Fatlaðir eiga að búa við jafnrétti og sambærileg lífskjör og aðrir íbúar

„Það sem af er þessu kjörtímabili hefur Vestmannaeyjabær lagt áherslu á að nýta rekstrarhagræðingu seinustu ára til að auka þjónustu við bæjarbúa,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í samtali við Eyjafréttir. „Skiljanlega er alltaf viðkvæmt þegar ráðist er í hagræðingu og það ekki oft vinsælt. Við sem tímabundið gegnum embættum sem eru ábyrg fyrir almannafé megum samt ekki hræðast slíkt enda eru þær aðgerðir grunnur að því að efla þjónustuna heilt yfir. Sú leið að hagræða þar sem mögulegt er hefur nú gert okkur mögulegt að efla samfélagið með nýjum þjónustuþáttum. Þannig var á seinasta ári höfuðáhersla lögð á hlut barna og barnafjölskyldna sem meðal annars skilaði mikilli fjölgun á leikskólaplássum, frekari niðurgreiðslu til dagmæðra, heimagreiðslum til foreldra, tómstundastyrkjum til barna undir 16 ára auk þess sem ákveðið var að viðhalda þjónustuþáttum á borð við að veita öllum börnum gjaldfrjálst aðgengi að sundlaug o.fl.“ Á meðan innleiðing á þessum þjónustuþáttum gagnvart börnum og barnafólki stóð yfir var hafinn undirbúningur að stóreflingu þjónustu við aðra þjónustuhópa, þar með talið við fatlaða en mat bæjaryfirvalda var að löngu tímabært væri að þeir þjónustuþegar fengju aukna athygli. „Á aðalfundi Þroskahjálpar sem fram fór í seinustu viku voru ný þjónustuúrræði kynnt. Fundurinn sjálfur var haldinn í nýrri hæfingastöð sem starfrækt er í því húsnæði sem áður hýsti Kertaverksmiðjuna Heimaey sem nú hefur verið endurgert og aðlagað þörfum samtímans og breyttum áherslum. Hin nýja hæfingamiðstöð varð til þegar Hæfingastöðin Hamar og Kertaverksmiðjan Heimaey sameinuðust og er þar í dag veitt alhliða hæfing með áherslu á að mæta á heildstæðan máta þörfum fatlaðs fólks á hverskonar dagþjónustu, vinnu, hæfingu og þjálfun í margvíslegri hæfni,“ segir Elliði og bætir við að á fundinum hafi hann einnig farið yfir hvernig Vestmannaeyjabær hyggst halda áfram að bæta hag fatlaðra í Vestmannaeyjum. „Markmið Vestmannaeyjabæjar er að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra íbúa Vestmannaeyja og skapa því skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi.“ Stór þáttur í því að ná þessu markmiði er m.a. að tryggja að fatlaðir geti komist ferða sinna og aðgengismál því aðkallandi. „Með það fyrir augum hefur Vestmannaeyjabær ráðist í mikið átak við að bæta aðgengismál. Auk þess sem lyftur hafa verið settar í nánast allar stofnanir Vestmannaeyja sem eru með starfsemi á fleiri en einni hæð (td. Eldheima, Kviku, Barnaskólann, Safnahúsið o.fl.). Þá hafa gangstéttir verið hannaðar og lagðar með þessi sömu markmið í hug,“ segir Elliði.   Löngu tímabær bragabót Þegar kemur að húsnæðismálum fatlaðra segir Elliði Vestmanna-eyjabæ einfaldlega ekki hafa staðið sig jafn vel og því löngu tímabært að gera þar bragabót á. „Upphaflega stefndum við að því að byggja fjórar til sex íbúðir í sem mestu nábýli við núverandi sambýli við Vestmannabraut. Það reyndist þó þrautinni þyngri enda lóðakostur í nágrenninu þröngur. Í þeirri stöðu var ákveðið að horfa til annarra lóða í miðbænum. Þegar upp kom sú staða að fella ætti gömul og úrsérgengin fiskvinnsluhús í hjarta miðbæjarins kviknaði áhugi á því að skoða fasteignaþróun á þeim reit með íbúðir fyrir fatlaða í huga. Í kjölfar auglýsingar þar sem leitað var eftir samstarfi við áhugasama um slíka fasteignaþróun var ákveðið að vinna með Steina og Olla að slíku meðal annars með húnsæðisþarfir fatlaðra í huga,“ segir Elliði. „Þar var skoðað að koma fjórum til sex íbúðum fyrir í nýju húsnæði þar sem Ísfélagið hefur hingað til verið. Frekari fasteignaþróun og rýnivinna með hagsmunaðilum fatlaðra kveikti síðan þá hugmynd að flytja starfsemi Sambýlisins í þetta sama húsnæði. Til grundvallar þeirrar ákvörðunar lá annars vegar að koma Sambýlinu í nýtt og heppilegra húsnæði enda núverandi húsnæði barn síns tíma enda hátt í 30 ára gamalt. Þá var það sterk skoðun okkar sem að þessu komu að mikilvægt væri að gefa fötluðum kost á að njóta góðs aðgengis að stuðningi hvort sem þeir væru í sjálfstæðri búsetu eða á Sambýli auk þess sem í þeirra hópi, eins og annarra, er maður manns gaman og mikilvægt að stilla hlutum þannig upp að unnið sé gegn félagslegri einangrun og þvert í móti hvatt til samgangs og samneytis,“ segir Elliði. Hugmyndin er því að bæði nýtt sambýli og allt að sex íbúðir fyrir fatlaða verði í einu og sama húsinu. Tekur Elliði þó skýrt fram að fasteignaþróun sé ekki lokið og ekkert hafi verið klappað í stein þótt mótaðar hugmyndir liggi nú fyrir. „Þessar hugmyndir fela sem sagt í sér að nýtt sambýli verði staðsett á annarri hæð nýbyggingar við Strandveg 26 þar sem Ísfélagið hefur hingað til haft höfuðstöðvar sínar og á þriðju hæð verði fjórar til sex íbúðir fyrir sjálfstæða búsetu fatlaðra sem þannig geta sótt þjónustu í sambýlið og notið samneytis við aðra íbúa þar. Hugmyndin felur það einnig í sér að hluti af burðarvirki þess húss sem þarna hefur staðið verði nýtt og þannig verði bæði sparað í tíma og hvað varðar fjármagn án þess að á nokkurn máta verði gefið eftir af kröfum um gæði byggingar. Í því felst að þótt húsið verði að mestu fjarlægt og þar með talið botnplötur, allt byggingarefni annað en steypa o.fl. þá nýtist burðavirkið áfram og þannig er einnig vernduð sú ásýnd sem Eyjamenn og gestir þekkja svo vel.“   Fyrstu íbúðirnar klárar 2018 Miðað við fyrstu tillögur er gert ráð fyrir að megnið af fyrstu hæðinni og öll fjórða hæðin verði í eigu einkaaðila en Vestmannaeyjabær mun þó stefna að því að eiga sjálfan bogann og nýta hann til að efla menningu og mannlíf í Vestmannaeyjum. „Öll önnur hæðin verður hinsvegar nýtt undir Sambýli fatlaðra. Þar verður veitt sólarhringsþjónusta og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Frumhönnun gerir ráð fyrir fimm íbúðum líkt og í dag eru á Sambýlinu en gert er ráð fyrir möguleika á því að nýta rúmlega 100 fermetra í viðbót þegar þörf verður á. Á þriðju hæðinni er svo stefnt að því að vera með allt að sex íbúðir sem verða sérhannaðar fyrir fatlaða. Miðað við frumhönnun er um að ræða rúmlega 50 fermetra íbúðir með sérinngangi auk sér svala fyrir hverja íbúð. Þar til viðbótar verða sennilega tvær stærri íbúðir á þeirri hæð í einkaeigu. Sem fyrr segir er svo gert ráð fyrir því að öll fjórða hæðin verði í einkaeigu,“ segir Elliði. Að sögn Elliða hefur öll undirbúningsvinna gengið nokkuð vel og vonir standa til að hönnun ljúki núna í vor og verklegar framkvæmdir hefjist í beinu framhaldi af því. „Auðvitað eru enn margir óvissuþættir en við stefnum að því að árið 2018 verði hægt að flytja inn í fyrstu íbúðirnar. Reynslan er þó sú að ekki er ólíklegt að óvissuþættir kunni að valda einhverjum drætti.“ Eins og fyrr segir er stefna bæjaryfirvalda að Vestmannaeyjar séu góður staður fyrir alla. „Við erum stöðugt að leggja okkur fram um að bæta samfélagið og í þetta skiptið eru það mýkri málaflokkarnir sem eiga hug okkar því í viðbót við það sem hér getur um og þá miklu þjónustuaukningu sem orðið hefur í því sem snýr að börnum og barnafjölskyldum þá erum við einnig í miklum framkvæmdum við málaflokk aldraðra, viðbyggingu við leikskóla og ýmislegt fleira. Við göngum fram undir kjörorðunum „Þar sem hjartað slær“ og það er okkar sem samfélags að tryggja að hjartað slái fyrir alla Eyjamenn og þá ekki síst börn og þá sem af einhverjum ástæðum þurfa sérstaka aðstoð,“ segir Elliði.    

Úr listinni í sjávarútveginn

Freyja Önundardóttir myndlistarmaður er Eyjamönnum að góðu kunn. Hún er fædd og uppalin í Eyjum og drakk í sig náttúru og kraft Eyjanna með móðurmjólkinni. Hún hefur haldið þó nokkrar sýningar á verkum sínum í Eyjum, aðallega í tengslum við goslokahátíðir. Freyja hefur lagt pensilinn á hilluna í bili og nýtir nú krafta sína í þágu sjávarútvegsins. Hún stýrir útgerð Önundar sem gerir út Þorstein ÞH 115 frá Raufarhöfn sem nú er gerður út frá Njarðvík, auk þess að vera formaður stjórnar ört stækkandi félags kvenna í sjávarútvegi, KIS.     Skemmtilegasta fólkið og fallegast ,,Ég er bara Vestmannaeyingur og er stolt af því. Ég er uppalin í Eyjum, flutti með foreldrum mínum í gosinu til Raufarhafnar. Á Raufarhöfn er gott fólk sem tók okkur vel. Mér leið alls ekki illa þar en það var meira líf og fjör og meira um að vera í Eyjum. Ég vildi aldrei fara þaðan, það voru þung spor að flytja alla leið norður í land“ segir Freyja þegar hún er spurð að því hver hún sé. ,,Ég flutti um 15 ára aldur aftur til Eyja til ömmu og afa, Ella og Evu í Varmadal og bjó þar fram yfir tvítugt. Þar bjó ég þegar ég eignaðist dóttur mína og amma passaði á meðan ég kláraði verslunarpróf í Framhaldsskólanum“. ,,Ég var alltaf með þessa heimþrá í Eyjarnar. Hún fer ekkert þó maður eldist. Eyjar eru heim í mínum huga. Þar er skemmtilegasta fólkið, þar er fallegast og mér líður vel þar. Ég finn að það er ákveðin virðing fyrir Vestmannaeyjum og Vestmannaeyingum og það myndu margir vilja vera tengdir Eyjum“. ,,Fyrst eftir að ég flutti hér í bæinn og amma var á lífi þá hoppaði ég um helgar, fór mjög oft til Eyja þau árin. Eftir að amma seldi Varmadal þá breytist munstrið og eftir að hún dó fór ég sjaldnar til Eyja. En svo datt ég í golfið, datt í það í orðsins fyllstu merkingu og styrkti tenginguna við Öldu vinkonu mína sem er golfari af Guðs náð og Hrönn og fleira fólk í Eyjum og fór að fara meira til Eyja“. Eyjarnar hafa alltaf togað í Freyju. ,,Þegar ég flutti frá Eyjum þá var þessi ókyrrð í mér. Þegar ég flutti sem fullorðin manneskja með mitt barn til Þórshafnar, þá fór ég til ömmu og afa í þrjár vikur, tvisvar til þrisvar á ári, bara til þess að lifa af. ,,En næringin, andlega næringin og líðanin, komandi til Eyja verandi þar, það er sérstök tilfinning. Ég er búin að fara út um allan heim og upplifi þessa tilfinningu hvergi annars staðar. Það eru alveg sérstaklega góðar og jákvæðar tilfiningar hjá mér tengdar Vestmannaeyjum. Ég man ekki eftir neinum leiðindum þar, þau eru þá gleymd hafi þau einhvern tíma verið“.     Eljusemi og dugnaður mótaði mig Freyja telur að umhverfið og fólkið í kringum hana á árunum í Eyjum hafi mótað hana mest. ,,Í mínum huga eru mótunarárin þessi ár í Vestmannaeyjum, auðvitað tekur maður alltaf eitthvað inn hvar sem maður er en þetta er sterkast held ég. Vinnuumhverfið, þetta at og þessi eljusemi og dugnaður fólks. Ég held að það hafi verið stór þáttur í að móta mig. Mér fannst alltaf alveg hrikalega skemmtilegt að vinna. Það voru náttúrulega allir að vinna“. ,Stór áhrifavaldur í að móta mann eru náttúruöflin og það situr í okkur að eilífu sem upplifðum gosið. Ég var heppin því að í mínum huga var þetta líkt ævintýri. Ofboðslega flott og magnað á meðan fólk sem er nálægt mér tók því allt öðruvísi“. Í Eyjum vann Freyja í frystihúsi og gekk oft í störf sem höfðu tilheyrt strákunum. Hún var þerna á Herjólfi, ,,svo var ég á sjó og fannst það frábært, vann við hina frægu uppgræðslu í Eldfellinu. Með skólanum var ég að beita hjá Stjána á Emmunni. Með skóla var alltaf unnið líka, þetta var rosalega skemmtilegur tími, æskan og unglingsárin í Eyjum.“   Skapandi vinna Af hverju myndlist? ,, Þetta blundaði alltaf í mér, var það skemmtilegasta sem ég gerði öll mín skólaár. Skapandi vinna átti alltaf vel við mig og það er ágætis saga á bak við það. Amma í Varmó hélt þessu svolítið að mér. Hún bað mig þegar ég átti stelpuna að setjast nú niður og gera myndir af henni fyrir sig. Og það eiginlega kom mér af stað. Þetta var draumur en ég hélt að ég ætti ekki erindi, fannst þetta eitthvað svo flókið að ætla í myndlistarnám með lítið barn“. Freyja setti sjálfa sig í biðstöðu gagnvart myndlistinni eins og hún orðar það. En löngunin var til staðar. ,,Ég fór að leita að því sem mig langaði virkilega að gera og þá kom myndlistin aftur upp. Ég fór í myndlistarskóla á Akureyri, fannst þetta dásamlegur tími og skemmtilegt nám sem ýtti hressilega við mér. Vann svo á Þórshöfn við myndlist og myndlistarkennslu, þvældist í rauninni um og bjó til námskeið í skólum sem höfðu ekki faglærða myndlistarkennara. Ég fór svo í fjarnám í Uppeldis- og kennslufræðum við Háskólann á Akureyri, þá búsett á Þórshöfn.“ Freyja rak gallerý með fleiri myndlistarkonum í Reykjavík, það var meðal annars ástæða þess að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. ,,Ég rak gallerí og vinnustofu, var með sýningar hérlendis og erlendis, nóg að gera og gekk bara vel. Sýndi nokkrum sinnum í Eyjum, mér fannst það tilheyra og stóru einkasýningarnar voru eiginlega í Eyjum. Ég fékk mikið út úr því og fann fyrir stuðningi og áhuga fólks á því sem ég var að gera. Fólk stendur með sínum þegar vel gengur og líka þegar eitthvað bjátar á. Ég held að við sem upplifðum gosið, stöndum saman fram í rauðan dauðann. Það er rosalega sterk samstaða í Eyjum þó að menn takist á“.   ,,Ég er nú ennþá á floti” Freyja var farin að skoða framhaldsnám og var mastersnám í myndlist ofarlega á blaði. ,,Ég þarf að ögra og takast á við það sem er nánast óhugsandi. Ég hef þúsund sinum upplifað það og hugsað: Jæja, nú ætlar þú að drekkja þér. Nú ertu komin út í dýpstu laugina af öllum djúpum en ég er nú ennþá á floti,“ segir Freyja og hlær. Freyja fór í meistaranám í verkefnastjórnun, MPM nám. ,,Það höfðaði sterkt til mín því stór partur námsins var skapandi hugsun, gagnrýnin hugsun og mannlegi þátturinn sem heillaði mig. Hann er mjög stór í þessu námi auk þess hef ég allt mitt líf verið í alls konar skipulagninu. Í myndlistinni gerði ég allt sjálf og lífið það er verkefnaskipt. Myndlistin getur verið einmanaleg ,,auðvitað eru samskipti við fólk og samvinna á sýningum en vinnan sjálf, maður verður hálf einrænn. Þess vegna valdi ég verkefnastjórn því í henni er fullt af fólki, samvinna og samskipti“. Að loknu mastersnámi fór Freyja í þriggja mánaða starfsnám hjá viðburðarfyriræki á Möltu. ,,Ég var meira og minna á kafi úti, fór að læra köfun, sjórinn hann togar alltaf í mig. Í málverkinu var það sjórinn og náttúran. Þetta er allt tengt maðurinn og náttúran og svo náttúran og sjórinn. Þetta er einhvern veginn í blóðinu eða mjög sterklega innprentað í mig“.   Sá málverkin neðansjávar Freyja er með köfunarréttindi á 30 metra dýpi. ,,Ég hef reyndar ekkert kafað á Íslandi en ég fór aftur út að kafa. Það er mjög skemmtilegt, þarna var nýr heimur sem opnaðist, þetta var dásamlegt. Það var skrýtin og sterk upplifun þegar ég byrjaði að kafa og fara á fallega neðansjávarstaði. Þá sá ég oft málverkin mín. Þau voru bara þarna og ég var búin að sjá þetta áður í málverkunum mínum. Ég elska að upplifa nýja heima og neðansjávar er nýr heimur og allt annar en ofansjávar. Þegar heim var komið fór ég að hjálpa foreldrum mínum í útgerð Önundar ehf. með einstaka verkefni. Fljótlega var alveg ljóst að það var ekki hægt að gera þetta í hjáverkum og nú rek ég útgerðina. Það varð því ekki úr að ég færi í stórt fyrirtæki innan um fullt af fólki sem var tilgangurinn með verkefnastjórnuninni“. Áfram heldur Freyja: ,,Mér finnst þetta æðislegt, þetta er svo gott og gefandi. Mér finnst ég eiga heima í þessum geira. Ég hef grunnþekkingu og reynslu sem ég hef safnað frá barnæsku. Ég finn mig vel í sjávarútvegi og verkefnin eru skemmtileg. Þegar maður hefur bakgrunnskilning þá eru hlutirnir oft einfaldari. Ég er mjög ánægð með þann stað sem ég er á núna, það er ekki spurning“. Freyja leigir skrifborð í Sjávarklasanum, það gerði hún til þess ,,að vera innan um fólk, hafa tengingu og vinnuaðstöðu annars staðar en heima. Ég kynntist starfsemi Sjávarklasans í gegnum félag kvenna í sjávarútvegi. Þegar félag kvenna í sjávarútvegi var stofnað fyrir þremur árum þá mætti ég á kynningarfund. Fullkomin óvissa var um hversu margar konur myndu mæta en við vorum hundrað konur sem skráðum okkur í félagið á þessum fundi og það var langt umfram væntingar. ,Glæsilegt framtak, ég var kosin í fyrstu stjórnina og er nú orðin formaður stjórnar. Þetta er frábær félagsskapur.“   Aldrei gaman hjá Jóakim aðalönd Konur hafa hvorki verið sýnilegar né áberandi í þessum geira, þær hafa oftast verið bak við tjöldin. Félag kvenna í sjávarútvegi er félagskapur fyrir allar konur sem eru í sjávarútvegi eða tengja starfið sjávarútveginum og afleiddum greinum.“ Freyja heldur áfram: ,,Þetta eru ekki bara sjóarakonur eða þær sem eru í grunnsjávarútvegi. Þetta eru konur í þjónustu við útgerðina til dæmis konur í bönkum. í Vestmannaeyjum eru konur sem eiga fullt erindi í félagið og hafa sérþekkingu á sjávarútvegi frá fjármálahliðinni. Endurskoðandi ársreikninga hjá útgerð hefur sérþekkingu, konur í sölumálum og allskonar framleiðslu. Konur í nýsköpun í sjávarútvegi sem nýta t.d. þörunga eða kollagen úr þorski og fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveginn eins og t.d. Marel.“ Freyju er umhugað um að fjölga konum í félaginu sem eru nú 200. ,,Ef kona hefur tilfinningu fyrir því sjálf að vinnan hennar snúist að einhverju leyti um sjávarútveginn þá á hún heima í félagi kvenna í sjávarútvegi. Við erum búnar að sjá mýmörg dæmi þess að félagið er að skila faglegri þekkingu og samböndum, fyrir utan það hvað er gaman að tilheyra svona hópi.“ Sjávarútvegurinn stendur ekki einn og sér, það er enginn eyland og virðiskeðjan þarf öll að ganga upp, það gerist ekkert ef þú ert bara einn einhvers staðar. Fyrir utan hvað það er lítið gefandi. Ég held að það hafi aldrei verið gaman hjá Jóakim aðalönd.“ Freyja segir stolt frá því mikla og góða starfi sem hún telur KIS hafa afrekað. ,,Fyrir ekki löngu síðan var sagt á opinberum fundi að félagið væri það flottasta í sjávarútveginum í dag. Félagið skiptir máli og breytingarnar koma smá saman. Það mjög mikilvægt að fá konur inn í geirann. Við vitum það og rannsóknir sýna að fyrirtæki, stofnanir og samfélög sem rekin eru bæði af konum og körlum eru best reknu fyrirtækin og þar ríkir jafnvægi“.   Karlarnir nenna ekki að leita að konum Freyja heldur áfram með nokkurri áherslu: ,,Það eru rannsóknir á bak við þetta. Þekktar rannsóknir sem allir sem vilja vita eitthvað, vita. Metnaður okkar liggur í því að fá konur til að stíga fram. Fá þær til þess að þora, til þess að gera kröfur og njóta sannmælis. Það er jafn mikilvæg vinna bak við útgerðina eins og að vera á sjónum, fyrir utan það að konur eru fullfærar að vera á sjó“. ,,Eitt af því sem félagið hefur verið að gera undanfarið er að standa að rannsókn á stöðu kvenna í sjávarútvegi. Fyrstu niðurstöður verða kynntar fljótlega. Það er margt sem kemur á óvart en það er líka margt sem sýnir að við höfum haft að ákveðnu marki rétt fyrir okkur. Ég held að flestir sjái það að þetta sé svolítið karllæg stétt. Nú höfum við greiningu á því, í hvaða störfum og hlutverkum konur eru og hvers vegna.“ Konur í sjávarútvegi eiga rannsóknina en Gallup og Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri unnu skýrsluna. ,,Þetta er fyrsti áfanginn, framhaldið verður að kanna viðhorf kvennanna sjálfra. Rannsóknin er gerð þannig að nú höfum við grunn að byggja á, til þess að breyta stöðunni. Til þess að gera sjávarútveginn að freistandi vettvangi fyrir ungt fók og ungar konur,“ segir Freyja. ,,Við erum að vinna markvisst að því að byggja konur upp. Við héldum fjölmiðlanámskeið til að styrkja þær í að koma fram og tjá sig. Við vitum jafn mikið og aðrir um sjávarútveginn. Það er stundum sagt að það sé erfitt að fá konur í viðtal. Við blásum á það, höldum að þetta sé gömul mýta því karlarnir nenna ekki að leita að konum til að tala við. Konur hafa fullt til málanna að leggja þó þær hafi ekki alltaf sömu skoðanir og karlar. Okkar skoðanir eru jafn góðar, gildar og mikilvægar“.     Hugsandi menn vilja fá konur Freyja er hvergi nærri hætt. ,,Fjölbreytni skiptir máli, einsleitni er ekki góð. Við erum að fara í fyrirtæki í heimsóknir þar sem okkur er alls staðar vel tekið. Við fáum að komast inn í innsta hring til að sjá, kynnast og læra að þekkja það sem er í gangi. Karlarnir taka okkur mjög vel. Ég held að hugsandi menn sjái mikilvægi kynjajafnvægis og vilji fá konur inn í geirann“. Tvisvar í mánuði að meðaltali eru viðburðir í Reykjavík. Fræðsla eða heimsóknir í fyrirtæki og samhristingur. ,,Við erum með fræðslu þar sem við bjóðum ekki bara konum heldur líka körlum. Menn sækja fast að komast í félagið, sjá að þetta er skemmtilegur félagsskapur, það er bara þannig. Þeir sjá að við erum að gera hluti sem að þeir gera ekki, við beitum öðrum aðferðum. Það er eftirsóknarvert, ekki bara í félagslegu samhengi heldur líka í atvinnulegu samhengi. Rúsínan í pylsuendanum að sögn Freyju er árleg ferð út á land. Fyrst voru þetta dagsferðir en eru nú orðnar þriggja daga ferðir. ,,Við erum ekki borgarfélag þó svo að meirihluti félagsmanna búi þar, þetta er félag alls landsins,“ segir Freyja og bætir við að ,,konunar okkar hvar sem þær búa eiga að hafa jafna möguleika á að sækja viðburði eins og við sem búum í borginni. Við reynum að að halda viðburði í Reykjavík um helgar.“ ,,Við höfum farið út á land bæði til þess að kynnast, kynna félagið og fá konur sem búa út á landi til að vera með okkur. Við eigum að þekkja hvernig atvinnulífið er annars staðar en rétt við naflann á okkur.“ Fyrsta ferð kvenna í sjávarútvegi var til Vestmannaeyja. Andrea Atladóttir í Vinnslustöðinni og Ingibjörg Bryngeirsdóttir stýrimaður á Herjólfi sátu þá í fyrstu stjórn félagsins. Ferðin var dagsferð til Eyja. ,,Ævintýraleg eins og alltaf þegar maður kemur til Eyja og forréttindi að vera Vestmanneyingur og sjá ókunnunga upplifa fegurðina og sérstakt mannlíf, það eru ekki bara við sem upplifum þessa sérstöðu. Ég hef aldrei upplifað annað en að fólk sé heillað yfir Eyjunum og samfélaginu. Konurnar fóru meðal annars í heimsókn til Gríms kokks. Stelpurnar hjá honum þær sem vilja ættu að vera í félaginu. Grímur kokkur er sannarlga að vinna úr sjávarafurðum.“   Vinnið að jafnrétti – þá komist þið í félagið ,,Í framhaldi af ferðinni norður er á döfinni að stofna deild á Akureyri svo norðankonur geti verið með atburði fyrir sig. Við heimsóttum forsetann í haust og erum á leið í heimsókn til sjávarútvegsráðherra. Við erum líka að skoða samstarf við erlend félög kvenna í sjávarútvegi. Það er margt spennandi framundan,“ segir formaður félags kvenna í sjávarútvegi. Í fyrra voru fyrirtæki á Tröllaskaga og við Eyjafjörð heimsótt og í maí verður farið á austurlandið. Langtíma markmið kvenna í sjávarútvegi er að félagsskapurinn sem slíkur verði óþarfur. ,,Þegar við erum farnar að upplifa fullkomið jafnrétti þá verður þetta félag fólks í sjávarútvegi. Vinnið þið bara að jafnrétti karlar og þá komist þið inn í félagið,“ eru skilaboð formannsins til karla í sjávarútvegi. Freyja var tilnefnd til Stjórnunarverðlauna hjá Stjórnvísi sem formaður KIS. ,,Er bara svolítið stolt af því, það er eitthvað gott að gerast í þessu félagi. Tilnefningin snýst ekki um mig, það er félagið í heild sem á þennan heiður“.   Hjartað stækkar um helming Hvað gerir útgerðarstjórinn og formaður kvenna í sjávarútvegi utan vinnutíma? ,,Ég pakkaði málverkinu niður fyrir nokkrum árum og það er þarna og bíður betri tíma. Menntunin og reynslan fara ekkert frá mér. Ég hef ekki áhyggjur af því, núna er bara tími fyrir annað. Ég syng í 120 kvenna kór, Léttsveit Reykjavíkur. Við komum til Eyja og þær gleyma því aldrei. Við vorum að labba í kórkjólunum frá Heimi og upp í Höll og fólk bara stoppaði, á ég að skutla ykkur? Þær voru alveg heillaðar af þessu öllu saman.“ Nú færist sérstakt bros yfir andlit Freyju. ,,Ég á náttúrulega yndin mín, ég á tvö barnabörn. Það gjörbreytir lífi manns að verða amma. Það er stærsta breytingin í lífinu alla vega eins langt aftur og ég man og það er yndislegt. Hjartað stækkar um helming og helst þannig og áhuginn fyrir samskiptum við litlu manneskjurnar eru mjög ofarlega á listanum. “ Nýjasta DELLAN er golfið. Ég er í Golfkúbbi Reykjavíkur. Þetta er hreyfingin mín og útvist, ég er búin að taka allan pakkann. Ég var í vetrarfjallamennsku og alls konar ævintýrum en þetta er það sem stendur upp úr núna. Ég spila eins mikið og ég get og fer eins oft til Eyja að spila og hægt er. Hamingjan mín núna er að Vestmannaeyjar er vinavöllur Golfklúbbs Reykjavíkur þetta árið. Það er æðislegt.“   Konur í Eyjum takið þátt Freyja er með skilaboð til kvenna í Eyjum. ,,Stelpur, allar konur í Eyjum sem tengjast á einn eða annan hátt sjávarútvegi, hafa starfað eða starfa í sjávarútvegi. Komið í félagið og verið með. Það er hagur okkar allra. Það er hagur samélagsins og barna okkar að opna þennan geira með heildarmyndina í huga. Skráið ykkur í félagið á heimsíðunni kis.is, opnið þennan möguleika og takið þátt í því sem þið getið. Félagsgjaldið er ekki hátt og ávinningurinn er mikill,“ segir Eyjakonan Freyja Önundardóttir í lokin.  

Fatlaðir eiga að búa við jafnrétti og sambærileg lífskjör og aðrir íbúar

„Það sem af er þessu kjörtímabili hefur Vestmannaeyjabær lagt áherslu á að nýta rekstrarhagræðingu seinustu ára til að auka þjónustu við bæjarbúa,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í samtali við Eyjafréttir. „Skiljanlega er alltaf viðkvæmt þegar ráðist er í hagræðingu og það ekki oft vinsælt. Við sem tímabundið gegnum embættum sem eru ábyrg fyrir almannafé megum samt ekki hræðast slíkt enda eru þær aðgerðir grunnur að því að efla þjónustuna heilt yfir. Sú leið að hagræða þar sem mögulegt er hefur nú gert okkur mögulegt að efla samfélagið með nýjum þjónustuþáttum. Þannig var á seinasta ári höfuðáhersla lögð á hlut barna og barnafjölskyldna sem meðal annars skilaði mikilli fjölgun á leikskólaplássum, frekari niðurgreiðslu til dagmæðra, heimagreiðslum til foreldra, tómstundastyrkjum til barna undir 16 ára auk þess sem ákveðið var að viðhalda þjónustuþáttum á borð við að veita öllum börnum gjaldfrjálst aðgengi að sundlaug o.fl.“ Á meðan innleiðing á þessum þjónustuþáttum gagnvart börnum og barnafólki stóð yfir var hafinn undirbúningur að stóreflingu þjónustu við aðra þjónustuhópa, þar með talið við fatlaða en mat bæjaryfirvalda var að löngu tímabært væri að þeir þjónustuþegar fengju aukna athygli. „Á aðalfundi Þroskahjálpar sem fram fór í seinustu viku voru ný þjónustuúrræði kynnt. Fundurinn sjálfur var haldinn í nýrri hæfingastöð sem starfrækt er í því húsnæði sem áður hýsti Kertaverksmiðjuna Heimaey sem nú hefur verið endurgert og aðlagað þörfum samtímans og breyttum áherslum. Hin nýja hæfingamiðstöð varð til þegar Hæfingastöðin Hamar og Kertaverksmiðjan Heimaey sameinuðust og er þar í dag veitt alhliða hæfing með áherslu á að mæta á heildstæðan máta þörfum fatlaðs fólks á hverskonar dagþjónustu, vinnu, hæfingu og þjálfun í margvíslegri hæfni,“ segir Elliði og bætir við að á fundinum hafi hann einnig farið yfir hvernig Vestmannaeyjabær hyggst halda áfram að bæta hag fatlaðra í Vestmannaeyjum. „Markmið Vestmannaeyjabæjar er að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra íbúa Vestmannaeyja og skapa því skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi.“ Stór þáttur í því að ná þessu markmiði er m.a. að tryggja að fatlaðir geti komist ferða sinna og aðgengismál því aðkallandi. „Með það fyrir augum hefur Vestmannaeyjabær ráðist í mikið átak við að bæta aðgengismál. Auk þess sem lyftur hafa verið settar í nánast allar stofnanir Vestmannaeyja sem eru með starfsemi á fleiri en einni hæð (td. Eldheima, Kviku, Barnaskólann, Safnahúsið o.fl.). Þá hafa gangstéttir verið hannaðar og lagðar með þessi sömu markmið í hug,“ segir Elliði.   Löngu tímabær bragabót Þegar kemur að húsnæðismálum fatlaðra segir Elliði Vestmanna-eyjabæ einfaldlega ekki hafa staðið sig jafn vel og því löngu tímabært að gera þar bragabót á. „Upphaflega stefndum við að því að byggja fjórar til sex íbúðir í sem mestu nábýli við núverandi sambýli við Vestmannabraut. Það reyndist þó þrautinni þyngri enda lóðakostur í nágrenninu þröngur. Í þeirri stöðu var ákveðið að horfa til annarra lóða í miðbænum. Þegar upp kom sú staða að fella ætti gömul og úrsérgengin fiskvinnsluhús í hjarta miðbæjarins kviknaði áhugi á því að skoða fasteignaþróun á þeim reit með íbúðir fyrir fatlaða í huga. Í kjölfar auglýsingar þar sem leitað var eftir samstarfi við áhugasama um slíka fasteignaþróun var ákveðið að vinna með Steina og Olla að slíku meðal annars með húnsæðisþarfir fatlaðra í huga,“ segir Elliði. „Þar var skoðað að koma fjórum til sex íbúðum fyrir í nýju húsnæði þar sem Ísfélagið hefur hingað til verið. Frekari fasteignaþróun og rýnivinna með hagsmunaðilum fatlaðra kveikti síðan þá hugmynd að flytja starfsemi Sambýlisins í þetta sama húsnæði. Til grundvallar þeirrar ákvörðunar lá annars vegar að koma Sambýlinu í nýtt og heppilegra húsnæði enda núverandi húsnæði barn síns tíma enda hátt í 30 ára gamalt. Þá var það sterk skoðun okkar sem að þessu komu að mikilvægt væri að gefa fötluðum kost á að njóta góðs aðgengis að stuðningi hvort sem þeir væru í sjálfstæðri búsetu eða á Sambýli auk þess sem í þeirra hópi, eins og annarra, er maður manns gaman og mikilvægt að stilla hlutum þannig upp að unnið sé gegn félagslegri einangrun og þvert í móti hvatt til samgangs og samneytis,“ segir Elliði. Hugmyndin er því að bæði nýtt sambýli og allt að sex íbúðir fyrir fatlaða verði í einu og sama húsinu. Tekur Elliði þó skýrt fram að fasteignaþróun sé ekki lokið og ekkert hafi verið klappað í stein þótt mótaðar hugmyndir liggi nú fyrir. „Þessar hugmyndir fela sem sagt í sér að nýtt sambýli verði staðsett á annarri hæð nýbyggingar við Strandveg 26 þar sem Ísfélagið hefur hingað til haft höfuðstöðvar sínar og á þriðju hæð verði fjórar til sex íbúðir fyrir sjálfstæða búsetu fatlaðra sem þannig geta sótt þjónustu í sambýlið og notið samneytis við aðra íbúa þar. Hugmyndin felur það einnig í sér að hluti af burðarvirki þess húss sem þarna hefur staðið verði nýtt og þannig verði bæði sparað í tíma og hvað varðar fjármagn án þess að á nokkurn máta verði gefið eftir af kröfum um gæði byggingar. Í því felst að þótt húsið verði að mestu fjarlægt og þar með talið botnplötur, allt byggingarefni annað en steypa o.fl. þá nýtist burðavirkið áfram og þannig er einnig vernduð sú ásýnd sem Eyjamenn og gestir þekkja svo vel.“   Fyrstu íbúðirnar klárar 2018 Miðað við fyrstu tillögur er gert ráð fyrir að megnið af fyrstu hæðinni og öll fjórða hæðin verði í eigu einkaaðila en Vestmannaeyjabær mun þó stefna að því að eiga sjálfan bogann og nýta hann til að efla menningu og mannlíf í Vestmannaeyjum. „Öll önnur hæðin verður hinsvegar nýtt undir Sambýli fatlaðra. Þar verður veitt sólarhringsþjónusta og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Frumhönnun gerir ráð fyrir fimm íbúðum líkt og í dag eru á Sambýlinu en gert er ráð fyrir möguleika á því að nýta rúmlega 100 fermetra í viðbót þegar þörf verður á. Á þriðju hæðinni er svo stefnt að því að vera með allt að sex íbúðir sem verða sérhannaðar fyrir fatlaða. Miðað við frumhönnun er um að ræða rúmlega 50 fermetra íbúðir með sérinngangi auk sér svala fyrir hverja íbúð. Þar til viðbótar verða sennilega tvær stærri íbúðir á þeirri hæð í einkaeigu. Sem fyrr segir er svo gert ráð fyrir því að öll fjórða hæðin verði í einkaeigu,“ segir Elliði. Að sögn Elliða hefur öll undirbúningsvinna gengið nokkuð vel og vonir standa til að hönnun ljúki núna í vor og verklegar framkvæmdir hefjist í beinu framhaldi af því. „Auðvitað eru enn margir óvissuþættir en við stefnum að því að árið 2018 verði hægt að flytja inn í fyrstu íbúðirnar. Reynslan er þó sú að ekki er ólíklegt að óvissuþættir kunni að valda einhverjum drætti.“ Eins og fyrr segir er stefna bæjaryfirvalda að Vestmannaeyjar séu góður staður fyrir alla. „Við erum stöðugt að leggja okkur fram um að bæta samfélagið og í þetta skiptið eru það mýkri málaflokkarnir sem eiga hug okkar því í viðbót við það sem hér getur um og þá miklu þjónustuaukningu sem orðið hefur í því sem snýr að börnum og barnafjölskyldum þá erum við einnig í miklum framkvæmdum við málaflokk aldraðra, viðbyggingu við leikskóla og ýmislegt fleira. Við göngum fram undir kjörorðunum „Þar sem hjartað slær“ og það er okkar sem samfélags að tryggja að hjartað slái fyrir alla Eyjamenn og þá ekki síst börn og þá sem af einhverjum ástæðum þurfa sérstaka aðstoð,“ segir Elliði.    

Úr listinni í sjávarútveginn

Freyja Önundardóttir myndlistarmaður er Eyjamönnum að góðu kunn. Hún er fædd og uppalin í Eyjum og drakk í sig náttúru og kraft Eyjanna með móðurmjólkinni. Hún hefur haldið þó nokkrar sýningar á verkum sínum í Eyjum, aðallega í tengslum við goslokahátíðir. Freyja hefur lagt pensilinn á hilluna í bili og nýtir nú krafta sína í þágu sjávarútvegsins. Hún stýrir útgerð Önundar sem gerir út Þorstein ÞH 115 frá Raufarhöfn sem nú er gerður út frá Njarðvík, auk þess að vera formaður stjórnar ört stækkandi félags kvenna í sjávarútvegi, KIS.     Skemmtilegasta fólkið og fallegast ,,Ég er bara Vestmannaeyingur og er stolt af því. Ég er uppalin í Eyjum, flutti með foreldrum mínum í gosinu til Raufarhafnar. Á Raufarhöfn er gott fólk sem tók okkur vel. Mér leið alls ekki illa þar en það var meira líf og fjör og meira um að vera í Eyjum. Ég vildi aldrei fara þaðan, það voru þung spor að flytja alla leið norður í land“ segir Freyja þegar hún er spurð að því hver hún sé. ,,Ég flutti um 15 ára aldur aftur til Eyja til ömmu og afa, Ella og Evu í Varmadal og bjó þar fram yfir tvítugt. Þar bjó ég þegar ég eignaðist dóttur mína og amma passaði á meðan ég kláraði verslunarpróf í Framhaldsskólanum“. ,,Ég var alltaf með þessa heimþrá í Eyjarnar. Hún fer ekkert þó maður eldist. Eyjar eru heim í mínum huga. Þar er skemmtilegasta fólkið, þar er fallegast og mér líður vel þar. Ég finn að það er ákveðin virðing fyrir Vestmannaeyjum og Vestmannaeyingum og það myndu margir vilja vera tengdir Eyjum“. ,,Fyrst eftir að ég flutti hér í bæinn og amma var á lífi þá hoppaði ég um helgar, fór mjög oft til Eyja þau árin. Eftir að amma seldi Varmadal þá breytist munstrið og eftir að hún dó fór ég sjaldnar til Eyja. En svo datt ég í golfið, datt í það í orðsins fyllstu merkingu og styrkti tenginguna við Öldu vinkonu mína sem er golfari af Guðs náð og Hrönn og fleira fólk í Eyjum og fór að fara meira til Eyja“. Eyjarnar hafa alltaf togað í Freyju. ,,Þegar ég flutti frá Eyjum þá var þessi ókyrrð í mér. Þegar ég flutti sem fullorðin manneskja með mitt barn til Þórshafnar, þá fór ég til ömmu og afa í þrjár vikur, tvisvar til þrisvar á ári, bara til þess að lifa af. ,,En næringin, andlega næringin og líðanin, komandi til Eyja verandi þar, það er sérstök tilfinning. Ég er búin að fara út um allan heim og upplifi þessa tilfinningu hvergi annars staðar. Það eru alveg sérstaklega góðar og jákvæðar tilfiningar hjá mér tengdar Vestmannaeyjum. Ég man ekki eftir neinum leiðindum þar, þau eru þá gleymd hafi þau einhvern tíma verið“.     Eljusemi og dugnaður mótaði mig Freyja telur að umhverfið og fólkið í kringum hana á árunum í Eyjum hafi mótað hana mest. ,,Í mínum huga eru mótunarárin þessi ár í Vestmannaeyjum, auðvitað tekur maður alltaf eitthvað inn hvar sem maður er en þetta er sterkast held ég. Vinnuumhverfið, þetta at og þessi eljusemi og dugnaður fólks. Ég held að það hafi verið stór þáttur í að móta mig. Mér fannst alltaf alveg hrikalega skemmtilegt að vinna. Það voru náttúrulega allir að vinna“. ,Stór áhrifavaldur í að móta mann eru náttúruöflin og það situr í okkur að eilífu sem upplifðum gosið. Ég var heppin því að í mínum huga var þetta líkt ævintýri. Ofboðslega flott og magnað á meðan fólk sem er nálægt mér tók því allt öðruvísi“. Í Eyjum vann Freyja í frystihúsi og gekk oft í störf sem höfðu tilheyrt strákunum. Hún var þerna á Herjólfi, ,,svo var ég á sjó og fannst það frábært, vann við hina frægu uppgræðslu í Eldfellinu. Með skólanum var ég að beita hjá Stjána á Emmunni. Með skóla var alltaf unnið líka, þetta var rosalega skemmtilegur tími, æskan og unglingsárin í Eyjum.“   Skapandi vinna Af hverju myndlist? ,, Þetta blundaði alltaf í mér, var það skemmtilegasta sem ég gerði öll mín skólaár. Skapandi vinna átti alltaf vel við mig og það er ágætis saga á bak við það. Amma í Varmó hélt þessu svolítið að mér. Hún bað mig þegar ég átti stelpuna að setjast nú niður og gera myndir af henni fyrir sig. Og það eiginlega kom mér af stað. Þetta var draumur en ég hélt að ég ætti ekki erindi, fannst þetta eitthvað svo flókið að ætla í myndlistarnám með lítið barn“. Freyja setti sjálfa sig í biðstöðu gagnvart myndlistinni eins og hún orðar það. En löngunin var til staðar. ,,Ég fór að leita að því sem mig langaði virkilega að gera og þá kom myndlistin aftur upp. Ég fór í myndlistarskóla á Akureyri, fannst þetta dásamlegur tími og skemmtilegt nám sem ýtti hressilega við mér. Vann svo á Þórshöfn við myndlist og myndlistarkennslu, þvældist í rauninni um og bjó til námskeið í skólum sem höfðu ekki faglærða myndlistarkennara. Ég fór svo í fjarnám í Uppeldis- og kennslufræðum við Háskólann á Akureyri, þá búsett á Þórshöfn.“ Freyja rak gallerý með fleiri myndlistarkonum í Reykjavík, það var meðal annars ástæða þess að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. ,,Ég rak gallerí og vinnustofu, var með sýningar hérlendis og erlendis, nóg að gera og gekk bara vel. Sýndi nokkrum sinnum í Eyjum, mér fannst það tilheyra og stóru einkasýningarnar voru eiginlega í Eyjum. Ég fékk mikið út úr því og fann fyrir stuðningi og áhuga fólks á því sem ég var að gera. Fólk stendur með sínum þegar vel gengur og líka þegar eitthvað bjátar á. Ég held að við sem upplifðum gosið, stöndum saman fram í rauðan dauðann. Það er rosalega sterk samstaða í Eyjum þó að menn takist á“.   ,,Ég er nú ennþá á floti” Freyja var farin að skoða framhaldsnám og var mastersnám í myndlist ofarlega á blaði. ,,Ég þarf að ögra og takast á við það sem er nánast óhugsandi. Ég hef þúsund sinum upplifað það og hugsað: Jæja, nú ætlar þú að drekkja þér. Nú ertu komin út í dýpstu laugina af öllum djúpum en ég er nú ennþá á floti,“ segir Freyja og hlær. Freyja fór í meistaranám í verkefnastjórnun, MPM nám. ,,Það höfðaði sterkt til mín því stór partur námsins var skapandi hugsun, gagnrýnin hugsun og mannlegi þátturinn sem heillaði mig. Hann er mjög stór í þessu námi auk þess hef ég allt mitt líf verið í alls konar skipulagninu. Í myndlistinni gerði ég allt sjálf og lífið það er verkefnaskipt. Myndlistin getur verið einmanaleg ,,auðvitað eru samskipti við fólk og samvinna á sýningum en vinnan sjálf, maður verður hálf einrænn. Þess vegna valdi ég verkefnastjórn því í henni er fullt af fólki, samvinna og samskipti“. Að loknu mastersnámi fór Freyja í þriggja mánaða starfsnám hjá viðburðarfyriræki á Möltu. ,,Ég var meira og minna á kafi úti, fór að læra köfun, sjórinn hann togar alltaf í mig. Í málverkinu var það sjórinn og náttúran. Þetta er allt tengt maðurinn og náttúran og svo náttúran og sjórinn. Þetta er einhvern veginn í blóðinu eða mjög sterklega innprentað í mig“.   Sá málverkin neðansjávar Freyja er með köfunarréttindi á 30 metra dýpi. ,,Ég hef reyndar ekkert kafað á Íslandi en ég fór aftur út að kafa. Það er mjög skemmtilegt, þarna var nýr heimur sem opnaðist, þetta var dásamlegt. Það var skrýtin og sterk upplifun þegar ég byrjaði að kafa og fara á fallega neðansjávarstaði. Þá sá ég oft málverkin mín. Þau voru bara þarna og ég var búin að sjá þetta áður í málverkunum mínum. Ég elska að upplifa nýja heima og neðansjávar er nýr heimur og allt annar en ofansjávar. Þegar heim var komið fór ég að hjálpa foreldrum mínum í útgerð Önundar ehf. með einstaka verkefni. Fljótlega var alveg ljóst að það var ekki hægt að gera þetta í hjáverkum og nú rek ég útgerðina. Það varð því ekki úr að ég færi í stórt fyrirtæki innan um fullt af fólki sem var tilgangurinn með verkefnastjórnuninni“. Áfram heldur Freyja: ,,Mér finnst þetta æðislegt, þetta er svo gott og gefandi. Mér finnst ég eiga heima í þessum geira. Ég hef grunnþekkingu og reynslu sem ég hef safnað frá barnæsku. Ég finn mig vel í sjávarútvegi og verkefnin eru skemmtileg. Þegar maður hefur bakgrunnskilning þá eru hlutirnir oft einfaldari. Ég er mjög ánægð með þann stað sem ég er á núna, það er ekki spurning“. Freyja leigir skrifborð í Sjávarklasanum, það gerði hún til þess ,,að vera innan um fólk, hafa tengingu og vinnuaðstöðu annars staðar en heima. Ég kynntist starfsemi Sjávarklasans í gegnum félag kvenna í sjávarútvegi. Þegar félag kvenna í sjávarútvegi var stofnað fyrir þremur árum þá mætti ég á kynningarfund. Fullkomin óvissa var um hversu margar konur myndu mæta en við vorum hundrað konur sem skráðum okkur í félagið á þessum fundi og það var langt umfram væntingar. ,Glæsilegt framtak, ég var kosin í fyrstu stjórnina og er nú orðin formaður stjórnar. Þetta er frábær félagsskapur.“   Aldrei gaman hjá Jóakim aðalönd Konur hafa hvorki verið sýnilegar né áberandi í þessum geira, þær hafa oftast verið bak við tjöldin. Félag kvenna í sjávarútvegi er félagskapur fyrir allar konur sem eru í sjávarútvegi eða tengja starfið sjávarútveginum og afleiddum greinum.“ Freyja heldur áfram: ,,Þetta eru ekki bara sjóarakonur eða þær sem eru í grunnsjávarútvegi. Þetta eru konur í þjónustu við útgerðina til dæmis konur í bönkum. í Vestmannaeyjum eru konur sem eiga fullt erindi í félagið og hafa sérþekkingu á sjávarútvegi frá fjármálahliðinni. Endurskoðandi ársreikninga hjá útgerð hefur sérþekkingu, konur í sölumálum og allskonar framleiðslu. Konur í nýsköpun í sjávarútvegi sem nýta t.d. þörunga eða kollagen úr þorski og fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveginn eins og t.d. Marel.“ Freyju er umhugað um að fjölga konum í félaginu sem eru nú 200. ,,Ef kona hefur tilfinningu fyrir því sjálf að vinnan hennar snúist að einhverju leyti um sjávarútveginn þá á hún heima í félagi kvenna í sjávarútvegi. Við erum búnar að sjá mýmörg dæmi þess að félagið er að skila faglegri þekkingu og samböndum, fyrir utan það hvað er gaman að tilheyra svona hópi.“ Sjávarútvegurinn stendur ekki einn og sér, það er enginn eyland og virðiskeðjan þarf öll að ganga upp, það gerist ekkert ef þú ert bara einn einhvers staðar. Fyrir utan hvað það er lítið gefandi. Ég held að það hafi aldrei verið gaman hjá Jóakim aðalönd.“ Freyja segir stolt frá því mikla og góða starfi sem hún telur KIS hafa afrekað. ,,Fyrir ekki löngu síðan var sagt á opinberum fundi að félagið væri það flottasta í sjávarútveginum í dag. Félagið skiptir máli og breytingarnar koma smá saman. Það mjög mikilvægt að fá konur inn í geirann. Við vitum það og rannsóknir sýna að fyrirtæki, stofnanir og samfélög sem rekin eru bæði af konum og körlum eru best reknu fyrirtækin og þar ríkir jafnvægi“.   Karlarnir nenna ekki að leita að konum Freyja heldur áfram með nokkurri áherslu: ,,Það eru rannsóknir á bak við þetta. Þekktar rannsóknir sem allir sem vilja vita eitthvað, vita. Metnaður okkar liggur í því að fá konur til að stíga fram. Fá þær til þess að þora, til þess að gera kröfur og njóta sannmælis. Það er jafn mikilvæg vinna bak við útgerðina eins og að vera á sjónum, fyrir utan það að konur eru fullfærar að vera á sjó“. ,,Eitt af því sem félagið hefur verið að gera undanfarið er að standa að rannsókn á stöðu kvenna í sjávarútvegi. Fyrstu niðurstöður verða kynntar fljótlega. Það er margt sem kemur á óvart en það er líka margt sem sýnir að við höfum haft að ákveðnu marki rétt fyrir okkur. Ég held að flestir sjái það að þetta sé svolítið karllæg stétt. Nú höfum við greiningu á því, í hvaða störfum og hlutverkum konur eru og hvers vegna.“ Konur í sjávarútvegi eiga rannsóknina en Gallup og Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri unnu skýrsluna. ,,Þetta er fyrsti áfanginn, framhaldið verður að kanna viðhorf kvennanna sjálfra. Rannsóknin er gerð þannig að nú höfum við grunn að byggja á, til þess að breyta stöðunni. Til þess að gera sjávarútveginn að freistandi vettvangi fyrir ungt fók og ungar konur,“ segir Freyja. ,,Við erum að vinna markvisst að því að byggja konur upp. Við héldum fjölmiðlanámskeið til að styrkja þær í að koma fram og tjá sig. Við vitum jafn mikið og aðrir um sjávarútveginn. Það er stundum sagt að það sé erfitt að fá konur í viðtal. Við blásum á það, höldum að þetta sé gömul mýta því karlarnir nenna ekki að leita að konum til að tala við. Konur hafa fullt til málanna að leggja þó þær hafi ekki alltaf sömu skoðanir og karlar. Okkar skoðanir eru jafn góðar, gildar og mikilvægar“.     Hugsandi menn vilja fá konur Freyja er hvergi nærri hætt. ,,Fjölbreytni skiptir máli, einsleitni er ekki góð. Við erum að fara í fyrirtæki í heimsóknir þar sem okkur er alls staðar vel tekið. Við fáum að komast inn í innsta hring til að sjá, kynnast og læra að þekkja það sem er í gangi. Karlarnir taka okkur mjög vel. Ég held að hugsandi menn sjái mikilvægi kynjajafnvægis og vilji fá konur inn í geirann“. Tvisvar í mánuði að meðaltali eru viðburðir í Reykjavík. Fræðsla eða heimsóknir í fyrirtæki og samhristingur. ,,Við erum með fræðslu þar sem við bjóðum ekki bara konum heldur líka körlum. Menn sækja fast að komast í félagið, sjá að þetta er skemmtilegur félagsskapur, það er bara þannig. Þeir sjá að við erum að gera hluti sem að þeir gera ekki, við beitum öðrum aðferðum. Það er eftirsóknarvert, ekki bara í félagslegu samhengi heldur líka í atvinnulegu samhengi. Rúsínan í pylsuendanum að sögn Freyju er árleg ferð út á land. Fyrst voru þetta dagsferðir en eru nú orðnar þriggja daga ferðir. ,,Við erum ekki borgarfélag þó svo að meirihluti félagsmanna búi þar, þetta er félag alls landsins,“ segir Freyja og bætir við að ,,konunar okkar hvar sem þær búa eiga að hafa jafna möguleika á að sækja viðburði eins og við sem búum í borginni. Við reynum að að halda viðburði í Reykjavík um helgar.“ ,,Við höfum farið út á land bæði til þess að kynnast, kynna félagið og fá konur sem búa út á landi til að vera með okkur. Við eigum að þekkja hvernig atvinnulífið er annars staðar en rétt við naflann á okkur.“ Fyrsta ferð kvenna í sjávarútvegi var til Vestmannaeyja. Andrea Atladóttir í Vinnslustöðinni og Ingibjörg Bryngeirsdóttir stýrimaður á Herjólfi sátu þá í fyrstu stjórn félagsins. Ferðin var dagsferð til Eyja. ,,Ævintýraleg eins og alltaf þegar maður kemur til Eyja og forréttindi að vera Vestmanneyingur og sjá ókunnunga upplifa fegurðina og sérstakt mannlíf, það eru ekki bara við sem upplifum þessa sérstöðu. Ég hef aldrei upplifað annað en að fólk sé heillað yfir Eyjunum og samfélaginu. Konurnar fóru meðal annars í heimsókn til Gríms kokks. Stelpurnar hjá honum þær sem vilja ættu að vera í félaginu. Grímur kokkur er sannarlga að vinna úr sjávarafurðum.“   Vinnið að jafnrétti – þá komist þið í félagið ,,Í framhaldi af ferðinni norður er á döfinni að stofna deild á Akureyri svo norðankonur geti verið með atburði fyrir sig. Við heimsóttum forsetann í haust og erum á leið í heimsókn til sjávarútvegsráðherra. Við erum líka að skoða samstarf við erlend félög kvenna í sjávarútvegi. Það er margt spennandi framundan,“ segir formaður félags kvenna í sjávarútvegi. Í fyrra voru fyrirtæki á Tröllaskaga og við Eyjafjörð heimsótt og í maí verður farið á austurlandið. Langtíma markmið kvenna í sjávarútvegi er að félagsskapurinn sem slíkur verði óþarfur. ,,Þegar við erum farnar að upplifa fullkomið jafnrétti þá verður þetta félag fólks í sjávarútvegi. Vinnið þið bara að jafnrétti karlar og þá komist þið inn í félagið,“ eru skilaboð formannsins til karla í sjávarútvegi. Freyja var tilnefnd til Stjórnunarverðlauna hjá Stjórnvísi sem formaður KIS. ,,Er bara svolítið stolt af því, það er eitthvað gott að gerast í þessu félagi. Tilnefningin snýst ekki um mig, það er félagið í heild sem á þennan heiður“.   Hjartað stækkar um helming Hvað gerir útgerðarstjórinn og formaður kvenna í sjávarútvegi utan vinnutíma? ,,Ég pakkaði málverkinu niður fyrir nokkrum árum og það er þarna og bíður betri tíma. Menntunin og reynslan fara ekkert frá mér. Ég hef ekki áhyggjur af því, núna er bara tími fyrir annað. Ég syng í 120 kvenna kór, Léttsveit Reykjavíkur. Við komum til Eyja og þær gleyma því aldrei. Við vorum að labba í kórkjólunum frá Heimi og upp í Höll og fólk bara stoppaði, á ég að skutla ykkur? Þær voru alveg heillaðar af þessu öllu saman.“ Nú færist sérstakt bros yfir andlit Freyju. ,,Ég á náttúrulega yndin mín, ég á tvö barnabörn. Það gjörbreytir lífi manns að verða amma. Það er stærsta breytingin í lífinu alla vega eins langt aftur og ég man og það er yndislegt. Hjartað stækkar um helming og helst þannig og áhuginn fyrir samskiptum við litlu manneskjurnar eru mjög ofarlega á listanum. “ Nýjasta DELLAN er golfið. Ég er í Golfkúbbi Reykjavíkur. Þetta er hreyfingin mín og útvist, ég er búin að taka allan pakkann. Ég var í vetrarfjallamennsku og alls konar ævintýrum en þetta er það sem stendur upp úr núna. Ég spila eins mikið og ég get og fer eins oft til Eyja að spila og hægt er. Hamingjan mín núna er að Vestmannaeyjar er vinavöllur Golfklúbbs Reykjavíkur þetta árið. Það er æðislegt.“   Konur í Eyjum takið þátt Freyja er með skilaboð til kvenna í Eyjum. ,,Stelpur, allar konur í Eyjum sem tengjast á einn eða annan hátt sjávarútvegi, hafa starfað eða starfa í sjávarútvegi. Komið í félagið og verið með. Það er hagur okkar allra. Það er hagur samélagsins og barna okkar að opna þennan geira með heildarmyndina í huga. Skráið ykkur í félagið á heimsíðunni kis.is, opnið þennan möguleika og takið þátt í því sem þið getið. Félagsgjaldið er ekki hátt og ávinningurinn er mikill,“ segir Eyjakonan Freyja Önundardóttir í lokin.  

Eyjamenn vikunnar: Stefna sett á fleiri crossfit mót

Hressómeistarinn fór fram í 11. skiptið á dögunum og voru þar Erna Dögg Sigurjónsdóttir og maki hennar Hörður Orri Grettisson afar sigursæl en bæði stóðu þau uppi sem sigurvegarar í einstaklingskeppnum, liðakeppnum og parakeppni þar sem þau kepptu saman. Hörður Orri og Erna Dögg eru því bæði Eyjamenn vikunnar að þessu sinni.   Nafn: Hörður Orri Grettisson. Fæðingardagur: 10.09.1983. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Sambúð með Ernu Dögg og við eigum saman 3 börn, Emblu, Tönju og Gauta. Draumabíllinn: Hvítur Range Rover. Uppáhaldsmatur: Kjöt í karrý. Versti matur: Súrmatur. Uppáhalds vefsíða: Eyði of miklum tíma á facebook. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Emmsjé Gauti og Aron Can til dæmis. Aðaláhugamál: CrossFit, Karlakórinn og Liverpool. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Jurgen Klopp. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Börnin mín og ÍBV eru að sjálfsögðu númer eitt. Liverpool er mitt lið í enska boltanum og svo held ég mikið uppá Ragnheiði Söru í Crossfittinu, hún er frábær íþróttamaður. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja hreyfingu: Ég stunda Crossfit sem er mjög fjölbreytt hreyfing, frá ólympískum lyftingum yfir í fimleika. Uppáhaldssjónvarpsefni: Enski boltinn, missi helst ekki af leik með mínum mönnum. Hvenær byrjaðir þú að æfa Crossfit: Fyrir um það bil 4 árum. Hefur hreyfingin alltaf verið sameiginlegt áhugamál hjá ykkur: Crossfitið hefur verið sameiginlegt áhugamál. Er stefnan að taka þátt í fleiri mótum: Já það er stefnan, það er gaman að skora á sjálfan sig og taka þátt í mótum.   Nafn: Erna Dögg Sigurjónsdóttir. Fæðingardagur: 13. mars 1984. Fæðingarstaður: Reykjavík. Fjölskylda: Í sambúð með Herði Orra og eigum við saman 3 börn, Emblu Tönju og Gauta. Draumabíllinn: Hvítur Range Rover. Uppáhaldsmatur: Finnst lambalæri alltaf gott. Versti matur: Er ekki mikið fyrir þorramat. Uppáhalds vefsíða: Þær er margar. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Ég er alæta á tónlist, þannig að flest öll tónlist. Aðaláhugamál: Fjölskyldan, líkamsrækt og vera með vinum. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV og finnst mjög gaman að fylgjast með börnunum mínum. Ertu hjátrúarfull: Nei, myndi ekki segja það. Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, Crossfit og svo fer ég stundum út að hlaupa. Uppáhaldssjónvarpsefni: Finnst gaman að Chicago Med og Chicago Fire. Hvenær byrjaðir þú að æfa Crossfit: Fyrir ca. 4 árum. Hefur hreyfingin alltaf verið sameiginlegt áhugamál hjá ykkur: Eftir að við byrjuðum í Crossfit þá hefur þetta orðið að sameiginlegu áhugamáli. Er stefnan að taka þátt í fleiri mótum: Já, er búin að skrá mig í Crossfitleikana sem fara fram í Digranesi í byrjun apríl.    

Uppköst og niðurgangur barna

Niðurgangur á fyrstu þremur árum ævinnar er mjög algengur kvilli. Þyngist barnið eðlilega og þrífst, eru lausar hægðir í sjálfu sér ekki áhyggjuefni. Stundum hafa börn þó langvarandi niðurgang vegna ónógrar fitu í fæðunni, slíkur niðurgangur læknast jafnskjótt og barnið fær næga fitu í matnum. Skyndileg uppköst og niðurgangur hjá börnum orsakast oftast af veirusýkingu og ganga yfir á 3-13 dögum án lyfjameðferðar. Barn hefur niðurgang þegar það hefur vatnsþunnar hægðir oftar en þrisvar sinnum á dag. Við niðurgang og uppköst tapar líkaminn vökva og mikilvægum söltum sem getur orsakað þurrk. Eftir því sem vökvatapið er meira eykst slappleikinn. Mikilvægt er að grípa strax inn í til að koma í veg fyrir ofþornun. Einkenni þurrks geta t.d. verið: minnkuð þvaglát, munnþurrkur, lítil tár við grát, þreyta, slappleiki eða pirringur.   Vægur niðurgangur með eða án uppkasta. Börn með vægan niðurgang og einstaka uppköst hafa yfirleitt matarlyst. Ef niðurgangurinn er mjög vægur og barnið drekkur og hefur matarlyst er yfirleitt ekki þörf fyrir sérstakar aðgerðir. Ávallt er mikilvægt að huga að því að barnið drekki vel.   Töluverður niðurgangur með eða án uppkasta. Börn, sem hafa oft niðurgang og einstaka uppköst en eru með matarlyst og vilja drekka, þurfa að drekka ríkulega af vökva og borða eins og þau hafa lyst til. Vökvinn, sem þeim er boðinn ætti að vera við stofuhita og jafnvel sérstök sykursaltvatnslausn sem fæst í apótekum. Ef barnið þambar vökvann og ælir strax í kjölfarið þá skal gefa sopa og sopa í einu en oft þannig að nægri vökvainntöku sé náð. Samhliða sykursaltvatnsblöndu á alltaf að halda áfram með brjósta- og/eða þurrmjólkurgjöf.Gefið barninu að borða sitt venjulega fæði og það sem barnið hefur lyst á. Ef barnið virðist fá ónot af því að drekka mjólk þarf að draga úr mjólkurgjöfinni. Forðast skal gosdrykki og sæta safa nema þá hreina safa. Lyf til að stöðva niðurgang eru ekki ætluð börnum. Alltaf skal hafa samband við heilsugæsluna, lækni eða hjúkrunarfræðing ef: • ofangreindar aðferðir duga ekki til að koma nægjanlegum vökva í barnið. • barnið fær einkenni þurrks þrátt fyrir ofangreindar ráðleggingar. • barnið fær háan hita. • blóð er í hægðum. • barnið er óeðlilega syfjað, slappt, eða ergilegt. • foreldrar eru áhyggjufullir og vantar ráðgjöf.   Mikilvægt er að gæta fyllsta hreinlætis til að forðast smit. Þvo hendur eftir bleyjuskipti, salernisferðir og fyrir matargerð! Ávallt er mikilvægt að huga að því að barnið drekki vel.   f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir Ljósmóðir og hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar á Klaustri  

Hinsegin fræðsla fyrir unga sem aldna

Mánudaginn 13. mars sóttu fulltrúar Samtakanna ´78 Vestmannaeyjar heim og fræddu bæjarbúa um mikilvægi fjölbreytileikans í samfélaginu. Um morguninn hlýddu nemendur Grunnskóla Vestmannaeyja á fyrirlestur samtakanna um fjölbreytileika kynhneigðra og kynvitund og var ekki annað að heyra en að krakkarnir hafi verið til fyrirmyndar. Í hádeginu var síðan boðið upp á súpu í Sagnheimum þar sem fræðslufulltrúi var með erindi fyrir eldri kynslóðina þar sem áherslan var á hinsegin hugtök, staðalmyndir og fordóma í samfélaginu. Að erindinu loknu opnaði Sólveig Rós, fræðslufulltrúi samtakanna, farandsýninguna Ég fæ ekki af mér að flýja af hólmi frá Þjóðminjasafninu í Einarsstofu en hún segir frá réttindabaráttu hinsegin fólks hér á landi. Blaðamaður hafði samband við Sólveigu Rós og ræddi nánar við hana um fræðsluna og stöðu hinsegin fólks á Íslandi. „Jafningjafræðsla Samtakanna ´78 hefur verið til í áratugi. Í dag erum við með hóp af þjálfuðum sjálfboðaliðum sem að fara í grunnskóla, framhaldsskóla og félagsmiðstöðvar og tala um mismunandi kynhneigðir, kynvitundir og kyneinkenni, ásamt því að tala um mikilvægi þess að láta fordóma og staðalímyndir ekki hamla okkur,“ segir Sólveig Rós. Eins og Sólveig segir hefur jafningjafræðslan verið við lýði um árabil og í dag fara samtökin nánast hvert á land sem er og kynna fjölbreytileikann fyrir fólki á öllum aldri og á hvaða vettvangi sem er. „Við erum með samning við bæði Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbæ og þar förum við í langflesta grunnskóla með þessa fræðslu. Þar fyrir utan erum við pöntuð nánast hvert á land sem er, á síðastliðnu ári fórum við t.d. á Sauðárkrók, Ísafjörð, Suðureyri og Þingeyri, Reykjanesbæ og Fljótsdalshérað. Einnig sé ég, sem fræðslustýra, um að fara með námskeið til kennara, heilbrigðisstarfsfólks og annarra hópa sem vilja fræðast um málefnin. Svo erum við með fræðslu sem er sérsniðin fyrir þjálfara og forsvarsfólk íþróttafélaga sem er meðal annars kennd í þjálfaranámi ÍSÍ og KSÍ.“ Hvernig tóku krakkarnir í Grunnskóla Vestmannaeyja þessari fræðslu? „Krakkarnir tóku mjög vel í fræðsluna. Það komu góðar umræður og góðar nafnlausar spurningar svo við erum mjög ánægð með fræðsluna. Það er alltaf gaman að ræða þessa hluti við unglinga og líka mjög gaman að heyra hvað þau vita mikið nú þegar um hinsegin málefni,“ segir Sólveig. Aðspurð hvað hafi vakið mesta athyglina hjá krökkunum segir Sólveig að best væri að spyrja krakkana sjálfa en bætir þó við að myndir af frægu hinsegin fólki hafi vakið viðbrögð. „Við fengum mestu viðbrögðin þegar við sýndum þeim glæru með myndum af allskonar hinsegin fólki, allt frá Páli Óskari til Miley Cyrus, Jóhönnu Sigurðardóttur til Ian McKellan. Bæði var þar fólk sem þau þekktu en vissu örugglega ekki að væru hinsegin, sem og hinsegin fyrirmyndir sem þau þekktu vel. Markmiðið með þeirri glæru er að opna á umræðuna um að hinsegin fólk er allskonar og að staðalmyndir um hinsegin fólk ná oftast ekki að lýsa raunveruleikanum.“ Ertu ánægð með hádegisfundinn í Sagnheimum? „Ég er mjög ánægð með hádegisfundinn. Við vorum ekki viss um hversu margir myndu mæta en salurinn var nánast fullur. Það sköpuðust góðar umræður og súpan var bragðgóð. Svo var mér sannur heiður að opna sýninguna Ég fæ ekki af mér að flýja af hólmi sem verður staðsett í Einarsstofu næstu vikurnar en þar segja hinsegin einstaklingar af ólíkum kynslóðum hluta af sinni sögu og hvet ég öll til þess að mæta og kynna sér sýninguna,“ segir Sólveig Rós. Hvernig finnst þér staða hinsegin fólks á Íslandi vera í dag? „Í heildina er staða hinsegin fólks á Íslandi ágæt og betri en á mörgum öðrum stöðum. Það er þó samt mismunandi eftir því um hvaða hóp er verið um að ræða. Lagalegu jafnrétti samkynja para á við önnur hefur að miklu leyti verið náð en trans fólk glímir enn við sjúkdómsvæðingu og intersex fólk er hvergi til í löggjöf né eru réttindi þeirra til líkamlegrar friðhelgi virt. Í viðbót við það vantar á Íslandi heildstæða jafnréttislöggjöf. Við erum því í u.þ.b. 14. sæti samkvæmt Regnbogakorti ILGA-Europe sem mælir lagalega stöðu hinsegin fólks í Evrópu. Ef við skoðum félagslegu hliðina þá getur verið erfitt að koma út úr skápnum eða gera sér grein fyrir eigin hinseginleika og því miður glímir ungt hinsegin fólk við mun hærri tíðni af þunglyndi, kvíða og sjálfskaða heldur en aðrir jafnaldrar þeirra. Það er því mikil barátta eftir en þetta horfir þó allt í rétta átt og við erum þakklát fyrir öll tækifæri til að auka á umræðuna, eins og með þessari heimsókn til Vestmannaeyja,“ segir Sólveig.  

Sigríður Lára Garðarsdóttir: Markmiðið að fara með á EM

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tók þátt í hinu árlega Algarve æfingamóti í Portúgal á dögunum en það er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir EM í sumar. Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV, var í leikmannahópnum og fékk að spreyta sig meðal þeirra bestu en mörg af sterkustu liðum heims taka þátt í mótinu. Mótið segir Sísi að hafi verið lærdómsríka upplifun fyrir sig og eigi án efa eftir að koma sér vel fyrir komandi verkefni, hvort sem það verði með ÍBV eða landsliðinu.   Hvernig var upplifunin að fá að taka þátt í Algarve með A-landsliðinu? „Þetta var alveg frábær upplifun og það er mikill heiður að spila fyrir Íslands hönd. Bara geggjað,“ segir Sísí. Líkt og aðrir leikmenn í hópnum, fékk Sísí töluverðan spilatíma í þessum fjórum leikjum á mótinu, þar af tvo leiki í byrjunarliði. Þetta hlýtur að vera lærdómsríkt? „Já, þetta var þvílíkt lærdómsrík ferð. Að spila á hæsta leveli á móti þeim bestu er eitthvað sem ég vil halda áfram að gera. Það eru algjör forréttindi að spila fyrir íslenska landsliðið og öll umgjörð í kringum það frábær. Á hverjum degi var ég að læra og kynnast einhverju nýju og það mun klárlega hjálpa mér að verða betri íþróttakona,“ segir Sísí. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM verður 18. júlí gegn Frökkum. Fannst þér þú hafa nýtt tækifærið í Algarve til að sýna þjálfaranum að þú eigir erindi í lokahópinn? „Markmiðið fyrir Algarve var auðvitað að sanna mig og sýna hvað ég get og ég er bara mjög sátt með frammistöðu mína á mótinu. Markmiðið er auðvitað að komast í lokahópinn á EM en það eru nóg af verkefnum framundan hjá bæði landsliðinu og ÍBV og ég er staðráðin í að halda áfram að bæta mig og vinna bæði æi styrk- og veikleikum mínum. Ég er spennt að takast á við komandi verkefni og svo mun þetta bara skýrast þegar nær dregur,“ segir Sísí að lokum.    

Fjórir syntu heilt sund

Föstudaginn 10. mars var hið árlega Guðlaugssund haldið í sundhöll Vestmannaeyja. Sundið er haldið til minningar um sundafrek Guðlaugs Friðþórssonar þegar Hellisey VE fórst árið 1984 og hóf það göngu sína strax árið 1985. Alls voru það fjórir sem fóru heilt sund en það er hvorki meira né minna en sex kílómetrar. Magnús Kristinsson var tvær klukkustundir og 55 mínútur með kílómetrana sex en hann var að synda Guðlaugssundið í 15. skipti. Helgi Einarsson, sem var að synda í tíunda skiptið, var á tímanum ein klukkustund og 40 mínútur. Sonja Andrésdóttir fór heilt sund í annað skiptið á tímanum 2 klst. og 55 mín. Sigmar Þröstur Óskarsson fór einnig heilt sund og það í fyrsta skiptið og var hann á tímanum tvær klukkustundir og 42 mínútur. Upphaflega ætlaði Sigmar einungis að taka þrjá kílómetra en keppnisskapið og dagsformið gerði honum kleift að klára alla sex. Bjarni Jónasson og Páll Zóphaníasson syntu saman sex kílómetra líkt og í fyrra, Páll með fjóra og Bjarni tvo, og voru þeir á tímanum þremur klukkustundum og 25 mínútum. Frá sundfélaginu syntu Svanhildur Eiríksdóttir og Auðbjörg Helga Óskarsdóttir saman sex kílómetra á tímanum tvær klukkustundir og 20 mínútur, Svanhildur með fjóra kílómetra og Auðbjörg tvo. Súsanna Sif Sigfúsdóttir og Hinrik Ingi Ásgrímsson fóru einnig sex kílómetra saman, Súsanna með þrjá og hálfan kílómetra og Hinrik tvo og hálfan og voru þau á tímanum tvær klukkustundir og 49 mínútur.  
>> Eldri fréttir

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Eyjahjartað slær sem aldrei fyrr

Eyjahjartað bauð upp á fjórðu dagskrá sína í Einarsstofu sunnudaginn 12. mars er Brynja Pétursdóttir, Gísli Pálsson og Páll Magnússon buðu upp á sannkallaða gleðiveislu. Kári Bjarnason var fundarstjóri og byrjaði á því að rifja upp að tilurð Eyjahjartans mætti rekja til hinna velheppnuðu Goslokahátíða árin 2012 og 2013 er einstaklingar sem misstu æskuslóðir sínar undir hraun komu saman og minntust liðinna daga. Kári sagðist í framhaldinu hafa sett sig í samband við einn forsprakkarann, Atla Ásmundsson og velt upp þeirri spurningu hvort ekki mætti halda áfram með sambærilegar dagskrár í Einarsstofu. Atli benti á Einar Gylfa Jónsson og Þuríði Bernódusdóttur og þau fjögur hafa síðan í sameiningu haldið utan um Eyjahjartað með Einar Gylfa sem formann hópsins. Kári bætti því við að þau hefðu búið til einfalda formúlu: Að fá skemmtilegt fólk til að segja á skemmtilegan hátt frá sínum skemmtilegu uppvaxtarárum í Vestmannaeyjum. Það var greinilegt á þeim þremur einstaklingum sem héldu erindi á sunnudaginn að þau fylgdu vandlega formúlunni. Brynja fór á kostum með mynd af öllum Kirkjubæjunum í forgrunni síns spjalls. Hún talaði frá hjartanu um sinn horfna heim og lýsingarnar hennar voru oft og tíðum hreint stórkostlegar, í senn glettnar og ljúfar. Í lok ræðu sinnar sagðist hún hafa skrifað niður töluvert af punktum til að tala útfrá en að hún hafi hreinlega gleymt að horfa á þá. Gísli kynnti nýja bók sína, Fjallið sem yppti öxlum, þar sem hann setur sjálfan sig og sitt horfna umhverfi í brennidepil sem hann fellir síðan í almennt samhengi. Greinilegt að bók hans verður fengur fyrir Eyjamenn enda Gísli einn þekktasti fræðimaður landsins. Lokaerindið átti Páll og var hann ekki að hlífa sjálfum sér enda fjallaði hann um miðbæjarvillingana, þar sem hann var sjálfur einn af hópnum sem ekki fylgdi alltaf hinni hárfínu línu laganna. Að lokum kynnti Kári átthagadeild Bókasafnsins, bækur sem fjalla um Vestmannaeyjar eða eru eftir Vestmannaeyinga og bað Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur, sem hefur umsjón með þeim bókum að segja aðeins frá þeim. Sigrún kom í pontu og er greinilega á réttum stað í starfi enda skein ástríðan á verkefninu úr hverju orði. Þessi stund leið undrafljótt og það er virkilega gaman að sjá hversu vel Eyjahjartað hefur slegið í gegn. Eina vandamálið er plássið því ljóst er að Einarsstofa er einfaldlega sprungin og mun ekki geta tekið með góðu móti við næstu dagskrá Eyjahjartans. Blaðamaður er þegar farinn að hlakka til, því það virðist vera endalaust framboð af skemmtilegu fólki að segja skemmtilega frá sínum skemmtilega tíma í Vestmannaeyjum. Það var ekki laust við að blaðamaður hugleiddi með sjálfum sér á leiðinni heim: Hversu ríkar eru Eyjarnar okkar að það eina sem öllum sem koma og ræða um æsku sína dettur í hug er gleði – endalaus gleði yfir því að hafa fengið að alast hér upp.    

Eyjamenn vikunnar: Stefna sett á fleiri crossfit mót

Hressómeistarinn fór fram í 11. skiptið á dögunum og voru þar Erna Dögg Sigurjónsdóttir og maki hennar Hörður Orri Grettisson afar sigursæl en bæði stóðu þau uppi sem sigurvegarar í einstaklingskeppnum, liðakeppnum og parakeppni þar sem þau kepptu saman. Hörður Orri og Erna Dögg eru því bæði Eyjamenn vikunnar að þessu sinni.   Nafn: Hörður Orri Grettisson. Fæðingardagur: 10.09.1983. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Sambúð með Ernu Dögg og við eigum saman 3 börn, Emblu, Tönju og Gauta. Draumabíllinn: Hvítur Range Rover. Uppáhaldsmatur: Kjöt í karrý. Versti matur: Súrmatur. Uppáhalds vefsíða: Eyði of miklum tíma á facebook. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Emmsjé Gauti og Aron Can til dæmis. Aðaláhugamál: CrossFit, Karlakórinn og Liverpool. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Jurgen Klopp. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Börnin mín og ÍBV eru að sjálfsögðu númer eitt. Liverpool er mitt lið í enska boltanum og svo held ég mikið uppá Ragnheiði Söru í Crossfittinu, hún er frábær íþróttamaður. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja hreyfingu: Ég stunda Crossfit sem er mjög fjölbreytt hreyfing, frá ólympískum lyftingum yfir í fimleika. Uppáhaldssjónvarpsefni: Enski boltinn, missi helst ekki af leik með mínum mönnum. Hvenær byrjaðir þú að æfa Crossfit: Fyrir um það bil 4 árum. Hefur hreyfingin alltaf verið sameiginlegt áhugamál hjá ykkur: Crossfitið hefur verið sameiginlegt áhugamál. Er stefnan að taka þátt í fleiri mótum: Já það er stefnan, það er gaman að skora á sjálfan sig og taka þátt í mótum.   Nafn: Erna Dögg Sigurjónsdóttir. Fæðingardagur: 13. mars 1984. Fæðingarstaður: Reykjavík. Fjölskylda: Í sambúð með Herði Orra og eigum við saman 3 börn, Emblu Tönju og Gauta. Draumabíllinn: Hvítur Range Rover. Uppáhaldsmatur: Finnst lambalæri alltaf gott. Versti matur: Er ekki mikið fyrir þorramat. Uppáhalds vefsíða: Þær er margar. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Ég er alæta á tónlist, þannig að flest öll tónlist. Aðaláhugamál: Fjölskyldan, líkamsrækt og vera með vinum. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV og finnst mjög gaman að fylgjast með börnunum mínum. Ertu hjátrúarfull: Nei, myndi ekki segja það. Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, Crossfit og svo fer ég stundum út að hlaupa. Uppáhaldssjónvarpsefni: Finnst gaman að Chicago Med og Chicago Fire. Hvenær byrjaðir þú að æfa Crossfit: Fyrir ca. 4 árum. Hefur hreyfingin alltaf verið sameiginlegt áhugamál hjá ykkur: Eftir að við byrjuðum í Crossfit þá hefur þetta orðið að sameiginlegu áhugamáli. Er stefnan að taka þátt í fleiri mótum: Já, er búin að skrá mig í Crossfitleikana sem fara fram í Digranesi í byrjun apríl.    

Greinar >>

Menningarverðmæti Eyjamanna lokuð ofan í kössum

Ég er hugsi yfir menningarverðmætum okkar Eyjamanna og hvernig við eigum að halda sögu okkar á lofti. Eftir því sem ég kemst næst er töluvert af menningarmunum okkar geymdir í kjallara Safnahússins og á lofti Miðstöðvarinnar við Strandveg. Ég leiddi hugann að þessu þegar ég sá gamlar ljósmyndir af heimili hér í Eyjum. Á einni myndinni voru stórkostlegir munir sem aðstandendur gáfu byggðasafninu á sínum tíma. Nú eru þessir munir geymdir ofan í kössum í stað þess að þeim sé sómi sýndur með því að hafa þá til sýnis á safni, fyrir almenningssjónum. Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt. Allir munir sem geymdir eru í kjallara Safnahússins og á lofti Miðstöðvarinnar eru menningarverðmæti þeirra sem byggðu upp samfélagið okkar, Vestmannaeyjar. Við eigum að virða söguna og halda henni á lofti. Eitthvað er um að þessir munir séu dregnir fram í dagsljósið úr geymslunum annað slagið. En að mínu viti er það ekki nóg. Það þarf að koma þeim öllum á einn stað þar sem safnið og þar af leiðandi sagan er sýnd gestum og gangandi. Safnahúsið hefur fyrir löngu sprengt starfsemina utan af sér en Helga Hallbergsdóttir og Kári Bjarnason ásamt öðru starfsfólki safnsins vinna þar mjög gott starf miðað við aðstæður. Nýtt og/eða stærra Safnahús eða Byggðasafn, sem sýndi okkur og gestum og gangandi alla þessa muni sem tengjast sögu Eyjanna væri sannarlega rós í hnappagat bæjaryfirvalda. Við skulum ekki gleyma forfeðrum okkar sem byggðu upp Eyjarnar með mikilli vinnu og eljusemi og lögðu grunninn að samfélagi okkar í dag. Sýnum þeim virðingu okkar þannig að við getum verið stolt af. Sýnum munina frá heimilum forfeðra okkar sem draga upp söguna og svipmyndir forfeðra okkar, sorgir og sigra. Eldheimar risu á mettíma og ekkert var til sparað enda verið að segja stórbrotna sögu. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að koma upp nýju Safnahúsi sem við getum öll verið stolt af. Saga Vestmannaeyja er ótrúlega viðburðarík og kraftmikil og við þurfum að gera henni góð skil.