Þannig sigling er alltaf talin vond sigling

Nú liggur ljóst fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum býður fram tvo lista í bæjarstjórnarkosningunum á laugardag. Þar sem flokkurinn gat ekki komið sér saman um einstaklinga í forystuhlutverkið varð niðurstaðan sem sé sú að deildaskipta flokknum í D deild og H deild. Báðar deildirnar láta reyndar eins og ekki sé um sama flokkinn að ræða en með hverjum deginum sem líður verður æ ljósara að deildaskiptur Sjálfstæðisflokkur er það sem okkur Eyjamönnum er boðið upp á að þessu sinni.   H listafólkið er reyndar tregara við að viðurkenna þessa staðreynd en þegar því ágæta fólki er bent á staðreyndir verður fátt um svör. Hér væri of langt mál að leggja fram allar þær staðreyndir sem sýna svart á hvítu að H listinn er deild innan Sjálfstæðisflokksins. Ég læt því nægja þá staðreynd að forystumaður H listans og helstu forystumenn aðrir á listanum eru enn í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og ætla sér að vera þar áfram. Hvernig getur fólk í þeirri stöðu haldið því fram að það sé ekki í neinum tengslum við Sjálfstæðisflokkinn. Þarf frekari vitnanna við?   H listinn getur ekki með neinum haldbærum rökum neitað þessum staðreyndum og siglir því undir fölsku flaggi. Þannig sigling er alltaf talin vond sigling.   Því blasir við að eini raunhæfi möguleikinn á að minnka völd Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum er að veita Eyjalistanum brautargengi í kosningunum á laugardaginn. Sá listi er eini andstæðingur Sjálfstæðisflokksins, bæði D deildar og H deildar.   Þeir sem vilja heiðarleg stjórnmál í samvinnu við alla bæjarbúa kjósa því Eyjalistann. Setjum X við E.   Ragnar Óskarsson  

Þannig sigling er alltaf talin vond sigling

Nú liggur ljóst fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum býður fram tvo lista í bæjarstjórnarkosningunum á laugardag. Þar sem flokkurinn gat ekki komið sér saman um einstaklinga í forystuhlutverkið varð niðurstaðan sem sé sú að deildaskipta flokknum í D deild og H deild. Báðar deildirnar láta reyndar eins og ekki sé um sama flokkinn að ræða en með hverjum deginum sem líður verður æ ljósara að deildaskiptur Sjálfstæðisflokkur er það sem okkur Eyjamönnum er boðið upp á að þessu sinni.   H listafólkið er reyndar tregara við að viðurkenna þessa staðreynd en þegar því ágæta fólki er bent á staðreyndir verður fátt um svör. Hér væri of langt mál að leggja fram allar þær staðreyndir sem sýna svart á hvítu að H listinn er deild innan Sjálfstæðisflokksins. Ég læt því nægja þá staðreynd að forystumaður H listans og helstu forystumenn aðrir á listanum eru enn í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og ætla sér að vera þar áfram. Hvernig getur fólk í þeirri stöðu haldið því fram að það sé ekki í neinum tengslum við Sjálfstæðisflokkinn. Þarf frekari vitnanna við?   H listinn getur ekki með neinum haldbærum rökum neitað þessum staðreyndum og siglir því undir fölsku flaggi. Þannig sigling er alltaf talin vond sigling.   Því blasir við að eini raunhæfi möguleikinn á að minnka völd Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum er að veita Eyjalistanum brautargengi í kosningunum á laugardaginn. Sá listi er eini andstæðingur Sjálfstæðisflokksins, bæði D deildar og H deildar.   Þeir sem vilja heiðarleg stjórnmál í samvinnu við alla bæjarbúa kjósa því Eyjalistann. Setjum X við E.   Ragnar Óskarsson  

Thelma Lind er Eyjamaður vikunnar: Vann gjafabréf í tombólu

Skóladagur GRV var haldinn sl. miðvikudag en þar var í boði fjölbreytt dagskrá fyrir nemendur og aðra gesti. Líkt og fyrri ár var tombólan á sínum stað en meðal vinninga var gjafabréf frá Eyjafréttum en handhafi þess fékk að vera Eyjamaður vikunnar. Hin níu ára gamla Thelma Lind Ágústsdóttir varð þess heiðurs aðnjótandi að vinna gjafabréfið og er hún því Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.   Nafn: Thelma Lind Ágústsdóttir. Fæðingardagur: 8. desember, 2009. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Mamma: Kristjana Sif, pabbi: Ágúst Sævar, systir mín heitir Andrea og stjúpsystir Guðbjörg Sól. Uppáhalds vefsíða: Friv.com og Youtube.com Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Havana og Friends. Aðaláhugamál: Fara í sund. Uppáhalds app: Rider. Hvað óttastu: Skrímsli. Mottó í lífinu: Að koma fram við alla eins og ég vill að aðrir komi fram við mig. Apple eða Android: Apple. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ariana Grande og Sara Larsson.  Hvaða bók lastu síðast: Vera til vandræða er alveg mögnuð. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Agnar Smári og ÍBV. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja hreyfingu: Fimleika og Fótbolta. Uppáhaldssjónvarpsefni: Winx. Var gaman á skóladeginum: Já, mjög gaman. Kom þér á óvart að vinna gjafabréfið: Já mjög. Það að vera Eyjamaður vikunnar er að margra mati mesti heiður sem að manni getur hlotnast í lífinu. Heldur þú að krakkarnir í bekknum verði öfundsjúkir út í þig eða eigi bara eftir að samgleðjast þér: Samgleðjast mér.    

Í aðdraganda kosninga

Nú eru örfáir dagar til kosninga í sveitastjórnum landsins. Landsmenn allir eru eflaust komnir með nóg af upplýsingum og loforðum á öllu milli himins og jarðar. Við hjá Fyrir Heimaey einsettum okkur í byrjun að reyna eftir fremsta megni að fá umræðu um hvað mætti betur fara í okkar samfélagi. Við erum ungt bæjarmálafélag byggt á breiðum grunni fólks sem vill bæta samfélagið. Það hefur fallið í misjafnan jarðveg hjá þeim sem hafa setið við stjórnvölinn undanfarin ár og einnig þeim sem hafa unnið í minnihluta. Það sem við teljum að við höfum allavega náð fram í þessari kosningabaráttu er að færa umræðuna að mestu leyti yfir á málefnalegar nótur. Þó hafa einhverjar undantekningar verið á því og fólk frekar hjólað í persónur, reynt að koma með fýlugreinar og margt annað sem að okkar mati er til að slá ryki í augun á kjósendum. Við viljum opnar umræður um hagsmunamál bæjarbúa, við viljum að fólk fái að hafa skoðanir og sé ekki hrætt við að tjá þær skoðanir án þess að vera sakað um sundrungartal eða óþarfa neikvæðnisathugasemdir. Við sjáum það á stefnuskrám hinna framboðanna að við höfum allavega komið inn með ferska vinda í umræðuna. Það eru meira að segja framboð farin að tala um opnari stjórnsýslu og að framkoma fulltrúa bæjarins á öllum stigum sé framborin af auðmýkt og virðingu en samt formfestu og öruggrar hagsmunagæslu fyrir þessa gersemi sem bæjarfélagið okkar er. Fyrir það erum við stolt, því að við erum ungt afl og teljum okkur hafa margt fram að færa í umræðuna. Við höfum náð að breyta henni á jákvæðan hátt, án þess einu sinni að vera komin með kjörna fulltrúa í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Við göngum full sjálfstrausts og full af bjartsýni inn í þessa síðustu daga kosningabaráttunnar. Við teljum fulla þörf á að fólk þurfi að hafa valkost eins og við erum. Valkost sem fólk virðist samsvara sig við og þessar jákvæðu undirtektir sem við höfum fundið fyrir hjá flestum, gefa okkur svo mikið. Við ætlum að standa undir því nafni og málefnum sem við stöndum fyrir. Það er líka ljúft á þessum degi að fagna nýjasta titlinum hjá ÍBV í handboltanum. Því að við stöndum einmitt fyrir það að styðja og styrkja þetta frábæra félag sem við eigum saman og sameinar okkur öll í þeirri gleði og sigurvilja sem við berum í brjósti okkar. Setjum X við H á kjördag. Fyrir HeimaeyStyrmir Sigurðarson 12.sæti 

Léleg eftiráskýring

Góður vinur minn, gítarbróðir og kórfélagi Leó Snær er með grein í bæjarmiðlunum í dag þar sem hann með rökum reynir að réttlæta ákvörðun Írisar Róbertsdóttur um að sitja ekki sem bæjarfulltrúi verði hún bæjarstóri. Greinin er vel skrifuð en engu að síður rökleysa.   Í grein sinni segir Leó að ekkert sé því til fyrirstöðu að kjörinn fulltrúi víki til hliðar vegna anna í annari vinnu. Vitnar hann í 30.gr sveitarstjórnarlaga þar sem segir ,,Telji sveitarstjórnarmaður sig ekki geta gegnt skyldum í sveitarstjórn án óhæfilegs álags, svo sem vegna veikinda eða annarrar vinnu, getur sveitarstjórn létt af honum störfum eða veitt honum lausn úr sveitarstjórn, að hans ósk, um tiltekinn fyrir fram ákveðinn tíma eða til loka kjörtímabils.‘‘   Er þessi klausa talin sem rök fyrir því að fulltrúi geti horfið frá skyldum sínum sem á um er kveðið í sama lagabálki en þar segir í 22.gr ,, Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.“ Og í 23.gr. ,, Aðal- og varamönnum í sveitarstjórn er skylt að taka kjöri í nefnd, ráð eða stjórn á vegum sveitarfélagsins, sem og til annarra trúnaðarstarfa á vegum sveitarfélagsins.“   Rök H-listans eru því að álagið á Írisi af því að verða bæjarstjóri verði svo mikið að hún -ólíkt bæjarstjórum um allt land- þurfi að hætta sem bæjarfulltrúi. Annaðhvort snýst þetta þá um viðhorfið H-listans til starfsgetu Írisar eða viðhorf þeirra til starfa almennt. Vart er viðhorfið ekki að Íris þoli minna álag en aðrir.   Það má því velta fyrir sér, hvaða störf það eru sem eru svo léttvæg við hlið starfs bæjarstjóra að hægt sé að sitja sem bæjarfulltrúi með fram þeim? Væntanlega mun sá aðili sem sest í stól fulltrúa í stað Írisar gegna mun veigaminna starfi en starfi bæjarstjóra, sem að áliti H-listans skapar óhæfilegt álag á viðkomandi aðila. Þá má einnig velta fyrir sér því álagi sem Elliði hefur mátt þola þessi 12 ár, sem eru þá samkvæmt starfagreiningu H-listans óhæfilegt álag og það í 12 ár.   Það væri þá fróðlegt að fá útlistun frá H-listanum á því hvaða störf séu það léttvæg að þau skapi ekki óhæfilegt álag á bæjarfulltrúa þannig að hægt sé að velja á lista framboða fólk í léttvægari störfum sem geta þá sinnt störfum bæjarfulltrúa.   Fólkið sem situr þá í sætunum fyrir neðan Írisi hlýtur þá, miðað við röksemdarfærsluna, að sinna mun léttvægari störfum en starfi bæjarstjóra að mati starfagreiningardeildar H-listans.   Mér finnst með þessu eru liðsmenn H-listans að gera ansi lítið úr fólki sem sinnir öðrum störfum en starfi bæjarstjóra, sem vissulega er mikilvægt og stórt starf, en þó alls ekki þannig að það skapi óhæfilegt álag umfram önnur störf.   Líklegast er þó hér um að ræða lélega eftiráskýringu frá hendi H-listans sem reynir hér að fara á svig við lýðræðið.   Jarl Sigurgeirsson  

Ómar Garðarsson er matgæðingur vikunnar - Grænmetissúpa súpusnillings

Það getur verið erfitt að vera bestur í einhverju en maður á ekki að láta það þvælast fyrir sér frekar en Zlatan Ibrahimovic sem nú hefur lagt sjálfa Los Angeles að fótum sér. Óumdeildur snillingur í fótbolta eins og ég er súpugerð. Er þó öllu hógværari en Zlatan sem keypti opnu í LA Times til láta vita að viðbrögð borgarbúa við komu hans væru honum þóknanleg. Já, sannur snillingur. Þegar mér bauðst tækifæri á að opinbera snilli mína í súpugerð hér í Eyjafréttum gat ég ekki sagt nei og kem hér með eina í einfaldari kantinum. Mín uppskrift er samkvæmt sérfræðiáliti um 80 prósent Vegan en lítið þarf til að stíga skrefið til fulls.   Súpa af dýrari gerðinni • Hveiti og smjör í bollu. • Vatn eftir þörfum. • Grænmetiskraftur. • Rjómi. • Koníak. • Salt og pipar. • Sveppir eða annað grænmeti. • Laukur, einn eða tveir eftir magni. • Rauð paprika, algjört skilyrði.   Saxið grænmetið smátt og steikið í smjöri. Vegan sérfræðingurinn mælir með Vegan smjöri eða smjörlíki og hafrarjóma, Oatly. Bollan hrærð úti í vatninu og grænmetinu hrært saman við. Látið malla við vægan hita í tvo til þrjá klukkutíma. Salt og pipar og grænmetiskraftur eftir smekk. Rjómanum bætt út í og í lokin smá Koníaki sem fullkomnar verkið. Berist fram með góðu brauði.   Ég skora á Pál Grétarsson, mág minn sem er mikill snillingur í matargerð eins og þeir þekkja sem voru með honum á Huginn VE.  
>> Eldri fréttir

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Horfum til framtíðar með hagsmuni íbúa á Heimaey að leiðarljósi

Ekki ætlaði ég mér að stinga niður penna fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar, og því síður geri ég það nú í pólitískum tilgangi, en ég get vart orða bundist lengur vegna umræðunnar um yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Herjólfs. Mér finnst reyndar mjög leitt að umræðan skuli vera á þann hátt sem að hún er, því að sannarlega hélt ég að Eyjamenn gætu sameinast um þetta mikla hagsmunamál.   Eyjamenn hafa í gegnum tíðina vera framsýnir baráttumenn og komið ýmsu í gegn með samstöðu og einhug og ég held að sá áfangi sem náðist með samningi Vestmannaeyjabæjar við ríkið um rekstur Herjólfs hafi náðst vegna breiðrar samstöðu og samhugs í bæjarstjórn og reyndar samstöðu hjá íbúum á Heimaey, lengst af. Þegar samningur nálgaðist og ég tali nú ekki um þegar að hann var í höfn var síðan eins og einhverskonar innflúensa gripi um sig hjá hópi fólks og farið var að finna þessu allt til foráttu og farið var að halda því fram að ná hefði mátt amk. jafn góðum árangri, ef ekki betri, með því að semja við einhverja aðra en heimamenn um verkið.   Gróa gamla í stuði! Sumir þeirra sem að talað hafa harðast á móti því, undanfarið ár, að heimamenn fái forræðið yfir siglingum milli lands og Eyja virðast hafa leitað leiðsinnis Gróu gömlu á Leiti í baráttu sinni, en sú kerling virðist enn lifa góði lífi og er ótrúlega lífsseig. Hún hefur farið af stað með margar sögur um rekstur Herjólfs hf. á sínum tíma, sem flestar eru í hennar stíl. Það er rétt að minna á að Herjólfur hf. var ekki bæjarútgerð og ekki rekið af Vestmannaeyjabæ heldur hlutafélag í eigu Ríkisins, Vestmannaeyjabæjar og almennra hluthafa. Það er einnig rétt að minna á að þegar að Herjólfur hf. var stofnaður á sínum tíma var það að frumkvæði heimamanna í Eyjum til þess að byggja nýja ferju til siglinga milli lands og Eyja. Það var að frumkvæði stjórnar Herjólfs hf og heimamanna að sú ferja var endurnýjuð og núverandi Herjólfur byggður. Frumkvæði að öllum bótum á þessu sviði hefur því komið frá heimamönnum og svo á einnig við um þann samning sem nú um ræðir.   Fyrir þá sem kannski muna ekki söguna, en gleypa við sögum Gróu gömlu, er rétt að minna á að Herjólfur hf. var í ágætum rekstri, auðvitað með framlagi frá ríkinu, eins og enn er í dag með rekstur á ferjuleiðinni, þó svo að hann sé í höndum almenns hlutafélags. Herjólfur hf. var ekki á leið í þrot né fór í þrot á sínum tíma heldur tók ríkið einhliða ákvörðun um að bjóða út rekstur á þjóðveginum til Eyja við litla hrifningu heimamanna, ef að ég man rétt, og bar fyrir sig evrópskum reglum í því sambandi. Núvirt framlag ríkisins til rekstrar Herjólfs á þeim tíma, miðað við framlagið í dag, að teknu tilliti til fjölgunar ferða og ferjuvísitölu var mun lægra en það er í dag svo að vart er hægt að telja að ríkið hafi hagnast mikið á þeim gjörningi. Sögur Gróu gömlu trufla mig reyndar ekki mikið og eru ekki aðal málið eða hvati þess að ég set þetta á blað en úr því að ég fór að stinga niður penna þá finnst mér rétt að reyna að draga athygli Gróu að þessum sannleikskornum, þó svo að hún hafi víst aldrei verið sérlega spennt fyrir slíkum kornum.   Horfum til framtíðar og breytum því sem að við getum breytt Eftir að hafa fylgst með umræðu um þetta mál undanfarið þá finnst mér vegið að okkur sem tókum það að okkur, f.h. Vestmannaeyjabæjar, að reyna að gera samning við ríkið um að Vestmannaeyjabær tæki að sér rekstur á þjóðveginum milli lands og Eyja. Eins og flestir vita sem fylgst hafa með umræðu um samgöngur milli lands og Eyja á undanförunum árum og jafnvel áratugum þá hef ég haft mig nokkuð í frammi í þeirri umræðu og hef haft ákveðnar skoðanir. Á það t.d. við um málefni Landeyjahafnar, smíði nýrrar ferju ofl. Þær skoðanir hafa ekki alltaf farið saman með skoðunum meirihluta bæjarstjórnar en í þessu máli hafa mínar skoðanir verið samhljóma allri bæjarstjórn og reyndar flestum íbúum á Heimaey, þar til allt í einu varð til einhver andspyrna á Heimaey gagnvart þessu góða máli, þegar að það var í höfn.   Við verðum að vinna út frá stöðunni eins og hún er og við breytum ekki fortíðinni en getum horft til framtíðar með það að markmiði að gera betur. Landeyjahöfn er komin, því verður ekki breytt, og hún er gríðarleg samgöngubót þegar að hún virkar, en því miður hefur hún ekki nýst eins og vonir og áætlanir stóðu til. Því þurfum við öll að leggjast á árar til þess að þrýsta á að gerðar verði endurbætur á henni þannig að hún virki betur. Nýsmíði ferju er á lokaspretti og við breytum ekki hönnun hennar eða smíði héðan af og verðum að vona að hún standi undir þeim væntingum sem gerðar eru til hennar. Ef svo verður ekki er það mál sem að taka verður á þegar að því kemur.   Samningur bæjarstjórnar um rekstur nýju ferjunnar til tvegga ára er frágengin og við eigum að sameinast um að nýta þann samning til að ná fram þeim breytingum og þjónustuaukningu sem að Eyjamenn hafa beðið eftir of lengi í stað þess að eyða orkunni neikvæða umræðu um samninginn og strá fræjum efasemda um hann.   Með hagsmuni íbúa á Heimaey að leiðarljósi Ég varð við beiðni bæjarstjórnar Vestmannaeyja sl. haust um að taka sæti í hópi sem hafði það verkefni að reyna að ná samningum við ríkisvaldið um að Vestmannaeyingar tækju við rekstri Herjólfs. Ég tók það að mér sem áhugamaður um bættar samgöngur milli lands og Eyja og sem íbúi í Vestmannaeyjum, sem notar þjóðveginn talsvert mikið. Fyrir mér var þetta hugsjónastarf, unnið fyrir Heimaey og íbúa Heimaeyjar. Einu hagsmunir mínir af þessu starfi voru og eru að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Frá því að þetta starf hófst sl. haust hef ég eytt í það tíma sem trúlega er talin í vinnuvikum, frekar en vinnustundum, og er ég þá bara að tala um þann tíma sem að ég hef eytt í þetta verkefni á venjulegum vinnutíma en auk þess hefur ómælt magn frítíma einnig farið í verkið. Ég hef ekki þegið neina þóknun fyrir mitt starf í þessu aðra en gleði af því að geta lagt mitt af mörkum í því að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Þetta hefur verið klárt hugsjónastarf. Þess vegna finnst mér enn verra að sjá og heyra þær rangtúlkanir og rangfærslur sem verið að að reyna að bera á borð í einhverjum tilgangi sem að ég, sem einlægur stuðningsmaður bættra samgangna, skil ekki.   Þó að flestir hafi fagnað þeim samgöngubótum sem í samningnum felast þá hefur ákveðinn hópur reynt að draga upp þá mynd að slíkum árangri hefði mátt ná þó að verkið hefði verið boðið út. Allt hefði fengist í útboði sem í samningnum er, nema áhætta Vestmannaeyjabæjar. Hún sé óþörf og mjög mikil. Ef að maður gleypti málflutninginn alveg hráan þá væri jafnvel hægt að ímynda sér að rekstur Vestmannaeyjabæjar stæði og félli með þessum samningi og hvernig til tækist.   Er þetta stór áhætta fyrir Vestmannaeyjabæ? Við sem að þessu höfum unnið höfum reynt að gera það vel og faglega. Við höfum notið ráðgjafar færustu sérfræðinga á sviði áætlanagerða, til að reyna að lágmarka áhættuna, því að það er auðvitað áhætta fólgin í öllu sem að við gerum. Ég held þó að áhættan sem í þessum samningi felst sé svo lítil að vart sé vert að tala um hana.   Vestmannaeyjabær hefur stofnað opinbert hlutafélag um þennan rekstur og leggur til 150 milljónir í hlutafé sem gert er ráð fyrir í áætlunum að skili sér ríflega til baka til bæjarins að 2 árum liðnum. 150 milljónir eru innan við 1% af eigin fé Vestmannaeyjabæjar, þannig að hver maður getur séð hversu stór áhættan er. Rétt er að benda á í þessu samhengi að bærinn hefur lagt ríkinu til að meðaltali rúmlega 30 milljónir á ári vegna reksturs Hraunbúða sl ár og nemur heildar uppsöfnuð „skuld“ ríkisins vegna þessa nærri 260 milljónum og mun án efa hækka á komandi árum og Vestmannaeyjabær mun trúlega seint fá það greitt til baka frá ríkinu. Ég hef samt ekki séð nokkurn mann hafa haft sérstakar áhyggjur af þessu farmlagi bæjarins eða talað um áhættu vegna þess, þó svo að það framlag sé orðið rúmlega 100 milljónum hærra en „áhættufjármagnið“ sem leggja á í að koma þjónustu á samgönguleiðinni milli lands og Eyja í nútímalegt horf. „Áhættufé“ bæjarins eru þessar 150 milljónir en ekkert umfram það, það kemur skýrt fram í stofnskjölum Herjólfs ohf.   Minnisblöð og svör sem ekki gefa raunhæfa mynd af stöðunni Þær tilvitnanir í minnisblöð og pappíra sem notaðar hafa verið í umfjöllun um þetta mál segja ekkert um það hvernig þessar samningaviðræður fóru fram og þróuðust. Það er mikil einföldun og reyndar einfeldni að halda að það gefi einverja mynd af því hvernig mál þróuðust og fóru fram.   Svör samgönguráðuneytis við spurningum blaðamanna Eyjafrétta sem gefa til kynna að núverandi samningur hafi óbreyttur legið fyrir um miðjan mars eru hreinlega rangfærslur. Ég hefði aldrei samþykkt þau drög eins og þau voru lögð fram þá. Samræður í farmhaldi af framlagningu þeirra samningsdraga leiddu af sér skilgreiningar og bókaðar túlkanir sem gera samninginn að því sem hann er í dag og það gerðist ekki á einni viku eða tveim og allt það sem að við sögðum um tímarammann sem að okkur var gefinn er rétt og satt og það er óþolandi að heyra dylgjað um annað. Okkur var oftar en einu sinni settur mjög þröngur tímarammi til að bregðast við því sem kom frá viðsemjendum okkar.   Ábyrgðarlaus rangfærsla um samninginn og Landeyjahöfn Það korn sem endanlega fyllti þolinmæðimæli minn og varð þess valdandi að ég ákveð að tjá mig nú um þetta mál eru þær dylgjur sem settar voru fram um að með samningnum sem gerður var um yfirtöku á rekstrinum taki Vestmannaeyjabær á sig ábyrgð á rekstri Landeyjahafnar. Þetta er hrein og klár della enda ekkert í samningnum sem segir til um þetta.   Auðvitað gerir samningurinn ráð fyrir að siglt sé til Landeyjahafnar, en þó er gert ráð fyrir í honum að siglt sé um 70 daga á ári til Þorlákshafnar og í samningnum er ákvæði um að ef að þær forsendur standast ekki og sigla þurfi oftar til Þorlákshafnar þá komi til frekari greiðslur frá ríkinu. Ég, sem einn af þeim sem stóðu að gerð þessa samnings og mælti með honum við bæjarstjórn, get hreinlega ekki setið hljóður undir svona rangfærslu, sem hlýtur að vera sett fram í þeim eina tilgangi að sá fræjum tortryggni vegna samningsins. Mér finnst lágmarkskrafa að þeir sem að virðast hafa tekið þann pól í hæðina að vera á neikvæðum nótum vegna þessa samnings haldi sig þá við staðreyndir í gagnrýninni en ekki klárar rangfærslur. Fullyrðingar um að Vestmannaeyjabær sé að taka á sig ábyrgð á Landeyjahöfn eru ábyrgðarlausar rangfærslur.   Rangtúlkanir eyjar.net á samningnum Það síðasta sem komið hefur fyrir sjónir almennings, í andófi við gerðan samning, er „rýning“ eyjar.net í samninginn. Þar er gripið ofan í nokkur atriði samningsins og þau túlkuð af miðlinum, að mér sýnist frekar neikvætt fyrir Vestmannaeyjabæ. Flest þau atriði sem að eyjar.net fer ofan í og leggur út frá eru atriði sem að við, sem að samningaviðræðunum stóðu, stöldruðum við og ræddum frekar við viðsemjendur okkar. Niðurstaða þeirra viðræðna leiddi til skýringa og túlkana sem staðfestar voru formlega og eru þær skilgreiningar talsvert öðruvísi en þær skilgreiningar sem að eyjar.net túlka í sinni umfjöllun. Það er því eiginlega hægt að segja að flestar þær skilgreingar sem að eyjar.net hefur á samningnum séu aðrar en þær í rauninni eru hjá þeim sem samninginn gerðu.   Þær samningaviðræður sem fram fóru voru frekar snúnar og þegar upp var staðið voru það viðaukar, túlkanir, skilgreiningar og yfirlýsingar sem að skiptu sköpum um niðurstöðuna. Það er því afar erfitt fyrir þá sem ekki þekkja til málsins í heild að túlka niðurstöðuna, án þess að kynna sér alla þætti málsins. Við sem sátum í samninganefndinni þekkjum þetta nokkuð vel og erum vissir í okkar sök.   Ég var eiginlega hálf hissa á að sjá þann neikvæða tón sem að mér finnast vera í „rýningu“ eyjar.net á samningnum, því að ég man ekki betur en að það hafi verið ritstjóri þess miðils sem flutti tillögu að ályktun á fjölmennum borgarafundi þar sem þess var m.a. krafist að forræði á rekstri Herjólfs yrði komið til heimamanna. Ég hélt í einfeldni minni að ritstjórinn myndi hoppa hæð sína af gleði yfir samningnum, þar sem með gerð hans er búið að koma í verk flestum þeim atriðum sem krafist var í ályktuninni sem hann flutti á umræddum borgarafundi.   Samningurinn svar við ákalli almennings Ég var af ræðumönnum á íbúafundi í Eyjum um samgöngumál mál í fyrra þar sem mjög fjölmennur fundur samþykkti samhljóða ályktun um kröfur til ríkisins varðandi samgöngur milli lands og Eyja. Í þeirri ályktun var m.a. krafa um að færa ætti rekstur Herjólfs til Heimamanna. Ég hef hlustað á raddir Eyjamann í mörg undanfarin ár um að færa þyrfti reksturinn heim til að koma honum í það horf að hann miðaðist við þjónustu við Eyjamenn en ekki hagnað hlutafélags. Ég hef fylgst með vinnu bæjarstjórnar allrar og setið fundi með þeim í samgönguráðuneytinu þar sem að m.a. fulltrúar minnihlutans, Eyjalistans, fylgdu mjög fast eftir skoðunum sínum um þessi mál og höfðu án efa mikil áhrif á hver niðurstaðan var. Samstaða meiri- og minnihluta í þessu máli skilaði því að samningur náðist við ríkið. Ef sú samstaða hefði ekki verið fyrir hendi hefði ekkert orðið af þessum samningi.   Ég hef sjálfur fylgst með hvernig þjónustu á þjóðveginum milli lands og Eyja hefur verið háttað undanfarin ár og allt það sem að ég hef nefnt hér að framan hefur fullvissað mig um að rétt væri að rekstur á þjóðveginum til Eyja kæmis á forræði heimamanna. Þess vegna var ég virkilega glaður í hjarta mínu með að þessi stóri áfangi í samgöngumálum hafi náðst með samkomulagi milli ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um rekstur Herjólfs. Ég neita því ekki að ég hrökk aðeins við og ekki er laust við að ég hafi fengið smá sting í Eyjahjartað að finna fyrir því að til væri orðin einhverskonar andspyrnuhreyfing sem andæfði gegn þessu góða framfaramáli fyrir okkur Eyjamenn. Ég verð að viðurkenna að ég bara skil ekki undirrót þeirrar andspyrnu og þann hræðsluáróður sem notaður hefur verið   Verum jákvæð - fyrir íbúa á Heimaey Með samstöðu, jákvæðni, áræðni, vilja og dug hafa okkur Eyjamönnum yfirleitt verið flestir vegir færir. Það sýnir sagan. Þannig þurfum við að halda áfram að vinna. Það er margt sem að við getum tekist á um og verið ósammála um en eitt stærsta og jákvæðasta skref sem stigið hefur verið í samgöngusögu okkar um árabil á ekki að þurfa að vera deilumál hjá okkur á Heimaey. Mér finnst það bara ekki í okkar stíl.   Með bjartsýni og samstöðu að vopni munum við vinna enn frekari sigra í þessum málum á komandi árum. Hættum þessu rugli, horfum til framtíðar og stöndum saman um þetta góða mál, samfélaginu hér til heilla. Það er örugglega það besta fyrir Heimaey og íbúa hennar til langrar framtíðar.   Grímur Gíslason    

Thelma Lind er Eyjamaður vikunnar: Vann gjafabréf í tombólu

Skóladagur GRV var haldinn sl. miðvikudag en þar var í boði fjölbreytt dagskrá fyrir nemendur og aðra gesti. Líkt og fyrri ár var tombólan á sínum stað en meðal vinninga var gjafabréf frá Eyjafréttum en handhafi þess fékk að vera Eyjamaður vikunnar. Hin níu ára gamla Thelma Lind Ágústsdóttir varð þess heiðurs aðnjótandi að vinna gjafabréfið og er hún því Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.   Nafn: Thelma Lind Ágústsdóttir. Fæðingardagur: 8. desember, 2009. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Mamma: Kristjana Sif, pabbi: Ágúst Sævar, systir mín heitir Andrea og stjúpsystir Guðbjörg Sól. Uppáhalds vefsíða: Friv.com og Youtube.com Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Havana og Friends. Aðaláhugamál: Fara í sund. Uppáhalds app: Rider. Hvað óttastu: Skrímsli. Mottó í lífinu: Að koma fram við alla eins og ég vill að aðrir komi fram við mig. Apple eða Android: Apple. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ariana Grande og Sara Larsson.  Hvaða bók lastu síðast: Vera til vandræða er alveg mögnuð. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Agnar Smári og ÍBV. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja hreyfingu: Fimleika og Fótbolta. Uppáhaldssjónvarpsefni: Winx. Var gaman á skóladeginum: Já, mjög gaman. Kom þér á óvart að vinna gjafabréfið: Já mjög. Það að vera Eyjamaður vikunnar er að margra mati mesti heiður sem að manni getur hlotnast í lífinu. Heldur þú að krakkarnir í bekknum verði öfundsjúkir út í þig eða eigi bara eftir að samgleðjast þér: Samgleðjast mér.    

VefTíví >>

Japanskt fyrirtæki hefur keypt afurðir af VSV í um þrjátíu ár

“Íslensk sölufyrirtæki hafa staðið sig vel í gegnum tíðina . Þegar ákvörðunin var tekin á sínum tíma um að Vinnslustöðin sjái sjálf um markas- og sölumál þótti skynsamlegt að komast sem næst mörkuðum og öðlast þannig þekkingu og getu til að geta komið til móts við þarfir viðskiptavina fyrirtækisins. Það skiptir okkur afskalega mikiu máli að byggja upp traust viðskiptasambönd til lengri tíma litið. Sem dæmi, þá get ég sagt þér frá því að fyrirtæki í Japan hefur verið í umtalsverðum viðskptum við okkur í um þrjátíu ár. Í sjávarútvegi er nauðsynlegt að hugsa til langs tíma, rétt eins og í öðrum greinum,” segir Sigurgeir Brynjar Kristinsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Sölumálin mikilvægur liður í starfseminni Fyrirtækið sér sjáft um sölu sinna afurða og er með söluskrifstofur víða um heiminn. Vinnslustöðin var með bás á sjávarútvegssýningunni í Brussel í síðasta mánuði en sú sýning er sú stærsta í heiminum. Í Atvinnupúlsinum á sjónvarpsstöðinni N4 í gærkvöldi var bás VSV heimsóttur. “Veiðarnar skipta miklu máli og sömu sögu er að segja um vinnsluna. Það skiptir líka gríðarlega miklu máli að þjóna mörkuðunum vel. Hafa stöðugt og öruggt framboð, svo viðskiptavinirnir geti keypt með reglulegum hætti,” segir Sigurgeir Brynjar í þættinum á N4.