Yfirlýsing - Sátt náðist við hljómsveitirnar

Yfirlýsing - Sátt náðist við hljómsveitirnar

Í hádeginu gær fór fram fundur fulltrúa listamanna sem hafa dregið sig úr dagskrá Þjóðhátíðar, þjóðhátíðarnefndar og fulltrúa bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum. Á fundinum fór fram hreinskilin umræða með það að markmiði að setja niður deilur og snúa bökum saman. Ákveðið var að grípa til bæði táknrænna og raunverulegra aðgerða til að stemma stigu við nauðgunum á útihátíðum sem þessum og er þessu nánar lýst í eftirfarandi sameiginlegri yfirlýsingu aðila.     YFIRLÝSING Nauðgun er einn versti glæpur sem manneskjur geta framið. Nauðgun getur skilið eftir sig stór sár sem fólk ber ævilangt. Allt of stór hluti þeirra sem verða fyrir nauðgun treysta sér ekki til að kæra. Af þeim nauðgunum sem eru kærðar leiða aðeins örfáar til sakfellingar. Yfirleitt vegna skorts á sönnunargögnum. Að ræða kynferðisbrot á opinskáan hátt er eitt af því sem hjálpað getur fórnarlömbum að skila skömminni þangað sem hún á heima. Skortur á umfjöllun veitir gerendum skjól til að fremja sín brot og brotin eiga sér stað víða – ekki bara á útihátíðum.   Aðstandendur Þjóðhátíðar í Eyjum ætla í samvinnu við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum að efna til átaks til að vekja þjóðhátíðargesti til vitundar um alvarleika kynferðisbrota. Þjóðhátíðarnefnd mun skipa starfshóp sem marka mun stefnu til næstu 5 ára um hvernig standa megi enn betur að þessum málum á Þjóðhátíð. Óskað verður eftir aðkomu þeirra sem best þekkja, þar á meðal fulltrúa Stígamóta. Nauðganir eru vandamál sem snertir alla sem skipuleggja stórhátíðir en Þjóðhátíð hyggst ganga á undan með góðu fordæmi.   Vestmannaeyingar eru stoltir af því að eiga stærstu útihátíð landsins. Stór hluti þjóðarinnar hefur komið á þjóðhátíð Vestmannaeyja og langflestir eiga bara góðar minningar þaðan. Einstök fjölskyldustemning og náungakærleikur þjóðhátíðar, samkenndin sem birtist árlega í brekkusöngnum, gestrisni íbúa Hvítu tjaldanna; allt var þetta okkur innblástur að því að ná sátt í þessu máli.   Undirrituð vilja hvetja aðila til samstöðu gegn þeirri þjóðfélagslegu vá sem kynferðisbrot eru og nýta samstöðukraft sinn í að berjast saman. Þjóðhátíð er ekki undanskilin hvað slíkt varðar og getur gengið fram með fordæmi. Það er krafa undirritaðra að lögregluumdæmin samræmi upplýsingagjöf hvað kynferðisbrot varðar með það að leiðarljósi að skila skömminni til þeirra sem eiga að bera hana, gerenda.   Þá má að lokum geta þess að listamenn, björgunarsveitir og aðrir gæsluaðilar á hátíðinni munu taka þátt í táknrænni athöfn vegna fyrrnefnds átaks á föstudagskvöldinu á þjóðhátíð og með því marka nýtt upphaf og vonandi eina skemmtilegustu og best heppnuðu þjóðhátíð frá upphafi.   Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður Elliði Vignisson, bæjarstjóri Dóra Björk Gunnarsdóttir, þjóðhátíðarnefnd Auk eftirfarandi hljómsveita: Agent Fresco, Dikta, Emmsjé Gauti, GKR, Retro Stefson, Sturla Atlas og Úlfur Úlfur.    

Kynferðisofbeldi er mein sem við viljum uppræta

Því miður hefur nauðgun átt sér stað á Þjóðhátíð í Eyjum. Því miður hefur nauðgun átt sér stað á öðrum tímum ársins í Eyjum. Því miður eru líkur á því að nauðgun mun eiga sér stað á Þjóðhátíð í Eyjum. Því miður eru líkur á að nauðgun eigi sér stað á öðrum tímum ársins í Eyjum. Þetta er staðreynd og yfir henni hvílir engin þöggun. Mesta þöggunin í þeirri umræðu sem á sér stað í dag er að nauðganir hafa átt sér stað á fleiri stöðum en á Þjóðhátíð í Eyjum og mun eiga sér stað á fleiri stöðum en í Vestmannaeyjum. Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota á síðustu Þjóðhátíð voru of margar en færri en gengur og gerist í hverri viku á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ljótur blettur á Þjóðhátíð sem okkur Eyjamönnum líður illa yfir.   Eyjamenn viðhafa ekki þöggun umræðu um kynferðisofbeldi á Þjóðhátíð eins og sumir vilja halda fram. Viðbragðsáætlun Þjóðhátíðarnefndar, lögreglunnar í Eyjum, Heilbrigðisstofnunar, áfallateymis og fleiri aðila bera öll merki um það. Allir búa sig undir að bregðast við þessari ljótu vá. Allir vona það besta en búa sig undir það versta. Gæslan er elfd, heilbrigðisþjónusta tryggð, rekinn er öflugur áróður gegn nauðgunum, fólk er hvatt til að vera á varðbergi og fylgjast með hvort öðru og vernda. Ef upp kemur tilvik um kynferðisofbeldi er brugðist við. Á öðrum tíma ársins er öflugt starfsfólk félagsþjónustu, lögreglu, heilsugæslu og fleiri til taks er upp koma slík brot. Engum dettur til hugar að fela þennan ljóta blett sem fellur á samfélagið heldur eru menn tilbúnir til að takast á við hann og helst af öllu útrýma.   Ég hef starfað innan félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar í 24 ár, fyrst sem sálfræðingur og á síðustu árum sem framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs. Ég hef starfað í áfallateymi á Þjóðhátíð og verið gestur Þjóðhátíðar á síðustu 23 hátíðum. Að auki hef ég starfað sem lögregluþjónn í Reykjavík. Á þessum árum hef ég kynnst reynslu þolenda nauðgunarmála frá upphafi þess að mál kemur fram, því ferli sem tekur við, úrvinnslu og afleiðingum. Þau eru þung og erfið sporin hjá þolanda frá fyrstu stigum áfalls.   Páleyju Borgþórsdóttir þekki ég vel. Hún hefur komið að nokkrum málum sem lögmaður þolenda kynferðisafbrota og lagt sig fram af elju og hugsjón við að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda. Ásetningur hennar var einlægur þegar kom að því að vernda umbjóðendur. Sem lögreglustjóri heldur hún áfram að gæta hagsmuna þolenda og vernda rannsóknarhagsmuni. Hún tekur ákvörðun í þá átt að vernda þolendur kynferðisafbrota á þjóðhátíð frá fjölmiðlum á fyrstu stigum máls. Auðvitað eru fréttaþyrstir fjölmiðlar ósáttir og hamra á Páley með öllum þeim ráðum sem þeir þekkja.   Dregin er upp dökk mynd af ákvörðun Páleyjar og áróður rekinn fyrir því að hér sé verið að þagga niður tengingu nauðgunar og Þjóðhátíðar. Jafnvel hafa sumir gengið enn lengra og dregið upp þá mynd að samfélagið í Eyjum þaggi niður kynferðisofbeldi. Það eru óskiljanleg rök í mínum huga sérstaklega út frá því að enginn í Eyjum hefur afneitað þeirri vondu staðreynd að kynferðisofbeldi getur og hefur átt sér stað á Þjóðhátíð og á öðrum tíma ársins eins og kemur fram í upphafi þessarar greinar minnar.   Fréttaþyrstir fjölmiðlar leggja ekki vinnu í það að draga úr þöggun. Þeir þrengja umræðuna um nauðgun og kynferðislegt ofbeldi með því að benda og hrópa að einum atburði (Þjóðhátíð), einum landshluta (Vestmannaeyjum) og einum aðila (lögreglustjóra). Við það er allri athygli um nauðgun beint á einn stað og frá þeirri staðreyndin að kynferðisofbeldi á sér stað víðar á Íslandi. Fyrir mér er þetta þöggun.   Fróðlegt væri fyrir fjölmiðla að draga saman upplýsingar um fjölda nauðgana á Íslandi, hvar þær fari helst fram og undir hvaða kringumstæðum. Líklega kallar það á meiri vinnu og er ekki eins söluvæn umræða. Þetta kallar á vinnu við að fara yfir gögn eins og frá neyðarmóttöku Landsspítalans, Ríkislögreglustjóra og Stígamótum. Málin eru orðin að tölfræði og ekki eins djúsí til að selja. Árið 2014 var fjöldi kynferðisbrota 419 og að meðaltali 13 brot á landsvísu miðað við 10.000 íbúa. Í Eyjum var hlutfallið 12, á höfuðborgarsvæðinu var hlutfallið 11, á Vesturlandi 19, á Suðurnesjum 17 og á Vestfjörðum 36. Skilgreining á kynferðisbrotum eru víðari en eingöngu nauðgun. (upplýsingar af heimasíðu Ríkislögreglustjóra)   Á höfuðborgarsvæðinu var fjöldi tilkynntra kynferðisbrota árið 2014 alls 238 (tæplega 57% af heild) og þar af 71 tilkynningar um nauðgun. Það gerir rúmlega ein nauðgun á viku. Árið áður sem var met ár frá því samræmdar skráningar lögreglu fór fram var fjöldi kynferðisbrotamála 416 og þar af 114 tilkynningar um nauðgun sem gerir rúmlega tvær nauðganir að meðaltali á viku. (upplýsingar af heimasíðu Ríkislögreglustjóra)   Auðvitað er þessi tölfræði leiðinleg og ekki söluvæn. Hún er bara tölur á pappír og fjallar ekkert um alvarleika máls, hver er þolandi eða gerandi eða annað sem svalar forvitni okkar. Tölfræðin er svo leiðinleg að hún er ekki einu sinni brúklega til að fá athygli, fjármagn eða viðurkenningu á þeirri vondu staðreynd að nauðganir eiga sér stað á fleiri stöðum en í Eyjum. Fyrir fjölmiðla dugar ekki að fá tölu um fjölda tilkynntra nauðgana aðfaranótt sunnudags á Þjóðhátíð. Menn vilja fá meira til að selja sína frétt. Hvar átti brotið sér stað? Hvernig ætlar Þjóðhátíðarnefnd að bregðast við? Er búið að ná geranda? Er ekki kominn tími til að leggja Þjóðhátíð niður? Er samfélagið í Eyjum að þagga niður umræðu um kynferðisofbeldi?   Umræða um nauðganir og annað kynferðisofbeldi er nauðsynleg. Í starfi mínu sem sálfræðingur uppgötvaði ég fljótt að mun fleiri höfðu reynslu af slíku ofbeldi en höfðu ekki tilkynnt. Þeir verða því ekki að tölfræði. Þessar upplýsingar fengu mig til að til að velta fyrir mér hversu margir Íslendingar hafa þessa reynslu? Hversu margir hafa komið drukknir af skemmtistað, verið misnotaðir og ekki treyst sér til að leita aðstoðar? Á höfuðborgarsvæðinu er hverja helgi haldin ígildi Þjóðhátíðar a.m.k hvað varðar fjölda einstaklinga, skemmtanaþörf og neyslu vímuefna. Áhætta nauðgunartilfella er fyrir hendi. Engin eða lítil umræða er um þessa áhættu. Enginn fjölmiðill hangir á hurðahúninum hjá lögreglunni í Reykjavík til að fá upplýsingar um fjölda nauðgunartilfella eftir skemmtanahaldið um helgar. Þær upplýsingar liggja ekki fyrir í dagbók lögreglunnar. Þær koma vissulega fram sem tölfræði síðar, á sama hátt og tölfræði er birt af hálfu lögreglunnar í Vestmannaeyjum reglubundið. Þannig voru t.d. 23 tilkynningar um kynferðisbrot í Reykjavík í júní sl. hjá lögreglunni í Reykjavík samkvæmt upplýsingum sem birtar voru á vef RÚV þann 18. júlí sl. sem er allnokkuð eftir að brotin áttu sér stað. (upplýsingar af vef RÚV; http://www.ruv.is/frett/kynferdisbrotum-fjolgadi-mikid-i-juni)   Skemmtanahaldi öllu, þ.m.t. Þjóðhátíð getur fylgt áhætta og mikilvægt að allir gæti að sér, passi upp á náungann og samferðafólk og leggi sig fram um að hátíðin fari fram á sem besta hátt. Engin nauðgun á Þjóðhátíð er það sem við viljum. Engin nauðgun í Eyjum er það sem við viljum. Staðreyndum verður ekki þagað yfir. Í mínum huga fer lítið fyrir þöggun um þessa áhættu í Eyjum. Þöggunin er aftur á móti meiri hvað varðar aðra staði. Þöggunin er algjör varðandi fjölda tilfella nauðgana á Íslandi, hvar fara þær helst fram og undir hvaða kringumstæðum. Þöggun yfir raunverulegri stöðu nauðgana og kynferðisbrota á Íslandi birtist einna helst í þröngri og einhæfðri umfjöllun um Þjóðhátíð í Eyjum. Dettum ekki inn í óupplýsta umræðu, pólitískar þrætur eða populisma varðandi þessi mál. Einbeitum okkur að því að berjast gegn ofbeldinu og það gerist best í sameiningu og af gagnkvæmri virðingu því ekkert okkar vill hafa þetta mein.      

Lúkas tekinn á þjóðhátíð - umræðunauðgun

Einu sinni var hundur sem týndist. Nokkrir á samfélagsmiðlum sögðu hundinn hafa mætt hræðilegum örlögum dýraníðings. Fjölmiðlar tóku þátt og sögðu frá kertafleytingum og mótmælum vegna hundsins. ,,Umræðan" tók meintan dýraníðing fyrir og tætti af honum mannorðið. Nokkru síðar kom Lúkas af fjalli ómeiddur.pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2176901/   „Síðustu daga hafa samfélagsmiðlar og fjölmiðlar tekið lúkas á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Aðalfréttatími RÚV í gærkvöldi var með þjóðhátíðarlúkasinn sem fyrstu frétt. Vitnað var í yfirlýsingu fimm hljómsveita sem vitnaði í ,,umræðuna", sem RÚV, aðrir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar standa fyrir, þar sem krafan sé að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hengi út fyrsta fórnarlamb nauðgunar á þjóðhátíð til áminningar um nauðsyn ,,umræðunnar".   ,,Umræðan" telur að bæjaryfirvöld eigi að stilla fórnarlambi kynferðisofbeldis á opinberan stall til að réttlæta umræðu um nauðgun. Mannúðleg málsmeðferð réttarríkisins er algert aukaatriði: ,,umræðan" þarf sitt fórnarlamb.   Ef ,,umræðan" fær sínu fram verður særð, smánuð sál, sem vogar sér að kæra nauðgun, sett til sýnis á opinberum vettvangi strax eftir að glæpurinn er kærður. Þökk sé ,,umræðunni" fær misþyrmda manneskjan ekkert svigrúm til að komast heim í öruggt skjól, heldur verður hún að þola opinbera umræðunauðgun í lóðbeinu framhaldi af líkamlegri nauðgun.   Þjóðhátíðarlúkasinn verður til í andrúmslofti netvæddrar múgsefjunar. Er ekki mál að linni?,“ segir Páll.  

Kynferðisofbeldi er mein sem við viljum uppræta

Því miður hefur nauðgun átt sér stað á Þjóðhátíð í Eyjum. Því miður hefur nauðgun átt sér stað á öðrum tímum ársins í Eyjum. Því miður eru líkur á því að nauðgun mun eiga sér stað á Þjóðhátíð í Eyjum. Því miður eru líkur á að nauðgun eigi sér stað á öðrum tímum ársins í Eyjum. Þetta er staðreynd og yfir henni hvílir engin þöggun. Mesta þöggunin í þeirri umræðu sem á sér stað í dag er að nauðganir hafa átt sér stað á fleiri stöðum en á Þjóðhátíð í Eyjum og mun eiga sér stað á fleiri stöðum en í Vestmannaeyjum. Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota á síðustu Þjóðhátíð voru of margar en færri en gengur og gerist í hverri viku á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ljótur blettur á Þjóðhátíð sem okkur Eyjamönnum líður illa yfir.   Eyjamenn viðhafa ekki þöggun umræðu um kynferðisofbeldi á Þjóðhátíð eins og sumir vilja halda fram. Viðbragðsáætlun Þjóðhátíðarnefndar, lögreglunnar í Eyjum, Heilbrigðisstofnunar, áfallateymis og fleiri aðila bera öll merki um það. Allir búa sig undir að bregðast við þessari ljótu vá. Allir vona það besta en búa sig undir það versta. Gæslan er elfd, heilbrigðisþjónusta tryggð, rekinn er öflugur áróður gegn nauðgunum, fólk er hvatt til að vera á varðbergi og fylgjast með hvort öðru og vernda. Ef upp kemur tilvik um kynferðisofbeldi er brugðist við. Á öðrum tíma ársins er öflugt starfsfólk félagsþjónustu, lögreglu, heilsugæslu og fleiri til taks er upp koma slík brot. Engum dettur til hugar að fela þennan ljóta blett sem fellur á samfélagið heldur eru menn tilbúnir til að takast á við hann og helst af öllu útrýma.   Ég hef starfað innan félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar í 24 ár, fyrst sem sálfræðingur og á síðustu árum sem framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs. Ég hef starfað í áfallateymi á Þjóðhátíð og verið gestur Þjóðhátíðar á síðustu 23 hátíðum. Að auki hef ég starfað sem lögregluþjónn í Reykjavík. Á þessum árum hef ég kynnst reynslu þolenda nauðgunarmála frá upphafi þess að mál kemur fram, því ferli sem tekur við, úrvinnslu og afleiðingum. Þau eru þung og erfið sporin hjá þolanda frá fyrstu stigum áfalls.   Páleyju Borgþórsdóttir þekki ég vel. Hún hefur komið að nokkrum málum sem lögmaður þolenda kynferðisafbrota og lagt sig fram af elju og hugsjón við að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda. Ásetningur hennar var einlægur þegar kom að því að vernda umbjóðendur. Sem lögreglustjóri heldur hún áfram að gæta hagsmuna þolenda og vernda rannsóknarhagsmuni. Hún tekur ákvörðun í þá átt að vernda þolendur kynferðisafbrota á þjóðhátíð frá fjölmiðlum á fyrstu stigum máls. Auðvitað eru fréttaþyrstir fjölmiðlar ósáttir og hamra á Páley með öllum þeim ráðum sem þeir þekkja.   Dregin er upp dökk mynd af ákvörðun Páleyjar og áróður rekinn fyrir því að hér sé verið að þagga niður tengingu nauðgunar og Þjóðhátíðar. Jafnvel hafa sumir gengið enn lengra og dregið upp þá mynd að samfélagið í Eyjum þaggi niður kynferðisofbeldi. Það eru óskiljanleg rök í mínum huga sérstaklega út frá því að enginn í Eyjum hefur afneitað þeirri vondu staðreynd að kynferðisofbeldi getur og hefur átt sér stað á Þjóðhátíð og á öðrum tíma ársins eins og kemur fram í upphafi þessarar greinar minnar.   Fréttaþyrstir fjölmiðlar leggja ekki vinnu í það að draga úr þöggun. Þeir þrengja umræðuna um nauðgun og kynferðislegt ofbeldi með því að benda og hrópa að einum atburði (Þjóðhátíð), einum landshluta (Vestmannaeyjum) og einum aðila (lögreglustjóra). Við það er allri athygli um nauðgun beint á einn stað og frá þeirri staðreyndin að kynferðisofbeldi á sér stað víðar á Íslandi. Fyrir mér er þetta þöggun.   Fróðlegt væri fyrir fjölmiðla að draga saman upplýsingar um fjölda nauðgana á Íslandi, hvar þær fari helst fram og undir hvaða kringumstæðum. Líklega kallar það á meiri vinnu og er ekki eins söluvæn umræða. Þetta kallar á vinnu við að fara yfir gögn eins og frá neyðarmóttöku Landsspítalans, Ríkislögreglustjóra og Stígamótum. Málin eru orðin að tölfræði og ekki eins djúsí til að selja. Árið 2014 var fjöldi kynferðisbrota 419 og að meðaltali 13 brot á landsvísu miðað við 10.000 íbúa. Í Eyjum var hlutfallið 12, á höfuðborgarsvæðinu var hlutfallið 11, á Vesturlandi 19, á Suðurnesjum 17 og á Vestfjörðum 36. Skilgreining á kynferðisbrotum eru víðari en eingöngu nauðgun. (upplýsingar af heimasíðu Ríkislögreglustjóra)   Á höfuðborgarsvæðinu var fjöldi tilkynntra kynferðisbrota árið 2014 alls 238 (tæplega 57% af heild) og þar af 71 tilkynningar um nauðgun. Það gerir rúmlega ein nauðgun á viku. Árið áður sem var met ár frá því samræmdar skráningar lögreglu fór fram var fjöldi kynferðisbrotamála 416 og þar af 114 tilkynningar um nauðgun sem gerir rúmlega tvær nauðganir að meðaltali á viku. (upplýsingar af heimasíðu Ríkislögreglustjóra)   Auðvitað er þessi tölfræði leiðinleg og ekki söluvæn. Hún er bara tölur á pappír og fjallar ekkert um alvarleika máls, hver er þolandi eða gerandi eða annað sem svalar forvitni okkar. Tölfræðin er svo leiðinleg að hún er ekki einu sinni brúklega til að fá athygli, fjármagn eða viðurkenningu á þeirri vondu staðreynd að nauðganir eiga sér stað á fleiri stöðum en í Eyjum. Fyrir fjölmiðla dugar ekki að fá tölu um fjölda tilkynntra nauðgana aðfaranótt sunnudags á Þjóðhátíð. Menn vilja fá meira til að selja sína frétt. Hvar átti brotið sér stað? Hvernig ætlar Þjóðhátíðarnefnd að bregðast við? Er búið að ná geranda? Er ekki kominn tími til að leggja Þjóðhátíð niður? Er samfélagið í Eyjum að þagga niður umræðu um kynferðisofbeldi?   Umræða um nauðganir og annað kynferðisofbeldi er nauðsynleg. Í starfi mínu sem sálfræðingur uppgötvaði ég fljótt að mun fleiri höfðu reynslu af slíku ofbeldi en höfðu ekki tilkynnt. Þeir verða því ekki að tölfræði. Þessar upplýsingar fengu mig til að til að velta fyrir mér hversu margir Íslendingar hafa þessa reynslu? Hversu margir hafa komið drukknir af skemmtistað, verið misnotaðir og ekki treyst sér til að leita aðstoðar? Á höfuðborgarsvæðinu er hverja helgi haldin ígildi Þjóðhátíðar a.m.k hvað varðar fjölda einstaklinga, skemmtanaþörf og neyslu vímuefna. Áhætta nauðgunartilfella er fyrir hendi. Engin eða lítil umræða er um þessa áhættu. Enginn fjölmiðill hangir á hurðahúninum hjá lögreglunni í Reykjavík til að fá upplýsingar um fjölda nauðgunartilfella eftir skemmtanahaldið um helgar. Þær upplýsingar liggja ekki fyrir í dagbók lögreglunnar. Þær koma vissulega fram sem tölfræði síðar, á sama hátt og tölfræði er birt af hálfu lögreglunnar í Vestmannaeyjum reglubundið. Þannig voru t.d. 23 tilkynningar um kynferðisbrot í Reykjavík í júní sl. hjá lögreglunni í Reykjavík samkvæmt upplýsingum sem birtar voru á vef RÚV þann 18. júlí sl. sem er allnokkuð eftir að brotin áttu sér stað. (upplýsingar af vef RÚV; http://www.ruv.is/frett/kynferdisbrotum-fjolgadi-mikid-i-juni)   Skemmtanahaldi öllu, þ.m.t. Þjóðhátíð getur fylgt áhætta og mikilvægt að allir gæti að sér, passi upp á náungann og samferðafólk og leggi sig fram um að hátíðin fari fram á sem besta hátt. Engin nauðgun á Þjóðhátíð er það sem við viljum. Engin nauðgun í Eyjum er það sem við viljum. Staðreyndum verður ekki þagað yfir. Í mínum huga fer lítið fyrir þöggun um þessa áhættu í Eyjum. Þöggunin er aftur á móti meiri hvað varðar aðra staði. Þöggunin er algjör varðandi fjölda tilfella nauðgana á Íslandi, hvar fara þær helst fram og undir hvaða kringumstæðum. Þöggun yfir raunverulegri stöðu nauðgana og kynferðisbrota á Íslandi birtist einna helst í þröngri og einhæfðri umfjöllun um Þjóðhátíð í Eyjum. Dettum ekki inn í óupplýsta umræðu, pólitískar þrætur eða populisma varðandi þessi mál. Einbeitum okkur að því að berjast gegn ofbeldinu og það gerist best í sameiningu og af gagnkvæmri virðingu því ekkert okkar vill hafa þetta mein.      

Lúkas tekinn á þjóðhátíð - umræðunauðgun

Einu sinni var hundur sem týndist. Nokkrir á samfélagsmiðlum sögðu hundinn hafa mætt hræðilegum örlögum dýraníðings. Fjölmiðlar tóku þátt og sögðu frá kertafleytingum og mótmælum vegna hundsins. ,,Umræðan" tók meintan dýraníðing fyrir og tætti af honum mannorðið. Nokkru síðar kom Lúkas af fjalli ómeiddur.pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2176901/   „Síðustu daga hafa samfélagsmiðlar og fjölmiðlar tekið lúkas á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Aðalfréttatími RÚV í gærkvöldi var með þjóðhátíðarlúkasinn sem fyrstu frétt. Vitnað var í yfirlýsingu fimm hljómsveita sem vitnaði í ,,umræðuna", sem RÚV, aðrir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar standa fyrir, þar sem krafan sé að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hengi út fyrsta fórnarlamb nauðgunar á þjóðhátíð til áminningar um nauðsyn ,,umræðunnar".   ,,Umræðan" telur að bæjaryfirvöld eigi að stilla fórnarlambi kynferðisofbeldis á opinberan stall til að réttlæta umræðu um nauðgun. Mannúðleg málsmeðferð réttarríkisins er algert aukaatriði: ,,umræðan" þarf sitt fórnarlamb.   Ef ,,umræðan" fær sínu fram verður særð, smánuð sál, sem vogar sér að kæra nauðgun, sett til sýnis á opinberum vettvangi strax eftir að glæpurinn er kærður. Þökk sé ,,umræðunni" fær misþyrmda manneskjan ekkert svigrúm til að komast heim í öruggt skjól, heldur verður hún að þola opinbera umræðunauðgun í lóðbeinu framhaldi af líkamlegri nauðgun.   Þjóðhátíðarlúkasinn verður til í andrúmslofti netvæddrar múgsefjunar. Er ekki mál að linni?,“ segir Páll.  

Ferðaþjónusta í Eyjum dettur niður um veturinn

Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri gosminjasafns í Vestmannaeyjum, segir útilokað að halda úti ferðaþjónustu allt árið um kring vegna stopulla siglinga. Tuttugu milljónir króna tapist vegna þessa og samfélagið verði af sex til átta heilsárs stöðugildum. Gosminjasafnið Eldheimar í Vestmannaeyjum var opnað fyrir rúmum tveimur árum. Þangað koma um þrjátíu þúsund manns á ári. Frá því að Landeyjahöfn opnaðist aftur í vor hefur verið mikill straumur ferðamanna til Eyja og rekstur sfnsins gengið vel, að sögn Kristínar.   Hins vegar segir hún að erfitt sé að halda úti ferðaþjónustu allt árið um kring: „Það gengur ekki vel þegar þjóðvegurinn er lokaður fimm til sex mánuði á ári. Reksturinn gengur engan veginn yfir vetrartímann.“ Hún áætlar að safnið verði af um það bil 20 milljónum króna þar sem gestir komist ekki yfir veturinn. Fjöldi gesta fyrstu fjóra mánuði ársins hafi til dæmis aðeins verið brot af því sem hann varð í maí þegar siglingar milli Landeyjahafnar og Eyja hófust á ný. „Mér finnst þetta náttúrlega ömurlegt, ekki bara fyrir safnið, heldur fyrir allt samfélagið,“ segir Kristín. „Hér gæti ég verið með sex til átta skemmtileg störf allt árið í staðinn fyrir að þurfa ekki starfsfólk hér yfir veturinn. Það er talað um Landeyjahöfn sem þjóðveginn til Eyja og hér er ekki þjóðvegur í fimm, sex mánuði ársins.“   Ruv.is greindi frá.

Bæjarstjóri og söngvari áttu fund um Þjóðhátíð

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, átti fund í Reykjavík í gær með Unnsteini Manúel Stefánssyni söngvara í Retro Stefson um Þjóðhátíð og viðbúnað gegn kynferðisbrotum á hátíðinni. Retro Stefson er ein af sjö hljómsveitum sem hafa lýst því yfir að þær komi ekki fram á Þjóðhátíð nema stefnubreyting verði á upplýsingagjöf lögreglu um kynferðisbrotamál á hátíðinni. Elliði vildi lítið ræða um efni fundarins og taldi sig ekki hafa heimild til að ræða hvað fram hefði komið í þeirra samtali.   Elliði segir að Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, sem er í Reykjavík í sumarleyfi, hafi einnig komið á fundinn. Elliði leggur áherslu á að bæjaryfirvöld hafi ekki aðkomu að Þjóðhátíð að öðru leyti en að leggja til aðstöðu. Hann telji að mæta þurfi því sem þessar hljómsveitir benda á en það sé milli þjóðhátíðarnefndar og listamannanna. Þá verði lögreglan aldrei þvinguð í eitt né neitt og hún myndi aldrei taka ákvarðanir sem kunni að gagnast einungis hagsmunum þjóðhátíðar. Elliði segir að þeir Unnsteinn Manúel ætli að tala saman aftur seinna í dag. Elliði segir að það sé sameiginlegt hagsmunamál þeirra Unnsteins hvernig draga megi úr kynferðisbrotum og líkum á því að brotið sé á fólki. Elliði segir að það sé ekki markmið hans að tryggja að hljómsveitirnar komi fram þótt hann vonist til þess að þær geri það. Listamennirnir hafi fullt frelsi til að velja hvar þeir spila. Hægt verði að leysa þetta mál eins og hver önnur. Málið hófst með yfirlýsingu sem hljómsveitirnar og listamennirnir Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas sendu frá sér í gær. Hljómsveitin Dikta og rapparinn GKR bættust í hópinn síðar um daginn og hljómsveitin Quarashi lýsti stuðningi við ákvörðun listamannanna.   Ruv.is greindi frá.      

Fínasta makrílveiði í kringum Eyjar

Eitthvað hefur glæðst yfir makrílvertíðinni en hún fór rólega af stað til að byrja með. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins eru ísfélagsskipin Heimaey, Álsey og Sigurður búin að veiða um 5000 tonnn af makríl þessa vertíðina. ,,Það hefur verið betri veiði síðustu daga hér suður af Eyjum. Skipin eru að koma með 3-400 tonn í veiðiferð og miðast veiðin við vinnslugetuna í landi. Í næstu viku færist veiði skipanna væntanlega eitthvað austar þar sem við byrjum vinnslu á makríl á Þórshöfn þegar frystihúsið í Eyjum lokar vegna þjóðhátðarinnar.” Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdarstjóri Vinnslustöðvarinnar tekur í sama streng og segir veiðina hafa byrjað rólega hjá þeim. ,,Eins og staðan er núna höfum við fiskað tæp 4000 tonn af 14.000 tonna kvóta sem við eigum. Ísleifur og Kap hafa verið á veiðum síðan í byrjun júlí og veiðin hefur gengið þokkalega. Vertíðin byrjaði frekar rólega en hefur glæðst mikið undanfarna daga. Skipin hafa verið á veiðum hérna rétt sunnan við Eyjar. Í næstu viku stoppa skipin í nokkra daga fram yfir verslunarmannahelgi og því vonum við að það verði líf á miðunum næstu daga.”   320 skip og bátar með makrílkvóta Alls hafa um 320 skip og bátar fengið úthlutað makrílveiðiheimildum á þessari vertíð. Alls var úthlutað 152.000 tonnum og þar við bætist 14.000 tonna kvóti frá fyrra ári, þannig að í heild má veiða rúmlega 166.000 tonn. Úthlutaður kvóti skiptist þannig milli skipaflokka að aflareynsluskip fá 105.000 tonn, vinnsluskip fá 28.000 tonn, skip án vinnslu (ísfiskskip) 8.000 tonn og handfærabátar 6.100 tonn. Í grein í Fiskifréttum kemur fram að af þeim 80 ísfiskskipum sem fengu kvóta hefur helmingurinn nú þegar látið frá sér aflaheimildir til annarra. Þá ríkir óvissa um áhuga handfærabáta á veiðunum en rúmur fjórðungur þeirra, náægt 200 smábátar sem fengu kvóta í fyrra fóru á veiðar.    

Yfirlýsing frá þjóðhátíðarnefnd

ÍBV Íþróttafélag skipuleggur og heldur Þjóðhátíð Vestmannaeyja og gerir allt sem stendur í valdi félagsins til að tryggja öryggi hátíðargesta. Félagið hefur hins vegar ekkert ákvörðunarvald um það hvenær eða með hvaða hætti lögregluyfirvöld kjósa að segja frá hugsanlegum lögbrotum sem framin eru á hátíðarsvæðinu. Meðal þess sem gert hefur verið á undanförnum árum til að auka öryggi er eftirfarandi:   Fjölgað öryggismyndavélum á hverju ári frá 2012 Fjölgað í gæsluliðinu á Þjóðhátíð Kynjaskipt salernum Bleiki fílinn var stofnaður fyrir 5 árum en hann er forvarnarhópur vegna kynferðisbrota Félagið er með áfallateymi á hátíðarsvæðinu, skipað fagfólki, sem vinnur með lögreglu og heilsugæslu Við Þjóðhátíðarhaldið er í algjörum forgangi að tryggja öryggi gesta, einkum og sér í lagi gagnvart kynferðisbrotum og öðru ofbeldi. Það á aldrei að fela þessi brot; alltaf að ræða þau og alltaf að snúa sökinni og skömminni að gerandanum. Kynferðisofbeldi er aldrei þolandanum eða umhvefinu að kenna; alltaf gerandanum einum. Við treystum því að vinnubrögð lögreglu í hverju tilviki ráðist af því meginmarkmiði að hlífa þolandanum og koma höndum yfir gerandann. ÍBV Íþróttafélag og Þjóðhátíðarnefnd vill vinna með öllum til að tryggja ofangreind markmið, þar með talið þeim góðu listamönnum sem nú hafa stigið fram og vilja leggja hönd á plóginn. Einnig hefur verið ákveðið að bjóða Stígamótum og Neyðarmóttöku Landsspítalans að koma og taka út forvarnastarfið, gæsluna og viðbragðsteymið á hátíðinni. Vonandi verður það til þess að gera góða gæslu og gott viðbragð enn betra. Þjóðhátíðarnefnd, Auðbjörg Halla Jóhannsdóttir Birgir Guðjónsson Dóra Björk Gunnarsdóttir Elías Árni Jónsson Hörður Orri Grettisson Jónas Guðbjörn Jónsson  

Fimm hljómsveitir hóta að mæta ekki á þjóðhátíð

Fimm hljómsveitir, sem eiga að spila á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, segja í sameiginlegri yfirlýsingu, að í ljósi orðræðu og verklags lögreglustjórans í Vestmannaeyjum undanfarna daga sjái þeir ekki annan kost í stöðunni en að draga sig út úr dagskrá Þjóðhátíðar í ár nema skýr stefnubreyting komi frá bæjaryfirvöldum.     Þetta kemur fram á RÚV þar sem segir einnig:    „Kynferðisbrot eigi aldrei að þagga niður. Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas áttu allir að koma fram á Þjóðhátíð. Þeir segjast ekki geta gert það, sem flytjendur og listamenn, vitandi það að einhverjir úr áhorfendaskaranum verði fyrir kynferðisofbeldi ef að bæjaryfirvöld og lögreglustjórinn í Vestmanneyjum hafi ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir það.     Yfirlýsing þeirra félaga er svohljóðandi:  Okkur blöskra viðbrögð yfirvalda í Vestmanneyjum við háværum kröfum samfélagsins undanfarna daga. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er frábær hátíð en kynferðisbrot á aldrei að þagga niður.  Þjóðhátið, Vestmanneyingar og við öll eigum að úthýsa kynferðisofbeldi með öllum tiltækum ráðum.  Í ljósi orðræðu og verklags lögreglustjórans í Vestmanneyjum undanfarna daga sem gengur þvert á þöggunarumræðuna sem hefur átt sér stað undanfarin ár í íslensku samfélagi, sjáum við okkur ekki annan kost í stöðunni en að draga okkur úr dagskrá Þjóðhátíðar í ár nema skýr stefnubreyting komi frá bæjaryfirvöldum og lögreglustjóra og það strax.     Við getum ekki, sem flytjendur og listamenn á þessari hátið, komið fram vitandi það að einhverjir úr áhorfendaskaranum verði fyrir kynferðisofbeldi ef að bæjaryfirvöld og lögreglustjórinn í Vestmanneyjum hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir það.  Okkar krafa er sú að lögregluyfirvöld í Vestmanneyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust.  Og þá tala ég fyrir hönd eftirfarandi hljómsveita: Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas.     Kær kveðja Strákarnir.   www.ruv.is/frett/hota-ad-haetta-vid-ad-spila-a-thjodhatid
>> Eldri fréttir

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Páll Magnússon í Fréttablaðinu - Ærðir álitsgjafar

„Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum er þeirrar skoðunar að ótímabærar upplýsingar til fjölmiðla um meint kynferðisbrot geti verið skaðlegar af tveimur ástæðum: Í fyrsta lagi geti þær aukið enn á þjáningar þolandans, m.a. í erfiðu kæruferli fyrstu dagana eftir brotið. Í öðru lagi geti þær torveldað rannsókn málsins og auðveldað gerandanum að komast undan. Hvort tveggja er stutt svo gildum og augljósum rökum að óþarfi er að fjölyrða um þau hér,“ segir Páll Magnússon í grein í Fréttablaðinu í dag.   „Í ljósi þessara sjónarmiða beindi lögreglustjórinn þeim tilmælum til viðbragðsaðila fyrir Þjóðhátíðina í Eyjum að þeir tjáðu sig ekki á fyrstu stigum málsins um meint kynferðisbrot.  Þetta voru eðlileg og rökrétt tilmæli af hálfu lögreglustjórans þótt þau hefðu vissulega getað verið betur orðuð, en þá ber reyndar að hafa í huga að þetta var minnisblað til viðbragðsaðila, sem einhver lak í fjölmiðla, en ekki fréttatilkynning. Nú tók við eitthvert sérkennilegasta sjónarspil sem ég hef orðið vitni að í opinberri umræðu – og hef ég þó marga fjöruna sopið í þeim efnum. Kannski mætti kalla þetta Íslandsmót álitsgjafa í útúrsnúningum 2015?     Allt í einu byrjaði einhver að garga: Þöggun! Þöggun! Álitsgjafarnir ærðust og löptu þessa orðaleppa upp hver eftir öðrum – greinilega margir hverjir án þess að hafa sjálfir lesið tilmæli lögreglustjórans. Í þeim er nefnilega ekki að finna snefil af tilburðum til þöggunar né tilmæli um slíkt. Aðeins vel rökstudd sjónarmið um tímasetningu á upplýsingagjöf með hagsmuni fórnarlambanna að leiðarljósi. Að kalla þetta þöggun er rökleysa og misnotkun á hugtakinu.     Staðreyndir málsins hindruðu þó ekki alls konar fólk í að stökkva upp á þennan útúrsnúninga- og fordæmingarvagn og óbrjálaðir menn voru jafnvel farnir að halda því fram í virðulegum útvarpsþætti að lögreglustjórinn væri sennilega að gæta einhverra vafasamra fjárhagslegra hagsmuna í Vestmannaeyjum með þessum tilmælum (sic!). Og alltaf varð ég meira og meira hissa á því hverjir tíndust upp á vagninn.   Og mest hissa varð ég þegar talskona Stígamóta brást við útúrsnúningunum og ruglinu eins og um staðreyndir væri að ræða.  Og enn var gefið í útúrsnúningana eftir Þjóðhátíðina. Þá sagði lögreglustjórinn í viðtali, þar sem augljóst var af samhenginu að verið var að tala um önnur brot en meint kynferðisbrot, að ekki hefðu orðið alvarlegar líkamsárásir. Þá var gargað: Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum telur nauðgun ekki alvarlega líkamsárás! (sic!). Og enn var talskona Stígamóta dregin á flot og lét sig hafa það að segja að ummæli lögreglustjórans, sem hann aldrei viðhafði, væru ekki svaraverð!     Alltaf þyngdust árásirnar á persónu hins nýja lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og enduðu í hreinni viðurstyggð í kommentakerfum og samfélagsmiðlum.  Þá bar svo til að ung kona, hugrakkur þolandi tveggja nauðgana, steig fram og lýsti opinberlega heilshugar yfir stuðningi við þau sjónarmið sem fram komu í tilmælum lögreglustjórans. Ætla álitsgjafarnir og talskona Stígamóta líka að saka þessa konu um tilburði til þöggunar – eða skilningsleysi á hlutskipti þolandans?    Ég kann ekki betra ráð til þess málsmetandi fólks sem kastaði olíu á þennan útúrsnúninga- og fordæmingareld, ekki síst talskonu Stígamóta, en að það taki sig til og biðji Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra, afsökunar hver á sínum loga í þessari galdrabrennu.   Páll Magnússon.

Greinar >>

Páll Magnússon í Fréttablaðinu - Ærðir álitsgjafar

„Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum er þeirrar skoðunar að ótímabærar upplýsingar til fjölmiðla um meint kynferðisbrot geti verið skaðlegar af tveimur ástæðum: Í fyrsta lagi geti þær aukið enn á þjáningar þolandans, m.a. í erfiðu kæruferli fyrstu dagana eftir brotið. Í öðru lagi geti þær torveldað rannsókn málsins og auðveldað gerandanum að komast undan. Hvort tveggja er stutt svo gildum og augljósum rökum að óþarfi er að fjölyrða um þau hér,“ segir Páll Magnússon í grein í Fréttablaðinu í dag.   „Í ljósi þessara sjónarmiða beindi lögreglustjórinn þeim tilmælum til viðbragðsaðila fyrir Þjóðhátíðina í Eyjum að þeir tjáðu sig ekki á fyrstu stigum málsins um meint kynferðisbrot.  Þetta voru eðlileg og rökrétt tilmæli af hálfu lögreglustjórans þótt þau hefðu vissulega getað verið betur orðuð, en þá ber reyndar að hafa í huga að þetta var minnisblað til viðbragðsaðila, sem einhver lak í fjölmiðla, en ekki fréttatilkynning. Nú tók við eitthvert sérkennilegasta sjónarspil sem ég hef orðið vitni að í opinberri umræðu – og hef ég þó marga fjöruna sopið í þeim efnum. Kannski mætti kalla þetta Íslandsmót álitsgjafa í útúrsnúningum 2015?     Allt í einu byrjaði einhver að garga: Þöggun! Þöggun! Álitsgjafarnir ærðust og löptu þessa orðaleppa upp hver eftir öðrum – greinilega margir hverjir án þess að hafa sjálfir lesið tilmæli lögreglustjórans. Í þeim er nefnilega ekki að finna snefil af tilburðum til þöggunar né tilmæli um slíkt. Aðeins vel rökstudd sjónarmið um tímasetningu á upplýsingagjöf með hagsmuni fórnarlambanna að leiðarljósi. Að kalla þetta þöggun er rökleysa og misnotkun á hugtakinu.     Staðreyndir málsins hindruðu þó ekki alls konar fólk í að stökkva upp á þennan útúrsnúninga- og fordæmingarvagn og óbrjálaðir menn voru jafnvel farnir að halda því fram í virðulegum útvarpsþætti að lögreglustjórinn væri sennilega að gæta einhverra vafasamra fjárhagslegra hagsmuna í Vestmannaeyjum með þessum tilmælum (sic!). Og alltaf varð ég meira og meira hissa á því hverjir tíndust upp á vagninn.   Og mest hissa varð ég þegar talskona Stígamóta brást við útúrsnúningunum og ruglinu eins og um staðreyndir væri að ræða.  Og enn var gefið í útúrsnúningana eftir Þjóðhátíðina. Þá sagði lögreglustjórinn í viðtali, þar sem augljóst var af samhenginu að verið var að tala um önnur brot en meint kynferðisbrot, að ekki hefðu orðið alvarlegar líkamsárásir. Þá var gargað: Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum telur nauðgun ekki alvarlega líkamsárás! (sic!). Og enn var talskona Stígamóta dregin á flot og lét sig hafa það að segja að ummæli lögreglustjórans, sem hann aldrei viðhafði, væru ekki svaraverð!     Alltaf þyngdust árásirnar á persónu hins nýja lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og enduðu í hreinni viðurstyggð í kommentakerfum og samfélagsmiðlum.  Þá bar svo til að ung kona, hugrakkur þolandi tveggja nauðgana, steig fram og lýsti opinberlega heilshugar yfir stuðningi við þau sjónarmið sem fram komu í tilmælum lögreglustjórans. Ætla álitsgjafarnir og talskona Stígamóta líka að saka þessa konu um tilburði til þöggunar – eða skilningsleysi á hlutskipti þolandans?    Ég kann ekki betra ráð til þess málsmetandi fólks sem kastaði olíu á þennan útúrsnúninga- og fordæmingareld, ekki síst talskonu Stígamóta, en að það taki sig til og biðji Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra, afsökunar hver á sínum loga í þessari galdrabrennu.   Páll Magnússon.

VefTíví >>