Breiðablik sigraði TM mótið eftir úrslitaleik við Val

TM mótið eða Pæjumótið eins og það er oft kallað fór fram í þar síðustu viku en það er knattspyrnumót ætlað stelpum í 5. flokki. Mótið hófst á fimmtudag og lauk á laugardaginn með úrslitaleikjum. Að þessu sinni voru 84 lið frá 26 félögum sem tóku þátt í mótinu en það er aukning um átta lið. Í ár varð Breiðablik 1 TM móts meistari eftir sigur á Val 1 sem einmitt vann mótið í fyrra. Leikurinn fór 1-1 en þar sem að mark Breiðabliks kom fyrr urðu þær grænklæddu sigurvegarar. ÍBV 1 náði ágætis árangri á mótinu og spilaði um þriðja sætið en tapaði fyrir Stjörnunni 1, lokastaða 0:3.   Mótstjórinn hæst ánægður með útkomuna Þegar blaðamaður ræddi við Sigríði Ingu Kristmannsdóttur, mótstjóra, eftir helgina sagði hún mótið hafa gengið snurðulaust og vel fyrir sig, hvert sem á var litið. „Í dag er nær allt starf í kringum mótið orðið fjáraflanir fyrir iðkendur félagsins, sem rennur beint í ferðasjóð þeirra,“ sagði Sigríður Inga en á annað hundrað manns komu með einum eða öðrum hætti að þessari fjáröflun. „Svo erum við með í kringum 40 dómara sem fyrirtæki í bænum lána okkur yfir mótið og viljum við koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra. Mótið gekk í alla staði mjög vel, ef við horfum framhjá veðrinu á föstudaginn. Við fengum mikið hrós frá félögunum fyrir dagskrána, matinn, dómarana og að allar tímasetningar hafi staðist.“ Þrátt fyrir að Pæjumótið snúist fyrst og fremst um fótbolta þá er hæfileikakeppnin ávallt einn af hápunktum helgarinnar. „Í hæfileikakeppninni koma öll félög með atriði. Það er ýmist söngur eða dans, og allt frá einni stelpu upp í 30 stelpur í atriðunum. Í ár fengu KA stelpur verðlaun fyrir frumlegasta atriðið og Víkings stelpur fyrir flottasta atriðið. Ingó Veðurguð átti síðan að sjá um ball eftir hæfileikakeppnina en varð veðurtepptur í Reykjavík þar sem það var ekki flug á föstudag og hann rétt missti af Herjólfi. En við vorum svo heppin að Hreimur Örn var hérna sem foreldri og gátum við dobblað hann í að redda okkur. Það var mikið stuð á ballinu, dansað og sungið með,“ sagði Sigríður Inga. Á mótinu voru spilaðir 415 leikir allt í allt en öll úrslit eru inni á tmmotid.is. Sunna Daðadóttir, dóttir Þóru Hrannar Sigurjónsdóttur og Daða Pálssonar, var fulltrúi ÍBV í landsleiknum og var hún var einnig kosin í lið mótsins á lokahófinu.  

Breiðablik sigraði TM mótið eftir úrslitaleik við Val

TM mótið eða Pæjumótið eins og það er oft kallað fór fram í þar síðustu viku en það er knattspyrnumót ætlað stelpum í 5. flokki. Mótið hófst á fimmtudag og lauk á laugardaginn með úrslitaleikjum. Að þessu sinni voru 84 lið frá 26 félögum sem tóku þátt í mótinu en það er aukning um átta lið. Í ár varð Breiðablik 1 TM móts meistari eftir sigur á Val 1 sem einmitt vann mótið í fyrra. Leikurinn fór 1-1 en þar sem að mark Breiðabliks kom fyrr urðu þær grænklæddu sigurvegarar. ÍBV 1 náði ágætis árangri á mótinu og spilaði um þriðja sætið en tapaði fyrir Stjörnunni 1, lokastaða 0:3.   Mótstjórinn hæst ánægður með útkomuna Þegar blaðamaður ræddi við Sigríði Ingu Kristmannsdóttur, mótstjóra, eftir helgina sagði hún mótið hafa gengið snurðulaust og vel fyrir sig, hvert sem á var litið. „Í dag er nær allt starf í kringum mótið orðið fjáraflanir fyrir iðkendur félagsins, sem rennur beint í ferðasjóð þeirra,“ sagði Sigríður Inga en á annað hundrað manns komu með einum eða öðrum hætti að þessari fjáröflun. „Svo erum við með í kringum 40 dómara sem fyrirtæki í bænum lána okkur yfir mótið og viljum við koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra. Mótið gekk í alla staði mjög vel, ef við horfum framhjá veðrinu á föstudaginn. Við fengum mikið hrós frá félögunum fyrir dagskrána, matinn, dómarana og að allar tímasetningar hafi staðist.“ Þrátt fyrir að Pæjumótið snúist fyrst og fremst um fótbolta þá er hæfileikakeppnin ávallt einn af hápunktum helgarinnar. „Í hæfileikakeppninni koma öll félög með atriði. Það er ýmist söngur eða dans, og allt frá einni stelpu upp í 30 stelpur í atriðunum. Í ár fengu KA stelpur verðlaun fyrir frumlegasta atriðið og Víkings stelpur fyrir flottasta atriðið. Ingó Veðurguð átti síðan að sjá um ball eftir hæfileikakeppnina en varð veðurtepptur í Reykjavík þar sem það var ekki flug á föstudag og hann rétt missti af Herjólfi. En við vorum svo heppin að Hreimur Örn var hérna sem foreldri og gátum við dobblað hann í að redda okkur. Það var mikið stuð á ballinu, dansað og sungið með,“ sagði Sigríður Inga. Á mótinu voru spilaðir 415 leikir allt í allt en öll úrslit eru inni á tmmotid.is. Sunna Daðadóttir, dóttir Þóru Hrannar Sigurjónsdóttur og Daða Pálssonar, var fulltrúi ÍBV í landsleiknum og var hún var einnig kosin í lið mótsins á lokahófinu.  

Íslendingar og Kínverjar eru jafningjar samkvæmt stefnu okkar

Kínverski sendiherrann á Íslandi var hér á ferðinni með rúmlega 60 kollegum sínum víðsvegar að úr heiminum sem voru hér í heimsókn. Hann var strax tilbúinn í viðtal og hélt að þó blaðamaður væri ekki vanur að dansa eftir prótókolreglum yrði þetta viðtal varla til þess að varpa skugga á gott samband Kína og Ísland sem tóku upp stjórnmálasamband árið 1971 og gerðu með sér fríverslunarsamning árið 2014. „Ísland er annað landið mitt sem sendiherra,“ segir þessi viðkunnalegi maður, Zhang Weidong, þegar hann var beðinn um að segja frá sjálfum sér. „Á undan var ég sendiherra í Míkrónesíu, sambandi eyja í Kyrrahafinu,“ bætti hann við og segir að vissulega sé mikill munur á þessum tveimur löndum, Íslandi og Kyrrahafseyjum. Og á það ekki síst við um veðrið. Zhang Weidong er búinn að vera tvö og hálft ár á Íslandi og kann vel við sig. „Landið er fallegt og ég sá strax að Ísland er mjög frábrugðið öðum löndum, landslagið annað og það sama á við Íslendinga með sína sögu og menningu, sérstakir en á allan hátt mjög indælir. Þegar ég kom í fyrsta skipti til landsins tók siðameistari utanríkisráðuneytisins á móti mér í Keflavík. Við spjölluðum mikið á leiðinni um veðrið og lífið hér á Íslandi. Þetta var í september, myrkur og dálítil rigning. Þarna fékk ég fyrstu tilfinningu fyrir landinu, landslagi, veðrinu og fólkinu sem hér býr. Það var mjög dimmt en samt náði ég að sjá talsvert á leiðinni frá flugvellinum að sendiráðinu okkar í miðborg Reykjavíkur.   Stjórnmálasamband 1971 Zhang Weidong leggur áherslu á góð samskipti þjóðanna sem byggja á stjórnmálasambandi sem tekið var upp árið 1971. „Á síðasta ári fögnuðum við 45 ára afmæli þessara samskipta. Fljótlega sendi Kína sendiherra til Íslands og til að byrja með var sendiráðið okkar í leiguhúsnæði, á annarri hæð í stóru húsi. Þar hófst starfsemin en í dag erum við í eigin húsi sem sýnir að samskipti þjóðanna hafa vaxið og dafnað með árunum. Og verkefnin eru mörg.“ Ekki hafði blaðamaður reiknað út hvað mörgum sinnum Kínverjar eru fleiri en Íslendingar en þeir eru 1,4 milljarðar á meðan við teljum 340 þúsund eða þar um bil. Zhang segir að þessi mikli munur eigi ekki að hafa nokkur áhrif á samstarf þjóðanna eða samskipti. „Íslendingar og Kínverjar eru jafningjar samkvæmt stefnu okkar og sama á við um öll önnur lönd, stór og smá. Við erum aðilar að Sameinuðu þjóðunum sem byggja á jafnræði allra þjóða.“   Vaxandi viðskipti Árið sem Chang Weidong kom til Íslands, 2014 var fyrsta árið eftir að fríverslunarsamningur þjóðanna tók gildi og segir hann að samningurinn hafi þegar sannað gildi sitt. „Það var 1. júní 2014 og á þeim tíma sem liðinn er hafa viðskipti þjóðanna vaxið hratt og báðum til hagsbóta. Við kaupum fisk sem þið framleiðið og ég hef séð að hér í Vestmannaeyjum skiptir sjávarútvegur miklu máli.“ Sendiherrann bendir líka á að menningarsamskipti þjóðanna hafa verið mikil. Nefndi hann í því sambandi hóp nútímadansara sem heimsóttu Kína nýlega og náðu góðum árangri í alþjóðlegri danskeppni sem þar fór fram. „Árið 1985, vann ykkar kona, Hófý, í keppninni Miss World sem fór fram í Kína. Ég man eftir þessu vegna þess á þessum árum vann ég í Guandong og í menningargarði þar voru uppi myndir af alheimsdrottningunni sem kom frá Íslandi. Í dag eigið þið þrjár eða fjórar konur sem hafa náð þessum árangri og tvær þeirra, Hófý og Unnur Birna voru krýndar í Kína, með 20 ára millibili, 1985 og 2005,“ segir sendiherrann og brosir og nefndi þetta sem dæmi um virkt menningarsamband þjóðanna. Borgin Xiamen í Fujian fylki í Kína hefur mjög náin menningartengsl við Djúpavog þar sem árlega er haldin listaverkasýning þar sem íslenskir, kínverskir og listamenn frá fleiri löndum koma saman.   Kannast við hugmyndir um hvalagarð Ekki er sendiherra alveg ókunnur hugmyndum um að koma hér upp sjávardýragarði sem breska fyrirtækið Merlin vinnur að í samstarfi við Vestmannaeyinga. Merlin, sem er breskt fyrirtæki er næst á eftir Disney í rekstri skemmtigarða í heiminum. Ætlunin er að byggja yfir þá á landi og að þeir verði innan dyra á veturna og í Klettsvík á sumrin. Er ætlunin að flytja hingað þrjá mjaldra frá Shanghai í Kína til Eyja og að þeir verði hér. „Ég hef heyrt af þessu. Þetta er samstarf kínversks og ensks fyrirtækis og ætlunin er að koma upp einskonar sædýrasafni. Ég vona að farið verði í einu og öllu að lögum því Kína er aðili að alþjóðasamningi um verndun hvala. Verði svo vona ég að allar áætlanir gangi eftir. Sem sendiherra mun ég hjálpa til eins og ég get ef þess gerist þörf. Garðurinn í Shanghai hefur laðað að sér marga ferðamenn því það eru ekki síst börn sem vilja kynnast sjónum og lífinu þar. Ef þarf er ég tilbúinn að leggja þessu lið.“   Ánægður með heimsóknina Koman til Vestmannaeyja á sunnudaginn er fyrsta heimsókn sendiherrahjónanna til Eyja þar sem þau nutu góðs matar og skemmtunar, fóru í skoðunarferð um Heimaey og í siglingu. Þegar sendiherra var spurður um þessi fyrstu kynni sagðist hann vilja nefna þrjú atriði. „Í fyrsta lagi hvað hér er fallegt. Það sáum við ekki síst í siglingu sem við fórum í. Í öðru lagi er allt mjög hreint hérna, göturnar vel hreinsaðar og bærinn vel skipulagður. Í þriðja lagi er það ekki síst sagan sem hér er við hvert fótmál sem heillar. Henni fengum við að kynnast þegar við heimsóttum söfnin þar sem okkur var sagt að saga Vestmannaeyja nái aftur fyrir 874 sem er árið sem landnám á að hafa byrjað á Íslandi. Þessu er haldið fram í bókum um landnámið sem ég hef lesið en svo kemur maður á söfn í Vestmannaeyjum og leiðsögumaðurinn segir að þetta sé ekki rétt.   Risið upp úr öskunni Það er svo ekki síst sagan síðustu áratugi, eftir gosið hér 1973 sem fær mann til að staldra við. Eyjan stækkaði um einn fjórða þannig að nú hafið þið meira land. Það er svo baráttuandinn sem skín í gegnum söguna, barátta íbúanna gegn náttúruöflunum sem er svo heillandi. Það er með ykkur eins og fuglinn Fönix, þið risuð upp úr öskunni og það er mjög áhrifamikið að fá að sjá þessa baráttu nokkurra þúsunda og hafa sigur. Þið stóðuð saman í að hreinsa bæinn og byggja hann upp að nýju, fallegan bæ og nútímalegan sem heillar ferðamenn. Það er svo sannarlega hægt að óska ykkur til hamingju með þennan frábæra árangur. Við Kínverjar viljum eiga gott samstarf við ykkur og alla Íslendinga og kaupa sem mest af ykkar góða fiski,“ sagði sendiherrann að endingu.   Tengsl Kína og Vestmannaeyja ná langt aftur „Ætli Ólafur Ólafsson kristniboði hafi ekki orðið fyrstur manna til þess að kynna Vestmannaeyingum Kína, en hann kom í ófáar heimsóknir til Kína um miðja síðustu öld og flutti erindi og sýndi myndir í KFUM,“ segir Arnór Helgason, Eyjamaður og Vináttusendiherra Kínverja á Íslandi. Hann og Gísli og Páll bræður hans eru miklir áhugamenn um Kína og hafa komið þangað nokkrum sinnum. „Þegar gaus í Vestmannaeyjum urðu Kínverjar fyrstir erlendra þjóða utan Norðurlanda til þess að rétta Íslendingum hjálparhönd, en 7 milljónir króna voru afhentar f.h. kínverska Rauða krossins. Var það veruleg upphæð á þeim tíma.“ Vestmannaeyingum gafst tækifæri til að þakka fyrir þessa höfðinglegu gjöf þegar þeir Arnþór og Páll bróðir hans fóru til Kína árið 1975 í boði Kínversku vináttusamtakanna. Þá heimsóttu þeir Rauða krossinn og færðu þeim gjöf frá bæjarstjórn Vestmannaeyja. Þá flutti Arnþór stutt ávarp í kínverska alþjóðaútvarpið og þakkaði fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Fyrsti ferðamannahópurinn, sem skipulagður var til Kína, kom þangað 9. september 1977. Þar af var helmingur frá Vestmannaeyjum. Hópurinn var einna fyrstur erlendra hópa til þess að heimsækja grafhýsi Maós, en hópurinn kom þangað 9. september á dánardægri hans.“ Þá má geta þess að Páll, sem var lengi með útsýnisferðir í Eyjum, lét prenta nafn Vestmannaeyja bæði á kínversku og íslensku til þess að minnast rausnar þeirra.  

Völd og áhrif kvenna enn takmörkuð

Mánudaginn 19. júní sl. var kvenréttindadeginum fagnað í Sagnheimum en þann sama dag árið 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri langþráðan kosningarétt og kjörgengi til Alþingis en baráttan hafði þá staðið yfir frá árinu 1885. Þess má einnig geta að sama ár fengu karlkyns vinnumenn 40 ára og eldri einnig kosningarrétt. Í kjölfarið átti að lækka aldurstakmarkið árlega um eitt ár þar til það væri komið niður í 25 ár, til jafns við þann rétt sem karlmenn sem voru fjár síns ráðandi höfðu. Frá þessu var fallið árið 1920 og fengu allir 25 ára og eldri kosningarétt, óháð kyni og atvinnu. Jafnrétti allra skilgreindra fullorðinna varðandi kosningarétt var þó ekki fyllilega náð fyrr en 1984 en þá var kosningaaldurinn lækkaður niður í 18 ár.   Ímyndir kvenleikans Íslandi Dagskráin í Sagnheimum hófst á laginu Jolene í glæsilegum flutningi frænknanna Hafdísar Víglundsdóttur, Söru Renee Griffin og Soffíu Marý Másdóttur en þær lokuðu einnig dagskránni með öðrum vel völdum baráttusöngvum kvenna. Guðný Gústafsdóttir, kynjafræðingur og verkefnastýra við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, hélt síðan fyrirlestur undir heitinu Jafnréttustu konur í heimi en hann fjallar um stöðu kvenna og ímyndir kvenleikans á Íslandi í gegnum árin en hún fjallaði um efnið í doktorsritgerð sinni. Samkvæmt Guðnýju hefur ímynd kvenna á Íslandi samtímans verið samofin kynjafnrétti. Ímyndin á rætur í sögunni og var á síðustu áratugum styrkt með félagslegum athöfnum, svo sem með kosningu Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta árið 1980 og framboði Kvennalistans til Alþingis. Þegar ímyndin er hins vegar mátuð við stöðu kvenna kemur í ljós ákveðin mótsögn. Þrátt fyrir framgang kvenna, formlegt kynjajafnrétti, mikla menntun og atvinnuþátttöku, hafa völd og áhrif kvenna í hinu opinbera rými haldist takmörkuð. Að fyrirlestrinum loknum var opið fyrir spurningar og kaffi og konfekt í boði fyrir gesti. Ekki er annað hægt að segja en að fundargestir hafi skemmt sér vel enda fyrirlesturinn fróðlegur og málefnið brýnt. Til hamingju með kvenréttindadaginn!  

Allt skipulag og móttökur verið til fyrirmyndar

Á sunnudaginn kom til Eyja rúmlega 100 manna hópur á vegum utanríkisráðuneytisins. Stærsti hlutinn voru sendiherrar erlendra ríkja gagnvart Íslandi auk fleiri fulltrúa. Flestir þeirra eru búsettir í nágrannalöndum, einkum Osló, Kaupmannahöfn og sumir í Stokkhólmi og London og með sendiráð þar en eru jafnframt sendiherrar gagnvart Íslandi. Einnig voru með í för þeir sendiherrar erlendra ríkja sem eru með sín sendiráð í Reykjavík. Fyrir hópnum fóru Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri og Gunnar Pálsson, prótókollsstjóri ráðuneytisins. „Sendiherrarnir eru staddir hér á landi þessa dagana vegna 17. júní - en venjan er að fulltrúum erlendra ríkja, sendiherrum er boðið að taka þátt í hátíðarhöldunum á Austurvelli,“ sagði Stefán Haukur. „Utanríkisráðuneytið hefur um nokkurt skeið boðið þessum gestum í skoðunarferð daginn eftir, eitthvað út fyrir Reykjavík. Í þetta sinnið var farið til Eyja.“ Hópurinn kom um morguninn og fór í skoðunarferð um Heimaey í rútu, bátsferð og á söfn. Í hádeginu var snætt í Höllinni og um kvöldið var hátíðarkvöldverður í Eldheimum. Þar ávarpaði Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar gesti. Stefán Haukur sagði aðeins frá uppvextinum í Eyjum þar sem Surtseyjargosið 1963 og Heimaeyjargosið 1973 voru miklir áhrifavaldar. Sindri Freyr Guðjónsson, flutti lagið sitt, Way I‘m feeling, sem slegið hefur í gegn á Spotify og er komið með yfir milljón spilanir. Auk þess skipulagði hann móttöku gestanna. Svo var komið að þætti Jarls Sigurgeirssonar sem mætti með sína rödd, gítar og tölvu. Hann var fljótur að koma stuði í mannskapinn sem eitt og sér er nokkuð afrek eins blandaður og hópurinn var. Í lokin voru flestir komnir upp á stóla og Jarl rétt að hitna en þá varð að hætta leik því komið var að brottför. Þau sem Eyjafréttir ræddu við voru á einum rómi um að ferðin til Vestmannaeyja hefði heppnast vel, allt skipulag og móttökur verið til fyrirmyndar og matur og þjónusta hjá Einsa Kalda sló í gegn svo um munaði. Gestirnir voru m.a frá Bangladesh, Kýpur, Kína, Japan, Hollandi, Kýpur, ýmsum Afríkuríkjum, Suður Ameríku ofl. ofl. Alls voru þetta 47 lönd sem áttu fulltrúa í hópnum, erlendir þátttakendur um 77 manns.   Til að kynna land og þjóð „Tilgangurinn með svona ferðum er að kynna betur land og þjóð fyrir þessum erlendu sendierindrekum,“ sagði Stefán Haukur. „Við viljum að þeir fái tækifæri til að upplifa eitthvað annað en höfuðborgarsvæðið og hitta okkur á fundum. Með þessu fá þau allt aðra sýn á landið okkar og fólkið sem hér býr. Þannig skapast allt önnur tengsl og dýpri skilningur á landi og þjóð. Þessi ferð tókst einstaklega vel og voru okkar ágætu gestir himinlifandi með móttökurnar og fannst saga okkar og náttúra afar áhrifamikil. Og fyrir mig sem Eyjapeyja er það auðvitað einstaklega skemmtilegt að fá tækifæri til að kynna fyrir mínum erlendu kollegum þann stað sem mér er kærastur. “  

Þar óx blómið meðal hinna fegurstu rósa og sem vitjaði mín blómstrandi í hverjum draumi

Lengi vel var húsið Kuði sem stóð á mótum Strandvegar og Formannasunds bara stórt hús í mínum huga sem hýsti bókasafn og afgreiðslu Olíufélagsins Skeljungs. Þar bar líka stundum fyrir augu menn sem settu svip sinn á bæjarlífið, einkum þá Braga í Höfn og og Jón Snara sem elduðu stundum grátt silfur saman bæði í gamni og alvöru og sem kemur eftirfarandi frásögn ekkert við. Svo bar við eitt kvöld í september árið 1958 að húsið varð á svipstundu tilvera minna skemmtilegustu stunda. Ég hafði áður séð auglýsingu í einu bæjarblaðanna sem var undirrituð af Páli Steingrímssyni kennara með meiru að myndlistarskólinn tæki til starfa síðar í mánuðinum og kennsla yrði á neðri hæð í Kuða. Páll hafði fáum árum áður stofnað Myndlistarskólann og fengið til sín þekkta listamenn á borð við Bjarna Jónsson og Hafstein Austmann. Lítið hafði ég sinnt þeirri listgrein og ekki látið það litla sem ég hafði hnoðað saman koma fyrir augu almennings.   Hús sem aðeins eru til í minningunni En ég hafði kynnst Ragnari Lárussyni, miklum listamanni sem bjó hér í Eyjum í fáein ár og hann hvatti mig til að ganga til liðs við listagyðjuna. Þetta kvöld sem skólinn var settur gekk ég fram hjá húsum sem ekki eru lengur til nema í minningunni. Má þar nefna gömlu rafstöðina og verslunina Framtíðin, Þingvelli og Verslunarfélagið. Þar austan við stóð lítið hús sem kallað var Boston. Norðan við Verslunarfélagið stóðu gamlir ryðgaðir skúrar með tómum gluggatóftum. Á dimmum vindasömum kvöldum söng í rjáfrum þessara skúra. En eftir hina fyrstu kennslustund í listaakademíunni sem við nemendur kölluðum svo, voru gömlu ryðguðu skúrarnir orðnir svo myndrænir að þeir urðu ósjálfrátt augnayndi. Þessa fyrstu kvöldstund í Kuða, virki listarinnar, varð mér ljóst að þar ætti ég eftir að njóta mín og flestra minna tómstunda. Páll skólastjóri var hugmyndaríkur og vandaði vel til verka þegar hann valdi til liðs við sig kennara sem voru þekktir í heimi málaralistarinnar. Við vorum margir nemendurnir sem mættu þennan fyrsta vetur, sum þekkt nöfn í hinum ýmsu geirum bæjarlífsins og má þar nefna Braga Straum skáld og kennara, Braga Einarsson málara Lárussonar frá Þorvaldseyri, Jón Karlsson húsamálara,Valgeir Jónasson smið, Jóhann á Grundabrekku, Hörð í Varmadal, Guðlaugu á Hvanneyri, Hrefnu sem síðar varð eiginkona mín og Magga Magg sem flestir þekkja sem Magga skalla, mikinn grínista sem sætti sig vel við viðurnefnið.   Sumir áttu eftir að skapa sér nafn Sumir nemendur skólans fóru síðar meir í framhaldsnám og skópu sér nafn í heimi myndlistarinnar og má þar nefna Sigurfinn í Fagradal, Sönnu Sigurðar, Gerði Gunnars og Grétu Korts. Gréta er frábær og mjög sannfærandi listamaður. Hún á ekki langt að sækja sína listrænu sköpunargáfu, þau gen sækir hún eflaust til móður sinnar sem var hæfileikarík handverkskona og hafði djúpt fegurðarskyn á öllu sem hún snerti. Þennan fyrsta vetur var með okkur Benedikt Gunnarsson listmálari úr Reykjavík sem sýndi námsfúsum nemendum undirstöðuatriði teikningarinnar, hvernig við ættum að draga hinar fyrstu línur á blað hvort sem um væri að ræða módel eða aðra uppstillingu. Hann var bróðir Veturliða Gunnarssonar listmálara sem síðar átti eftir að auðga okkar sýn á hina ýmsu leyndardóma listarinnar. Hver kennslustund stóð yfir í tvær klukkustundir, frá því klukkan átta að kvöldi til klukkan tíu. Stundvísi var mjög góð þessa fyrstu námsönn, þó kom það fyrir að einhverjir gleymdu sér við viðtækið þegar útvarpsleikrið Hver var Gregory? var á kvölddagskránni.   Söngur og sögur Í lok hverrar kennslustundar var boðið uppá tvíbökur og tedrykkju. Kvöldstundirnar lengdust þegar farið var í hina ýmsu leiki. Oft kom það fyrir að Páll skólastjóri settist með gítarinn sinn og spilaði fyrir okkur einhverjar melódíur eða sagði okkur hinar ævintýralegustu sögur. Hann var óþreytandi að finna til eitthvað okkur til skemmtunar. Svo var það einnig í einu leikritinu sem þeir sömdu hann og Maggi Magg. Bragi málari var þá færður í presthempu og þannig stóð hann fyrir altari í ímyndaðri kirkju og átti sérann að skíra barn. Ég fékk það hlutverk að halda því undir skírn. Sveinbarnið sem ég hélt á í fanginu var valið úr hópi nemenda og var í stærra lagi en það var sjálfur Matti Sveins. Og þegar séra Bragi steig fram og spurði með prestlegum hreim sem minnti mig á séra Jón Auðuns heitinn: ,,Og hvað á svo barnið að heita?“ Eitt augnablik stóð ég hugsandi. Óviðbúinn spurningunni og reyndi í örvæntingu að fiska upp eitthvað nafn sem ætti við hið stóra barn sem ég hélt á í fanginu. Loks flaut upp nafnið Járnkall en þegar ég bar það fram í öllu flaustrinu varð það að nafninu Jórunn Viðar. -Ha, sagði þá Bragi og glotti við, meinarðu það? Við það sprakk allur salurinn af dynjandi hlátri.   Stjörnubros Í einni gleðistundinni stakk Páll uppá því að hver nemandi reyndi með sér í einleik. Standa einn á sviði og segja sögu, syngja eða spila á hljóðfæri. Og þótt flæktur væri í fjötrum hlédrægninnar fékk ég það hlutverk að spila eitt lag á munnhörpu. Og auðvitað valdi ég Sæsavalsinn og fyrir það fékk ég að launum stjörnubros frá einum nemendana. Sú átti eftir að verða mín gullna gyðja þegar hlýjar tilfinningar byrjuðu að hreiðra um sig í mínum helgustu hugarviðjum. Einhverju sinni á aðventunni að lokinni kennslustund bar Páll upp þá hugmynd að við keyrðum norður á Eiði og skelltum okkur í sjóbað. Þetta sama kvöld var kyrrlátt veður, tunglsljós og sléttur sjór. Með okkur í bílnum voru nokkrir nemendanna. Við létum bílljósin skína á ströndina. Og farþegar bílsins hafa eflaust fengið hina bestu skemmtun eftir að við höfðum afklætt okkur í skjóli kletta og síðan séð okkur dansa stríðsdans í fjörunni áður en við hlupum naktir út í svalt hafið.   Dýrðarstundir í Klaufinni Eftirminnilegar eru líka þær dýrðarstundir sem við nemendur áttum suður í Klauf á yndislegu og tunglskinsbjörtu kvöldi þegar lognværðin hvíldi yfir stund og stað og litlar bárur hvísluðu sig upp í sandinn. Auðvitað var það Páll hinn hugmyndaríki skólastjóri okkar sem átti hugmyndina af þeirri ferð. Hann útvegaði farartæki til ferðarinnar. Vörubíl með háum skjólborðum sem við fórum á suður að Breiðabakka þar sem Trausti bóndi bjó og þaðan stormaði fylkingin niður í fjöru. Þar voru á víð og dreif sverir rekaviðardrumbar sem höfðu velkst um víðan sjá en voru nú komnir á leiðarenda. Við veltum þeim nú saman svo myndaði hálfhring og notuðum fyrir sæti. Veturliði kennarinn okkar settist fyrir miðju í hópnum. Og þar sem hann sat og horfði heillaður út á dimmbláa víkina sem glitraði í tunglsljósinu líkt og blikandi stjörnur flytu sem perlur þar á lognöldunni í húmsvölu kvöldinu. Þá sagði hann slíka stund verða ógleymanlega í minningunni. Í miðjum hálfhring var tendraður varðeldur og í glæðum hans voru grillaðar pylsur og síðan sögur sagðar.   Á skeljuðum sjóreknum sætum Með okkur í nemendahópnum var hin ærslafulla Sanna, dóttir Sigga Þórðar útgerðarmanns með meiru. Sú hafði beðið bílstjórann að koma við heima hjá sér á Hólagötuna og sótt þangað gítarinn sinn. Og þar á skeljuðum sjóreknum sætum stilltu þau saman hljóðfærin sín og struku strengi, hún og Páll skólastjóri. Brátt hljómuðu síglaðir söngvar um kyrrlátt nágrennið. Sannarlega hefur lífsgleðin verið í hæstu hæðum þegar hlátrar vöktu litla kópa á skerjum. Í minningunni finnst mér að einhver töfraljómi hafi sveipað sig um þessa skemmtilegu kvöldstund. Og enn dragast fram hinar fegurstu myndir sveipaðar minningum daganna. Páll, vinur okkar, skólastjórinn síkáti lét okkur eitt kvöldið klæðast grímubúningum og hverjum nemanda var afhent ljósker. Þannig klædd stormuðum við gamla rúntinn í gegnum bæinn sveiflandi hænsnaluktum og létum í okkur heyra. Fyrir utan Hressingarskálann stoppaði hersingin og fluttum við þar einhverja óskiljanlega þulu sem Páll hafði samið. Allt í anda listarinnar var mottóið. Kennarar skólans hvöttu okkur til að nýta hverja stund sem gæfist þegar vel viðraði og fara út um eyjuna með skyssublokkir og draga á blað hin fjölskrúðugu mótíf úr náttúrunni hvort sem væri til stranda eða upp til fjalla. Hin náttúrulegu sköpunarverk er víða að finna hér í Eyjum.   Sár var þá silfurstjarnan Meðal nemenda skólans hina fyrstu önn var miðaldra kona. Í eina kennslustundina hafði hún með sér hávaxið blóm sem hún sýndi mikla væntumþykju sem um barn væri að ræða. Og hafði hún það sem uppstillingu. Hún sat fyrir framan það með trönurnar sínar alla kvöldstundina ein og sér og svei mér ef hún talaði ekki við það öðru hvoru. Að lokinni kennslu skildi hún blómið eftir. Sennilega búist við að það væri öruggt þar sem það hvíldi í kennslustofunni. Ég var síðbúinn til brottfarar þetta kvöld og sat lengur við mitt verk. En svo henti mig það óhapp þegar ég var að taka saman eftir mig áður en ég hélt útí næturloftið að ég rakst utan í blómið sem féll til jarðar og lá þar sundurbrotið. Sár var þá silfurstjarnan. -Hvað er nú til ráða? hugsaði ég og fann til andlegrar auðnar. En þá var sem réttu orðin streymdu fram, -það eru til töfralausnir. Svo vildi til að í kraganum í jakka mínum geymdi ég langan prjón sem nú kom í góðar þarfir. Honum var stungið í báða stilki blómsins og þrýsti ég þeim saman. Þegar þeirri læknisaðgerð var lokið virtist mér blómið halda sínum styrk. Án þess ég tæki eftir að blikandi tár rynni úr sárinu. En næsta kvöld þegar ég mætti í skólann var blómið horfið.   Í dyrunum stóð Sigga mey Því hafði verið haldið fram að í Kuða væri reimt, eitthvað væri þar á sveimi sem ekki væri hægt að útskýra. Sumir starfsmenn hússins staðhæfðu að stundum heyrðist þeim vera þrusk uppi á efstu hæð hússins líkt og eitthvað væri dregið þar eftir gólfum. Nema hvað kvöld eitt áliðið þegar við Sigurfinnur, kenndur við Fagradal, vorum þar tveir einir að störfum við trönurnar okkar heyrðum við skrölt að ofan. Í fyrstu héldum við að eitthvað slægist til á hjörum því vindur voru á sveimi. Þegar við höfðum athugað að slíkt gæti ekki átt sér stað þar sem okkur sýndist allir gluggar á efri hæðinni vera í fölsum. En þegar skröltið ágerðist lögðum við heldur betur við hlustir og okkur stóð ekki á sama þegar það nálgaðist vinnustofuna með glamri og þéttum strokum. Skyndilega var hurð opnuð og í dyrunum stóð Sigga mey, hin aldna skúringarkona með fötu og kúst í hendi. Það var þá gamla konan sem þar var að störfum og fangaði athyglina okkar í það sinn. En okkur hafði ekki verið sagt að hún skúraði seint á kvöldin eða þegar kyrrð væri komin á húsið.   Góðir gestir Þau ár sem skólinn var starfræktur undir stjórn Páls Steingrímssonar fengum við oft gesti í boði skólastjórans. Ég minnist þess að Björn Th. Björnsson listfræðingur heiðraði okkur með komu sinni og upplýsti okkur um hin ýmsu afbrigði málaralistarinnar. Honum þótti alltaf vænt um Eyjarnar sínar enda hér uppalinn fram á unglingsár. Kvöld eitt sátu í vinnustofunni okkar þeir Ási í Bæ, Sverrir tannlæknir og Bjarni skurður. Miklir lífskúnstnerar og listunnendur sem hver um sig setti mark sitt á bæjarlífið. Þá var Bragi Straumur í essinu sínu eins og svo oft áður þegar hann las upp ljóð sín og sögur. Og ljóð sitt um þjóðhátíðina er mér eftirminnilegt. Þar lék hann sig svo vel inní frásögnina að maður sá hátíðina fyrir sér þegar hann mælti fram: Stórhátíð fengitímans hófst í dag með því að prúðbúnir íþróttamenn drógu þúsund fána til himins. Tjöldum hafði verið slegið upp og æskan lék sér á sokkabuxum um hátíðarsvæðið. Og þegar prófessor Beck hafði lagt blessun sína yfir hátíðarsvæðið þá bauluðu kýrnar í Dölum og kirkjukórinn lék við mikinn fögnuð sólarinnar.   Sjaldan launar köttur ofeldið Einn veturinn fengum við til okkar nýjan kennara. Sá hét Magnús Á. Árnason myndhöggvari með meiru. Hann ásamt konu sinni, Barböru kenndi við skólann einn vetur. Og lærðum við nemendur margt af þeim hjónum. Mér er minnistæð saga ein sem frú Barbara sagði okkur en hún var þekkt veflistarkona. Hún hafði nýlokið við stórt teppi sem átti að setja upp á sýningu daginn eftir. Kvöldið áður hafði hún strengt það á ramma og lét svo vera yfir nótt. En köttur sem hún átti hafði komist inn í vinnustofuna hennar um nóttina, gert þar þarfir sínar og lét svo teppið finna fyrir klóm sínum. Og það var óglæsileg sjón sem blasti við höfundi þess um morguninn. Þegar hún hafði lokið sögunni fannst mér sem hún hugsaði, sjaldan launar köttur ofeldið.   Skildi eftir tómarúm Okkur Páli var vel til vina þau ár sem hann starfaði við skólann og það var mikil eftirsjá þegar hann flutti héðan til Reykjavíkur. Við það myndaðist tómarúm í myndmenntaþörf Eyjabúa sem seint grær yfir. En spor hans áttu þó eftir að liggja víða um heimsbyggðina og skapa honum nafn. Svo kom að því að ég vildi leggja land undir fót og heimsækja breska stórveldið. Þar í Ramsgate Regency hafði ég fengið skólavist. Og hugðist ég freista þess að gera mig betur bjargálna í máli þeirra innfæddu. Kvöldið fyrir brottför frá Eyjum bauð Páll mér heim til sín á Sóleyjargötu og þar var mér tekið sem sönnum vini. Og átti ég þar ógleymanlegar stundir fram eftir kvöldi. Og mér fannst það fullkomna heimboðið þegar þeir bræður Páll og Gísli Steingrímssynir sungu til mín með gítarundirleik It´s a long way to Tipperary. Það hljómuðu svo ljúft til mín slíkar móttökur sem og annarra gesta að ég hreifst af. En ég átti líka eftir að kveðja blómið sem óx meðal hinna fegurstu rósa og sem vitjaði mín blómstrandi í hverjum draumi. Við Páll áttum oft eftir að hittast síðar og rifjuðum þá upp liðnar stundir. Hæst ber þó minning frá vetrinum 1973 þegar eldar brunnu á Heimaey og fólk kepptist við að bjarga eigum sínum undan eyðileggingu að völdum hamfaranna. Við vorum að bera út úr húsi einu kassa með viðkvæmri glervöru, hluta af stofuprýði heimilis Brynju systur minnar og Heiðars mágs. Og þar sem við Páll bogruðum með kassann út frá húsi og að flutningavagninum sem stóð norðanvegin vegarins kom hnefastór steinn utan úr eldregninu og skall í miðjan kassann og braut þar allt mélinu smærra. Í það sinn skall hurð nærri hælum.  

Enn bætist í flóruna - Eyjabíó fer vel af stað

„Eftir langt hlé er nú aftur hafinn rekstur kvikmyndahúss í Vestmannaeyjum. Fyrstu skrefin lofa góðu og á þeim stutta tíma sem er liðinn frá því að Eyjabíó opnaði hafa á annað þúsund gestir sótt það heim,“ skrifar Elliði Vignisson, bæjarstjóri á heimasíðu seinni.   Þöglu myndirnar fengu líf „Saga kvikmyndasýninga í Vestmannaeyjum er nokkuð merkileg. Hún spannar allt aftur til ársins 1917 þegar þeir Sigurjón Högnason frá Baldurshaga og Arnbjörn Ólafsson á Reyni keyptu húsið Borg og komu þar á fót kvikmyndarekstri. Hvergi skyldi þar gefið eftir í heimsborgarabragnum og létu þeir félagar skrifa stórum stöfum „„Biograph Theatre — Moving Pictures“ á vestur gafl hússins. Við tjaldið var komið upp forláta píanói til að ljá þöglu myndunum líf.     „Jón, Jón, passaðu börnin.“ Síðan þá hafa kvikmyndasýningar verið á nokkrum stöðum í bænum svo sem í Alþýðuhúsinu, Nýja-Bíó (þar sem nú er Hótel Vestmannaeyjar), Samkomuhúsinu/Höllinni (Þar sem nú er kirkja Hvítasunnusafnaðarins) og í Félagsheimilinu við Heiðaveg (Þar sem nú er menningarhúsið Kvika). Fyrsta myndin sem sýnd var í Eyjum hét „Zirli“ sem var skv. Vísi „Ástarsjónleikur í 3 þáttum.“ Hrifningin var mikil og fólk lifði sig sannarlega inn í myndirnar. Fræg er sagan þegar lest kom æðandi til móts við myndavélina eins og þær ætluðu út úr tjaldinu og kona ein kallaði upp yfir sig: „Jón, Jón, passaðu börnin!“. Í kvöld verður sýnd kvikmyndin Transformers í Eyjabíóinu. Þótt tæknin sé margföld er nú samt ekki víst að innlifunin verði jafn sterk.     Eitt flottasta bíó á landinu. Hið nýja bíó sem hlotið hefur nafnið „Eyjabíó er í alla staði hið glæsilegasta. Eigandi þess, Axel Ingi Viðarsson, tók í upphafi þá ákvörðun að ekki myndi þýða að bjóða upp á neitt annað en aðstöðu sem jafnast á við það besta hér á landi. Á sama hátt þyrfti ætíð að vera með nýjar myndir á sama tíma og þær eru fyrst sýndar í Reykjavík. Bíóið er búið fullkomnum digital sýningarbúnaði frá Christie og hljóðbúnaðurinn er frá Dolby Digital.     Kvika, glæsileg aðstaða. Vestmannaeyjabær á hins vegar alla aðstöðu og hefur nú með öllu endurnýjað húsið sjálft sem hlotið hefur nafnið Kvika. Meðal þess sem gert hefur verið er að setja lyftu í húsið, nýtt loftræstikerfi, ný gólfefni á allt húsið, nýjan neyðarútgang, nýja félagsaðstöðu fyrir félag eldri borgara á 3. hæðina, hækka pall í sýningasal, ný sæti í sýningasal, endurbætta hljóðvist og margt fl.     Eyjamenn kunna vel að meta. Það er ánægjulegt fyrir Vestmannaeyjabæ að geta hlúð samtímis að menningu og afþreyingu eins og gert var með framkvæmdum við Kviku. Í gegnum tíðina hafa Eyjamenn og þá ekki síst börn og unglingar kvartað sáran undan því að ekki sé hér bíó. Það kemur því ekki sérstakleg á óvart hversu vel Eyjamenn á öllum aldri hafa tekið hinu nýja bíói.     Sterk staða Vestmannaeyjar standa sterkt um þessar mundir. Á sama tíma og mikill hugur er í atvinnulífinu og gríðarlegar fjárfestingar í framtíðaratvinnutækifærum hefur verið að byggjast upp öflug þjónusta bæði á vegum bæjarfélagsins og annara aðila. Afþreying á borð við bíó er kærkomin viðbót í okkar góðu flóru.     Að lokum er rétt að minna á vefsíðu bíósins „eyjabio.is“ en þar er hægt að finna allar upplýsingar um sýningatíma, kvikmyndaframboð og margt fl.“   :  http://ellidi.is/is/frett/2017/06/23/eyjabio_fer_vel_af_stad  
>> Eldri fréttir

Íþróttir >>

Breiðablik sigraði TM mótið eftir úrslitaleik við Val

TM mótið eða Pæjumótið eins og það er oft kallað fór fram í þar síðustu viku en það er knattspyrnumót ætlað stelpum í 5. flokki. Mótið hófst á fimmtudag og lauk á laugardaginn með úrslitaleikjum. Að þessu sinni voru 84 lið frá 26 félögum sem tóku þátt í mótinu en það er aukning um átta lið. Í ár varð Breiðablik 1 TM móts meistari eftir sigur á Val 1 sem einmitt vann mótið í fyrra. Leikurinn fór 1-1 en þar sem að mark Breiðabliks kom fyrr urðu þær grænklæddu sigurvegarar. ÍBV 1 náði ágætis árangri á mótinu og spilaði um þriðja sætið en tapaði fyrir Stjörnunni 1, lokastaða 0:3.   Mótstjórinn hæst ánægður með útkomuna Þegar blaðamaður ræddi við Sigríði Ingu Kristmannsdóttur, mótstjóra, eftir helgina sagði hún mótið hafa gengið snurðulaust og vel fyrir sig, hvert sem á var litið. „Í dag er nær allt starf í kringum mótið orðið fjáraflanir fyrir iðkendur félagsins, sem rennur beint í ferðasjóð þeirra,“ sagði Sigríður Inga en á annað hundrað manns komu með einum eða öðrum hætti að þessari fjáröflun. „Svo erum við með í kringum 40 dómara sem fyrirtæki í bænum lána okkur yfir mótið og viljum við koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra. Mótið gekk í alla staði mjög vel, ef við horfum framhjá veðrinu á föstudaginn. Við fengum mikið hrós frá félögunum fyrir dagskrána, matinn, dómarana og að allar tímasetningar hafi staðist.“ Þrátt fyrir að Pæjumótið snúist fyrst og fremst um fótbolta þá er hæfileikakeppnin ávallt einn af hápunktum helgarinnar. „Í hæfileikakeppninni koma öll félög með atriði. Það er ýmist söngur eða dans, og allt frá einni stelpu upp í 30 stelpur í atriðunum. Í ár fengu KA stelpur verðlaun fyrir frumlegasta atriðið og Víkings stelpur fyrir flottasta atriðið. Ingó Veðurguð átti síðan að sjá um ball eftir hæfileikakeppnina en varð veðurtepptur í Reykjavík þar sem það var ekki flug á föstudag og hann rétt missti af Herjólfi. En við vorum svo heppin að Hreimur Örn var hérna sem foreldri og gátum við dobblað hann í að redda okkur. Það var mikið stuð á ballinu, dansað og sungið með,“ sagði Sigríður Inga. Á mótinu voru spilaðir 415 leikir allt í allt en öll úrslit eru inni á tmmotid.is. Sunna Daðadóttir, dóttir Þóru Hrannar Sigurjónsdóttur og Daða Pálssonar, var fulltrúi ÍBV í landsleiknum og var hún var einnig kosin í lið mótsins á lokahófinu.  

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Ekki hægt að komast með bíl til Eyja fyrr en síðdegis á föstudag

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum, segir að ekki sé hægt að komast með bíl til Eyja fyrr en síðdegis á föstudag. Ástæðan er sú að Herjólfur er fullbókaður allt til þess tíma. Visir.is greindir frá.   Þetta kemur fram á Facebook-síðu bæjarstjórans nú rétt í þessu en þar greinir hann frá því að hann hafi sent samgönguyfirvöldum og þingmönnum bréf þar sem hann krefst úrbóta; þess að ferðum Herjólfs sé fjölgað.   „Ég verð að trúa því að þeir sem eru ábyrgir bregðist nú við,“ segir Elliði sem er ánægður með það hversu margir vilja heimsækja Vestmannaeyjar. En, það verði einfaldlega að bæta við ferðum, jafnvel næturferðum ef þeirra er þörf, þegar álagið er sem mest. Það hljóti að vera hægt að bregðast við því erindi án þess að til komi „hávaði“ úr Eyjum.   Elliði hefur lengi barist fyrir bættum samgöngum til Eyja. Í erindi hans nú kemur fram að í Vestmannaeyjum búi 4300 manns og ýmislegt óvænt geti gerst sem kallar á að komast þurfi heiman og heim með litlum fyrirvara. Og óöryggið sem því fylgir að teppast heilu og hálfu dagana sé mikið. „Að komast ekkert í heila vinnuviku er algerlega óviðunandi,“ segir í bréfi Elliða sem meðal annars er sent til Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra.   „Í reynd vil ég trúa því að nú þegar sé búið að taka ákvörðun um að fjölga ferðum þannig að alla daga þessa viku sigli ferjan 7 til 8 ferðir á dag.“  

Hefðbundinn Þjóðhátíðardagur - Páll Marvin flutti ræðu

Hátíðarhöldin þjóðhátíðardagsins, 17. júní hófust með því að fjallkonan, Svanhildur Eiríksdóttir, flutti kvæði á Hraunbúðum og Jarl Sigurgeirsson tók lagið. Klukkan hálf tvö hófst skrúðganga frá Íþróttamiðstöð að Stakkagerðistúni þar sem hátíðardagskrá fór fram. Nokkuð góð þátttaka var í skrúðgöngunni þar sem Lúðrasveitin lék og skátar báru fána. Veður var gott og var nokkur hópur samankominn á Stakkagerðistúni þar sem félagar í Leikfélaginu skemmtu gestum og Ingó Veðurguð hélt uppi fjöri fyrir fólk á öllum aldri. Fjallkonan fékk sinn sess við hátíðarhöldin, hátíðarræðu hélt Páll Marvin Jónsson, formaður bæjarráðs og Kristmann Þór Sigurjónsson flutti ávarp nýstúdents. Að því loknu sýndu svo fimleikakrakkar í Rán listir sínar.   Páll Marvin Jónsson, formaður bæjarráðs flutti hátíðarræðu:  „Þann 17. júní 1944 var lýðveldi okkar Íslendinga stofnað við hátíðlega athöfn á Þingvöllum. Þetta voru í raun endalok frelsisbaráttu okkar Íslendinga. Það er engin tilviljun að dagsetningin er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar en hann átti stóran þátt í endurreisn alþingis árið 1845 og margir telja að hin eiginlega frelsisbarátta hafi byrjaði með ritgerð Jóns „Hugvekja til Íslendinga“ sem birtist í Nýjum félagsritum árið 1848. Hugvekja til Íslendinga var einskonar stefnuskrá frelsisbaráttunnar þar sem Jón sýnir fram á hvernig Danakonungur hafði tekið sér völd á Íslandi og skammtað réttindum, frelsi og menntun til manna eftir hentugleika konungs,“ sagði Páll Marvin Jónsson, formaður bæjarráðs í hátíðarræðu sinni á Stakkagerðistúni á Þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Þrátt fyrir að Jón Sigurðsson hafi líklega ekki séð fyrir lýðveldið Ísland þegar hann skrifaði Hugvekju til Íslendinga þá kom skýrt fram í skrifum hans að sjálfstæði Íslendinga var forsenda þess að þjóðin dafnaði. En hann skrifar „Vér elskum Ísland enn meira en Danmörk, vér séum ekki Danir og getum ekki verið það“. Þjóðfundurinn 1851 var síðan einn afdrifaríkasti atburður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga en þar var gerð tilraun til að innlima Ísland að fullu í Danmörku. Menn hliðhollir konungi fundu fyrir mikilli andstöðu á fundinum og ákváðu þá að slíta honum í þeim tilgangi að verða ekki undir. Þá risu Íslendingarnir úr sætum og Jón Sigurðsson fór með hin fleygu orð, „Vér mótmælum allir“. Við fengum stjórnarskrána 1874 og fyrsta heimastjórnin var skipuð 1904. Þann 30. nóvember 1918 lýsti síðan Kristján 10. konungur Danmerkur því yfir að Danmörk og Ísland væru tvö frjáls og fullvalda ríki. Þann merkisdag urðu Íslendingar fullvalda ríki. Frelsisbaráttan snerist ekki bara um sjálfstæði frá Dönum heldur einnig um það að sætta ólík sjónarmið. Þrátt fyrir að íslenska þjóðin hafi verið vel afmörkuð, bæði menningarlega og landfræðilega, var hún ekki alltaf samstíga enda fóru hagsmunir hinna ólíku stétta ekki alltaf saman. Þrátt fyrir að vera fullvalda ríki var danski konungurinn enn þjóðhöfðingi okkar Íslendinga. Við áttum okkar stjórnarskrá og okkar heimastjórn en utanríkismál, landhelgismál og æðsta dómsvald var enn í höndum Dana.   Frelsi felst í frjálsum mönnum Líkt og Benjamin Franklin hafði á orði í frelsisbaráttu Bandaríkjanna, í lauslegri þýðingu: „Frelsi felst ekki í frjálsri stjórnarskrá heldur frjálsum mönnum.“ Ljóst er að Íslendingar gátu ekki orðið frjálsir fyrr en við stofnun lýðveldisins þann 17. júní 1944 eða þegar pólitískir valdastrengir Dana voru skornir og örlög íslensku þjóðarinnar voru að fullu í höndum frjálsra Íslendinga. Árið er 2017 og staða íslensku þjóðarinnar gjörbreytt frá því er við hófum frelsisbaráttuna. Í dag erum við rík þjóð sem hugsar vel um þegna sína og hefur margt fram að færa á alþjóðlegum vettvangi. Við erum ekki „hjálenda“ Danakonungs, við erum sannarlega þjóð á meðal þjóða.   Fögnum Við fögnum nú þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga en samtímis fögnum við því samfélagi sem forfeður okkar hafa skapað okkur. Metnaðarfullu samfélagi sem einkennist af dugnaði, kærleika og umhyggju fyrir náunganum og samfélagi án stríða og hryðjuverka. Ég held að okkur Íslendingum hætti til að gleyma hve langt við erum komin á stuttum tíma. Við erum jú eitt af yngri lýðveldunum í hinum vestræna heimi og frá árinu 1944 höfum við risið úr fátækt og fáfræði í vel menntað og auðugt þjóðfélag. Við megum þó ekki sofna á verðinum, við þurfum að halda áfram að leita leiða til að bæta lífsgæði okkar sem hér búum, gera góða heilbrigðisþjónustu betri og halda áfram að bæta menntun barna okkar. Búa í haginn fyrir komandi kynslóðir.   Viljum koma að ákvörðunartöku sem skipta okkur máli Samfélagið okkar, Vestmannaeyjar, er hér engin undantekning. Staða sjávarútvegsins hefur sjaldan verið sterkari, byggingarframkvæmdir hafa líklega aldrei verið fleiri og ferðaþjónustan hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Verkefni sveitarfélagsins eru mörg, má þar nefna uppbyggingu á stoðþjónustu fyrir fatlaða, byggingu á nýju sambýli og byggingu á þjónustu-íbúðum fyrir aldraða. Segja má að við sveitarstjórnarmenn í Vestmannaeyjum séum að sumu leyti í ekki ólíkri stöðu og Jón Sigurðsson þegar hann barðist fyrir sjálfstjórnarrétti okkar Íslendinga. Við erum þó ekki að krefjast sjálfstæðis líkt og Jón en við erum í stöðugri hagsmunagæslu gagnvart íslenska ríkinu. Við viljum hafa áhrif á framtíð Eyjanna, við viljum koma að ákvörðunartöku varðandi samgöngur, heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntun. Við líkt og Þjóðfundurinn 1851 „mótmælum öll“ því að í Vestmannaeyjum sé ekki fæðingarþjónusta, að ferjuleiðin milli lands og eyja sé ekki skilgreind sem þjóðvegur og að veiðigjöld og önnur opinber skattlagning skuli að mjög svo takmörkuðu leyti nýtast til uppbyggingar á opinberri þjónustu hér í Eyjum. En forsenda þess að ná árangri er að okkur takist að sameina sjónarmið hér heima og að við rísum sameiginlega úr sætum til að mótmæla öllu óréttlæti gegn okkur,“ sagði Páll að endingu og óskaði öllum Eyjamönnum og öllum Íslendingum gleðilegrar hátíðar.  

Íslendingar og Kínverjar eru jafningjar samkvæmt stefnu okkar

Kínverski sendiherrann á Íslandi var hér á ferðinni með rúmlega 60 kollegum sínum víðsvegar að úr heiminum sem voru hér í heimsókn. Hann var strax tilbúinn í viðtal og hélt að þó blaðamaður væri ekki vanur að dansa eftir prótókolreglum yrði þetta viðtal varla til þess að varpa skugga á gott samband Kína og Ísland sem tóku upp stjórnmálasamband árið 1971 og gerðu með sér fríverslunarsamning árið 2014. „Ísland er annað landið mitt sem sendiherra,“ segir þessi viðkunnalegi maður, Zhang Weidong, þegar hann var beðinn um að segja frá sjálfum sér. „Á undan var ég sendiherra í Míkrónesíu, sambandi eyja í Kyrrahafinu,“ bætti hann við og segir að vissulega sé mikill munur á þessum tveimur löndum, Íslandi og Kyrrahafseyjum. Og á það ekki síst við um veðrið. Zhang Weidong er búinn að vera tvö og hálft ár á Íslandi og kann vel við sig. „Landið er fallegt og ég sá strax að Ísland er mjög frábrugðið öðum löndum, landslagið annað og það sama á við Íslendinga með sína sögu og menningu, sérstakir en á allan hátt mjög indælir. Þegar ég kom í fyrsta skipti til landsins tók siðameistari utanríkisráðuneytisins á móti mér í Keflavík. Við spjölluðum mikið á leiðinni um veðrið og lífið hér á Íslandi. Þetta var í september, myrkur og dálítil rigning. Þarna fékk ég fyrstu tilfinningu fyrir landinu, landslagi, veðrinu og fólkinu sem hér býr. Það var mjög dimmt en samt náði ég að sjá talsvert á leiðinni frá flugvellinum að sendiráðinu okkar í miðborg Reykjavíkur.   Stjórnmálasamband 1971 Zhang Weidong leggur áherslu á góð samskipti þjóðanna sem byggja á stjórnmálasambandi sem tekið var upp árið 1971. „Á síðasta ári fögnuðum við 45 ára afmæli þessara samskipta. Fljótlega sendi Kína sendiherra til Íslands og til að byrja með var sendiráðið okkar í leiguhúsnæði, á annarri hæð í stóru húsi. Þar hófst starfsemin en í dag erum við í eigin húsi sem sýnir að samskipti þjóðanna hafa vaxið og dafnað með árunum. Og verkefnin eru mörg.“ Ekki hafði blaðamaður reiknað út hvað mörgum sinnum Kínverjar eru fleiri en Íslendingar en þeir eru 1,4 milljarðar á meðan við teljum 340 þúsund eða þar um bil. Zhang segir að þessi mikli munur eigi ekki að hafa nokkur áhrif á samstarf þjóðanna eða samskipti. „Íslendingar og Kínverjar eru jafningjar samkvæmt stefnu okkar og sama á við um öll önnur lönd, stór og smá. Við erum aðilar að Sameinuðu þjóðunum sem byggja á jafnræði allra þjóða.“   Vaxandi viðskipti Árið sem Chang Weidong kom til Íslands, 2014 var fyrsta árið eftir að fríverslunarsamningur þjóðanna tók gildi og segir hann að samningurinn hafi þegar sannað gildi sitt. „Það var 1. júní 2014 og á þeim tíma sem liðinn er hafa viðskipti þjóðanna vaxið hratt og báðum til hagsbóta. Við kaupum fisk sem þið framleiðið og ég hef séð að hér í Vestmannaeyjum skiptir sjávarútvegur miklu máli.“ Sendiherrann bendir líka á að menningarsamskipti þjóðanna hafa verið mikil. Nefndi hann í því sambandi hóp nútímadansara sem heimsóttu Kína nýlega og náðu góðum árangri í alþjóðlegri danskeppni sem þar fór fram. „Árið 1985, vann ykkar kona, Hófý, í keppninni Miss World sem fór fram í Kína. Ég man eftir þessu vegna þess á þessum árum vann ég í Guandong og í menningargarði þar voru uppi myndir af alheimsdrottningunni sem kom frá Íslandi. Í dag eigið þið þrjár eða fjórar konur sem hafa náð þessum árangri og tvær þeirra, Hófý og Unnur Birna voru krýndar í Kína, með 20 ára millibili, 1985 og 2005,“ segir sendiherrann og brosir og nefndi þetta sem dæmi um virkt menningarsamband þjóðanna. Borgin Xiamen í Fujian fylki í Kína hefur mjög náin menningartengsl við Djúpavog þar sem árlega er haldin listaverkasýning þar sem íslenskir, kínverskir og listamenn frá fleiri löndum koma saman.   Kannast við hugmyndir um hvalagarð Ekki er sendiherra alveg ókunnur hugmyndum um að koma hér upp sjávardýragarði sem breska fyrirtækið Merlin vinnur að í samstarfi við Vestmannaeyinga. Merlin, sem er breskt fyrirtæki er næst á eftir Disney í rekstri skemmtigarða í heiminum. Ætlunin er að byggja yfir þá á landi og að þeir verði innan dyra á veturna og í Klettsvík á sumrin. Er ætlunin að flytja hingað þrjá mjaldra frá Shanghai í Kína til Eyja og að þeir verði hér. „Ég hef heyrt af þessu. Þetta er samstarf kínversks og ensks fyrirtækis og ætlunin er að koma upp einskonar sædýrasafni. Ég vona að farið verði í einu og öllu að lögum því Kína er aðili að alþjóðasamningi um verndun hvala. Verði svo vona ég að allar áætlanir gangi eftir. Sem sendiherra mun ég hjálpa til eins og ég get ef þess gerist þörf. Garðurinn í Shanghai hefur laðað að sér marga ferðamenn því það eru ekki síst börn sem vilja kynnast sjónum og lífinu þar. Ef þarf er ég tilbúinn að leggja þessu lið.“   Ánægður með heimsóknina Koman til Vestmannaeyja á sunnudaginn er fyrsta heimsókn sendiherrahjónanna til Eyja þar sem þau nutu góðs matar og skemmtunar, fóru í skoðunarferð um Heimaey og í siglingu. Þegar sendiherra var spurður um þessi fyrstu kynni sagðist hann vilja nefna þrjú atriði. „Í fyrsta lagi hvað hér er fallegt. Það sáum við ekki síst í siglingu sem við fórum í. Í öðru lagi er allt mjög hreint hérna, göturnar vel hreinsaðar og bærinn vel skipulagður. Í þriðja lagi er það ekki síst sagan sem hér er við hvert fótmál sem heillar. Henni fengum við að kynnast þegar við heimsóttum söfnin þar sem okkur var sagt að saga Vestmannaeyja nái aftur fyrir 874 sem er árið sem landnám á að hafa byrjað á Íslandi. Þessu er haldið fram í bókum um landnámið sem ég hef lesið en svo kemur maður á söfn í Vestmannaeyjum og leiðsögumaðurinn segir að þetta sé ekki rétt.   Risið upp úr öskunni Það er svo ekki síst sagan síðustu áratugi, eftir gosið hér 1973 sem fær mann til að staldra við. Eyjan stækkaði um einn fjórða þannig að nú hafið þið meira land. Það er svo baráttuandinn sem skín í gegnum söguna, barátta íbúanna gegn náttúruöflunum sem er svo heillandi. Það er með ykkur eins og fuglinn Fönix, þið risuð upp úr öskunni og það er mjög áhrifamikið að fá að sjá þessa baráttu nokkurra þúsunda og hafa sigur. Þið stóðuð saman í að hreinsa bæinn og byggja hann upp að nýju, fallegan bæ og nútímalegan sem heillar ferðamenn. Það er svo sannarlega hægt að óska ykkur til hamingju með þennan frábæra árangur. Við Kínverjar viljum eiga gott samstarf við ykkur og alla Íslendinga og kaupa sem mest af ykkar góða fiski,“ sagði sendiherrann að endingu.   Tengsl Kína og Vestmannaeyja ná langt aftur „Ætli Ólafur Ólafsson kristniboði hafi ekki orðið fyrstur manna til þess að kynna Vestmannaeyingum Kína, en hann kom í ófáar heimsóknir til Kína um miðja síðustu öld og flutti erindi og sýndi myndir í KFUM,“ segir Arnór Helgason, Eyjamaður og Vináttusendiherra Kínverja á Íslandi. Hann og Gísli og Páll bræður hans eru miklir áhugamenn um Kína og hafa komið þangað nokkrum sinnum. „Þegar gaus í Vestmannaeyjum urðu Kínverjar fyrstir erlendra þjóða utan Norðurlanda til þess að rétta Íslendingum hjálparhönd, en 7 milljónir króna voru afhentar f.h. kínverska Rauða krossins. Var það veruleg upphæð á þeim tíma.“ Vestmannaeyingum gafst tækifæri til að þakka fyrir þessa höfðinglegu gjöf þegar þeir Arnþór og Páll bróðir hans fóru til Kína árið 1975 í boði Kínversku vináttusamtakanna. Þá heimsóttu þeir Rauða krossinn og færðu þeim gjöf frá bæjarstjórn Vestmannaeyja. Þá flutti Arnþór stutt ávarp í kínverska alþjóðaútvarpið og þakkaði fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Fyrsti ferðamannahópurinn, sem skipulagður var til Kína, kom þangað 9. september 1977. Þar af var helmingur frá Vestmannaeyjum. Hópurinn var einna fyrstur erlendra hópa til þess að heimsækja grafhýsi Maós, en hópurinn kom þangað 9. september á dánardægri hans.“ Þá má geta þess að Páll, sem var lengi með útsýnisferðir í Eyjum, lét prenta nafn Vestmannaeyja bæði á kínversku og íslensku til þess að minnast rausnar þeirra.  

Greinar >>

Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum

Sjómannadagurinn hefur alltaf verið hátíðisdagur í mínum huga frá því ég man eftir mér. Á Siglufirði var Sjómannadagurinn stór hátíð þar sem sjómenn tókust á í hinum ýmsu keppnisgreinum skunduðu svo á ball á Hótel Höfn og tóku það stundum óklárt. Knattspyrnu á malarvellinum í sjóstökkum og bússum man ég eftir. Stakkasund í höfninni og reiptog. Keppni í netabætingu, kappróður og margt fleira. Í minningunni skipti þetta miklu máli fyrir unga drengi. Þeir urðu margir ákveðnir að verða kaldir kallar eins og sjóararnir, með uppbrettar ermar á köflóttu vinnuskyrtunum. Ég var einn þeirra sem fetaði þann veg að verða sjómaður og sé ekki eftir því. Ekki var maður burðugur fyrstu túrana en þetta hafðist allt með aðstoð og kennslu góðra sjómanna. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að lenda með góðum skipstjórum og áhöfnum. Nú er Sjómannadagurinn nánast aflagður á Siglufirði en þeir í austurbænum, Ólafsfirði hafa tekið upp merkið og halda veglega uppá daginn.   Dansað á þremur stöðum Ég og mín fjölskylda fluttum til Eyja 1989. Þá voru dansleikir og skemmtanir í þremur húsum. Höllinni, Alþýðuhúsinu og Kiwanishúsinu. Líklega um sex- til sjö hundruð manns þegar allt er talið. Og enn fleiri á dansleikjunum eftir skemmtanirnar. Þetta voru góðir og skemmtilegir tímar. Minn fyrsti Sjómannadagur í Eyjum var 1989. Þá fórum við áhöfnin á Frigginni sem Magni Jó var með, í Höllina til Pálma Lór og vorum niðri á Mylluhól. Einn bar var á hæðinni og sú sem sá um barinn þurfti að bregða sér í eldhúsið til að uppvarta. Komin var löng röð við barinn. Þá brá ég mér innfyrir barborðið og afgreiddi brennivín ofan í þyrsta sjómenn, tvöfaldan, þrefaldan og black russian. Þangað til ég sá bardömuna koma til baka. Enginn þurfti að borga á barnum hjá mér. Fyrirgefðu Pálmi minn.   Í Sjómannadagsráði Eftir nokkur ár í Eyjum var ég kominn í Sjómannadagsráð fyrir Jötunn og ekki varð aftur snúið. Afskaplega skemmtilegur tími að skipuleggja og vinna við Sjómannadaginn. Margir sjómenn sem maður hefur unnið með gegnum árin við skipulagningu og vinnu við daginn. Við þá segi ég takk fyrir samstarfið drengir þetta var stundum erfitt en á endanum alltaf gaman og gefandi. Að standa með sinn félagsfána við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra við Landakirkju á Sjómannadegi og hlusta á Snorra Óskarsson minnast okkar föllnu félaga er í raun einstakt og ómetanlegt í minningunni. Þar drjúpum við sjómenn höfði fyrir Guði og mönnum. Við finnum fyrir smæð okkar fyrir Almættinu og náttúruöflunum. Sjómannadagurinn hefur alltaf verið hátíðisdagur í Eyjum og er enn. Sjómennirnir sjálfir hafa borið merkið, skipulagt og unnið vinnuna kringum hátíðina. Þannig viljum við hafa það. Við peyjana í Sjómannadagsráði segi ég, þið eruð dugnaðarforkar og sjómannastéttinni til sóma.   Sjómenn, fjölskyldur og allir Vestmannaeyingar til hamingju með Sjómannadaginn og mætum öll á viðburði helgarinnar.   Með Sjómannadagskveðju Valmundur Valmundsson