Opinn fundur í Alþýðuhúsinu um málefni hafsins

Haldinn verður opinn fundur um málefni hafsins í Alþýðuhúsinu þriðjudaginn 28. júní í tengslum við sumarfund sjálfbærninefndar Norðurlandaráðs. Á fundinum verða meðal annars þingmennirnir Róbert Marshall og Elín Hirst, færeyingurinn Bogi Hansen, haffræðingur og handhafi umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, Jóhann Sigurjónsson, fyrrum forstjóri Hafrannsóknarstofnunar og nú starfsmaður utanríkisráðuneytisins og Gunnar Haraldsson, hagfræðingur og félagi í norrænni hugveitu um málefni hafsins. Einnig verða á fundinum þingmenn frá Norðurlöndum sem sitja í sjálfbærninefnd Norðurlandaráðs.   Þema opna fundarins er hafið: loftslagsbreytingar, hafstraumar og súrnun sjávar og hvernig bæta má stjórnun á sameiginlegum fiskistofnun í Norður-Atlandshafi, svo sem makríl og síld.   Fundurinn hefst í Alþýðuhúsinu þriðjudagsmorguninn 28. júní kl. 9 og stendur til hádegis. Túlkun verður á fundinum þannig að þátttakendur geta fylgst með og tekið þátt í umræðum á skandinavísku, finnsku og íslensku.   Meðan á heimsókninni til Vestmannaeyja stendur mun nefndin einnig meðal annars skoða Vinnslustöðina og Eldheima.   Norðurlandaráð hefur frá 1952 verið helsti vettvangur til umræðu og aðgerða um samstarf Norðurlandanna. Ráðið skipa 87 þingmenn Norðurlanda, þar af 7 alþingismenn.   Norðurlandaráði er skipt upp í starfsnefndir sem sinna tilteknum sviðum samstarfsins. Það er ein þessara nefnda, nefndin um sjálfbæra þróun, sem heldur sumarfund sinn í Vestmannaeyjum dagana 27. og 28. júni. Nefndina skipa 18 þingmenn frá Norðurlöndunum fimm og Grænlandi.   Dagskrá opna fundarins er sem hér segir:   Kl. 09:00 -10:15 Opnunarorð, Hanna Kosonen, þingmaður í Finlandi, formaður sjálfbærninefndar Norðurlandaráðs.   Loftlagsbreytingar, hafstraumar og súrnun sjávar • Bogi Hansen, haffræðingur frá Færeyjum og handhafi umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs • Jón Ólafsson, heiðursprófessor, Háskóla Íslands   Kl. 10:30-12:00 Stjórnun sameiginlegra fiskistofna • Jóhann Sigurjónsson, fyrrum forstjóri Hafró og nú starfsmaður utanríkisráðuneytisins • Gunnar Haraldsson, hagfræðingur og félagi í norrænni hugveitum um málefni hafsins   Danska þingkonan Karin Gaardsted, varaformaður sjálfbærninefndarinnar, flytur lokaorð.    

Tilkynning frá Orkumótsnefnd Og ÍBV

Halla Tómasdóttir - Samstaða og kraftur

Kæru Vestmanneyringar Við Björn maðurinn minn áttum ánægjulega daga í Eyjum í lok apríl. Eyjurnar, sem eiga sérstakan stað í hjarta mér, skörtuðu sínu fegursta, fólkið var bjartsýnt og ekki spillti fyrir að sjá Eyjastelpur spila á Hásteinsvelli. Á síðustu dögum hef ég fundið aukinn meðbyr úr öllum áttum og sérlega skemmtilegt að fá fjölmargar kveðjur og stuðningsyfirlýsingar frá Eyjamönnum. Ég hef ekki farið leynt með að ég mun láta til mín taka á Bessastöðum, vinna fyrir fólkið í landinu, hvetja og opna tækifæri. Ég trúi á mátt áhrifavaldsins. Þó forseti fari ekki með framkvæmdavald getur hann sannarlega haft áhrif. Talað fyrir jafnrétti og heiðarleika, lagt áherslu á að efla frumkvöðlastarf og nýsköpun, lagt áherslu á að hlustað sé á fólkið í landinu. Ég mun sem forseti leggja mig fram um að hafa jákvæð áhrif á samfélag, atvinnulíf, mannlíf og náttúru.     Framganga íslensku landsliðana í knattspyrnu síðustu daga og vikur hefur sýnt mér hversu auðvelt við Íslendingar eigum með að sýna samstöðu þegar við sameinumst um ákveðið markmið. Ég var afskaplega stolt af því að sjá stelpurnar okkar sigra 8-0 á Laugardalsvelli nú í byrjun júní. Það var einstök upplifun að vera viðstödd eftirminnilegan opnunarleik strákanna okkar á EM í Frakklandi og að komast í úrslit er ævintýri líkast. Jákvæðni og samstaða íslenska stuðningsmannahópsins hefur vakið heimsathygli. Þetta getum við þegar við stöndum saman. Ég býð mig fram sem fyrirliða í því verkefni að sameina Íslendinga um uppbyggilega framtíðarsýn og leiða samtal byggt á jákvæðni og bjartsýni.     Ég hef menntun, reynslu og manngerð í starf forseta og er reiðubúin að bretta upp ermar og gera gagn. Ég hef mikla reynslu af því að leiða saman fólk og sætta sjónarmið og hef beitt mér fyrir samfélags og jafnréttismálum á alþjóðavettvangi með góðum árangri. Ég trúi á samtal og sættir til að leysa úr málum. Ég veit af reynslunni að átök og ágreiningur skila ekki árangri, en ég er með bein í nefinu og get tekið erfiðar ákvarðanir ef á þarf að halda.   Eyjamenn eru miklir keppnismenn, ég veit að þið viljið keppniskonu sem hefur sterkar taugar til Eyja á Bessastaði. Ég hvet ykkur kæru Eyjamenn til að kynna ykkur vel það sem frambjóðendur hafa fram að færa, mæta á kjörstað, nýta atkvæðisréttin og nota bæði hugvit og hjarta til að velja ykkar frambjóðanda.     HALLA TÓMASDÓTTIR – FORSETAFRAMBJÓÐANDI.
>> Eldri fréttir

EM 2016 | Miðasalan : Hvar og hvenær ?

Margir Eyjamenn hafa verið í Frakklandi síðustu daga eða huga að ferð til Frakklands núna til að sjá Íslands spila á móti Frakklandi í 8. liða úrslitunum. Miðasala á leik Íslands og Frakk­lands sem fram fer á sunnu­dag­inn hefst klukk­an 12 á há­degi í dag, en þar mun gilda fyrst­ur kem­ur, fyrst­ur fær, óháð þjóðerni. Það má því gera ráð fyr­ir gríðarleg­um áhuga þegar sal­an hefst, enda er Ísland að mæta gest­gjöf­un­um og mjög mik­ill áhugi er meðal heima­manna á leikn­um. Þótt leik­ur­inn fari fram á þjóðarleik­vangi Frakka, Stade de France, sem tek­ur rúm­lega 81 þúsund manns í sæti, eru all­ar lík­ur á því að upp­selt verði mjög fljótt á leik­inn. Þeir Íslend­ing­ar sem ætla sér að kaupa miða á leik­inn þurfa því að hafa hraðar hend­ur til að næla sér í miða og í fram­haldi af því að kaupa flug­miða og gist­ingu í Par­ís.   Miðasölu­vef­ur UEFA Form­leg miðasala fer fram á vef UEFA og hefst hún eins og fyrr seg­ir klukk­an 12.00 á há­degi. Aft­ur á móti er hægt að fara í röð í miðasöl­unni klukk­an 11:45 og má telja víst að það sé nauðsyn­legt ef fólk vill eiga mögu­leika á að fá miða. Fyr­ir þann tíma er ekki vit­laust að lík­leg­ir kaup­end­ur út­búi aðgang á síðu miðasöl­unn­ar. Þegar klukk­an er 11:45 er svo smellt á „Ticket portal“ boxið neðarlega fyr­ir miðju á síðunni og haldið áfram þaðan í miðakaups­ferl­inu.  

Greinar >>

Halla Tómasdóttir - Samstaða og kraftur

Kæru Vestmanneyringar Við Björn maðurinn minn áttum ánægjulega daga í Eyjum í lok apríl. Eyjurnar, sem eiga sérstakan stað í hjarta mér, skörtuðu sínu fegursta, fólkið var bjartsýnt og ekki spillti fyrir að sjá Eyjastelpur spila á Hásteinsvelli. Á síðustu dögum hef ég fundið aukinn meðbyr úr öllum áttum og sérlega skemmtilegt að fá fjölmargar kveðjur og stuðningsyfirlýsingar frá Eyjamönnum. Ég hef ekki farið leynt með að ég mun láta til mín taka á Bessastöðum, vinna fyrir fólkið í landinu, hvetja og opna tækifæri. Ég trúi á mátt áhrifavaldsins. Þó forseti fari ekki með framkvæmdavald getur hann sannarlega haft áhrif. Talað fyrir jafnrétti og heiðarleika, lagt áherslu á að efla frumkvöðlastarf og nýsköpun, lagt áherslu á að hlustað sé á fólkið í landinu. Ég mun sem forseti leggja mig fram um að hafa jákvæð áhrif á samfélag, atvinnulíf, mannlíf og náttúru.     Framganga íslensku landsliðana í knattspyrnu síðustu daga og vikur hefur sýnt mér hversu auðvelt við Íslendingar eigum með að sýna samstöðu þegar við sameinumst um ákveðið markmið. Ég var afskaplega stolt af því að sjá stelpurnar okkar sigra 8-0 á Laugardalsvelli nú í byrjun júní. Það var einstök upplifun að vera viðstödd eftirminnilegan opnunarleik strákanna okkar á EM í Frakklandi og að komast í úrslit er ævintýri líkast. Jákvæðni og samstaða íslenska stuðningsmannahópsins hefur vakið heimsathygli. Þetta getum við þegar við stöndum saman. Ég býð mig fram sem fyrirliða í því verkefni að sameina Íslendinga um uppbyggilega framtíðarsýn og leiða samtal byggt á jákvæðni og bjartsýni.     Ég hef menntun, reynslu og manngerð í starf forseta og er reiðubúin að bretta upp ermar og gera gagn. Ég hef mikla reynslu af því að leiða saman fólk og sætta sjónarmið og hef beitt mér fyrir samfélags og jafnréttismálum á alþjóðavettvangi með góðum árangri. Ég trúi á samtal og sættir til að leysa úr málum. Ég veit af reynslunni að átök og ágreiningur skila ekki árangri, en ég er með bein í nefinu og get tekið erfiðar ákvarðanir ef á þarf að halda.   Eyjamenn eru miklir keppnismenn, ég veit að þið viljið keppniskonu sem hefur sterkar taugar til Eyja á Bessastaði. Ég hvet ykkur kæru Eyjamenn til að kynna ykkur vel það sem frambjóðendur hafa fram að færa, mæta á kjörstað, nýta atkvæðisréttin og nota bæði hugvit og hjarta til að velja ykkar frambjóðanda.     HALLA TÓMASDÓTTIR – FORSETAFRAMBJÓÐANDI.