Hugsa ekki um einhver met

KFS sigraði Vængi Júpíters með fimm mörkum gegn þremur í miklum rokleik á laugardaginn. Gauti Þorvarðarson hélt uppteknum hætti og skoraði þrjú mörk, Guðjón Ólafsson gerði eitt en það gerði Tryggvi Guðmundsson líka. Tryggvi er nú orðinn næstmarkahæsti íslenski leikmaðurinn frá upphafi. Hann er því kominn með fleiri mörk en Valdimar K. Sigurðsson og vantar einungis fimm mörk í það að komast yfir Vilberg Jónasson sem er með 217 mörk. Þessi 213 mörk Tryggva dreifast vel út um Norðurlöndin en 151 þeirra hafa komið á Íslandi og 62 í Noregi og Svíþjóð.   Við heyrðum aðeins hljóðið í Tryggva og spurðum hann nokkurra spurninga.  Nú ert þú orðinn næst markahæsti íslenski leikmaðurinn frá upphafi. Stefnan hlýtur að vera sett á það að verða sá markahæsti eða hvað? „Það er alltaf gaman að svona extra gulrótum. Ég fer nú samt ekki í leiki hugsandi um einhver met. Ég veit að sem sóknarmiðjumaður þá mun ég líklega fá mín tvö til þrjú færi í hverjum leik og bara um að gera að vera kaldur og nýta þau. En mitt hlutverk er auðvitað líka að leggja upp og ég á nú einmitt stóran þátt í þessum 15 mörkum Gauta í sumar,“ sagði Tryggvi en hann og Gauti Þorvarðarson hafa náð einkar vel saman í sumar. Báðir hafa þeir skorað fimmtán mörk og eru því tveir markahæstu leikmenn landsins í öllum deildum á þessari leiktíð. Tryggvi segir það vera erfitt að velja eitt uppáhalds mark af þessum 213. Hann nefnir þó eitt mark sem var beint úr aukaspyrnu í Frostaskjólinu árið 2011 en þá lék Tryggvi með ÍBV gegn KR-ingum.   Viðtalið allt má finna í Eyjafréttum.

Þjóðmenning og bænir

Fólk á vinstri væng stjórnmálanna í höfuðborginni hóf fyrir nokkrum árum árásir á kristna trú og iðkun hennar í grunnskólum höfuðborgarinnar. Heimsóknir presta í skólana voru bannaðar og Gideonfélaginu var bannað að gefa skólabörnum Nýja testamentið eins og það hafði gert til margra ára. Þessi góður siður Gideonfélaga hefur treyst kristna trú í landinu og gefið börnum og unglingum tækifæri til að kynnast góðum kristnum gildum sem ekki er vanþörf á í samfélagi dagsins í dag. Trúarlegum þætti jólahalds var úthýst úr skólum í höfuðborginni en jólin eru þó haldin hátíðleg á nánast hverju heimili landsins. Þetta gerðist þrátt fyrir að 86% landsmanna tilheyrðu söfnuðum sem hafa kristna trú að leiðarljósi og því ljóst að allur þorri landsmanna tilheyrir þeim sem vilja standa vörð um okkar „þjóðartrú.“ Kristin gildi eru hluti af daglegu lífi fólksins í landinu og stjórnarskráin er grundvölluð á þeim og slær vörð um kristna trú. Þessar ömurlegu árásir á kristna trú og iðkun hennar voru gerðar á vakt vinstri manna, sem við á hægri vængnum mótmæltum, en hvað er að gerast á okkar vakt?   Ríkisútvarpið undir stjórn nýs útvarpsstjóra sem ráðinn var á „okkar vakt“ ríður nú sama hestinum og þeir sem áður úthýstu kristnidómnum úr skólunum og styður nýjan dagskrárstjóra Rásar 1 í því að taka af dagskránni morgunandakt, morgunbæn og Orð kvöldsins. Ekki er vitað til að þetta dagskrárefni hafi skaðað nokkurn sem hefur hlustað á það eða aðrar kristilegar andaktir sér til yndis frá árdögum útvarps á Íslandi. Er það virkilega svo að opinbert hlutafélag okkar allra, Ríkisútvarpið, ætli að hunsa 86% landsmanna, fjölmennan en þögulan hluta þjóðarinnar sem þykir vænt um bænirnar í útvarpinu og vill hafa þær áfram? Þær eru vissulega þáttur í þjóðmenningunni, hluti af lífi fjölmargra alla ævi og því langt í frá einkamál dagskrárstjórans á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Ég er þess fullviss að þessi ákvörðun er gerð í óþökk mjög margra, þeirra hógværu og lítillátu þegna landsins sem bera harm sinn í hljóði vegna þessarar ákvörðunar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um þjóðkirkjuna og í ályktun Landsfundar má m.a. lesa: „Sjálfstæðisflokkurinn telur að kristin gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr og að hlúa beri að kirkju og trúarlífi.“ Ég, sem er kristinnar trúar eins og þorri þjóðarinnar, tek undir þessa stefnu Sjálfstæðisflokksins af heilum hug. Nýr útvarpsstjóri hefur í mörgu farið vel af stað í starfi og ég óska honum góðs gengis. Þessi ákvörðun er hins vegar algjörlega úr takti við góða hefð, siði og hlutverk Ríkisútvarpsins frá upphafi. Þetta getur ekki gerst á okkar vakt. Ásmundur Friðriksson alþingismaður.  

Mikilvæg stig hjá ÍBV á útivelli

Það voru ekki margir bjartsýnir fyrir leik ÍBV og Víkinga, það er að segja þeir sem halda með ÍBV enda hafði Víkingur aðeins tapað einum leik á heimavelli sínum í sumar í deildinni.  Víkingar voru meira með boltann framan af leik en vörn Eyjamanna, með þá Andra Ólafsson og Matt Garner í miðvarðarstöðunum, stóð sókn Víkinga af sér.  Eyjamenn náðu smátt og smátt að byggja upp spil og eftir frábæran undirbúning, kom Ian Jeffs ÍBV yfir á 38. mínútu og staðan 0:1 í hálfleik.  Arnar Bragi Bergsson kom ÍBV svo í 0:2 í upphafi síðari hálfleiks með gullfallegu marki, sem átti reyndar að vera fyrirgjöf en endaði í markinu, stöngin inn.  Áfram héldu Eyjamenn að spila þéttan varnarleik og áttu Víkingar fá svör við góðum leik Eyjamanna.  Heimamenn náðu reyndar að minnka muninn á 86. mínútu með marki þar sem Abel Dhaira hefði átt að gera betur en lengra komust þeir ekki og því fögnuðu Eyjamenn sínum fyrsta sigri síðan 20. júlí.   Með sigrinum lyftu Eyjamenn sér upp úr fallsætinu og í það 9. en Eyjamenn eru með 17 stig.  Staðan er nú þannig að Keflavík, Breiðablik og Fylkir eru í 6. til 8. sæti með 18 stig.  Þá kemur ÍBV með 17 stig, Fjölnir og Fram með 15 og neðst er Þór með 9 stig.  Bæði Fjölnir og Keflavík eiga leik til góða.   Næsti leikur ÍBV verður næstkomandi sunnudag þegar ÍBV tekur á móti Þór.  Segja má að síðasta tækifæri Þórsara til að bjarga sér frá falli felist í sigri í Eyjum en vinni Eyjamenn, þá er ÍBV komið í ágæta stöðu í fallslagnum.

Engin krísa í okkar herbúðum

Karlalið ÍBV í knattspyrnu sækir Víking heim í Fossvoginn í kvöld og hefst leikurinn klukkan 18:00.  Gengi Eyjamanna hefur ekki verið gott í deildinni, liðið situr sem stendur í 11. og næst neðsta sæti.  Fallbaráttan er hins vegar hnífjöfn.  Þór situr að vísu í neðsta sæti með 9 stig, þá ÍBV með 14 en svo eru fjögur lið með 15 stig, Fram, Fylkir, Breiðablik og Fjölnir.  Keflvíkingar eru svo með 18 stig.  Það er því óhætt að segja að sjö lið eru í fallbaráttunni eins og er og staða Þórs sé verst í þeim slag en Keflvíkinga best.  Enn eru hins vegar sjö umferðir eftir og allt getur gerst.  Hvert stig er nú afar dýrmætt í þessari baráttu en sigur í kvöld kemur ÍBV úr fallsætinu.  Þrír leikir eru í deildinni í kvöld en í hinum leikjunum eru innbyrðis viðureignir í fallslagnum því Fylkir tekur á móti Þór klukkan 18:00 og Breiðablik á móti Fram klukkan 19:15.  Leikur ÍBV og Víkings verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður leiknum varpað upp á breiðtjald á Háaloftinu.   Gæti spilað miðvörðinn Þórarinn Ingi Valdimarsson, fyrirliði ÍBV er í viðtali á Fótbolti.net.  Þar segir hann enga krísu vera hjá ÍBV en miðvörðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson tekur út leikbann í kvöld auk þess sem hinn miðvörðurinn, Eiður Aron Sigurbjörnsson er farinn til Sandnes Ulf í Noregi.  „Ég gæti alveg eins spilað miðvörðinn í kvöld ef þess þarf. Varnarmennirnir okkar eru fjölhæfir og þeir geta bæði spilað sem miðverðir og bakverðir og því verður þetta ekkert vandamál í kvöld," sagði Þórarinn Ingi.   „Þetta er jöfn deild og Víkingar hafa verið að narta í liðin í efri hlutanum. Þeir hafa staðið sig mjög vel og eru ofar en maður bjóst við. Ef við mætum á svipað hátt og við gerðum gegn FH þá eru okkur allir vegir færir. Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur og ég held að við séum ekkert að fara spila einhvern svakalegan samba-bolta.  Við reynum að taka einn leik í einu, það er aðal málið. Það er ekki komin nein krísa í okkar herbúðum," sagði Þórarinn Ingi að lokum í samtali við Fótbolta.net.
>> Eldri fréttir

Íþróttir >>

Hugsa ekki um einhver met

KFS sigraði Vængi Júpíters með fimm mörkum gegn þremur í miklum rokleik á laugardaginn. Gauti Þorvarðarson hélt uppteknum hætti og skoraði þrjú mörk, Guðjón Ólafsson gerði eitt en það gerði Tryggvi Guðmundsson líka. Tryggvi er nú orðinn næstmarkahæsti íslenski leikmaðurinn frá upphafi. Hann er því kominn með fleiri mörk en Valdimar K. Sigurðsson og vantar einungis fimm mörk í það að komast yfir Vilberg Jónasson sem er með 217 mörk. Þessi 213 mörk Tryggva dreifast vel út um Norðurlöndin en 151 þeirra hafa komið á Íslandi og 62 í Noregi og Svíþjóð.   Við heyrðum aðeins hljóðið í Tryggva og spurðum hann nokkurra spurninga.  Nú ert þú orðinn næst markahæsti íslenski leikmaðurinn frá upphafi. Stefnan hlýtur að vera sett á það að verða sá markahæsti eða hvað? „Það er alltaf gaman að svona extra gulrótum. Ég fer nú samt ekki í leiki hugsandi um einhver met. Ég veit að sem sóknarmiðjumaður þá mun ég líklega fá mín tvö til þrjú færi í hverjum leik og bara um að gera að vera kaldur og nýta þau. En mitt hlutverk er auðvitað líka að leggja upp og ég á nú einmitt stóran þátt í þessum 15 mörkum Gauta í sumar,“ sagði Tryggvi en hann og Gauti Þorvarðarson hafa náð einkar vel saman í sumar. Báðir hafa þeir skorað fimmtán mörk og eru því tveir markahæstu leikmenn landsins í öllum deildum á þessari leiktíð. Tryggvi segir það vera erfitt að velja eitt uppáhalds mark af þessum 213. Hann nefnir þó eitt mark sem var beint úr aukaspyrnu í Frostaskjólinu árið 2011 en þá lék Tryggvi með ÍBV gegn KR-ingum.   Viðtalið allt má finna í Eyjafréttum.

Stjórnmál >>

Fyrsti fundur bæjarstjórnar í dag

Bæjarstjórn Vestmannaeyja kemur saman í dag í fyrsta sinn á nýju kjörtímabili.  Niðurstaða bæjarstjórnarkosninganna í vor, voru á þann veg að Sjálfstæðisflokkur fékk fimm bæjarfulltrúa en Eyjalistinn tvo.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn eru Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason og Birna Þórsdóttir en fulltrúar Eyjalistans eru Jórunn Einarsdóttir og Stefán Óskar Jónasson.  Elliði, Páley, Páll Marvin og Jórunn sátu öll í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili.  Stefán Óskar hefur áður verið í bæjarstjórn og var varamaður á síðasta kjörtímabili en þau Trausti og Birna eru ný.  Bæjarstjórnarfundurinn fer fram í Eldheimum og hefst klukkan 18:00.   „Þegar ég kom inn í bæjarstjórn 2002 voru útsvarstekjur á hvern íbúa á verðlagi þess árs rétt liðlega 200.000 krónur en á síðasta ári voru þær hátt í 475.000 krónur,“ sagði Stefán í samtali við Eyjafréttir, sem kom út í gær.   „Staðan í dag opnar á tækifæri að gera meira fyrir bæjarbúa og bæjarfélagið í heild. Ég er ekki að mæla með óráðsíu í fjármálum en það má gera betur á ýmsum sviðum. Auðvitað veltur þetta mikið á á sjávarútvegi og afkomu atvinnulífsins almennt. Á kjörtímabilinu 2002 og 2006 vorum við, ég og núverandi bæjarstjóri, Elliði Vignisson, að skoða þann möguleika á að rífa blokkina Áshamar 75 ef það gæti létt á skuldum bæjarins. Engum dettur það í hug í dag en sterkari innviðir bæjarfélagsins eru líka verðmæti,“ sagði Stefán.   Viðtalið má lesa í heild sinni í Eyjafréttum.  

Hugsa ekki um einhver met

KFS sigraði Vængi Júpíters með fimm mörkum gegn þremur í miklum rokleik á laugardaginn. Gauti Þorvarðarson hélt uppteknum hætti og skoraði þrjú mörk, Guðjón Ólafsson gerði eitt en það gerði Tryggvi Guðmundsson líka. Tryggvi er nú orðinn næstmarkahæsti íslenski leikmaðurinn frá upphafi. Hann er því kominn með fleiri mörk en Valdimar K. Sigurðsson og vantar einungis fimm mörk í það að komast yfir Vilberg Jónasson sem er með 217 mörk. Þessi 213 mörk Tryggva dreifast vel út um Norðurlöndin en 151 þeirra hafa komið á Íslandi og 62 í Noregi og Svíþjóð.   Við heyrðum aðeins hljóðið í Tryggva og spurðum hann nokkurra spurninga.  Nú ert þú orðinn næst markahæsti íslenski leikmaðurinn frá upphafi. Stefnan hlýtur að vera sett á það að verða sá markahæsti eða hvað? „Það er alltaf gaman að svona extra gulrótum. Ég fer nú samt ekki í leiki hugsandi um einhver met. Ég veit að sem sóknarmiðjumaður þá mun ég líklega fá mín tvö til þrjú færi í hverjum leik og bara um að gera að vera kaldur og nýta þau. En mitt hlutverk er auðvitað líka að leggja upp og ég á nú einmitt stóran þátt í þessum 15 mörkum Gauta í sumar,“ sagði Tryggvi en hann og Gauti Þorvarðarson hafa náð einkar vel saman í sumar. Báðir hafa þeir skorað fimmtán mörk og eru því tveir markahæstu leikmenn landsins í öllum deildum á þessari leiktíð. Tryggvi segir það vera erfitt að velja eitt uppáhalds mark af þessum 213. Hann nefnir þó eitt mark sem var beint úr aukaspyrnu í Frostaskjólinu árið 2011 en þá lék Tryggvi með ÍBV gegn KR-ingum.   Viðtalið allt má finna í Eyjafréttum.

Greinar >>

Þjóðmenning og bænir

Fólk á vinstri væng stjórnmálanna í höfuðborginni hóf fyrir nokkrum árum árásir á kristna trú og iðkun hennar í grunnskólum höfuðborgarinnar. Heimsóknir presta í skólana voru bannaðar og Gideonfélaginu var bannað að gefa skólabörnum Nýja testamentið eins og það hafði gert til margra ára. Þessi góður siður Gideonfélaga hefur treyst kristna trú í landinu og gefið börnum og unglingum tækifæri til að kynnast góðum kristnum gildum sem ekki er vanþörf á í samfélagi dagsins í dag. Trúarlegum þætti jólahalds var úthýst úr skólum í höfuðborginni en jólin eru þó haldin hátíðleg á nánast hverju heimili landsins. Þetta gerðist þrátt fyrir að 86% landsmanna tilheyrðu söfnuðum sem hafa kristna trú að leiðarljósi og því ljóst að allur þorri landsmanna tilheyrir þeim sem vilja standa vörð um okkar „þjóðartrú.“ Kristin gildi eru hluti af daglegu lífi fólksins í landinu og stjórnarskráin er grundvölluð á þeim og slær vörð um kristna trú. Þessar ömurlegu árásir á kristna trú og iðkun hennar voru gerðar á vakt vinstri manna, sem við á hægri vængnum mótmæltum, en hvað er að gerast á okkar vakt?   Ríkisútvarpið undir stjórn nýs útvarpsstjóra sem ráðinn var á „okkar vakt“ ríður nú sama hestinum og þeir sem áður úthýstu kristnidómnum úr skólunum og styður nýjan dagskrárstjóra Rásar 1 í því að taka af dagskránni morgunandakt, morgunbæn og Orð kvöldsins. Ekki er vitað til að þetta dagskrárefni hafi skaðað nokkurn sem hefur hlustað á það eða aðrar kristilegar andaktir sér til yndis frá árdögum útvarps á Íslandi. Er það virkilega svo að opinbert hlutafélag okkar allra, Ríkisútvarpið, ætli að hunsa 86% landsmanna, fjölmennan en þögulan hluta þjóðarinnar sem þykir vænt um bænirnar í útvarpinu og vill hafa þær áfram? Þær eru vissulega þáttur í þjóðmenningunni, hluti af lífi fjölmargra alla ævi og því langt í frá einkamál dagskrárstjórans á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Ég er þess fullviss að þessi ákvörðun er gerð í óþökk mjög margra, þeirra hógværu og lítillátu þegna landsins sem bera harm sinn í hljóði vegna þessarar ákvörðunar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um þjóðkirkjuna og í ályktun Landsfundar má m.a. lesa: „Sjálfstæðisflokkurinn telur að kristin gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr og að hlúa beri að kirkju og trúarlífi.“ Ég, sem er kristinnar trúar eins og þorri þjóðarinnar, tek undir þessa stefnu Sjálfstæðisflokksins af heilum hug. Nýr útvarpsstjóri hefur í mörgu farið vel af stað í starfi og ég óska honum góðs gengis. Þessi ákvörðun er hins vegar algjörlega úr takti við góða hefð, siði og hlutverk Ríkisútvarpsins frá upphafi. Þetta getur ekki gerst á okkar vakt. Ásmundur Friðriksson alþingismaður.