Nauðsynlegt að fá dýpkunarskip og tryggja sex ferðir á dag

Nauðsynlegt að fá dýpkunarskip og tryggja sex ferðir á dag

„Það er afar bagalegt að það skuli þurfa að fella niður ferðir núna þegar við erum á háannartíma," sagði Elliði Vignisson í pósti til Vegamálastjóra núna morgun en eins og fram hefur komið á vef Eyjafrétta er byrjað að gæta grynnsla við austurgarðinn í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að fella þarf niður ferðir.   Áfram heldur Elliði og segir það skipta mestu máli að fá dýpkunarskip í höfnina sem allra fyrst og tryggja sex ferðir á dag til Landeyjahafnar með öllum tiltækum ráðum. "Auðvitað vitum við að núverandi Herjólfur er of djúpristur og ekki heppilegur í Landeyjahöfn og þess vegna hefði þurft að fylgjast betur með stöðu mála hvað dýpi varðar. Það má hinsvegar ekki leggjast í eitthvað volæði yfir þessu heldur þarf að bregðast við og tryggja hagsmuni íbúa og fyrirtækja hér í Eyjum og almennt á þjónustusvæði Herjólfs. Mestu skiptir að fá dýpkunarskip sem fyrst en þar að auki hef ég óskað eftir því að þær ferðir sem fella þarf niður verði farnar í annan tíma og þannig tryggt að heildarfjöldi ferða verði áfam 6 eins samgönguyfirvöld hafa sjálf metið að lágmarks þörf sé á. Þá óskaði ég einnig eftir því að tryggt yrði að hámarksfjöldi farþega verði 520 eins og nú er heimilt eftir að skilgreiningu á hafsvæðinu hér var breytt í kjölfarið á áralöngu baráttumáli okkar en í flestum ferðum í sumar hefur verið miðað við tæplega 400 farþega."

Hvetja fólk til að leggja ÍBV lið við undirbúninginn og á hátíðinni

Það er í mörg horn að líta hjá Dóru Björk Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélags og formanni þjóðhátíðarnefndar og Jónasi Guðbirni Jónssyni, talsmanni þjóðhátíðarnefndar. Allur undirbúningur gengur vel og sala á miðum í Dalinn er á pari miðað við síðustu ár. Það er því gott hljóð í þeim Dóru Björk og Jónasi en þau vilja koma nokkrum atriðum á framfæri við bæði bæjarbúa og gesti sem heimsækja Eyjarnar um Þjóðhátíðina.   „Sala miða hefur gengið mjög vel og er á pari við síðustu ár,“ segir Dóra Björk þegar hún er spurð hvernig þau sjái fyrir sér aðsókn á Þjóðhátíðina 2017. „Það er uppselt í Herjólf bæði á föstudeginum á Þjóðhátíð og svo á mánudeginum sem segir sitt um aðsóknina,“ segir Jónas. Þau segja líka að undirbúningur hafi gengið vel en þjóðhátíðarnefnd hefur fundað með lögreglustjóra og yfirmönnum Heilbrigðisstofnunar HSU. „Nýjasta tækjaæðið okkar Íslendinga eru drónarnir sem voru tíu eða tólf svífandi yfir Dalnum þegar mest var í fyrra. Almenna reglan er sú að drónar verða ekki leyfðir á hátíðarsvæðinu nema með sérstöku leyfi sem sækja þarf um til Samgöngustofu. Biðjum við fólk að virða það vegna slysahættu sem af þeim getur skapast,“ segir Dóra Björk.   Skoða strætóferðir frá Íþróttamiðstöð Bekkjabílarnir heyra sögunni til. „En síðustu tvær hátíðir höfum við nýtt strætó fyrir samgöngur í bænum og nú eins og þá verður boðið upp á strætó og minni rútur. Við hvetjum gesti til að nota strætó því öll bílastæði í og við Dalinn eru fljót að fyllast. Við erum að skoða það að vera með strætóferðir frá Íþróttamiðstöðinni og alveg inn í Dal þegar mesta umferðin er. Þá getur fólk farið á bílunum sínum eða labbað upp í Íþróttamiðstöð og fengið far þaðan í Dalinn en þessi þjónusta verður eingöngu í boði á daginn. Þetta auðveldar fólki vonandi að komast með tertur og annað matarkyns í tjaldið. Þetta gæti verið snúið í framkvæmd en við erum að leita leiða til að þetta geti gengið upp hjá okkur,“ segir Jónas.   Snyrtimennska í fyrirrúmi Dóra Björk segir að rusl og sorpmál séu alltaf ofarlega á baugi og þar vill hún að allir leggist á eitt. „Fyrir það fyrsta þurfa allir að ganga snyrtilega um og fólkið í hvítu tjöldunum á að sjá til þess að allt sé snyrtilegt í kringum hvert tjald. Það á við langflesta en alltaf má gera betur. Við viljum biðla til heimamanna að hreinsa allt rusl undir og í kringum sitt tjald á mánudeginum eftir hátíð sem og að taka til eftir sig í brekkunni.“ Til að forðast troðning við innrukkunina í Dalinn hvetja þau gesti til að nálgast armbönd í tíma. „Það gerir allt léttara og framkvæmdin verður auðveldari. Strax um hádegi á fimmtudeginum getur fólk nálgast armböndin í innrukkunarskúrunum inni í Dal eða niður á bryggju við komu Herjólfs, þannig að það á ekki að vera mikið mál að nálgast armböndin,“ segir Jónas. Dóra segist hafa orðið vör við spurninguna, hvers vegna ÍBV noti slagorðið, Dalurinn okkar. „Við viljum leggja áherslu á að þetta er Dalurinn okkar allra. Ganga vel um og sýna öllum virðingu. Okkar á öllum að geta liðið vel og þurfum við að vera dugleg við að passa upp á hvert annað í Dalnum sem og annars staðar. Ekki vera fáviti í Dalnum okkar. Eins og allir vita höfum við lagt áherslu á forvarnir gegn öllu ofbeldi sem hefur skilað árangri en alltaf má gera betur. Við höfum verið að bæta við eftirlitsmyndavélum og gæsla er sú mesta og besta sem þekkist á útihátíðum á Íslandi,“ segir Dóra Björk.   Öflug gæsla eins og alltaf Verður sérsveit lögreglunnar með alvæpni á svæðinu? „Hér hafa sérsveitarmenn verið að störfum ásamt öðrum lögreglumönnum til margra ára. Þetta er alfarið mál Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra en við fögnum góðri gæslu, fíkniefnareftirliti og því fleiri fíkni- efnahundar því betra,“ segir Jónas. „Tjöldun verður leyfð á miðvikudeginum eins og undanfarin ár og munum við leyfa starfsfólki hátíðarinnar að byrja á undan og viljum við að aðrir Þjóðhátíðargestir virði það. En við viljum vekja athygli á því að við þurfum að loka Dalnum á milli klukkan 14.00 og 16.00 á fimmtudeginum á meðan við setjum upp hliðið. Að lokum viljum við hvetja fólk til að leggja okkur lið við undirbúninginn og á hátíðinni því margar hendur vinna létt verk. Þetta er mikið átak fyrir lítið félag og því þurfum við á allri aðstoð að halda,“ sagði Dóra Björk.  

Hvetja fólk til að leggja ÍBV lið við undirbúninginn og á hátíðinni

Það er í mörg horn að líta hjá Dóru Björk Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélags og formanni þjóðhátíðarnefndar og Jónasi Guðbirni Jónssyni, talsmanni þjóðhátíðarnefndar. Allur undirbúningur gengur vel og sala á miðum í Dalinn er á pari miðað við síðustu ár. Það er því gott hljóð í þeim Dóru Björk og Jónasi en þau vilja koma nokkrum atriðum á framfæri við bæði bæjarbúa og gesti sem heimsækja Eyjarnar um Þjóðhátíðina.   „Sala miða hefur gengið mjög vel og er á pari við síðustu ár,“ segir Dóra Björk þegar hún er spurð hvernig þau sjái fyrir sér aðsókn á Þjóðhátíðina 2017. „Það er uppselt í Herjólf bæði á föstudeginum á Þjóðhátíð og svo á mánudeginum sem segir sitt um aðsóknina,“ segir Jónas. Þau segja líka að undirbúningur hafi gengið vel en þjóðhátíðarnefnd hefur fundað með lögreglustjóra og yfirmönnum Heilbrigðisstofnunar HSU. „Nýjasta tækjaæðið okkar Íslendinga eru drónarnir sem voru tíu eða tólf svífandi yfir Dalnum þegar mest var í fyrra. Almenna reglan er sú að drónar verða ekki leyfðir á hátíðarsvæðinu nema með sérstöku leyfi sem sækja þarf um til Samgöngustofu. Biðjum við fólk að virða það vegna slysahættu sem af þeim getur skapast,“ segir Dóra Björk.   Skoða strætóferðir frá Íþróttamiðstöð Bekkjabílarnir heyra sögunni til. „En síðustu tvær hátíðir höfum við nýtt strætó fyrir samgöngur í bænum og nú eins og þá verður boðið upp á strætó og minni rútur. Við hvetjum gesti til að nota strætó því öll bílastæði í og við Dalinn eru fljót að fyllast. Við erum að skoða það að vera með strætóferðir frá Íþróttamiðstöðinni og alveg inn í Dal þegar mesta umferðin er. Þá getur fólk farið á bílunum sínum eða labbað upp í Íþróttamiðstöð og fengið far þaðan í Dalinn en þessi þjónusta verður eingöngu í boði á daginn. Þetta auðveldar fólki vonandi að komast með tertur og annað matarkyns í tjaldið. Þetta gæti verið snúið í framkvæmd en við erum að leita leiða til að þetta geti gengið upp hjá okkur,“ segir Jónas.   Snyrtimennska í fyrirrúmi Dóra Björk segir að rusl og sorpmál séu alltaf ofarlega á baugi og þar vill hún að allir leggist á eitt. „Fyrir það fyrsta þurfa allir að ganga snyrtilega um og fólkið í hvítu tjöldunum á að sjá til þess að allt sé snyrtilegt í kringum hvert tjald. Það á við langflesta en alltaf má gera betur. Við viljum biðla til heimamanna að hreinsa allt rusl undir og í kringum sitt tjald á mánudeginum eftir hátíð sem og að taka til eftir sig í brekkunni.“ Til að forðast troðning við innrukkunina í Dalinn hvetja þau gesti til að nálgast armbönd í tíma. „Það gerir allt léttara og framkvæmdin verður auðveldari. Strax um hádegi á fimmtudeginum getur fólk nálgast armböndin í innrukkunarskúrunum inni í Dal eða niður á bryggju við komu Herjólfs, þannig að það á ekki að vera mikið mál að nálgast armböndin,“ segir Jónas. Dóra segist hafa orðið vör við spurninguna, hvers vegna ÍBV noti slagorðið, Dalurinn okkar. „Við viljum leggja áherslu á að þetta er Dalurinn okkar allra. Ganga vel um og sýna öllum virðingu. Okkar á öllum að geta liðið vel og þurfum við að vera dugleg við að passa upp á hvert annað í Dalnum sem og annars staðar. Ekki vera fáviti í Dalnum okkar. Eins og allir vita höfum við lagt áherslu á forvarnir gegn öllu ofbeldi sem hefur skilað árangri en alltaf má gera betur. Við höfum verið að bæta við eftirlitsmyndavélum og gæsla er sú mesta og besta sem þekkist á útihátíðum á Íslandi,“ segir Dóra Björk.   Öflug gæsla eins og alltaf Verður sérsveit lögreglunnar með alvæpni á svæðinu? „Hér hafa sérsveitarmenn verið að störfum ásamt öðrum lögreglumönnum til margra ára. Þetta er alfarið mál Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra en við fögnum góðri gæslu, fíkniefnareftirliti og því fleiri fíkni- efnahundar því betra,“ segir Jónas. „Tjöldun verður leyfð á miðvikudeginum eins og undanfarin ár og munum við leyfa starfsfólki hátíðarinnar að byrja á undan og viljum við að aðrir Þjóðhátíðargestir virði það. En við viljum vekja athygli á því að við þurfum að loka Dalnum á milli klukkan 14.00 og 16.00 á fimmtudeginum á meðan við setjum upp hliðið. Að lokum viljum við hvetja fólk til að leggja okkur lið við undirbúninginn og á hátíðinni því margar hendur vinna létt verk. Þetta er mikið átak fyrir lítið félag og því þurfum við á allri aðstoð að halda,“ sagði Dóra Björk.  

Sé ekki annað en að framtíð fyrirtækisins verði í Eyjum

Arnar Richardsson tók við stöðu rekstrarstjóra útgerðarfélagsins Bergur-Huginn ehf (BH) þann fyrsta júní sl. Áður var hann framkvæmdastjóri Hafnareyrar sem er í eigu Vinnslustöðvarinnar. Hann er ekki með öllu ókunnur hjá BH því þar vann hann í átta ár áður en hann tók við Hafnareyri. Arnar er rekstrarfræðingur að mennt. Arnar tekur við starfinu af Magnúsi Kristinssyni, sem átti fyrirtækið lengst af og hefur verið við stjórnvölinn í 45 ár. „Það má segja að í júní hafi ég verið á tveimur vinnustöðum, hér og hjá Hafnareyri,“ segir Arnar við blaðamenn þar sem við sitjum á skrifstofu Bergs- Hugins við Básaskersbryggju. Njótum um leið útsýnisins þar sem blasir við stærsti hluti hafnarinnar þar sem alltaf er eitthvað að gerast. „Ég var í rúm tvö ár hjá Hafnareyri sem er mun umfangsmeira fyrirtæki en flestir gera sér grein fyrir, með í allt um 34 starfsmenn í vinnu, þar af 27 á vélaverkstæði,“ segir Arnar um sinn gamla vinnustað. „Hér hafði ég svo unnið í átta ár. Byrjaði á netaverkstæðinu en fór svo á skrifstofuna. Ég held ég sé búinn að koma að öllu í rekstri fyrirtækisins í landi. Á m.a.s. að baki einn frystitúr á gömlu Vestmannney VE-54.“ Bergur-Huginn er í eigu Síldarvinnslunnar á Norðfirði og skipin Vestmannaey VE og Bergey VE sem hvort um sig fiskaði um 4000 tonn á síðasta ári. „Núna eru þau samanlagt komin í 4400 tonn sem er nánast það sama og á sama tíma í fyrra þrátt fyrir sjómannaverkfall í sex vikur í upphafi árs. Þannig að þetta lítur mjög vel út.“ Þetta sýnir að það hefur verið mokveiði í trollið frá því sjómannaverkfallið leystist í febrúar. „Þau hafa landað tvisvar í viku frá verkfalli. Vestmannaey hefur farið 44 veiðiferðir á árinu og Bergey, sem fór í slipp í vor 39 og nú erum við í 28. viku ársins. Þannig að þetta er góður gangur.“ Tólf eru í áhöfn á hvoru skipi en Arnar segir að í allt séu 16 sem teljast megi fastráðna á hvort skip. Auk þessara 32 sjómanna vinna sex í landi, Guðmundur Alfreðsson og Guðjón Pálsson á vélaverkstæði, Guðni Hjörleifsson og Rúnar Birgisson á netaverkstæði og hann og Ágústa Elfa Magnúsdóttir á skrifstofunni. „Starfið leggst vel í mig. Ég vissi að hverju ég gekk og það er margt spennandi framundan. Það stendur til að endurnýja flota Síldarvinnslunnar og við erum inni í þeim pakka. Okkar skip eru reyndar ekki gömul, komu 2007 en tíminn er fljótur að líða. Það er verið að horfa á sömu stærð af skipum en nú fer fram frumhönnun og verið er að skoða teikningar.“ Arnar segir samstarfið við Síldavinnsluna gott. „Ég er að ná að komast betur inn í reksturinn og starfið sem er bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Við erum að senda fisk héðan frá Eyjum til Samherja á Dalvík/Akureyri og Síldarvinnslunnar fyrir austan. Við löndum einnig til Godthaab í Nöf og lifur í Idunn seafood, einnig sendum við fisk á markaði í Englandi og Þýskalandi. Arnar segist ekki sjá annað en að framtíð fyrirtækisins verði í Vestmannaeyjum. „Kvóti okkar er rúm 6200 tonn en eins og áður sagði erum við að veiða yfir 4000 þúsund tonn á hvort skip. Til samanburðar þá vorum við að veiða 6800 tonn árið 2011 á þremur skipum, Vestmannaey, Bergey og Smáey.“ Ljónin sem Arnar sér á veginum eru hækkanir á veiðigjöldum og samgöngur. „Við verðum að geta reitt okkur á stöðugar samgöngur til að geta komið frá okkur fiski. Það sem af er ári erum við búin að senda um 1250 tonn af fiski með Herjólfi. Allt stefnir í að þessir flutningar komi til með að aukast hjá okkur með haustinu. Annars þurfum við að landa annarstaðar t.d. í Þorlákshöfn með tilheyrandi tapi fyrir Vestmannaeyjahöfn og samfélagið hér í Eyjum,“. Gífurleg hækkun veiðigjalda kemur illa niður á rekstri BH. Hækkun á þorsk um 107% og ýsu um 127% en þess má geta að við erum með rúm 4% af heildarkvóta ýsu.  

Fólk er mjög þakklátt fyrir þessa þjónustu og það er þörf á henni

Hvað gera konur sem ekki fá inni fyrir börnin sín á leikskóla? Einn möguleikinn er að sitja heima og bíða, hinn er að gerast dagmamma og bæta við sig nokkrum börnum til að passa. Það er einmitt það sem þær Kristín Halldórsdóttir, sem eignaðist sinn þriðja strák síðasta sumar, Elías Orra og Sandra Gísladóttir, sem átti sitt fyrsta barn síðasta sumar, Lilju Rut gerðu. Þær hafa komið sér upp mjög góðri aðstöðu að Hrauntúni 10, um 100 fermetrar í tvískiptu plássi með góðri snyrtiaðstöðu. Þar er hátt til lofts og úti er afgirtur pallur þannig að aðstaðan er eins og best verður á kosið. Í dag eru þær með sex börn en hafa leyfi fyrir tíu. „Við erum nýbyrjaðar og það er fínt að byrja með sex börn en svo reiknum við með að fjölga upp í tíu í ágúst,“ segja þær í spjalli þar sem börnin réðu svolítið ferðinni, vildu fá sinn skammt af athyglinni. Þau segja að mikil vinna hafi farið í að útbúa húsnæðið og gera það þannig úr garði að það henti starfseminni. „Þetta var geðveik vinna og hjálpuðust fjölskyldur okkar beggja að við að gera þetta klárt. Það er gerð krafa um að brunavarnir séu í lagi, tryggar útgönguleiðir og gert er ráð fyrir þremur fermetrum á hvert barn sem við stöndumst og vel það,“ segir Sandra. „Við erum með börn frá níu til fjórtán mánaða. Það er enginn biðlisti en við höfum heldur ekki þurft að auglýsa. Við bjóðum upp á heilsdagsvistun með öllu tilheyrandi,“ segir Kristín. Þær opna klukkan 7.45 og eru með opið til klukkan 15.30. Börnin fá morgunmat og hádegismat og eftir hvíld er ávaxtastund. Þess á milli er bara leikur. Bærinn kemur að rekstrinum með styrkjum, 75 þúsund króna framkvæmdastyrk fyrstu tvö árin og 50 þúsunda leikfangastyrk á ári. Þá er greitt með hverju barni frá níu mánaða aldri. „Þetta er mjög spennandi, ennþá að minnsta kosti,“ segja þær hlæjandi. „Fólk er mjög þakklátt fyrir þessa þjónustu og það er þörf á henni. Við getum tekið niður í sex mánaða en niðurgreiðsla hefst ekki fyrr en börnin verða níu mánaða. Stundum hefur fólk ekkert val, verður að byrja að vinna án þess að fá niðurgreiðslu,“ segir Kristín. Þær segjast sjálfar vera að aðlagast starfseminni og það sama gildi um börnin. „Þau eru að venjast okkur en þetta hefur gengið vel en það á svo eftir að koma í ljós hvað við endumst lengi því þetta er mikið starf og mikil ábyrgð,“ sagði Sandra að endingu.  

Einkennist af góðri blöndu þjónustu- og íbúðarbyggðar

 Í tillögum Alta um miðsvæði Vestmannaeyjabæjar segir að gert sé ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og stjórnsýslu sem þjóni bæjarfélaginu, svo sem verslunum, skrifstofum, þjónustustofnunum, hótelum, veitinga- og gistihúsum, menningarstofnunum og annarri hreinlegri atvinnustarfsemi sem talin er samræmast yfirbragði og eðli starfsemi miðsvæðis. Bent er á að í Vestmannaeyjum er blómleg miðbæjarstarfsemi með fjölbreyttu atvinnulífi. Miðbærinn hafi þróast með jákvæðum hætti, ekki síst eftir að siglingar til og frá Landeyjahöfn hófust. „Í gegnum tíðina hafa Eyjamenn þurft að vera sjálfum sér nógir um flest vegna erfiðra samgangna sem hefur skilað sér í öflugri verslun og þjónustu í miðbænum sem þjónar íbúum, ferðafólki og jafnvel íbúum af fastalandinu sem búa skammt frá Landeyjahöfn,“ segir í tillögunum. Miðbær Vestmannaeyja einkennist að mati Alta af góðri blöndu þjónustu- og íbúðarbyggðar. Aukin ásókn sé í að búa í miðbænum, ekki síst meðal ungs fólks og eldra fólks. Miðbærinn sé vel nýttur og fáar lausar lóðir. Áhugi sé á endurgerð eldri bygginga og uppbyggingu sem styrkir ásýnd og starfsemi í miðbænum. „Endurgerð þeirra hefur gjarnan verið þannig að á jarðhæð er fjölbreytt starfsemi en íbúðir eða skrifstofur á efri hæðum. Þá hefur verið lögð áhersla á að halda í gamlar byggingar en gefa þeim nýtt hlutverk. Dæmi um það má sjá víða, svo sem í Skvísusundi þar sem áður voru krær og í Fiskiðjunni sem áður hýsti fiskvinnslu en gengur nú í endurnýjun lífdaga.“   Halda í þessa góðu þróun Hlutverk stefnu fyrir miðbæ snýst um að halda í þessa góðu þróun og styrkja hana enn frekar að mati Alta. Á heildina litið sé ekki vandamál með bílastæði og yfirleitt stutt að fara. Undanfarin ár hefur verið aukin ásókn í að breyta atvinnuhúsnæði á jarðhæðum í miðbænum í íbúðir, hótel eða aðra starfsemi. Í deiliskipulagi hluta miðbæjarins er lagt til að ákveðnum húsum við ákveðnar götur skuli starfsemi á jarðhæð vera með það sem er kallað virkar framhliðar. Hægt verði að ganga inn af götunni í verslanir og aðra þjónustu og á framhliðinni séu gluggar sem er hægt að sjá inn um. „Með þessu er stutt við þjónustu á svæðinu og lögð áhersla á að viðhalda miðbæjarbrag. Því er talið óæskilegt að atvinnuhúsnæði á jarðhæðum í miðbænum sé breytt í íbúðir og gistingu eða íbúðargistingu.“ Sérkenni miðbæjarins er að hann er við aðalatvinnusvæði Vestmannaeyja, höfnina og nærliggjandi athafnasvæði. Þegar íbúðum fjölgar í miðbænum þarf núverandi íbúum, væntanlegum íbúum og öðrum hagsmunaaðilum að vera ljóst að starfsemi á hafnarsvæðinu fylgja umsvif s.s. vegna umferðar, hávaða og lyktar, sem eðlilegt er að fylgi slíkri starfsemi.   Markviss aukning í miðbæjarstarfsemi Í Vestmannaeyjum eru helst tvö svæði sem gegna hlutverki dvalar- og eða samkomusvæða. Annars vegar Stakkagerðistún og hins vegar Vigtartorg. Þessi tvö svæði anna eftirspurn eftir opnum grænum svæðum innan bæjarins. Þau eru vel sótt og eru vel staðsett í nánum tengslum við miðbæinn. Styðja þarf þessi tvö svæði og styrkja. Í miðbænum hefur orðið markviss aukning í miðbæjarstarfsemi. Frá síðasta aðalskipulagi, 2005 hafa verið byggðir um 4000 fermetrar í miðbænum og meira er í undirbúningi. Veitingaþjónusta hefur sprungið út og veitingastöðum í miðbænum fjölgað úr um það bil tveimur til þremur í tíu til fimmtán. Gistirýmum í Vestmannaeyjum hefur fjölgað talsvert og líklega um nærri 50% í miðbænum á undanförnum árum. Land í miðbænum er af skornum skammti og lítið svigrúm til uppbyggingar. Í aðalskipulagsvinnunni hafa komið fram hugmyndir um að stækka miðbæinn í austur inn í nýja hraunið á mótum Kirkjuvegar og Skansvegar, og endurheimta hluta af því svæði þar sem byggð fór undir Eldfellshraun. Í tillögu að nýju aðalskipulagi hefur verið afmarkað miðbæjarsvæði á þessum reit en svæðið er jafnframt þróunarsvæði.   Það sem vinnst Tvöfaldur ávinningur er af því að taka þetta svæði undir miðbæjaruppbyggingu: • Tækifæri skapast til uppbyggingar á svæði við miðbæinn, en í dag er mikil eftirspurn eftir húsnæði fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi í miðbænum. • Opnar möguleika fyrir efnisnám, t.d. fyrir landfyllingu fyrir nýja höfn við Eiðið. Á skipulagstímabilinu verða hugmyndir um landnotkun á svæðinu þróaðar frekar t.a.m. um mögulega uppbyggingu, yfirbragð svæðis, landmótun, efnistöku, tengsl við núverandi byggð og tengsl við söguna. Svæðið er í dag undir samningi við Skógræktarfélag Vestmannaeyja og á svæðinu eru gönguleiðir og minningarskilti um þá byggð sem er undir hrauninu.   Markmið og verkefni • Miðbær Vestmannaeyja er miðstöð verslunar og þjónustu. • Gera skal ráð fyrir miðbæjarstarfsemi á jarðhæðum bygginga. Aðalinngangar skulu snúa að götum og stefnt að því að framhliðar séu virkar til að stuðla að lifandi og áhugaverðu göturými. Íbúðir eða miðbæjarstarfsemi er heimil á efri hæðum. • Á afmörkuðu svæði í miðbænum, þar sem atvinnuhúsnæði er á jarðhæðum í dag, er ekki heimilt að breyta notkun á jarðhæð í íbúðir eða gistingu/íbúðargistingu. Þessi svæði eru sýnd á meðfylgjandi mynd. • Móta skal skýrt afmarkaðan miðbæjarkjarna þar sem þjónustu, verslunum og íbúðum er beint og rík áhersla lögð á umhverfisfrágang, með vönduðum yfirborðs-efnum, gróðri og lýsingu. • Varðveita skal útsýni milli sjávar og fella eins og kostur er. • Gert er ráð fyrir samkomu- og dvalarsvæðum á Stakkagerðistúni og á Vigtartorgi. Bárustígur myndi skýra tengingu milli þessara tveggja áningarstaða. • Miðbæjarsvæðið tengi hafnarsvæði, miðbæ og íbúðarhverfi. • Núverandi íbúum, væntanlegum íbúum og öðrum hagsmunaaðilum skal vera ljóst að starfsemi á nálægu athafnasvæði og hafnarsvæði fylgja umsvif s.s. vegna umferðar, hávaða og lyktar, sem eðlilegt er að fylgi slíkri starfsemi innan þeirra marka sem starfsleyfi geta um. • Til framtíðar er áformað að stækka miðbæinn inn í nýja hraunið og er svæðið afmarkað sem þróunarsvæði.   Útfærsla • Stefnan er útfærð með afmörkun miðbæjarsvæðis á uppdrætti og skilmálum, og afmörkun svæða í miðbænum, sem sýnd er á meðfylgjandi mynd, þar sem ekki er heimilt að breyta atvinnuhúsnæði á jarðhæð í íbúðir eða gistingu og íbúðargistingu.   Tenging við höfnina Svæðið gegnir mikilvægu hlutverki sem tenging miðbæjarins við höfnina. Viðhalda skal því byggðamynstri sem er innan svæðisins með því að virða byggingarstíl eldri húsa og tryggja að nýbyggingar og breytingar á eldri húsum falli vel að umhverfinu og stuðli að bættri götumynd. Æskilegt er að byggja í þær eyður sem eru í byggðinni og fjölga íbúðum, sérstaklega á efri hæðum. Í deiliskipulagi eru sett skilyrði, þegar við á, um að á jarðhæðum verði lifandi starfsemi opin fyrir almenning. Áhersla er á uppbyggingu ferðaþjónustu, einkum á svæðinu milli Strandvegar og hafnar, frá Skansi að Skólavegi. Náttúrugripasafnið Sæheimar er á miðvæði og til stendur að stækka safnið til muna. Stakkagerðistún og Vigtartorg gegna hlutverki dvalar og eða samkomusvæða. Þar eru eingöngu heimil mannvirki sem styðja við hlutverk svæðanna. Heimilt er að þétta byggð á svæði við Safnahúsið með allt að 15 nýjum íbúðum í 2 til 3 hæða húsum.     Nýja hraun Miðsvæði þar sem áformað er að byggja aftur upp á svæði sem fór undir hraun í gosinu 1973. Svæðið er merkt sem þróunarsvæði og verður unnið að því á skipulagstímabilinu að móta uppbyggingar-áform frekar. Möguleikar til landmótunar eru opnir en í þeim getur falist að landið verði stallað á einhvern hátt og að eitthvað af efni yrði nýtt til efnistöku. Áður en uppbygging fer af stað þarf að liggja fyrir deiliskipulag fyrir allt svæðið og samhliða vinnu við deiliskipulag verði unnin rammahluti aðalskipulags fyrir þennan hluta miðbæjarins þar sem sett verða skilyrði um uppbyggingaráform á reitnum. Meginhluti verslunar og þjónustu í Vestmanneyjum er á skilgreindu miðbæjarsvæði. Á íbúðarsvæðum utan miðbæjarsvæðisins er heimilt að starfrækja minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist staðsetningu í íbúðarbyggð, svo sem söluturna og minni verslanir. Eitt svæði utan miðbæjar er afmarkað fyrir verslun og þjónustu en það er ofan við Löngulág. Þar er í dag samkomuhús þar sem heimilt er að vera með veitingar og skemmtanir. Húsið er byggt ofan á vatnstank sem geymir varabirgðir af köldu vatni fyrir eyjuna. Áhugi hefur verið á því að byggja tengda atvinnustarfsemi á reitnum.   Markmið og verkefni • Við Löngulág er svæði fyrir samkomuhús og tengda starfsemi svo sem hótel, aðra verslunarstarfsemi eða þjónustu. • Gæta skal að því að starfsemi á svæðinu eigi vel við í nágrenni við íbúðarsvæði.

EM 2017 :: Landsliðkonur sátu fyrir svörum - Berglind Björg Þorvaldsdóttir

 Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að EM kvenna í knattspyrnu er komið á fullt en í gær spilaði íslenska liðið sinn fyrsta leik á mótinu, þá gegn Frakklandi. Í riðlakeppninni á Ísland næst leik gegn Sviss á laugardaginn og síðan Austurríki á miðvikudaginn í næstu viku. Eftir það skýrist svo hvort liðið mun komast upp úr riðlinum í 16 liða úrslit. Í hópnum að þessu sinni eru þó nokkrar Eyjastelpur en af þeim leikur aðeins ein með ÍBV en það er Sigríður Lára Garðarsdóttir. Þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, leikmenn Breiðabliks, eiga báðar rætur að rekja til Vestmanneyja sem og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur en þær eru báðar frá vegna meiðsla og taka ekki beinan þátt í mótinu. Blaðamaður hafði samband við landsliðskonurnar fimm, sem þrátt fyrir annir, gáfu sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Hér eru svör Berglindar Bjargar.   Aldur: 25 ára. Gælunafn: Begga, Bebba, Bergie, Beggz er svona helst. Helsta áhugamál fyrir utan fótbolta: Er algjör kvikmyndanörd og svo er golfið aðeins byrjað að kitla núna. Eftirlætis matur: Steiktur fiskur og kjúklingavængir. Versti matur: Reyktur matur. Uppáhalds drykkur fyrir utan vatn: Kristall. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Er algjör alæta á tónlist. En svona helst Radiohead, Hjálmar og Fleetwood Mac. Gætir þú verið án snjallsíma í heila viku: Já, ég held ég gæti það. Fyrsti leikur í meistaraflokki: 2007 á móti Þór/KA. Rútína á leikdegi: Engin ákveðin rútína en ég fer oftast á Nings í hádeginu. Hlusta á tónlist og fæ mér góðan kaffibolla. Grófasti leikmaður í landsliðinu: Sísí Lára, a.k.a. sláttuvélin. Besti samherji í landsliði og félagsliði: Það er geggjað að spila með þeim öllum. Hver er fyndnust í landsliðinu: Hallbera fær þennan titil. Erfiðasti mótherji sem þú hefur mætt á ferlinum: Hope Solo. Besta minning frá yngri flokkum: Þær eru mjög margar. Ætli það séu ekki bara allir titlarnir sem ég hef unnið með ÍBV og Breiðabliki. Svo varð ég einnig Dana Cup meistari með Breiðabliki. Besta minning á ferlinum: Bandaríkjameistari með Florida State háskólanum og Bikarmeistari með Breiðabliki 2016. Mestu vonbrigði á ferlinum: Þegar ég reif vöðva aftan í læri árið 2014. Er ennþá að díla við þau meiðsli. Draumalið til að spila með: Barcelona. Hefur þú fengið spjald fyrir dýfu: Nei, er ekki mikið að vinna með dýfurnar. Fylgist þú mikið með fótbolta? Ef svo er hvert er þitt uppáhaldslið: Já, mjög mikið. Manchester United er mitt lið. Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, ég fylgist með handbolta og aðeins amerískum fótbolta. Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben. Uppáhalds íþróttamaður í sögunni: Ruud van Nistelrooy. Ef þú mættir breyta einhverju við fótbolta, hvað væri það: Engu held ég bara. Hver mun skora fyrsta mark íslenska landsliðsins á EM í Hollandi: Kemur í ljós.

EM 2017 :: Landsliðkonur sátu fyrir svörum - Sigríður Lára Garðarsdóttir

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að EM kvenna í knattspyrnu er komið á fullt en í gær spilaði íslenska liðið sinn fyrsta leik á mótinu, þá gegn Frakklandi. Í riðlakeppninni á Ísland næst leik gegn Sviss á laugardaginn og síðan Austurríki á miðvikudaginn í næstu viku. Eftir það skýrist svo hvort liðið mun komast upp úr riðlinum í 16 liða úrslit. Í hópnum að þessu sinni eru þó nokkrar Eyjastelpur en af þeim leikur aðeins ein með ÍBV en það er Sigríður Lára Garðarsdóttir. Þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, leikmenn Breiðabliks, eiga báðar rætur að rekja til Vestmanneyja sem og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur en þær eru báðar frá vegna meiðsla og taka ekki beinan þátt í mótinu. Blaðamaður hafði samband við landsliðskonurnar fimm, sem þrátt fyrir annir, gáfu sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Hér eru svör Sigríðar Láru.     Aldur: 23 ára. Gælunafn: Sísí. Helsta áhugamál fyrir utan fótbolta: Golf og útivera. Eftirlætis matur: Allt sem mamma eldar, en ef ég á að velja eitt þá er það fiskur. Versti matur: Kjötfars er ekki í miklu uppáhaldi. Uppáhalds drykkur fyrir utan vatn: Kristall. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Það toppar ekkert sumarkvöld í Vestmannaeyjum. Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Á engan uppáhalds tónlistarmann, hlusta eiginlega á flest allt. Gætir þú verið án snjallsíma í heila viku: Já, ég held ég gæti gert það! Fyrsti leikur í meistaraflokki: Það var árið 2009, þá 15 ára gömul. Rútína á leikdegi: Þegar ég spila með ÍBV þá reyni ég að hafa svipaða rútínu á leikdegi, en hann byrjar á góðum morgunmat, fer í vinnu til hádegis, borða orkuríkan hádegismat, eftir það tek ég mér stutta lögn og síðan er það fundur með liðinu og svo er ég mætt rúmlega einum og hálfum tíma fyrir leik inn í klefa að undirbúa mig. Grófasti leikmaður í landsliðinu: Sara Björk fær þennan titil. Besti samherji í landsliði og félagsliði: Ég get ekki gert upp á milli bæði hjá landsliðinu og með ÍBV. Þær eru allar frábærir samherjar. Mér finnst mjög gott að spila með Söru Björk á miðjunni með landsliðinu, hún er algjör baráttujaxl og mikill leiðtogi. Hver er fyndnust í landsliðinu: Berglind Björg kemur mér alltaf til að hlægja. Erfiðasti mótherji sem þú hefur mætt á ferlinum: Spánn og Brasilía. Besta minning frá yngri flokkum: Öll mótin sem ég fór á með ÍBV. Besta minning á ferlinum: Það er margt sem kemur upp í hugann, en undanúrslitaleikur í bikar á móti Þór/KA í fyrra, sumarið 2011 þegar við lentum í 2. sæti á fyrsta tímabilinu í Pepsi-deildinni og svo var fyrsti landsleikurinn á Laugardalsvelli á móti Brasilíu núna í júní, ógleymanleg minning. Mestu vonbrigði á ferlinum: Tap í bikarúrslitaleiknum í fyrra á móti Breiðablik. Draumalið til að spila með: Draumurinn er að fara út í atvinnumennsku í lið í Svíþjóð eða Þýskalandi. Hefur þú fengið spjald fyrir dýfu: Nei, aldrei. Fylgist þú mikið með fótbolta? Ef svo er hvert er þitt uppáhaldslið: Já, er dugleg að fylgjast með fótbolta bæði hér heima og erlendis. ÍBV, Manchester United og Barcelona eru mín lið. Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, fylgist með handbolta, körfubolta og golfi. Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben. Uppáhalds íþróttamaður í sögunni: Michael Jordan. Ef þú mættir breyta einhverju við fótbolta, hvað væri það: Ég myndi ekki vilja breyta neinu, hann er fullkominn. Hver mun skora fyrsta mark íslenska landsliðsins á EM í Hollandi: Dagný Brynjars.  

EM 2017 :: Landsliðkonur sátu fyrir svörum - Fanndís Friðriksdóttir

 Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að EM kvenna í knattspyrnu er komið á fullt en í gær spilaði íslenska liðið sinn fyrsta leik á mótinu, þá gegn Frakklandi. Í riðlakeppninni á Ísland næst leik gegn Sviss á laugardaginn og síðan Austurríki á miðvikudaginn í næstu viku. Eftir það skýrist svo hvort liðið mun komast upp úr riðlinum í 16 liða úrslit. Í hópnum að þessu sinni eru þó nokkrar Eyjastelpur en af þeim leikur aðeins ein með ÍBV en það er Sigríður Lára Garðarsdóttir. Þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, leikmenn Breiðabliks, eiga báðar rætur að rekja til Vestmanneyja sem og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur en þær eru báðar frá vegna meiðsla og taka ekki beinan þátt í mótinu. Blaðamaður hafði samband við landsliðskonurnar fimm, sem þrátt fyrir annir, gáfu sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Hér eru svör Fanndísar.     Aldur: 27 ára. Gælunafn: Fanndís. Helsta áhugamál fyrir utan fótbolta: Útivera og njóta í góðra vina hópi. Eftirlætis matur: indverskur og mexíkóskur matur. Versti matur: Ég er ekki hrifin af gúllas. Uppáhalds drykkur fyrir utan vatn: Aquaruis. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Auðvitað er það Vestmannaeyjar en svo er Ásbyrgi líka mjög fallegt. Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Justin Bieber og Celine Dion. Gætir þú verið án snjallsíma í heila viku: Nei, ég held ekki. Fyrsti leikur í meistaraflokki: 13 ára með ÍBV. Rútína á leikdegi: Góður morgunmatur, göngutúr, hádegismatur, lögn, borða, mæting. Grófasti leikmaður í landsliðinu: Sísí Lára. Besti samherji í landsliði og félagsliði: Hallbera í landsliðinu og Sandra Sif í Breiðablik. Hver er fyndnust í landsliðinu: Hallbera. Erfiðasti mótherji sem þú hefur mætt á ferlinum: Þær þýsku eru svakalegar. Besta minning frá yngri flokkum: Pæjumótið í Eyjum og þegar ég fékk Lárusarbikarinn fræga. Besta minning á ferlinum: Íslandsmeistarar 2015. Mestu vonbrigði á ferlinum: Öll þau ár sem enginn titill hefur unnist. Draumalið til að spila með: Arsenal. Hefur þú fengið spjald fyrir dýfu: Nei. Fylgist þú mikið með fótbolta? Ef svo er hvert er þitt uppáhaldslið: já, Arsenal og Barcelona eru mín uppáhalds. Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, íslenska landsliðinu í handbolta. Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben. Uppáhalds íþróttamaður í sögunni: Messi. Ef þú mættir breyta einhverju við fótbolta, hvað væri það: Allt þetta óþarfa vesen, undirbuxur og fleira. Hver mun skora fyrsta mark íslenska landsliðsins á EM í Hollandi: Ég.  

EM 2017 :: Landsliðkonur sátu fyrir svörum - Elísa Viðarsdóttir

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að EM kvenna í knattspyrnu er komið á fullt en í gær spilaði íslenska liðið sinn fyrsta leik á mótinu, þá gegn Frakklandi. Í riðlakeppninni á Ísland næst leik gegn Sviss á laugardaginn og síðan Austurríki á miðvikudaginn í næstu viku. Eftir það skýrist svo hvort liðið mun komast upp úr riðlinum í 16 liða úrslit. Í hópnum að þessu sinni eru þó nokkrar Eyjastelpur en af þeim leikur aðeins ein með ÍBV en það er Sigríður Lára Garðarsdóttir. Þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, leikmenn Breiðabliks, eiga báðar rætur að rekja til Vestmanneyja sem og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur en þær eru báðar frá vegna meiðsla og taka ekki beinan þátt í mótinu. Blaðamaður hafði samband við landsliðskonurnar fimm, sem þrátt fyrir annir, gáfu sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Hér eru svör Elísu.   Aldur: 26 ára. Gælunafn: Sumir kalla mig Ellu, ég er ekki hrifin af því. Helsta áhugamál fyrir utan fótbolta: Ég hef ótrúlega gaman af því að elda góðan mat og fá gesti í heimsókn, góðar samverustundir með vinum og fjölskyldu eru dýrmætar stundir. Eftirlætis matur: Ég elska fisk. Versti matur: Enginn sérstakur. Uppáhalds drykkur fyrir utan vatn: Americano. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar slær öllu við. Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Coldplay hefur alltaf verið uppáhalds annars er ég hrifin af íslenskri stuð tónlist. Gætir þú verið án snjallsíma í heila viku: Ég gæti það en það væri erfitt. Fyrsti leikur í meistaraflokki: 2007 í bikarkeppni með ÍBV. Rútína á leikdegi: Ég borða hollan en orkuríkan mat jafnt og þétt yfir daginn, ég reyni líka að safna jákvæðri orku með því að fara í göngutúr og að lokum stunda ég hugarþjálfun þar sem ég fer yfir leikinn í huganum. Grófasti leikmaður í landsliðinu: Engin leiðinlega gróf en margar ákveðnar, Sif Atla lætur finna fyrir sér. Besti samherji í landsliði og félagsliði: Ég er í frábæru landsliði og félagsliði og með marga góða leikmenn í kring um mig en Margrét Lára hefur gæði sem enginn annar hefur. Hver er fyndnust í landsliðinu: Arna Sif og Berglind Björg eru eitt grillað gengi. Erfiðasti mótherji sem þú hefur mætt á ferlinum: Það var erfitt að spila við Mörtu da Silva, hún er ótrúlega hröð, teknísk og með mikinn leikskilning. Besta minning frá yngri flokkum: Ég var heppin að fá að vera í frábæru liði upp alla yngri flokka. Við vorum mjög sigursæll flokkur og unnum flest allt sem hægt var að vinna, það er mjög eftirminnilegt ásamt öllum ferðalögunum upp á land. Besta minning á ferlinum: Fyrsti A-landsleikurinn. Mestu vonbrigði á ferlinum: Krossbandaslit núna í apríl 2017. Draumalið til að spila með: Ég væri mikið til í að spila fyrir Barcelona. Hefur þú fengið spjald fyrir dýfu: Nei. Fylgist þú mikið með fótbolta? Ef svo er hvert er þitt uppáhaldslið: Já, Manchester United. Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, ég hef mikið gaman af handbolta. Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben er bæði skemmtilegur og kemur með flottar athugasemdir. Uppáhalds íþróttamaður í sögunni: Michael Jordan var mjög módiverandi. Ef þú mættir breyta einhverju við fótbolta, hvað væri það: Ég hef aldrei skilið af hverju undirbuxur og teip þurfi að vera í sama lit og stuttbuxurnar og sokkarnir. Hver mun skora fyrsta mark íslenska landsliðsins á EM í Hollandi: Sif Atla úr föstu leikatriði.    

EM 2017 :: Landsliðkonur sátu fyrir svörum - Margrét Lára Viðarsdóttir

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að EM kvenna í knattspyrnu er komið á fullt en í gær spilaði íslenska liðið sinn fyrsta leik á mótinu, þá gegn Frakklandi. Í riðlakeppninni á Ísland næst leik gegn Sviss á laugardaginn og síðan Austurríki á miðvikudaginn í næstu viku. Eftir það skýrist svo hvort liðið mun komast upp úr riðlinum í 16 liða úrslit. Í hópnum að þessu sinni eru þó nokkrar Eyjastelpur en af þeim leikur aðeins ein með ÍBV en það er Sigríður Lára Garðarsdóttir. Þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, leikmenn Breiðabliks, eiga báðar rætur að rekja til Vestmanneyja sem og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur en þær eru báðar frá vegna meiðsla og taka ekki beinan þátt í mótinu. Blaðamaður hafði samband við landsliðskonurnar fimm, sem þrátt fyrir annir, gáfu sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Hér eru svör Margrétar Láru Viðarsdóttur.   Aldur: 31 árs. Gælunafn: Ekkert gælunafn, bara kölluð Margrét. Helsta áhugamál fyrir utan fótbolta: Aðrar íþróttir, fjölskyldan og ferðalög. Eftirlætis matur: Nautakjöt með öllu tilheyrandi. Versti matur: Humar. Uppáhalds drykkur fyrir utan vatn: Kaffi. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar, á fallegu sumarkvöldi. Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Ég er mikið fyrir allt sem er íslenskt þannig að Kaleo, Bubbi og Sálin eru í miklu uppáhaldi. Gætir þú verið án snjallsíma í heila viku: Já, ekkert mál. Fyrsti leikur í meistaraflokki: Það var með ÍBV árið 2002, minnir mig. Rútína á leikdegi: Engin sérstök rútína þannig ég passa bara alltaf upp á að sofa og nærast vel nokkrum dögum fyrir leik. Svo finnst mér hjálpa mikið að stunda hugarþjálfun kvöldi fyrir leik. Grófasti leikmaður í landsliðinu: Sigríður Lára og Sara Björk mega deila þessum titli sín á milli. Þær gefa ekkert eftir. Besti samherji í landsliði og félagsliði: Ég hef verið heppin að spila með mörgum af bestu leikmönnum heims, hins vegar á ég Olgu Færseth mikið að þakka og elskaði að spila með henni á sínum tíma. Hún fær þann titil ásamt Elísu systur. Það er eitthvað sérstakt að spila með systur sinni. Hver er fyndnust í landsliðinu: Það eru margir skemmtilegir karakterar í hópnum en Elísa og Gugga eru með góðan húmor. Erfiðasti mótherji sem þú hefur mætt á ferlinum: Þýska landsliðið eins og það leggur sig. Besta minning frá yngri flokkum: Ég á margar frábærar minningar frá tímum mínum í Tý og ÍBV. Við unnum alltaf öll mót í öllum flokkum sem var mjög skemmtilegt. Besta minning á ferlinum: Að vera valin íþróttamaður ársins 2007, ógleymanleg stund. Mestu vonbrigði á ferlinum: Krossbandaslitin mánuði fyrir EM. Draumalið til að spila með: Landsliðið er alltaf draumalið mitt. Hefur þú fengið spjald fyrir dýfu: Nei. Fylgist þú mikið með fótbolta? Ef svo er hvert er þitt uppáhaldslið: Já, alltof mikið örugglega. Ég missi varla af leik hjá mínum liðum ÍBV, Val og United. Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, ég fylgist mikið með handbolta og nánast öllum íþróttum. Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben. Uppáhalds íþróttamaður í sögunni: Michael Jordan. Ef þú mættir breyta einhverju við fótbolta, hvað væri það: Að það megi fagna með því að fara úr treyjunni. Hver mun skora fyrsta mark íslenska landsliðsins á EM í Hollandi: Sara Björk með skalla eftir fast leikatriði.        
>> Eldri fréttir

Mannlíf >>

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Anna frá Stakkagerði náði langt og var kölluð drottningin í Algeirsborg

Sögusetur 1627 stóð fyrir dagskrá í Sagnheimum og Safnahúsi á sunnudaginn og minntist þess að 390 ár eru frá því að sjóræningjar réðust á land í Vestmannaeyjum, dagana 16. til 19. júlí 1627. Ræningjarnir tóku 242 íbúa til fanga og fluttu til Alsír en talið er að um 200 manns hafi komist undan og 34 verið drepnir á Heimaey. Góð mæting var í Sagnheimum þar sem félagar úr Leikfélagi Vestmannaeyja lásu leikgerð eftir Sigfús Blöndal í bundnu máli sem hann nefndi Drottninguna í Algeirsborg sem byggir á sögu Önnu Jasparsdóttur sem var rænt en komst til mikilla metorða á hinum nýjum stað. Á eftir var gjörningur Ragnars Sigurjónssonar og Bréfdúfnafélags Íslands til minningar um þá sem voru drepnir í árásinni. Anna Jasparsdóttur bjó í Stakkagerði þegar ránið átti sér stað en þar var tvíbýli. „Hún var hernumin en hennar biðu önnur örlög en flestra þeirra sem voru herteknir. Efnaður maður fékk hana í sinn hlut á þrælatorginu og tók sér sem eiginkonu. Hún fékk mann sinn til þess að leysa föður sinn úr þrældómi og hann komst til Íslands. Anna var fríð sýnum og var kölluð drottningin í Algeirsborg vegna stöðu sinnar og fegurðar. Hún sneri aldrei aftur heim. Á örlögum hennar er ljóðið eða leikgerðin sem hér er frumflutt í Sagnheimum byggð,“ sagði Guðbjörg Sigurgeirsdóttir sem kynnti dagskrána fyrir hönd Söguseturs 1627 en að því standa auk hennar þau Helga Hallbergsdóttir, Kári Bjarnason, Ragnar Óskarsson, Sigurgeir Jónsson og Þórður Svansson.   Fóru á kostum Sögusetur 1627 fékk Zindra Frey Ragnarsson í samstarfi við Leikfélag Vestmannaeyja til að sjá um að flytja okkur þennan texta. Zindri Freyr á lof skilið fyrir leikstjórnina og mikill metnaður var lagður í verkið. Leikaranir Telma Þórarinsdóttir og Albert Snær Tórshamar fóru á kostum í sínum hlutverkum. Mikið mæddi á Thelmu sem var á sviðinu allan tímann en hún stóðst raunina og kom textanum mjög vel til skila. Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson sem hafa oft komið fram á vegum Söguseturs áttu sinn þátt í gera þetta eftirminnilegt með lögum eftir þau sjálf og aðra sem þau fluttu á milli atriða við texta Jóns Þorsteinssonar píslavotts. „Textar Jóns hafa aldrei verið gefnir út, en Kári Bjarnason skrifaði þá upp úr íslenskum handritum og njótum við þess nú,“ sagði Guðbjörg. Til að undirstrika söguna sem þarna var sögð voru skúlptúrar á sviðinu og víðar um húsið sem Þórður Svansson gerði.   Hafið þökk fyrir Að því loknu fór fram gjörningur Bréfdúfnafélags Íslands fyrir framan Safnahús en gjörningurinn var til minningar um þá 34 sem voru drepnir í árás sjóræningjanna í Eyjum. Fékk Ragnar 34 krakka í lið með sér sem gerði þetta enn skemmtilegra. Slepptu þau dúfunum einni og einni í einu og áttu þær að skila sér heim til hans að Brandshúsum 4 í Flóa á 50-60 mínútum. Sögusetur 1627 hefur unnið mikið verk í að minnast Tyrkjaránsins og koma á framfæri sögu fólksins sem í því lenti. Það ásamt Zindra Frey, Thelmu, Alberti Snæ og Ragnari á skilið miklar þakkir fyrir framtakið.      

Nafn á hvern hól, hverja lægð, hvert gil og hverja þúfu

„Kæru vinir. Ég býð ykkur hjartanlega velkomin á sýninguna „Örnefni í Vestmannaeyjum“  ég er bæði ánægður og glaður að sjá ykkur  því  það segir mér að það eru fleiri en við sem stöndum að sýningunni sem hafa áhuga á örnefnasöfnun og varðveislu þeirra.  Ég tek það skýrt fram að ég er ekki sérfræðingur í örnefnum þó svo að ég hafi haft frumkvæði að því að safna þeim saman á myndirnar. Ég er með hóp sérfræðinga á mínum snærum, sérfræðinga sem eru svo flottir hver á sínu sviði,“ sagði Pétur Steingrímsson við opnun sýningarinnar, í Einarsstofu í Safnahúsinu á Goslokahátíðinni.    Pétur er upphafsmaðurinn en hann fékk marga til liðs við sig í þessu merka og tímabæra verkefni því þarna er verið að safna saman upplýsingum sem annars væru á leið í glatkistuna.   Svavar kveikti neistann   „Og hvernig byrjaði þetta?“ spyr Pétur. „Allt byrjaði þetta fyrir nokkrum árum með gönguferðum á Heimaklett.  Í fyrstu voru þessar gönguferðir keppni við tímann, hvað ég var fljótur að heiman og upp á Heimaklett og svo aftur heim og það meira að segja án þess að sjá nokkurn skapaðan hlut í þessu fallega umhverfi.    Í þessum ferðum mínum sá ég samt að það voru fleiri en ég sem voru þarna reglulega á ferð og þ.á.m. Svavar Steingrímsson sem er sérstaklega fróður um sögu Eyjanna. Þegar ég fór svo að ganga með honum á Heimaklett fór ég að upplifa ferðirnar allt öðruvísi en ég gerði og sá allt umhverfið í nýju ljósi. Nú var komið nafn á nánast hvern hól, hverja lægð, hvert gil og hverja þúfu og sumum nöfnunum fylgdi skemmtileg saga. Síðar kom sú hugmynd upp að gaman væri að setja örnefnin í Heimakletti á mynd öðru göngufólki til ánægju og fróðleiks.“   Góður hópur Pétur segir að þeir hafi ekkert verið að gapa með þá hugmynd lengi heldur hrint henni í framkvæmd og fengu nokkra góða menn með sér til að velja örnefnin og setja þau rétt niður. „Í þeim hópi voru auk okkar þeir, Hávarður Sigurðsson, Már Jónsson, Ólafur Týr Guðjónsson, Friðbjörn Valtýsson og Óskar Ólafsson prentari sem vann  tölvuvinnuna í myndinni fyrir okkur en það er mikil og vandasöm vinna. Síðar kom inn í hópinn Gunnlaugur Grettisson sem þá var formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar. Gulli var eins og við fullur af áhuga um þetta, sá um að við fengjum fjármagn til að framkvæma þetta áhugamál okkar með styrk úr sjóðum.    Fyrstu myndina með örnefnum í Heimakletti má svo sjá á Eiðinu, á Nausthamarsbryggju og á bílastæðinu á Nýjahrauni vestan við Sorpu.  Vonandi eigum við svo eftir að sjá fleiri örnefnamyndir uppi víðsvegar um Heimaey, heimamönnum og ferðafólki til fróðleiks og upplýsinga.“   Hávarður reyndist vel Og áfram var haldið. „Síðar í spjalli okkar Svavars hvatti hann mig til að halda áfram með þessa örnefnasöfnun og setja á myndir. Benti hann mér á að það væri nánast ómögulegt að staðsetja mörg örnefnin á Heimaey eftir þeim örnefnaskrám sem til væru og í dag væru ekki margir sem þekktu staðsetningu þeirra.    Ég talaði við Hávarð Sigurðsson sem er mikil fræðimaður um sögu Vestmannaeyja og þekkir hér nánast hvern hól og hverja þúfu. Væi var til í slaginn og við fundum okkur tíma, já marga tíma sátum við saman við borðstofuborðið heima hjá honum yfir myndum og ég setti örnefnin inn á þær eftir hans ábendingum.“    Hávarður vildi hafa bakhjarla í þessum hópi, bakhjarla sem færu yfir verkið og kæmu með ábendingar og leiðréttingar ef með þyrfti. „Í þann hóp fengum við eftir góðar ábendingar þá Má Jónsson fyrrum kennara, Gylfa Sigurjónsson,  og Svavar Steingrímsson. Jens heitinn Kristinsson frá Miðhúsum kom að fyrstu tveimur myndunum, af Klifi og Herjólfsdal. Ég man svo vel eftir því þegar ég sat með þeim feðgum Jens og Ella við eldhúsborðið á Höfðaveginum og sá gamli var að fara yfir myndirnar og hann segir þessi fleygu orð: „Þegar við vorum krakkar á Miðhúsum þá var okkur sagt að ef við lærðum ekki örnefnin sem sæjust heiman frá Miðhúsatúninu fyrir fermingu þá fengjum við ekki að fermast.  Auðvitað lærðum við öll örnefnin og kunnum þau utanað.“ Ég setti eitt örnefni  inn á myndina  sem er ekki í örnefnaskrám en það er örnefnið Langabergshellir vestast í Langabergi undir Köldukinn. Jens sagði að hellirinn héti það og það mun standa,“ sagði Pétur.   Örnefnin á mynd Árið 2012 kom út bókin Eyjar og úteyjalíf, úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund sem nokkrir Eyjamenn stóðu að.  Í bókinni eru stuttur kafli sem heitir Örnefni í Skiphellum,  þar telur Árni upp þau örnefni sem krakkarnir sem voru að spranga upp úr þar síðustu aldamótum notuðu.   „Már Jónsson kom með þá hugmynd til mín að setja þessi örnefni inn á mynd og fór ég með þeim Má og Svavari inn í Spröngu og settu þeir eldri örnefnin inn á myndina eftir sinni bestu vitund. Síðar setti ég myndina inn á facebooksíðuna Heimaklett og óskaði eftir leiðréttingum á staðarvalinu ef vitlaus væru.    Mikil umræða spannst um Sprönguna og spröngustaðina og það er gaman að segja frá því að engar leiðréttingar komu en það fór eftir kynslóðum hvernig nöfnin á örnefnunum breyttust. Þess vegna setti ég nokkur ný nöfn með og þá innan sviga þ.e.a.s seinni kynslóða-nöfn sem börn og unglingar í dag  nota þegar þau leika sér í Spröngunni. Í tímanna rás þá hafa nöfnin Neðstibekkur, Miðbekkur og Efstibekkur, breyst í Barnastein, Almenning og Syllu. Ferðaauga breyttist í Kýrauga og svo eru þarna önnur ný nöfn eins og Stígvél, Kerling, Hetta; Hebbutá og fleiri nöfn innan um þau eldri.    Gaman væri ef það gæti orðið að veruleika að mynd með örnefnunum yrði sett upp við spröngusvæðið í náinni framtíð og þá með góðum ráðleggingum og leiðbeiningum fyrir börn og unglinga sem vilja sveifla sér í kaðlinum undir Skiphellum.“   Sífellt færri þekkja örnefni Pétur sagði mikilvægt að safna örnefnum á Heimaey og staðsetja á myndum þar sem sífellt færri og færri þekkja örnefni hér og geta rakið sögur og viðburði sem þeim tengjast. „Örnefni eru hluti af sögu Vestmannaeyja og því finnst okkur nauðsynlegt að safna þeim saman eins og við höfum gert svo þau varðveitist og glatist ekki með komandi kynslóðum og haldi áfram að vera lifandi veruleiki fyrir sem flesta.    Tilgangurinn með sýningunni er að gera enn betur og sýna fólki hvar örnefnin eru í landslaginu og þar sem ekkert verk er hafið yfir gagnrýni, hvetjum við sýningargesti að koma athugasemdum, leiðréttingum eða viðbótum til okkar sem að sýningunni standa. Því verður sérstök bók í sýningarsalnum sem gestir geta skráð athugasemdir sínar í og þá undir nafni, heimilisfangi og símanúmeri.   Örnefnin í Ystakletti hjálpuðu þeir Halldór Hallgríms og Óli á Hvoli mér með og gerðu mjög vel.“   Takk strákar Ljósmyndirnar fékk Pétur frá þeim Halldóri Halldórssyni, Heiðari Egilssyni, Guðmundi Alfreðssyni og Tóta Vídó  og  þakkaði  hann þeim sérstaklega fyrir þeirra þátt en sjálfur á hann tvær myndir á sýningunni.   „Strákarnir í hópnum sem komu að öllum myndunum eru þeir Hávarður, Svavar, Már og Gylfi. Hávarður staðsetti og hinir fóru  yfir örnefnin.  Óskar prentari vann alla stafrænu vinnuna á myndunum og gerði það listavel. Þeir fá allar mína bestu þakkir fyrir hjálpina og alla hvatninguna. Einnig takk til ykkar Kári og Jói Listó. Takk strákar.   Að lokum þakka ég eigendum Skipalyftunnar fyrir þeirra framlag til sýningarinnar, án þess hefði hún ekki orðið að veruleika. Takk kærlega,“ sagði Pétur að endingu.    Sýningin verður opin í Einarsstofu fram í september. 

Sé ekki annað en að framtíð fyrirtækisins verði í Eyjum

Arnar Richardsson tók við stöðu rekstrarstjóra útgerðarfélagsins Bergur-Huginn ehf (BH) þann fyrsta júní sl. Áður var hann framkvæmdastjóri Hafnareyrar sem er í eigu Vinnslustöðvarinnar. Hann er ekki með öllu ókunnur hjá BH því þar vann hann í átta ár áður en hann tók við Hafnareyri. Arnar er rekstrarfræðingur að mennt. Arnar tekur við starfinu af Magnúsi Kristinssyni, sem átti fyrirtækið lengst af og hefur verið við stjórnvölinn í 45 ár. „Það má segja að í júní hafi ég verið á tveimur vinnustöðum, hér og hjá Hafnareyri,“ segir Arnar við blaðamenn þar sem við sitjum á skrifstofu Bergs- Hugins við Básaskersbryggju. Njótum um leið útsýnisins þar sem blasir við stærsti hluti hafnarinnar þar sem alltaf er eitthvað að gerast. „Ég var í rúm tvö ár hjá Hafnareyri sem er mun umfangsmeira fyrirtæki en flestir gera sér grein fyrir, með í allt um 34 starfsmenn í vinnu, þar af 27 á vélaverkstæði,“ segir Arnar um sinn gamla vinnustað. „Hér hafði ég svo unnið í átta ár. Byrjaði á netaverkstæðinu en fór svo á skrifstofuna. Ég held ég sé búinn að koma að öllu í rekstri fyrirtækisins í landi. Á m.a.s. að baki einn frystitúr á gömlu Vestmannney VE-54.“ Bergur-Huginn er í eigu Síldarvinnslunnar á Norðfirði og skipin Vestmannaey VE og Bergey VE sem hvort um sig fiskaði um 4000 tonn á síðasta ári. „Núna eru þau samanlagt komin í 4400 tonn sem er nánast það sama og á sama tíma í fyrra þrátt fyrir sjómannaverkfall í sex vikur í upphafi árs. Þannig að þetta lítur mjög vel út.“ Þetta sýnir að það hefur verið mokveiði í trollið frá því sjómannaverkfallið leystist í febrúar. „Þau hafa landað tvisvar í viku frá verkfalli. Vestmannaey hefur farið 44 veiðiferðir á árinu og Bergey, sem fór í slipp í vor 39 og nú erum við í 28. viku ársins. Þannig að þetta er góður gangur.“ Tólf eru í áhöfn á hvoru skipi en Arnar segir að í allt séu 16 sem teljast megi fastráðna á hvort skip. Auk þessara 32 sjómanna vinna sex í landi, Guðmundur Alfreðsson og Guðjón Pálsson á vélaverkstæði, Guðni Hjörleifsson og Rúnar Birgisson á netaverkstæði og hann og Ágústa Elfa Magnúsdóttir á skrifstofunni. „Starfið leggst vel í mig. Ég vissi að hverju ég gekk og það er margt spennandi framundan. Það stendur til að endurnýja flota Síldarvinnslunnar og við erum inni í þeim pakka. Okkar skip eru reyndar ekki gömul, komu 2007 en tíminn er fljótur að líða. Það er verið að horfa á sömu stærð af skipum en nú fer fram frumhönnun og verið er að skoða teikningar.“ Arnar segir samstarfið við Síldavinnsluna gott. „Ég er að ná að komast betur inn í reksturinn og starfið sem er bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Við erum að senda fisk héðan frá Eyjum til Samherja á Dalvík/Akureyri og Síldarvinnslunnar fyrir austan. Við löndum einnig til Godthaab í Nöf og lifur í Idunn seafood, einnig sendum við fisk á markaði í Englandi og Þýskalandi. Arnar segist ekki sjá annað en að framtíð fyrirtækisins verði í Vestmannaeyjum. „Kvóti okkar er rúm 6200 tonn en eins og áður sagði erum við að veiða yfir 4000 þúsund tonn á hvort skip. Til samanburðar þá vorum við að veiða 6800 tonn árið 2011 á þremur skipum, Vestmannaey, Bergey og Smáey.“ Ljónin sem Arnar sér á veginum eru hækkanir á veiðigjöldum og samgöngur. „Við verðum að geta reitt okkur á stöðugar samgöngur til að geta komið frá okkur fiski. Það sem af er ári erum við búin að senda um 1250 tonn af fiski með Herjólfi. Allt stefnir í að þessir flutningar komi til með að aukast hjá okkur með haustinu. Annars þurfum við að landa annarstaðar t.d. í Þorlákshöfn með tilheyrandi tapi fyrir Vestmannaeyjahöfn og samfélagið hér í Eyjum,“. Gífurleg hækkun veiðigjalda kemur illa niður á rekstri BH. Hækkun á þorsk um 107% og ýsu um 127% en þess má geta að við erum með rúm 4% af heildarkvóta ýsu.  

Greinar >>

Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum

Sjómannadagurinn hefur alltaf verið hátíðisdagur í mínum huga frá því ég man eftir mér. Á Siglufirði var Sjómannadagurinn stór hátíð þar sem sjómenn tókust á í hinum ýmsu keppnisgreinum skunduðu svo á ball á Hótel Höfn og tóku það stundum óklárt. Knattspyrnu á malarvellinum í sjóstökkum og bússum man ég eftir. Stakkasund í höfninni og reiptog. Keppni í netabætingu, kappróður og margt fleira. Í minningunni skipti þetta miklu máli fyrir unga drengi. Þeir urðu margir ákveðnir að verða kaldir kallar eins og sjóararnir, með uppbrettar ermar á köflóttu vinnuskyrtunum. Ég var einn þeirra sem fetaði þann veg að verða sjómaður og sé ekki eftir því. Ekki var maður burðugur fyrstu túrana en þetta hafðist allt með aðstoð og kennslu góðra sjómanna. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að lenda með góðum skipstjórum og áhöfnum. Nú er Sjómannadagurinn nánast aflagður á Siglufirði en þeir í austurbænum, Ólafsfirði hafa tekið upp merkið og halda veglega uppá daginn.   Dansað á þremur stöðum Ég og mín fjölskylda fluttum til Eyja 1989. Þá voru dansleikir og skemmtanir í þremur húsum. Höllinni, Alþýðuhúsinu og Kiwanishúsinu. Líklega um sex- til sjö hundruð manns þegar allt er talið. Og enn fleiri á dansleikjunum eftir skemmtanirnar. Þetta voru góðir og skemmtilegir tímar. Minn fyrsti Sjómannadagur í Eyjum var 1989. Þá fórum við áhöfnin á Frigginni sem Magni Jó var með, í Höllina til Pálma Lór og vorum niðri á Mylluhól. Einn bar var á hæðinni og sú sem sá um barinn þurfti að bregða sér í eldhúsið til að uppvarta. Komin var löng röð við barinn. Þá brá ég mér innfyrir barborðið og afgreiddi brennivín ofan í þyrsta sjómenn, tvöfaldan, þrefaldan og black russian. Þangað til ég sá bardömuna koma til baka. Enginn þurfti að borga á barnum hjá mér. Fyrirgefðu Pálmi minn.   Í Sjómannadagsráði Eftir nokkur ár í Eyjum var ég kominn í Sjómannadagsráð fyrir Jötunn og ekki varð aftur snúið. Afskaplega skemmtilegur tími að skipuleggja og vinna við Sjómannadaginn. Margir sjómenn sem maður hefur unnið með gegnum árin við skipulagningu og vinnu við daginn. Við þá segi ég takk fyrir samstarfið drengir þetta var stundum erfitt en á endanum alltaf gaman og gefandi. Að standa með sinn félagsfána við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra við Landakirkju á Sjómannadegi og hlusta á Snorra Óskarsson minnast okkar föllnu félaga er í raun einstakt og ómetanlegt í minningunni. Þar drjúpum við sjómenn höfði fyrir Guði og mönnum. Við finnum fyrir smæð okkar fyrir Almættinu og náttúruöflunum. Sjómannadagurinn hefur alltaf verið hátíðisdagur í Eyjum og er enn. Sjómennirnir sjálfir hafa borið merkið, skipulagt og unnið vinnuna kringum hátíðina. Þannig viljum við hafa það. Við peyjana í Sjómannadagsráði segi ég, þið eruð dugnaðarforkar og sjómannastéttinni til sóma.   Sjómenn, fjölskyldur og allir Vestmannaeyingar til hamingju með Sjómannadaginn og mætum öll á viðburði helgarinnar.   Með Sjómannadagskveðju Valmundur Valmundsson