Með nýjungar sem Vestmannaeyingar taka vonandi vel

„Frá því ég man eftir mér hef ég haft áhuga á húsum og heimilum og öllu því sem þeim viðkemur. Eftir veikindi mannsins míns ákvað ég því að drífa mig í nám til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala árið 2015 til að auka við möguleika mína á vinnumarkaðinum, en ég er menntuð sem grunnskólakennari, framhaldsskólakennari og er núna í meistaranámi við Háskóla Íslands,“ segir Arndís Kjartansdóttir sem á föstudaginn opnaði formlega fasteignasöluna Eldey við Goðahraun. Þar hafa hún og maður hennar, Ómar Steinsson, rekið bílaumboð fyrir BL og veislusal en nú eru þau að víkka út starfsemina. „Námið var mjög erfitt, þar sem ég hafði ekki grunn í lögfræði, en það gengur mikið út á hana. Þannig að eftir stíft tveggja ára nám útskrifaðist ég með fyrstu einkunn og opnaði fyrirtæki okkar hjóna þann 3. nóvember síðastliðinn í Eldey, Goðahrauni 1. Mitt markmið er að bjóða Eyja- mönnum sem og öðrum vandaða og persónulega þjónustu og virkilega halda vel utan um það ferli, að selja eða kaupa eign, þar sem þetta eru almennt stærstu fjárfestingar sem fólk fer í á lífsleiðinni.“ Arndís segir að stefnan sé að koma inná fasteignamarkaðinn í Eyjum með nokkrar nýjungar og vonar hún að Vestmannaeyingar taki henni vel. „Sem dæmi má nefna að ég ætla að sýna allar eignir sjálf, þá býð ég uppá sérstakan ljósmyndara og aðstoða fólk við að undirbúa eignina þeirra fyrir ljósmyndun, ef áhugi er fyrir hendi. Einnig stefni ég að því að vera virk í því að koma eignum á framfæri á netinu og nota samfélagsmiðla í meira mæli en sést hefur hingað til. Einnig verð ég með opið í hádeginu fyrir þá sem eiga erfitt með að komast frá vegna vinnu og er stefnan að hafa opið frá kl.10.00 til 13.00 til að byrja með. Skrifstofan verður samt sem áður opin frá kl. 10.00 til 16.00 alla virka daga og verður Ómar alltaf til staðar eftir hádegið og getur komið skilaboðum til mín. Svo er nú minnsta mál í heimi að bjalla bara í farsímann minn eða senda mér skilaboð á facebook nú eða tölvupóst.“ Arndís er í samstarfi við Allt fasteignir og Sólareignir, sem er í eigu þeirra feðga Þorbjörns Pálssonar og Páls Þorbjörnssonar, en þessar tvær fasteignasölur eru með mikið og stórt net af fasteignum, bæði um allt Suðurlandið sem og á Spáni. „Þannig að markaðssvæðið er stórt og er það til hagsbóta fyrir Eyjamenn, sem vilja kaupa eða selja eign. Vonandi dregur þetta líka enn fleira fólk til Eyja sem vill setjast að hér. Einnig get ég aðstoðað þá sem vilja skoða þann möguleika að kaupa sér sumarhús á Spáni. Endilega verið óhrædd við að kíkja við, alltaf heitt á könnunni og ég lofa því að taka vel á móti ykkur,“ segir Arndís, löggiltur fasteignasali að lokum.  

Elliði Vignisson: Það þarf kjark til að breyta

Nafn Gísla J. Johnsen er samtvinnað sögu Vestmannaeyja. Hann var hér fæddur 10. mars 1881. Með verslun sinni og útgerðarrekstri átti hann stóran þátt í að bæla niður þá einokun sem hafi legið sem mara á Eyjamönnum í mannsaldir. Það var þó bara byrjunin á ævintýranlegri uppbyggingu Gísla. Eins og allir sem þora að gára vatnið var Gísli umdeildur og oft reyndist honum erfitt að glíma við neikvæðni samfélagsins og óttann við breytingar. Árið 1899, þegar Gísli var einungis 18 ára hóf hann verslunarrekstur í grimmri samkeppni við einokunarverslun Brydes. Vegna ungs aldurs fór verslunin þó ekki yfir á hans nafn fyrr en árið 1902. Árið 1904 keypti verslun hans eða „firmað“ eins og það var þá kallað fyrsta mótorbátinn sem kom til Suðurlands. Þar með varð til grunnurinn að Vestmannaeyjum eins og við þekkjum þær í dag. Á fyrsta áratug aldarinnar fjölgaði íbúum í Eyjum úr 607 í 1492 eða um 885 manns. Á þessum árum var lögð sú undirstaða sem skapaði frumkvæði og forystu Vestmannaeyinga í útgerð og sjávarútvegi æ síðan. Gísli lét sig fleira varða en eingöngu verslun og viðskipti og var hann til að mynda einn af hvatamönnum þess að byggður var viti á Stórhöfða og framkvæmdi það verk fyrir landsstjórnina.   Árið 1907 stofnaði firmað vélaverkstaði hér í Eyjum og hóf meðal annars innflutning á frystivélum og ári síðar reisti það stórt frystihús sem einnig var hið fyrsta í sinni röð hér á landi. 1911 stofnaði hann talsímafélag í Eyjum og kom á símasambandi við land og stuttu seinna var, undir hans stjórn, hafist handa við byggingar á [gamla] spítalanum sem síðar varð ráðhús . Árið 1913 reisti firma Gísla fyrstu fiskimjölsversmiðju hér á landi. Því var svo fylgt eftir með lýsisbræðslu. 1920 byggði firmað fyrstu olíugeyma hér á landi sem varð til þess að vélvæðing landsins gekk hraðar fyrir sig og olíuverð lækkaði til muna. Afrekin eru mörg fleiri og nánast óhætt að fullyrða að saga Vestmannaeyja og jafnvel landsins alls hefði orðið önnur ef hans framsýni og hugrekkis hefði ekki notið við.   Fyrir fólk sem lifir í ólgu samtímans og finnst allar hugmyndir um breytingar og nýjungar mæta andbyr er ágætt að lesa vandlega þessi orð úr þjóðhátíðarblaði Vísis frá 17. Júní 1944: „En Gísli hefir oft og tíðum átt við ramman reip að draga, þegar hann vildi koma einhverjum nýjungum á framfæri. Almenningur allra tíma er þannig gerður, að hann veigrar sér við að stíga út af braut vanans og hræðist erfiðleika brautryðjendastarfsins og vill helzt alltaf standa á sama sjónarhól og hjakka í sama hjólfarinu frá ári til árs og öld til aldar. Það hvílir því á herðum frumkvöðlanna að koma nýjungunum i framkvæmd, en launin eru annað hvort þakkir almennings eða vanvirða sem oftar er“ Það verður alltaf til úrtölufólk. Verum samt óhrædd við breytingar og stígum af braut vanans. Í framtíðinni felast tækifæri ef við þorum að nýta þau.  

Hver er framtíðarsýn Suðurlands sem ferðaþjónustusvæði?

Hvar viljum við vera eftir þrjú ár? Hvaða hlutverk viljum við að ferðaþjónustan spili á áfangastað?   Frá því á vormánuðum hefur verið unnið að gerð áfangastaðaáætlunar DMP fyrir Suðurland og hefur sú vinna farið vel af stað. Skipað var í vinnuhópa í sumar og fyrstu tveimur vinnufundum svæða á Suðurlandi lokið. Valið var inn í vinnuhópana út frá hagaðilagreiningu, sem búið var að vinna í undirbúningsfasa verkefnisins, þar sem markmiðið var að fá raddir stærstu hagaðila að borðinu. Einnig var íbúum og hagaðilum á hverju svæði fyrir sig gefinn kostur á að bjóða sig fram í vinnuna þegar auglýst var eftir fulltrúum svæða í héraðsblöðunum í byrjun sumars.   Svæðaskipting á Suðurlandi er í samræmi við skiptingu sem kom fram í Markaðsgreiningu Suðurlands:   Vestursvæði: Ölfus, Hveragerðisbær, Sveitafélagið Árborg, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógarbyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur og Rangárþing ytra.   Miðsvæði: Rangárþing eystra, Vestmannaeyjabær, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.   Austursvæði: Sveitarfélagið Hornafjörður.   Hvað er áfangastaðaáætlun DMP?   Áfangastaðaáætlun DMP (Destination Management Plan) er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samþættingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið:   ✓ þarfir gesta og heimamanna   ✓ þarfir fyrirtækja og umhverfis   Af hverju DMP? Með gerð áfangastaðaáætlunar DMP fyrir Suðurland verður til heildræn stefna sem lýtur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein, sveitarfélögum, íbúum, umhverfi og samfélaginu í heild sinni.   Fyrstu vinnufundir voru haldnir á Höfn, í Vestmannaeyjum og í Bláskógabyggð í september og var yfirskrift fundanna Hver er staðan? Þar var dregið fram hvað fólk er ánægt með á svæðinu annarsvegar og hvað má bæta á svæðinu hins vegar. Á fundunum lágu fyrir eftirtaldir umræðurammar sem þátttakendur tóku afstöðu til; opinberir aðilar, innviðir, samfélagið, náttúran, ímynd og gæði og svo samtal og samvinna.   Í október voru vinnufundir haldnir í Suðursveit, Vík og Þorlákshöfn þar sem unnið var með framtíðarsýn svæðanna útfrá sömu umræðurömmum.   Nú í lok nóvember eru þriðju vinnufundirnir haldnir þar sem farið verður í meginmarkmið, starfsmarkmið og grunninn að aðgerðaráætlun fyrir hvert svæði fyrir sig.   Lagt verður upp með að halda opna íbúafundi eftir áramót þar sem staðan á vinnunni verður kynnt og íbúum og öðrum hagaðilum gefið tækifæri á að koma með sitt innlegg eða athugasemdir.   Nánari upplýsingar um verkefnið á Suðurlandi sem og á landsvísu má finna á þessum vefföngum: www.south.is/is/dmp og www.ferdamalastofa.is/dmp   Verkefnastjórar áfangastaðaáætlana DMP á Suðurlandi eru Anna Valgerður Sigurðardóttir, ferðamálafræðingur (anna@south.is) og Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri MPM (laufey@south.is). Starfsstöð þeirra er hjá Markaðsstofu Suðurlands á Selfossi, sem hýsir verkefnið sem er í eigu Ferðamálastofu. Mikil og þétt samvinna er með öllum svæðum og eru tengiliðir á hverju svæði; Suðvestur svæði Ásborg Arnþórsdóttir, Miðsvæði Árný Lára Karvelsdóttir og Suðaustur svæði Árdís Erna Halldórsdóttir.   F.h. áfangastaðaáætlana DMP á Suðurlandi   Anna Valgerður Sigurðardóttir Laufey Guðmundsdóttir    

Trausti Hjaltason: Furðuleg skoðanakönnun

Undanfarið hefur fyrirtækið MMR nú verið að vinna skoðanakönnun hér í Vestmannaeyjum. Um er að ræða sama fyrirtæki og vann könnun tengda samgöngum fyrir eyjar.net og datt meðal annars í hug að spyra hversu sammála bæjarbúar væru því að gerðar yrðu umbætur á Landeyjahöfn áður en ný Vestmannaeyjaferja verður smíðuð? Rétt eins og það væri mögulegt þá þegar. Eins og einn af svarendum þessarar könnunar hefur bent á (sjá hér) þá hefði allt eins verið hægt að spyrja: „“Hversu sammála eða ósammála ertu því að setja alla þróun í samgöngubótum á bið á meðan verið er að kanna hvort mögulegt sé að gera umbætur á Landeyjahöfn, jafnvel þó það þýði óbreytt ástand sjósamgangna næstu áratugi?” Sennilega hefði niðurstaðan þá orðið önnur.   Stríð gegn nýrri ferju   Þessi könnun sem unnin var í byrjun árs 2016 hefur síðan verið nýtt í hinu heilaga stríði gegn nýrri ferju og jafnvel látið að því liggja að við í bæjarstórn höfum ekki viljað breytingar á höfninni. Allir hljóta þó að sjá að bæjarstjórn fer fyrir það fyrsta ekki með samgöngumál heldur ríkið. Þá hefur bæjarstjórn ætíð verið algerlega einbeitt í þá átt að allt sé gert til að bæta ástandið svo fljótt sem verða má. Á það meðal annars bæði við um skip og höfn. Afhverju ætti bæjarstjórn ekki að vilja bæta höfnina?   Villandi spurningar   Í þeirri furðulegu könnun sem nú er verið að vinna kveður enn og aftur við þennan sama tón. Spurningar eru illa orðaðar og villandi. Því miður eru þær því líklegar til að rugla umræðuna enn frekar. Því miður neita þeir sem hringja fyrir MMR að veita upplýsingar um fyrir hvern könnunin er unnin. Þá mun sennilega ekki heldur verða upplýst hver greiði fyrir hana.   Dæmi um illa orðaða og villandi spurningu í núverandi könnun er þessi hér:  „Heldur þú að Landeyjahöfn í óbreyttu ástandi geti þjónað sjósamgöngum um ókomin ár?“. Hvað merkir þetta? Er hér átt við að aldrei verði þörf á að gera breytingar á höfninni? Merkir þetta að ekki þurfi þá þann dælubúnað sem verið er að koma upp? Merkir þetta að ekki þurfi að gera þær breytingar á innri görðum sem nú er unnið að? Merkir þetta að ef ég segi já þá sé ég sáttur við að aldrei verði neitt gert? Eina leiðin til að svara þessu er að segja „Nei“. Þannig myndi ég svara og sennilega allir í bæjarstjórn.   Sveitarfélög almennt fara ekki með samgöngumál   Þá er einnig spurt um hvernig hvernig svaranda þykir Vestmannaeyjabær hafa staðið sig í samgöngumálum. Vægast sagt furðuleg spurning í ljósi þess að Vestmannaeyjabær hefur ekkert umboð í samgöngumálum og enga formlega stöðu. Vestmannaeyjabær rekur ekki Herjólf, ræður engu um Landeyjahöfn og er ekki ætlað neitt formlegt hlutverk í samgöngum frekar en sveitarfélögum almennt í þeim málaflokki. Eins væri hægt að spyrja hvernig Vestmannaeyjabær hafi staðið sig hvað varðar fiskveiðistjórn og veiðigjöld. Eða jafnvel Seðlabankann og utanríksmál. Samgöngur eru einfaldlega ekki málaflokkar sem sveitafélög fara með þótt sannarlega tengist þetta hagsmunum þeirra og bæjarstjórnir álykti reglulega um málið og fjalli um það. Ekkert er hinsvegar spurt um álit á þeim sem raunverulega fer með þennan málaflokk og eini möguleiki svaranda til að koma á framfæri óánægju er með því að svara neikvætt í þessari spurningu.   Samstaða er líklegust til að skila árangri   Það verður því ekki annað séð en að tilgangurinn með þessari könnun sé sá sami og áður. Að rugla umræðuna og reyna að telja bæjarbúum trú um að bæjarstjórn vilji ekki breytingar á höfninni. Að hvetja til illdeilna í málaflokki þar sem samstaða skiptir sköpum. Tilgangurinn er því pólitískur frekar en nokkuð annað. Enn og aftur er því rétt að fram komi að bæjarstjórn hefur á öllum tímum viljað að allt sé gert til að bæta samgöngur. Þar með talið að breyta höfninni. Bæjarstjórn á ekki verkfræðileg svör við hvenig það sé hægt en veit sem er að samstaða hér heimafyrir er það sem líklegast er til þess að árangur náist.   Trausti Hjaltason   Bæjarfulltrúi.  

Byrjar í fæðingunni sjálfri undir Eldfelli

Fríða Ísberg gaf nýverið út ljóðabókina Slitförin. Fyrir hana hlaut hún Nýræktarstyrk Miðstöð íslenskra bókmennta. Hún lauk grunnprófi í heim- speki og meistaraprófi í ritlist við Háskóla Íslands. Hún skrifar bókmenntarýni fyrir breska ritrýninn Times Literary Supplement og hefur einnig fengist við ritstjórn og útgáfu. Móðir hennar er Eyjakonan, Anna Lilja Marshall. „Ég fæddist í Vestmannaeyjum rétt fyrir jól 1992 og var í einhver misseri í Rauðagerði áður en við uttum upp á land og ég fór í skóla í Kópavogi. Amma og a bjuggu hér auðvitað og við komum oft í heimsókn. Síðan utti mamma aftur til Eyja árið 2011 og þá hef ég verið duglegri að koma í heimsókn,“ segir Fríða aðspurð um tengsl sín við Vestmannaeyjar. „Slitförin er skálduð ljóðsaga sem fjallar um að verða einstaklingur á 21. öldinni, þegar einstaklings- hyggjan hefur aldrei vegið jafn- þungt. Okkur eru allir vegir færir, við ólumst upp í velmegun og í öryggi, áherslan er á því sem við viljum gera, ekki því sem við þurfum að gera. Sem er vel, en hefur sína fylgikvilla. Hver kynslóð hefur sínar eigin aukaverkanir. „Hvað vilt þú verða?“ hefur mér alltaf fundist hræðileg spurning. Því fylgir sívaxandi sjálfsmeð- vitund að verða einstaklingur - að verða manneskja - sem er oft þjóðvegur eitt að sjálfsóörygginu. Þegar ég lít til baka líður mér eins og ég ha gengið í kastljósi eigin meðvitundar, alltaf meðvituð um það hvernig ég bar mig, um það hvernig ég labbaði. Í bókinni setti ég mikla áherslu á það að reyna að nna mig inn í hjörðinni en þó að reyna að skera sig úr henni. Og svo er það auðvitað hið klassíska einkenni unglingsins: Að líða eins og enginn skilji mann. Einmana- kennd. Dramatík,“ segir Fríða.   Vensl unglingsins  við foreldrana „Í þessum hugleiðingum fór ég að rannsaka vensl unglingsins við foreldrana - að það væri er tt að fjalla bara um það sem unglingur- inn velur, án þess að fjalla um það sem unglingurinn hafnar: Foreldr- arnir. Mótþróaskeiðið. Unglinginn sem krefst sjálfræðis. Bókin fjallar líka um aðskilnað foreldris og barns og ég ákvað að skipta bókinni í þrjá ka a, í þrjú tímabil. Fyrsti ka inn heitir Skurður og byrjar í fæðingunni sjálfri: Þetta gerist í Vestmanna- eyjum, undir Eldfelli. Svo er annar ka inn sem heitir Slitförin og vísar bæði í þessa ferð, eða för, að slíta sig frá foreldrum, en einnig slitförin sem myndast þegar maður vex of hratt. Í síðasta ka anum, Saumum, nær unglingurinn að sættast við foreldrið í sjálfum sér, þá er ljóðmælandinn orðinn að full- orðinni konu. Síðasta ljóðið í bókinni endar einmitt við Eldfell og heitir ljóðið því nafni.“   Hvað er Fríða að gera núna? „Í augnablikinu búum við maðurinn minn á Seyðisfirði. Ég er að vinna að næstu bók sem verður smásagna- handrit. Svo erum við dugleg við að akka á milli, eltast við ódýrt húsnæði á meðan maður getur. Eftir áramót förum við þrjá mánuði í rithöfundaíbúð í Frakklandi. Síðan kíkjum við kannski til Eyja eftir það, hver veit,“ sagði Fríða Ísfjörð að lokum.            
>> Eldri fréttir

Segja frá reynslu sinni af því að missa barn

Þann 30. nóvember nk. kemur út bókin, Móðir missir máttur sem þær Oddný Þ. Garðarsdóttir, Vera Björk Einarsdóttir og Þóranna M. Sigurbergsdóttir skrifa. Allar hafa þær misst barn og börn og segja frá þessari reynslu sinni í bókinni sem Skálholtsútgáfan gefur út. Þær langar að miðla reynslu sinni til fólks sem hefur upplifað ástvinamissi, ekki síst til ættingja og vina þeirra sem missa börn á voveiflegan hátt. Hlýtur bókin að vera með þeim athyglisverðari sem koma út fyrir jólin. Í bókinni fjalla þær um sameiginlega reynslu af því að hafa misst barn og vonast til að hún geti orðið öðrum til uppörvunar og stuðnings. Árni Garðar Hjaltason, sonur Veru Bjarkar sem er fæddur 4. apríl 1988 lést 28. júlí 1992 í bílslysi í Vestmannaeyjum. Erlingur Geir Yngvason, sonur Oddnýjar sem er fæddur 23. júlí 1994 lést 26. febrúar 2000 úr bráðasýkingu af völdum heilahimnubólgu. Sigurjón Steingrímsson sem er fæddur 18. nóvember 1978 lést 30. maí 1996 í bílslysi á Reykjanesbraut og Ríkharður Örn Steingrímsson sem er fæddur 23. apríl 1976 og varð bráðkvaddur 21. apríl 2016 eru synir Þórönnu. Oddný, Vera Björk og Þóranna fluttu hingað eftir Vestmannaeyjagosið 1973. Settust hér að og eignuðust heimili og börn. „Við höfum allar orðið fyrir því að missa barn skyndilega. Í því mikla sorgarferli sem eftir fylgdi höfum við þurft að glíma við hversdagsleikann og sætta okkur við að lífið heldur áfram. Við máttum ekki gleyma að sinna áfram hlutverki okkar innan fjölskyldunnar, hlúa að hinum börnunum og sinna heimilisstörfum. Það er merkilegt hvernig við stöllur, með okkar sameiginlegu reynslu, höfum verið leiddar saman í lífinu. Við höfum unnið úr reynslunni á svipaðan hátt en samt hver á sinn máta. Við höfum hjálpað hver annarri beint og óbeint. Við kynntumst í Aglow í Vestmanneyjum,“ segja þær í formálanum. Þær höfðu lengi hugsað hvort þær ættu að skrifa um reynsluna af sorginni og hvað varð þeim til hjálpar. „Þetta hófst allt í febrúar 2013 þegar við vorum allar að fara á ráðstefnu Aglow í Reykjavík. Nokkru áður vaknaði Vera Björk um miðja nótt og fannst sem Guð væri að tala til sín. Í draumnum sagði Guð að við þrjár, Vera Björk, Oddný og Þóranna, ættum að skrifa bók saman. Vera Björk nefndi bókarskrif hikandi við Oddnýju og Þórönnu en þær tóku strax vel í hugmyndina. Það var næstum eins og hugmyndin kæmi þeim ekki á óvart. Okkur fannst þetta öllum svo sjálfsagt.“ Um sumarið hófust þær handa við að skrifa sem ekki var átakalaust. „Óhjákvæmilegt var fyrir okkur að rifja upp margar sárar minningar. Það var ótrúlega erfitt að setjast niður og finna fyrir sársaukanum sem minningarnar kölluðu fram. Sársaukinn hjálpaði okkur að tengja höfuð og hjarta. Hann var mikilvægur hluti af ferlinu. Þessi vinna var góð og gagnleg fyrir okkur og fjölskyldur okkar. Ferlið hjálpaði okkur mikið í úrvinnslu þessara sáru minninga. Það hjálpaði okkur við að sleppa takinu á þeim og horfa til framtíðar. Um haustið hefðum við getað látið staðar numið. Við hefðum geta litið á þetta sem úrvinnslu okkar og látið kyrrt liggja, en við höfðum sagt nokkrum frá fyrirætluðum bókarskrifum og fengið mikla hvatningu. Því var ekki um annað að ræða en að halda áfram. Þegar við vorum að leggja lokahönd á skrifin í apríl 2016 gerðist sá voveiflegi atburður að Ríkharður Örn, sonur Þórönnu, varð bráðkvaddur í utanlandsferð með fjölskyldu sinni. Í stað þess að gefast upp ákvað Þóranna að bæta kafla við bókina.“ Og nú er bókin að koma út og verður kynnt í útgáfuhófi í Sagnheimum laugardaginn 2. desember klukkan 16.00 og í Reykjavík laugardaginn 9. desember hjá Skálholtsútgáfu.  

Greinar >>

Elliði Vignisson: Það þarf kjark til að breyta

Nafn Gísla J. Johnsen er samtvinnað sögu Vestmannaeyja. Hann var hér fæddur 10. mars 1881. Með verslun sinni og útgerðarrekstri átti hann stóran þátt í að bæla niður þá einokun sem hafi legið sem mara á Eyjamönnum í mannsaldir. Það var þó bara byrjunin á ævintýranlegri uppbyggingu Gísla. Eins og allir sem þora að gára vatnið var Gísli umdeildur og oft reyndist honum erfitt að glíma við neikvæðni samfélagsins og óttann við breytingar. Árið 1899, þegar Gísli var einungis 18 ára hóf hann verslunarrekstur í grimmri samkeppni við einokunarverslun Brydes. Vegna ungs aldurs fór verslunin þó ekki yfir á hans nafn fyrr en árið 1902. Árið 1904 keypti verslun hans eða „firmað“ eins og það var þá kallað fyrsta mótorbátinn sem kom til Suðurlands. Þar með varð til grunnurinn að Vestmannaeyjum eins og við þekkjum þær í dag. Á fyrsta áratug aldarinnar fjölgaði íbúum í Eyjum úr 607 í 1492 eða um 885 manns. Á þessum árum var lögð sú undirstaða sem skapaði frumkvæði og forystu Vestmannaeyinga í útgerð og sjávarútvegi æ síðan. Gísli lét sig fleira varða en eingöngu verslun og viðskipti og var hann til að mynda einn af hvatamönnum þess að byggður var viti á Stórhöfða og framkvæmdi það verk fyrir landsstjórnina.   Árið 1907 stofnaði firmað vélaverkstaði hér í Eyjum og hóf meðal annars innflutning á frystivélum og ári síðar reisti það stórt frystihús sem einnig var hið fyrsta í sinni röð hér á landi. 1911 stofnaði hann talsímafélag í Eyjum og kom á símasambandi við land og stuttu seinna var, undir hans stjórn, hafist handa við byggingar á [gamla] spítalanum sem síðar varð ráðhús . Árið 1913 reisti firma Gísla fyrstu fiskimjölsversmiðju hér á landi. Því var svo fylgt eftir með lýsisbræðslu. 1920 byggði firmað fyrstu olíugeyma hér á landi sem varð til þess að vélvæðing landsins gekk hraðar fyrir sig og olíuverð lækkaði til muna. Afrekin eru mörg fleiri og nánast óhætt að fullyrða að saga Vestmannaeyja og jafnvel landsins alls hefði orðið önnur ef hans framsýni og hugrekkis hefði ekki notið við.   Fyrir fólk sem lifir í ólgu samtímans og finnst allar hugmyndir um breytingar og nýjungar mæta andbyr er ágætt að lesa vandlega þessi orð úr þjóðhátíðarblaði Vísis frá 17. Júní 1944: „En Gísli hefir oft og tíðum átt við ramman reip að draga, þegar hann vildi koma einhverjum nýjungum á framfæri. Almenningur allra tíma er þannig gerður, að hann veigrar sér við að stíga út af braut vanans og hræðist erfiðleika brautryðjendastarfsins og vill helzt alltaf standa á sama sjónarhól og hjakka í sama hjólfarinu frá ári til árs og öld til aldar. Það hvílir því á herðum frumkvöðlanna að koma nýjungunum i framkvæmd, en launin eru annað hvort þakkir almennings eða vanvirða sem oftar er“ Það verður alltaf til úrtölufólk. Verum samt óhrædd við breytingar og stígum af braut vanans. Í framtíðinni felast tækifæri ef við þorum að nýta þau.