Guðrún Bergmann með kynningu á húðvöru- og bætiefnilínu í dag

 Rithöfundurinn og heilsuráðgjafinn Guðrún Bergmann er stödd í Eyjum í dag í boði Eyjapeyjans Elíasar Inga Björgvinssonar og einkonu hans Sunnu Kristrúnar Gunnlaugsdóttur. Þau eru dreifingaraðili á húðvöru- og bætiefnilínunni frá Jeunesse, en þetta eru einhverjar framúrstefnulegustu og virkustu vörur á heilsumarkaðnum í dag. Guðrún kynnir vörulínuna í Eldey við Goðahraun á tveimur kynningum, annarri kl. 17:30 og hinni kl. 20:00. Allir sem hafa áhuga á betri og sléttari húð, hámarks líkamsorku og auknum lífsgæðum eru boðnir velkomnir, en hvað er það sem gerir vörurnar svona sérstakar?   “Ég er búin að pæla í vítamínum og bætiefnum og prófa mig áfram með lífrænar snyrtivörur í meira en 25 ár og þetta eru flottustu vörur sem ég hef kynnst,” segir Guðrún. “Þegar ég var að vinna bókina mína UNG Á ÖLLUM ALDRI árið 2012, fann ég við heimildarvinnu umfjöllun um þrjá lækna sem unnið höfðu Nóbelsverðlaun fyrir það sem þá var kallað “stærsta erfðafræðilega uppgötvun síðustu 50 ára”, en þeir uppgötvuðu að við eldumst þegar litningaendarnir á frumum okkar styttast og eyðast upp, frumurnar deyja og þeim fækkar sem geta endurnýjað líkamann. Eitt af bætiefnunum í línunni hjá Jeunesse lengir þessa litningaenda og gefur frumunum okkar þar með lengra líf – og yngir okkur innanfrá.”   En hvað með húðvörulínuna? “Hún er öll byggð á stofnfrumutækni og í henni eru boðefni sem tala sama tungumál og frumurnar í líkama okkar, þannig að þær fá boð um að gera við og endurnýja sig þegar kremin eru borin á húðina. Þetta eru EINSTAKAR vörur, byggðar á einkaleyfisvörðum formúlum, svo enginn önnur húðvörulína í heiminum í dag hefur sömu eiginleika. Vörurnar eru þróaðar af húð- og lýtalækninum Dr. Nathan Newman, sem er leiðandi á sínu sviði í heiminum. Fyrir utan að þétta og djúphreinsa húðina og grynnka hrukkur, virkar húðvörulínan vel á ýmsa húðkvilla eins og rósroða, exem, psorisasis og bólur, m.a. svokallaðar unglingabólur. Einnig vinna þær á og laga sólarskemmdir á húð, sem geta orðið þegar við erum ung, en koma svo fram síðar sem slæmir húðblettir.”   Elías Ingi og Sunna Kristrún bjóða öllu áhugasömu Eyjafólki að koma á kynningar Guðrúnar. Mætingu fylgir engin skuldbinding önnur en að fræðast. Allir gestir eru leystir út með prufu af Instantly Ageless kreminu, sem gerir fólk 10 árum yngri í útliti á 2 mínútum.  

Glæsilegur sigur á Keflavík

Fyrsta sólóflugið er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma

Skólar landsins eru flestallir að byrja á fullu þessa vikuna, sama á hvaða skólastigi það er. Þeir sem eldri eru, eru margir hverjir að stíga sín fyrstu skref í nýju og framandi námi í áttina að markmiðum sínum. Í dag eru ungu fólki á Íslandi margir vegir færir og margt í boði. Björn Sigursteinsson er einn af þeim sem er að láta draum sinn rætast í flugnámi hjá Keili en með honum er einnig annar Eyjamaður, Gísli Valur Gíslason.   Útskrifast með atvinnuflugmannsréttindi eftir 18 mánuði Í flugnámi er hægt að fara tvær leiðir, önnur þeirra er modular- leiðin þar sem nemandinn byrjar á að taka einkaflugmanninn og eftir að hafa klárað það þá getur hann haldið áfram í atvinnuflugmannsnámið. Leiðin sem Björn valdi að fara kallast integrated eða samtvinnað atvinnuflugmannsnám. Nemendur í þessu námi geta hafið nám án nokkurs grunns í flugi og útskrifast með atvinnuflugmannsréttindi og MCC, sem eru áhafnarréttindi, á aðeins 18 mánuðum. Keilir er fyrstur skóla hér á Íslandi til að bjóða upp á slíka námsleið í fluginu og hefur tekist mjög vel til. Björn byrjaði, ásamt samnemendum sínum, í júlí í fyrra í fjarnámi þar sem þau tóku einkaflugmannshlutann, Björn var einnig svo lánsamur að geta farið í sinn fyrsta flugtíma í júlí. Fjarnámið stóð yfir ásamt innilotum með kennara út september en í byrjun október hófst bóklega atvinnuflugmannsnámið. Meðfram þessu náði Björn sér í sína fyrstu flugtíma, ásamt því að fljúga sitt fyrsta sólóflug en hann segir að það sé ,,eitthvað sem ég mun aldrei gleyma”. Seinasti vetur var langur og strangur hjá þeim. Fór mikil vinna í bóklega námið og sat verklega kennslan aðeins á hakanum sökum þess. Fyrsta önnin kláraðist svo í desember með prófum hjá Keili og Samgöngustofu. ,,Seinni önnin hófst svo rétt eftir áramót með tilheyrandi látum. En eins og alþjóð veit þá var síðasti vetur erfiður veðurfarslega séð og því fór minna fyrir verklegu kennslunni.“ Þann 5. júlí síðastliðinn var svo komið að útskrift hjá þeim og voru þau 31 sem útskrifuðust en það er stærsti hópur sem útskrifast hefur frá Flugakademíu Keilis frá upphafi. Verklegu kennslunni er svo skipt í fjóra hluta og fer kennslan fram á Diamond vélum skólans ásamt glænýjum Red-Bird flughermi. Í byrjun læra þau á almenna meðhöndlun á flugvélum ásamt því að taka sín fyrstu sólópróf. Í kjölfarið fara þau í sitt fyrsta cross-country flug ásamt því að taka svokallað cross-country solo progress check sem gefur þeim þá möguleika á að fljúga ein eitthvað út á land. Þriðji og fjórði hlutinn fer í tímasöfnun og blindflugsþjálfun bæði á eins hreyfils og tveggja hreyfla flugvél.   Skrifstofuútsýni úr 38.000 fetum er eitthvað sem heillar Ætlaðir þú alltaf að verða flugmaður? „Nei, ég get nú ekki sagt það, það var nú alltaf draumur að verða atvinnumaður í fótbolta, ásamt því að vinna sem tannlæknir, gott saman. En svo kom áhuginn á fluginu fyrir rétt rúmum fjórum árum og var lítið sem stöðvaði mig í því að gera það að framtíðaratvinnu.“ Hvað er það sem heillar við starfið? „Það er svo ótal margt sem heillar við starfið. Fjölbreytileikinn er auðvitað mikill, að fá að deila áhugamáli með atvinnu eru mikil forréttindi og auðvitað að hafa skrifstofuútsýni úr 38.000 fetum er eitthvað sem heillar mjög mikið.“   Hér birtist aðeins brot af viðtalinu við Björn, viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.
>> Eldri fréttir

Mannlíf >>

Fyrsta sólóflugið er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma

Skólar landsins eru flestallir að byrja á fullu þessa vikuna, sama á hvaða skólastigi það er. Þeir sem eldri eru, eru margir hverjir að stíga sín fyrstu skref í nýju og framandi námi í áttina að markmiðum sínum. Í dag eru ungu fólki á Íslandi margir vegir færir og margt í boði. Björn Sigursteinsson er einn af þeim sem er að láta draum sinn rætast í flugnámi hjá Keili en með honum er einnig annar Eyjamaður, Gísli Valur Gíslason.   Útskrifast með atvinnuflugmannsréttindi eftir 18 mánuði Í flugnámi er hægt að fara tvær leiðir, önnur þeirra er modular- leiðin þar sem nemandinn byrjar á að taka einkaflugmanninn og eftir að hafa klárað það þá getur hann haldið áfram í atvinnuflugmannsnámið. Leiðin sem Björn valdi að fara kallast integrated eða samtvinnað atvinnuflugmannsnám. Nemendur í þessu námi geta hafið nám án nokkurs grunns í flugi og útskrifast með atvinnuflugmannsréttindi og MCC, sem eru áhafnarréttindi, á aðeins 18 mánuðum. Keilir er fyrstur skóla hér á Íslandi til að bjóða upp á slíka námsleið í fluginu og hefur tekist mjög vel til. Björn byrjaði, ásamt samnemendum sínum, í júlí í fyrra í fjarnámi þar sem þau tóku einkaflugmannshlutann, Björn var einnig svo lánsamur að geta farið í sinn fyrsta flugtíma í júlí. Fjarnámið stóð yfir ásamt innilotum með kennara út september en í byrjun október hófst bóklega atvinnuflugmannsnámið. Meðfram þessu náði Björn sér í sína fyrstu flugtíma, ásamt því að fljúga sitt fyrsta sólóflug en hann segir að það sé ,,eitthvað sem ég mun aldrei gleyma”. Seinasti vetur var langur og strangur hjá þeim. Fór mikil vinna í bóklega námið og sat verklega kennslan aðeins á hakanum sökum þess. Fyrsta önnin kláraðist svo í desember með prófum hjá Keili og Samgöngustofu. ,,Seinni önnin hófst svo rétt eftir áramót með tilheyrandi látum. En eins og alþjóð veit þá var síðasti vetur erfiður veðurfarslega séð og því fór minna fyrir verklegu kennslunni.“ Þann 5. júlí síðastliðinn var svo komið að útskrift hjá þeim og voru þau 31 sem útskrifuðust en það er stærsti hópur sem útskrifast hefur frá Flugakademíu Keilis frá upphafi. Verklegu kennslunni er svo skipt í fjóra hluta og fer kennslan fram á Diamond vélum skólans ásamt glænýjum Red-Bird flughermi. Í byrjun læra þau á almenna meðhöndlun á flugvélum ásamt því að taka sín fyrstu sólópróf. Í kjölfarið fara þau í sitt fyrsta cross-country flug ásamt því að taka svokallað cross-country solo progress check sem gefur þeim þá möguleika á að fljúga ein eitthvað út á land. Þriðji og fjórði hlutinn fer í tímasöfnun og blindflugsþjálfun bæði á eins hreyfils og tveggja hreyfla flugvél.   Skrifstofuútsýni úr 38.000 fetum er eitthvað sem heillar Ætlaðir þú alltaf að verða flugmaður? „Nei, ég get nú ekki sagt það, það var nú alltaf draumur að verða atvinnumaður í fótbolta, ásamt því að vinna sem tannlæknir, gott saman. En svo kom áhuginn á fluginu fyrir rétt rúmum fjórum árum og var lítið sem stöðvaði mig í því að gera það að framtíðaratvinnu.“ Hvað er það sem heillar við starfið? „Það er svo ótal margt sem heillar við starfið. Fjölbreytileikinn er auðvitað mikill, að fá að deila áhugamáli með atvinnu eru mikil forréttindi og auðvitað að hafa skrifstofuútsýni úr 38.000 fetum er eitthvað sem heillar mjög mikið.“   Hér birtist aðeins brot af viðtalinu við Björn, viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Stjórnmál >>

Breyttur opnunartími leikskólanna

  Á fundi sem fræðsluráð hélt í gær var tekið fyrir bréf frá foreldrum barna vegna ákvörðunar Vestmannaeyjabæjar að stytta vistunartíma barna frá klukkan 17:00 í 16:15. Á fundinum var ákveðið að breyta þessum tíma aftur og er tímin nú til 16:30 til að koma til móts við þá foreldra sem þurfa lengri tíma en fræðsluráð leggur miklar áherslu á gott samtal milli foreldra og ráðsins og telur að með erindinu séu rök bæði skólastjórnenda og foreldra komin fram segir í bókun ráðsins.   Hér má sjá bókun ráðsins í heild.   Bréf frá foreldrum vegna ákvörðunar um breytingar á lokunartímum leikskóla í Vestmannaeyjabæ lagt fram.   Fræðsluráð hefur móttekið erindi frá foreldrum leikskólabarna þar sem gerð er athugasemd við ákvörðun ráðsins frá 275. fundi 11. maí sl. um breytingu á lokunartíma leikskóla sveitarfélagsins. Ráðið tekur fram að erindi um breytingu á lokunartíma leikskóla kom frá leikskólastjórnendum. Tillaga leikskólastjórnenda fyrir breytingu á opnun leikskóla var byggð á eftirfarandi rökum; a) lítil nýting dvalartímans eftir kl. 16:15 b) hagræðing í rekstri c) stuðlar að fjölskylduvænna samfélagi. Í erindinu er gerð athugasemd við að ákvörðun hafi verið tekin án aðkomu fulltrúa foreldra leikskólabarna. Ráðið bendir á að foreldrar leikskólabarna hafa áheyrnarfulltrúa á fundum ráðsins og eru boðaðir sem slíkir með fundarboði í gegnum tölvupóst og er það ekki á ábyrgð ráðsins að þeir mæti á fundi. Í erindinu er fjallað um opnunartíma leikskóla í ákveðnum sveitarfélögum. Fræðslufulltrúi Vestmannaeyjabæjar tók saman lista yfir opnunartíma 18 sveitarfélaga og kom í ljós að af þeim 18 sveitarfélögum sem skoðuð voru var algengasti opnunartími leikskóla frá 7:45-16:15.   Fræðsluráð leggur mikla áherslu á gott samtal milli foreldra og ráðsins og telur að með erindinu séu rök bæði skólastjórnenda og foreldra komin fram. Ráðið þakkar því erindið og samþykkir að breyta ákvörðun ráðsins frá 11. maí 2015 á þann veg að opnunartíminn verði frá 07:30-16:30 í stað 07.30-16:15 frá og með 17. ágúst 2015 líkt og samþykkt var á fundi nr. 275. Fræðsluráð beinir því til skólaskrifstofu og skólastjórnenda leikskólanna að kynna fyrirhugaða breytingu vel.

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Bæjarráð ítrekar beiðni um hluthafafund

Fyrir bæjarráði lá svar Landsbankans þar sem beiðni Vestmannaeyjabæjar um hluthafafund er hafnað. Áður hafði Vestmannaeyjabær óskað eftir slíkum fundi með það fyrir augum að ræða sérstaklega áform um byggingu nýrra höfuðstöðva á verðmætustu lóð í landinu og móta eigendastefnu þar að lútandi.   Bæjarráð gerir alvarlegar athugasemdir við fyrirliggjandi bréf og bendir stjórnendum bankans á að almennt sé gert ráð fyrir jafnræði hluthafa varðandi upplýsingar og helsti vettvangur til þess séu hluthafafundir. Fáheyrt verður að telja að neita beiðni eigenda um að ræða stefnumótun og fá aðgengi að upplýsingum sem ekki lúta bankaleynd. Bæjarráð vísar meðal annars til leiðbeiningarregla um góða stjórnhætti, sem bankinn segist fylgja (sjá hér).   Þar segir í grein 2.10 um samskipti við hluthafa: 2.10 Samskipti við hluthafa Samskipti stjórnar við hluthafa eiga að einkennast af hreinskilni og vera skýr og samræmd. 2.10.1 Allir hluthafar skulu hafa sama aðgengi að upplýsingum um hagi félagsins. Upplýsingagjöf til hluthafa á þannig að takmarkast við hluthafafundi eða miðlun samræmdra skilaboða til allra hluthafa á sama tíma. 2.10.2 Stjórn skal koma á skilvirku og aðgengilegu fyrirkomulagi samskipta hluthafa við stjórn félagsins þannig að þeir hafi jöfn tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við hana. Hluthafar skulu þannig eiga þess kost að gera stjórn félagsins grein fyrir viðhorfum sínum tengdum rekstri þess og leggja spurningar fyrir stjórnina.   Í ljósi viðbragða Landsbankans telur bæjarráð sig tilneitt til að óska eftir því við bankasýslu ríkisins að svo fljótt sem verða má verði boðað til hluthafafundar. Í viðbót við þau almennu sanngirnissjónarmið að eigendur bankans komi að mótun stefnu bankans vísar bæjarráð til eigendastefnu ríkisins: http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/Utgefin_rit/Eigandastefna_rikisins_01092009.pdf þar sem mikil áhersla er lögð á gagnsæi.   Til stuðnings beiðni sinnar vísar bæjarráð sérstaklega til eftirfarandi kafla eignendstefnunar: "Samskipti ríkis og fjármálafyrirtækja sem það á eignarhluti í  − Þeir sem fara með eigandahlutverk ríkisins í fjármálafyrirtækjum eiga að sinna því í samræmi við félagsform hvers fyrirtækis. Algengast er að slík fyrirtæki séu hlutafélög og skal þá fara eftir lögum og reglum sem um slíka starfsemi gilda. − Aðkoma ríkisins sem eigandi byggist á almennum viðurkenndum viðmiðum um góða stjórnarhætti fyrirtækja. Auk þeirra viðmiða sem sett eru fram í eigandastefnu ríkisins eiga fjármálafyrirtæki að fara að lögum og reglum sem um starfsemina gilda og fylgja leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem m.a. byggjast á leiðbeiningum frá OECD. Árlega skal birta yfirlýsingu um stjórnarhætti fyrirtækjanna í ársskýrslum þeirra. − Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti í fjármálafyrirtækjum og kemur fram fyrir hönd ríkisins á aðal- og hluthafafundum. Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins eiga hvorki að taka þátt í daglegum rekstri fyrirtækjanna né hafa áhrif á ákvarðanir þeirra utan hefðbundinna samskiptaleiða sem tengjast félagsformi hvers fyrirtækis eða um er samið í samningum milli Bankasýslunnar og fjármálafyrirtækja. Bankasýslan skal kappkosta að efla og styrkja samkeppni á fjármálamarkaði og hafa skýrt skipulag í samskiptum sínum við fyrirtækin þannig að staða hennar sé trúverðug. − Hluthafafundur (á líka við um stofnfjárfund eða samsvarandi vettvang annarra félagsforma) hefur æðsta vald í öllum málefnum fjármálafyrirtækja. Ríkið líkt og aðrir hluthafar beri upp mál sín á hluthafafundi".   Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir því við Bankasýslu ríkisins að svo fljótt sem verða má verði boðað til hluthafafundar þar sem sérstaklega verði fjallað um byggingu nýrra höfuðstöðva á verðmætustu lóð í landinu og móta eigendastefnu þar að lútandi.  

Guðrún Bergmann með kynningu á húðvöru- og bætiefnilínu í dag

 Rithöfundurinn og heilsuráðgjafinn Guðrún Bergmann er stödd í Eyjum í dag í boði Eyjapeyjans Elíasar Inga Björgvinssonar og einkonu hans Sunnu Kristrúnar Gunnlaugsdóttur. Þau eru dreifingaraðili á húðvöru- og bætiefnilínunni frá Jeunesse, en þetta eru einhverjar framúrstefnulegustu og virkustu vörur á heilsumarkaðnum í dag. Guðrún kynnir vörulínuna í Eldey við Goðahraun á tveimur kynningum, annarri kl. 17:30 og hinni kl. 20:00. Allir sem hafa áhuga á betri og sléttari húð, hámarks líkamsorku og auknum lífsgæðum eru boðnir velkomnir, en hvað er það sem gerir vörurnar svona sérstakar?   “Ég er búin að pæla í vítamínum og bætiefnum og prófa mig áfram með lífrænar snyrtivörur í meira en 25 ár og þetta eru flottustu vörur sem ég hef kynnst,” segir Guðrún. “Þegar ég var að vinna bókina mína UNG Á ÖLLUM ALDRI árið 2012, fann ég við heimildarvinnu umfjöllun um þrjá lækna sem unnið höfðu Nóbelsverðlaun fyrir það sem þá var kallað “stærsta erfðafræðilega uppgötvun síðustu 50 ára”, en þeir uppgötvuðu að við eldumst þegar litningaendarnir á frumum okkar styttast og eyðast upp, frumurnar deyja og þeim fækkar sem geta endurnýjað líkamann. Eitt af bætiefnunum í línunni hjá Jeunesse lengir þessa litningaenda og gefur frumunum okkar þar með lengra líf – og yngir okkur innanfrá.”   En hvað með húðvörulínuna? “Hún er öll byggð á stofnfrumutækni og í henni eru boðefni sem tala sama tungumál og frumurnar í líkama okkar, þannig að þær fá boð um að gera við og endurnýja sig þegar kremin eru borin á húðina. Þetta eru EINSTAKAR vörur, byggðar á einkaleyfisvörðum formúlum, svo enginn önnur húðvörulína í heiminum í dag hefur sömu eiginleika. Vörurnar eru þróaðar af húð- og lýtalækninum Dr. Nathan Newman, sem er leiðandi á sínu sviði í heiminum. Fyrir utan að þétta og djúphreinsa húðina og grynnka hrukkur, virkar húðvörulínan vel á ýmsa húðkvilla eins og rósroða, exem, psorisasis og bólur, m.a. svokallaðar unglingabólur. Einnig vinna þær á og laga sólarskemmdir á húð, sem geta orðið þegar við erum ung, en koma svo fram síðar sem slæmir húðblettir.”   Elías Ingi og Sunna Kristrún bjóða öllu áhugasömu Eyjafólki að koma á kynningar Guðrúnar. Mætingu fylgir engin skuldbinding önnur en að fræðast. Allir gestir eru leystir út með prufu af Instantly Ageless kreminu, sem gerir fólk 10 árum yngri í útliti á 2 mínútum.  

Greinar >>

Óvild, arður og réttlæti.

 "En maður les líka á milli línanna hjá sumum að þar skín í gegn óvildin í garð sjávarútvegsins og þeirra fyrirtækja sem stunda útgerð á Íslandi.” Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali sem birtist við hann í Morgunblaðinu 20. ágúst sl. þar sem hann ræðir um Rússadeiluna svonefndu.   Og í viðtalinu segir Bjarni einnig: “Að ná höggi á fiskveiðistjórnunarkerfið er orðið sjálfstætt markmið hjá þessu fólki. En fiskveiðar og arðbært stjórnkerfi er það sem hefur komið undir okkur fótunum, með þessu höfum við byggt upp það samfélag sem við búum í. Það er ótrúlega dapurlegt að lesa þetta." Það er því miður of mikið til í því hjá hæstvirtum fjármálaráðherra að óvild í garð sjávarútvegsfyrirtækja er allt of algeng og allt of mikil meðal fólks. Það er mjög skaðlegt hugarfar og engum til gagns. En það er kolrangt hjá ráðherra ef hann heldur að óvildin sé tilkomin vegna þess að stjórnkerfi fiskveiða er arðbært.   Ástæða þessarar óvildar er augljós og einföld og hún er sú að hann og aðrir stjórnmálamenn sem hafa ekki staðið sig í að tryggja að þjóðin geti treyst því að hún eigi fiskveiðiauðlindirnar og fái að njóta arðsins af þeim. Og fjármálaráðherra hefur raunar verið í liði með þeim sem hafa viljað tryggja að almenningur í landinu fái bara molana sem til falla þegar sérvaldir éta kökuna.Til að breyta þessu neikvæða hugarfari þarf að gera tvennt. Það þarf að setja skýrt ákvæði í stjórnarskrá um að þjóðin eigi fiskveiðiauðlindirnar. Og það þarf að bjóða réttinn til að nýta auðlindirnar upp á jafnræðisgrundvelli. Aðeins þannig verður réttur þjóðarinnar til þessara auðlinda og arðsins af þeim tryggður í orði og í verki. Verði þetta hvorugt gert mun fólkið í landinu aldrei verða sátt og sem betur fer ekki. Það á ekki og má ekki verða sátt um óréttlæti. Þetta verður fjármálaráðherra að fara að skilja og það er brýnt að það gerist sem fyrst því að óánægjan sem er um þessi mál hjá þjóðinni er ekki bara skaðleg fyrir sáttina í samfélaginu. Hún er mjög skaðleg fyrir sjávarútvegsfyrirtækin og alla þá sem hjá þeim starfa, fjárhagslega hagsmuni þeirra og allrar þjóðarinnar.   Það verður enn þá óásættanlegra hversu neikvæð umræðan um sjávarútveginn oft er þegar litið er til þess hversu margt í sambandi við hann ætti að vera okkur tilefni til að gleðjast og fyllast stolti. Framleiðsla á næringarríkum mat í heimi þar sem mikil þörf er fyrir holla fæðu. Og aðrar fiskveiðiþjóðir horfa mjög til okkar því að okkur hefur tekist mjög margt miklu betur en langflestum. Fiskistofnarnir okkar eru nýttir með ábyrgum hætti, sjávarútvegur skilar miklum arði og framleiðnin í honum er mjög góð miðað við það sem gerist í öðrum löndum. Hagfræðilegar rannsóknir sýna að sjómennirnir okkar eru einhverjir þeir hæfustu og duglegustu í heimi og fiskverkunarfólkið okkar skilar hágæða afurðum. Er ekki óþolandi að láta allt þetta dugmikla fólk þurfa að hlusta sí og æ á neikvæða umræðu um greinina sem það starfar í? Mér finnst það.   Íslenskur sjávarútvegur á auðvitað að vera og hefur verið mjög jákvæður þáttur í sjálfsmynd okkar. Þetta er atvinnugreinin sem kom okkur almennilega á lappirnar. Það er mjög skaðlegt fyrir okkur öll hvernig deilur um úthlutun aflaheimilda og skiptingu arðsins af nýtingu fiskveiðiauðlindanna hafa skaðað ímynd starfsstétta sem tengjast sjávarútvegi og byggða sem mikið byggja á útgerð. Og leitt til hugarfars og umræðna sem fjármálaráðherra kallar óvild í garð fyrirtækja í sjávarútvegi.   Þessu verður að breyta og eina leiðin til þess er að þjóðin geti treyst því að hún eigi fiskveiðiauðlindirnar og njóti þess arðs af þeirri eign sinni sem henni ber. Við þurfum að hafa það skýrt og skorinort í stjórnarskrá og það þarf að bjóða nýtingarréttinn upp.   Þegar við höfum komið þessu í verk munu fyrirtæki í sjávarútvegi njóta velvildar þjóðarinnar allrar.      

VefTíví >>

Gott að lesa

Átakið um Þjóðarsáttmála um læsi verður hrint af stað í dag klukkan  9.30 þegar undirritaður verður sáttmáli í Borgarbókasafni með borgarstjóra Degi B. Eggertssyni.    Á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins er hægt að finna allskyns upplýsingar um átakið og  myndband með laginu "Gott að lesa" sem Ingó veðurguð flytur en það má sjá í spilaranum með fréttinni. Inni á heimasíðunni segir að haustið 2015 mun mennta- og menningarmálaráðuneyti í samvinnu við sveitarfélög og skóla vinna að Þjóðarsáttmála um læsi með það að markmiði að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun í kjölfar Hvítbókar um umbætur í menntun. Framlag ráðuneytisins verður í formi ráðgjafar, stuðnings, lesskimunar og aukins samstarfs við foreldra.   Lestrarfærni er forsenda virkrar þátttöku í lýðræðis- samfélagi en bágur lesskilningur getur haft neikvæð áhrif á námsframvindu og þar með atvinnutækifæri síðar meir. Margt er vel gert í skólastarfi hér á landi og sýna alþjóðlegar kannanir að Íslendingar búa við gott menntakerfi, þar sem helstu styrkleikar eru jafn námsárangur milli skóla, vellíðan nemenda og sveigjanlegt skólakerfi með lítilli miðstýringu. Það veldur þó miklum áhyggjum að lesskilningur hefur versnað og að við lok grunnskóla getur of stór hluti barna ekki lesið sér til gagns. Ástæðan er ekki augljós en vafalaust er um að ræða flókið samspil margra þátta og því mikilvægt að snúa vörn í sókn   Á næstu fimm árum verður gert margþætt átak sem mun skila okkur enn betra menntakerfi til framtíðar.   Sáttmálin verður undirritaður í Vestmannaeyjum þann 21. september klukkan 14:00.