Elliði ósáttur með framgöngu Fjármálaeftirlitsins

Elliði ósáttur með framgöngu Fjármálaeftirlitsins

Elliði Vignisson gagnrýnir framgöngu Fjármálaeftirlitsins en í gær yfirtók Landsbankinn allar eignir og skuldbindingar Sparisjóðs Vestmannaeyja, þar með talið útlán og innlán viðskiptavina.   Sjóðurinn hafði óskað eftir fresti til að skila Fjármálaeftirlitinu endurskoðuðum ársreikningi fyrir 2014 og upplýsti þá um fyrirsjáanlega mikla verðrýrnun á útlánasafni sparisjóðsins sem gæti leitt til þess að eigið fé hans yrði uppurið.   Fjármálaeftirlitið sendi sjóðnum bréf 22. mars og veitti fjögurra daga frest til að skila stofnuninni endurskoðuðum ársreikningi fyrir 2014 og einum degi lengur til að skila inn ítarlegri greinargerð þar sem fram kæmi til hvaða ráðstafana stjórn sparisjóðsins hygðist grípa til að koma eiginfjárgrunni sjóðsins í lögbundið horf.   „Það voru engir þjóðhagslegir hagsmunir í húfi. Mér þykir mjög margt skrýtið í framgöngu Fjármálaeftirlitsins, aðeins örfáir dagar voru gefnir í frest en það er kveðið á um það í lögum að fresturinn geti verið allt að sex mánuðir. Þar sem ríkið er einn aðaleigandi að sjóðnum hefði átt að gæta meðalhófs,“ segir Elliði.   Bæjarstjórinn segir málefni Sparisjóðsins verða rædd á næsta bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. Vestmannaeyjabær á tíu prósenta hlut í Sparisjóði Vestmannaeyja og Elliði segir fulla ástæðu til þess að hann skoði lagalega stöðu sína gagnvart gjörningi Fjármálaeftirlitsins.   „Ólíkt öðrum eigendum sparisjóðsins erum við stjórnvald. Okkur ber samkvæmt rannsóknarreglu að kynna okkur málið til hlítar og hljótum því að kanna lagalega stöðu okkar.“ Í ársreikningi sjóðsins sem var skilað til Fjármálaeftirlitsins þann 26. mars 2015 kom fram að eiginfjárgrunnur sjóðsins væri neikvæður um 87 milljónir króna og eiginfjárhlutfall hans neikvætt um 1,1 prósent.   Fram kom í yfirlýsingu stjórnar sparisjóðsins og sparisjóðsstjóra og áritun endurskoðenda án álits að enn væri óvissa um endanlegt virði eignasafns sparisjóðsins og verulegur vafi um rekstrarhæfi hans. Síðustu daga hafa innstæðueigendur í auknum mæli tekið út í reiðufé eða fært innlán sín í sparisjóðnum til annarra innlánsstofnana.   Þannig hefur hreint útflæði innstæðna sjóðsins rýrt laust fé hans um helming á tímabilinu og sjóðnum ekki tekist að tryggja aðgang að nægu lausu fé til að mæta áframhaldandi útflæði í sama mæli.   Vísir.is greindi frá.

Lands­bank­inn og Spari­sjóður Vest­manna­eyja renna sam­an

Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur tekið ákvörðun um samruna Lands­bank­ans og Spari­sjóðs Vest­manna­eyja frá og með í dag. Mun starf­semi úti­búa spari­sjóðsins hald­ast óbreytt fyrst um sinn og allir starfsmenn Sparisjóðins urðu starfsmenn Landsbankans. Öll útibú munu opna á hefðbundnum tíma á morgun, mánudaginn 30.mars.   Samrun­inn er til kom­inn þar sem Spari­sjóður Vest­manna­eyja hef­ur um nokk­urt skeið ekki upp­fyllt lög­bundn­ar kröf­ur um eigið fé og þurfti því að finna lausn­ir á fjár­hags­vanda sín­um. Var ákvörðunin um samruna tek­in í dag klukk­an 15. Stofn­fjár spari­sjóðsins er metið á 332 millj­ón­ir króna við samrun­ann. Er matið háð hugs­an­leg­um leiðrétt­ing­um en get­ur aldrei orðið minna en 50 millj­ón­ir og aldrei meira en 550.   Sem end­ur­gjald fyr­ir stofn­fé spari­sjóðsins fá fyrr­um stofn­fjár­eig­end­ur spari­sjóðsins hluta­bréf í Lands­bank­an­um sem nem­ur tæp­lega 0,15% af út­gefnu hluta­fé bank­ans og er end­an­leg­ur hlut­ur háður mati á virði stofn­fjár sjóðsins.   Í til­kynn­ingu frá Lands­bank­an­um seg­ir að áhersla verði lögð á að efla þjón­ustu við viðskipta­vini og sam­skipti þeirra við bank­ann. Munu öll úti­bú spari­sjóðsins opna á venju­bundn­um tíma á morg­un og munu reikn­ing­ar og reikn­ings­núm­er hald­ast óbreytt fyrst um sinn.   „Stjórn Spari­sjóðs Vest­manna­eyja hef­ur að und­an­förnu leitað leiða til að tryggja rekstr­ar­grund­völl sjóðsins. Með sam­komu­lagi við Lands­bank­ann hef­ur náðst far­sæl niðurstaða sem trygg­ir hag sjóðsins, eig­enda hans og viðskipta­vina og al­manna­hag á þeim stöðum þar sem spari­sjóður­inn hef­ur starf­semi. Vegna stöðu spari­sjóðsins var óhjá­kvæmi­legt að leita sam­starfs við traust­an aðila til framtíðar og við vilj­um þakka Lands­bank­an­um fyrr sam­starfið á und­an­förn­um dög­um,“ seg­ir Þor­björg Inga Jóns­dótt­ir, frá­far­andi stjór­n­ar­formaður Spari­sjóðs Vest­manna­eyja í til­kynn­ingu til fjöl­miðla. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir einnig í sömu tilkynningu „Sparisjóður Vestmannaeyja hefur gengt mikilvægu hlutverki á þeim stöðum þar sem hann hefur haft starfsemi. Landsbankinn mun leggja sig fram um að taka vel á móti viðskiptavinum sparisjóðsins og sinna þeim eins og best verður á kosið. Við leggjum áherslu á að samþætting í kjölfar samrunans gangi vel og hratt fyrir sig til þess að tryggja öfluga fjármálaþjónustu á þessum svæðum. Ég býð viðskiptavini sparisjóðsins velkomna í Landsbankann.“      

Lands­bank­inn og Spari­sjóður Vest­manna­eyja renna sam­an

Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur tekið ákvörðun um samruna Lands­bank­ans og Spari­sjóðs Vest­manna­eyja frá og með í dag. Mun starf­semi úti­búa spari­sjóðsins hald­ast óbreytt fyrst um sinn og allir starfsmenn Sparisjóðins urðu starfsmenn Landsbankans. Öll útibú munu opna á hefðbundnum tíma á morgun, mánudaginn 30.mars.   Samrun­inn er til kom­inn þar sem Spari­sjóður Vest­manna­eyja hef­ur um nokk­urt skeið ekki upp­fyllt lög­bundn­ar kröf­ur um eigið fé og þurfti því að finna lausn­ir á fjár­hags­vanda sín­um. Var ákvörðunin um samruna tek­in í dag klukk­an 15. Stofn­fjár spari­sjóðsins er metið á 332 millj­ón­ir króna við samrun­ann. Er matið háð hugs­an­leg­um leiðrétt­ing­um en get­ur aldrei orðið minna en 50 millj­ón­ir og aldrei meira en 550.   Sem end­ur­gjald fyr­ir stofn­fé spari­sjóðsins fá fyrr­um stofn­fjár­eig­end­ur spari­sjóðsins hluta­bréf í Lands­bank­an­um sem nem­ur tæp­lega 0,15% af út­gefnu hluta­fé bank­ans og er end­an­leg­ur hlut­ur háður mati á virði stofn­fjár sjóðsins.   Í til­kynn­ingu frá Lands­bank­an­um seg­ir að áhersla verði lögð á að efla þjón­ustu við viðskipta­vini og sam­skipti þeirra við bank­ann. Munu öll úti­bú spari­sjóðsins opna á venju­bundn­um tíma á morg­un og munu reikn­ing­ar og reikn­ings­núm­er hald­ast óbreytt fyrst um sinn.   „Stjórn Spari­sjóðs Vest­manna­eyja hef­ur að und­an­förnu leitað leiða til að tryggja rekstr­ar­grund­völl sjóðsins. Með sam­komu­lagi við Lands­bank­ann hef­ur náðst far­sæl niðurstaða sem trygg­ir hag sjóðsins, eig­enda hans og viðskipta­vina og al­manna­hag á þeim stöðum þar sem spari­sjóður­inn hef­ur starf­semi. Vegna stöðu spari­sjóðsins var óhjá­kvæmi­legt að leita sam­starfs við traust­an aðila til framtíðar og við vilj­um þakka Lands­bank­an­um fyrr sam­starfið á und­an­förn­um dög­um,“ seg­ir Þor­björg Inga Jóns­dótt­ir, frá­far­andi stjór­n­ar­formaður Spari­sjóðs Vest­manna­eyja í til­kynn­ingu til fjöl­miðla. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir einnig í sömu tilkynningu „Sparisjóður Vestmannaeyja hefur gengt mikilvægu hlutverki á þeim stöðum þar sem hann hefur haft starfsemi. Landsbankinn mun leggja sig fram um að taka vel á móti viðskiptavinum sparisjóðsins og sinna þeim eins og best verður á kosið. Við leggjum áherslu á að samþætting í kjölfar samrunans gangi vel og hratt fyrir sig til þess að tryggja öfluga fjármálaþjónustu á þessum svæðum. Ég býð viðskiptavini sparisjóðsins velkomna í Landsbankann.“      

Áttu annan, hæstvirti fjármálaráðherra?

Ótrúlega margir í okkar landi geta nýtt sér glufur í skattkerfinu með því það að telja bara fram fjármagnstekjuskatt eða með öðrum orðum gefa bara upp lágmarkstekjur undir skattleysismörkum en borga sér síðan arð út úr fyrirtækjum sínum. Og hvað þýðir þetta? Jú, þetta þýðir að þeir sem þetta gera borga ekki það gjald til samrekstursins í sveitarfélögunum þar sem þeir búa og aðrir íbúar þar þurfa að gera. Þeir fara því í sund og senda börnin sín í skóla, fá bók á bókasafninu og kalla á slökkviliðið ef það kviknar í hjá þeim en þeir láta aðra íbúa í sveitarfélaginu borga kostnaðinn af þessu fyrir sig. Mér finnst þetta vera siðlaust en eins furðulegt og það nú er þarf þetta ekki endilega að vera ólöglegt. En hlýtur það þá ekki að vera algjört forgangsverkefni hjá stjórnvöldum að stoppa upp í svona glufur í kerfinu? Er ekki ríkisstjórnin að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að launafólk - sem þarf nú að réttlæta fyrir þjóðinni að 300 þús kr. í mánaðarlaun þurfi til að geta framleytt sér og fjölskyldum sínum – sé þannig látið borga reikningana fyrir þá sem hafa úr miklu meira að spila? Ég hef ekki séð nein merki þess að ríkisstjórnin líti á það sem mikilvægt verkefni. Það er auðvitað stórfurðulegt en það segir mikið um áherslurnar hjá þessari ríkisstjórn og fyrir hverja hún vinnur. Almennt launafólk er ekki efst á forgangslista á ríkisstjórnarfundum þessi misserin. Það skal því engan undra að það stefni í harðvítug átök á vinnumarkaði á vormánuðum. Og enn og aftur glymur gamli sérréttindasöngurinn um að sá þjóðfélagshópur sem erfiðustu störfin vinnur en minnst hefur á milli handanna sé ábyrgur fyrir því að það ríki stöðugleiki í atvinnu- og efnahagslífinu. Gamla tuggan um að hér fari allt andskotans til ef lægstlaunaða fólkið fær aðeins stærri skerf af kökunni sem bökuð er í þessu landi og það leggur sjálft mest af deiginu til. Og hver er nú krafa þessa þjóðfélagshóps sem heldur af veikum mætti uppi því velferðarkerfi sem þessi þjóð státar sig af að búa við? - Jú, 300 þúsund króna lágmarkslaun! Hvílík græðgi! Hvílík heimtufrekja! Er nema von að forkólfum atvinnurekenda blöskri þessi ósvífni? Þetta ábyrgðarleysi! Sjálfir hafa þeir auðvitað lúsarlaun og forstjórar og stjórnendur í fyrirtækjum lepja flestir dauðann úr skel. Þegar þessi ríkisstjórn tók við fyrir tveimur árum síðan hafði hún falleg orð um það að hún myndi leitast við virkja samtakamátt þjóðarinnar, vinna gegn sundurlyndi og tortryggni í samfélaginu til að hér gæti hafist nýtt skeið vaxtar og stöðugleika og sáttar um uppbyggingu vinnumarkaðar til framtíðar til að treysta undirstöður velferðar og bættrar afkomu heimilanna. Eru ráðherrrnir búnir að gleyma þessu? Eða meintu þeir kannski aldrei neitt með þessu? Voru þeir kannski bara í svo góðu skapi og fannst svo gaman að vera orðnir valdamenn, ráðherrar, að þeir vildu endilega segja eitthvað fallegt við þjóðina? Ég veit það ekki. En ég veit að þessi ríkisstjórn hefur alls ekki staðið við þessi orð. Þessi ríkisstjórn hefur gert nánast allt þveröfugt við það sem hún lýsti yfir þegar hún tók við völdum og ráðherrarnir brostu svo stoltir og fínir og góðlegir framan í myndavélarnar á Bessastöðum. Mér fannst það því broslegt eða nánast vandræðalegt þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hvatti til þess á þingfundi 26. mars sl. að við tækjum öll höndum saman og reyndum að leysa þau vandamál sem ættu sér stað á vinnumarkaðnum í stað þess að reyna að æsa þau frekar upp. Sjálfsagt meinti fjármálaráðherra þetta og hefur verði einlægur í því en það kæmi mér ekki á óvart að einhverjir í þessu landi sem tilheyra þeim hópum sem hafa fengið skýr skilaboð um að þeir eru mjög neðarlega á forgangslista ríkisstjórnarinar hafi spurt sig hvort þetta væri brandari hjá ráðherranum og einhverjir hafi jafnvel sagt við sjálfa sig: Áttu annan, hæstvirti fjármálaráðherra?   Páll Valur Björnsson Þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi.      

Spari­sjóður Vest­manna­eyja í er­lenda eigu?

For­svars­menn Spari­sjóðs Vest­manna­eyja gengu á fund Fjár­mála­eft­ir­lits­ins nú á fjórða tím­an­um. Á fund­in­um munu þeir leggja fram þrjár til­lög­ur sem miða að því koma sjóðnum í rekstr­ar­hæft horf. Eins og Morg­un­blaðið hef­ur fjallað um hef­ur at­b­urðarás­in verið nokkuð hröð síðustu sól­ar­hring­ana og nú síðast barst stjórn Spari­sjóðsins er­indi frá Ari­on banka þess efn­is að bank­inn væri áhuga­sam­ur um að gera til­boð í sjóðinn. Það gerðist eft­ir að Morg­un­blaðið upp­lýsti um að til stæði að Lands­bank­inn gerði til­boð í Spari­sjóðinn.   Í fyrsta lagi er lagt til að sjóður­inn verði áfram rek­inn sem sjálf­stæð fjár­mála­stofn­un og að er­lend­ur aðili komi að sem nýr meiri­hluta­eig­andi. Í öðru lagi er til­laga um að Lands­bank­inn taki yfir starf­semi sjóðsins og í þriðja lagi kem­ur til greina, í ljósi nýj­asta út­spil Ari­on banka, að hann taki yfir starf­semi sjóðsins með ein­um eða öðrum hætti.   Morg­un­blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að það hafi gerst fyrr í dag að er­lend­ur fjár­fest­ir hafi lýst sig reiðubú­inn til að leggja sjóðnum til nýtt eigið fé og að þar sé um að ræða fram­lag sem tryggja muni viðkom­andi meiri­hluta­eign í sjóðnum.   Fjár­mála­eft­ir­litið hafði veitt stjórn Spari­sjóðs Vest­manna­eyja frest til klukk­an 16:00 í dag til að skila inn full­nægj­andi til­lög­um sem tryggt gætu eig­in­fjár­stöðu sjóðsins. Ekki er vitað á þess­ari stundu hvort sá frest­ur verði fram­lengd­ur eða hvort Fjár­mála­eft­ir­litið muni nú þegar ákveða hvort ein­hver hinna þriggja leiða verði fyr­ir val­inu eða hvort Spari­sjóðnum verði skipuð slita­stjórn.   Mbl.is greindi frá
>> Eldri fréttir

Stjórnmál >>

Lýsa yfir þungum áhyggjum af málefnum Grímseyjar og annara eyjabyggða

Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og hvetur til þess að skynsamlegra leiða verði leitað til að tryggja íbúum Grímseyjar þann mikilvæga rétt sem fólgin er í frelsi til búsetu.  Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar sem samþykkt var einróma á fundi hennar í dag.  Bókunina má lesa hér að neðan:   Bæjarstjórn Vestmannaeyja ítrekar það álit hennar, sem áður hefur komið fram ma. í ályktunum um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða, sem felst í mikilvægi þess að auka atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggða.   Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir enn fremur yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og þá sérstaklega erfiðri stöðu Grímseyjar. Vegna landfræðilegrar sérstöðu þola eyjabyggðir verr hraðar breytingar en mörg önnur byggðalög. Erfitt tímabil getur í einum vettvangi gert út um eyjabyggð til langframa, jafnvel þótt að öðru jöfnu hefði hinn erfiði tími ekki orðið langvinnur. Breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs hafa verið hraðar á seinustu árum og óhófleg gjaldtaka hefur flýtt fyrir samþjöppun aflaheimilda. Fjármálastofnanir hafa orðið ráðandi vægi í rekstri margra útgerðarfyrirtækja og illu heilli virðist það oft vera nánast háð geðþótta þeirra hverjum sé gert kleift að gera út og hverjum ekki. Þar með ráða þessar fjármálastofnanir orðið byggðaþróun á Íslandi í gegnum lánsveð í aflaheimildum. Þau tengsl sem hingað til hafa verið milli útgerða og íbúa sjárvarbyggða eru þar með rofin. Í því fellst háski, bæði fyrir sjávarbyggðir og sjávarútveginn í landinu.   Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur til þess að skynsamlegra leiða verði leitað til að tryggja íbúum Grímseyjar þann mikilvæga rétt sem fólgin er í frelsi til búsetu. Það frelsi er ekki síður mikilvægt en annað frelsi. Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðalaga. Staða Grímseyjar er nú slík að Byggðastofnun, Íslandsbanki, alþingi, atvinnuþróunarfélag og fleiri verða að taka höndum saman ásamt íbúum Grímseyjar við að tryggja áframhald byggðar í Grímsey.

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Greinar >>

Áttu annan, hæstvirti fjármálaráðherra?

Ótrúlega margir í okkar landi geta nýtt sér glufur í skattkerfinu með því það að telja bara fram fjármagnstekjuskatt eða með öðrum orðum gefa bara upp lágmarkstekjur undir skattleysismörkum en borga sér síðan arð út úr fyrirtækjum sínum. Og hvað þýðir þetta? Jú, þetta þýðir að þeir sem þetta gera borga ekki það gjald til samrekstursins í sveitarfélögunum þar sem þeir búa og aðrir íbúar þar þurfa að gera. Þeir fara því í sund og senda börnin sín í skóla, fá bók á bókasafninu og kalla á slökkviliðið ef það kviknar í hjá þeim en þeir láta aðra íbúa í sveitarfélaginu borga kostnaðinn af þessu fyrir sig. Mér finnst þetta vera siðlaust en eins furðulegt og það nú er þarf þetta ekki endilega að vera ólöglegt. En hlýtur það þá ekki að vera algjört forgangsverkefni hjá stjórnvöldum að stoppa upp í svona glufur í kerfinu? Er ekki ríkisstjórnin að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að launafólk - sem þarf nú að réttlæta fyrir þjóðinni að 300 þús kr. í mánaðarlaun þurfi til að geta framleytt sér og fjölskyldum sínum – sé þannig látið borga reikningana fyrir þá sem hafa úr miklu meira að spila? Ég hef ekki séð nein merki þess að ríkisstjórnin líti á það sem mikilvægt verkefni. Það er auðvitað stórfurðulegt en það segir mikið um áherslurnar hjá þessari ríkisstjórn og fyrir hverja hún vinnur. Almennt launafólk er ekki efst á forgangslista á ríkisstjórnarfundum þessi misserin. Það skal því engan undra að það stefni í harðvítug átök á vinnumarkaði á vormánuðum. Og enn og aftur glymur gamli sérréttindasöngurinn um að sá þjóðfélagshópur sem erfiðustu störfin vinnur en minnst hefur á milli handanna sé ábyrgur fyrir því að það ríki stöðugleiki í atvinnu- og efnahagslífinu. Gamla tuggan um að hér fari allt andskotans til ef lægstlaunaða fólkið fær aðeins stærri skerf af kökunni sem bökuð er í þessu landi og það leggur sjálft mest af deiginu til. Og hver er nú krafa þessa þjóðfélagshóps sem heldur af veikum mætti uppi því velferðarkerfi sem þessi þjóð státar sig af að búa við? - Jú, 300 þúsund króna lágmarkslaun! Hvílík græðgi! Hvílík heimtufrekja! Er nema von að forkólfum atvinnurekenda blöskri þessi ósvífni? Þetta ábyrgðarleysi! Sjálfir hafa þeir auðvitað lúsarlaun og forstjórar og stjórnendur í fyrirtækjum lepja flestir dauðann úr skel. Þegar þessi ríkisstjórn tók við fyrir tveimur árum síðan hafði hún falleg orð um það að hún myndi leitast við virkja samtakamátt þjóðarinnar, vinna gegn sundurlyndi og tortryggni í samfélaginu til að hér gæti hafist nýtt skeið vaxtar og stöðugleika og sáttar um uppbyggingu vinnumarkaðar til framtíðar til að treysta undirstöður velferðar og bættrar afkomu heimilanna. Eru ráðherrrnir búnir að gleyma þessu? Eða meintu þeir kannski aldrei neitt með þessu? Voru þeir kannski bara í svo góðu skapi og fannst svo gaman að vera orðnir valdamenn, ráðherrar, að þeir vildu endilega segja eitthvað fallegt við þjóðina? Ég veit það ekki. En ég veit að þessi ríkisstjórn hefur alls ekki staðið við þessi orð. Þessi ríkisstjórn hefur gert nánast allt þveröfugt við það sem hún lýsti yfir þegar hún tók við völdum og ráðherrarnir brostu svo stoltir og fínir og góðlegir framan í myndavélarnar á Bessastöðum. Mér fannst það því broslegt eða nánast vandræðalegt þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hvatti til þess á þingfundi 26. mars sl. að við tækjum öll höndum saman og reyndum að leysa þau vandamál sem ættu sér stað á vinnumarkaðnum í stað þess að reyna að æsa þau frekar upp. Sjálfsagt meinti fjármálaráðherra þetta og hefur verði einlægur í því en það kæmi mér ekki á óvart að einhverjir í þessu landi sem tilheyra þeim hópum sem hafa fengið skýr skilaboð um að þeir eru mjög neðarlega á forgangslista ríkisstjórnarinar hafi spurt sig hvort þetta væri brandari hjá ráðherranum og einhverjir hafi jafnvel sagt við sjálfa sig: Áttu annan, hæstvirti fjármálaráðherra?   Páll Valur Björnsson Þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi.      

VefTíví >>

Eyjar, fallega eyjan mín........

Í tilefni þess að nú dúrar aðeins milli lægða, er tilefni til að létta lund. Hér er skemmtilegt lag sem þær mæðgur Harpa Kolbeinsdóttir og Helena Pálsdóttir gerðu fyrir nokkru íslenskan texta  við. Þetta er ,,nýja" lagið hans Michael Jackson og Paul Anka. (Textinn er hér neðar)  og fékk nafnið Eyjar. Á facebooksíðu Hörpu segir að engin af þeim sem mæmuðu textann í myndbandinu hafi fengið að heyra textann áður en upptökur hófust - heldur var þeim bara réttur textinn og ýtt á ,,record" ;)  „Þau eiga því heiður skilinn fyrir að ÞORA að vera með :) Ekki síst þar sem sumt af fólkinu þekkti okkur mæðgurnar ekki einu sinni……hahahahaha :) Danshöfundarnir fengu þó aaaaaðeins lengri tíma til að undirbúa sig enda stóðu þær sig rosalega vel….og geggjaður dansinn hjá þeim :) Bráðskemmtilegur tíminn sem fór í upptökurnar með þeim :)" Þá segir Harpa á facebooksíðunni. „Mínar dýpstu þakklætiskveðjur til ykkar allra sem tókuð þátt í að gera þetta jafn skemmtilegt og raun bar vitni. Þátttaka ykkar gaf textanum enn meira líf enda Eyjamenn með afbrigðum skemmtilegir og tilíallt :)"   Eyjar…fallega eyjan mín á þér ást mín aldrei dvín ég ber þig í hjarta….hjarta Eyjar…fallega eyjan mín umkringd tignri fjallasýn eyjan mín bjarta…bjarta   Hér um allt liggja sporin mín inn í Dal, uppá Há, Heimaklett Helgafell   Eyjar ætíð á mig kalla bergmál þinna fjalla…ómar enn Eyjar..hérna vil ég dvelja enga aðra velja…kem ég senn Eyjar…fallega Heimaey   Eyjar…fallega eyjan mín á þér ást mín aldrei dvín ég ber þig í hjarta….hjarta Eyjar…fallega eyjan mín umkringd tignri fjallasýn eyjan mín bjarta…bjarta   Hér um allt liggja sporin mín inn í Dal uppá Há Heimaklett Helgafell   Eyjar... ætíð á mig kalla bergmál þinna fjalla ómar enn Eyjar...hérna vil ég dvelja enga aðra velja kem ég senn Eyjar…fallega Heimaey   Eyjar... ætíð á mig kalla bergmál þinna fjalla ómar enn Eyjar..hérna vil ég dvelja enga aðra velja kem ég senn Eyjar…fallega Heimaey