Ætla að koma, sjá og sigra í kvöld

Karlakór Vestmannnaeyja, verður í fyrsta þættinum í Kóra Ædol þættinum, Kórar Íslands á Stöð tvö á sunnudagskvöldið ásamt þremur öðrum kórum. Það er mikill spenna í hópnum sem ætlar sér ekkert annað en sigur í keppninni. Þar geta Eyjamenn lagt kórnum lið í símakosningu sem ræður úrslitum ásamt þriggja manna dómnefnd. Það eru kórar alls staðar af á landinu sem taka þátt í keppninni sem vafalaust verður mjög spennandi.   Þátturinn verður sýndur á Stöð 2, sunnudaginn 24. september nk. „Í þáttunum munu tuttugu kórar keppa í beinni útsendingu um titilinn Kór Íslands 2017 og hlýtur sigurvegarinn vegleg verðlaun. Til að geta tekið þátt í keppninni þurfa kórarnir að vera með tíu eða fleiri meðlimi sem allir þurfa að vera 16 ára eða eldri. Kórarnir eru hvaðanæva af landinu og af öllu gerðum. Kosið verður um besta kórinn og eru það áhorfendur sem sjá um það í símakosningu. Þriggja manna dómnefnd verður að auki til staðar en hún er skipuð söngkonunum Kristjönu Stefánsdóttur og Bryndísi Jakobsdóttur og Ara Braga Kárasyni trompetspretthlaupara. Kynnir í þáttunum verður Friðrik Dór Jónsson,“ segir í tilkynningu frá Stöð 2. Eyjafréttir ræddu við tvo úr kórnum, Ingólf Jóhannesson og Guðjón Sigtryggsson sem báðir eru spenntir fyrir kvöldinu. „Það var auglýst og við sóttum um eftir að hafa rætt þetta í okkar hóp. Við komumst inn og verðum í fyrsta þættinum á sunnudaginn,“ sagði Guðjón. „Það er lagt upp með að hafa fjör og gaman og þar erum við á heimavelli með okkar brásnjalla stjórnanda, Þórhall Barðason.“ Komist kórinn alla leið í úrslit koma þeir fram í þremur þáttum. „Annar þátturinn er 29. október, þriðji 5. nóvember og lokaþátturinn 12. nóvember,“ sagði Ingólfur. „Kórarnir sem við keppum við eru Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Kalmannskórinn Akranesi og Gospelkór Jóns Vídalíns. Tveir karlakórar og tveir samkórar.   Treystum á stuðning Eyjamanna Þeir segjast enn ekki hafa lagst í rannsóknir á keppinautunum, hver sé þeirra styrkur og veikleikar en það verði gert. „Við fengum að vita þetta um síðustu mánaðamót og um síðustu helgi kom hingað fólk frá Saga Film til að búa til innslag sem notað verður í þættinum á sunnudaginn. Það verður sýnt frá æfingu og fleiru. Og nú er það alvaran þar sem við ætlum okkur ekkert nema sigur. Þar verðum við að stóla á Eyjamenn, að vera duglegir í símakosningunni. Það skiptir öllu því aðeins einn kór fer áfram í hverjum þætti,“ sagði Guðjón. „Við hlökkum mikið til enda eru allar okkar ferðir skemmtilegar. Í samræmi við það syngjum við Út í Eyjum þar sem Einsi Kaldi er aðalhlutverki í mjög skemmtlegri útsetningu. Já, við erum ákveðnir í að hafa þetta létt og skemmtilegt,“ sögðu þeir félagar sem segja má að séu á leið í þriðju bikarkeppni Eyjafólks þetta árið. Karlakór Vestmannaeyja hefur átt ótrúlegu gengi að fagna frá því hann var stofnaður á vordögum 2015. Þar hefur Þórhallur haldið á sprotanum af mikilli list og kryddað tónleika með skemmtilegum sögum. Þeir áttu snilldarinnkomu á Sjómannadaginn 2015 eftir aðeins þrjár æfingar og síðan hefur leiðin legið upp á við. Hafa komið fram í útvarpi og sjónvarpi, sungið á þjóðhátíð, komið fram á Eyjatónleikunum í Hörpunni og nú er það keppni um besta kór landsins þar sem þeir eiga alla möguleika á að ná langt.  Óhætt er að segja að verkefnið hafi kveikt hjá mönnum áhuga en töluvert hefur bæst í hópinn. Um leið er vert að benda á að æfingar kórsins eru á sunnudögum frá kl. 16:00 til 18:00 í sal Tónlistarskóla Vestmannaeyja og eru allir karlar velkomnir að koma og prófa. Orðið á götunni segir að margan söngfuglinn kýtli að taka þátt en láti ekki verða af því. Nú er tækifærið. 

Ætla að koma, sjá og sigra í kvöld

Karlakór Vestmannnaeyja, verður í fyrsta þættinum í Kóra Ædol þættinum, Kórar Íslands á Stöð tvö á sunnudagskvöldið ásamt þremur öðrum kórum. Það er mikill spenna í hópnum sem ætlar sér ekkert annað en sigur í keppninni. Þar geta Eyjamenn lagt kórnum lið í símakosningu sem ræður úrslitum ásamt þriggja manna dómnefnd. Það eru kórar alls staðar af á landinu sem taka þátt í keppninni sem vafalaust verður mjög spennandi.   Þátturinn verður sýndur á Stöð 2, sunnudaginn 24. september nk. „Í þáttunum munu tuttugu kórar keppa í beinni útsendingu um titilinn Kór Íslands 2017 og hlýtur sigurvegarinn vegleg verðlaun. Til að geta tekið þátt í keppninni þurfa kórarnir að vera með tíu eða fleiri meðlimi sem allir þurfa að vera 16 ára eða eldri. Kórarnir eru hvaðanæva af landinu og af öllu gerðum. Kosið verður um besta kórinn og eru það áhorfendur sem sjá um það í símakosningu. Þriggja manna dómnefnd verður að auki til staðar en hún er skipuð söngkonunum Kristjönu Stefánsdóttur og Bryndísi Jakobsdóttur og Ara Braga Kárasyni trompetspretthlaupara. Kynnir í þáttunum verður Friðrik Dór Jónsson,“ segir í tilkynningu frá Stöð 2. Eyjafréttir ræddu við tvo úr kórnum, Ingólf Jóhannesson og Guðjón Sigtryggsson sem báðir eru spenntir fyrir kvöldinu. „Það var auglýst og við sóttum um eftir að hafa rætt þetta í okkar hóp. Við komumst inn og verðum í fyrsta þættinum á sunnudaginn,“ sagði Guðjón. „Það er lagt upp með að hafa fjör og gaman og þar erum við á heimavelli með okkar brásnjalla stjórnanda, Þórhall Barðason.“ Komist kórinn alla leið í úrslit koma þeir fram í þremur þáttum. „Annar þátturinn er 29. október, þriðji 5. nóvember og lokaþátturinn 12. nóvember,“ sagði Ingólfur. „Kórarnir sem við keppum við eru Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Kalmannskórinn Akranesi og Gospelkór Jóns Vídalíns. Tveir karlakórar og tveir samkórar.   Treystum á stuðning Eyjamanna Þeir segjast enn ekki hafa lagst í rannsóknir á keppinautunum, hver sé þeirra styrkur og veikleikar en það verði gert. „Við fengum að vita þetta um síðustu mánaðamót og um síðustu helgi kom hingað fólk frá Saga Film til að búa til innslag sem notað verður í þættinum á sunnudaginn. Það verður sýnt frá æfingu og fleiru. Og nú er það alvaran þar sem við ætlum okkur ekkert nema sigur. Þar verðum við að stóla á Eyjamenn, að vera duglegir í símakosningunni. Það skiptir öllu því aðeins einn kór fer áfram í hverjum þætti,“ sagði Guðjón. „Við hlökkum mikið til enda eru allar okkar ferðir skemmtilegar. Í samræmi við það syngjum við Út í Eyjum þar sem Einsi Kaldi er aðalhlutverki í mjög skemmtlegri útsetningu. Já, við erum ákveðnir í að hafa þetta létt og skemmtilegt,“ sögðu þeir félagar sem segja má að séu á leið í þriðju bikarkeppni Eyjafólks þetta árið. Karlakór Vestmannaeyja hefur átt ótrúlegu gengi að fagna frá því hann var stofnaður á vordögum 2015. Þar hefur Þórhallur haldið á sprotanum af mikilli list og kryddað tónleika með skemmtilegum sögum. Þeir áttu snilldarinnkomu á Sjómannadaginn 2015 eftir aðeins þrjár æfingar og síðan hefur leiðin legið upp á við. Hafa komið fram í útvarpi og sjónvarpi, sungið á þjóðhátíð, komið fram á Eyjatónleikunum í Hörpunni og nú er það keppni um besta kór landsins þar sem þeir eiga alla möguleika á að ná langt.  Óhætt er að segja að verkefnið hafi kveikt hjá mönnum áhuga en töluvert hefur bæst í hópinn. Um leið er vert að benda á að æfingar kórsins eru á sunnudögum frá kl. 16:00 til 18:00 í sal Tónlistarskóla Vestmannaeyja og eru allir karlar velkomnir að koma og prófa. Orðið á götunni segir að margan söngfuglinn kýtli að taka þátt en láti ekki verða af því. Nú er tækifærið. 

Elliði: Við verðum að taka þennan rekstur yfir

Sem sagt, núna er staðan þessi eftir því sem ég kemst næst sagði Elliði Vignisson á heimasíðu sinni í gær:   Herjólfur er í slipp í Hafnafirði. Búið er að taka upp gírinn. Því miður er varahluturinn hinsvegar ekki á leið til landsins. Næsta skref er því að loka gírnum og sigla Herjólfi aftur til Eyja, jafn biluðum og hann var. Til landsins kom skip sem heitir „Röst“. Ágætis skip, nánast eins og Herjólfur. Eini munurinn hvað haffæri varðar er hlið sem sett var í Herjólf fyrir nokkrum árum en er ekki í Röstinni. Þess vegna má hún ekki sigla í Þorlákshöfn.   Á næstu dögum spáir skítabrælu. Ölduhæð slær yfir 4 metra og vindur í 24m pr. sek. Sem betur fer telja skipstjórnarmenn Röstina heppilegri til siglinga í Landeyjahöfn en Herjólf. Að hún ráði við hærri öldu. Til að mynda hefur hún nú þegar siglt í Landeyjahöfn í 2,7m öldu án nokkurra vandkvæða. Vonir standa til að hún ráði við talsvert hærri öldu, rétt eins og Baldur gerði. Sá böggull fylgir þó skammrifi að eftir því sem ég kemst næst þá miðar norska útgerðin við 20m vindhraða. Það er því vesen framundan.   Upplýsingaflæðið í kringum þetta er svo sér kapítuli. Engu líkara en að Vestmannaeyjabæ -sem þó er fulltrúi heimamanna- komi þetta ekki við. Enn hefur til dæmis ekki komið formleg tilkynning um að Herjólfur þurfi í slipp, né heldur að hann sé í slipp, hvað þá að okkur sé tilkynnt formlega að viðgerðin gangi ekki eftir. Við lásum um það á Facebook.   Niðurstaðan er því þessi: Herjólfur var bilaður og verður það áfram. Búið verður að taka hann úr drift í næstum tvær vikur þegar hann kemur jafn bilaður til baka. Beinn útlagður kostnaður ríkisins hleypur á tugum milljóna og kostnaður samfélgsins ómældur. Hver ber ábyrgðina? Það veit ekki nokkur maður.   Ég held að höfundar áramótaskaupsins hafi notað orðin „Helvítis fokking fokk“ yfir þær tilfinningar sem með mér bærast. Ætli eina leiðin sé ekki að bíða eftir að það opni á Brothers Brewery, fá sér einn Gölla og blóta. Bíða síðan eftir því að við tökum þennan rekstur yfir. Þetta gengur ekki svona.  

Undantekning ef fólk fer ekki ánægt frá borði

Fyrirtækið Ribsafari hefur verið starfrækt í Eyjum undanfarin sjö ár en það sérhæfir sig í bátsferðum í hraðskreiðum slöngubátum þar sem gestir fá bæði að kynnast sögu Vestmannaeyja og upplifa helstu náttúruperlur eyjanna á hafi úti. Í samtali við Eyjafréttir sagði Laila Sæunn Pétursdóttir, hjá Ribsafari, sumarið hafa verið einkar gott og að kúnnarnir hafi almennt verið hæstánægðir með bátsferðirnar.   Aðspurð út í starfsemi Ribsafari sagði Laila hana einskorðast við sumrin þó svo einhverjar bókanir komi yfir vetratímann í gegnum bókunarkerfið. „Yfir háannatímann eru við með tvo skipstjóra og leiðsögumenn sem eru með um borð í bátunum. Svo er alltaf manneskja í sölubásnum til að taka á móti pöntunum og farþegunum sjálfum.“ Sjálf sér Laila aðallega um markaðsmál en bætir við að þau hjá Ribsafari vilji lítið notast við ákveðna titla. „Við sleppum öllu svona titlatogi, við erum bara öll hluti af Ribsafari.“   Stefna á að leggja bátunum í lok mánaðar Nú þegar komið er á seinni hluta septembermánaðar er ekki langt í að bátunum verði lagt fyrir veturinn. „Við siglum út september en svo er spurning hvernig samgöngur verða nú þegar Röst er komin hingað til að leysa Herjólf af. Leyfið á þessa báta er reyndar frá 15. apríl til 31. október en reynslan hefur hins vegar sýnt að færri ferðamenn komi til Eyja í október og því hættum við að sigla í lok september, auk þess er veður oft slæmt á þessum tíma,“ segir Laila.   Fjölbreytt skemmtun Eins og fyrr segir hefur gengið í ár verið býsna gott hjá þeim í Ribsafari en í dag gerir fyrirtækið út tvo báta, þ.e. Stóra Örn og Öldu Ljón. Báðir eru þeir af gerðinni Techno Marine 12 IB og eru 12 metra langir harðbotna slöngubátar með tvær 400 ha Volvo penta innanborðsvélar. Sá fyrrnefndi var smíðaður í Póllandi árið 2012 en sá síðarnefndi árið 2016 á sama stað. „Þetta hefur gengið mjög vel, við erum að keyra á tveimur bátum og þeir mjög oft báðir fullir. Við erum með tvær ferðir í boði, Smáeyjaferðina sem er ein klukkustund og svo tveggja tíma ferð sem getur verið breytileg. Í þeirri ferð reynum við að fara út í Súlnasker ef veður leyfir en annars förum við t.d. út í Brand eða tökum hringinn í kringum Heimaey eða annað skemmtilegt.“ Hefur markhópurinn breyst milli ára? „Þetta er bara mjög svipað, blanda af Íslendingum og útlendingum. Svo stjórnast þetta svolítið af því hvaða ferðamenn eru í meirihluta hverju sinni. Ameríkanarnir eru alltaf stór hluti en þeir eru alltaf kurteisir og skemmtilegir, hlæja jafnvel að þér þó þeim finnist þú ekki fyndin. En þetta er annars rosalega breytilegt, í maí höfum við mikið verið að taka á móti skólakrökkum, svo er þjóðhátíðin alltaf stór hjá okkur þar sem meginparturinn er náttúrulega Íslendingar og mig langar að segja að svo til allir eru einstaklega kurteisir og hreinlega til fyrirmyndar,“ segir Laila og svarar því játandi aðspurð hvort upplifun flestra sé góð. „Það eru allir rosalega ánægðir og það sést best á Tripadvisor. Það er það sem við viljum, þetta á fyrst og fremst að vera gaman, ekki bara fræðsla þar sem þú situr og hlustar á leiðsögumanninn.“   Margir sem koma til Eyja einungis vegna Ribsafari Vitið þið til þess að fólk komi sérstaklega til Eyja til að prófa Ribsafari? „Já, það er mjög algengt að fólk komi bara til að prófa Ribsafari, taki kannski skipið kl. 11:00 og fari síðan til baka í næstu ferð. Manni finnst þetta náttúrulega mikil synd því það er fullt af skemmtilegum hlutum í gangi hérna en fólk veit bara ekkert hvað er hægt að gera hérna,“ segir Laila.   Með öryggi farþega að leiðarljósi Einhverjar hugmyndir hafa verið á lofti hjá Siglingastofnun um að breyta þurfi Ribbátunum en nokkur slys hafa orðið undanfarin ár þar sem fólk hefur slasast á baki og orðið fyrir varanlegum skaða. „Það eru einhverjar pælingar með fjaðursæti en ekkert komið á borð til okkar. Þegar og ef það verður að því þá tökum við náttúrulega mið af því. Eftir að slys varð hjá okkur yfirfórum við öll öryggisatriði hjá okkur og m.a. tókum út fremstu átta sætin og notumst bara við öftustu tólf sætin,“ segir Laila sem líkir hreyfingunni við það að fara á hestbak. „Þegar maður fer á hestbak þá getur maður ekki setið alveg stífur, maður verður að fylgja dýrinu. Sama á við um ribbátaferð en fólk á að standa í fæturna á meðan við siglum og dúa í hnjánum. Árið í ár hefur verið algjörlega slysalaust sem er mjög ánægjulegt. Við fórum t.d. með 75 ára gamla konu í sumar og hún var hæstánægð með ferðina. Við viljum að sjálfsögðu ekki að neinn meiðist og það er hræðilegt þegar það gerist. Þess vegna höfum við tekið öryggismálin alveg í gegn og förum vel yfir allt með fólki áður en haldið er af stað.“  

Nökkvi Snær og Daníel Ingi eru Eyjamenn vikunnar: Fengu leyfi frá Einsa til að taka þátt með því skilyrði að vinna

Kylfingarnir ungu Nökkvi Snær Óðinsson og Daníel Ingi Sigurjónsson gerðu sér lítið fyrir og unnu fyrirtækjamót GV sem haldið var á dögunum en þeir kepptu fyrir hönd Einsa Kalda. Nökkvi Snær og Daníel Ingi eru Eyjamenn vikunnar.   Nafn: Nökkvi Snær Óðinsson. Fæðingardagur: 9. apríl 1999. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Foreldrar eru Hjördís Elsa og Óðinn Sæbjörnsson. Svo á ég þrjú yngri systkini þau Thelmu, Glódísi og Ísak. Uppáhalds vefsíða: Fotbolti.net og Facebook. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Íslensk, Sálin, Bubbi og Skímó eru ofarlega. Aðaláhugamál: Handbolti og golf. Uppáhalds app: Ætli maður noti ekki snappið mest. Hvað óttastu: Kakkalakka t.d., þeir eru eitt stykki viðbjóður. Samsung eða Apple: Apple allan tímann. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Væri alveg til í að taka einn golfhring með Sergio Garcia. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Nenni ekki að segja Vestmannaeyjar svo ég segi Fimmvörðuháls. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Messi og því miður Arsenal eins og staðan er núna. Ertu hjátrúarfullur: Já, svolítið. Stundar þú einhverja hreyfingu: Spila bæði handbolta og golf. Uppáhaldssjónvarpsefni: Horfi lítið sem ekkert á sjónvarp en ætli það sé ekki bara eitthvað spennu- eða íþróttatengt. Af hverju tókuð þið þátt fyrir hönd Einsa Kalda: Ég vinn hjá Einsa Kalda og fengum við því að taka þátt fyrir það fyrirtæki með því skilyrði frá Einari að vinna. Hefur þú áður tekið þátt í þessu móti: Já, þetta var í annað skipti sem ég tek þátt. Tók þátt fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar ásamt Jörgeni Frey fyrir einhverju síðan. Var samkeppnin hörð: Já, í mótum eins og þessu eiga allir jafn mikinn séns á að vinna þar sem þetta var punktafyrirkomulag og vannst mótið að ég held á 1-2 punktum. Hvert var skor þitt í mótinu: 74 högg.   .........................................................   Nafn: Daníel Ingi Sigurjónsson. Fæðingardagur: 7. sept. 1998. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Mamma mín heitir Gunnhildur, pabbi minn heitir Sigurjón og svo á ég fimm systkini sem heita Andri, Jonni, Tanja, Erna og Hjördís. Uppáhalds vefsíða: Ætli ég verði ekki að segja Facebook, en kylfingur.vf.is er líka í miklu uppáhaldi. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Ég hlusta á flest allt. Aðaláhugamál: Golf hefur verið mitt aðaláhugamál síðustu ár. Uppáhalds app: Snapchat. Hvað óttastu: Mýs og köngulær eru ekki í miklu uppáhaldi. Samsung eða Apple: Ég er team Samsung. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Hefði viljað fá að hitta langafa minn, en hann var kallaður Jonni. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Rory Mcilroy er minn uppáhalds golfari og svo held ég með Manchester United. Ertu hjátrúarfullur: Já, ég myndi segja það, en ég teikna alltaf þrjá bláa punkta á fjórum stöðum á golfboltann minn fyrir mót og vil helst hafa boltann annað hvort númer 1 eða 2. Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, ég æfi golf allt árið. Uppáhaldssjónvarpsefni: Prison break og Dexter eru góðir þættir. Af hverju tókuð þið þátt fyrir hönd Einsa Kalda: Nökkvi Snær vinnur hjá Einsa Kalda og fengum því að taka þátt fyrir þá. Hefur þú áður tekið þátt í þessu móti: Nei, þetta var fyrsta skipti. Var samkeppnin hörð: Já, í svona móti geta allir unnið, það var keppt með punktafyrirkomulagi sem gefur öllum sama sénsinn til að vinna. Hvert var skor þitt í mótinu: Ég spilaði á 65 höggum eða 5 höggum undir pari vallarins.  

Þjónusta við börn eru fjárfesting til framtíðar

Þjónusta við börn eru fjárfesting til framtíðar. Vestmannaeyjabær hefur á seinustu árum lagt þunga áherslu á að bæta þjónustu við börn og barnafjölskyldur eftir því sem við verður komið. Þannig er núna þjónusta dagforeldra niðurgreidd frá 9 mánaða aldri auk þess sem í boði eru heimagreiðslur til foreldra sem nýta sér ekki þjónustu dagforeldra. En þetta kemur fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.     Fyrsta skólastigið Leikskólar eru fyrsta skólastigið og mikilvægt að því sé sinnt af kostgæfni. Inntaka í leikskóla sveitarfélagsins hefur í gegnum árin verið að vori og fram á haustið. Markmið sveitarfélagsins er að öll börn sem orðin eru 18 mánuða gömul 1. september ár hvert komist í leikskólapláss. Þetta markmið hefur náðst til dagsins í dag og jafnvel hefur tekist að bjóða þeim börnum sem verða 18 mánaða pláss fram yfir áramótin ef laus pláss eru til staðar.     Staðan í leikskólum Í dag eru 87 börn í Kirkjugerði og 94 börn á Sóla. Að auki eru 39 börn í Víkinni. Samtals eru því 220 börn í leikskólum sveitarfélagsins. Ekkert barn 18 mánaða eða eldra er á biðlista eftir leikskólaplássi í dag en í janúarlok verða þau orðin fimm og þrjú bætast við í febrúar, samtals 8 börn í febrúarlok.     Inntökutímabilum fjölgað Kröfur og væntingar foreldra til daggæslu eru í sífeldri þróun og mikilvægt fyrir Vestmannaeyjabæ að vera ætíð vakandi hvað það varðar. Meðal annars á þeim forsendum hefur Vestmannaeyjabær nú til skoðunar að fjölga inntökutímabilum barna til að freista þess að sem minnst frávik séu frá því að 18 mánaða börn komist inn á leikskóla.     Dagforeldrar og frekari inntaka á leikskóla Í Vestmannaeyjum eru þrír dagforeldrar með alls 15 börn. Ein umsókn liggur fyrir um að gerast dagforeldri og getur viðkomandi tekið til sín fjögur börn til að byrja með. Leikskólinn Kirkjugerði er þegar orðin fullnýttur en stefnt er að því að taka inn eins mörg börn á Sóla í janúar og mögulegt er. Til að mæta umfram þörf fyrir daggæslu verður dagforeldraúrræði á vegum Vestmannaeyjabæjar einnig opnað á Strönd þegar önnur dagforeldraúrræði eru fullnýtt.     Byggt við Kirkjugerði Vestmannaeyjabær hefur fyrir nokkru hafið undirbúning að framkvæmdum við stækkun Kirkjugerðis um eina deild á næstu vikum og eiga þær framkvæmdir að vera lokið í vor. Með tilkomu nýrrar deildar verður auðveldara að taka börn inn í leikskóla oftar yfir árið en nú er og fækka þar með frávikum frá 18 mánaða viðmiðinu. Með því verður biðtími foreldra eftir leikskólaplássi enn styttur frá því sem nú er.     Leikskólagjöld lækkuð Að lokum ber þess að geta að vegna verðtryggingar gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar hafa gjaldskrár leikskóla hækkað umfram stefnu sveitarfélagsins. Í samræmi við fordæmi og orð ráðfólks má fastlega búast við að tekin verði ákvörðun um lækkun þessara gjalda á næsta fundi fræðsluráðs.  

Skilja sátt við sumarið og spennandi haust framundan

Hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason sem eiga veitingarstaðinn Gott skilja sátt við sumarið og segja það svipað og í fyrra. Íslenskir ferðamenn eru aðal gestir þeirra á sumrin og þau mæla með að allir ættu að gefa örlítið extra af sér til ferðamanna, það gæti skilað sér margfalt. Þau horfa björtum augum til framtíðar með stórar hugmyndir í kortunum.   Siggi eins og hann er alltaf kallaður sagði að sumarið á Gott hafi gengið mjög vel og hafi verið sambærilegt og frá árinu áður. „Það fór reyndar aðeins seinna af stað, það voru samgönguerfiðleikar í maí sem hefur að sjálfsögðu bein áhrif á okkar fyrirtæki“ sagði Berglind. Nú erum við komin vel inní september og þá væntanlega farið að róast? „Já það er aðeins farið að róast. Ég hef heyrt frá söluaðilum og fleirum í bænum að það sé eins og Vestmannaeyjar loki í september. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna okkur út úr og það á eftir að taka einhvern tíma. Þó svo að allt verði í toppstandi hérna hjá okkur þá er þetta ímyndin sem við höfum. Það vill enginn ferðasöluaðili skipuleggja ferð sem gæti ekki gengið upp útaf samgöngum, þá er bara auðveldara að skipuleggja hana einhvert annað,“ sagði Siggi. „ Það kann kannski að hljóma leiðinlega fyrir Eyjamenn að alltaf sé talað um ferðamennina en okkar staður mundi aldrei ganga ef við hefðum þá ekki, þó við glöð mundum alveg vilja hafa stað bara fyrir heimafólk. En ef við höfum ferðamennina þá er kominn grundvöllur fyrir starfseminni en við leggjum líka mikið uppúr því að gera vel við Eyjamenn, en við lifum á sumrinu yfir veturinn,“ sagði Berglind.   Íslenskir ferðamenn koma til Vestmannaeyja til að borða góðan mat Hjónin segja að íslenskir ferðamenn séu þeirra stærsti kúnnahópur á sumrin. „Við erum að fá til okkar rosalega mikið af íslenskum ferðamönnum, það má segja að það sé aðal uppistaðan hjá okkur, fólk sem þekkir bækurnar eða merkið Gott, þetta er þá fólk sem er að koma á fótboltamótin, golfmót, þjóðhátíð og Goslok,“ sagði Berglind. „En það er líka eitt og alveg ótrúlegt að segja það, en það er líka fólk sem kemur bara til Vestmannaeyja til þess að koma að borða, nýtir að sjálfsögðu ferðina í fleiri hluti, en er fyrst og fremst að koma til að fá góðan mat. Þetta er nýr vinkill á þessu, við erum komin með marga góða matsölustaði hérna og fólk er að koma eingöngu til að borða, sem er mjög jákvætt. Ég sagði það áður en við opnuðum Gott fyrir fjórum árum, því fleiri góðir staðir sem opna hérna, því fleira fólk kemur hingað, en það þarf að passa að allir hafi sína sérstöðu,“ sagði Siggi. „Ástæðan fyrir því að Gott varð til var vegna þess að svona matsölustaður var ekki til staðar hérna. Gott er mjög ólíkt því sem var þegar til staðar, þó reynsla Sigga sé aðalega við fína veitingastaði en það var ekki það sem vantaði, “ sagði Berglind.   Sjónarmið Gott laðar að fólk Aðspurður segir Siggi að það sé mjög misjafnt hvort gestir Gott hafi kynnt sér staðinn áður en það kemur í mat eða komið óvænt inn. „Heimamenn eru dugleg að benda á okkur, sérstaklega ef fólki langar í fisk eða heilnæman disk sem við erum mjög þakklát fyrir,“ sögðu hjónin. Margir ferðamenn afla sér upplýsinga á tripadvisor og svo fellur Gott líka að lífstíl margra ferðamanna. „Margir ferðamenn sem koma til Ísland eru náttúruunendur, þeir eru oft umhverfissinnaðir og vilja velja holla fæðu og þar stendur Gott, við föllum í þá línu,“ sagði Berglind. Það má því segja að staðurinn hafi tvo mjög ólíka markhópa, umhverfissinnuðu ferðamennina sem vilja borða heilnæman disk og fisk, svo litla sjávarþorpið sem vill ekkert endi­- lega fisk því það er alið upp á fisk.   Af hverju markaðsetjum við ekki Stórhöfða sem vindsamasta stað á Íslandi Spjallið berst að ferðamannastraumnum til Vestmannaeyja sem er nær eingöngu yfir sumarið, er það eitthvað sem mætti jafnvel bæta? „Vestmannaeyingar eiga að leggjast á eitt og taka virkilega vel á móti fólki sem kemur hingað, ekki að við séum ekki að gera það, en hafa það sem sérstöðu hérna hvað allt er persóunlegt, maður þekkir það sjálfur ef maður er ferðamaður, ef einhver gefur sig á tal við mann, aðstoðar mann eða sýnir á annaðborð áhuga, maður verður strax miklu sáttari. Það á að vera auðveldur leikur í svona litlu samfélagi að setja svona frekar auðveld markmið um hvernig við viljum taka á móti fólki hérna.“ Siggi reddaði einni ferð hjá spánskri fjölskyldu í sumar sem vildi ólm sjá lunda. „Ég gaf mig á tal við spænska fjölskyldu sem kom til okkar að borða, veðrið var ekkert sérstakt og ég ákvað aðeins að heyra hver plönin þeirra væru. Pabbinn í hópum var frekar niðurlútur því hann hafði lofað þeim að þau mundu sjá lunda, en engan lunda var að sjá. Ég ákvað að segja þeim að staldra aðeins við og fer og athuga þetta, hleyp út í bíl, skil veitingastaðinn eftir, keyri út í Stórhöfða og þar er fullt af lunda. Ég kem til baka, læt þau vita að ég sé búinn að redda þessu, segi þeim að klára að borða og keyri þau svo uppá Stórhöfða og þau sjá lunda. Þar með var ég búinn að redda ferðinni og þau voru yfir sig glöð, “ sagði Siggi. Hjónin voru sammála um að þeim finnst að stór hluti erlendra ferðamanna sem hingað koma séu hérna til að sjá lunda og finnst þeim að við ættum því að nýta okkur pysjuveiðar betur og mögulega lengja aðeins ferðasumarið með því. Berglind sagði að við þurfum að passa okkar eigin fordóma „eins og gagnvart rokinu, fyrir marga er þetta algjör upplifun. Af hverju markaðsetjum við ekki Stórhöfða sem vindsamasta stað á Íslandi eða jafnvel heims. Það höfðu ekki margir trú á því að það væri hægt að ,,selja“ norðurljósin áður en það var gert. Það snýst allt um upplifun og hún getur verið á svo margan máta. Eitthvað sem okkur finnst sjálfsagt og jafnvel ómerkilegt og pirrandi getur öðrum þótt áhugavert,“ segir Berglind.   Ef bæjarfélagið tekur sig saman sem ein heild, þá virkar þetta. Núna eru svona stopover ferðir mjög vinsælar, ferðamenn koma hingað í þrjá daga og gera eitthvað ákveðið og þarna sé ég tækifæri fyrir Vestmannaeyjar sagði Siggi. „Ég sá það þegar ég var alltaf að elda fyrir kvikmyndir á sínum tíma. Í þessum ferðum er verið að keyra á Vík til að sjá alvöru fjöru, á annan stað til að sjá hraun o.s.fv., ferðamenn í þessum ferðum eru þar með ekki að skila sér út á landsbyggðina en í Vestmannaeyjum höfum við allan pakkann á einum punkt, nema kannske foss. Okkur vantar bara sterkari markaðssetningu um allt það sem er í boði í Vestmannaeyjum,“ sagði Siggi. Hjónin voru einnig sammála um að allir eigi að vinna saman, bærinn, fyrirtæki og einstaklingar sem ein heild. Ef bæjarfélagið tekur sig saman sem ein heild, þá virkar þetta.   Stærra og betra Gott Aðspurð um þær sögusagnir að þau ætli að ráðast í stækkun á húsnæðinu var svarið já. „ Það er planið, okkur vantar stærra eldhús. Með svona lítið eldhús eigum við erfitt með að stækka matseðilinn og það takmarkar líka hvað við getum gert,“ sagði Siggi. „Einnig finnst okkur leiðinlegt að vísa frá öllum þeim hópum sem koma hingað og langar að koma til okkar, það væri gaman að geta tekið á móti þeim, “ bætti Berglind við.   Besta vín Ítalíu á Gott En hvað er framundan með haustinu? „Við ætlum að hrista vel uppí matseðlinum og vera reglulega með þemavikur, þ.e. ítalska viku, helgar-sushi og eitthvað í þeim dúr, hreinlega bara hafa gaman,“ sagði Siggi. Hjónin eru búin að fara nokkrum sinnum til Toscana á Ítalíu og þar kynntust þau vínbónda sem gerir lífræn vín. Hann notar aldagamlar aðferðir án þess að nota öll þessi aukaefni, skordýraeitur o.s.fvr. af mikilli átríðu. Enda fékk hann verðlaun frá forsetanum og vínið hans var kosið besta vín Ítalíu. Vínið er uppselt hjá honum en við náðum að tryggja okkur smá lager og vínið verður á matseðli í haust.   Gott opnar mögulega í Reykjavík Það má segja að það sé ekki lognmolla í kringum hjónin, framtakssemin er mögnuð. En mögulega stendur til að opna Gott í Reykjavík. „ Það eru ansi margir sem vilja sjá Gott í Reykjavík og er það hugmynd sem við erum að skoða,“ segir Siggi. Að lokum, eitthvað sem stóð uppúr í sumar? „Þjóðhátíðin, það var allt full, við hefðum getað verið með helmingi fleiri borð og stemningin var frábær.“    
>> Eldri fréttir

Mannlíf >>

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Héldu kyrru fyrir á meðan fellibylurinn reið yfir

Eyjakonan Ingibjörg Guðmundsdóttir hefur verið búsett í Flórída síðan árið 2011 en þar er hún ásamt manni sínum Karli Ólafi Finnbogasyni og þriggja ára dóttur, Kamillu Björgu Karlsdóttur. Úti í Flórída starfar Ingibjörg sem kerfisfræðingur, ásamt því að vera í meistaranámi í viðskiptastjórnun, en Karl Ólafur starfar sem internet markaðsfræðingur. Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum lifandi manni að undanfarnar vikur hafa fellibyljir riðið yfir Karíbahaf og inn á meginland Bandaríkjanna með tilheyrandi eyðileggingu og manntjóni en á fjórða tug manns hafa látið lífið sökum þess. Blaðamaður hafði samband við Ingibjörgu í síðustu viku og ræddi við hana um hamfarirnar.   „Við búum núna í bæ á austurströnd Flórída sem heitir Melbourne, en hann er í ca. klukkustundar akstur austur af Orlando,“ segir Ingibjörg aðspurð út í nákvæma staðsetningu en þess má geta að 13 milljónir manna í Flórída misstu rafmagn á meðan á hamförunum stóð og þar á meðal 85% fólks í sýslunni sem fjölskyldan býr í. Hvenær áttuðuð þið ykkur á því sem í vændum var? „Ca. 10 dögum áður en Irma kom á land byrjuðum við að sjá mikið um þetta í sjónvarpinu og fólk mikið að tala um þetta. Mánudaginn 4. september var svo frídagur hér, svo að margir nýttu tækifærið og fóru að gera allt tilbúið. Ég held að þá hafi maður áttað sig á að þetta væri örugglega á leiðinni hingað, s.s viku áður en Irma skall á,“ segir Ingibjörg.   Höfðu upplifað fellibyl áður Fyrstu viðbrögð þeirra var að halda ró sinni enda margt sem getur breyst þegar veðurspár eru annars vegar. „Við vorum frekar róleg í byrjun því svona veðurspár geta breyst svo hratt. Við ákváðum samt að byrja að græja allt snemma til að vera örugg. Við vorum líka aðeins rólegri í ár því að á síðasta ári var búist við að fellibylurinn Matthew myndi ganga á land með þvílíkum styrk hér í bænum okkar. Hann breytti um stefnu á síðustu stundu svo það urðu sem betur fer ekki miklar skemmdir hér. Matthew var fyrsti fellibylurinn okkar, svo við vorum frekar stressuð þá. Við vorum líka nýbúin að kaupa hús svo við vissum eiginlega ekkert hvernig það myndi standa svona óveður. Með Irmu vissum við betur hvernig við áttum að undirbúa okkur og treystum húsinu okkar betur.“   Betra að halda kyrru fyrir en að vera föst í bíl Um sex milljónum manna var skipað að yfirgefa heimili sín á meðan versta veðrið gekk yfir en þrátt fyrir það segir Ingibjörg þau aldrei hafa óttast um líf sitt. „Við ákváðum að vera heima. Við vorum búin að bóka nokkur hótel til öryggis, ef allt færi á versta veg, en ca. tveimur til þremur dögum áður en Irma gekk á land breytti hún aðeins um stefnu og fór meira yfir vesturströndina en austurströndina eins og búist var við í fyrstu. Bærinn okkar var því eiginlega öruggasti staðurinn til að vera á í Flórída. Það var líka ótrúlega erfitt að komast út úr Flórída út af umferð og bensínskorti. Við tókum þess vegna ákvörðum um að það væri betra að vera heima í húsinu okkar, heldur en föst í bílnum á einhverri hraðbraut.“ Þegar ákvörðun hafði verið tekin um að halda kyrru fyrir var næst á dagskrá að undirbúa sig fyrir átökin. „Fólk kaupir mat og drykk sem á að geta dugað í þrjá daga án rafmagns. Vinsælast er að kaupa mikið brauð, bollasúpur, snakk, hnetusmjör, og ótrúlegt magn af vatni. Við fylltum bæði baðkörin okkar af vatni, svo hægt væri að sturta niður og þvo sér ef vatnið færi, sem gerðist. Við tókum allt inn sem var úti í garði, garðhúsgögn, trampólín o.fl., og settum stálplötur (e. hurricane shutters) fyrir alla gluggana á húsinu okkar,“ segir Ingibjörg sem greinilega var ekki að gera þetta í fyrsta skiptið.   Eiga góða að úti í Flórída Hvernig var upplifunin að ganga í gegnum svona hamfarir? „Auðvitað var þetta mjög stressandi, en ég held að við höfum tekið allar réttu ákvarðanirnar. Við erum líka með ótrúlega gott tengslanet hér, góða vini og nágranna sem grípa inn í þegar manni vantar hjálp. Margir þeirra sem við þekkjum hér hafa gengið í gegnum svona oft áður, svo þeir gátu gefið okkur góð ráð,“ segir Ingibjörg. Til allrar hamingju slapp fjölskyldan við tjón af einhverju tagi, að ótöldum trjám í garðinum sem féllu í valinn á meðan Irma gekk yfir. „Sem betur fer sluppum við, en það voru einungis nokkur tré sem féllu í garðinum okkar. Við vorum líka ótrúlega heppin og misstum bara rafmagn, vatn, og símasamband í tíu tíma. Enn í dag megum við samt sem áður ekki drekka eða elda uppúr kranavatninu í bænum okkar því að vatnsleiðslan fór í sundur einhvers staðar og það er enn þá verið að laga hana. Einnig hefur bærinn sent út tilkynningu um að maður eigi að nota eins lítið vatn og hægt er á meðan, t.d alveg stranglega bannað að vökva grasið, setja í uppvöskunarvél, eða þvo bílinn,“ segir Ingibjörg.   Rafmagn og vatn enn af skornum skammti Hvernig er ástandið í ykkar nærumhverfi? „Það er svolítið um skemmdir á húsum, aðallega þar sem stór tré hafa fallið á þök. Á nokkrum stöðum skolaði veginum í burtu og flest öll skilti af búðum og veitingastöðum í bænum eru fokin. Það var svoldið um flóð á mörgum stöðum en það er mest allt farið núna. Mjög margir af samstarfsfélögum okkar eru enn án vatns og rafmagns, svo margir nýta sér það að geta farið í sturtu á skrifstofunum okkar. Ekkert rafmagn þýðir líka engin loftkæling í yfir 30 stiga hita. Flest umferðarljós í bænum eru enn biluð og svo er lítið til af bensíni og búðir nánast tómar. Skólar og fyrirtæki hafa einnig verið lokuð alla vikuna vegna rafmagnsleysis,“ segir Ingibjörg að endingu.  

Eldheimar standa vel

Kristín Jóhannsdóttir hjá Eldheimum skilur sátt við sumarið. Hún segir þó að lausa traffíkin hafi verið heldur minni en í fyrra. „Við höfum fundið fyrir því að laustraffík er minni heldur en í fyrra en hópabókanir og önnur fyrirfram sala í gegnum innlendar og erlendar ferðaskrifstofur er svipuð og á síðasta ári. Við höfum reyndar ekki endanlegar tölur, en þegar á heildina er litið þá er búið að ganga vel.“ Aðspurð um samkeppnina við safnið á Hvolsvelli segir Kristín ekki líta á Lava safnið sem samkeppni: „Ég get ekki séð að Lava center hafi nokkur áhrif á rekstur Eldheima,“ sagði Kristín.   Starfsemi safnsins stendur og fellur með samgöngunum Haustinu fylgir öllum aðilum ferðaþjónustu óvissu og þar eru Eldheimar enginn undantekning „það fylgir mikil óvissa haustinu og vetrinum. Við erum með mikið af bókunin langt fram í nóvember, en ef veðrið verður eins og í fyrra þá missum við allar þessar bókanir. Starfsemi safnsins rétt eins og önnur ferðaþjónusta í Eyjum stendur og fellur með samgöngunum, þegar Landeyjahöfn er lokuð er starfsemin sem gefur að skilja í lágmarki.“ Aðspurð um ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum í heild sinni telur Kristín að hún sé á góðu róli,: „Eldheimar eru það allavega, en sem áður segir, við erum mjög vel stödd með það sem við fáum ráðið við. Samgönguerfiðleikarnir á veturna setja Eldheimum og allri annarri ferðaþjóustu í Eyjum strik í reikninginn. Ég er bjartsýn á að nýja ferjan eigi eftir að breyta miklu til hins betra.“  

Elliði: Við verðum að taka þennan rekstur yfir

Sem sagt, núna er staðan þessi eftir því sem ég kemst næst sagði Elliði Vignisson á heimasíðu sinni í gær:   Herjólfur er í slipp í Hafnafirði. Búið er að taka upp gírinn. Því miður er varahluturinn hinsvegar ekki á leið til landsins. Næsta skref er því að loka gírnum og sigla Herjólfi aftur til Eyja, jafn biluðum og hann var. Til landsins kom skip sem heitir „Röst“. Ágætis skip, nánast eins og Herjólfur. Eini munurinn hvað haffæri varðar er hlið sem sett var í Herjólf fyrir nokkrum árum en er ekki í Röstinni. Þess vegna má hún ekki sigla í Þorlákshöfn.   Á næstu dögum spáir skítabrælu. Ölduhæð slær yfir 4 metra og vindur í 24m pr. sek. Sem betur fer telja skipstjórnarmenn Röstina heppilegri til siglinga í Landeyjahöfn en Herjólf. Að hún ráði við hærri öldu. Til að mynda hefur hún nú þegar siglt í Landeyjahöfn í 2,7m öldu án nokkurra vandkvæða. Vonir standa til að hún ráði við talsvert hærri öldu, rétt eins og Baldur gerði. Sá böggull fylgir þó skammrifi að eftir því sem ég kemst næst þá miðar norska útgerðin við 20m vindhraða. Það er því vesen framundan.   Upplýsingaflæðið í kringum þetta er svo sér kapítuli. Engu líkara en að Vestmannaeyjabæ -sem þó er fulltrúi heimamanna- komi þetta ekki við. Enn hefur til dæmis ekki komið formleg tilkynning um að Herjólfur þurfi í slipp, né heldur að hann sé í slipp, hvað þá að okkur sé tilkynnt formlega að viðgerðin gangi ekki eftir. Við lásum um það á Facebook.   Niðurstaðan er því þessi: Herjólfur var bilaður og verður það áfram. Búið verður að taka hann úr drift í næstum tvær vikur þegar hann kemur jafn bilaður til baka. Beinn útlagður kostnaður ríkisins hleypur á tugum milljóna og kostnaður samfélgsins ómældur. Hver ber ábyrgðina? Það veit ekki nokkur maður.   Ég held að höfundar áramótaskaupsins hafi notað orðin „Helvítis fokking fokk“ yfir þær tilfinningar sem með mér bærast. Ætli eina leiðin sé ekki að bíða eftir að það opni á Brothers Brewery, fá sér einn Gölla og blóta. Bíða síðan eftir því að við tökum þennan rekstur yfir. Þetta gengur ekki svona.  

Greinar >>

Elliði: Við verðum að taka þennan rekstur yfir

Sem sagt, núna er staðan þessi eftir því sem ég kemst næst sagði Elliði Vignisson á heimasíðu sinni í gær:   Herjólfur er í slipp í Hafnafirði. Búið er að taka upp gírinn. Því miður er varahluturinn hinsvegar ekki á leið til landsins. Næsta skref er því að loka gírnum og sigla Herjólfi aftur til Eyja, jafn biluðum og hann var. Til landsins kom skip sem heitir „Röst“. Ágætis skip, nánast eins og Herjólfur. Eini munurinn hvað haffæri varðar er hlið sem sett var í Herjólf fyrir nokkrum árum en er ekki í Röstinni. Þess vegna má hún ekki sigla í Þorlákshöfn.   Á næstu dögum spáir skítabrælu. Ölduhæð slær yfir 4 metra og vindur í 24m pr. sek. Sem betur fer telja skipstjórnarmenn Röstina heppilegri til siglinga í Landeyjahöfn en Herjólf. Að hún ráði við hærri öldu. Til að mynda hefur hún nú þegar siglt í Landeyjahöfn í 2,7m öldu án nokkurra vandkvæða. Vonir standa til að hún ráði við talsvert hærri öldu, rétt eins og Baldur gerði. Sá böggull fylgir þó skammrifi að eftir því sem ég kemst næst þá miðar norska útgerðin við 20m vindhraða. Það er því vesen framundan.   Upplýsingaflæðið í kringum þetta er svo sér kapítuli. Engu líkara en að Vestmannaeyjabæ -sem þó er fulltrúi heimamanna- komi þetta ekki við. Enn hefur til dæmis ekki komið formleg tilkynning um að Herjólfur þurfi í slipp, né heldur að hann sé í slipp, hvað þá að okkur sé tilkynnt formlega að viðgerðin gangi ekki eftir. Við lásum um það á Facebook.   Niðurstaðan er því þessi: Herjólfur var bilaður og verður það áfram. Búið verður að taka hann úr drift í næstum tvær vikur þegar hann kemur jafn bilaður til baka. Beinn útlagður kostnaður ríkisins hleypur á tugum milljóna og kostnaður samfélgsins ómældur. Hver ber ábyrgðina? Það veit ekki nokkur maður.   Ég held að höfundar áramótaskaupsins hafi notað orðin „Helvítis fokking fokk“ yfir þær tilfinningar sem með mér bærast. Ætli eina leiðin sé ekki að bíða eftir að það opni á Brothers Brewery, fá sér einn Gölla og blóta. Bíða síðan eftir því að við tökum þennan rekstur yfir. Þetta gengur ekki svona.