Kveikt var á jólatrénu í dag ::Myndir

Kveikt var á jólatrénu í dag ::Myndir

 Í dag var kveikt á jólatrénu á Stakkó en þar var komin saman fjöldi fólks á öllum aldri sem lét veðrið ekki stoppa sig. Lúðrasveitin lék fyrir gesti og litlu lærisveinarnir sungu fyrir viðstadda. Jólasveinarnir voru snemma á ferðinni í ár og mætu tveir að heilsa upp á krakkanna sem höfðu frá miklu að segja eftir árið. Hildur Sólveig Sigurðardóttir ávarpaði viðstadda ásamt séra Guðmundi Erni Jónssyni.     Ræðu Hildar má lesa hér fyrir neðan.   Góðan dag kæru Vestmannaeyingar. Ég vil byrja á því að þakka þeim heiðurshjónum Hrefnu Hilmisdóttur og Erni Ólafssyni kærlega fyrir jólagjöf þeirra hjóna til Vestmannaeyjabæjar en þetta glæsilega jólatré sem hér stendur og bíður óþreyjufullt eins og eflaust flestir aðrir hér í þessum kulda eftir því að verða ljósum prýtt. …Ég ræddi stuttlega við son minn í gærkvöldi um hvað honum fyndist að ég ætti að segja hérna í dag, ég sagði honum að ég ætlaði að tala um jólin til dæmis hvað maður ætti að gera fyrir jólin og þess háttar og það stóð ekki á svörum hjá honum frekar en fyrri daginn… ,,segðu þeim bara að ryksuga og skúra mamma því það á allt að vera hreint fyrir jólin” og urðu þessar samræður innblásturinn af því sem hér á eftir fer. Ég ætla samt að hafa þetta örstutt hérna í dag og til að stytta mál mitt enn frekar þar sem ég var búin að skoða veðurspánna og sjá að það yrði tja…ansi kalt hérna í dag þá ákvað ég að reyna að koma því sem ég vildi koma til skila í hnitmiðuðu bundnu máli. Í aðdraganda desemberDuglegasta fólkið ferKort að skrifa, krans’að skreytaStöðugt jólaandans leita  Hátt og lágt er húsið þrifiðHelst er sófasett upp rifiðRyksugað, af öllu strokiðEn verkinu er aldrei lokið Augnabliksins reynd’ að njótaÞví næstu vikur burtu þjótaVinna, veislur og vinafundirVarðveittu þessar gæðastundir Því okkar síðustu hugsanir hérVerða ekki get ég lofað þér,,Ég á svo óskaplega margt óþrifið”Elskið, leikið, því þið núna lifið! (HSS)    Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var á svæðinu og myndaði.      

VERA – nýjung í tímabókunum og lyfjaendurnýjunum á HSU

VERA er samvinnuverkefni Embætti landlæknis, Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og TM Software og er öruggt vefsvæði þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast gögn sem skráð eru um hann í heilbrigðiskerfið á Íslandi. Krafist er rafrænna skilríkja til að tengjast inn á www.heilsuvera.is sem nauðsynlegt er til að tryggja öryggi þeirra upplýsinga. Í VERU er m.a. hægt að skrá afstöðu sína til líffæragjafar sem skráist þá inn í miðlægan gagnagrunn heilbrigðisþjónustunnar hérlendis. Þeir notkunarmöguleikar sem teknir hafa verið í notkun á heilsugæslustöðvum HSU og fleiri heilbrigðisstofnunum, eru lyfjaendurnýjanir og tímabókanir.   Rafrænar tímabókanir og lyfjaendurnýjanir VERA virkar jafnt í heimilistölvunni, spjaldtölvunni sem snjallsímanum. Vefurinn veitir notendum möguleika á að bóka tíma hjá heimilislækni á sinni heilsugæslustöð. Eftir sem áður er hægt að bóka læknatíma símleiðis hjá móttökuriturum. Unnið er að því að einnig verði hægt að bóka tíma hjá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum á þennan hátt. Í VERU geta notendur einnig séð yfirlit yfir lyfseðla sem þeir eiga í Lyfseðlaskrá landlæknis og þar geta þeir óskað eftir endurnýjun á lyfjunum sínum en eingöngu á þeim lyfjum sem þeir eru þegar á. Þetta er mun öruggari leið þar sem sjúklingur notar rafræn skilríki til að skrá sig inn í VERU og beiðnin kemur inn í rafræna sjúkraskrá í stað þess að berast í netfang stofnunarinnar. Lyfjaendurnýjanir í gegnum tölvupóst á vefsíðu stofnunarinnar verða því lagðar af eftir mánaðar aðlögunartíma. Eftir sem áður er hægt að endurnýja lyf símleiðis hjá læknariturum.   Yfirlit yfir bólusetningar barna Í VERU geta foreldrar og forráðamenn einnig fylgst með lyfseðlum, tímabókunum og bólusetningum barna sinna að 15 ára aldri og bókað tíma fyrir þau hjá heimilislækni. Starfsmenn HSU vilja hvetja alla til að kynna sér möguleika VERU á www.heilsuvera.is    

VERA – nýjung í tímabókunum og lyfjaendurnýjunum á HSU

VERA er samvinnuverkefni Embætti landlæknis, Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og TM Software og er öruggt vefsvæði þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast gögn sem skráð eru um hann í heilbrigðiskerfið á Íslandi. Krafist er rafrænna skilríkja til að tengjast inn á www.heilsuvera.is sem nauðsynlegt er til að tryggja öryggi þeirra upplýsinga. Í VERU er m.a. hægt að skrá afstöðu sína til líffæragjafar sem skráist þá inn í miðlægan gagnagrunn heilbrigðisþjónustunnar hérlendis. Þeir notkunarmöguleikar sem teknir hafa verið í notkun á heilsugæslustöðvum HSU og fleiri heilbrigðisstofnunum, eru lyfjaendurnýjanir og tímabókanir.   Rafrænar tímabókanir og lyfjaendurnýjanir VERA virkar jafnt í heimilistölvunni, spjaldtölvunni sem snjallsímanum. Vefurinn veitir notendum möguleika á að bóka tíma hjá heimilislækni á sinni heilsugæslustöð. Eftir sem áður er hægt að bóka læknatíma símleiðis hjá móttökuriturum. Unnið er að því að einnig verði hægt að bóka tíma hjá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum á þennan hátt. Í VERU geta notendur einnig séð yfirlit yfir lyfseðla sem þeir eiga í Lyfseðlaskrá landlæknis og þar geta þeir óskað eftir endurnýjun á lyfjunum sínum en eingöngu á þeim lyfjum sem þeir eru þegar á. Þetta er mun öruggari leið þar sem sjúklingur notar rafræn skilríki til að skrá sig inn í VERU og beiðnin kemur inn í rafræna sjúkraskrá í stað þess að berast í netfang stofnunarinnar. Lyfjaendurnýjanir í gegnum tölvupóst á vefsíðu stofnunarinnar verða því lagðar af eftir mánaðar aðlögunartíma. Eftir sem áður er hægt að endurnýja lyf símleiðis hjá læknariturum.   Yfirlit yfir bólusetningar barna Í VERU geta foreldrar og forráðamenn einnig fylgst með lyfseðlum, tímabókunum og bólusetningum barna sinna að 15 ára aldri og bókað tíma fyrir þau hjá heimilislækni. Starfsmenn HSU vilja hvetja alla til að kynna sér möguleika VERU á www.heilsuvera.is    

Eyjalistinn endurvekur umræðu um frístundakort:: Skipulagt æskulýðsstarf skilar ábyrgum þátttakendum út í samfélagið

Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku ítrekaði Eyjalistinn mikilvægi þess að sem flest ungmenni eigi möguleika á að stunda einhvers konar félags- og tómstundastarf og skyldu allra   sveitarfélaga að styðja börn og unglinga við það að eiga færi á að stunda íþrótta- og tómstundaiðkun. Gerir tillaga þeirra ráð fyrir 25.000 króna styrk á barn á ári. Þetta kom fram í   umræðu um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2016. Lögðu þau til að umræðan um frístundakortin verði tekin upp á ný. Undir þetta skrifuðu Auður Ósk Vilhjálmsdóttir og Stefán Óskar Jónasson, bæjarfulltrúar Eyjalistans og í greinargerð segir að skipulagt félags- og tómstundastarf sé ekki aðeins mikilvægur vettvangur fyrir afþreyingu ungs fólks heldur sé það talið ein af grunnstoðum uppbyggilegrar þátttöku þess í samfélaginu.       „Börn og ungmenni sem taka þátt í markmiðsbundnu æskulýðsstarfi eru líklegri til þess að líta á sig sem ábyrga þátttakendur í samfélaginu auk þess sem sjálfsmynd barna er að miklu leyti mótuð í þátttöku þeirra í frístundum og tómstundastarfi,“ segir í bókuninni.   Vitna í rannsóknir   Þau benda á að stöðugt fleiri rannsóknir bendi til þess að beint orsakasamband sé að finna á milli líkamlegs atgervis, hreyfingar og námsframmistöðu barna og unglinga. Ennfremur, og ekki síður mikilvægt sé að rannsóknir gefi mjög sterka vísbendingu um að ungt fólk sem tekur þátt í skipulögðu æskulýðsstarfi hafi síður tíma og aðstæður til að falla fyrir áhættusömum freistingum. „Mikilvægi þess að sem flest ungmenni eigi möguleika á að stunda einhvers konar félags- og tómstundastarf er gríðarlegt og í ljósi fyrrnefndra þátta ætti það að vera skylda allra sveitarfélaga að styðja börn og unglinga við tómstundaiðkun,“ segja þau og leggja til að tekin verði upp frístundakort, sem er niðurgreiðsla á gjöldum til tómstundaiðkunar. Fyrri hugmyndir þeirra hljóðuðu upp á 15.000 krónur á barn á ári en tillagan miðar að því að forráðamenn allra barna á aldrinum 6 til 16 ára með lögheimili í Vestmannaeyjum geti sótt um frístundastyrki að upphæð kr. 25.000. – á barn til að greiða niður gjöld af tómstundaiðkun.     Hugmynd að framkvæmd Lagt er til að verkefnið verði tilraunaverkefni til tveggja ára. Úthlutun frístundastyrkja fari fram í gegnum Vestmannaeyjabæ og upphæðin renni beint til þess aðildarfélags sem forráðamenn óska. Aðildarfélög þurfi að gera skriflegan samning við Vestmannaeyjabæ um samstarf. Öll félög með skipulagt íþrótta- og tómstundastarf, undir leiðsögn, með starfsemi í að minnsta kosti tíu vikur samfellt geti óskað eftir samstarfi við   Vestmannaeyjabæ. Gert er ráð fyrir að tímabil hverrar styrkveitingar sé almanaksárið og yrði því styrkurinn til ráðstöfunar frá og með 1. janúar ár hvert. Ekki verður um að ræða beingreiðslur til forráðamanna, heldur hafi þeir rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð í nafni barns síns til niðurgreiðslu á þátttöku- og æfingagjöldum. Forráðamenn þurfa að sækja um styrkinn til Vestmannaeyjabæjar.     Hægt að skipta á milli  „Okkar hugmynd er að hægt sé að skipta frístundastyrknum niður á fleiri en eina tómstundaiðju en það er ekki hægt að flytja styrkinn á milli tómstunda á miðju tímabili. Ekki þarf að ráðstafa öllum frístundastyrknum í einu og ekki er mögulegt að nýta frístundastyrkinn á milli ára. Þá er lagt til að aðildarfélög geti ekki hækkað gjaldskrá sína á meðan tilraunaverkefnið   stendur yfir,“ segir í lokaorðum greinargerðarinnar. „Við neyðumst til að horfast í augu við þann blákalda veruleika að börn á Íslandi í dag sitja alls ekki við sama borð þegar kemur að þeim möguleika að stunda tómstundir og íþróttastarf,“ sagði Auður Ósk við Eyjafréttir. „Hagstofan vann rannsókn sem nefnist Lífskjör og lífsgæði barna og var gefin út fyrr á árinu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna svart á hvítu sorglegan veruleika sem of stór hluti fjölskyldufólks á Íslandi býr við í dag.  Á síðasta ári var tæpur þriðjungur barna á Íslandi ekki í reglulegu tómstundastarfi, sem er gífurleg aukning á sl. fimm árum, en árið 2009 var hlutfallið rétt um 14%. Hlutfall þeirra barna sem ekki voru í reglulegu tómstundastarfi var margfalt hærra heldur en hlutfall þeirra barna sem ekki nutu annarra lífsgæða. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu ennfremur til kynna að áhrif fjárhags heimila á möguleika barna til tómstundaiðju hafi aukist í kjölfar hrunsins. Þetta eru sláandi niðurstöður í ljósi þess að skipulagt félags- og tómstundastarf skipar stóran þátt í forvörnum fyrir börn og unglinga.“     Léttir undir með fjölskyldum   Auður Ósk sagði að ef litið sé til heildarútgjalda í málaflokki æskulýðs- og íþróttamála fyrir síðasta ár myndi áætlaður kostnaður frístundakortsins einungis hljóða upp á rétt rúm þrjú prósent af útgjöldunum. Hún spyr hvort þessi kostnaður sé það mikill að ekki sé hægt að koma til móts við þau börn sem eiga ekki kost á því að stunda tómstunda- og íþróttastarf eða létt sé undir með þeim fjölskyldum sem rétt ná að dekka þennan útgjaldalið.  „Mér þykir mikilvægi þess að sveitarfélög bjóði upp á frístundakort gríðarlega mikið og tel að það ætti að flokkast sem forgangsmál. Það er þáttur af okkar hlutverki að standa vörð um það að öllum börnum standi til boða að stunda tómstundir óháð fjölskylduaðstæðum,“ sagði Auður Ósk.

Gripið til hagræðingar á Hraunbúðum ::Ræsting og snyrting verður boðin út

 Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku voru lagðar fram tillögur um breytingar á rekstrarþáttum á Hraunbúðum. Í fundargerð segir að rekstrarkostnaður hafi undanfarin ár verið hærri en nemur framlagi ríkisins. Hefur það sem upp á vantar verið greitt af bæjarsjóði. Nú á að grípa til hagræðingar og á m.a. að leita tilboða í ræstingu.   Í fundargerðinni er greint frá því að stöðugt sé verið að skoða leiðir til að bæta rekstur Hraunbúða ásamt því að hagræða þannig að fjármagn nýtist sem best til þjónustunnar. Eftir vandaða yfirferð á rekstri málaflokksins og samanburð á rekstri annarra sveitarfélaga á sama málaflokki var lagt til að leitað verði tilboða í ræstingu á Hraunbúðum. Vestmannaeyjabær áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum reynist þau ekki hagstæðari en núverandi fyrirkomulag.   Líka verði óskað tilboða í þá þjónustu sem veitt er í beinni og eða óbeinni samkeppni við einkaaðila. Núverandi verktakasamningum vegna fót- og hársnyrtingar verði því sagt upp og auglýst eftir rekstraraðilum með útboði. Útboðsforsendur verða leiguverð og hagstætt verð, afsláttur, til þjónustuþega. Heimilismenn greiða sjálfir fyrir þjónustuna. Vestmannaeyjabær áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum ef þau eru ekki ásættanleg.   Einnig að könnuð verði hagkvæmni þess að bjóða út fleiri þætti í rekstri Hraunbúða s.s. starfsemi eldhúss og heimsendingu matar. „Allur ávinningur af hagræðingu verði nýttur áfram í þjónustu við aldraða s.s. við eflingu dagvistunar á Hraunbúðum og í starfsemi aldraðra í Kviku,“ segir í fundargerð og samþykkti ráðið tillögurnar.  
>> Eldri fréttir

Mannlíf >>

Kveikt var á jólatrénu í dag ::Myndir

 Í dag var kveikt á jólatrénu á Stakkó en þar var komin saman fjöldi fólks á öllum aldri sem lét veðrið ekki stoppa sig. Lúðrasveitin lék fyrir gesti og litlu lærisveinarnir sungu fyrir viðstadda. Jólasveinarnir voru snemma á ferðinni í ár og mætu tveir að heilsa upp á krakkanna sem höfðu frá miklu að segja eftir árið. Hildur Sólveig Sigurðardóttir ávarpaði viðstadda ásamt séra Guðmundi Erni Jónssyni.     Ræðu Hildar má lesa hér fyrir neðan.   Góðan dag kæru Vestmannaeyingar. Ég vil byrja á því að þakka þeim heiðurshjónum Hrefnu Hilmisdóttur og Erni Ólafssyni kærlega fyrir jólagjöf þeirra hjóna til Vestmannaeyjabæjar en þetta glæsilega jólatré sem hér stendur og bíður óþreyjufullt eins og eflaust flestir aðrir hér í þessum kulda eftir því að verða ljósum prýtt. …Ég ræddi stuttlega við son minn í gærkvöldi um hvað honum fyndist að ég ætti að segja hérna í dag, ég sagði honum að ég ætlaði að tala um jólin til dæmis hvað maður ætti að gera fyrir jólin og þess háttar og það stóð ekki á svörum hjá honum frekar en fyrri daginn… ,,segðu þeim bara að ryksuga og skúra mamma því það á allt að vera hreint fyrir jólin” og urðu þessar samræður innblásturinn af því sem hér á eftir fer. Ég ætla samt að hafa þetta örstutt hérna í dag og til að stytta mál mitt enn frekar þar sem ég var búin að skoða veðurspánna og sjá að það yrði tja…ansi kalt hérna í dag þá ákvað ég að reyna að koma því sem ég vildi koma til skila í hnitmiðuðu bundnu máli. Í aðdraganda desemberDuglegasta fólkið ferKort að skrifa, krans’að skreytaStöðugt jólaandans leita  Hátt og lágt er húsið þrifiðHelst er sófasett upp rifiðRyksugað, af öllu strokiðEn verkinu er aldrei lokið Augnabliksins reynd’ að njótaÞví næstu vikur burtu þjótaVinna, veislur og vinafundirVarðveittu þessar gæðastundir Því okkar síðustu hugsanir hérVerða ekki get ég lofað þér,,Ég á svo óskaplega margt óþrifið”Elskið, leikið, því þið núna lifið! (HSS)    Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var á svæðinu og myndaði.      

Félagið efldist og styrktist og hluthafar sitja við sama borð

,,Héraðsdómur Suðurlands hefur ógilt ákvörðun hluthafafundar VSV frá 8. október 2014 um samruna VSV og Ufsabergs útgerðar ehf. og ákvörðun um aukningu hlutafjár í VSV og tiltekna ráðstöfun þess í tengslum við samrunann. Lögmaður VSV lýsir furðu sinni á þessari niðurstöðu og mun leggja til við stjórn félagsins að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.   Stilla útgerð ehf. krafðist ógildingar samrunans fyrir héraðsdómi. Félagið er í eigu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona og er hluthafi í VSV. Samruni VSV og Ufsabergs útgerðar hefur áður komið til kasta dómstóla að frumkvæði Stillu útgerðar. Héraðsdómur samþykkti þá samrunann en Hæstiréttur ógilti hann,'' segir á VSV.is um dóm Héraðsdóms Suðurlands frá í gær.     Þar segir einnig: ,,Meirihlutaeigendur VSV brugðust við með því að aðskilja félögin, bæta úr ágöllum sem Hæstiréttur fann að fyrri samruna þeirra og samþykkja samrunann á nýjan leik. Stilla útgerð krafðist þá ógildingar seinni samrunans líka og á þá kröfu féllst nú Héraðsdómur Suðurlands.   Í niðurstöðu dómsins frá í gær, 25. nóvember 2015, er tekið undir með stefnanda (Stillu útgerð) að með síðari síðari samruna VSV og Ufsabergs útgerðar hafi hluthafafundur VSV „sniðgengið“ ógildingardóm Hæstaréttar:   „Fallast ber á það með stefnanda að aðeins hafi verið gerðar formbreytingar á undirbúningi ákvarðanatöku hluthafafundar stefnda sem eftir sem áður hafi haft það að markmiði að sniðganga þau grunnsjónarmið sem dómur Hæstaréttar sé byggður á. Eru því að mati dómsins enn við lýði þau réttaráhrif Hæstaréttardómsins að óheimilt sé að nýta hlutaféð til atkvæðagreiðslu um samruna stefnda við Ufsaberg-útgerð ehf. og þegar af þeirri ástæðu verða kröfur stefnanda teknar til greina.“   Það hlutafé sem um er deilt er 2,5% hlutur í VSV sem félagið átti í sjálfu sér og nýtti sem gagngjald fyrir tæp 29% í Ufsabergi-útgerð. Síðar voru félögin sameinuð.   Í fyrri sameiningunni eignuðust fyrrum eigendum Ufsabergs útgerðar rúmlega 3% í VSV. Við seinni sameininguna, sem nú er deilt um, eignuðust þeir tæp 4%.   Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður var verjandi VSV í málinu fyrir Héraðsdómi Suðurlands og undrast mjög niðurstöðuna: „Eigendur meira en tveggja þriðju hlutafjár VSV samþykktu samruna félagsins og Ufsabergs útgerðar algerlega óháð meðferð hinna umdeildu 2,5%. Óskiljanlegt er að héraðsdómarinn taki ekki tillit til þess.   Í öðru lagi er ómögulegt annað en álykta sem svo að aðrar hvatir en viðskiptalegar liggi að baki þessum málarekstri minnihlutaeigenda í VSV. Augljóst er að fyrri samruninn var félaginu hagfelldur, enda fengu fyrrum hluthafar Ufsabergs-útgerðar stærri eignarhlut í félaginu sem gagngjald í seinna skiptið en í því fyrra.   Félagið efldist og styrktist við samrunann og hluthafar sitja við sama borð. Samruninn er í þágu allra hluthafanna, í anda hlutafélagalaga þar sem einmitt er kveðið á um að hluthafar gæti hagsmuna hlutafélaga en ekki eigin hagsmuna.“  

Ólöglegar ákvarðanir meirihluta Vinnslustöðvarinnar

Héraðsdómur Suðurlands hefur með dómi 25. nóvember ógilt tvær ákvarðanir meirihluta hluthafa í Vinnslustöðinni hf., frá 8. október 2014. Þetta eru ákvarðanir um samruna útgerðarfélagsins Ufsabergs útgerðar og Vinnslustöðvarinnar og hins vegar ákvörðun um að auka hlutafé Vinnslustöðvarinnar. Þetta er í annað sinn sem dómstólar fjalla um samruna fyrirtækjanna en árið 2013 ógilti Hæstiréttur sameiningu áðurnefndra félaga.   Þetta kemur fram í tilkynningu Stillu útgerðar þar sem segir: „Skoðun fulltrúa Stillu útgerðar ehf., sem fer fyrir minnihluta hlutafa Vinnlustöðvarinnar er að ofangreindar ákvarðanir hafi ekki verið teknar með hagsmuni fyrirtækisins í huga. Héraðsdómur Suðurlands byggir ákvörðun sína á ákvæði um minnihlutavernd í íslenskum hlutafélögum, rétt eins og Hæstiréttur gerði árið 2013. Markmið verndarinnar er að veita minni hluthöfum, tiltekin réttindi og veita ákveðið mótvægi þannig að meirihluti hluthafa geti ekki, í krafti stærðar sinnar, misnotað aðstöðu sína á kostnað minnihlutans.     Í dómi Hæstaréttar frá 26. mars 2013 segir „Samkvæmt áðursögðu verður að líta svo á að samningur stefnanda [Vinnslustöðvarinnar] við Ufsaberg-útgerð ehf. 10. maí 2011 hafi engan annan tilgang haft en þann að virkja atkvæðisrétt eigin hluta í stefnda og sniðganga þannig það jafnræði og um leið atkvæðavægi sem 3. mgr. 82. laga nr. 2/1995 er ætlað að tryggja hluthöfum.” Um þessar ákvarðanir segir héraðsdómur Suðurlands „Á hluthafafundinum þann 8. október 2014 hafi þessi sömu atkvæði verið nýtt til að taka efnislega sömu ákvörðun.“ Þannig ógildir Héraðsdómur samruna Vinnslustöðvarinnar og Ufsaberg-útgerðar í annað sinn með sömu lagarökum. Fulltrúar Stillu töldu nauðsynlegt að fá svar dómstóla við því hvort meirihluti hluthafa og stjórnar Vinnslustöðvarinnar væru að brjóta á rétti minnihlutans. Nú liggur fyrir staðfesting tveggja dómsstiga á því að svo hafi verið.   Í framhaldi af aðalfundi Vinnslustöðarinnar í júní sl. óskaði Stilla eftir því við Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, með vísan í þau réttindi sem minnihluta hluthafa eru tryggð í hlutafélagalögum, að ráðherra skipi rannsóknarmenn til þess að skoða viðskipti meirihluta hluthafa Vinnslustöðvarinnar og eigenda Ufsabergs útgerðar. Nú er þeirrar niðurstöðu ráðuneytisins beðið. Stilla útgerð hefur jafnframt óskað eftir því að Ársreikingaskrá framlengi úrskurð sinn um að skipa auka endurskoðendur til að vinna með kjörnum endurskoðendum í félaginu m.a. vegna þessara viðskipta. Ársreikningaskrá hefur á síðustu tveimur árum fallist á þessi sjónarmið og er nú beðið niðurstöðu um áframhaldandi skipan auka endurskoðanda fyrir Vinnslustöðina.“    

Greinar >>

Almenningssamgöngur ::Hagsmunir þúsunda íbúa hljóta að vega þyngst.

Engum stjórnmálamanni dettur í hug að leggja það til að strætókerfi höfuðborgarsvæðisins verði tætt í sundur og þær leiðir sem skila hagnaði verði dregnar út úr kerfinu og gerðar að samkeppnisleiðum þar sem rútu- og ferðaþjónustufyrirtækin í landinu geta keyrt á þeim leiðum en láti sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu eftir að aka leiðarnar sem standa ekki undir kostnaði. Þó eru margar leiðir í strætókefi höfuðborgarinnar sem skila góðum hagnaði sem eðlilega standa undir kostnaði við þær leiðir sem ekki bera sig. En þegar kemur að almenningssamgöngum á landsbyggðinni gilda önnur lögmál. Þar sem fáar en sterkar leiðir bera upp net áætlana til fámennari byggða eru teknar út úr kerfinu og gerðar að samkeppnisleiðum og sveitafélögin sitja því eftir með þær leiðir sem ekki standa undir kostnaði. Mikilvægt kerfi almenningssamgangna sem sveitarfélögin hafa byggt upp, mun dragast saman og bitna mest á námsfólki og eldri borgurum. Fólksins á landsbyggðinni sem við eigum að standa vörð um. En rútufyrirækin sem koma á háannatíma fleyta rjómann af fjölda farþega yfir sumarið en hverf jafn harðan þegar umferðin minnkar á haustin og eftirláta sveitarfélögunum að þreyja Þorrann og Góuna með taprekstri.   Sveitarfélögin byggðu upp öflugar almenningssamgöngur. Með eflingu almenningssamgangna í landinu á síðustu árum hefur þjónustan skipt sköpum fyrir íbúa í dreifðari byggðum landsins og farþegum í kerfinu hefur fjölgað um tugi, jafnvel hundruð þúsunda farþega á ári, mismundandi eftir svæðum. Fjölgun farþega hefur gert sveitarfélögunum kleift að bætta þjónustuna sem hefur gjörbreytt stöðu unga fólksins í dreifðari byggðum landsins og opnað þeim nýja leið til að stunda framhalds- og háskólanám í höfuðborginni. Unga fólkið sem á heima í nálægð við stærri byggðakjarna getur nú sótt framhaldsnám á hverjum degi með þéttriðnu neti almenningssamgangna gegn hóflegu gjaldi og búið áfram í foreldrahúsum.   Þannig geta námsmenn á Suðurnesjum, Vesturlandi og Suðurlandi sótt háskólanám til höfuðborgarinnar á hverjum degi en búið áfram í Sandgerði, Selfossi, eða Borgarnesi. Dýrt leiguhúsnæði sem er af skornum skammti er því ekki þröskuldur fyrir háskólanámi í höfuðborginni vegna góðra almenningssamgangna. Þessu til viðbótar nota eldriborgarar í hinum dreifðu byggðum strætó til að sækja sér ýmsa þjónustu til höfuðborgarinnar, eins og læknis og sérfræðiþjónustu hverskonar. Margir treysta sér ekki að aka í höfuðborginni eða ferðast um langan veg, jafnvel báðar leiðir sama daginn. En þétt áætlun strætó hefur opnað nýja ódýra og þægilega leið fyrir eldra fólkið sem nýtir þjónustuna í auknu mæli.   Nú er gengið að þessari þjónustu sveitarfélaganna með því að einkavæða þær leiðir sem skila hagnaði á landsbyggðinni. Þannig ók eitt rútufyrirtækið á Suðurlandi í allt sumar og var með áætlun nokkrum mínútum á undan strætó og hirti þannig megnið af öllum farþegunum frá Reykjavík að Höfn. Nú hefur dregið úr straumi ferðamanna á svæðinu og rútufyrirtækið því hætt akstri á leiðinni en sveitarfélögin sitja uppi með áætlun fram á vor sem ekki stendur undir kostnaði á jafn góðu kerfi og byggt hefur verið upp. Í vor með komu fleiri ferðamanna mæta þeir sem fleyta rjómann af ferðamönnum og hirða kúfinn frá sveitarfélögunum. Þetta hefur aðeins eitt í för með sér að tapið sem verður á almenningssamgöngum sveitarfélaganna mun draga úr þjónustu við fólkið á landsbyggðinni. Ég trúi því ekki að vilji meirihluta þingsins standi til þess.   Mismunun er óþolandi og ég trú því ekki að þingmenn láti það gerast fyrir fram nefið á sér að fólki í landinu sem mismunað á þennan hátt, nægur er ójöfnuðurinn þegar kemur að heilbrigðis og menntakerfinu í landinu sem flestir verða að sækja til höfuðborgarinnar. Sveitafélögin vilja stuðningi við almenningssamgöngur. Í heimsókn þingmanna Suðurkjördæmis til sveitarfélaganna í kjördæmaviku fyrir skömmu, bað hver einasta sveitar- og bæjarstjórn þingmenn að hjálpa til við að tryggja áfram öflugt net almenningssamgangna sem eitt helsta hagsmunamál námsmanna og íbúa í kjördæminu. Ég hef miklar áhyggjur af því að ekki sé nægur vilji fyrir hendi hjá of mörgum þingmönnum til að uppfylla þessa ósk. Með þeim afleiðingum að lífæðar strætókerfisins á landsbyggðinni verði gerðar að samkeppnisleiðum þar sem hagmunir þúsunda íbúa á landsbyggðinni verði látnir víkja fyrir hagsmunum fárra. Þetta heitir á mannamáli, að einkavæða hagnaðinn og ríkisvæða tapið.   Ef þingmenn standa ekki vörð um almenningssamgöngur í landinu verður dregið verulega úr þjónustu fyrir viðkvæma hópa á landsbyggðinni allt árið. Unga fólkið sem getur búið í foreldrahúsum verður að finna sér aðrar leiðir til að búa og þá í dýru leiguhúsnæði sem jafnvel er ekki á lausu. Ég vil ekki búa þannig að námsfólkinu á landsbyggðinni. Sveitarfélögin munu ekki standa undir tugmilljóna taprekstri þar sem einkaaðilar fá að fleyta rjómann af farþegunum í stuttan tíma á ári og láta síðan ekki sjá sig þess á milli. Er það réttlætið sem á að ráða ferðinni. Ég sem sjálfstæðismaður hef haft að leiðarljósi að við stöndum saman stétt með stétt og stöndum vörð um hagsmuni fólksins, líka á landsbyggðinni.   Ásmundur Friðriksson alþingismaður.  

VefTíví >>

VERA – nýjung í tímabókunum og lyfjaendurnýjunum á HSU

VERA er samvinnuverkefni Embætti landlæknis, Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og TM Software og er öruggt vefsvæði þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast gögn sem skráð eru um hann í heilbrigðiskerfið á Íslandi. Krafist er rafrænna skilríkja til að tengjast inn á www.heilsuvera.is sem nauðsynlegt er til að tryggja öryggi þeirra upplýsinga. Í VERU er m.a. hægt að skrá afstöðu sína til líffæragjafar sem skráist þá inn í miðlægan gagnagrunn heilbrigðisþjónustunnar hérlendis. Þeir notkunarmöguleikar sem teknir hafa verið í notkun á heilsugæslustöðvum HSU og fleiri heilbrigðisstofnunum, eru lyfjaendurnýjanir og tímabókanir.   Rafrænar tímabókanir og lyfjaendurnýjanir VERA virkar jafnt í heimilistölvunni, spjaldtölvunni sem snjallsímanum. Vefurinn veitir notendum möguleika á að bóka tíma hjá heimilislækni á sinni heilsugæslustöð. Eftir sem áður er hægt að bóka læknatíma símleiðis hjá móttökuriturum. Unnið er að því að einnig verði hægt að bóka tíma hjá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum á þennan hátt. Í VERU geta notendur einnig séð yfirlit yfir lyfseðla sem þeir eiga í Lyfseðlaskrá landlæknis og þar geta þeir óskað eftir endurnýjun á lyfjunum sínum en eingöngu á þeim lyfjum sem þeir eru þegar á. Þetta er mun öruggari leið þar sem sjúklingur notar rafræn skilríki til að skrá sig inn í VERU og beiðnin kemur inn í rafræna sjúkraskrá í stað þess að berast í netfang stofnunarinnar. Lyfjaendurnýjanir í gegnum tölvupóst á vefsíðu stofnunarinnar verða því lagðar af eftir mánaðar aðlögunartíma. Eftir sem áður er hægt að endurnýja lyf símleiðis hjá læknariturum.   Yfirlit yfir bólusetningar barna Í VERU geta foreldrar og forráðamenn einnig fylgst með lyfseðlum, tímabókunum og bólusetningum barna sinna að 15 ára aldri og bókað tíma fyrir þau hjá heimilislækni. Starfsmenn HSU vilja hvetja alla til að kynna sér möguleika VERU á www.heilsuvera.is