Skref fram á við og þarf að undirbúa það næsta

Þorsteinn Ingi Guðmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns, hefur eins og aðrir forystumenn sjómanna og sjávarútvegsfyrirtækja haft í mörg horn að líta síðustu mánuði. Það hefur því verið ákveðinn léttir fyrir þá þegar samningarnir voru samþykktir á sunnudagskvöldið. Þurfti þrjár atrennur til að niðurstaða næðist og hafði verkfall sjómanna staðið í hátt í tíu vikur. Eitt stóra málið var skattafsláttur í einhverri mynd en stjórnvöld sinntu því ekki. Útgerðarmenn buðu þá frítt fæði um borð sem gerði sitt til að niðurstaða fengist. Það vill enginn hugsa þá hugsun til enda hefðu samningarnir ekki verið samþykktir og tæpt stóð það. Á kjörskrá á landinu voru 2114 og atkvæði greiddu 1189 eða 53,7%. Já sögðu 623 eða 52,4% og nei 558 eða 46,9% og munaði ekki nema 72 atkvæðum. Hjá Jötni áttu 160 atkvæðisrétt og atkvæði greiddu 104 eða tæp 70%. „Mér finnst sjómenn almennt ekki taka þetta nógu alvarlega en ég er þakklátur fyrir hvað margir nýttu atkvæðisréttinn hjá okkur,“ segir Þorsteinn sem er nokkuð sáttur við samninginn, segir hann skref fram á við. Hann er ekki hrifinn að aðkomu sjávarútvegsráðherra að deilunni og segir hana hafa ætlað að kljúfa samstöðu sjómanna með útspili sínu. „Hún bauð upp á að sjómenn sem eru lengur á sjó en 48 tíma fengju skattaafslátt sem hefði þýtt að áhafnir dagróðrabáta, net- og línuskipum og jafnvel á uppsjávarskipum stæðu eftir óbættir. Þannig hefðu um 40% sjómanna setið eftir með sárt ennið. Það var algjör samstaða um að þetta kæmi ekki til greina. Auk þess var hún með hótanir um lög á verkfallið sem hvorki við eða útgerðin vildu.“   Ekki lengra komist Þorsteinn segir að andinn milli samninganefndanna hafi orðið betri eftir því sem leið á og fólk kynntist betur. Ákveðinn skilningur hafi verið á milli þó ekki væri fólk sammála. „Sjálfum fannst mér að ekki yrði lengra komist en samningurinn er skref fram á við. Núna tekur við nýtt tímabil til að undirbúa næsta skref. Staðreyndin er að árangur í samningum hefur aldrei náðst í stórum stökkum. Auðvitað hefðum við viljað fá meira en það voru gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir loðnusjómenn, fólk í landi og fyrirtækin sem eiga allt sitt undir að loðnan náist. Eins og ég sagði áðan er ég þokkalega sáttur og get ekki verið annað því ég skrifaði undir samninginn og stór hluti af síðasta ári hefur farið í vinnu við hann.Þó er það sem er í miklum ólestri að traust vantar á milli sjómanna og útgerða. Það er útgerðamanna að lagfæra það, t.d. að menn geti verið sem afleysingarmenn mánuðum saman og taka þar með af mönnum veikindarétt,“ sagði Þorsteinn og hafði þetta að segja um samningana að lokum: „Ég veit að sjómenn eiga eftir að sjá kjarabætur og bókun um mönnun skipa og fjarskipti eiga eftir að hafa sitt að segja í að bæta hag sjómannastéttarinnar,“ sagði Þorsteinn að endingu.    

Skref fram á við og þarf að undirbúa það næsta

Þorsteinn Ingi Guðmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns, hefur eins og aðrir forystumenn sjómanna og sjávarútvegsfyrirtækja haft í mörg horn að líta síðustu mánuði. Það hefur því verið ákveðinn léttir fyrir þá þegar samningarnir voru samþykktir á sunnudagskvöldið. Þurfti þrjár atrennur til að niðurstaða næðist og hafði verkfall sjómanna staðið í hátt í tíu vikur. Eitt stóra málið var skattafsláttur í einhverri mynd en stjórnvöld sinntu því ekki. Útgerðarmenn buðu þá frítt fæði um borð sem gerði sitt til að niðurstaða fengist. Það vill enginn hugsa þá hugsun til enda hefðu samningarnir ekki verið samþykktir og tæpt stóð það. Á kjörskrá á landinu voru 2114 og atkvæði greiddu 1189 eða 53,7%. Já sögðu 623 eða 52,4% og nei 558 eða 46,9% og munaði ekki nema 72 atkvæðum. Hjá Jötni áttu 160 atkvæðisrétt og atkvæði greiddu 104 eða tæp 70%. „Mér finnst sjómenn almennt ekki taka þetta nógu alvarlega en ég er þakklátur fyrir hvað margir nýttu atkvæðisréttinn hjá okkur,“ segir Þorsteinn sem er nokkuð sáttur við samninginn, segir hann skref fram á við. Hann er ekki hrifinn að aðkomu sjávarútvegsráðherra að deilunni og segir hana hafa ætlað að kljúfa samstöðu sjómanna með útspili sínu. „Hún bauð upp á að sjómenn sem eru lengur á sjó en 48 tíma fengju skattaafslátt sem hefði þýtt að áhafnir dagróðrabáta, net- og línuskipum og jafnvel á uppsjávarskipum stæðu eftir óbættir. Þannig hefðu um 40% sjómanna setið eftir með sárt ennið. Það var algjör samstaða um að þetta kæmi ekki til greina. Auk þess var hún með hótanir um lög á verkfallið sem hvorki við eða útgerðin vildu.“   Ekki lengra komist Þorsteinn segir að andinn milli samninganefndanna hafi orðið betri eftir því sem leið á og fólk kynntist betur. Ákveðinn skilningur hafi verið á milli þó ekki væri fólk sammála. „Sjálfum fannst mér að ekki yrði lengra komist en samningurinn er skref fram á við. Núna tekur við nýtt tímabil til að undirbúa næsta skref. Staðreyndin er að árangur í samningum hefur aldrei náðst í stórum stökkum. Auðvitað hefðum við viljað fá meira en það voru gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir loðnusjómenn, fólk í landi og fyrirtækin sem eiga allt sitt undir að loðnan náist. Eins og ég sagði áðan er ég þokkalega sáttur og get ekki verið annað því ég skrifaði undir samninginn og stór hluti af síðasta ári hefur farið í vinnu við hann.Þó er það sem er í miklum ólestri að traust vantar á milli sjómanna og útgerða. Það er útgerðamanna að lagfæra það, t.d. að menn geti verið sem afleysingarmenn mánuðum saman og taka þar með af mönnum veikindarétt,“ sagði Þorsteinn og hafði þetta að segja um samningana að lokum: „Ég veit að sjómenn eiga eftir að sjá kjarabætur og bókun um mönnun skipa og fjarskipti eiga eftir að hafa sitt að segja í að bæta hag sjómannastéttarinnar,“ sagði Þorsteinn að endingu.    

Dugnaður eru hópþrektímar fyrir alla sem vilja komast í frábært alhliða form

Um nokkurt skeið hafa þær Minna Björk Ágústsdóttir og Þórsteina Sigurbjörnsdóttir boðið Vestmannaeyingum upp á fjölbreytta og áhrifaríka líkamsrækt sem hefur það eitt að leiðarljósi að efla heilsu og stuðla að almennri vellíðan. Hingað til hafa tímarnir þeirra Minnu og Steinu gengið undir nafninu Metabolic en nú munu þeir einfaldlega heita Dugnaður. Blaðamaður hafði samband við þær Minnu og Steinu og spurði þær nánar út í Dugnað og hvað tímarnir hafa upp á að bjóða.   Er breytingin í Dugnaður bara að nafninu til eða eru einhverjar aðrar breytingar sem fylgja því? „Þegar við hófum starfsemi saman haustið 2015 stofnuðum við fyrirtækið okkar sem heitir Dugnaður ehf. Við gerðum þó ákveðnar áherslubreytingar nú í haust á tímunum sem voru einungis Metabolic tímar allan fyrra vetur. Við fórum til Berlínar vorið 2016 á námskeið sem heitir Training for warrirors og tókum inn kerfi sem við lærðum þar. Einnig fórum við á námskeið í haust þar sem við fengum kennararéttindi í ketilbjöllum og höfum því líka tekið inn ketilbjöllutíma sem við keyrum samhliða Metabolic. Við gerðum þetta til að auka fjölbreytnina hjá okkur,“ segja þær Minna og Steina. Eitt af því sem er í boði eru tímar sem kallast „Þrek“ sem að þeirra sögn eru markvissir, skemmtilegir og árangursríkir hópþrektímar fyrir alla sem vilja komast í frábært alhliða form í góðum félagsskap. „Unnið er með teygjur, kraftbolta, ketilbjöllur, kaðla, eigin líkamsþyngd og fleira spennandi og skemmtilegt. Þáttakendur stjórna álaginu sjálfir.“ Eru tímarnir fyrir konur jafnt sem karla og fólk á öllum aldri? „Já, þeir eru fyrir alla, iðkendur geta ráðið álaginu sjálfir og við finnum nýjar æfingar ef fólk treystir sér ekki í það sem sett er upp. Aldurshópurinn er mjög breiður og strákunum er alltaf að fjölga. Gaman að segja frá því að í einum tíma í vetur var yngsti þátttakandinn 14 ára og sá elsti 74 ára. Hjá okkur er einnig töluvert af hjónafólki, mæðgum, mæðginum og vinahópum sem hafa komið saman í þrektíma áskrift.“ Til viðbótar við „Þrek“ verða tímarnir „Stoð“ tvisvar í viku fyrir fólks sem á við stoðkerfisvandamál að stríða. „Þetta eru þrektímar sem henta þeim sem eru með stoðkerfisverki eða þurfa að fara sérstaklega varlega. Hentar einstaklingum sem kenna sér meins í stoðkerfi, hvort sem álag, sjúkdómar eða slys hafa valdið ójafnvægi. Markmiðið er að minnka verki, styrkjast og auka líkamsvitund. Þjálfunin er einstaklingsmiðuð þó svo hún fari fram í hópi. Hver og einn fer á sínum hraða og gerir eins þungt og hratt og hann treystir sér til, það er alltaf hægt að finna aðrar útfærslur af æfingunum. Tímarnir eru fyrir fólk á öllum aldri af báðum kynjum,“ segja Minna og Steina. „Nú er þetta annar veturinn okkar saman og hefur stór hluti verið með okkur frá upphafi,“ segja þær aðspurðar hvort það sé alltaf sami kjarninn hjá þeim. „Það eru alltaf einhverjir sem detta út og nýir koma inn. Við erum svo stoltar af fólkinu okkar sem mætir ótrúlega vel og hvað þau eru samheldin. Það er mikil samkennd og hvatning í hópnum. Einn iðkandi sagði í vetur að honum fyndist eins og hann væri kominn í lið.“ Hafa iðkendur hjá ykkur tekið miklum heilsufarslegum framförum? „Við leggjum mikla áherslu á vellíðan og heilbrigði og það er það sem við erum sannarlega að sjá hjá hópnum. Margir koma til okkar og segja okkur frá breytingum sem þeir finna á sér og það finnst okkur ánægjulegt,“ segja Minna og Steina. Hvaða skilaboð hafið þið til þeirra sem hafa áhuga á því að byrja í Dugnaði en einhverra hluta vegna láta ekki verða að því? „Við hvetjum ykkur til þess að koma og prufa nokkra tíma. Það er mikil fjölbreytni í tímum vikunnar og því ekki marktækt að koma bara einu sinni. Yfir vikuna eru þoltímar, styrktartímar og powertímar, auk Training for warriors og ketilbjöllutímar. Endilega sláist í okkar skemmtilega hóp, við tökum vel á móti nýjum iðkendum,“ segja þær að lokum og minna á þrektíma sem þær sjá um fyrir gólfklúbbinn. „Við vorum að byrja með þrektíma fyrir gólfklúbbinn einu sinni í viku og er það mjög ánægulegt og spennandi verkefni.“    

Ólafur Björgvin Jóhannesson - Þú gerir þetta fyrir engan nema sjálfan þig

Enn eitt lífsstílsviðtalið er líklega það fyrsta sem margir hugsa þegar þeir lesa þessa fyrirsögn. Ég ætla ekki að fara að kenna þér hvernig þú átt að hefja nýjan lífsstíl heldur ætla ég að segja þér hvað fékk mig til að byrja. Hvað það var sem dreif mig upp úr sófanum. Það eru engir tveir eins og það sem virkar á mig virkar ekki endilega á þig. Ég gleymi seint þegar Gísli Hjartar Foster sagði mér frá því að það væri að byrja námskeið í Hressó með Biggest looser, þættir sem flestir ef ekki allir hafa séð, sem fyrirmynd. Hugmyndin er að vera ákveðinn hópur saman með völdum þjálfurum og enginn leyndarmál, eða hálfgert opinbert átak. Þegar Gísli nefndi þetta við mig var ég á mjög slæmum stað, var að hreyfa mig lítið og ekkert að spá í mataræðið. Ég var með pressu úr mörgum áttum að taka mig á, bæði vinir og fjölskylda höfðu áhyggjur af mér og auðvitað ég sjálfur. Ég var samt búinn að heyra sömu tugguna svo oft að að ég leiddi þetta bara hjá mér. Ég var einfaldlega ekki tilbúinn. Ég er matarfíkill og ég þurfti hjálp. Þess vegna hitti Gísli vel á mig þegar hann nefndi þetta við mig og ég sá leik á borði að þarna væri frábær tími til að snúa blaðinu við. Ég var búinn að prófa svo margt, sumt virkaði vel og annað ekki. Alltaf fór ég í sama farið og mér fannst ég vera að svíkja þá sem voru að reyna að hjálpa mér. Gekk það svo langt að ég vonaðist til að sleppa að hitta þetta fólk sem ég var búinn að ,,svíkja“. En auðvitað bitnaði þetta mest á sjálfum mér. Um leið og maður áttar sig á því að þú gerir þetta fyrir sjálfan þig, og engan annan, þá ertu búinn að taka fyrsta skrefið. Um það bil tveimur mánuðum fyrir námskeiðið í Hressó var ég ennþá með þetta á bakvið eyrað, hugsandi hvernig ég kæmist út úr þessu, og hvort ég væri nú að fara að svíkja Gilla vin minn sem hefur alltaf reynst mér svo vel. Svo fékk ég skilaboð að þetta væri að byrja, að ég ætti að mæta á fyrirlestur og svo í mælingar. Ég var búinn að nefna þetta við mínu nánustu þannig ég gat ekki annað en mætt, mestmegnis til að gera þeim til geðs. En það breyttist eitthvað í mér mjög fljótt því ég er mikill keppnismaður. Þarna var ég kominn, tilbúinn að fara að keppa við aðra og ætlaði mér sko að vinna þetta. Ég gleymi því ekki þegar ég steig á vigtina heima hjá mér. Hún sýndi 203.8 kg og var erfitt að kyngja því þar sem ég hef forðast að vigta mig undanfarin ár. Til að bæta gráu ofan á svart þá var vigtin í Hressó of lítil fyrir mig þar sem hún þolir bara 200 kg. Ég skammaðist mín mikið fyrir að vera langþyngstur af öllum en sagði þó Jóhönnu og þeim í Hressó að ég væri 203 kg. Já, ég þorði ekki að segja þessi auka 800 gr. Strangt mataræði og æfingar skiluðu sér strax og kílóin hrundu af mér. Ég var jú að fara að vinna þetta, var þyngstur og þess vegna hafði ég hvað mest að vinna. Námskeiðið varði í tvo mánuði og ég náði mínu markmiði, að vinna keppnina. Þarna var boltinn farinn að rúlla, ég var búinn að setja mér fullt af markmiðum og líðanin var orðin mun betri. Eins og ég sagði áðan var þetta opinbert átak og allir voru að fylgjast með mér. Mér fannst t.d. allir vera að spá í mig og skammaðist mín að fara út búð fyrir ömmu og afa þegar það voru keyptar kökur eða eitthvað sætt, hræddur um að vera dæmdur. Þetta var þó eflaust meira bara í hausnum á mér. Ég fékk mikla hvatningu og hrós úr öllum áttum sem hjálpaði mér mikið. Eftir námskeiðið hélt ég áfram á fullu, kílóin héldu áfram að hrynja af mér og þolið varð betra. Það sem ég gerði þarna sem ég hafði ekki gert áður var að ég lærði af fyrri mistökum. Ég vissi alveg uppskriftina að því að ná árangri og það hjálpaði mér að hafa þá þekkingu..Ég þurfti það aðhald sem ég fékk í Hressó, þau markmið og þá reynslu sem þau gáfu mér til að ná þessum árangri. Ég byrjaði í október 2014. Núna tæpum tveimur og hálfum ári seinna er ég enn að æfa á fullu og reyna að passa mataræðið. Í dag er ég um 130 kíló, missti meira en hálfan metra af mittismáli og lækkaði fitu-prósentuna um 18-19%. Ég hef verið duglegur að deila sögu minni í gegnum samfélagsmiðlana í von um að hreyfa við öðrum. Ég mæli hiklaust með því fyrir þá sem vilja taka fyrstu skrefin að kíkja í Hressó eða tala við einhvern sem hefur þekkingu í þessum málum. Það er ótrúlega erfitt að gera þetta sjálfur, oft þarf maður á stuðningi að halda. Í dag er ég að senda Önnu Dóru tölur þegar ég vigta mig og hún tekur mig í stöðumat reglulega. Í rúmt eitt og hálft ár hef ég staðið í stað. Það er óþolandi en samt ákveðinn sigur, því ég er búinn að finna lífsstíl sem gerir mér kleyft að lifa án þess að hlaða á mig aukakílóum. Það sem virkar á mig er hreyfing númer eitt, tvö og þrjú. Ég er mikill íþróttamaður í mér og æfi badminton, fer í ræktina, spila golf á sumrin, og elska alla útiveru. Í dag borða ég nánast það sem ég vil en verð bara að hreyfa mig meira og forðast að þyngjast aftur. Ég á mér ennþá markmið sem ég ætlaði að vera löngu búinn að ná en þetta snýst um þolinmæði þar sem nýja lífið mitt er rétt að byrja. Ég veit alveg hvað ég þarf að gera til þess að ná markmiðunum mínum. Það er að borða jafn hollt og skynsamlega og ég gerði í byrjun átaksins. Ég er ennþá virkur matarfíkill. Bara það eitt að stelast í smá nammi snemma dags veldur því að ég er að berjast á móti sykurlönguninni allan daginn. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært af þessu er að einn slæmur dagur er ekki endir alheimsins. Ég verð bara að eiga betri daga á eftir þessum slæmu. Ég á mér nokkrar fyrirmyndir, sem ég reyni að læra af á hverjum degi. Sumar þeirra eru á samskiptamiðlunum en svo er ég svo heppinn með að geta hitt aðra og fengið ráð og hvatningu. Ég gæti eflaust skrifað heila ritgerð um sjálfan mig, og þennan lífsstíl, en með þessu innslagi hef ég vonandi náð að miðla minni reynslu til einhvers sem langar að taka sín fyrstu skref eða halda áfram í því sem fyrir er. Ég er mjög sammála því að mataræðið er stærsti þátturinn, hreyfing er kannski ekki aukaatriði en hún er mikilvægur félagi í þessum lífsstíl. Nýja lífið mitt er svo miklu betra en það gamla, ég er að upplifa svo margt í dag sem mig gat aðeins dreymt um. Ég er auðvitað hræddur um að fara í gamla farið en ég ætla ekki leyfa mér það. Ég þarf því berjast alla daga í þessu. Sumir dagar eru bara slæmir og vigtin fer alveg upp einstaka sinnum, en ég tel mig sem betur fer orðinn það sterkan að ég næ henni alltaf niður aftur. Ég er íþróttamaður sem hefur róið hálft maraþon, unnið verðlaun í badminton, labbað upp á fjöll án þess að þurfa að taka pásu. Ég vann fyrir þessu öllu og er stoltur af því. Þetta snýst nefnilega um sjálfan þig og engan annan.  

Fimmti sjúkdómurinn

Ef þú sérð lasið barn rautt í kinnum eins og það hafi verið slegið utanundir beggja vegna er ekki ólíklegt að fimmti sjúkdómurinn sé hér á ferð. Nafnið mun vera þannig til komið að af þeim sjúkdómum sem herjuðu á börn var talað um skarlatssótt sem fyrsta sjúkdóminn, mislinga annan, rauða hunda þann þriðja, hlaupabólu fjórða og svo kemur sá fimmti. Einnig var talað um faraldsroða og á erlendum málum erythema infectiosum eða slapped cheek diease. Þetta er veirusjúkdómur orsakaður af paróveiru B19. Það eru til margar paróveirur þar á meðal veirur sem herja á dýr, þessi veira leggst eingöngu á menn. Við smit myndar líkaminn mótefni sem endist ævina út. Rannsóknir sýna að 40-60% manna hafa mótefni gegn veirunni og líklega sýkjast margir án þess að fá mikil eða nokkur einkenni. Algengast er að börn á aldrinum 5-15 ára veikist en þó geta allir sýkst. Smitið berst með úða frá nefi eða kverkum og það geta liðið 4-20 dagar frá smiti þar til einkenni koma fram. Einkenni í upphafi eru oft lík kvefi eða flensu, nefrennsli, hiti, höfuðverkur og beinverkir. Útbrot byrja í andliti og koma svo eftir nokkra daga fram á búk og útlimum, lófar og iljar eru oft undanskilin, þó getur komið fram kláði á iljum. Eftir að útbrot birtast er ekki hætta á smiti, þannig að ef börn eru hitalaus og líður vel er þeim óhætt að fara á leikskóla og skóla þrátt fyrir útbrot. Útbrotin geta verið sýnileg í allt að 3 vikur. Bólgur og eymsli í liðum geta fylgt fimmta sjúkdómnum, sérstaklega hjá fullorðnum. Það er engin meðferð til við sjúkdómnum en hægt að reyna að slá á kláða og mögulega önnur einkenni. Ef þunguð kona smitast á meðgöngu er líklegast að það valdi ekki skaða fyrir barnið. Í innan við 5% tilvika getur sýkingin þó valdið blóðleysi hjá fóstri, þannig að fósturlát verði. Forvarnir eru svipaðar og gegn öðrum loftbornum smitsjúkdómum. Sjúkdómurinn er almennt greindur á einkennum, það er hægt að mæla mótefni í blóði til greiningar en það er í undantekningartilvikum sem það er gert. f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Helga Þorbergsdóttir Hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar í Vík    

Líknarmeðferð

Líknarmeðferð (e. palliative care) er meðferðarform sem gerir ráð fyrir heildrænni nálgun á vandamál einstaklinga sem glíma við alvarlega eða langvinna sjúkdóma. Orðið líkn merkir að hjálpa, hjúkra og lina þjáningar en markmið líknarmeðferðar er að stuðla að bættri líðan og auknum lífsgæðum fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Það er gert með því að greina vandamálin snemma, veita viðeigandi meðferð við einkennum og tengja saman umönnun líkamlegra, sálfélagslegra og andlegra þátta. Einkenni er breyting á ástandi líkama eða sálar og er huglægt mat einstaklings á eigin heilsu og líðan. Algeng einkenni sem sjúklingar með alvarlega sjúkdóma glíma við eru til dæmis verkir, þreyta, andnauð, þunglyndi og kvíði. Meðferðin þarf að vera samþætt og einstaklingsmiðuð þar sem hugað er sérstaklega að persónulegum þörfum. Mikilvægt er að efla stuðningsnet í kringum sjúklinga og aðstandendur þeirra til að sjúklingurinn geti lifað eins virku lífi og hægt er miðað við aðstæður. Samskipti milli sjúklinga, aðstandenda og fagfólks þurfa að vera árangursrík til að mögulegt sé að veita viðeigandi þjónustu. Í fyrri skilgreiningu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) átti líknarmeðferð aðeins við þegar læknandi meðferð var hætt en með nýrri skilgreiningu frá árinu 2002 getur líknarmeðferð átt við allt frá því að einstaklingur greinist með alvarlegan sjúkdóm. Líknarmeðferð er þannig hægt að veita á sama tíma og læknandi meðferð fer fram en getur einnig staðið ein og sér. Hér á landi hefur hugtökunum líknarmeðferð og lífslokameðferð (e. end of life care) verið ruglað saman en lífslokameðferð er lokastig líknarmeðferðar sem felur í sér að læknandi meðferð er hætt og lífslok nálgast. Í líknarmeðferð er litið á dauðann sem eðlileg þáttaskil en meðferðin miðar að varðveislu lífs.   f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Urður Ómarsdóttir Hjúkrunarfræðingur Lyflækningadeild og Bráðamóttöku    

Fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja 20. febrúar 2017

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 262. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 20. febrúar 2017 og hófst hann kl. 16:05     Fundinn sátu: Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.   Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi       Dagskrá:   1. 201611092 - Deiliskipulag H-1. Skipulagsbreyting. Tekin fyrir að nýju breytingartillaga deiliskipulags á hafnarsvæði H-1. Tillagan gerir ráð fyrir skilmálabreytingum er varðar hámarkshæð og heildarbyggingarmagn Ægisgötu 2, Tangagötu 10 og norðurbyggingu Strandvegs 30, áður Tangagata 12. Tillagan var auglýst frá 28 des. 2016 til 8 feb. 2017. Þrjú bréf bárust ráðinu.   Bréf bárust frá slökkviliðsstjóra Vestmannaeyja, frá Magnúsi Sigurðssyni f.h. Steina og Olla ehf. og frá Þresti Bjarnhéðissyni Johnsen. Í bréfi slökkviliðsstjóra er bent á að Slökkvilið Vestmannaeyja hefur ekki yfir að ráða búnaði til að bjarga fólki eða berjast við eld í svona háum húsum og ítrekar mikilvægi þess að viðeigandi búnaður sé keyptur. Í athugasemdabréfi frá Þresti Bjarnhéðinssyni Johnsen er mótmælt auknu byggingarmagni á húsunum við Strandveg 30, Tangagötu 10 og Ægisgötu 2. Þá tekur bréfritari ekki nægileg bílastæði vera og að útsýni allra bæjarbúa sem búa fyrir neðan Barnaskóla muni skerðast. Í athugasemdabréfi frá Magnúsi Sigurðssyni f.h Steina og Olla ehf. er m.a bent á rangfærslur í orðalagi og rangar hlutfallstölur sem óskað er eftir að verði leiðrétt.   Umhverfis -og skipulagsráð þakkar bréfriturum fyrir innsend bréf og áhuga á málinu. Umhverfis -og skipulagsráð vill í hvarvetna að öryggi íbúa og gesta Eyjanna sé tryggt eins og kostur er og tekur því undir áhyggjur slökkviliðsstjóra. Ráðið bendir á að skv. brunavarnaráætlun Vestmannaeyja sem unnið er eftir er gert ráð fyrir að fjárfest verði í nauðsynlegum búnaði áður en að fólk mun hefja búsetu á umræddu svæði, og því er að mati ráðsins brugðist við athugasemdum slökkviliðsstjóra.   Umhverfis -og skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að leiðrétta byggingarskilmála Tangagötu 10 og bendir bréfritara á að svæðisskilmálar aðalskipulags heimila að húsið geti nýst sem hótel.   Umhverfis -og skipulagsráð mun ekki leggjast gegn auknu byggingarmagni húsanna sem um ræðir. Með útsjónarsemi og skipulagi hefur tekist að hafa bílastæðafjölda fullnægjandi fyrir íbúðir og þá starfsemi sem verður á svæðinu. Ekki er gert ráð fyrir að Vigtartorgið verði notað sem bílastæði.   Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara bréfriturum en samþykkir skipulagið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.       2. 201610058 - Ofanbyggjaraland. Samningar. Tekið fyrir að nýju erindi um endurnýjun samninga í Skátastykki, Suðurgarði, Eystra-Þorlaugargerði og Vestra-Þorlaugargerði. Lóðarblöð voru send út til kynningar og andmæla á tímabilinu 30 des. 2016 til 10. feb. 2017. Lóðarblöð og innsend bréf lóðarhafa eru lögð fyrir ráðið.   Ráðið hefur farið yfir innsend bréf lóðarhafa og metið misræmi milli útsendra lóðarblaða og innkominna gagna. Ráðið leggur til eftirfarandi breytingar á áðurútsendum lóðarblöðum   Vestra-Þorlaugargerði: samþykkt að land falli að flugvallalandi til norðurs. Kvöð verður sett á landið er varðar aðkomu að Nónhól landnúmer 161206.   Eystra-Þorlaugargerði: samþykkt að tún nr. 10. og 11. sunnan vegar verði bætt við landið. Landamörk við Skátastykki verður breytt með þeim hætti að vegslóði verður hluti af landi Skátastykkis.   Suðurgarður: samþykkt að land stækki sunnan vegar sbr. núv. girðing og land að norðan verði í samræmi við núv. girðingar.   Skátastykki: samþykkt að vegslóði við landamörk Eystra Þorlaugargerðis verði hluti af lóð Skátafélagsins.   Skipulags-og byggingarfulltrúa er falið að útbúa ný lóðarblöð.   Á næsta fundi ráðsins verða lögð fram drög að túnasamningum og gjaldskrá vegna nytjaréttar.       3. 201702113 - Brattagata 10. Umsókn um byggingarleyfi Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Valur Andersen sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi sbr. innsend gögn.   Ráðið óskar eftir skuggateikningum frá lóðarhafa og samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði í framhaldi grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum að Bröttugötu 5, 7, 8, 9, 11, 12, 12a, 13, 15, 17, 19. Heiðartúni 4 og 6. Strembugötu 16, 18, 20, 22, 24, 26, 27, 29. Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.       4. 201702114 - Áshamar 32. Umsókn um byggingarleyfi Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Ólafur Tage Bjarnason hönnuður sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.   Ráðið samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum að Áshamri 28, 30, 34, 36, 50 og Búhamri 13, 29, 35, 39. Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.             Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10    
>> Eldri fréttir

Eyjamaður vikunnar - "Viss léttir yfir manni eftir tvo fellda samninga"

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands hefur ásamt öðrum í forystusveit íslenskra sjómanna haft í mörg horn að líta undanfarna mánuði. Stór áfangi náðist aðfararnótt laugardagsins þegar sjómenn og útgerðarmenn skrifuðu undir samning sem samþykktur var naumlega. Áður höfðu tveir samningar verið felldir. Það var mikill léttir fyrir sjávarpláss eins og Vestmannaeyjar þegar deilan leystist og skipin byrjuðu að halda á miðin í sunnudagskvöldið. Valmundur er Eyjamaður vikunnar.   Nafn: Valmundur Valmundsson. Fæðingardagur: 10. maí 1961. Fæðingarstaður: Siglufjörður. Fjölskylda: Eiginkonan er Björg Baldvins. Börnin Anna Brynja í sambúð með Davíð Guðmundssyni og börn þeirra tvö Una Björg og Kjartan Leó. Valur Már í sambúð með Lindu Óskarsdóttur og eiga þau dótturina Sigrúnu Önnu og einn Eyjapeyja á leiðinni í maí. Draumabíllinn: Porche 911. Uppáhaldsmatur: Allur gömlukallamatur, hrossabjúgu, svið, slátur, súrmeti, hákall og auðvitað humar og góður lambahryggur svíkur aldrei. Og svartfuglinn hjá peyjanum. Versti matur: Hef aldrei getað borðað mysing. Meira að segja surströmming er betri. Uppáhalds vefsíða: Þær eru margar, allar síður tengdar Eyjum og Siglufirði og nota mikið síður stéttarfélaganna. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Jazz og létt þungarokk eins og Dimma. Aðaláhugamál: Fyrir utan vinnuna er það fluguveiði og fluguhnýtingar. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Nelson flotaforingja. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ef ég á að nefna einn er það Hvanneyrarskál um vetur, allt á kafi í snjó og stökkmót innst í skálinni. Þar hefur verið stokkið lengst á skíðum á Íslandi. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV og KS mitt gamla félag á Siglufirði. Svo á ég tvær afastelpur sem eru í fimleikum. Unu Björgu og Sigrúnu Önnu. Ertu hjátrúarfull/ur: Alveg hroðalega. Stundar þú einhverja hreyfingu: Hjóla á sumrin og göngur á veturna. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir, fréttatengt efni, góðir enskir og norrænir krimmar. Hvað hafa samningaviðræður staðið lengi: Þær hafa staðið með hléum frá 2012 þegar málinu var vísað til Sátta af útgerðarmönnum. Var ekki léttir þegar niðurstaða kosningarinnar lá fyrir: Það má segja það að viss léttir sé yfir manni núna eftir tvo fellda samninga. Hvað er það besta við samninginn: Það sem náðist að bæta við fellda samninginn frá í haust. Það var ekki sjálfgefið að eitthvað næðist í viðbót en með samstöðu sjómanna og þeirra samninganefnda hafðist þetta í gegn. Hvar hefðir þú viljað ná lengra: Hefði gjarnan viljað ná lengra í olíuverðsviðmiðinu. En nú fer í gang vinna við endurskoðun á þessu bixi sem heitir kostnaðarhlutdeild og hún greind lið fyrir lið og hverju og þá hvernig hægt er að breyta til einföldunar og gagnsæis. Verður haldið áfram að berjast fyrir sjómannaafslætti: Krafan um bætur fyrir sjómannaafsláttinn er enn lifandi á hendur útgerðinni. Getum ekki gert kröfu á ríkið um eitt eða neitt. Eitthvað að lokum: Vil að síðustu þakka öllum félögum mínum til sjávar og sveita fyrir stuðninginn og fjölskyldunni fyrir að standa þétt við bakið á kallinum í orrahríðinni undanfarnar vikur.  

Dugnaður eru hópþrektímar fyrir alla sem vilja komast í frábært alhliða form

Um nokkurt skeið hafa þær Minna Björk Ágústsdóttir og Þórsteina Sigurbjörnsdóttir boðið Vestmannaeyingum upp á fjölbreytta og áhrifaríka líkamsrækt sem hefur það eitt að leiðarljósi að efla heilsu og stuðla að almennri vellíðan. Hingað til hafa tímarnir þeirra Minnu og Steinu gengið undir nafninu Metabolic en nú munu þeir einfaldlega heita Dugnaður. Blaðamaður hafði samband við þær Minnu og Steinu og spurði þær nánar út í Dugnað og hvað tímarnir hafa upp á að bjóða.   Er breytingin í Dugnaður bara að nafninu til eða eru einhverjar aðrar breytingar sem fylgja því? „Þegar við hófum starfsemi saman haustið 2015 stofnuðum við fyrirtækið okkar sem heitir Dugnaður ehf. Við gerðum þó ákveðnar áherslubreytingar nú í haust á tímunum sem voru einungis Metabolic tímar allan fyrra vetur. Við fórum til Berlínar vorið 2016 á námskeið sem heitir Training for warrirors og tókum inn kerfi sem við lærðum þar. Einnig fórum við á námskeið í haust þar sem við fengum kennararéttindi í ketilbjöllum og höfum því líka tekið inn ketilbjöllutíma sem við keyrum samhliða Metabolic. Við gerðum þetta til að auka fjölbreytnina hjá okkur,“ segja þær Minna og Steina. Eitt af því sem er í boði eru tímar sem kallast „Þrek“ sem að þeirra sögn eru markvissir, skemmtilegir og árangursríkir hópþrektímar fyrir alla sem vilja komast í frábært alhliða form í góðum félagsskap. „Unnið er með teygjur, kraftbolta, ketilbjöllur, kaðla, eigin líkamsþyngd og fleira spennandi og skemmtilegt. Þáttakendur stjórna álaginu sjálfir.“ Eru tímarnir fyrir konur jafnt sem karla og fólk á öllum aldri? „Já, þeir eru fyrir alla, iðkendur geta ráðið álaginu sjálfir og við finnum nýjar æfingar ef fólk treystir sér ekki í það sem sett er upp. Aldurshópurinn er mjög breiður og strákunum er alltaf að fjölga. Gaman að segja frá því að í einum tíma í vetur var yngsti þátttakandinn 14 ára og sá elsti 74 ára. Hjá okkur er einnig töluvert af hjónafólki, mæðgum, mæðginum og vinahópum sem hafa komið saman í þrektíma áskrift.“ Til viðbótar við „Þrek“ verða tímarnir „Stoð“ tvisvar í viku fyrir fólks sem á við stoðkerfisvandamál að stríða. „Þetta eru þrektímar sem henta þeim sem eru með stoðkerfisverki eða þurfa að fara sérstaklega varlega. Hentar einstaklingum sem kenna sér meins í stoðkerfi, hvort sem álag, sjúkdómar eða slys hafa valdið ójafnvægi. Markmiðið er að minnka verki, styrkjast og auka líkamsvitund. Þjálfunin er einstaklingsmiðuð þó svo hún fari fram í hópi. Hver og einn fer á sínum hraða og gerir eins þungt og hratt og hann treystir sér til, það er alltaf hægt að finna aðrar útfærslur af æfingunum. Tímarnir eru fyrir fólk á öllum aldri af báðum kynjum,“ segja Minna og Steina. „Nú er þetta annar veturinn okkar saman og hefur stór hluti verið með okkur frá upphafi,“ segja þær aðspurðar hvort það sé alltaf sami kjarninn hjá þeim. „Það eru alltaf einhverjir sem detta út og nýir koma inn. Við erum svo stoltar af fólkinu okkar sem mætir ótrúlega vel og hvað þau eru samheldin. Það er mikil samkennd og hvatning í hópnum. Einn iðkandi sagði í vetur að honum fyndist eins og hann væri kominn í lið.“ Hafa iðkendur hjá ykkur tekið miklum heilsufarslegum framförum? „Við leggjum mikla áherslu á vellíðan og heilbrigði og það er það sem við erum sannarlega að sjá hjá hópnum. Margir koma til okkar og segja okkur frá breytingum sem þeir finna á sér og það finnst okkur ánægjulegt,“ segja Minna og Steina. Hvaða skilaboð hafið þið til þeirra sem hafa áhuga á því að byrja í Dugnaði en einhverra hluta vegna láta ekki verða að því? „Við hvetjum ykkur til þess að koma og prufa nokkra tíma. Það er mikil fjölbreytni í tímum vikunnar og því ekki marktækt að koma bara einu sinni. Yfir vikuna eru þoltímar, styrktartímar og powertímar, auk Training for warriors og ketilbjöllutímar. Endilega sláist í okkar skemmtilega hóp, við tökum vel á móti nýjum iðkendum,“ segja þær að lokum og minna á þrektíma sem þær sjá um fyrir gólfklúbbinn. „Við vorum að byrja með þrektíma fyrir gólfklúbbinn einu sinni í viku og er það mjög ánægulegt og spennandi verkefni.“    

VefTíví >>

Hrafnar fóru á kostum í Eldheimum - Myndband og myndir

Það var mikið stuð í Eldheimum á laugardagskvöldið þar sem Hrafnarnir fóru mikinn í tónlist og spjalli um allt og ekkert en þó aðallega um gosið og sjálfa sig. Hvert sæti var skipað í húsinu og var mikið hlegið milli þess sem fólk naut tónlistarinnar sem boðið er upp á.    Hljómsveitin Hrafnar samanstendur af tvennum bræðrum, Georg og Vigni Ólafssonum og Hermanni Inga og Helga Hermannssonum og Hlöðveri Guðnasyni, allt grónir Eyjamenn þó þeir búi á fastalandinu. Samanlögð reynsla þeirra í músík má frekar mæla í öldum en áratugum og þeir kunna ýmislegt fyrir sér á þeim vettvangi. Það var talið í klukkan níu og klukkan átti aðeins nokkrar mínútur í miðnætti þegar síðasti tónninn var sleginn. Sem sagt þriggja tíma prógram með stuttu hléi og hvergi slegið af.   Hljóðfæraskipan er svolítið sérstök, Georg leikur á kontrabassa, Vignir á banjó, Hlöðver á mandólín og Hermann Ingi og Helgi á gítara. Eldheimar buðu á tónleikana og tilefnið var að minnast þess að á mánudaginn, 23. janúar voru 44 ár frá upphafi Heimaeyjargossins. Lagaval og sögur tengdust gosinu á einhvern hátt. Allir voru þeir byrjaðir í tónlist áður en gaus og brugðu þeir upp skemmtilegum myndum af sjálfum sér í undarlegum aðstæðum. Hermann Ingi á harðahlaupum upp Skólaveginn þegar eldsúlurnar risu austur á Eyju og Hlöbbi sem stakk af til Eyja til að bjarga því dýrmætasta, plötusafninu. Já, þeir hittu svo sannarlega í mark og útkoman var ein besta skemmtun sem boðið hefur verið upp á í Eyjum síðasta árið eða svo. Bæði skemmtilegt og eftirminnilegt. „Tónleikarnir og aðsóknin fóru fram úr björtustu vonum. Gaman að geta boðið á þennan flotta viðburð. En tónleikarnir eru greiddir með styrk úr Framkvæmdarsjóði Suðurlands. Herjólfur gaf ferðirnar fyrir tónlistaarmennina og hljómflutningsgræjurnar. Það var setið á næstum því öllum stólum hússins. Þeir eru um 160,“ sagði Kristín Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eldheima eftir tónleikana. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari var að sjálfsögðu á staðnum og smellti þessum myndum af stemningunni.