Selfoss hafði betur innan vallar sem utan

Selfoss hafði betur í Suðurlandsslag Pepsídeildar kvenna í kvöld en ÍBV og Selfoss áttust við á Hásteinsvelli.  Lokatölur urðu 0.3 en staðan í hálfleik var 0:0.  Gestirnir frá Selfossi byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu tvö mörk á 52. og 55. mínútu og bættu svo við þriðja markinu um miðjan hálfleikinn.  Þar með er þriðja tap ÍBV í röð staðreynd en liðið er nú að missa af lestinni í Pepsídeildinni, er í 7. sæti með 12 stig eftir 10 leiki en Valur er í 6. sæti með 15 stig.  Selfoss komst hins vegar upp í þriðja sætið með sigrinum, er nú með jafn mörg stig og Breiðablik, sem er í öðru sæti en Blikar eiga leik til góða.   Það verður að segjast eins og er að sigur Selfyssinga var verðskuldaður.  Selfoss fékk þvílíkt dauðafæri strax á 28. mínútu en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir sýndi meistaratakta þegar hún varði frá leikmanni Selfoss sem var ein á móti Bryndísi.  Eftir hornspyrnuna sem fylgdi í kjölfarið, björguðu varnarmenn ÍBV svo á línu en þetta voru hættulegustu færi fyrri hálfleiks.   Selfyssingar voru svo sterkari í síðari hálfleik þegar þær léku undan vindinum.  Selfyssingar náðu mun betra spili en Eyjaliðið og náðu nokkrum sinnum að opna vörn ÍBV.  Kristín Erna Sigurlásdóttir fékk svo úrvalsfæri til að minnka muninn á 65. mínútu en brást bogalistin.  Stuttu síðar skoruðu gestirnir þriðja markið og um leið fjaraði leikurinn út.  Selfyssingar fögnuðu svo vel í leikslok með fjölmörgum stuðningsmönnum sem voru líklega fleiri en stuðningsmenn ÍBV í stúkunni á Hásteinsvelli í dag.

Selfoss hafði betur innan vallar sem utan

Selfoss hafði betur í Suðurlandsslag Pepsídeildar kvenna í kvöld en ÍBV og Selfoss áttust við á Hásteinsvelli.  Lokatölur urðu 0.3 en staðan í hálfleik var 0:0.  Gestirnir frá Selfossi byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu tvö mörk á 52. og 55. mínútu og bættu svo við þriðja markinu um miðjan hálfleikinn.  Þar með er þriðja tap ÍBV í röð staðreynd en liðið er nú að missa af lestinni í Pepsídeildinni, er í 7. sæti með 12 stig eftir 10 leiki en Valur er í 6. sæti með 15 stig.  Selfoss komst hins vegar upp í þriðja sætið með sigrinum, er nú með jafn mörg stig og Breiðablik, sem er í öðru sæti en Blikar eiga leik til góða.   Það verður að segjast eins og er að sigur Selfyssinga var verðskuldaður.  Selfoss fékk þvílíkt dauðafæri strax á 28. mínútu en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir sýndi meistaratakta þegar hún varði frá leikmanni Selfoss sem var ein á móti Bryndísi.  Eftir hornspyrnuna sem fylgdi í kjölfarið, björguðu varnarmenn ÍBV svo á línu en þetta voru hættulegustu færi fyrri hálfleiks.   Selfyssingar voru svo sterkari í síðari hálfleik þegar þær léku undan vindinum.  Selfyssingar náðu mun betra spili en Eyjaliðið og náðu nokkrum sinnum að opna vörn ÍBV.  Kristín Erna Sigurlásdóttir fékk svo úrvalsfæri til að minnka muninn á 65. mínútu en brást bogalistin.  Stuttu síðar skoruðu gestirnir þriðja markið og um leið fjaraði leikurinn út.  Selfyssingar fögnuðu svo vel í leikslok með fjölmörgum stuðningsmönnum sem voru líklega fleiri en stuðningsmenn ÍBV í stúkunni á Hásteinsvelli í dag.

Óska eftir því að umferðarhópur Vestmannaeyjabæjar fjalli um ábendingu þína

Fyrr í dag kom ungur Eyjapeyi, Símon Þór Sigurðsson á ritstjórn Eyjafrétta og vildi koma á framfæri spurningu til Elliða Vignissonar, bæjarstjóra þess efnis hvort ekki væri hægt að koma upp umferðarljósum á gatnamótum Kirkjuvegs og Heiðarvegs.  Elliði hefur nú svarað fyrirspurn Símons og má sjá svarið hér að neðan.   Kæri Eyjapeyi, Símon Þór Í fyrstu langar mig að þakka þér hjartanlega fyrir góða ábendingu og hrósa þér fyrir að hafa kjark og dugnað til að láta að þér kveða. Þessi gatnamót sem þú nefnir eru sannarlega ein af þeim hættulegri hérna í Vestmannaeyjum. Mjög oft gerist það að aðkomufólk heldur að það eigi réttinn á leið sinni þarna um og áttar sig ekki á stöðvunarskyldunni. Þá er hraðinn eftir Kirkjuveginum stundum umfram það sem þessi gatnamót þola og það getur valdið slysum. Stundum hefur litlu mátt muna að illa færi (sjá td.: hér) Ég veit að Framkvæmda- og umferðasvið Vetmannaeyjabæjar hefur áður fjallað um þetta götuhorn og til athugunar hefur verið að setja annaðhvort umferðarljós eða hringtorg þarna. Flestir eru sammála um að hringtorg þarna væri góður kostur en plássið til að koma slíku fyrir hefur hópnum þótt of lítið. Aðalmálið í þessu -eins og öllu öðru- er að við Eyjamenn erum öll saman ábyrg fyrir Eyjunni okkar. Saman verðum við að finna lausnir á öllum þeim verkefnum sem upp koma. Þetta er eitt þeirra. Þess vegna er svo gott að þú skulir nú benda á þetta. Allt verður þetta samt að vera vandað og mikilvægt að það fólk sem best þekkir til komi með lausnir. Þess vegna hef ég þegar óskað eftir því að umferðarhópur Vestmannaeyjabæjar fjalli um ábendingu þína og ég á von á því að í framhaldi af því fáum við báðir svör sem við getum vonandi verið sáttir við. Takk fyrir áhugann og gangi þér vel Með kveðju frá bæjarstjóranum þínum Elliði Vignisson   Ps. Þú ert velkominn til mín í spjall hvenær sem er.   Sjá einnig: Vill umferðarljós á gatnamót Heiðarvegs og Kirkjuvegs

Nóg að gera í liðinni viku

Lögreglan hafði í nógu að snúast í liðinni viku vegna hinna ýmsu verkefna sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór hins vegar fram með ágætum og lítið um útköll á öldurhús bæjarins. Eitthvað var um, eins og svo oft áður, kvartanir vegna hávaða frá heimahúsum en eins og svo oft áður tókst ágætlega að fá fólk til að hafa lægra.   Skömmu fyrir hádegi sl. laugardag var óskað eftir aðstoð lögreglu að Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja vegna tveggja manna sem höfðu fundist meðvitundarlausir á botni sundlaugarinnar. Mennirnir komust fljótlega til meðvitundar, eftir að þeir voru komnir á sundlaugarbakkann og farið var að hefja lífgunartilraunir. Þeir voru í framhaldi af því fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.   Laust eftir hádegi sl. laugardag var lögreglu tilkynnt um að bifreið hafi verið stolið, en talið var að henni hafi verið stolið eftir kl. 01:00 aðfaranótt laugardags. Bifreiðin fannst síðdegis sama dag neðst á Brimhólabraut. Var bifreiðin óskemmd og engu hafði verið stolið úr henni en greinilegt að henni hafði verið ekið töluvert um nóttina þar sem grynnkað hafði á eldneytistanki hennar. Um er að ræða gráa Toyota Corolla og eru þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver eða hverjir voru á bifreiðinni þessa umræddu nótt, beðnir um að hafa samband við lögreglu.   Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni, og var í öðru tilvikinu var um að ræða lítisháttar af kannabisefnum sem fundust á farþega sem var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júlí sl. Í hinu tilvikinu var um að ræða haldlagningu á nokkrum grömmum af kannabisefnum eftir húsleit í íbúðarhúsi hér í bæ síðdegis á föstudaginn. Teljast máli að mestu upplýst en í báðum tilvikum kváðust þeir aðilar sem þarna komu að máli vera eigendur efnanna og ætluðu þau til eigin nota.   Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum áfana- og fíkniefna og þá var ökumaður stöðvaður um liðna helgi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.   Þá voru tveir ökumenn sektaðir vegna ólöglegrar lagninga ökutækja sinna.   Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku og var í tveimur tilvikum um minniháttar óhöpp að ræða en í einu tilviki var um að ræða árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Heiðarvegar og Kirkjuvegar þannig að flytja þurfti aðra bifreiðina í burt með kranabifreið. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum.    

Fjöldauppsagnir

  Svolítið merkilegt að fylgjast með umræðunni vegna fjöldauppsagna starfsfólks Fiskistofu sem og starfsfólks fiskvinnslu fyrirtækisins Vísis á norðurlandi, og umræðan að mestu tæmd, en þó ekki. Þegar ég heyrði fyrst af uppsögnum fiskvinnslu fyrirtækisins í Grindavík á starfsfólki sínu fyrir norðan, þá fór ég strax að reyna að komast að því, hver hin raunverulega ástæða væri.  Eftir því sem að mér er sagt, þá er Vísir orðið enn eitt af þeim fiskvinnslu fyrirtækjum með mikið af aflaheimildum til þess að veðsetja komið í útrás.  Þá hafi fyrirtækið tapað gríðarlegum fjármunum í einhvers konar braski vestur í Kanada og það hafi verið að kröfu viðskiptabanka fyrirtækisins, sem fyrirtækið fór að leita leiða til þess að hagræða og þá m.a. með því að loka starfsstöðvum sínum norður í landi.   Því miður er þetta enn eitt dæmið um fyrirtæki, sem í krafti mikilla aflaheimilda og frjálsa framsalsins á aflaheimildum, sem freistast til þess að leggja störf starfsfólks síns í hættu vegna græðgi.   Varðandi hins vegar starfsfólks Fiskistofu og umræðurnar um störf á vegum ríkissins, þá get ég vel tekið undir það sjónarmið okkar á landsbyggðinni að svo sannarlega mætti færa fleiri störf út á land.  En gallinn við þessa ákvörðun um flutning Fiskistofu er ekki sú ákvörðun, heldur hvernig staðið er að henni. Að mínu mati hefði átt að gefa það strax út, að þessi störf yrðu flutt, en þá t.d. á kjörtímabilinu. Fá starfsfólk Fiskistofu til þess að taka þátt í verkefninu, hvort sem það ætlar að fylgja með eða ekki, en gefa um leið út þá tilkynningu að það starfsfólk Fiskistofu, sem ekki gæti eða vildi flytja sig norður í land, myndi hafa forgang á höfuðborgarsvæðinu í önnur störf á vegum ríkisins. Mér finnst í umræðunni alveg hafa gleymst að horfa á hinn mannlega þátt málsins, því öll höfum við að sjálfsögðu fjölskyldu, heimili og fjárskuldbindingar sem ekki er alltaf hægt, í sumum tilvikum, að færa milli landshorna.   Ég verð að segja alveg eins og er, að ég þarf að hafa samband við Fiskistofa að jafnaði einu sinni í mánuði út af hinum ýmsu málum og fengið undantekningalaust frábæra þjónustu og afgreiðslu á mínum málum. Besta leiðin til þess að sú góða þjónusta haldi áfram, er að flutningurinn verður unninn í góðu samræði við þá sem starfa núna á Fiskistofu.   Varðandi þá ákvörun bæjarstjórnar Vestmannaeyja að fagna því, að störf á vegum ríkisins séu flutt út á land, þá get ég vissulega tekið undir það, en ég hefði þó frekar viljað sjá meiri kraft lagðan í það að verja þau störf á vegum ríkisins sem enn eru hér í Vestmannaeyjum og þá sérstaklega á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Margt fleira mætti nefna, eins og t.d. yfirstjórn sjúkrahússins, löggæslunnar, niðurlagning á starfi vitavarðar í Vestmannaeyjum, listinn er í raun endalaus þegar maður horfir til baka, en ég verð þó að segja það að lokum að ég hef mestar áhyggjur á því að niðurskurður á sjúkrahúsinu haldi áfram og svolítð galið að hugsa til þess, að ef fólk í Vestmannaeyjum vogar sér að vilja fjölga sér, þá þarf það að flytja á höfuðborgarsvæðið til að geta fætt börnin sín.      

Glaðværð, gleði og jákvæð þátttaka

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hafði jákvæð áhrif á samfélagið og hafði ýmsar birtingamyndir. Ég sem kem víða við og hitti marga og varð þess áskynja hvað þessi jákvæðu áhrif skiluðu sér inn á vinnustaði, dvalarheimili og hjá fólki á förnum vegi. Hvar sem ég kom í kaffistofur var búið að setja upp lista þar sem spáð var fyrir um úrslit mótsins og vegleg verðlaun sumstaðar í boði. Menn áttu sín uppáhalds lið og kappsfullar umræður, glettni og grín fylgdi umræðunni sem skilaði sér í jákvæðni á vinnustaðinn og í enda dagsins betri afköstum og skemmtilegri vinnustað. Í erli dagsins er gott að hafa eitthvað upp í erminni og hlakka til að hitta vinnufélagana sem máttu lúta í gras í kappleiknum kvöldið áður. Spennan jókst þegar liðunum fækkaði og „potturinn“ varð heitari. Fólk safnaðist jafnvel saman á torgum og opnum svæðum til að horfa á átrúnaðargoðin sín og stolt þjóða sinna spila knattspyrnu. Ekki var áhuginn eða jákvæðnin minni á dvalarheimilum þar sem eldri borgarar tóku ekki minni þátt í keppninni en væru þeir sjálfir búnir að reima á sig takkaskóna á heitum völlum Brasilíu. Þar mættu menn jafnvel í treyju liða sinna fyrir framan sjónvarpið til að kynda undir rífandi stemningunni sem konur og karlar tóku virkan þátt í. Á þennan hátt hafa íþróttir jákvæð áhrif á allt samfélagið. Hver þekkir það ekki á sjálfum sér sem búið hefur í samtaka samfélagi hvað andinn í bænum léttist þegar liðið sigrar leik svo ekki sé talað um þegar landað er meistaratitli.   Íþróttir hafa jákvæð áhrif Á mínum æskuslóðum mátti lesa í bæjarbraginn eftir gengi IBV í fótbolta eða handbolta. Fátt er meira rætt á hafnarvoginni og kaffistofum en gengi liðsins. Þegar vel gengur þá smitar það út í allt samfélagið og meiri gleði og jákvæðni ríkir. Ég held því fram að íslandsmeistaratitill IBV í handbolta hafi haft jákvæð áhrif á úrslit kosninganna í Eyjum í vor og hefði hjálpað hvaða bæjarstjórn sem var við völd. Slíkur er máttur íþróttanna. Þannig eru íþróttirnar ekki aðeins góðar fyrir þá sem þær stunda heldur hafa íþróttir jákvæð áhrif á allt samfélagið í kringum sig. Það er mikilvægt að við leggjum rækt við gleðina, vonina og það góða sem í okkur býr. Nógur er barlómurinn og neikvæðu fréttirnar sem góður tíðindin og jákvæðu fréttirnar verða að víkja fyrir í umræðunni.   Betra samfélag Fátt gleður okkur meira en geta orðið að liði. Vera ærlegir þegnar, skila okkar og leggja öðrum lið. Þetta upplifið ég í liðinni viku ásamt 400 örðum góðum konum og körlum. Þessi hópur hefur hist á Þorláksmessu að sumri og borðað saman kæsta skötu til góðs fyrir þá sem þurfa aðstoð eða að tekið sé á með þeim undir hornið á vagninum og honum komið yfir erfiðan hjalla á lífsleiðinni. Til að gera þetta mögulegt hafa fyrirtæki og einstaklingar lagt sitt af mörkum ásamt þeim sem greiða sig inn að töluverður sjóður verður til sem notaður er til styrktar góðum málefnum. Í lok borðhaldsins eru styrkirnir afhentir af viðstöddum öllum þeim sem tóku þátt í verkefninu. Á þann hátt upplifa allir þátttöku sína í góðu verki og við göngum saman út í sumarnóttina glöð í bragði yfir betra samfélagi í dag en í gær. Það er sannarlega verkefnið að við leggjum okkur fram um betra samfélag. Reiðin og hatrið, skömmin og þunginn í umræðu síðustu ára bætir ekki samfélagið. Með því að efla forvarnir og íþróttir, taka þátt í hjálpsömu- og glaðværu samfélagi verður lífið okkur léttara og við sjálf ánægð og gleðjumst yfir framlagi okkar til betra lífs fyrir alla. Er það ekki verkefnið okkar allra?   Ásmundur Friðriksson alþingismaður.  

Þriðji sigurinn í röð

ÍBV er á góðri leið með að kveða falldrauginn í kútinn eftir þriðja sigurleik liðsins í röð í Pepsídeild karla.  Í kvöld lagði liðið Fram að velli 2:0 en mörkin komu með rúmlega 85 mínútna millibili, það fyrra á 5. mínútu og það síðar þegar venjulegum leiktíma var lokið.  Mörkin gerðu þeir Víðir Þorvarðarson og Jonathan Glenn en báðir voru þeir að skora í öðrum leik sínum í röð.  Glenn er auk þess markahæstur í Pepsídeildinni þegar þetta er skrifað, hefur skorað 7 mörk í leikjunum 12 sem ÍBV hefur lokið.  Framherjinn sterki var harðlega gagnrýndur í upphafi leiktíðar vegna frammistöðu sinnar á vellinum en sá hefur svarað eins og best verður á kosið, með því að raða inn mörkum.     Með sigrinum lyfti ÍBV sér upp í 7. sæti en Eyjamenn eru nú með 13 stig, einu stigi meira en Breiðablik, sem er í 8. sæti og tveimur meira en Fjölnir og Fylkir.  Breiðablik og Fjölnir eiga reyndar leik til góða og geta skotist upp fyrir ÍBV.  En engu að síður er ÍBV nú fjórum stigum frá fallsæti og allt annað að sjá til liðsins.  Ef það er eitthvað sem mætti finna að leik ÍBV í kvöld, þá var það að liðinu skyldi ekki takast að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik þegar liðið skapaði sér fjölda færa, þar á meðal nokkur dauðafæri.  Stuðningsmenn ÍBV voru því á sætisbrúninni allt þar til í uppbótartíma að Jonathan Glenn innsiglaði sigurinn.   Næsti leikur verður hins vegar erfiður en þá sækir ÍBV Stjörnuna heim eftir viku.  Garðbæingar eru sem stendur í efsta sæti með 25 stig og eru eina taplausa liðið í deildinni, ásamt FH.  Þar á eftir tekur ÍBV á móti KR í undanúrslitum bikarkeppninnar á Hásteinsvelli fimmtudaginn 31. júlí, eða á fimmtudegi fyrir þjóðhátíð.  
>> Eldri fréttir

Stjórnmál >>

Fyrsti fundur bæjarstjórnar í dag

Bæjarstjórn Vestmannaeyja kemur saman í dag í fyrsta sinn á nýju kjörtímabili.  Niðurstaða bæjarstjórnarkosninganna í vor, voru á þann veg að Sjálfstæðisflokkur fékk fimm bæjarfulltrúa en Eyjalistinn tvo.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn eru Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason og Birna Þórsdóttir en fulltrúar Eyjalistans eru Jórunn Einarsdóttir og Stefán Óskar Jónasson.  Elliði, Páley, Páll Marvin og Jórunn sátu öll í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili.  Stefán Óskar hefur áður verið í bæjarstjórn og var varamaður á síðasta kjörtímabili en þau Trausti og Birna eru ný.  Bæjarstjórnarfundurinn fer fram í Eldheimum og hefst klukkan 18:00.   „Þegar ég kom inn í bæjarstjórn 2002 voru útsvarstekjur á hvern íbúa á verðlagi þess árs rétt liðlega 200.000 krónur en á síðasta ári voru þær hátt í 475.000 krónur,“ sagði Stefán í samtali við Eyjafréttir, sem kom út í gær.   „Staðan í dag opnar á tækifæri að gera meira fyrir bæjarbúa og bæjarfélagið í heild. Ég er ekki að mæla með óráðsíu í fjármálum en það má gera betur á ýmsum sviðum. Auðvitað veltur þetta mikið á á sjávarútvegi og afkomu atvinnulífsins almennt. Á kjörtímabilinu 2002 og 2006 vorum við, ég og núverandi bæjarstjóri, Elliði Vignisson, að skoða þann möguleika á að rífa blokkina Áshamar 75 ef það gæti létt á skuldum bæjarins. Engum dettur það í hug í dag en sterkari innviðir bæjarfélagsins eru líka verðmæti,“ sagði Stefán.   Viðtalið má lesa í heild sinni í Eyjafréttum.  

Óska eftir því að umferðarhópur Vestmannaeyjabæjar fjalli um ábendingu þína

Fyrr í dag kom ungur Eyjapeyi, Símon Þór Sigurðsson á ritstjórn Eyjafrétta og vildi koma á framfæri spurningu til Elliða Vignissonar, bæjarstjóra þess efnis hvort ekki væri hægt að koma upp umferðarljósum á gatnamótum Kirkjuvegs og Heiðarvegs.  Elliði hefur nú svarað fyrirspurn Símons og má sjá svarið hér að neðan.   Kæri Eyjapeyi, Símon Þór Í fyrstu langar mig að þakka þér hjartanlega fyrir góða ábendingu og hrósa þér fyrir að hafa kjark og dugnað til að láta að þér kveða. Þessi gatnamót sem þú nefnir eru sannarlega ein af þeim hættulegri hérna í Vestmannaeyjum. Mjög oft gerist það að aðkomufólk heldur að það eigi réttinn á leið sinni þarna um og áttar sig ekki á stöðvunarskyldunni. Þá er hraðinn eftir Kirkjuveginum stundum umfram það sem þessi gatnamót þola og það getur valdið slysum. Stundum hefur litlu mátt muna að illa færi (sjá td.: hér) Ég veit að Framkvæmda- og umferðasvið Vetmannaeyjabæjar hefur áður fjallað um þetta götuhorn og til athugunar hefur verið að setja annaðhvort umferðarljós eða hringtorg þarna. Flestir eru sammála um að hringtorg þarna væri góður kostur en plássið til að koma slíku fyrir hefur hópnum þótt of lítið. Aðalmálið í þessu -eins og öllu öðru- er að við Eyjamenn erum öll saman ábyrg fyrir Eyjunni okkar. Saman verðum við að finna lausnir á öllum þeim verkefnum sem upp koma. Þetta er eitt þeirra. Þess vegna er svo gott að þú skulir nú benda á þetta. Allt verður þetta samt að vera vandað og mikilvægt að það fólk sem best þekkir til komi með lausnir. Þess vegna hef ég þegar óskað eftir því að umferðarhópur Vestmannaeyjabæjar fjalli um ábendingu þína og ég á von á því að í framhaldi af því fáum við báðir svör sem við getum vonandi verið sáttir við. Takk fyrir áhugann og gangi þér vel Með kveðju frá bæjarstjóranum þínum Elliði Vignisson   Ps. Þú ert velkominn til mín í spjall hvenær sem er.   Sjá einnig: Vill umferðarljós á gatnamót Heiðarvegs og Kirkjuvegs

Greinar >>

Fjöldauppsagnir

  Svolítið merkilegt að fylgjast með umræðunni vegna fjöldauppsagna starfsfólks Fiskistofu sem og starfsfólks fiskvinnslu fyrirtækisins Vísis á norðurlandi, og umræðan að mestu tæmd, en þó ekki. Þegar ég heyrði fyrst af uppsögnum fiskvinnslu fyrirtækisins í Grindavík á starfsfólki sínu fyrir norðan, þá fór ég strax að reyna að komast að því, hver hin raunverulega ástæða væri.  Eftir því sem að mér er sagt, þá er Vísir orðið enn eitt af þeim fiskvinnslu fyrirtækjum með mikið af aflaheimildum til þess að veðsetja komið í útrás.  Þá hafi fyrirtækið tapað gríðarlegum fjármunum í einhvers konar braski vestur í Kanada og það hafi verið að kröfu viðskiptabanka fyrirtækisins, sem fyrirtækið fór að leita leiða til þess að hagræða og þá m.a. með því að loka starfsstöðvum sínum norður í landi.   Því miður er þetta enn eitt dæmið um fyrirtæki, sem í krafti mikilla aflaheimilda og frjálsa framsalsins á aflaheimildum, sem freistast til þess að leggja störf starfsfólks síns í hættu vegna græðgi.   Varðandi hins vegar starfsfólks Fiskistofu og umræðurnar um störf á vegum ríkissins, þá get ég vel tekið undir það sjónarmið okkar á landsbyggðinni að svo sannarlega mætti færa fleiri störf út á land.  En gallinn við þessa ákvörðun um flutning Fiskistofu er ekki sú ákvörðun, heldur hvernig staðið er að henni. Að mínu mati hefði átt að gefa það strax út, að þessi störf yrðu flutt, en þá t.d. á kjörtímabilinu. Fá starfsfólk Fiskistofu til þess að taka þátt í verkefninu, hvort sem það ætlar að fylgja með eða ekki, en gefa um leið út þá tilkynningu að það starfsfólk Fiskistofu, sem ekki gæti eða vildi flytja sig norður í land, myndi hafa forgang á höfuðborgarsvæðinu í önnur störf á vegum ríkisins. Mér finnst í umræðunni alveg hafa gleymst að horfa á hinn mannlega þátt málsins, því öll höfum við að sjálfsögðu fjölskyldu, heimili og fjárskuldbindingar sem ekki er alltaf hægt, í sumum tilvikum, að færa milli landshorna.   Ég verð að segja alveg eins og er, að ég þarf að hafa samband við Fiskistofa að jafnaði einu sinni í mánuði út af hinum ýmsu málum og fengið undantekningalaust frábæra þjónustu og afgreiðslu á mínum málum. Besta leiðin til þess að sú góða þjónusta haldi áfram, er að flutningurinn verður unninn í góðu samræði við þá sem starfa núna á Fiskistofu.   Varðandi þá ákvörun bæjarstjórnar Vestmannaeyja að fagna því, að störf á vegum ríkisins séu flutt út á land, þá get ég vissulega tekið undir það, en ég hefði þó frekar viljað sjá meiri kraft lagðan í það að verja þau störf á vegum ríkisins sem enn eru hér í Vestmannaeyjum og þá sérstaklega á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Margt fleira mætti nefna, eins og t.d. yfirstjórn sjúkrahússins, löggæslunnar, niðurlagning á starfi vitavarðar í Vestmannaeyjum, listinn er í raun endalaus þegar maður horfir til baka, en ég verð þó að segja það að lokum að ég hef mestar áhyggjur á því að niðurskurður á sjúkrahúsinu haldi áfram og svolítð galið að hugsa til þess, að ef fólk í Vestmannaeyjum vogar sér að vilja fjölga sér, þá þarf það að flytja á höfuðborgarsvæðið til að geta fætt börnin sín.