Fékk 11000 volta straum í gegnum sig

 Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið og sinnti hinum ýmsu verkefnu sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram og engin teljandi útköll á öldurhús bæjarins.   Tvö þjófnaðarmál komu til kasta lögreglu í liðinni viku og var í báðum tilvikum um að ræða fjóra 14 ára drengi. Höfðu þeir stolið neftóbaki og áfengi á tveimur stöðum og sátu við drykkju þegar lögreglan hafði afskipti af þeim. Þeir viðurkenndu þjófnaðinn og er mál drengjanna í meðferð hjá barnaverndaryfirvöldum. Eitt mál er varðar brot á lyfjalögum kom inn á borð lögreglu í vikunni en um var að ræða sendingu í pósti sem í voru sterar. Viðurkenndi viðtakandi sendingarinnar að vera eigandi efnisins og telst málið upplýst.   Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku og var í öðru tilvikinu um minniháttar árekstur að ræða og engin slys á fólki. Í hinu tilvikinu var um að ræða harðan árekstur á gatnamótum Höfðavegar og Ofanleitisvegar og þurfti að flytja bæði ökutækin í burtu með kranabifreið. Engin slys urðu á fólki.   Laust fyrir hádegi þann 2. október sl. var lögreglan kölluð að HS-veitum vegna vinnuslyss en þarna hafði starfsmaður HS-veitna fengið í gegnum sig 11000 volta straum og fór straumurinn í gegnum líkama mannsins frá hægri hendi og út um vinstra hné. Brenndist maðurinn nokkuð við það og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum til aðhlynningar

Fékk 11000 volta straum í gegnum sig

 Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið og sinnti hinum ýmsu verkefnu sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram og engin teljandi útköll á öldurhús bæjarins.   Tvö þjófnaðarmál komu til kasta lögreglu í liðinni viku og var í báðum tilvikum um að ræða fjóra 14 ára drengi. Höfðu þeir stolið neftóbaki og áfengi á tveimur stöðum og sátu við drykkju þegar lögreglan hafði afskipti af þeim. Þeir viðurkenndu þjófnaðinn og er mál drengjanna í meðferð hjá barnaverndaryfirvöldum. Eitt mál er varðar brot á lyfjalögum kom inn á borð lögreglu í vikunni en um var að ræða sendingu í pósti sem í voru sterar. Viðurkenndi viðtakandi sendingarinnar að vera eigandi efnisins og telst málið upplýst.   Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku og var í öðru tilvikinu um minniháttar árekstur að ræða og engin slys á fólki. Í hinu tilvikinu var um að ræða harðan árekstur á gatnamótum Höfðavegar og Ofanleitisvegar og þurfti að flytja bæði ökutækin í burtu með kranabifreið. Engin slys urðu á fólki.   Laust fyrir hádegi þann 2. október sl. var lögreglan kölluð að HS-veitum vegna vinnuslyss en þarna hafði starfsmaður HS-veitna fengið í gegnum sig 11000 volta straum og fór straumurinn í gegnum líkama mannsins frá hægri hendi og út um vinstra hné. Brenndist maðurinn nokkuð við það og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum til aðhlynningar

Sito og Barden áfram hja ÍBV

 ÍBV er að ganga frá framlengingu á samningi við spænska framherjann Jose Enrique Seoane Vergara eða Sito, en þetta kemur fram inni á Fótbolti.net   Sito kom til ÍBV í júlí síðastliðnum og átti stóran þátt í að hjálpa liðinu að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni með því að skora sex mörk í ellefu leikjum.   „Það er komið langt og ætti að klárast fljótlega," sagði Ingi Sigurðsson í stjórn knattspyrnudeildar aðspurður út í samningamálin hjá Sito.   „Hann er búinn að koma mjög vel inn í þetta og er öflugur leikmaður. Hann fellur vel inn í samfélagið líka. Þetta er góður drengur í alla staði og hann leggur sig gríðarlega vel fram á æfingum og í leikjum. Við leggjum gríðarlega mikið upp úr því að hafa hann hér áfram. Hann er lykilmaður."   Englendingurinn Jonathan Barnden hefur gengið frá framlengingu á samningi sínum við ÍBV. Barnden spilaði 16 leiki í Pepsi-deildinni í sumar, flesta í hægri bakverði.   Ekki er búið að ákveða hvort miðjumaðurinn Mario Brlecic verði áfram. Mario kom til ÍBV um mitt sumar en samningur hans er að renna út. Að sögn Inga mun nýr þjálfari ÍBV ákveða framtíð Mario hjá félaginu.   Kantmaðurinn Dominic Adams er hins vegar á förum. Dominic spilaði einungis fimm leiki í sumar en hann kom til ÍBV fyrir sumarið 2014. Þá spilaði hann sjö leiki áður en hann sleit krossband.   Eyjamenn enduðu í 10. sæti í Pepsi-deildinni í sumar en stefnan er sett ofar að ári. „Við stefnum að því að styrkja okkur í haust og erum eins og öll önnur lið vakandi fyrir því að ná í sterka leikmenn," sagði Ingi.    Fótbolti.net greindi frá
>> Eldri fréttir

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Greinar >>

Lundasumarið 2015

 Lundaballið er um helgina og því rétt að fara yfir sumarið. Staðan núna, 24. sept. er ótrúleg. Mikill lundi við Eyjar og mikið af sílisfugli að bera í holur ennþá og flug lundapysjunnar rétt að ná hámarki og svolítið erfitt að átta sig á því, hvað gerðist í sumar, en þó.   Ég var staddur austur á Rófu ca. 3 mílur austan við Elliðaey um miðjan júlí mánuð, þegar ég varð vitni að því að þar gaus upp mikið af æti og ég horfði á þúsundir lunda og svartfugl koma þar á ör stuttum tíma, og ekki bara setjast og byrja veiðar, heldur sá ég eitthvað sem ég hef aldrei séð áður, bæði svartfugl og lunda skutla sér ofan í sjóinn. Ég sá svo torfuna færast smátt og smátt til lands. Eftir að ég hafði klárað að draga línu sem ég var með þarna, prófaði ég að renna með stöng og fékk þá strax makríl á stöngina, svo hann var mættur líka í veisluna. Ekki veit ég hvers konar æti þetta var, en ef við horfum á þá staðreynd að lundinn er ennþá að bera æti í holurnar og hvernig staða lundapysjunnar er í dag, þá er nokkuð ljóst að meirihlutinn af lundanum hóf ekki varp fyrr en í byrjun júlí.   Veiðidagarnir voru 3 í sumar og miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið, þá má reikna með að milli 4-500 lundar hafi verið veiddir í sumar, en þar sem nú þegar eru komnar upp undir 600 pysjur á sædýrasafnið, þá er ljóst að veiðarnar voru sjálfbærar.   Sjálfur fór ég ekki í lunda í Eyjum, frekar en síðustu ár, en heimsótti hins vegar 3 eyjar norður í landi í sumar, sem klárlega voru toppurinn á árinu hjá mér.   Það er mikið af lundapysju á ferðinni og maður heyrir það að ansi mörg börn eigi svolítið erfitt í skólanum þessa morgnana og mig langar að velta því upp, hvort það væri ekki sniðugt að kennarar yngri bekkjanna gerðu úr þessu verkefni, þar sem bóknámið fengi kannski frí einn dag í bekk eða svo og haldið til pysjuveiðar að morgni til og jafnvel hugsanlegt að gera einhvers konar keppni milli bekkja um það hvaða bekkur fyndi flestar pysjur. Það eru ekki öll börn sem leggja í að fara á bryggju svæðið og sumir fá ekki leyfi til þess, en kannski væri sniðugt að gera þetta að verkefnum undir eftirliti og umsjá kennara. Enda hafa öll börn gott af því að kynnast svæðinu sem klárlega er lífæð Eyjamanna.   Sumir hafa sagt við mig að allur þessi fjöldi lunda s.l. mánuð væri hugsanlega lundi sem væri að koma að norðan á leiðinni suður, en ég er nú ekki sammála því. Þetta er bara lundinn okkar sem er að koma þegar æti er í boði í kring um Eyjar, en að öðrum kosti helgur hann sig það langt í burtu að hann kemur ekki. Varðandi það, hvort þetta sumar sé einhver vísbending um það að ástand stofnsins sé að fara að lagast, þá stór efast ég um það, því miður, þó að maður voni það nú alltaf.   Varðandi hvort það hafi einhver áhrif á afkomu pysjunnar að hún komi svona seint, þá tel ég svo ekki vera, en kannski má segja sem svo að þetta síðsumar varp lundans sé kannski svona ekki ósvipað því þegar við Eyjamenn þurfum sjálfir að takast á við erfiðleika og breyttar aðstæður, þá einfaldlega bítum við á jaxlinn og berjumst enn harðar fyrir tilveru okkar hér.   Bestu fréttirnar eru þó þær, lundinn kom til Vestmannaeyja í milljóna tali í sumar og skilaði af sér ágætis árgangi í nýliðun, miðað við þær fréttir sem berast úr sumum eyjunum, og mun koma í milljóna tali næsta sumar.