Eðlileg skýring á fundartíma bæjarstjórnar

Eðlileg skýring á fundartíma bæjarstjórnar

Í ljósi umfjöllunar á vefmiðlum þar sem grein er frá því að undirritaður hafi ekki orðið við óskum meirihlutans um að breyta fundartíma bæjarstjórnar vil ég taka fram að mjög eðlilegar skýringar eru á boðuðum fundartíma fyrsta bæjarstjórnarfundar nýrrar bæjarstjórnar. Samkvæmt 8. gr bæjarmálasamþykktar þá eru bæjarstjórnarfundir haldnir á fimmtudögum kl. 18:00. Um það ríkir einnig löng hefð.   Um boðun fyrsta bæjarstjórnarfundar nýrrar bæjarstjórnar eru skýrar reglur og er ramminn nokkuð þröngur eða einungis um 15 dagar frá því að nýkjörin bæjarstjórn hefur tekið við 15 dögum eftir kjördag. Þetta er síðasti mögulegi fimmtudagurinn til að halda bæjarstjórnarfund til að hann sé löglega boðaður. Það hefur því alltaf legið í loftinu að þessi tími yrði fyrir valinu.   Best og eðilegast hefði verið, í ljósi þess hversu miklu máli þetta skiptir, að sá bæjarfulltrúi sem er erlendis hefði greint mér frá þessari utanlandsferð með betri fyrirvara, t.d. hefði fimmtudagurinn á undan vel gengið.   Ég hafði enga vitneskju um fyrirhugaða utanlandsferð fyrr en of seint. Hafa ber í huga að boða þarf fyrsta fund með 4 daga fyrirvara. Mér finnst afar leiðinlegt að geta ekki gert öllum til geðs hvað þetta varðar og ákvað í þessu máli að fylgja þeim samþykktum sem bæjarstjórn hefur samþykkt enda finnst mér mikilvægt að bæjarfulltrúar geri það. Að því sögðu hlakka ég til komandi kjörtímabils og óska bæjarfulltrúum velfarnaðar í sínum störfum.   Trausti Hjaltason Bæjarfulltrúi.  

Nýtt fólk í bæjarstjórn horfir björtum augum fram á veginn

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar er í Einarsstofu kl. 18:00 í dag. Höfðu Eyjafréttir samband við nýkjörna bæjarfulltrúa, sem flestir eru að stíga sín fyrstu skref í bæjarpólitíkinni og var spurningin; hvernig leggst kjörtímabilið í þig?   Helga Jóhanna Harðardóttir - Tek fullan þátt á hliðarlínunni   „Kjörtímabilið leggst bara vel í mig. Vissulega hefði ég viljað hafa fengið tækifæri til þess að sitja sem bæjarfulltrúi en ég kem til með að taka fullan þátt á hliðarlínunni. Samstarfið hjá Eyjalistanum og Fyrir Heimaey lofar góðu og ég hef mikla trú á að þessi meirihluti komi til með að vinna vel saman á þessum 4 árum. Stefnumál og áherslur flokkanna eru mjög lík og þess vegna tel ég að það verði unnið að mörgum góðum málum á þessu kjörtímabili,“ sagði Helga Jóhanna Harðardóttir, varabæjarfulltrúi Eyjalistans þegar hún var spurð að því hvernig nýbyrjað kjörtímabil leggst í hana.   Elís Jónsson - Fjölmörg tækifæri að gera eitt og annað   Elís Jónsson á H-lista er nýr í þessu eins og Helga Jóhanna og lýst vel á verkefnin framundan. „Ég hef bara allt fínt að segja um nýtt kjörtímabil. Það eru fjölmörg tækifæri til að gera eitt og annað á næstu fjórum árum. Að byrja í bæjarstjórn er mjög áhugavert og spennandi. Ég hef verið mikill áhugamaður um bæjarmálin og sú staða að vera kjörinn í bæjarstjórn gefur mikla möguleika,“ sagði Elís sem er þakklátur fyrir þetta tækifæri.   Helga Kristín Kolbeins - Að starfa í minnihluta er meiri áskorun en að vera í meirihluta   „Ég og félagar mínir horfum björtum augum til næstu fjögurra ára, bæjarsjóður er með sterka stöðu en dæmin hafa sýnt að það þarf ekki langan tíma til að snúa henni á verri veg. Í öldrunar- félags- og skólamálum eru allt upp á sitt besta og brátt verður tekin í notkun viðbygging á Hraunbúðum sem mun gjörbreyta aðstöðu þar. Félagsþjónustan stendur á styrkum stoðum og ég trúi ekki öðru en viðbygging og færsla Tónlistarskólans við Hamarsskóla verði að veruleika,“ sagði Helga Kristín Kolbeins, önnur á lista Sjálfstæðisflokk og kemur ný inn í bæjarstjórn. „Búið er að koma af stað einum stærstu framkvæmdum í sögu bæjarfélagsins á sviði ferðaþjónustu, náttúrusafni og lundaathvarfi auk tilvonandi Eldfjallabaðlóns. Þetta mun styrkja atvinnulíf, fræðastörf og gera ferðaþjónustufyrirtækjum kleyft að bjóða upp á þjónustu í mun lengri tíma af árinu en nú er.“ Helga Kristín segir Vestmannaeyjar standa á sterkum stoðum í dag, og eigi framtíðina fyrir sér með frábærum samningi um rekstur Herjólfs. „Við í minnihlutanum munum gæta þessarar framtíðarsýnar næstu fjögur árin þó að það geti verið á brattan verði að sækja. Ég hef kynnst á síðustu vikum ótrúlegum fjölda öflugs fólks sem ber í brjósti sömu sýn og ég og félagar mínir. Að starfa í minnihluta er meiri áskorun en að vera í meirihluta. Við þurfum að spyrja krefjandi spurninga og skoða gagnrýnum augum þær ákvarðanir sem verða teknar, þar er ég á réttum stað. En umfram allt munum við gera okkar besta til að tryggja að Vestmannaeyjar og íbúar Eyjanna verði í fremstu röð á öllum sviðum hér eftir sem hingað til,“ segir Helga Kristín að lokum.    Trausti Hjaltason - Stóðu ekki við eigin áform um bæjarstjóra   Trausti Hjaltason er einn af reynsluboltunum í bæjarstjórn en skiptir um hlutverk eftir að hafa verið í meirihluta Sjálfstæðisflokksins í tvö kjörtímabil. Er hann í þriðja sæti listans núna. „Stóru verkefni kjörtímabilsins verða að standa við nýja samninginn varðandi rekstur Herjólfs með allri þeirri þjónustuaukningu sem honum fylgir. Fylgja eftir þeim framkvæmdum sem búið er að koma í gang og halda áfram að þrýsta á ríkisvaldið varðandi samgöngur og heilbrigðismál,“ segir Trausti.   Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið fyrir traustan rekstur og ábyrga fjármálastjórnun sem er grunnurinn að þeirri miklu þjónustuaukningu sem hefur orðið á undanförnum árum. „Við munum áfram reyna að standa vörð um reksturinn og fjármálin ástamt því að koma góðum málum á framfæri. Eitt af verkum fyrsta bæjarstjórnarfundar verður að skipa í ráð og nefndir og þar búum við hjá Sjálfstæðisflokknum að því að eiga mikið af reynslumiklu fólki sem hefur setið áður í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins og hefur tekið virkan þátt í starfinu á undanförnum árum.“ Trausti segir að staðan sé ný og miklar breytingar framundan eftir afar sérstaka atburðarás í kringum myndun nýs meirihluta. „Þar sem bæði H- og E-listinn stóðu ekki við sín orð, hvorki gagnvart okkur né kjósendum. Það kom fram hjá H-listanum fyrir kosningar að framboðið ætlaði að hafa það þannig að oddvitin þeirra mundi stíga til hliðar ef hún yrði bæjarstjóri, það liggur nú fyrir að það verður ekki staðið við það. Eyjalistinn var með það sem forgangsmál að auglýsa eftir bæjarstjóra og ætla þau þrátt fyrir að hafa verið í afar góðri samningsstöðu, að gefa það eftir gagnvart sínum kjósendum sem kom mér verulega á óvart,“ segir Trausti að endingu.    Hildur Sólveig - Hlakka til að bretta upp ermarnar og halda áfram í uppbyggingarvinnu   Hildur Sólveig Sigurðardóttir, er þrátt fyrir ungan aldur annar reynsluboltinn í nýrri bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar. Skipar hún oddvitasætið á lista Sjálfstæðisflokksins sem nú er í minnihluta eftir að hafa verið í meirihluta frá árinu 2006. „Ég hef eðli málsins samkvæmt blendnar tilfinningar gagnvart næsta kjörtímabili. Fyrir það fyrsta þá þykir mér persónulega leitt að hafa misst úr brúnni okkar öfluga málsvara og baráttuhund, Elliða Vignisson og vil nýta tækifærið og þakka honum kærlega fyrir hans miklu óeigingjörnu vinnu og frábært samstarf í gegnum árin og óska ég honum góðs gengis í framtíðarverkefnum,“ segir Hildur Sólveig. „Ég vil jafnframt óska öllum nýkjörnum bæjarfulltrúum innilega til hamingju með kjörið og vona að samstarfið verði árangursríkt þar sem hagsmunir Vestmannaeyjabæjar og íbúa verða í fyrirrúmi.“ Hún segir að nýtt kjörtímabil sé nú þegar orðið sögulegt þar sem meirihluti bæjarfulltrúa eru konur en það hefur ekki gerst áður í sögu Vestmannaeyjabæjar. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem búa að mikilli og dýrmætri reynslu við stjórnun sveitarfélagsins finna til ábyrgðar sinnar í því ljósi og munu án efa leggja hjarta sitt og sál í að verja þá góðu stöðu sem bæði starfsmenn og kjörnir fulltrúar hafa í gegnum árin lagt mikla og óeigingjarna vinnu við að koma bæjarfélaginu í. Framundan eru virkilega spennandi verkefni enda uppbyggingin í samfélaginu með eindæmum, með komu Merlin Entertainment, byggingu nýrra þjónustuíbúða fyrir aldraða og fatlaða og svo auðvitað það sem allir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu, koma nýs Herjólfs í haust og rekstur sveitarfélagsins á ferjunni með þeirri gríðarlegu þjónustuaukningu sem þeim samning fylgdi. Ég hef fulla trú á að þessi góðu verkefni ásamt hinni miklu athafnagleði í atvinnulífi Vestmannaeyinga muni koma til með að vænka hag Vestmannaeyja enn frekar á næstu árum. Verður virkilega gaman að fylgjast náið með framvindunni. Ég hlakka persónulega til að bretta upp ermarnar og halda áfram að taka þátt í uppbyggingarvinnunni fyrir þetta magnaða samfélag,“ sagði Hildur Sólveig að endingu.  

Samþykkti leyfi fyrir tveimur einbýlishúsum

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja lá fyrir erindi frá Þóri Ólafssyni og Helenu Björk Þorsteinsdóttur um leyfi til að byggja hús á lóð þeirra að Bessahrauni 7. Þórir og Helena óskuðu eftir leyfi fyrir að húsið nái að hluta út fyrir byggingarreit til norðurs. Nýtingarhlutfall nýbyggingar á lóð er 0.19 en hámarksnýting á lóð er 0.25 samkvæmt deiliskipulagi. Hafði erindið verið sent til grenndarkynningar en engar athugasemdir bárust. Ráðið samþykkti byggingaráform lóðarhafa og fól byggingarfulltrúa framgang erindis. Þá var tekin fyrir að nýju umsókn Ólafs Tage Bjarnasonar hönnuðar fyrir hönd lóðarhafa um að byggja einbýlishús að Áshamri 32. Umsóknin hafði farið í grenndarkynningu og barst ein athugasemd sem var hafnað á þeim forsendum að á lóðinni stóð áður íbúðarhús í líkingu við önnur hús sem standa í botnlanganum. Ætti því ekki að koma á óvart að umrædd lóð yrði áfram nýtt fyrir íbúðarhús líkt og hefur verið kynnt fyrir nágrönnum. Niðurstaðan var að ráðið samþykkti byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis. Ráðið hafnaði um leið athugasemdum lóðarhafa að Áshamri 48.   Átti ekki að koma á óvart „Á lóðinni Áshamar 32 stóð áður íbúðarhús í líkingu við önnur hús sem standa í botnlanganum, ætti því ekki að koma á óvart að umrædd lóð yrði áfram nýtt fyrir íbúðarhús líkt og hefur verið kynnt fyrir nágrönnum. Þegar lóðarhafi sótti um lóðina árið 2016 kom fram í gögnum umsækjanda að nýbygging yrði í grófum dráttum í samræmi við önnur hús við götuna. Þær teikningar sem hafa verið kynntar í grenndarkynningu sýna að nýbygging er í formi eins og fyrirliggjandi hús við götuna og er reist á sama grunnkóta og húsið sem áður stóð á lóðinni. Rétt er að húsið er ekki nákvæm eftirlíking uppruna útlits húsa enda er ekki eitt samræmt útlit til í dag sbr. samþykktir sveitafélagsins s.s. viðbyggingar við hús nr. 30 og 36 og bílskúr á baklóð nr. 34,“ segir í bókun ráðsins sem fellst ekki á rök athugasemdarinnar er varðar útsýnisskerðingu. Bendir auk þess á að engin leið er að tryggja öllum íbúum bæjarins útsýni sem ávallt er huglægt hverjum og einum.   Kemur í stað húss sem brann   „Á lóðinni stóð áður íbúðarhús byggt árið1975 sem var rifið eftir bruna og var alltaf fyrirhugað að nýta lóðina áfram fyrir íbúðarhúsnæði og telur ráðið að fyrirhuguð nýbygging falli vel að yfirbragði hverfisins hvað varðar nýtingu, útlit og form. Umhverfis- og skipulagsráð bendir á að ekki hafi komið fram nein rök sem styðja það að verðgildi húsnæðis í nágrenninu skerðist við uppbyggingu á lóð Áshamars 32. Jafnframt vill umhverfis-og skipulagsráð benda á að uppbyggingu hverfisins verði að meta heildstætt og megi þá einnig draga fram að uppbygging geti haft jákvæð áhrif á markað með fasteignir í nágrenninu,“ segir ráðið og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.      

Jónína Björk Hjörleifsdóttir úr Vestmannaeyjum sýnir á Jónsmessugleði Grósku 2018

 Sumarsólstöður nálgast og fimmtudaginn 21. júní kl. 19.30-22 verður Jónsmessugleði Grósku haldin í tíunda sinn við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar. Jónsmessugleði Grósku á 10 ára afmæli og verða fjölbreytt listaverk til sýnis í töfrandi umhverfi ylstrandar með útsýni yfir hafið. Sýnendur eru tæplega 40 talsins og hafa sjaldan verið fleiri enda hafa gestalistamenn í boði Grósku flykkst hvaðanæva af landinu til að taka þátt í Jónsmessugleði. Meðal sýnenda er meðal annars myndlistarmaðurinn Jónína Björk Hjörleifsdóttir úr Myndlistarfélagi Vestmannaeyja en þetta er annað árið sem Vestmannaeyingar leggja Jónsmessugleði Grósku lið. Grafíski hönnuðurinn Gunnar Júlíusson sem er í Grósku og hefur séð um hönnun á fánum og öðru kynningarefni Jónsmessugleði er auk þess úr eyjum. Á Jónsmessugleði Grósku eru málverk á striga strengd milli staura og einnig innsetningar eða skúlptúrar. Fjölmargir aðrir listviðburðir verða líka á dagskrá, svo sem söngur, tónlist og ýmis konar glens og gaman. Ungir sem aldnir láta ljós sitt skína enda er Jónsmessugleði fyrir fólk á öllum aldri. Einnig býður Gróska upp á veitingar og búast má við fjörlegu kvöldi. Myndlistarmennirnir vinna nefnilega að þessu sinni með þemað: „Líf í tuskunum“. Að venju lýkur Jónsmessugleði Grósku svo með gjörningi kl. 22 sem vafalaust mun koma skemmtilega á óvart. Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, stendur fyrir Jónsmessugleði í samstarfi við Garðabæ og hefur boðið myndlistarfélögum frá öðrum bæjarfélögum til leiks með sér. Einkunnarorð Jónsmessugleði Grósku eru: gefum, gleðjum og njótum og í þeim anda gefa allir listamennirnir vinnu sína þetta kvöld. Jónsmessugleði er stærsta sýning Grósku og var haldin í fyrsta skipti árið 2009. Gróska var í raun formlega stofnuð upp úr því. Síðan hefur Jónsmessugleði verið árviss viðburður sem hefur vaxið og dafnað með Grósku sjálfri og er áætlað að um 10 þúsund manns hafi mætt þegar fjölmennast var. Allir eru velkomnir á Jónsmessugleði Grósku, Garðbæingar jafnt sem aðrir. Fólk er hvatt til að fjölmenna og gera einkunnarorð Jónsmessugleðinnar að sínum með því að gefa, gleðja og njóta.  
>> Eldri fréttir

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Sparisjóður Vestmannaeyja var yfirtekinn á undirverði

  Eins og þekkt er hefur Vestmannaeyjabær staðið í málarekstri gagnvart Landsbanka Íslanda frá því að bankinn tók yfir rekstur Sparisjóðs Vestmannaeyja sem var þá að stóru leyti í eigu íbúa Vestmannaeyja. Eftir umtalsverðan þrýsting voru loks skipaðir dómskvaddir matsmenn og nú liggur niðurstaða þeirra fyrir.   Í stuttu máli er niðurstaða hinna dómskvöddu matasmanna sú að verðmæti eigin fjár SPV hafi verið 483 milljónir króna þegar sjóðurinn var yfirtekinn. Landsbankinn greiddi hinsvegar einungis 332 milljónir fyrir eigið fé SPV þannig að mismunurinn (auðgun Landsbankans á kostnað stofnfjáreigenda) er því 151 milljón kr. eða 45% af greiddu verði.   Í matsgerð hinna dómskvöddu matsmanna kemur fram að þeim hafi verið viss vandi á höndum þar sem Landsbankinn veitti ekki fullan aðgang að bókhaldi og afmáði persónugreinanlegar upplýsingar um lántaka. Eftir sem áður telja þeir sig þó geta komist að forsvaranlegri niðurstöðu um mat útlána, þó að óheftur aðgangur hefði styrkt forsendur matsins.   Allt að einu, þá liggur fyrir ítarleg matsgerð um það að Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum of lítið fyrir þau verðmæti sem voru fyrir hendi í SPV.   Eftir stendur að telja verður sanngjarnt og eðlilegt í ljósi niðurstöðu matsmanna að Landsbankinn greiði stofnfjáreigendum -sem að stóru leyti eru heimilin í Vestmannaeyjum- í samræmi við niðurstöðuna.   Þar sem undirritaður er á seinasta degi starfs sín sem bæjarstjóri vil ég samhliða þessari tilkynningu þakka fjölmiðlum samstarfið á seinustu 12 árum. Það er ánægjulegt að seinasta opinbera verki mitt sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjum sé að tilkynna sigur í máli sem snertir hagsmunagæslu fyrir Vestmannaeyjar og íbúa þar.   Elliði Vignisson  bæjarstjóri í Vestmannaeyjum      

Nýtt fólk í bæjarstjórn horfir björtum augum fram á veginn

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar er í Einarsstofu kl. 18:00 í dag. Höfðu Eyjafréttir samband við nýkjörna bæjarfulltrúa, sem flestir eru að stíga sín fyrstu skref í bæjarpólitíkinni og var spurningin; hvernig leggst kjörtímabilið í þig?   Helga Jóhanna Harðardóttir - Tek fullan þátt á hliðarlínunni   „Kjörtímabilið leggst bara vel í mig. Vissulega hefði ég viljað hafa fengið tækifæri til þess að sitja sem bæjarfulltrúi en ég kem til með að taka fullan þátt á hliðarlínunni. Samstarfið hjá Eyjalistanum og Fyrir Heimaey lofar góðu og ég hef mikla trú á að þessi meirihluti komi til með að vinna vel saman á þessum 4 árum. Stefnumál og áherslur flokkanna eru mjög lík og þess vegna tel ég að það verði unnið að mörgum góðum málum á þessu kjörtímabili,“ sagði Helga Jóhanna Harðardóttir, varabæjarfulltrúi Eyjalistans þegar hún var spurð að því hvernig nýbyrjað kjörtímabil leggst í hana.   Elís Jónsson - Fjölmörg tækifæri að gera eitt og annað   Elís Jónsson á H-lista er nýr í þessu eins og Helga Jóhanna og lýst vel á verkefnin framundan. „Ég hef bara allt fínt að segja um nýtt kjörtímabil. Það eru fjölmörg tækifæri til að gera eitt og annað á næstu fjórum árum. Að byrja í bæjarstjórn er mjög áhugavert og spennandi. Ég hef verið mikill áhugamaður um bæjarmálin og sú staða að vera kjörinn í bæjarstjórn gefur mikla möguleika,“ sagði Elís sem er þakklátur fyrir þetta tækifæri.   Helga Kristín Kolbeins - Að starfa í minnihluta er meiri áskorun en að vera í meirihluta   „Ég og félagar mínir horfum björtum augum til næstu fjögurra ára, bæjarsjóður er með sterka stöðu en dæmin hafa sýnt að það þarf ekki langan tíma til að snúa henni á verri veg. Í öldrunar- félags- og skólamálum eru allt upp á sitt besta og brátt verður tekin í notkun viðbygging á Hraunbúðum sem mun gjörbreyta aðstöðu þar. Félagsþjónustan stendur á styrkum stoðum og ég trúi ekki öðru en viðbygging og færsla Tónlistarskólans við Hamarsskóla verði að veruleika,“ sagði Helga Kristín Kolbeins, önnur á lista Sjálfstæðisflokk og kemur ný inn í bæjarstjórn. „Búið er að koma af stað einum stærstu framkvæmdum í sögu bæjarfélagsins á sviði ferðaþjónustu, náttúrusafni og lundaathvarfi auk tilvonandi Eldfjallabaðlóns. Þetta mun styrkja atvinnulíf, fræðastörf og gera ferðaþjónustufyrirtækjum kleyft að bjóða upp á þjónustu í mun lengri tíma af árinu en nú er.“ Helga Kristín segir Vestmannaeyjar standa á sterkum stoðum í dag, og eigi framtíðina fyrir sér með frábærum samningi um rekstur Herjólfs. „Við í minnihlutanum munum gæta þessarar framtíðarsýnar næstu fjögur árin þó að það geti verið á brattan verði að sækja. Ég hef kynnst á síðustu vikum ótrúlegum fjölda öflugs fólks sem ber í brjósti sömu sýn og ég og félagar mínir. Að starfa í minnihluta er meiri áskorun en að vera í meirihluta. Við þurfum að spyrja krefjandi spurninga og skoða gagnrýnum augum þær ákvarðanir sem verða teknar, þar er ég á réttum stað. En umfram allt munum við gera okkar besta til að tryggja að Vestmannaeyjar og íbúar Eyjanna verði í fremstu röð á öllum sviðum hér eftir sem hingað til,“ segir Helga Kristín að lokum.    Trausti Hjaltason - Stóðu ekki við eigin áform um bæjarstjóra   Trausti Hjaltason er einn af reynsluboltunum í bæjarstjórn en skiptir um hlutverk eftir að hafa verið í meirihluta Sjálfstæðisflokksins í tvö kjörtímabil. Er hann í þriðja sæti listans núna. „Stóru verkefni kjörtímabilsins verða að standa við nýja samninginn varðandi rekstur Herjólfs með allri þeirri þjónustuaukningu sem honum fylgir. Fylgja eftir þeim framkvæmdum sem búið er að koma í gang og halda áfram að þrýsta á ríkisvaldið varðandi samgöngur og heilbrigðismál,“ segir Trausti.   Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið fyrir traustan rekstur og ábyrga fjármálastjórnun sem er grunnurinn að þeirri miklu þjónustuaukningu sem hefur orðið á undanförnum árum. „Við munum áfram reyna að standa vörð um reksturinn og fjármálin ástamt því að koma góðum málum á framfæri. Eitt af verkum fyrsta bæjarstjórnarfundar verður að skipa í ráð og nefndir og þar búum við hjá Sjálfstæðisflokknum að því að eiga mikið af reynslumiklu fólki sem hefur setið áður í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins og hefur tekið virkan þátt í starfinu á undanförnum árum.“ Trausti segir að staðan sé ný og miklar breytingar framundan eftir afar sérstaka atburðarás í kringum myndun nýs meirihluta. „Þar sem bæði H- og E-listinn stóðu ekki við sín orð, hvorki gagnvart okkur né kjósendum. Það kom fram hjá H-listanum fyrir kosningar að framboðið ætlaði að hafa það þannig að oddvitin þeirra mundi stíga til hliðar ef hún yrði bæjarstjóri, það liggur nú fyrir að það verður ekki staðið við það. Eyjalistinn var með það sem forgangsmál að auglýsa eftir bæjarstjóra og ætla þau þrátt fyrir að hafa verið í afar góðri samningsstöðu, að gefa það eftir gagnvart sínum kjósendum sem kom mér verulega á óvart,“ segir Trausti að endingu.    Hildur Sólveig - Hlakka til að bretta upp ermarnar og halda áfram í uppbyggingarvinnu   Hildur Sólveig Sigurðardóttir, er þrátt fyrir ungan aldur annar reynsluboltinn í nýrri bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar. Skipar hún oddvitasætið á lista Sjálfstæðisflokksins sem nú er í minnihluta eftir að hafa verið í meirihluta frá árinu 2006. „Ég hef eðli málsins samkvæmt blendnar tilfinningar gagnvart næsta kjörtímabili. Fyrir það fyrsta þá þykir mér persónulega leitt að hafa misst úr brúnni okkar öfluga málsvara og baráttuhund, Elliða Vignisson og vil nýta tækifærið og þakka honum kærlega fyrir hans miklu óeigingjörnu vinnu og frábært samstarf í gegnum árin og óska ég honum góðs gengis í framtíðarverkefnum,“ segir Hildur Sólveig. „Ég vil jafnframt óska öllum nýkjörnum bæjarfulltrúum innilega til hamingju með kjörið og vona að samstarfið verði árangursríkt þar sem hagsmunir Vestmannaeyjabæjar og íbúa verða í fyrirrúmi.“ Hún segir að nýtt kjörtímabil sé nú þegar orðið sögulegt þar sem meirihluti bæjarfulltrúa eru konur en það hefur ekki gerst áður í sögu Vestmannaeyjabæjar. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem búa að mikilli og dýrmætri reynslu við stjórnun sveitarfélagsins finna til ábyrgðar sinnar í því ljósi og munu án efa leggja hjarta sitt og sál í að verja þá góðu stöðu sem bæði starfsmenn og kjörnir fulltrúar hafa í gegnum árin lagt mikla og óeigingjarna vinnu við að koma bæjarfélaginu í. Framundan eru virkilega spennandi verkefni enda uppbyggingin í samfélaginu með eindæmum, með komu Merlin Entertainment, byggingu nýrra þjónustuíbúða fyrir aldraða og fatlaða og svo auðvitað það sem allir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu, koma nýs Herjólfs í haust og rekstur sveitarfélagsins á ferjunni með þeirri gríðarlegu þjónustuaukningu sem þeim samning fylgdi. Ég hef fulla trú á að þessi góðu verkefni ásamt hinni miklu athafnagleði í atvinnulífi Vestmannaeyinga muni koma til með að vænka hag Vestmannaeyja enn frekar á næstu árum. Verður virkilega gaman að fylgjast náið með framvindunni. Ég hlakka persónulega til að bretta upp ermarnar og halda áfram að taka þátt í uppbyggingarvinnunni fyrir þetta magnaða samfélag,“ sagði Hildur Sólveig að endingu.  

Greinar >>

Eðlileg skýring á fundartíma bæjarstjórnar

Í ljósi umfjöllunar á vefmiðlum þar sem grein er frá því að undirritaður hafi ekki orðið við óskum meirihlutans um að breyta fundartíma bæjarstjórnar vil ég taka fram að mjög eðlilegar skýringar eru á boðuðum fundartíma fyrsta bæjarstjórnarfundar nýrrar bæjarstjórnar. Samkvæmt 8. gr bæjarmálasamþykktar þá eru bæjarstjórnarfundir haldnir á fimmtudögum kl. 18:00. Um það ríkir einnig löng hefð.   Um boðun fyrsta bæjarstjórnarfundar nýrrar bæjarstjórnar eru skýrar reglur og er ramminn nokkuð þröngur eða einungis um 15 dagar frá því að nýkjörin bæjarstjórn hefur tekið við 15 dögum eftir kjördag. Þetta er síðasti mögulegi fimmtudagurinn til að halda bæjarstjórnarfund til að hann sé löglega boðaður. Það hefur því alltaf legið í loftinu að þessi tími yrði fyrir valinu.   Best og eðilegast hefði verið, í ljósi þess hversu miklu máli þetta skiptir, að sá bæjarfulltrúi sem er erlendis hefði greint mér frá þessari utanlandsferð með betri fyrirvara, t.d. hefði fimmtudagurinn á undan vel gengið.   Ég hafði enga vitneskju um fyrirhugaða utanlandsferð fyrr en of seint. Hafa ber í huga að boða þarf fyrsta fund með 4 daga fyrirvara. Mér finnst afar leiðinlegt að geta ekki gert öllum til geðs hvað þetta varðar og ákvað í þessu máli að fylgja þeim samþykktum sem bæjarstjórn hefur samþykkt enda finnst mér mikilvægt að bæjarfulltrúar geri það. Að því sögðu hlakka ég til komandi kjörtímabils og óska bæjarfulltrúum velfarnaðar í sínum störfum.   Trausti Hjaltason Bæjarfulltrúi.  

VefTíví >>

Baráttukveðjur frá ÍBV til Heimis og peyjana

Ungir sem aldnir ÍBV-arar söfnuðust saman á Hásteinsvelli á fimmtudaginn sl. og tóku upp skemmtilega kveðju. „Við fengum þá frábæru hugmynd að reyna að fá ÍBV-ara til að mæta í stúkuna og senda kveðju úr okkar fallega umhverfi á Heimi og peyjana hans í Rússlandi,“ sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. „Ég veit ekki hvort fólk hér í Eyjum geri sér grein fyrir allri þeirra umfjöllun sem samfélagið okkar og félagið fær út á Heimi og árangur hans, saman ber t.d. umfjöllun CNN í gær.“  „Þeir sem þekkja Heimi vita að Ystiklettur er staðurinn hans hér sem og öll okkar fallega náttúra og ákváðum við að setja saman myndband þar sem að náttúran sem hann sækir sína orku í er aðalatriðið.   ÍBV á Heimi mikið að þakka en hann hefur þjálfað marga af okkur bestu leikmönnum í fótboltanum á einn eða annan hátt. Það eru aðeins 10 ár síðan hann var með 5. flokk ÍBV á N1 mótinu á Akureyri en núna er hann með bestu fótboltamenn Íslands á HM í fótbolta,“ sagði Dóra Björk sem sendir ásamt ÍBV og Eyjamönnum öllum Heimi baráttukveðjur, „Kæru ÍBV-arar Heimir, Íris, Hallgrímur og Kristófer við erum stolt af ykkur og hlökkum til að fá ykkur aftur heim.“   Myndbandskveðjuna sem unnin er í samvinnu við Off to Iceland má sjá í spilaranum hér að ofan.