Hildur Sólveig - Ég á mér draum

Hildur Sólveig - Ég á mér draum

Alþingiskosningar nálgast óðfluga og spennan í kringum þær er áþreifanleg. Margir hverjir, sérstaklega þeir sem ekki hafa brennandi stjórnmálaáhuga, eru væntanlega þó orðnir þreyttir á umræðunni, líkt og ég var orðin þreytt á 50 ára afmælisdagskrá RÚV, og því spenntir eftir að kosningunum loks ljúki.   Persónukjör Í kringum kosningar heyrist oft það sjónarmið hversu gott það væri ef hægt væri að að kjósa fólk en ekki flokka. Ég skil vel þá hugsun og er sammála henni að mörgu leyti. Hins vegar myndi slíkt fyrirkomulag væntanlega verða einkar erfitt í framkvæmd. Ég sé fyrir mér 63 alþingismenn, hver með sínar áherslur, stefnur, hugsjónir og hugðarefni eyða vikum ef ekki mánuðum í skoðanaskipti, rökræður og almennt þras við að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Myndun ríkisstjórnar yrði án efa erfið, tímafrek og flókin. Því þurfum við Íslendingar í krafti fjöldans, líkt og okkur einum er lagið, að sameinast um stefnur, málefni og forgangsröðun og fylkja okkur bakvið þær. Að sjálfsögðu eru aldrei allir stuðningsmenn allra flokka alltaf sammála öllum þeim málum sem unnið er eftir en stefna hvers stjórnmálaafls er samþykkt af landsfundi þar sem félagsmenn, eins og ég sjálf, geta vissulega haft áhrif.   Umræðuhefðin má breytast Óskandi væri að almenn umræða um stjórnmál og það mæta fólk sem starfar á þeim vettvangi, væri á hærra plani. Óskandi væri að umræðan væri jákvæðari, uppbyggilegri og laus við niðurrif, persónuárásir og jafnvel samsæriskenningar sem eiga sér oftar en ekki engar stoðir í raunveruleikanum. Hugsanlega er ég barnaleg en ég hef þá trú að þeir einstaklingar sem gefa kost á sér í slík störf vilji vinna af heilindum þjóðinni til hagsbóta, en við höfum einfaldlega mismunandi nálgun að því markmiði. Draumur minn er að í stað þess að draga í sífellu fram fortíðardrauga og finna öðrum allt til foráttu að þá gætum við nýtt orkuna í að einblína meira á hvað við sjálf höfum fram að færa, hvað við gerum vel og helst hvað við viljum gera betur. Það eru aukinheldur engir óyfirstíganlegir ósigrar fólgnir í viðurkenndum mistökum eða skoðanaskiptum, slíkt er mannlegt og stjórnmálamenn eru vissulega mannlegir. Slík umræðuhefð gæti bætt úthald og aukið áhuga almennings gagnvart stjórnmálum og hugsanlega aukið virðingu þingstarfa og gert þau eftirsóknarverðari.   Kosningarétturinn mikilvægur Ég er búin að gera upp minn hug og meira að segja búin að kjósa. Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn. Ekki af því að Píratar eru ,,ómögulegir afstöðulausir anarkistar“, ekki af því að Vinstri Grænir eru ,,mótsagnakenndir umhverfissinnaðir sósíalistar“, ekki af því að Samfylkingin eru ,,afturhaldssamir kommúnistar í útrýmingarhættu“ og sérstaklega ekki af því að ,,Sjálfstæðisflokkurinn eru eiginhagsmunasinnaðir íhaldsmenn sem leika sér í spillta vestrinu“. Heldur vegna þeirrar einföldu ástæðu að ég er stolt af þeim fjölmörgu góðu verkefnum sem Sjálfstæðisflokkurinn og það góða fólk sem í honum starfar hefur náð í gegn á því stutta kjörtímabili sem nú er að klárast. Margt má hins vegar gera betur, ég er t.d. engan veginn sátt við að í Vestmannaeyjum sé ekki hægt að fæða börn með góðu móti og að samgöngurnar okkar séu enn þann daginn í dag eins og þær eru þó vissulega horfi til betri vegar. Ég hef trú á að þrátt fyrir að Ísland búi við einstaka velsæld á flestum alþjóðamælikvörðum að þá höfum við alltaf möguleika á að ná lengra. Ég trúi því sérstaklega í ljósi velgengni hagstjórnar landsins undanfarinna ára að Sjálfstæðisflokkurinn sé best til fallinn til að hjálpa Íslandi á þeirri vegferð. Umfram allt hvet ég þig kjósandi góður til að mæta á kjörstað og taka afstöðu. Lýðræði og kosningaréttur er ekki sjálfgefinn. Virðum lýðræðið, kjósum.     Hildur Sólveig Sigurðardóttir Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum        

Börnin okkar

Ég hef setið á Alþingi þetta kjörtímabil sem fulltrúi ykkar, kjósenda í Suðurkjördæmi. Það hefur verið mikil reynsla, oft erfið, en alltaf áhugaverð og lang oftast ánægjuleg. Árið 2014 hlotnaðist mér sá heiður og ábyrgð að vera útnefndur sem einn af sérstökum talsmönnum barna á Alþingi af hagsmunafélögum sem starfa í þágu barna. Ég tók þetta hlutverk strax mjög alvarlega og hef styrkst í sannfæringu minni fyrir mikilvægi þessa verkefnis. Ég hef kynnt mér vel stöðu barna á Íslandi og sett mig inn í mál sem varða þau sérstaklega og hef séð svo margt aðfinnsluvert sem verður að bæta. Því miður er það ömurleg staðreynd að stór hópur barna hér á landi býr ekki við sömu tækifæri og önnur börn. Sum þeirra verða undir strax í leikskóla og grunnskóla, vegna félagslegra aðstæðna, fátæktar, fötlunar og skerðinga og fá ekki þann stuðning sem við getum sem samfélag svo vel veitt þeim. Að verða undir hefur gríðarleg áhrif á lífsgæði þessara barna og tækifæri í öllu lífinu og vegur að hamingju foreldra þeirra og annarra aðstandenda. Það er þyngra en tárum taki, er algjörlega óásættanlegt og óþarft í velmegunarsamfélagi okkar. Skólakerfið gegnir lykilhlutverki við að tryggja börnum tækifæri til að þroska sig og gera þeim kleift að njóta lífsins á sínum forsendum. Skólinn á að vera án aðgreiningar og mismununar. Hann á að laga sig að einstaklingnum, þörfum hans og hæfileikum. Börn eiga ekki að þurfa að laga sig að skólanum. Ég veit, af eigin reynslu, að skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skólanna vilja sinna þeim vel. Þetta góða fólk þarf hins vegar að fá fleiri og margbreytilegri úrræði og stuðning til þess að geta sinnt öllum börnum, þörfum þeirra og forsendum. Sem talsmaður barna á Alþingi hef ég skrifað margar greinar, flutt margar ræður og lagt fram fyrirspurnir sem lúta að málefnum barna. Í september s.l. hlotnaðist mér sá heiður að vera verðlaunaður fyrir að standa mig best þingmanna í að vekja athygli á og berjast fyrir réttindum barna, ekki síst þeirra sem eru í erfiðri stöðu. Þessi viðurkenning er mér meira virði en nokkuð annað sem mér hefur hlotnast á lífsleiðinni. Hún er mér líka mikil hvatning til að halda áfram að vinna í þágu barna. Ég veit hins vegar að staða þingmanns færir mér bestu tækifærin til að berjast fyrir þessu mikilvæga málefni. Að bæta stöðu og réttindi barna og jafna tækifæri þeirra til að njóta lífsins og vera virkir og hamingjusamir þátttakendur í samfélaginu. Þess vegna bið ég þig ágæti kjósandi að veita mér stuðning til að halda áfram á sömu braut.    

Helga Tryggvadóttir - VG og Vestmannaeyjar

Í upphafi vikunnar sat ég fund ásamt frambjóðendum af fjórum öðrum listum hjá félagasamtökum í Vestmannaeyjum þar sem við svöruðum nokkrum spurningum sem sneru beint að Vestmannaeyjum. Svörin sem ég gaf eru út frá stefnu VG og mun ég hér stikla á stóru og bæta við í sumum tilfellum.  Heilbrigðismál Spurt var um stefnu VG í heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum. Hreyfingin hefur ekki birt sérstaka stefnu fyrir Vestmannaeyjar umfram önnur sveitarfélög. En VG leggur áherslu á að ókeypis aðgangur að heilbrigðisþjónustu eru almenn mannréttindi og heilbrigðis- og velferðarþjónusta á að vera fjármögnuð með skattfé og starfrækt á opinberum grunni. Við höfnum einkarekstri í ágóðaskyni og á heilbrigðiskerfið að þjóna öllum óháð aðstæðum, efnahag og búsetu. VG styður að 11% af vergri þjóðarframleiðslu fari í heilbrigðismálin. Við viljum lækka lyfjakostnað, spýta verulega í lófana hvað varðar geðvernd og fjölga hjúkrunarrýmum. Hvað varðar Vestmannaeyjar þá sjá allir að ástandið er langt því frá í lagi og það þarf að efla sjúkrahúsið og heilsugæsluna. Fæðingarþjónustu þarf að setja aftur á, það þarf örari heimsóknir sérfræðinga, fleiri fasta lækna til starfa, sjúkraflutningar þurfa að vera í lagi og erum við opin fyrir öllum leiðum þar. Það þarf einfaldlega að gera það sem þarf svo að Vestmannaeyingar verði öruggir í sinni heimabyggð.  Herjólfur Eins og í öðrum málum þá leggur VG áherslu á jöfnuð og réttlæti, líka þegar kemur að samgöngum. Hvað varðar gjaldtöku í Herjólf þá á sama verð að gilda fyrir siglingar í báðar hafnir á meginlandinu. Það á að greiða fyrir bíla, en ekki farþega, eins og gert er t.d. í Hvalfjarðargöngin. Reksturinn á að vera á hendi opinberra aðila og sjáum við því ekkert til fyrirstöðu að ríkið og bærinn geri með sér þjónustusamning þar sem heimamenn sjá um reksturinn. Þjónustustig ferjunnar á að vera í samræmi við þarfir notenda, ferðafjöldi á að vera í takt við eftirspurn og svo er ekki galin hugmynd að gámaflutningar fari fram að nóttu til á mestu álagstímum. Niðurgreiðsla kyndingarkostnaðar Eins og með samgöngurnar þá kemur niðurgreiðsla kyndingarkostnaðar á köldum svæðum inn á stefnu VG hvað varðar jöfnuð og réttlæti. Um 10% af heimilum í landinu eru að greiða að meðaltali 24.000 krónur í kyndingarkostnað með rafmagni, en íslenskt heimili greiðir að meðaltali um 7.000 krónur. Við vitum að Vestmannaeyingar eru í fyrri flokknum. Það á að vera borðleggjandi fyrir orkuríka Ísland að geta klárað þetta og útrýma þessari augljósu og óréttlátu mismunun eftir búsetu.  Sorpbrennslumál Vestmannaeyjar hafa sérstöðu þegar kemur að sorpbrennslumálum. Það er líka óhagkvæmt, bæði fjárhagslega og út frá umhverfissjónarmiðum að flytja sorp langan veg á sjó og landi. Ef sorpbrennsla stenst allar nýjustu kröfur, þ.e. umhverfismat, mengunarstaðla, heinsun o.fl. þá má ræða sorpbrennslu. Hér þarf náttúruvernd að skipa háan sess og umhverfissjónarmið ráða miklu um allar lausnir. Meginmálið er endurvinnsla og gildir einu þótt hún verði ekki fjárhagslega hagkvæm í öllum tilvikum. Ríkið er samt væntanlega ekki að fara að taka yfir sorpmál á landinu en þar sem Vestmannaeyjar eru með sérstöðu hvað varðar flutning á sorpi eða aðrar lausnir sé ég ekkert því til fyrirstöðu að samstarfsverkefni ríkis og bæjar komi til greina. Aðalatriðið er að sorpmeðferð sé í lagi alls staðar á Íslandi og í samræmi við kröfur um hreina náttúru og sjálfbærni.   Auðlindagjald Stefna VG er að við nýtingu náttúruauðlinda í eigu þjóðarinnar verði að tryggja að arður af þeim renni til þjóðarinnar og á þjóðin að ráða hversu mikið hún lætur af hendi til þeirra sem nýta auðlindirnar. VG er opið fyrir ýmsum lausnum en það þarf að leggja áherslu á að hlutdeild ríkisins í auðlindarentunni verði stóraukinn en þess jafnframt gætt að nýtingin verði sjálfbær og jafnræði í byggðum landsins. Svo virðist vera að eftir því sem auðlindagjald á sjávarútveginn lækkar þá hækkar útgreiddur arður til eigenda. Árið 2015 greiddu 17 stærstu útgerðarfyrirtækin sér rúmlega 10 milljarða króna í arð en rúmlega 5 milljarða í veiðigjöld. Þarna finnst okkur skakkt gefið. Þess ber að geta að allar breytingar á þessu kerfi taka langan tíma, þurfa að gerast í sátt og taka þarf tillit til allskonar flækjumála. T.d. stærðar og tegundar útgerða, hvort um er að ræða svokallaðan gjafakvóta eða hvort útgerðir hafa keypt kvóta og ótal margt annað. Mikil vinna er framundan sem verður að fara fram í samráði við alla hagsmunaaðila, en aðalpunkturinn er að þjóðin á að njóða arðs af auðlindum sem eru í sameign þjóðarinnar.  Helga Tryggva, frambjóðandi VG í Suðurkjördæmi    

Börnin okkar

Ég hef setið á Alþingi þetta kjörtímabil sem fulltrúi ykkar, kjósenda í Suðurkjördæmi. Það hefur verið mikil reynsla, oft erfið, en alltaf áhugaverð og lang oftast ánægjuleg. Árið 2014 hlotnaðist mér sá heiður og ábyrgð að vera útnefndur sem einn af sérstökum talsmönnum barna á Alþingi af hagsmunafélögum sem starfa í þágu barna. Ég tók þetta hlutverk strax mjög alvarlega og hef styrkst í sannfæringu minni fyrir mikilvægi þessa verkefnis. Ég hef kynnt mér vel stöðu barna á Íslandi og sett mig inn í mál sem varða þau sérstaklega og hef séð svo margt aðfinnsluvert sem verður að bæta. Því miður er það ömurleg staðreynd að stór hópur barna hér á landi býr ekki við sömu tækifæri og önnur börn. Sum þeirra verða undir strax í leikskóla og grunnskóla, vegna félagslegra aðstæðna, fátæktar, fötlunar og skerðinga og fá ekki þann stuðning sem við getum sem samfélag svo vel veitt þeim. Að verða undir hefur gríðarleg áhrif á lífsgæði þessara barna og tækifæri í öllu lífinu og vegur að hamingju foreldra þeirra og annarra aðstandenda. Það er þyngra en tárum taki, er algjörlega óásættanlegt og óþarft í velmegunarsamfélagi okkar. Skólakerfið gegnir lykilhlutverki við að tryggja börnum tækifæri til að þroska sig og gera þeim kleift að njóta lífsins á sínum forsendum. Skólinn á að vera án aðgreiningar og mismununar. Hann á að laga sig að einstaklingnum, þörfum hans og hæfileikum. Börn eiga ekki að þurfa að laga sig að skólanum. Ég veit, af eigin reynslu, að skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skólanna vilja sinna þeim vel. Þetta góða fólk þarf hins vegar að fá fleiri og margbreytilegri úrræði og stuðning til þess að geta sinnt öllum börnum, þörfum þeirra og forsendum. Sem talsmaður barna á Alþingi hef ég skrifað margar greinar, flutt margar ræður og lagt fram fyrirspurnir sem lúta að málefnum barna. Í september s.l. hlotnaðist mér sá heiður að vera verðlaunaður fyrir að standa mig best þingmanna í að vekja athygli á og berjast fyrir réttindum barna, ekki síst þeirra sem eru í erfiðri stöðu. Þessi viðurkenning er mér meira virði en nokkuð annað sem mér hefur hlotnast á lífsleiðinni. Hún er mér líka mikil hvatning til að halda áfram að vinna í þágu barna. Ég veit hins vegar að staða þingmanns færir mér bestu tækifærin til að berjast fyrir þessu mikilvæga málefni. Að bæta stöðu og réttindi barna og jafna tækifæri þeirra til að njóta lífsins og vera virkir og hamingjusamir þátttakendur í samfélaginu. Þess vegna bið ég þig ágæti kjósandi að veita mér stuðning til að halda áfram á sömu braut.    

Helga Tryggvadóttir - VG og Vestmannaeyjar

Í upphafi vikunnar sat ég fund ásamt frambjóðendum af fjórum öðrum listum hjá félagasamtökum í Vestmannaeyjum þar sem við svöruðum nokkrum spurningum sem sneru beint að Vestmannaeyjum. Svörin sem ég gaf eru út frá stefnu VG og mun ég hér stikla á stóru og bæta við í sumum tilfellum.  Heilbrigðismál Spurt var um stefnu VG í heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum. Hreyfingin hefur ekki birt sérstaka stefnu fyrir Vestmannaeyjar umfram önnur sveitarfélög. En VG leggur áherslu á að ókeypis aðgangur að heilbrigðisþjónustu eru almenn mannréttindi og heilbrigðis- og velferðarþjónusta á að vera fjármögnuð með skattfé og starfrækt á opinberum grunni. Við höfnum einkarekstri í ágóðaskyni og á heilbrigðiskerfið að þjóna öllum óháð aðstæðum, efnahag og búsetu. VG styður að 11% af vergri þjóðarframleiðslu fari í heilbrigðismálin. Við viljum lækka lyfjakostnað, spýta verulega í lófana hvað varðar geðvernd og fjölga hjúkrunarrýmum. Hvað varðar Vestmannaeyjar þá sjá allir að ástandið er langt því frá í lagi og það þarf að efla sjúkrahúsið og heilsugæsluna. Fæðingarþjónustu þarf að setja aftur á, það þarf örari heimsóknir sérfræðinga, fleiri fasta lækna til starfa, sjúkraflutningar þurfa að vera í lagi og erum við opin fyrir öllum leiðum þar. Það þarf einfaldlega að gera það sem þarf svo að Vestmannaeyingar verði öruggir í sinni heimabyggð.  Herjólfur Eins og í öðrum málum þá leggur VG áherslu á jöfnuð og réttlæti, líka þegar kemur að samgöngum. Hvað varðar gjaldtöku í Herjólf þá á sama verð að gilda fyrir siglingar í báðar hafnir á meginlandinu. Það á að greiða fyrir bíla, en ekki farþega, eins og gert er t.d. í Hvalfjarðargöngin. Reksturinn á að vera á hendi opinberra aðila og sjáum við því ekkert til fyrirstöðu að ríkið og bærinn geri með sér þjónustusamning þar sem heimamenn sjá um reksturinn. Þjónustustig ferjunnar á að vera í samræmi við þarfir notenda, ferðafjöldi á að vera í takt við eftirspurn og svo er ekki galin hugmynd að gámaflutningar fari fram að nóttu til á mestu álagstímum. Niðurgreiðsla kyndingarkostnaðar Eins og með samgöngurnar þá kemur niðurgreiðsla kyndingarkostnaðar á köldum svæðum inn á stefnu VG hvað varðar jöfnuð og réttlæti. Um 10% af heimilum í landinu eru að greiða að meðaltali 24.000 krónur í kyndingarkostnað með rafmagni, en íslenskt heimili greiðir að meðaltali um 7.000 krónur. Við vitum að Vestmannaeyingar eru í fyrri flokknum. Það á að vera borðleggjandi fyrir orkuríka Ísland að geta klárað þetta og útrýma þessari augljósu og óréttlátu mismunun eftir búsetu.  Sorpbrennslumál Vestmannaeyjar hafa sérstöðu þegar kemur að sorpbrennslumálum. Það er líka óhagkvæmt, bæði fjárhagslega og út frá umhverfissjónarmiðum að flytja sorp langan veg á sjó og landi. Ef sorpbrennsla stenst allar nýjustu kröfur, þ.e. umhverfismat, mengunarstaðla, heinsun o.fl. þá má ræða sorpbrennslu. Hér þarf náttúruvernd að skipa háan sess og umhverfissjónarmið ráða miklu um allar lausnir. Meginmálið er endurvinnsla og gildir einu þótt hún verði ekki fjárhagslega hagkvæm í öllum tilvikum. Ríkið er samt væntanlega ekki að fara að taka yfir sorpmál á landinu en þar sem Vestmannaeyjar eru með sérstöðu hvað varðar flutning á sorpi eða aðrar lausnir sé ég ekkert því til fyrirstöðu að samstarfsverkefni ríkis og bæjar komi til greina. Aðalatriðið er að sorpmeðferð sé í lagi alls staðar á Íslandi og í samræmi við kröfur um hreina náttúru og sjálfbærni.   Auðlindagjald Stefna VG er að við nýtingu náttúruauðlinda í eigu þjóðarinnar verði að tryggja að arður af þeim renni til þjóðarinnar og á þjóðin að ráða hversu mikið hún lætur af hendi til þeirra sem nýta auðlindirnar. VG er opið fyrir ýmsum lausnum en það þarf að leggja áherslu á að hlutdeild ríkisins í auðlindarentunni verði stóraukinn en þess jafnframt gætt að nýtingin verði sjálfbær og jafnræði í byggðum landsins. Svo virðist vera að eftir því sem auðlindagjald á sjávarútveginn lækkar þá hækkar útgreiddur arður til eigenda. Árið 2015 greiddu 17 stærstu útgerðarfyrirtækin sér rúmlega 10 milljarða króna í arð en rúmlega 5 milljarða í veiðigjöld. Þarna finnst okkur skakkt gefið. Þess ber að geta að allar breytingar á þessu kerfi taka langan tíma, þurfa að gerast í sátt og taka þarf tillit til allskonar flækjumála. T.d. stærðar og tegundar útgerða, hvort um er að ræða svokallaðan gjafakvóta eða hvort útgerðir hafa keypt kvóta og ótal margt annað. Mikil vinna er framundan sem verður að fara fram í samráði við alla hagsmunaaðila, en aðalpunkturinn er að þjóðin á að njóða arðs af auðlindum sem eru í sameign þjóðarinnar.  Helga Tryggva, frambjóðandi VG í Suðurkjördæmi    

Ingunn Guðmundsdóttir - Krónan er eins og korktappi

Stöðugleiki skilar tugþúsunda kjarabót fyrir almenningEinhver líkti krónunni okkar einhverju sinni við korktappa í ólgusjó fjármálaumhverfisins og stóru gjaldmiðlunum við stórskip með siglingarhæfni til að mæta mismunandi veðrum. Á Íslandi upplifum við núna ágæta tíma með þokkalegum kaupmætti og lágri verðbólgu. En ef við lítum út fyrir túnfótinn sjáum við að krónan hefur risið óþægilega mikið gagnvart erlendum gjaldmiðlum og það veldur útflutnings atvinnugreinunum vanda eins og staðfest var í fréttum fyrir nokkrum dögum. Framkvæmdastjóri hátæknifyrirtækisins Nox Medical lýsti því að fyrirtækið glímdi við 20% verðbólgu vegna stöðu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Keppinautar fyrirtækisins í öðrum löndum búa við allt annað og betra rekstrarumhverfi. Ísland er ekki samkeppnishæft vegna þess hvað krónan sveiflast. Lækkum greiðslubyrði um tugi þúsundaSveiflurnar tengjast líka fjármálum einstaklinga og birtast í vaxtaokrinu. Verðtryggingin er séríslenskt fyrirbæri. Samanburður við önnur lönd verður að miðast við óverðtryggð lán. Fyrir skömmu skrifaði ungur íslendingur grein um breytta stöðu sína eftir að hafa flutt til Svíþjóðar. Húsnæðislánið sitt fékk hann í venjulegum banka á 2% vöxtum án verðtryggingar. Sá sem tekur óverðtryggt lán á Íslandi greiðir næstum fjórfalda þá vexti. Ég tek dæmi af íslenskum banka sem býður óverðtryggt húsnæðislán með 7,3% vöxtum. Sá sem tæki 20 milljóna lán á þeim kjörum til 25 ára með jöfnum mánaðargreiðslum væri að greiða 145 þúsund krónur á mánuði. Á sama tíma væri skuldarinn í Svíþjóð að greiða 85 þúsund. Munurinn er 60 þúsund! Miðað við lægra skattþrep á Íslandi þyrfti launatekjur uppá 90 þúsund til að fjármagna þennan mun. Þetta er eitthvað sem alla munar um. Myntráð virkarViðreisn vill festa krónuna við annan gjaldmiðil til að hún hætti að sveiflast eins og korktappi. Það fyrirkomulag byggir á tillögu Seðlabankans um Myntráð sem hann telur að virki til að ná stöðugleika og í beinu framhaldi lægri vöxtum. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki sýnt áhuga á að fara þessa leið og bæta kjör almennings og fyrirtækja í landinu. Það hlýtur því að vera öllum fyrir bestu að þeir fái frí. Viðreisn er XC. Ingunn Guðmundsdóttir viðskiptafræðingurEr búsett á Selfossi og skipar þriðja sæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi 

Sel­foss skoraði 38 mörk gegn ÍBV

Páll Magnússon - Stóru málin í Eyjum

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú setið í ríkisstjórn í rúm 3 ár. Á þessum skamma tíma hefur orðið alger viðsnúningur í rekstri ríkissjóðs og á lífsgæðum almennings. Sá viðsnúningur á rætur sínar annars vegar í hagfelldum ytri aðstæðum og hins vegar í skynsamlegri forystu Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn. Hallarekstri var snúið við og skuldir greiddar niður. Það eru því forréttindi fyrir nýja frambjóðendur eins og mig að finna og vita að nú gefst aukið svigrúm til enn frekari uppbyggingar grunnþjónustu ásamt áframhaldandi niðurgreiðslu skulda, haftalosunar, hagræðingar í ríkisrekstri og að hamla útþenslu ríkisútgjalda.     Heilbrigðis- og velferðarmál   Heilbrigðismál brenna eðlilega á landsmönnum og sannarlega er þjóðarsátt um áframhaldandi uppbyggingu í þeim málaflokki. Við Sjálfstæðismenn erum stolt af því að hafa á kjörtímabilinu aukið framlög til heilbrigðismála verulega og þjónustuna þar með. Á þessu ári verða útgjöld um 38,5 milljörðum hærri en 2013 þegar vinstri ríkisstjórnin fór frá. Hér í Eyjum er enn mikið verk að vinna og mikilvægt að gefast ekki upp fyrr en tryggð hefur verið t.d. full þjónusta við fæðandi mæður, aukin aðkoma sérfræðilækna og áframhaldandi efling heilsugæslu.   Menntamál   Tengsl rannsókna, menntunar og vísinda við nýsköpun eru grundvöllur hagvaxtar. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur aukin áhersla verið lögð á rannsóknir og vísindi og mikilvægt að áfram verði haldið á þeirri braut. Menntakerfið þarf að bregðast hratt við þeim áskorunum sem felast í tækniframförum upplýsingaaldar. Mannauður skiptir höfuðmáli í þjóðfélagi sem í síauknum mæli byggir á þekkingu. Hér í Eyjum hafa stór skref verið stigin hvað þetta varðar og dugir þar að vísa til hins nýja háskólanáms í haftengdri nýsköpun, mikilli eflingu Þekkingarsetursins, tengslum FABLAB við Framhaldsskólann og fleira mætti nefna. Á sama hátt þurfum við í sameiningu að efla á ný iðnmenntun í Vestmannaeyjum og sannarlega verður það meðal áherslumála á komandi kjörtímabili.   Samgöngur og aðrir innviðir   Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð verið sá flokkur sem myndalegast hefur staðið að hvers konar inniviðauppbyggingu. Við Sjálfstæðismenn viljum veita stórauknu fjármagni til viðhalds á vegakerfi landsins. Fjárfesta þarf í samgöngumannvirkjum, flutningskerfi raforku, fjarskiptum og löggæslu. Reykjavíkurflugvöllur er og verður óskertur í Vatnsmýri þar til betri kostur finnst. Hér í Vestmannaeyjum hefur staðan í samgöngumálum verið algerlega óboðleg í hátt í áratug. Landeyjahöfn hefur reynst erfiðari í notkun en nokkurn óraði fyrir og illu heilli hefur það dregist von úr viti að smíða nýja ferju. Nú sér fyrir endann á pattstöðunni og innan tveggja ára verður ný ferja komin í gagnið. Sú framkvæmd er nauðsynleg en ekki nægjanleg til að tryggja bót mála. Eftir stendur að vinna þarf höfnina út úr byrjunarörðugleikum og má það ekki dragast. Tafarlaust þarf síðan að bæta þjónustu við heimamenn svo sem með betra bókunarkerfi, sama fargjaldi í Þorlákshöfn og Landeyjahöfn og fl. Flugið er okkur Eyjamönnum líka mikilvægt og hvergi má gefa eftir í baráttunni fyrir eflingu þess.   Sjávarútvegsmál   Frá því að ból var fyrst byggt í Vestmannaeyjum hafa íbúar átt lífsgæði sín undir því hvernig gengur til sjávar. Fyrirtæki og íbúar hafa fyrir löngu náð að aðlaga sig að duttlungum nátúrunnar. Ógnin nú eru duttlungar stjórnmálamanna sem skirrast hvergi í ofsóknum gegn þessari grundvallaratvinnugrein í sjávarbyggðum. Nú sem fyrr er mikilvægt að tryggja sem mestan og bestan stöðugleika og núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur í grundvallaratriðum reynst Íslendingum svo farsælt að þeir hafa nú mikinn arð af atvinnugrein sem aðrar þjóðir niðurgreiða. Það er óendanlega mikilvægt fyrir sjávarbyggð eins og Vestmannaeyjar að hrinda þessum árásum á kerfið og að það sé látið af vitleysislegum hugmyndum um að kollvarpa því.   Ágætu Eyjamenn, í prófkjöri fyrir fáeinum vikum studduð þið mig svo rösklega að eftir var tekið. Stuðningur ykkar tryggði mér fyrsta sætið á lista okkar Sjálfstæðismanna. Ég tek því umboði mjög alvarlega og heiti því að vinna að hagsmunum Eyjamanna og allra annarra sem ég er kjörinn til að vinna fyrir. Ég bið ykkur um standa með mér áfram - líka núna í seinni hálfleik - og mæta á kjörstað á laugardaginn og setja X við D.   Páll Magnússon Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi    

Heilbrigðismál í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi: Aðeins Páll Valur, Ari Trausti og Páll Magnússon svöruðu

Eyjafréttir sendu Sigurði Inga Jóhannssyndi forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins, Páli Magnússyni Sjálfstæðisflokki, Oddnýju Harðardóttur Samfylkingu, Ara Trausta Guðmundssyni Vinstri grænum, Páli Val Björnssyni Bjartri framtíð, Smára MacCarthy Pírötum, Jónu Sólveigu Elínardóttur Viðreisn, Guðmundi Sighvatssyni Alþýðufylkingunni og Sturlu Hólm Jónssyni Dögun sem öll eru oddvitar framboðanna í Suðurkjördæmi nokkrar spurningar um stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Heimtur voru rýrar og aðeins svöruðu þrír, Páll Valur, Ari Trausti og Páll Magnússon. Páll Valur: Það er staðreynd að rekstur HSU á Suðurlandi er vanfjármagnaður og fari sem horfir verður stofnunin að skerða þjónustu á næsta ári. Hvar sjáið þið helst möguleika á niðurskurði? - Ég hreinlega hef ekki svar við því hvar það ætti að gerast enda tel ég að ekki verði lengra gengið í niðurskurði hjá stofnuninni. Ef hún á að standa undir lögbundnum skyldum sínum þá verður öllum niðurskurði að ljúka nú þegar og auknu fjármagni veitt til hennar.   Finnst þér ásættanlegt að sjúkraflug verði með óbreyttu fyrirkomulagi? Ein flugvél staðsett á Akureyri sem þjóna á öllu landinu? - Nei, það finnst mér alls ekki og hef reifað þá hugmynd að Landhelgisgæslan sjái um sjúkraflugið allavega sunnan og vestanlands. Hún gæti síðan gert þjónustusamning við t.d Mýflug um að sinna sjúkraflugi norðan og austanlands. Þetta er gífurlega mikilvægt öryggisatriði fyrir fólk á landsbyggðinni ekki síst fyrir íbúa Vestmannaeyja sem ekki búa við tryggar samgöngur allan sólarhringinn.   Telur þú það ofverk ríkisins að halda úti skurðlæknaþjónustu í Vestmannaeyjum? - Nei, það tel ég ekki og myndi halda að nýta ætti skurðlækni sem staðsettur yrði í Eyjum til þess að sjá um einhvern hluta þeirra aðgerða sem gerðar eru á Landspítalanum. Nú bíða um 6000 manneskjur eftir aðgerðum að öllu tagi og að minni hyggju ætti að nýta stærri heilbrigðisstofnanir landsins sem búnar eru skurðstofum til þess að sinna þessum aðgerðum. Það segir sig sjálft að Landspítalinn nær ekki að sinna þessu.   Finnst þér í lagi að konur í Vestmannaeyjum þurfi að fæða börn sín uppi á landi með tilheyrandi óhagræði og miklum kostnaði? - Alls ekki og þetta er eitthvað sem hreinlega verður að breyta, það er algerlega óásættanlegt að mismuna fólki eftir því hvar það er búsett.     Ari Trausti:   Það er staðreynd að rekstur HSU á Suðurlandi er vanfjármagnaður og fari sem horfir verður stofnunin að skerða þjónustu á næsta ári. Hvar sjáið þið helst möguleika á niðurskurði?   - Við sjáum engan raunhæfan möguleika á niðurskurði. Nóg er komið. VG hafa lagt fram þá stefnu að endurskipuleggja og eða auka starfsemi sjúkrahúsanna úti á landi eins og sagt er. Meðal annars er gert ráð fyrir að safna saman 51 milljarði króna með álögum á þá sem hæstar hafa tekjur og t.d. með auknum auðlindagjöldum - á næsta ári. Þar af eiga 18 milljarðar að ganga til heilbrigðismála. HSU, á öllu þjónustusvæðinu, færi ekki varhluta af því handabandi.   Finnst þér ásættanlegt að sjúkraflug verði með óbreyttu fyrirkomulagi? Ein flugvél staðsett á Akureyri sem þjóna á öllu landinu? - Sjúkraflug er afar kostnaðarsamt. Það er hægt og rétt að minnka álagið á það með aukinni þjónustu helstu heilbrigðisstofnana utan Reykjavíkur og Akureyrar. Vissulega væri farsælt að hafa tvo upphafsflugvelli sjúkraflutninga að þessu gerðu - og raun þyrfti líka að hafa neyðar- og hjálparþyrlur staðsettar í tveimur landshlutum og þá einmitt á sömu stöðum og tvíhreyflurnar.   Telur þú það ofverk ríkisins að halda úti skurðlæknaþjónustu í Vestmannaeyjum? - Nei - án þess að skilgreina hvað rétt og fært er að hafa af slíku í Vestmannaeyjum - þ.e. hvers konar aðgerðir skulu þar gerðar. Vonandi tekst að endurlífga nauðsynlega þjónustu þar.   Finnst þér í lagi að konur í Vestmannaeyjum þurfi að fæða börn sín uppi á landi með tilheyrandi óhagræði og miklum kostnaði? - Nei, að sjálfsögðu ekki og löngu kominn tími til að reikna út heildar samfélagskostnað af þessu sérstæða ráðslagi. Inni í tölunni er raunkostnaður foreldra og fjölskyldna o.fl. Búast má við að samfélagskostnaðurinn opinberaði að sparnaðartölur á reikningum ríksins af fæðingum utan Eyja dygðu ekki til að réttlæta þessa skerðingu sjúkrahúsþjónustu og það annað sem fylgt hefur nákvæmlega niðurskurði á fæðingarþjónustunni.   Páll Magnússon:   Það er staðreynd að rekstur HSU á Suðurlandi er vanfjármagnaður og fari sem horfir verður stofnunin að skerða þjónustu á næsta ári. Hvar sjáið þið helst möguleika á niðurskurði? - Það eru engir möguleikar á frekari niðurskurði, þvert á móti þarf að auka fjárveitingar stofnunarinnar og bæta þjónustu. Finnst þér ásættanlegt að sjúkraflug verði með óbreyttu fyrirkomulagi? Ein flugvél staðsett á Akureyri sem þjóna á öllu landinu? - Óbreytt fyrirkomulag í sjúkraflugi er ótækt. Tillaga sem lögð hefur verið fram, m.a. af Vilhjálmi Árnasyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Styrmi Sigurðarsyni yfirmanni sjúkraflutninga á HSU, um sjúkraþyrlur er hugmynd sem vert er að skoða alvarlega. Sjúkraþyrla, skipuð bráðatækni og bráðalækni á vakt allan sólarhringinn gerir það að verkum að viðbragðstími myndi styttast verulega. Slíkt getur skipt sköpum, því við vitum það að hver mínúta getur skipt máli þegar alvarleg veikindi eða slys ber að garði. Telur þú það ofverk ríkisins að halda úti skurðlæknaþjónustu í Vestmannaeyjum? - Nei, þetta er skilyrðislaus og sanngjörn krafa. Finnst þér í lagi að konur í Vestmannaeyjum þurfi að fæða börn sín uppi á landi með tilheyrandi óhagræði og miklum kostnaði? - Það er með öllu ótækt. Að sjálfsögðu eiga konur að eiga þann kost að eiga börn í sínum heimabæ, ekki síst í ljósi þess hversu samgöngur eru ótryggar.    

Páll Magnússon - Veljum öryggi - höfnum óvissu!

Það er alveg sama hvar borið er niður í dag og hvaða alþjóðlegu mælikvarðar eru skoðaðir - Ísland skorar alltaf hæst: ríkissjóði hefur verið snúið úr gegndarlausum hallarekstri í afgang; atvinnuleysi er nú bara tölfræðilegt, rúmlega 2%, sem þýðir á mannamáli að það er ekkert atvinnuleysi; hagvöxtur á Íslandi hefur verið meiri að undanförnu en í öllum þeim löndum sem við notum til samanburðar - og kaupmáttur launa hefur aukist meira síðustu misserin en dæmi eru um á svo skömmum tíma um langt skeið.   Þessi upptalning gæti haldið áfram lengi enn - og er einn samfelldur vitnisburður um hversu vel hefur tekist með stjórn efnahagsmála á því kjörtímabili sem er að ljúka. En við vitum líka að það þarf að gera betur á ýmsum sviðum. Hér á okkar slóðum - í Suðurkjördæmi - eru það innviðabrestirnir sem eru mest aðkallandi. Þeir eru samstofna um allt kjördæmið - vestan frá Reykjanesi og austur á Höfn - og á öllu þessu svæði nefna menn fyrst tvennt: samgöngumál og heilbrigðisþjónustu. Þar á eftir kemur svo löggæslan. Sumir þessir brestir eiga sér rætur í groddalegum niðurskurði í kjölfar hrunsins, aðrir eiga sér lengri sögu en allir verða þeir augljósari núna þegar fjöldi erlendra ferðamanna í kjördæminu hefur margfaldast á aðeins nokkrum árum.   Forgangsmálin eru mismunandi eftir svæðum og stöðum í kjördæminu en öll af sömu rótum runnin. Þessa bresti munum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja höfuðáherslu á að laga á næsta kjörtímabili. Forsendan fyrir því að það sé hægt, er að áfram haldi sú jákvæða þróun í efnahagsmálum og meðfylgjandi stöðugleiki sem ég gat um hér í byrjun.   En einmitt þar liggur hundurinn grafinn. Það er alls ekki víst að svo verði - og raunar fremur ólíklegt miðað við hina pólitísku stöðu í dag. Það má segja að það hafi verið heiðarlegt hjá vinstri flokkunum undir forystu Pírata að hefja stjórnarmyndunarviðræður um síðustu helgi - sex dögum FYRIR kosningar. Það hefði að vísu verið lýðræðislegra að hinkra eftir kosningaúrslitunum en látum það vera.   Þetta útspil Pírata og viðbrögð hinna vinstri flokkanna við því hafa einfaldað og auðveldað val kjósenda á laugardaginn. Það eru bara tveir kostir í boði: fjögurra eða jafnvel fimm flokka vinstri stjórn undir forystu Pírata - eða ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins.   Við vitum hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir; hluta af því nefndi ég í byrjun þessarrar greinar. En sem betur fer vitum við líka hvað vinstri flokkarnir, sem hittust um helgina, standa fyrir. Þeir stjórna nefnilega allir saman einu verst rekna sveitarfélagi á Íslandi: Reykjavík. Á nýjum lista yfir 20 best reknu sveitarfélög á Íslandi tróna tvö á toppnum: Vestmannaeyjar og Grindavík. Tvennt af því sem þau eiga sameiginlegt er að þau eru bæði í Suðurkjördæmi og í báðum eru Sjálfstæðismenn við völd. Reykjavík kemst ekki einu sinni inn á þennan topp 20 lista. Tilviljun? Ég held ekki! Og við vitum meira. Við vitum að ef við leggjum saman megináherslur þessarra flokka ganga aftur allir gömlu draugarnir frá Jóhönnu og Steingrími J.: skattahækkanir á einstaklinga og atvinnulíf; Evrópusambandið; niðurbrot á fiskveiðistjórnunarkerfinu og óvissuferð inn í uppboðsleiðina; niðurrif á stjórnarskránni sem ekkert hefur gert af sér - og svona mætti áfram telja.   Á laugardaginn er sem sagt hægt að velja á milli áframhaldandi framfara og efnahagslegs stöðugleika undir forystu Sjálfstæðisflokksins - eða fjölflokka vinstri óvissuferðar undir forystu Pírata.   Ég treysti á dómgreind kjósenda í Suðurkjördæmi. Ég treysti á að þeir kjósi með með sjálfum sér - fyrir eigin velferð og öryggi. Ég treysti á að þeir hafni þessu vinstra kraðaki; sporin hræða. Ég treysti því að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn!   Páll Magnússon Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi    
>> Eldri fréttir

Íþróttir >>

Sel­foss skoraði 38 mörk gegn ÍBV

Sel­fyss­ing­ar unnu hreint út ótrú­leg­an sig­ur á ÍBV í Olís-deild karla í hand­bolta í (gær)kvöld. Loka­töl­ur í Valla­skóla urðu 38:32. Mbl.is greindi frá.   Eyja­menn höfðu frum­kvæðið fram­an af leikn­um og leiddu 7:9 þegar þrett­án mín­út­ur voru liðnar. Þá kom gott áhlaup hjá heima­mönn­um sem skoruðu níu mörk gegn þrem­ur á tíu mín­útna kafla og breyttu stöðunni í 16:12. For­skot Sel­foss var fimm mörk í hálfleik, 20:15.   Sel­fyss­ing­ar slökuðu ekk­ert á klónni í upp­hafi seinni hálfleiks og náðu níu marka for­skoti þegar rúm­ar tíu mín­út­ur voru liðnar. Þá tók Theo­dór Sig­ur­björns­son til sinna ráða og raðaði inn mörk­un­um fyr­ir Eyja­menn. Ótrú­leg sveifla til baka og ÍBV jafnaði, 32:32, þegar rúm­ar fimm mín­út­ur voru eft­ir. Þá var kraft­ur Eyja­manna á þrot­um. Helgi Hlyns­son skellti í lás í Sel­foss­mark­inu og heima­menn skoruðu síðustu sex mörk leiks­ins.   Guðni Ingvars­son skoraði 13 mörk fyr­ir Sel­fyss­inga og Ein­ar Sverris­son 8, en hann átti ófá­ar stoðsend­ing­ar inn á Guðna á lín­unni. Helgi Hlyns­son varði 21 skot í marki Sel­foss.   Theo­dór Sig­ur­björns­son skoraði 13/​4 mörk fyr­ir ÍBV, þar af tíu í seinni hálfleik. Grét­ar Eyþórs­son kom næst­ur hon­um með 6 mörk. Andri Ísak Sig­fús­son varði 9 skot fyr­ir ÍBV.  

Framsókn - Góð heilsa er gulli betri

 …segir máltækið og annað sem segir: „Heilsan er fátækra manna fasteign.“ Já, heilsan er óumdeilanlega eitt það verðmætasta sem við eigum og að henni þarf að hlúa. Við berum ábyrgð á eigin heilsu en þegar slysin verða eða heilsan brestur, þá vill Framsóknarflokkurinn að á Íslandi sé góð heilbrigðisþjónusta sem allir hafi aðgang að, óháð efnahag. Til að það megi ganga eftir vill Framsóknarflokkurinn byggja nýjan Landspítala á nýjum stað, efla heilsugæsluna og heilbrigðisstofnanir um land allt. Aukin framlög til heilbrigðismála Ríkisstjórnin, undir forystu Framsóknarflokksins hefur aukið framlög til heilbrigðiskerfisins um tæpa 40 milljarða á kjörtímabilinu og útgjöld til tækjakaupa hafa sjöfaldast. Útgjöld til heilbrigðismála hafa verið stærsti liður ríkissjóðs á kjörtímabilinu, en á síðustu fjárlögum voru 162 milljarðar settir í heilbrigðiskerfið. Framsóknarflokkurinn vill efla heilbrigðiskerfið enn frekar en einnig að frekari greiningar og gæðamælingar verði gerðar á heilbrigðiskerfinu svo þeir fjármunir sem settir eru í málaflokkinn nýtist sem best. Eyðum biðlistum Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni eru margar hverjar vannýttar. Með því að nýta þessi sjúkrahús betur þá væri hægt að eyða biðlistum með einföldum aðgerðum og um leið að styrkja rekstur þessara stofnana, sem hafa margar hverjar verið fjársveltar um árabil. Um leið værum við að létta álaginu af Landspítalanum. Við þurfum að eiga gott hátæknisjúkrahús og Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að reisa nýjan Landspítala á nýjum stað. Múhammed til fjallsins Framsóknarflokkurinn vill bæta aðgengi fólks á landbyggðinni að sérfræðingum– fjallið á ekki að fara til Múhammeds. Við viljum líka efla fjarlækningaþjónustu en verkefnið á Kirjubæjarklaustri hefur gefist afar vel og því tilefni til að nýta þá reynslu til frekari uppbyggingar. Framsókn vill að komið sé til móts við þá sem þurfa að fara að heiman til að sækja sér heilbrigðisþjónustu, s.s. vegna fæðinga þar sem fæðingarstöðum hefur fækkað verulega hin síðari ár og vegna eftirlits eða eftirfylgni sem ekki er hægt að veita í heimabyggð. Réttlætismál Verðandi foreldrar á landsbyggðinni þurfa t.d. oft að hefja töku fæðingarorlofs fyrr, þar sem þeir þurfa að fara tímanlega á fæðingarstað. Þá dregst. biðtíminn eftir barninu, frá orlofinu. Barn og foreldrar njóta því styttri samveru þegar barnið kemur loksins í heiminn. Með því að breyta lögum um fæðingarorlof gætum við tryggt rétt barna til að njóta jafnlangs tíma með foreldrum sínum eftir fæðingu eins og þau börn sem eiga heima í nágrenni við fæðingarþjónustu, en annar greinarhöfunda lagði fram frumvarp þess efnis á Alþingi. Hár dvalarkostnaður Annað atriði sem þarf að huga betur að er dvalarkostnaður þeirra sem þurfa að fara að heima vegna barnsfæðinga og eiga ekki ættingja eða vini sem geta hýst þá á meðan á biðinni stendur. Ein leið væri að útvega fólki dvalarstað eða með fjárstyrk vegna dvalarkostnaðar í nágrenni við fæðingarstað. Verðandi foreldrar eiga ekki að gjalda þess að búa fjarri fæðingarstöðum og fjarri heilbrigðisþjónustu almennt.   Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarstjóri HSU og í 3. sæti lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.  

Ragnar Óskarsson - Hvorn kostinn vilt þú?

  Eftir því sem nær hefur dregið kosningum er orðið æ ljósara að höfuðandstæðingar í íslenskum stjórnmálum eru Vinstrihreyfingin- grænt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn. Það er því ekki úr vegi að draga saman örfá atriði sem sýna þann meginmun í stefnu þessara tveggja flokka þannig að við kjósendur getum betur áttað okkur á hvernig við nýtum atkvæðisrétt okkar á laugardaginn. Örfá dæmi af mörgum eru hér nefnd:   Heilbrigðismál • Vinstri- græn vilja samfélagslega uppbyggingu heilbrigðismála þar sem allir njóta sömu réttinda á efnahags og stöðu. • Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið heilbrigðismálum í óefni og nú vill hann einkerekna heilbrigðisþjónustu sem gefur vildarvinum flokksins gróða í eigin vasa á kostnað almennings. Þessi stefna gagnast best þeim ríkustu í samfélaginu en skilur almenning eftir með dýra og ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu.   Skattamál • Vinstri græn vilja innheimta sanngjarna skatta af þeim sem sannarlega hafa efni á að greiða þá. Við viljum einnig skattleggja þau alþjóðlegu fyrirtæki sem eru með rekstur á Íslandi en greiða ekki skatt til samfélagsins. Þá viljum við ná til skattsvika bæði hér heima og í gegnum skattaskjól. • Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lækka skatta á hátekjufólk og auka þannig á óréttlætið í landinu. Flokkurinn hefur ekki mikinn áhuga á að ná til skattsvika, hvorki hér heima né í skattaparadísum erlendis enda eru málin sérstaklega óþægileg fyrir marga forystumenn og máttarstólpa flokksins. Margis þeirra, meira að segja ráðherrar, hafa beinlínis tengst skattaskjólum og þannig komist hjá því að taka þátt í að leggja sitt af mörkum til samfélagsins.   Auðlindamál • Vinstri græn leggja áherslu á að þjóðin sjálf á auðlindir landsins. Þjóðin á því að fá sanngjarnan arð af þessum auðlindum til þess m.a. að efla samfélagslega þjónustu. • Sjálfstæðisflokkurinn lítur á þjóðarauðlindirnar sem „einkaeign“ útvalinna og þeir eigi að njóta arðsins á kostnað almennings.   Hagsmunir Þjóðarinnar • Vinstri græn leggja áherslu á í sinni stefnu að hagsmunir þjóðarinnar skuli ávalt sitja í fyrirrúmi þegar teknar eru ákvarðanir um í nútíð og til framtíðar. • Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á sérhagsmuni á kostnað hagsmuna þjóðarinnar. Fáir einstaklingar njóta arðsins en þjóðin situr eftir með sárt ennið.   Þegar við göngum í kjörklefann á morgun skulum við hafa þessa og fleiri mikilvæga þætti í huga. Með því að kjósa Vinstri græn stuðlum við að réttlátu samfélagi en með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn stuðlum við að auknu misrétti og sérhagsmunum í stað þjóðarhagsmuna. Svo einfalt er málið. Hvorn kostinn vilt þú?   Ragnar Óskarsson    

Ingunn Guðmundsdóttir - Krónan er eins og korktappi

Stöðugleiki skilar tugþúsunda kjarabót fyrir almenningEinhver líkti krónunni okkar einhverju sinni við korktappa í ólgusjó fjármálaumhverfisins og stóru gjaldmiðlunum við stórskip með siglingarhæfni til að mæta mismunandi veðrum. Á Íslandi upplifum við núna ágæta tíma með þokkalegum kaupmætti og lágri verðbólgu. En ef við lítum út fyrir túnfótinn sjáum við að krónan hefur risið óþægilega mikið gagnvart erlendum gjaldmiðlum og það veldur útflutnings atvinnugreinunum vanda eins og staðfest var í fréttum fyrir nokkrum dögum. Framkvæmdastjóri hátæknifyrirtækisins Nox Medical lýsti því að fyrirtækið glímdi við 20% verðbólgu vegna stöðu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Keppinautar fyrirtækisins í öðrum löndum búa við allt annað og betra rekstrarumhverfi. Ísland er ekki samkeppnishæft vegna þess hvað krónan sveiflast. Lækkum greiðslubyrði um tugi þúsundaSveiflurnar tengjast líka fjármálum einstaklinga og birtast í vaxtaokrinu. Verðtryggingin er séríslenskt fyrirbæri. Samanburður við önnur lönd verður að miðast við óverðtryggð lán. Fyrir skömmu skrifaði ungur íslendingur grein um breytta stöðu sína eftir að hafa flutt til Svíþjóðar. Húsnæðislánið sitt fékk hann í venjulegum banka á 2% vöxtum án verðtryggingar. Sá sem tekur óverðtryggt lán á Íslandi greiðir næstum fjórfalda þá vexti. Ég tek dæmi af íslenskum banka sem býður óverðtryggt húsnæðislán með 7,3% vöxtum. Sá sem tæki 20 milljóna lán á þeim kjörum til 25 ára með jöfnum mánaðargreiðslum væri að greiða 145 þúsund krónur á mánuði. Á sama tíma væri skuldarinn í Svíþjóð að greiða 85 þúsund. Munurinn er 60 þúsund! Miðað við lægra skattþrep á Íslandi þyrfti launatekjur uppá 90 þúsund til að fjármagna þennan mun. Þetta er eitthvað sem alla munar um. Myntráð virkarViðreisn vill festa krónuna við annan gjaldmiðil til að hún hætti að sveiflast eins og korktappi. Það fyrirkomulag byggir á tillögu Seðlabankans um Myntráð sem hann telur að virki til að ná stöðugleika og í beinu framhaldi lægri vöxtum. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki sýnt áhuga á að fara þessa leið og bæta kjör almennings og fyrirtækja í landinu. Það hlýtur því að vera öllum fyrir bestu að þeir fái frí. Viðreisn er XC. Ingunn Guðmundsdóttir viðskiptafræðingurEr búsett á Selfossi og skipar þriðja sæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi 

Greinar >>

Hildur Sólveig - Ég á mér draum

Alþingiskosningar nálgast óðfluga og spennan í kringum þær er áþreifanleg. Margir hverjir, sérstaklega þeir sem ekki hafa brennandi stjórnmálaáhuga, eru væntanlega þó orðnir þreyttir á umræðunni, líkt og ég var orðin þreytt á 50 ára afmælisdagskrá RÚV, og því spenntir eftir að kosningunum loks ljúki.   Persónukjör Í kringum kosningar heyrist oft það sjónarmið hversu gott það væri ef hægt væri að að kjósa fólk en ekki flokka. Ég skil vel þá hugsun og er sammála henni að mörgu leyti. Hins vegar myndi slíkt fyrirkomulag væntanlega verða einkar erfitt í framkvæmd. Ég sé fyrir mér 63 alþingismenn, hver með sínar áherslur, stefnur, hugsjónir og hugðarefni eyða vikum ef ekki mánuðum í skoðanaskipti, rökræður og almennt þras við að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Myndun ríkisstjórnar yrði án efa erfið, tímafrek og flókin. Því þurfum við Íslendingar í krafti fjöldans, líkt og okkur einum er lagið, að sameinast um stefnur, málefni og forgangsröðun og fylkja okkur bakvið þær. Að sjálfsögðu eru aldrei allir stuðningsmenn allra flokka alltaf sammála öllum þeim málum sem unnið er eftir en stefna hvers stjórnmálaafls er samþykkt af landsfundi þar sem félagsmenn, eins og ég sjálf, geta vissulega haft áhrif.   Umræðuhefðin má breytast Óskandi væri að almenn umræða um stjórnmál og það mæta fólk sem starfar á þeim vettvangi, væri á hærra plani. Óskandi væri að umræðan væri jákvæðari, uppbyggilegri og laus við niðurrif, persónuárásir og jafnvel samsæriskenningar sem eiga sér oftar en ekki engar stoðir í raunveruleikanum. Hugsanlega er ég barnaleg en ég hef þá trú að þeir einstaklingar sem gefa kost á sér í slík störf vilji vinna af heilindum þjóðinni til hagsbóta, en við höfum einfaldlega mismunandi nálgun að því markmiði. Draumur minn er að í stað þess að draga í sífellu fram fortíðardrauga og finna öðrum allt til foráttu að þá gætum við nýtt orkuna í að einblína meira á hvað við sjálf höfum fram að færa, hvað við gerum vel og helst hvað við viljum gera betur. Það eru aukinheldur engir óyfirstíganlegir ósigrar fólgnir í viðurkenndum mistökum eða skoðanaskiptum, slíkt er mannlegt og stjórnmálamenn eru vissulega mannlegir. Slík umræðuhefð gæti bætt úthald og aukið áhuga almennings gagnvart stjórnmálum og hugsanlega aukið virðingu þingstarfa og gert þau eftirsóknarverðari.   Kosningarétturinn mikilvægur Ég er búin að gera upp minn hug og meira að segja búin að kjósa. Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn. Ekki af því að Píratar eru ,,ómögulegir afstöðulausir anarkistar“, ekki af því að Vinstri Grænir eru ,,mótsagnakenndir umhverfissinnaðir sósíalistar“, ekki af því að Samfylkingin eru ,,afturhaldssamir kommúnistar í útrýmingarhættu“ og sérstaklega ekki af því að ,,Sjálfstæðisflokkurinn eru eiginhagsmunasinnaðir íhaldsmenn sem leika sér í spillta vestrinu“. Heldur vegna þeirrar einföldu ástæðu að ég er stolt af þeim fjölmörgu góðu verkefnum sem Sjálfstæðisflokkurinn og það góða fólk sem í honum starfar hefur náð í gegn á því stutta kjörtímabili sem nú er að klárast. Margt má hins vegar gera betur, ég er t.d. engan veginn sátt við að í Vestmannaeyjum sé ekki hægt að fæða börn með góðu móti og að samgöngurnar okkar séu enn þann daginn í dag eins og þær eru þó vissulega horfi til betri vegar. Ég hef trú á að þrátt fyrir að Ísland búi við einstaka velsæld á flestum alþjóðamælikvörðum að þá höfum við alltaf möguleika á að ná lengra. Ég trúi því sérstaklega í ljósi velgengni hagstjórnar landsins undanfarinna ára að Sjálfstæðisflokkurinn sé best til fallinn til að hjálpa Íslandi á þeirri vegferð. Umfram allt hvet ég þig kjósandi góður til að mæta á kjörstað og taka afstöðu. Lýðræði og kosningaréttur er ekki sjálfgefinn. Virðum lýðræðið, kjósum.     Hildur Sólveig Sigurðardóttir Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum