>> Eldri fréttir

Mannlíf >>

Heimaklettur úr hafi rís

Heimaklettur er mjög vinsæll ferðamannastaður enda tignarlegur og fallegur. Klettinn heimsækir fjöldi fólks ár  hvert, nýtur göngunnar og útsýnisins. Sumir fara þangað oftar en aðrir, jafnvel daglega. Einn af aðdáendum Klettsins er Halldór Benedikt og hann fór einmitt í slíka ferð í síðustu viku og hafði myndavélina með í för.  Á heimaslod.is segir: „Heimaklettur sem er á Heimaey er hæsta fjall Vestmannaeyja. hann er 283 m á hæð yfir sjávarmáli. Kletturinn er móbergsstapi sem varð til við gos undir jökli seint á síðustu ísöld. Hann stendur sæbrattur upp úr sjónum, en efst eru grasi vaxnar brekkur á bólstrabergstoppi þar sem fé er haft á beit.   Fjallgöngur hafa löngum verið stundaðar í Heimakletti. Oft hefur uppgangan verið erfið og hættuleg vegna brattra hlíða og bergs. En bót varð á því í kringum árið 2000. Þá var smíðaður stigi og settur upp þar sem erfiðasti hjallinn er. Ekki er þó þrautalaust að komast á topp Heimakletts og þarf óvant fólk helst að vera í fylgd með einhverjum sem þekkir aðstæður. Gangan upp á klettinn er mikið gaman og reynir vel á. Útsýnið er fagurt og frábært að sjá bæinn og eyjarnar frá þessum sjónarhóli. Á björtum degi sést vel upp á meginlandið, Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull blasa við og langt sést upp á Suðurlandsundirlendið.   Þegar sjávarfjöll leyfa er hægt að fara bæði framan (sunnan við) og bakvið (norðan við) Heimaklett. Aðstæður þurfa að vera góðar til að fara á bakvið Klettinn en þá er upplifunin ennþá meiri. Fegurðin og háir klettarnir heilla hvern þann sem sér.   Systraklettar Heimakletts heita Miðklettur og Ystiklettur. Ekki er fólki ráðlegt að fara úr Heimakletti út í næstu kletta en það er þó hægt fyrir heimavana menn. Miðklettur og Ystiklettur eru heldur minni en Heimaklettur en saman mynda þeir órjúfanlega mynd sem hefur fest sig í hugum margra Eyjamanna og utanaðkomandi fólks. Í Ystakletti er stunduð lundaveiði á sumrin og er veiðikofi á honum. Lundaveiði er einnig stunduð í Heimakletti, sérstaklega á einum stað, við Steininn á Neðri-Kleifum.“   Og svona orti Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir um Heimaklett: Heimaklettur úr hafi rís, dýrð sé þér, lof og prís. Gyllir feld þinn sólarglóð, skrýðist fegurst blómaslóð.   Stendur vörð þinn, nótt og dag, syngja fuglar fagurt lag, þeir eiga lífið, að launa þér, sem að berð þá í faðmi þér.   Þú vörður Eyjanna tiginn ert, þó að aldri , þú gamall sért mun ég ætíð minnast þín þegar lokast augu mín.            

Stjórnmál >>

Fyrsti fundur bæjarstjórnar í dag

Bæjarstjórn Vestmannaeyja kemur saman í dag í fyrsta sinn á nýju kjörtímabili.  Niðurstaða bæjarstjórnarkosninganna í vor, voru á þann veg að Sjálfstæðisflokkur fékk fimm bæjarfulltrúa en Eyjalistinn tvo.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn eru Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason og Birna Þórsdóttir en fulltrúar Eyjalistans eru Jórunn Einarsdóttir og Stefán Óskar Jónasson.  Elliði, Páley, Páll Marvin og Jórunn sátu öll í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili.  Stefán Óskar hefur áður verið í bæjarstjórn og var varamaður á síðasta kjörtímabili en þau Trausti og Birna eru ný.  Bæjarstjórnarfundurinn fer fram í Eldheimum og hefst klukkan 18:00.   „Þegar ég kom inn í bæjarstjórn 2002 voru útsvarstekjur á hvern íbúa á verðlagi þess árs rétt liðlega 200.000 krónur en á síðasta ári voru þær hátt í 475.000 krónur,“ sagði Stefán í samtali við Eyjafréttir, sem kom út í gær.   „Staðan í dag opnar á tækifæri að gera meira fyrir bæjarbúa og bæjarfélagið í heild. Ég er ekki að mæla með óráðsíu í fjármálum en það má gera betur á ýmsum sviðum. Auðvitað veltur þetta mikið á á sjávarútvegi og afkomu atvinnulífsins almennt. Á kjörtímabilinu 2002 og 2006 vorum við, ég og núverandi bæjarstjóri, Elliði Vignisson, að skoða þann möguleika á að rífa blokkina Áshamar 75 ef það gæti létt á skuldum bæjarins. Engum dettur það í hug í dag en sterkari innviðir bæjarfélagsins eru líka verðmæti,“ sagði Stefán.   Viðtalið má lesa í heild sinni í Eyjafréttum.  

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Heimaklettur úr hafi rís

Heimaklettur er mjög vinsæll ferðamannastaður enda tignarlegur og fallegur. Klettinn heimsækir fjöldi fólks ár  hvert, nýtur göngunnar og útsýnisins. Sumir fara þangað oftar en aðrir, jafnvel daglega. Einn af aðdáendum Klettsins er Halldór Benedikt og hann fór einmitt í slíka ferð í síðustu viku og hafði myndavélina með í för.  Á heimaslod.is segir: „Heimaklettur sem er á Heimaey er hæsta fjall Vestmannaeyja. hann er 283 m á hæð yfir sjávarmáli. Kletturinn er móbergsstapi sem varð til við gos undir jökli seint á síðustu ísöld. Hann stendur sæbrattur upp úr sjónum, en efst eru grasi vaxnar brekkur á bólstrabergstoppi þar sem fé er haft á beit.   Fjallgöngur hafa löngum verið stundaðar í Heimakletti. Oft hefur uppgangan verið erfið og hættuleg vegna brattra hlíða og bergs. En bót varð á því í kringum árið 2000. Þá var smíðaður stigi og settur upp þar sem erfiðasti hjallinn er. Ekki er þó þrautalaust að komast á topp Heimakletts og þarf óvant fólk helst að vera í fylgd með einhverjum sem þekkir aðstæður. Gangan upp á klettinn er mikið gaman og reynir vel á. Útsýnið er fagurt og frábært að sjá bæinn og eyjarnar frá þessum sjónarhóli. Á björtum degi sést vel upp á meginlandið, Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull blasa við og langt sést upp á Suðurlandsundirlendið.   Þegar sjávarfjöll leyfa er hægt að fara bæði framan (sunnan við) og bakvið (norðan við) Heimaklett. Aðstæður þurfa að vera góðar til að fara á bakvið Klettinn en þá er upplifunin ennþá meiri. Fegurðin og háir klettarnir heilla hvern þann sem sér.   Systraklettar Heimakletts heita Miðklettur og Ystiklettur. Ekki er fólki ráðlegt að fara úr Heimakletti út í næstu kletta en það er þó hægt fyrir heimavana menn. Miðklettur og Ystiklettur eru heldur minni en Heimaklettur en saman mynda þeir órjúfanlega mynd sem hefur fest sig í hugum margra Eyjamanna og utanaðkomandi fólks. Í Ystakletti er stunduð lundaveiði á sumrin og er veiðikofi á honum. Lundaveiði er einnig stunduð í Heimakletti, sérstaklega á einum stað, við Steininn á Neðri-Kleifum.“   Og svona orti Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir um Heimaklett: Heimaklettur úr hafi rís, dýrð sé þér, lof og prís. Gyllir feld þinn sólarglóð, skrýðist fegurst blómaslóð.   Stendur vörð þinn, nótt og dag, syngja fuglar fagurt lag, þeir eiga lífið, að launa þér, sem að berð þá í faðmi þér.   Þú vörður Eyjanna tiginn ert, þó að aldri , þú gamall sért mun ég ætíð minnast þín þegar lokast augu mín.