði sjávarútvegsráðherra úttekt á rekstrarstöðu fyrirtækja í sjávarútvegi, sem á að vera lokið núna innan skamms eða í byrjun september. Hugmyndin var sú að þá yrði skoðað hvort staðan núna kalli á sérstakar ráðstafanir. Í kynningu á þessu starfi kom sérstaklega fram að styrking krónunnar, verkfall sjómanna og ýmsir aðrir utanaðkomandi blikur síðasta vetur kallaði á slíka úttekt. Ég fæ ekki séð annað en að þetta útspil höggvi á ný í þennan knérunn,“ sagði Elliði að endingu.
>> Eldri fréttir

Íþróttir >>

EM 2017 :: Landsliðkonur sátu fyrir svörum - Elísa Viðarsdóttir

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að EM kvenna í knattspyrnu er komið á fullt en í gær spilaði íslenska liðið sinn fyrsta leik á mótinu, þá gegn Frakklandi. Í riðlakeppninni á Ísland næst leik gegn Sviss á laugardaginn og síðan Austurríki á miðvikudaginn í næstu viku. Eftir það skýrist svo hvort liðið mun komast upp úr riðlinum í 16 liða úrslit. Í hópnum að þessu sinni eru þó nokkrar Eyjastelpur en af þeim leikur aðeins ein með ÍBV en það er Sigríður Lára Garðarsdóttir. Þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, leikmenn Breiðabliks, eiga báðar rætur að rekja til Vestmanneyja sem og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur en þær eru báðar frá vegna meiðsla og taka ekki beinan þátt í mótinu. Blaðamaður hafði samband við landsliðskonurnar fimm, sem þrátt fyrir annir, gáfu sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Hér eru svör Elísu.   Aldur: 26 ára. Gælunafn: Sumir kalla mig Ellu, ég er ekki hrifin af því. Helsta áhugamál fyrir utan fótbolta: Ég hef ótrúlega gaman af því að elda góðan mat og fá gesti í heimsókn, góðar samverustundir með vinum og fjölskyldu eru dýrmætar stundir. Eftirlætis matur: Ég elska fisk. Versti matur: Enginn sérstakur. Uppáhalds drykkur fyrir utan vatn: Americano. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar slær öllu við. Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Coldplay hefur alltaf verið uppáhalds annars er ég hrifin af íslenskri stuð tónlist. Gætir þú verið án snjallsíma í heila viku: Ég gæti það en það væri erfitt. Fyrsti leikur í meistaraflokki: 2007 í bikarkeppni með ÍBV. Rútína á leikdegi: Ég borða hollan en orkuríkan mat jafnt og þétt yfir daginn, ég reyni líka að safna jákvæðri orku með því að fara í göngutúr og að lokum stunda ég hugarþjálfun þar sem ég fer yfir leikinn í huganum. Grófasti leikmaður í landsliðinu: Engin leiðinlega gróf en margar ákveðnar, Sif Atla lætur finna fyrir sér. Besti samherji í landsliði og félagsliði: Ég er í frábæru landsliði og félagsliði og með marga góða leikmenn í kring um mig en Margrét Lára hefur gæði sem enginn annar hefur. Hver er fyndnust í landsliðinu: Arna Sif og Berglind Björg eru eitt grillað gengi. Erfiðasti mótherji sem þú hefur mætt á ferlinum: Það var erfitt að spila við Mörtu da Silva, hún er ótrúlega hröð, teknísk og með mikinn leikskilning. Besta minning frá yngri flokkum: Ég var heppin að fá að vera í frábæru liði upp alla yngri flokka. Við vorum mjög sigursæll flokkur og unnum flest allt sem hægt var að vinna, það er mjög eftirminnilegt ásamt öllum ferðalögunum upp á land. Besta minning á ferlinum: Fyrsti A-landsleikurinn. Mestu vonbrigði á ferlinum: Krossbandaslit núna í apríl 2017. Draumalið til að spila með: Ég væri mikið til í að spila fyrir Barcelona. Hefur þú fengið spjald fyrir dýfu: Nei. Fylgist þú mikið með fótbolta? Ef svo er hvert er þitt uppáhaldslið: Já, Manchester United. Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, ég hef mikið gaman af handbolta. Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben er bæði skemmtilegur og kemur með flottar athugasemdir. Uppáhalds íþróttamaður í sögunni: Michael Jordan var mjög módiverandi. Ef þú mættir breyta einhverju við fótbolta, hvað væri það: Ég hef aldrei skilið af hverju undirbuxur og teip þurfi að vera í sama lit og stuttbuxurnar og sokkarnir. Hver mun skora fyrsta mark íslenska landsliðsins á EM í Hollandi: Sif Atla úr föstu leikatriði.    

Mannlíf >>

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

EM 2017 :: Landsliðkonur sátu fyrir svörum - Elísa Viðarsdóttir

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að EM kvenna í knattspyrnu er komið á fullt en í gær spilaði íslenska liðið sinn fyrsta leik á mótinu, þá gegn Frakklandi. Í riðlakeppninni á Ísland næst leik gegn Sviss á laugardaginn og síðan Austurríki á miðvikudaginn í næstu viku. Eftir það skýrist svo hvort liðið mun komast upp úr riðlinum í 16 liða úrslit. Í hópnum að þessu sinni eru þó nokkrar Eyjastelpur en af þeim leikur aðeins ein með ÍBV en það er Sigríður Lára Garðarsdóttir. Þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, leikmenn Breiðabliks, eiga báðar rætur að rekja til Vestmanneyja sem og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur en þær eru báðar frá vegna meiðsla og taka ekki beinan þátt í mótinu. Blaðamaður hafði samband við landsliðskonurnar fimm, sem þrátt fyrir annir, gáfu sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Hér eru svör Elísu.   Aldur: 26 ára. Gælunafn: Sumir kalla mig Ellu, ég er ekki hrifin af því. Helsta áhugamál fyrir utan fótbolta: Ég hef ótrúlega gaman af því að elda góðan mat og fá gesti í heimsókn, góðar samverustundir með vinum og fjölskyldu eru dýrmætar stundir. Eftirlætis matur: Ég elska fisk. Versti matur: Enginn sérstakur. Uppáhalds drykkur fyrir utan vatn: Americano. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar slær öllu við. Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Coldplay hefur alltaf verið uppáhalds annars er ég hrifin af íslenskri stuð tónlist. Gætir þú verið án snjallsíma í heila viku: Ég gæti það en það væri erfitt. Fyrsti leikur í meistaraflokki: 2007 í bikarkeppni með ÍBV. Rútína á leikdegi: Ég borða hollan en orkuríkan mat jafnt og þétt yfir daginn, ég reyni líka að safna jákvæðri orku með því að fara í göngutúr og að lokum stunda ég hugarþjálfun þar sem ég fer yfir leikinn í huganum. Grófasti leikmaður í landsliðinu: Engin leiðinlega gróf en margar ákveðnar, Sif Atla lætur finna fyrir sér. Besti samherji í landsliði og félagsliði: Ég er í frábæru landsliði og félagsliði og með marga góða leikmenn í kring um mig en Margrét Lára hefur gæði sem enginn annar hefur. Hver er fyndnust í landsliðinu: Arna Sif og Berglind Björg eru eitt grillað gengi. Erfiðasti mótherji sem þú hefur mætt á ferlinum: Það var erfitt að spila við Mörtu da Silva, hún er ótrúlega hröð, teknísk og með mikinn leikskilning. Besta minning frá yngri flokkum: Ég var heppin að fá að vera í frábæru liði upp alla yngri flokka. Við vorum mjög sigursæll flokkur og unnum flest allt sem hægt var að vinna, það er mjög eftirminnilegt ásamt öllum ferðalögunum upp á land. Besta minning á ferlinum: Fyrsti A-landsleikurinn. Mestu vonbrigði á ferlinum: Krossbandaslit núna í apríl 2017. Draumalið til að spila með: Ég væri mikið til í að spila fyrir Barcelona. Hefur þú fengið spjald fyrir dýfu: Nei. Fylgist þú mikið með fótbolta? Ef svo er hvert er þitt uppáhaldslið: Já, Manchester United. Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, ég hef mikið gaman af handbolta. Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben er bæði skemmtilegur og kemur með flottar athugasemdir. Uppáhalds íþróttamaður í sögunni: Michael Jordan var mjög módiverandi. Ef þú mættir breyta einhverju við fótbolta, hvað væri það: Ég hef aldrei skilið af hverju undirbuxur og teip þurfi að vera í sama lit og stuttbuxurnar og sokkarnir. Hver mun skora fyrsta mark íslenska landsliðsins á EM í Hollandi: Sif Atla úr föstu leikatriði.    

EM 2017 :: Landsliðkonur sátu fyrir svörum - Margrét Lára Viðarsdóttir

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að EM kvenna í knattspyrnu er komið á fullt en í gær spilaði íslenska liðið sinn fyrsta leik á mótinu, þá gegn Frakklandi. Í riðlakeppninni á Ísland næst leik gegn Sviss á laugardaginn og síðan Austurríki á miðvikudaginn í næstu viku. Eftir það skýrist svo hvort liðið mun komast upp úr riðlinum í 16 liða úrslit. Í hópnum að þessu sinni eru þó nokkrar Eyjastelpur en af þeim leikur aðeins ein með ÍBV en það er Sigríður Lára Garðarsdóttir. Þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, leikmenn Breiðabliks, eiga báðar rætur að rekja til Vestmanneyja sem og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur en þær eru báðar frá vegna meiðsla og taka ekki beinan þátt í mótinu. Blaðamaður hafði samband við landsliðskonurnar fimm, sem þrátt fyrir annir, gáfu sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Hér eru svör Margrétar Láru Viðarsdóttur.   Aldur: 31 árs. Gælunafn: Ekkert gælunafn, bara kölluð Margrét. Helsta áhugamál fyrir utan fótbolta: Aðrar íþróttir, fjölskyldan og ferðalög. Eftirlætis matur: Nautakjöt með öllu tilheyrandi. Versti matur: Humar. Uppáhalds drykkur fyrir utan vatn: Kaffi. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar, á fallegu sumarkvöldi. Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Ég er mikið fyrir allt sem er íslenskt þannig að Kaleo, Bubbi og Sálin eru í miklu uppáhaldi. Gætir þú verið án snjallsíma í heila viku: Já, ekkert mál. Fyrsti leikur í meistaraflokki: Það var með ÍBV árið 2002, minnir mig. Rútína á leikdegi: Engin sérstök rútína þannig ég passa bara alltaf upp á að sofa og nærast vel nokkrum dögum fyrir leik. Svo finnst mér hjálpa mikið að stunda hugarþjálfun kvöldi fyrir leik. Grófasti leikmaður í landsliðinu: Sigríður Lára og Sara Björk mega deila þessum titli sín á milli. Þær gefa ekkert eftir. Besti samherji í landsliði og félagsliði: Ég hef verið heppin að spila með mörgum af bestu leikmönnum heims, hins vegar á ég Olgu Færseth mikið að þakka og elskaði að spila með henni á sínum tíma. Hún fær þann titil ásamt Elísu systur. Það er eitthvað sérstakt að spila með systur sinni. Hver er fyndnust í landsliðinu: Það eru margir skemmtilegir karakterar í hópnum en Elísa og Gugga eru með góðan húmor. Erfiðasti mótherji sem þú hefur mætt á ferlinum: Þýska landsliðið eins og það leggur sig. Besta minning frá yngri flokkum: Ég á margar frábærar minningar frá tímum mínum í Tý og ÍBV. Við unnum alltaf öll mót í öllum flokkum sem var mjög skemmtilegt. Besta minning á ferlinum: Að vera valin íþróttamaður ársins 2007, ógleymanleg stund. Mestu vonbrigði á ferlinum: Krossbandaslitin mánuði fyrir EM. Draumalið til að spila með: Landsliðið er alltaf draumalið mitt. Hefur þú fengið spjald fyrir dýfu: Nei. Fylgist þú mikið með fótbolta? Ef svo er hvert er þitt uppáhaldslið: Já, alltof mikið örugglega. Ég missi varla af leik hjá mínum liðum ÍBV, Val og United. Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, ég fylgist mikið með handbolta og nánast öllum íþróttum. Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben. Uppáhalds íþróttamaður í sögunni: Michael Jordan. Ef þú mættir breyta einhverju við fótbolta, hvað væri það: Að það megi fagna með því að fara úr treyjunni. Hver mun skora fyrsta mark íslenska landsliðsins á EM í Hollandi: Sara Björk með skalla eftir fast leikatriði.        

Bæjarstjórn - Tryggð verði fullnægjandi dýpkun sem allra fyrst

Á fundi sínum í gær ræddi bæjarstjórn samgöngur á sjó og dýpkun í Landeyjahöfn þar sem farið er að grynnka, sérstaklega við eystri hafnargarðinn. Samþykktar voru eftirfarandi ályktanir:   Bæjarstjórn lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu mála í Landeyjahöfn vegna grynninga milli garða og gerir þá sjálfsögðu kröfu að allt verði gert til að tryggja fullnægjandi dýpkun sem allra fyrst. Þá óskar bæjarstjórn eindregið eftir því að þær ferðir sem fella þarf niður á fjöru eða vegna ölduhæðar verði farnar á öðrum tíma sólarhringsins.   2. Stoppdagar Herjólfs vegna viðgerðar haust 2017   Fyrir liggur að innan skamms mun Herjólfur þurfa að fara til viðgerða vegna bilana sem ekki tókst að lagfæra við seinustu slipptöku. Vegna þessa ítrekar bæjarstjórn það sem áður hefur komið fram um að ekki komi á neinum tíma til greina að skip leysi Herjólf af sem ekki hafi fulla haffærni á siglingaleiðinni milli lands og Eyja (B-skip). Ef ekki finnst skip sem getur bæði þjónustað í Landeyjahöfn og Þorlákshöfn þá beinir bæjarstjórn því til Vegagerðarinnar að athugað verði hagkvæmi þess að seinka slipptöku vel fram á vetur og fá þá til þjónustu stórt og öflugt skip sem haldið getur háu þjónustustigi í siglingum í Þorlákshafnar.   Elliði Vignisson Páll Marvin Jónsson Hildur Sólveig Sigurðardóttir Birna Þórsdóttir Trausti Hjaltason Stefán Jónasson Auður Ósk Vilhjálmsdóttir      

Greinar >>

Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum

Sjómannadagurinn hefur alltaf verið hátíðisdagur í mínum huga frá því ég man eftir mér. Á Siglufirði var Sjómannadagurinn stór hátíð þar sem sjómenn tókust á í hinum ýmsu keppnisgreinum skunduðu svo á ball á Hótel Höfn og tóku það stundum óklárt. Knattspyrnu á malarvellinum í sjóstökkum og bússum man ég eftir. Stakkasund í höfninni og reiptog. Keppni í netabætingu, kappróður og margt fleira. Í minningunni skipti þetta miklu máli fyrir unga drengi. Þeir urðu margir ákveðnir að verða kaldir kallar eins og sjóararnir, með uppbrettar ermar á köflóttu vinnuskyrtunum. Ég var einn þeirra sem fetaði þann veg að verða sjómaður og sé ekki eftir því. Ekki var maður burðugur fyrstu túrana en þetta hafðist allt með aðstoð og kennslu góðra sjómanna. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að lenda með góðum skipstjórum og áhöfnum. Nú er Sjómannadagurinn nánast aflagður á Siglufirði en þeir í austurbænum, Ólafsfirði hafa tekið upp merkið og halda veglega uppá daginn.   Dansað á þremur stöðum Ég og mín fjölskylda fluttum til Eyja 1989. Þá voru dansleikir og skemmtanir í þremur húsum. Höllinni, Alþýðuhúsinu og Kiwanishúsinu. Líklega um sex- til sjö hundruð manns þegar allt er talið. Og enn fleiri á dansleikjunum eftir skemmtanirnar. Þetta voru góðir og skemmtilegir tímar. Minn fyrsti Sjómannadagur í Eyjum var 1989. Þá fórum við áhöfnin á Frigginni sem Magni Jó var með, í Höllina til Pálma Lór og vorum niðri á Mylluhól. Einn bar var á hæðinni og sú sem sá um barinn þurfti að bregða sér í eldhúsið til að uppvarta. Komin var löng röð við barinn. Þá brá ég mér innfyrir barborðið og afgreiddi brennivín ofan í þyrsta sjómenn, tvöfaldan, þrefaldan og black russian. Þangað til ég sá bardömuna koma til baka. Enginn þurfti að borga á barnum hjá mér. Fyrirgefðu Pálmi minn.   Í Sjómannadagsráði Eftir nokkur ár í Eyjum var ég kominn í Sjómannadagsráð fyrir Jötunn og ekki varð aftur snúið. Afskaplega skemmtilegur tími að skipuleggja og vinna við Sjómannadaginn. Margir sjómenn sem maður hefur unnið með gegnum árin við skipulagningu og vinnu við daginn. Við þá segi ég takk fyrir samstarfið drengir þetta var stundum erfitt en á endanum alltaf gaman og gefandi. Að standa með sinn félagsfána við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra við Landakirkju á Sjómannadegi og hlusta á Snorra Óskarsson minnast okkar föllnu félaga er í raun einstakt og ómetanlegt í minningunni. Þar drjúpum við sjómenn höfði fyrir Guði og mönnum. Við finnum fyrir smæð okkar fyrir Almættinu og náttúruöflunum. Sjómannadagurinn hefur alltaf verið hátíðisdagur í Eyjum og er enn. Sjómennirnir sjálfir hafa borið merkið, skipulagt og unnið vinnuna kringum hátíðina. Þannig viljum við hafa það. Við peyjana í Sjómannadagsráði segi ég, þið eruð dugnaðarforkar og sjómannastéttinni til sóma.   Sjómenn, fjölskyldur og allir Vestmannaeyingar til hamingju með Sjómannadaginn og mætum öll á viðburði helgarinnar.   Með Sjómannadagskveðju Valmundur Valmundsson