Illa gekk að rýma Herjólf vegna sjóveiki

Illa gekk að rýma Herjólf, þegar brunaviðvörunarkerfi ferjunnar fór í gang í lok desember. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Reykurinn varð mestur í svokölluðum almenningi sem er salur undir undir bílaþilfari en hann var fullnýttur vegna slæms veðurs, ekki síst vegna sjóveiki hjá farþegum um borð. Í skýrslunni kemur fram að of fáir skipverjar hafi verið til að takast á við þessar aðstæður og að fleiri voru um borð en fyrst var tilkynnt um. Landhelgisgæslan setti af stað mikinn viðbúnað eftir að brunaboði í Herjólfi fór í gang þann 29. desember. Áhafnir beggja björgunarþyrlanna voru kallaðar út sem og björgunarskipið Þór og lóðsinn. Ruv.is greinir frá.   Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að brunaviðvörunarkerfið hafi farið í gang um klukkan fjögur en að beiðni um aðstoð hafi verið afturkölluð tæpum hálftíma seinna. Þá hafði komið í ljós að reimar höfðu slitnað í loftræstiblásara fram á skipinu og við það myndast reykur og gúmmílykt.   Í skýrslunni kemur fram að illa hafi gengið að rýma skipið vegna sjóveiki um borð en slæmt veður var á þessum tíma og almenningur, þar sem mestur reykurinn var, því fullnýttur af farþegum. Aðstoða þurfti marga farþega til að komast á mótstað og tók rýming skipsins 10 til 15 mínútur.   Fram kom hjá skipstjóra Herjólfs að of fáir skipverjar hefðu verið um borð til að takast á við þessar aðstæður. Það hafi því komið sér vel að tveir úr áhöfn Herjólfs, sem voru í fríi, voru meðal farþega. Þeir hafi aðstoðað skipverja við rýmingu. Þá voru fjarskipti milli stjórnpalls og skipverja slæm, sérstaklega frá stjórnpalli niður í almenning þar sem mestur reykurinn var.   Þá segir í skýrslunni að samkvæmt fyrstu upplýsingum frá Herjólfi til Vaktstöðvar siglinga hafi verið tilkynnt að 132 manns væru um borð. Seinna hafi komið í ljós að í áhöfn voru tólf og farþegar 137 eða samtals 149. „Í ljós kom að engin skráning var á farþegum sem voru með skipinu í þessari ferð.“ Nefndin leggur því til að fjöldi í áhöfn verði endurskoðaður að teknu tilliti til öryggi skips, áhafnar og farþega.  

Væri heiður að fá að spila fyrir Ísland

Aðalmarkmið okkar fyrir tímabilið var að vinna að minnsta kosti einn bikar þannig ég er ánægð með útkomuna,“ segir Cloé aðspurð út í árangur liðsins á liðnu tímabili. „Fyrir mig persónulega þá er ég ánægð að ég skoraði meira á þessu tímabili en árið áður, en ég vildi óska þess að ég hefði getað klárað síðustu þrjá leikina líka.“ Þegar talið barst að íslenskum ríkisborgararétti og íslenska landsliðinu sagðist Cloé vera spennt fyrir þeim kosti. „Ég mun reyna að fá íslenskan ríkisborgararétt, vonandi mun ferlið byrja núna í nóvember. Ef KSÍ telur sig síðan hafa not fyrir mig í landsliðinu og væri tilbúið til að gefa mér tækifæri þá væri það mikill heiður fyrir mig.“ Eftir að Cloé flutti frá Kanada hafa tækifærin með landsliðinu þar í landi verið af skornum skammti en samkeppnin mikil hjá eins sterku liði og Kanada. „Ég hafði tekið þátt í mörgum úrtökum fyrir landsliðið ásamt því að hafa verið partur af yngri landsliðunum. En eftir að ég yfirgaf Kanada og fór að spila í Bandaríkjunum og síðan Íslandi, hef ég ekki fengið mikla athygli frá knattspyrnusambandinu,“ segir Cloé. Eins og staðan er núna á Cloé eitt á eftir af samningi sínum við ÍBV og segir hún það hentugt fyrirkomulag að framlengja ekki lengur en í eitt ár í senn. „Ég er mjög ánægð í Vestmannaeyjum eins og staðan er í dag, samfélagið, starfsfólk ÍBV og liðið hefur alltaf komið afskaplega vel fram við mig. Ég mun samt sem áður bara taka eitt ár í einu, sérstaklega í ljósi þess að ég er að vinna að meistaragráðu samhliða fótboltanum,“ segir Cloé að endingu.  

Illa gekk að rýma Herjólf vegna sjóveiki

Illa gekk að rýma Herjólf, þegar brunaviðvörunarkerfi ferjunnar fór í gang í lok desember. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Reykurinn varð mestur í svokölluðum almenningi sem er salur undir undir bílaþilfari en hann var fullnýttur vegna slæms veðurs, ekki síst vegna sjóveiki hjá farþegum um borð. Í skýrslunni kemur fram að of fáir skipverjar hafi verið til að takast á við þessar aðstæður og að fleiri voru um borð en fyrst var tilkynnt um. Landhelgisgæslan setti af stað mikinn viðbúnað eftir að brunaboði í Herjólfi fór í gang þann 29. desember. Áhafnir beggja björgunarþyrlanna voru kallaðar út sem og björgunarskipið Þór og lóðsinn. Ruv.is greinir frá.   Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að brunaviðvörunarkerfið hafi farið í gang um klukkan fjögur en að beiðni um aðstoð hafi verið afturkölluð tæpum hálftíma seinna. Þá hafði komið í ljós að reimar höfðu slitnað í loftræstiblásara fram á skipinu og við það myndast reykur og gúmmílykt.   Í skýrslunni kemur fram að illa hafi gengið að rýma skipið vegna sjóveiki um borð en slæmt veður var á þessum tíma og almenningur, þar sem mestur reykurinn var, því fullnýttur af farþegum. Aðstoða þurfti marga farþega til að komast á mótstað og tók rýming skipsins 10 til 15 mínútur.   Fram kom hjá skipstjóra Herjólfs að of fáir skipverjar hefðu verið um borð til að takast á við þessar aðstæður. Það hafi því komið sér vel að tveir úr áhöfn Herjólfs, sem voru í fríi, voru meðal farþega. Þeir hafi aðstoðað skipverja við rýmingu. Þá voru fjarskipti milli stjórnpalls og skipverja slæm, sérstaklega frá stjórnpalli niður í almenning þar sem mestur reykurinn var.   Þá segir í skýrslunni að samkvæmt fyrstu upplýsingum frá Herjólfi til Vaktstöðvar siglinga hafi verið tilkynnt að 132 manns væru um borð. Seinna hafi komið í ljós að í áhöfn voru tólf og farþegar 137 eða samtals 149. „Í ljós kom að engin skráning var á farþegum sem voru með skipinu í þessari ferð.“ Nefndin leggur því til að fjöldi í áhöfn verði endurskoðaður að teknu tilliti til öryggi skips, áhafnar og farþega.  

Væri heiður að fá að spila fyrir Ísland

Aðalmarkmið okkar fyrir tímabilið var að vinna að minnsta kosti einn bikar þannig ég er ánægð með útkomuna,“ segir Cloé aðspurð út í árangur liðsins á liðnu tímabili. „Fyrir mig persónulega þá er ég ánægð að ég skoraði meira á þessu tímabili en árið áður, en ég vildi óska þess að ég hefði getað klárað síðustu þrjá leikina líka.“ Þegar talið barst að íslenskum ríkisborgararétti og íslenska landsliðinu sagðist Cloé vera spennt fyrir þeim kosti. „Ég mun reyna að fá íslenskan ríkisborgararétt, vonandi mun ferlið byrja núna í nóvember. Ef KSÍ telur sig síðan hafa not fyrir mig í landsliðinu og væri tilbúið til að gefa mér tækifæri þá væri það mikill heiður fyrir mig.“ Eftir að Cloé flutti frá Kanada hafa tækifærin með landsliðinu þar í landi verið af skornum skammti en samkeppnin mikil hjá eins sterku liði og Kanada. „Ég hafði tekið þátt í mörgum úrtökum fyrir landsliðið ásamt því að hafa verið partur af yngri landsliðunum. En eftir að ég yfirgaf Kanada og fór að spila í Bandaríkjunum og síðan Íslandi, hef ég ekki fengið mikla athygli frá knattspyrnusambandinu,“ segir Cloé. Eins og staðan er núna á Cloé eitt á eftir af samningi sínum við ÍBV og segir hún það hentugt fyrirkomulag að framlengja ekki lengur en í eitt ár í senn. „Ég er mjög ánægð í Vestmannaeyjum eins og staðan er í dag, samfélagið, starfsfólk ÍBV og liðið hefur alltaf komið afskaplega vel fram við mig. Ég mun samt sem áður bara taka eitt ár í einu, sérstaklega í ljósi þess að ég er að vinna að meistaragráðu samhliða fótboltanum,“ segir Cloé að endingu.  

Samgönguþingi unga fólksins um helgina

Samgönguþingi unga fólksins lauk í gær en á síðari hluta þingsins störfuðu umræðuhópar og síðan var samþykkt ályktun þingsins sem beint er til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Maríanna Jóhannsdóttir og Jón Gauti Úranusson voru meðal fulltrúa.   Fram kom í lokaorðum Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að hann sæi fyrir sér að þing sem þetta yrði reglulegur viðburður hjá ráðuneytinu. Hann lýsti ánægju sinni með þátttökuna og afrakstur þingsins sem hann sagði nýtast vel.   Umræðuhóparnir fjölluðu um eftirtalin efni:   Sektir: Hækkun sekta við notkun snjalltækja og tekjutenging sekta. Akstur undir áhrifum: Áfengismörk við 0,5 prómill, 0,2 prómill eða 0,0 prómill. Bílprófsaldur og nám til bílprófs. Létt bifhjól og reiðhjól sem samgöngutæki. Hertar refsingar og lengri sviptingartími við ítrekuðum umferðarlagabrotum. Samgöngur í framtíðinni. Umræðustjórar beindu spurningum um málefnin til þátttakenda sem settu fram skoðanir sínar og vangaveltur um umræðuefnin. Hér á eftir eru nokkur atriði sem fram komu í hópunum:   Lengja nám til ökuprófs   Samfélagsþjónusta sem viðurlög við umferðarlagabroti Hækka sektir vegna notkunar snjallsíma í 40 þús. kr. Tekjutengja sektir – mánaðarlaun í sekt? Áróður betri en hækkun á sektum Herða refsingar við ítrekuð brot, senda á námskeið ef menn vilja halda bílprófi Áfengismörk verði óbreytt Fleiri hjólastíga – sérstaklega úti á landi og gera hjólreiðar meira spennandi – skylda hjálmanotkun fyrir alla Bæta strætóáætlanir Halda bílprófsaldri – skrá æfingaakstur Rafmagnsbílar – þarf að taka með í reikninginn umhverfisáhrif af framleiðslu rafgeyma og eyðingu þeirra Taka bílpróf í framhaldsskóla til að jafna aðgengi Samþykkt var eftirfarandi ályktun í lok þingsins:   Ályktun samgönguþings unga fólksins 2017   Horfa þarf til ólíkra samgöngumáta við framtíðarskipulag samgangna á Íslandi. Ungt fólk kýs í vaxandi mæli að búa smærra og nota vistvænar samgöngur. Stjórnvöld skulu þó tryggja einstaklingum svigrúm til að velja sér þann samgöngumáta sem það helst kýs, hvort sem það eru almenningssamgöngur, hjólreiðar, einkabíll eða aðrar tegundir samgangna. Fjölga þarf hleðslustöðvum á landinu til þess að flýta fyrir rafbílavæðingu. Styrkja þarf strætókerfið, meðal annars með því að fjölga ferðum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni og bjóða upp á næturstrætó.   Öruggar samgöngur er undirstaða byggðar og atvinnulífs um land allt, meðal annars flug- og skipasamgöngur, og leggja þarf því áherslu á áframhaldandi uppbyggingu vega á landsbyggðinni, meðal annars með tilliti til hraðrar fjölgunar ferðamanna á undanförnum árum. Klára þarf að malbika hringveginn. Stjórnvöld þurfa að tryggja nýsköpunarfyrirtækjum á sviði samgangna samkeppnishæft umhverfi, svo sem fyrirtækjum sem bjóða upp á betri nýtingu farartækja og fjármagn í gegnum deilihagkerfið.   Tæknin tekur hröðum breytingum og þess vegna þarf að aðlaga regluverkið að aukinni snjalltækjanotkun í umferðinni. Hækka þarf sektir fyrir notkun þeirra undir stýri og skoða kosti og galla kerfis þar sem sektir eða refsingar komi jafnt við alla tekjuhópa í landinu. Lækka þarf áfengismörk við akstur til þess að draga úr akstri undir áhrifum. Einnig þarf að herða refsingar við ítrekuðum umferðarlagabrotum, til dæmis með stigvaxandi sektum eða samfélagsþjónustu.   Samgönguþing unga fólksins telur ekki ástæðu til að hækka bílprófsaldur upp í 18 ár í stað 17 ára, en vill skoða að samræma menntaskólaaldur og bílprófsaldur. Tryggja þarf að æfingaakstur sé nýttur við ökunámið til að undirbúa unga bílstjóra betur undir umferðina. Þingið telur ástæðu til að skoða réttindi og skyldur ungs fólks í víðara samhengi. Rannsóknir benda til þess að fólk sé lengur í áhættuhóp því seinna sem það öðlast ökuréttindi. Telur þingið það ekki vera aldur ökumanna sem auki slysatíðnina, heldur reynsluleysið sem er óhjákvæmilegt hjá nýjum ökumönnum óháð bílprófsaldri.   Ráðast þarf í gerð fleiri hjólreiðastíga til þess að styrkja frekar við hjólreiðar sem samgöngur og gæta þarf að því að fræða hjólreiðamenn um réttindi sín og skyldur í umferðinni samhliða ört vaxandi fjölda hjólreiðamanna á landinu. Skoða þarf lagningu hjólreiðastíga á landsbyggðinni til að hvetja íbúa landsbyggðarinnar til að nýta sér slíkan samgöngumáta.   Einnig þarf að skilgreina notkun léttra bifhjóla með ítarlegri hætti en nú er gert. Tengja þarf allt landið mun betur saman með því að innanlandsflug verði raunhæfur kostur fyrir alla landsmenn. Fjölga þarf stærri samgöngutengingum, t.d. með hraðlestum og bæta þarf tíðni strætókerfisins og almenningssamgangna um landið allt.  

Ragnar Óskarsson: Enn á ný

Enn eru kosningar á næsta leiti. Tæplega ársgömul ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins sprakk nýlega vegna alvarlegra spillingarmála og því þurfum við að kjósa að nýju.   Miðað við þá umræðu sem mest ber á hjá þjóðinni nú eru kröfurnar um jöfnun lífskjara, stöðugleika og heiðarleika og öflugt heilbrigðiskerfi.   Hvernig skyldu stjórnmálaflokkarnir bregðast við þessu ákalli þjóðarinnar? Hér tek ég dæmi um tvo stjórnmálaflokka og afstöðu þeirra.   Vinstri græn munu m.a. jafna lífskjör með skattakerfinu, leggja hærri skatta á þá sem búa við auðlegð en lækka og afnema skatta til þeirra sem minnst mega sín.   Vinstri græn munu beita sér fyrir stöðugleika í samfélaginu með ríkisstjórn sem gerir raunhæfar áætlanir og situr út kjörtímabil sitt. Stjórnkerfið mun verða gagnsætt og hvorki spilltir stjórnmálamenn né aðrir munu komast upp með ólögleg og siðlaus skattaundanskot, hvorki í skattaskjólum né annars staðar.   Vinstri græn munu leggja áherslu á að byggja upp öflugt heilbrigðiskerfi í þágu og eigu þjóðarinnar, heilbrigðiskerfi sem að undanförnu hefur verið látið grotna niður og er nú í raun komið að fótum fram.   Hvernig skyldi Sjálfstæðisflokkurinn líta á ákall þjóðarinnar?   Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram með skattkerfi sem hyglar þeim auðugu á kostnað þeirra sem minna hafa. Stóreignafólk þarf ekki að örvænta því hagsmuna þess mun vel gætt. Aðrir mega áfram sitja eftir með sárt ennið.   Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram sveltistefnu sinni gegn heilbrigðiskerfi landsmanna og að auki færa heilbrigðisþjónustuna í auknum mæli til einkarekstrar sem hafa mun í för með sér enn meiri kostnað og enn verri stöðu fyrir almenning í landinu.   Sjálfstæðisflokknum mun á næsta kjörtímabili ekki takast að skapa stöðugleika og heiðarleika. Tvær síðustu ríkisstjórnir þar sem flokkurinn var í forustu gáfust upp vegna einmitt vegna óheiðarleika og spillingarmála.   Ég nefni þessa tvo flokka hér vegna þess að þeir verða í kosningunum 28. október fulltrúar þeirra meginsjónarmiða sem tekist verður á um, um framtíð íslensks samfélags.   Ragnar Óskarsson  

Seldi allar myndirnar á fyrstu sýningunni

Hinn níu ára gamli Ástþór Hafdísarson er einn af mest spennandi upprennandi listamönnum Vestmannaeyja um þessar mundir en hann hefur getið sér gott orð fyrir geometrískar teikningar sínar af öllu milli himins og jarðar. Ástþór kíkti við hjá Eyjafréttum á dögunum, ásamt móður sinni Hafdísi Ástþórsdóttur, eiganda Dízó hársnyrtistofu, og ræddi við blaðamann um þessa nýuppgötvuðu listgáfu sína. Ásamt því að verkin séu geometrísk segir Ástþór teikningar sínar oft og tíðum bera þess merki að vera abstrakt. „Ég sá bara eitthvað svona á netinu og ákvað bara að prófa en ég er samt ekki að herma eftir öðrum. Ég hafði eitthvað aðeins teiknað áður, snáka og svona, og alltaf haft gaman að því,“ segir Ástþór sem á sér þó ekki sérstaka fyrirmynd í bransanum. „Hann hefur alltaf verið listrænn og haft gott auga fyrir hinu og þessu en í vor byrjað hann fyrst að gera stök verk,“ bætir Hafdís við.   Hélt sýningu á Þjóðhátíð Fyrsta sýningin var haldin á Þjóðhátíðinni og seldust allar 11 myndirnar sem voru til sýnis. „Við vorum bara með sýninguna inni í tjaldinu okkar, bæði á föstudeginum og sunnudeginum. Við keyptum ramma í Ikea og hengdum upp og það kom alveg hellingur af fólki að skoða og allar myndirnar seldust. Flestir sem keyptu voru skyldfólk okkar og norskir vinir systur minnar sem voru gestir á Þjóðhátíð,“ segir Hafdís. Í fyrstu teiknaði Ástþór einungis með blýanti en eftir fyrstu sýninguna fór hann að nota penna og færa sig meira yfir í geometrískar myndir. Nú hefur þú m.a. gert bjarndýr að viðfangsefni þínu, ertu aðallega að einblína á dýr eða teiknar þú bara hvað sem er? „Ég hef teiknað tvö dýr en annars teikna ég bara hvað sem er. Fyrst teiknaði ég oft fjaðrir en hef síðan verið að teikna luktir sem var eiginlega óvart því ég var að reyna að gera lampa,“ segir Ástþór.   Heldur úti Instagram síðu Nú er Ástþór kominn með Instagram síðu, ÁstArt08, þar sem m.a. er hægt að sjá ýmis verk og fylgjast með honum teikna. En hafa krakkarnir í bekknum þínum áhuga á þessu? „Nei, ekkert sérstaklega,“ segir Ástþór sem þó heldur utan um fámennt en góðmennt teiknifélag sem saman stendur af þremur meðlimum. „Mig langar ekki að hafa of marga í teiknifélaginu,“ bætir formaðurinn við án þess að útiloka neitt. Samkvæmt mæðginunum er töluvert af nýju efni tilbúið og er stefnan sett á sýningu fyrir áramót ef hentugt húsnæði finnst. „Við höfum verið að pæla í því en það er ekkert planað, en okkur langar að halda sýningu fyrir áramót,“ segir Hafdís að endingu.  

Sigurvin Marínó Sigursteinsson er Eyjamaður vikunnar: Þörf fyrir að láta gott af sér leiða

5. október sl. fagnaði skátafélagið Faxi þeim tímamótum að 50 ár eru síðan félagið hóf að gefa út sérstakt félagsblað undir heitinu Skátablaðið Faxi. Í öll þau ár hefur Marinó Sigursteinsson verið ábyrgðarmaður blaðsins, auk þess að vera ritstjóri þess hin fyrstu árin. Marinó er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.   Nafn: Sigurvin Marinó Sigursteinsson. Fæðingardagur: 7. desember 1952. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Giftur Marý Ó. Kolbeinsdóttur. 5 börn: Heiða Björk, Bjarni Ólafur, Ingibjörg, Ingibjörg Ósk og Sigursteinn. 8 barnabörn og það 9. á leiðinni. Uppáhalds vefsíða: heimaslod.is. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Öll eyjalög sungin af Blítt og létt og fjöldasöngur. Aðaláhugamál: Fuglar, fuglaskoðun og fuglamerkingar. Uppáhalds app: Ég veit ekki einu sinni hvað það er. Hvað óttastu: Ekkert, tek öllu af auðmýkt. Mottó í lífinu: Vera heiðarlegur og trúr skátahugsjóninni, sjálfum mér og öðrum. Apple eða Android: Hvað er það? Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Baden Powell. Hvaða bók lastu síðast: Er alltaf að lesa bækur eftir Eyjamenn eða sem tengjast Eyjunum. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Ole Gunnar Solskjær, Manchester United og ÍBV. Ertu hjátrúarfull/ur: Nei. Stundar þú einhverja hreyfingu: Göngu þegar ég mögulega get. Uppáhaldssjónvarpsefni: Náttúrulífsþættir. Held mikið upp á Pál Steingríms. Skipar skátahreyfingin stóran sess í hjarta þínu: Já, ég hef alltaf verið stoltur af því að vera skáti og er viss um að það hefur gert mig að betri manni. Ég hef einnig eignast vini á öllum aldri. Hvernig kom það til að gefa út skátablaðið fyrir 50 árum síðan: Einhver þörf á því að láta gott af sér leiða og gera gagn. Nú hefur þú verið ábyrgðarmaður blaðsins í 50 ár, ætlar þú að halda áfram eða segja þetta gott: Ég held að það viti það allir að ég kann ekki að segja nei.    

Eins og að opna pakka að koma í nýtt og framandi land

Eyjamærin Kolbrún Inga Stefánsdóttir er sannkallaður heimsborgari, hún hefur ferðast mikið síðustu ár og sló ekki slöku við þegar hún eignaðist son sinn Atlas Neo í apríl 2016 með kærasta sínum Carli sem er norskur. Þau fjölskyldan eru búin að ferðast til 15 landa síðan Atlas Neo fæddist og eru hvergi nærri hætt.   Kolbrún Inga Stefánsdóttir er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún er dóttir Stefáns Birgisson og Svövu Gunnarsdóttur. Fyrir nokkrum árum fluttist Kolbrún til Kína og má segja að síðan þá hefur hún verið á flakki milli landa að láta drauma sína rætast. Þegar blaðamaður heyrði í Kolbrúnu var hún stödd á eyju í Filipseyjum þar sem netsamband var lélegt en þetta hafðist allt. Daginn eftir var fjölskyldan á leiðinni á aðra eyju sem heitir El Nido og ætlar eyða þar næstu tveimur vikum. „ Þaðan förum við til Hong Kong í tvær vikur, svo til Kína að hitta Bigga bróður og fjölskyldu hans. Eftir Kína förum við til Thailands og erum ekki búin að ákveða hvað við verðum lengi þar. Við erum ótrúlega spennt fyrir komandi tímum“ sagði Kolbrún. Fjölskyldan hefur ferðast til 15 landa á síðustu 18 mánuðum en Kolbrún sagði það ekkert mál að bæta við ferðafélaga þegar Atlas Neo fæddist. „Ég og Carl höfum alltaf elskað að ferðast. Þegar ég varð ólétt þá urðum við bæði mjög hrædd um að þyrftum að leggja þessi ferðalög á hilluna og fara að sinna nýjum verkefnum. En svo áttuðum við okkur á því að sjálfsögðu er hægt að bæta einum ferðafélaga í hópinn og vorum strax byrjuð að plana ferðalög áður en Atlas kom í heiminn. Carl vinnur við online marketing sem þýðir að hann getur unnið hvar sem er í heiminum og vildum við nýta þetta frábæra tækifæri að skoða heiminn áður en Atlas byrjar í skóla“ sagði Kolbrún.   Þakklát fyrir að hafa fæðst á Íslandi En hvað er það sem heillar þig mest við að ferðast? „ Þetta er eins og að opna pakka að ferðast til nýrra landa, þú veit ekki hverju þú átt að búast við. Við höfum alveg lent í því að fara á staði og litið á hvort annað, ,,hvað erum við að gera hérna“. Við fórum til dæmis til Kúbu í 5 daga og ég er viss um að það sé yndislegt að fara þangað með vinum eða maka og sitja á bar og dansa salsa. En að koma þangað með lítið barn er ekkert sem ég myndi mæla með. Við vorum stoppuð á hverju horni af fólki með lítil börn, bæði búin að kúka og pissa á sig, að biðja okkur um bleyjur, mat og pening. Að sjálfsögðu vill maður geta hjálpað öllum en það er því miður ekki hægt. Það tók mikið á mömmuhjartað að vera þarna og vorum við þakklát fyrir að þetta voru bara 5 dagar en á sama tíma kenndi þetta manni að vera þakklátur fyrir litlu hlutina í lífinu. Staðurinn sem hefur komið okkur mest á óvart er Playa del Carmen í Mexico. Við vorum þar í tvo mánuði og gætum alveg hugsað okkur að búa þar. Maður þarf að sjálfsögðu að finna öruggt og gott hverfi til að búa í, maður stekkur ekki bara á það ódýrasta þegar kemur að löndum eins og Mexíkó. Okkur leið mjög vel þarna, gullfallegar staður og auðvelt að fara í dagsferðir á eyjarnar í kring, góður matur og fólk var mjög vinalegt. Vorum svo ótrúlega heppin að fá mömmu og pabba í heimsókn til okkar og vorum við öll sammála að þetta væri staður sem maður væri mikið til í að fara aftur á. Mæli með fyrir alla að fara þangað. Annars hef ég lært svo ótrúlega mikið á því að ferðast. Maður kynnist nýju fólki á hverjum einasta degi. Þótt það sé mjög gaman að skoða öll þessu lönd þá verður maður er alltaf meira og meira þakklátur fyrir að hafa fæðst á Íslandi.“   Það er full vinna að hugsa um barn, heima og í útlöndum Hvernig er að búa í ferðatösku með lítið barn? „Að búa með lítið barn í ferðatösku getur verið krefjandi, sérstaklega þegar við erum að koma okkur á milli staða. Á sumum stöðum eru t.d. engir bílar og þá getur verið pínu púsluspil að koma okkur á áfangastað en sem betur fer er fólk virkilega almennilegt og hjálpar manni alltaf en aldrei hefði mig grunað hversu mikill farangur myndi fylgja litlu barni. Annars er þetta ótrúlega mikið ævintýri og við njótum þess í botn. Eitthvað sem ég mæli með fyrir alla að upplifa.   Það sem mér finnst búið að vera ómissandi þegar þú ferðast með barn er jetkids, það er flugferðataska sem er með geymsluhólf fyrir dót og er flugferðarúm. Við tökum alltaf barnapeltór með í flug og látum á hann þegar/ef hann sofnar svo hann vakni ekki við nein aukahljóð. Góða kerru og burðarpoka. Mæli mikið með að taka töfrasprota til að mauka ef barnið er ekki byrjað að borða mat, man séstaklega eftir þvi í Víetnam, þá voru þau hvergi með barnamat og það bjargaði okkur að hafa sprota. Við vorum með Atlas í moskító tjaldi þegar hann var yngri og létum hann taka lúrana sína þar á daginn svo hann yrði ekki stunginn. En svo er gott að hafa bak við eyrað að þótt maður sé í fríi frá vinnu þá er full vinna að hugsa um barn hvort sem það sé heima hjá sér eða í útlöndum.“   Thailand er eitthvað sem allir verða heimsækja Ef þú ætti að mæla með einum stað í Asíu sem fólk ætti að ferðast til, hver væri það og af hverju? Ef ég ætti að mæla með einum stað til að heimsækja þá verð ég að segja Tæland. Held að enginn hafi farið þangað og verði vonsvikinn, fólk er einstaklega vinalegt þar, ótrúlega fallegt, æðislegur matur og virkilega ódýrt að lifa góðu lífi. Ég bjó þar áður en ég átti Atlas og elskaði það og varð pínu hrædd um að ég myndi ekki njóta þess eins mikið að vera þarna með lítið barn en mér skjátlaðist ef eitthvað er þá varð ég bara meira heilluð að landinu. Fólk miklar oft fyrir sér að fara til Tælands og heldur að það sé mjög dýrt en það er það alls ekki. Bara að panta flugið tímalega og ekkert að drífa sig að panta hótel, því þau lækka bara í verði því sem nær dregur. Mér finnst best að taka 2-3 daga í Bangkok og taka svo flug til Phuket og þræða svo eyjarnar þaðan. Eitthvað sem ég mæli með fyrir alla að gera á lífsleiðinni.      

Merk heimild um sögu skátastarfs í Eyjum

Það var skemmtileg nýbreytni að vera boðið á fund hjá Skátafélaginu Faxa sem haldinn var í Einarsstofu í síðustu viku. Tilefnið var 50 ára afmæli Faxa, félagsblaðs sem komið hefur út að minnsta kosti einu sinni á ári frá upphafi. Einnig verður félagið 80 ára á næsta ári. Mætin var góð þar sem saman voru komnir nýir og eldri skátar, fjölskyldur þeirra og gestir. Faxi fagnaði því þann fimmta október að 50 ár voru síðan félagið hóf að gefa út sérstakt félagsblað undir heitinu Skátablaðið Faxi. Í öll þau ár hefur Marinó Sigursteinsson verið ábyrgðarmaður blaðsins, auk þess að vera ritstjóri þess hin fyrstu árin. „Skátablaðið Faxi er mikilvæg samtímaheimild um skátastarfið hjá Skátafélaginu Faxa á hverjum tíma. Skátafélagið Faxi fagnar 80 ára afmæli á næsta ári, þann 22. febrúar og markar afmælisfagnaðurinn upphafið á afmælisárinu,“ segir á Fésbókarsíðu félagsins um samkomuna.   Það var Frosti Gíslason, félagsforingi Faxa sem stjórnaði samkomunni sem í raun var bara hefðbundinn félagsfundur þar sem nýir skátar voru teknir inn og eldri færðir upp um flokka. Skemmtilegt var að hlusta á Kristinn R. Ólafsson lesa upp sögu úr skátastarfinu sem hann skrifaði í afmælisblað Faxa fyrir 20 árum. Þar komu margir við sögu en efni sögunnar var mest um skátaferð inn á Eiði. Páll Zóphóníasson, fyrrum félagsforingi sagði útgáfu Faxa merka heimild um félagið í hálfa öld og er blaðið um leið aldarspegill um gang mála í Vestmannaeyjum. Vigdís Rafnsdóttir, stóð fyrir fjöldasöng þar sem gömlu góðu skátalögin voru sungin. Á skjá voru svo myndir úr sögu félagsins og á veggjum flest tölublöð Faxa sem segja sögu prentlistar, frá sprittprentun til ofsettprentunar. Og í byrjun varð að taka viljann fyrir verkið þegar kom að umbroti. Frosti vígði unga skáta inn í skátahreyfinguna og gaman að fylgjast með þegar krakkarnir fóru með skátaheitin. Þá voru birtar myndir úr skátastarfinu í gegnum tíðina sem ekki höfðu sést opinberlega áður. Einnig var kynnt söfnunarátak mynda úr skátastarfi Vestmannaeyja í 80 ár í samstarfi við Ljósmyndasafn Vestmannaeyja. Margt er framundan hjá Faxa. Stórslysaæfing með Björgunarfélaginu verður um helgina. Útilega með Mosverjum í nóvember, Desemberkvöldvaka, 80 ára afmæli 22. febrúar 2018, Skátamót 2018 og alheimsmót skáta 2019. Og eins og aðrir skátar verða félagar í Faxa, ávallt viðbúnir.   Skátaheit Skátaheitið er loforð sem skátinn gefur sjálfum sér, eins konar persónuleg áskorun um að gera sitt besta. Þegar skátinn vinnur skátaheitið er hann að taka fyrsta meðvitaða skrefið á sjálfsnámsbrautinni til að verða sjálfstæður, virkur og ábyrgur samfélagsþegn. Hægt er að velja tvær útgáfur af skátaheitinu: Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess að gera skyldu mína við (guð/samvisku) og (ættjörðina/samfélag) , að hjálpa öðrum og að halda skátalögin.  
>> Eldri fréttir

Mannlíf >>

Samgönguþingi unga fólksins um helgina

Samgönguþingi unga fólksins lauk í gær en á síðari hluta þingsins störfuðu umræðuhópar og síðan var samþykkt ályktun þingsins sem beint er til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Maríanna Jóhannsdóttir og Jón Gauti Úranusson voru meðal fulltrúa.   Fram kom í lokaorðum Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að hann sæi fyrir sér að þing sem þetta yrði reglulegur viðburður hjá ráðuneytinu. Hann lýsti ánægju sinni með þátttökuna og afrakstur þingsins sem hann sagði nýtast vel.   Umræðuhóparnir fjölluðu um eftirtalin efni:   Sektir: Hækkun sekta við notkun snjalltækja og tekjutenging sekta. Akstur undir áhrifum: Áfengismörk við 0,5 prómill, 0,2 prómill eða 0,0 prómill. Bílprófsaldur og nám til bílprófs. Létt bifhjól og reiðhjól sem samgöngutæki. Hertar refsingar og lengri sviptingartími við ítrekuðum umferðarlagabrotum. Samgöngur í framtíðinni. Umræðustjórar beindu spurningum um málefnin til þátttakenda sem settu fram skoðanir sínar og vangaveltur um umræðuefnin. Hér á eftir eru nokkur atriði sem fram komu í hópunum:   Lengja nám til ökuprófs   Samfélagsþjónusta sem viðurlög við umferðarlagabroti Hækka sektir vegna notkunar snjallsíma í 40 þús. kr. Tekjutengja sektir – mánaðarlaun í sekt? Áróður betri en hækkun á sektum Herða refsingar við ítrekuð brot, senda á námskeið ef menn vilja halda bílprófi Áfengismörk verði óbreytt Fleiri hjólastíga – sérstaklega úti á landi og gera hjólreiðar meira spennandi – skylda hjálmanotkun fyrir alla Bæta strætóáætlanir Halda bílprófsaldri – skrá æfingaakstur Rafmagnsbílar – þarf að taka með í reikninginn umhverfisáhrif af framleiðslu rafgeyma og eyðingu þeirra Taka bílpróf í framhaldsskóla til að jafna aðgengi Samþykkt var eftirfarandi ályktun í lok þingsins:   Ályktun samgönguþings unga fólksins 2017   Horfa þarf til ólíkra samgöngumáta við framtíðarskipulag samgangna á Íslandi. Ungt fólk kýs í vaxandi mæli að búa smærra og nota vistvænar samgöngur. Stjórnvöld skulu þó tryggja einstaklingum svigrúm til að velja sér þann samgöngumáta sem það helst kýs, hvort sem það eru almenningssamgöngur, hjólreiðar, einkabíll eða aðrar tegundir samgangna. Fjölga þarf hleðslustöðvum á landinu til þess að flýta fyrir rafbílavæðingu. Styrkja þarf strætókerfið, meðal annars með því að fjölga ferðum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni og bjóða upp á næturstrætó.   Öruggar samgöngur er undirstaða byggðar og atvinnulífs um land allt, meðal annars flug- og skipasamgöngur, og leggja þarf því áherslu á áframhaldandi uppbyggingu vega á landsbyggðinni, meðal annars með tilliti til hraðrar fjölgunar ferðamanna á undanförnum árum. Klára þarf að malbika hringveginn. Stjórnvöld þurfa að tryggja nýsköpunarfyrirtækjum á sviði samgangna samkeppnishæft umhverfi, svo sem fyrirtækjum sem bjóða upp á betri nýtingu farartækja og fjármagn í gegnum deilihagkerfið.   Tæknin tekur hröðum breytingum og þess vegna þarf að aðlaga regluverkið að aukinni snjalltækjanotkun í umferðinni. Hækka þarf sektir fyrir notkun þeirra undir stýri og skoða kosti og galla kerfis þar sem sektir eða refsingar komi jafnt við alla tekjuhópa í landinu. Lækka þarf áfengismörk við akstur til þess að draga úr akstri undir áhrifum. Einnig þarf að herða refsingar við ítrekuðum umferðarlagabrotum, til dæmis með stigvaxandi sektum eða samfélagsþjónustu.   Samgönguþing unga fólksins telur ekki ástæðu til að hækka bílprófsaldur upp í 18 ár í stað 17 ára, en vill skoða að samræma menntaskólaaldur og bílprófsaldur. Tryggja þarf að æfingaakstur sé nýttur við ökunámið til að undirbúa unga bílstjóra betur undir umferðina. Þingið telur ástæðu til að skoða réttindi og skyldur ungs fólks í víðara samhengi. Rannsóknir benda til þess að fólk sé lengur í áhættuhóp því seinna sem það öðlast ökuréttindi. Telur þingið það ekki vera aldur ökumanna sem auki slysatíðnina, heldur reynsluleysið sem er óhjákvæmilegt hjá nýjum ökumönnum óháð bílprófsaldri.   Ráðast þarf í gerð fleiri hjólreiðastíga til þess að styrkja frekar við hjólreiðar sem samgöngur og gæta þarf að því að fræða hjólreiðamenn um réttindi sín og skyldur í umferðinni samhliða ört vaxandi fjölda hjólreiðamanna á landinu. Skoða þarf lagningu hjólreiðastíga á landsbyggðinni til að hvetja íbúa landsbyggðarinnar til að nýta sér slíkan samgöngumáta.   Einnig þarf að skilgreina notkun léttra bifhjóla með ítarlegri hætti en nú er gert. Tengja þarf allt landið mun betur saman með því að innanlandsflug verði raunhæfur kostur fyrir alla landsmenn. Fjölga þarf stærri samgöngutengingum, t.d. með hraðlestum og bæta þarf tíðni strætókerfisins og almenningssamgangna um landið allt.  

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Samgönguþingi unga fólksins um helgina

Samgönguþingi unga fólksins lauk í gær en á síðari hluta þingsins störfuðu umræðuhópar og síðan var samþykkt ályktun þingsins sem beint er til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Maríanna Jóhannsdóttir og Jón Gauti Úranusson voru meðal fulltrúa.   Fram kom í lokaorðum Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að hann sæi fyrir sér að þing sem þetta yrði reglulegur viðburður hjá ráðuneytinu. Hann lýsti ánægju sinni með þátttökuna og afrakstur þingsins sem hann sagði nýtast vel.   Umræðuhóparnir fjölluðu um eftirtalin efni:   Sektir: Hækkun sekta við notkun snjalltækja og tekjutenging sekta. Akstur undir áhrifum: Áfengismörk við 0,5 prómill, 0,2 prómill eða 0,0 prómill. Bílprófsaldur og nám til bílprófs. Létt bifhjól og reiðhjól sem samgöngutæki. Hertar refsingar og lengri sviptingartími við ítrekuðum umferðarlagabrotum. Samgöngur í framtíðinni. Umræðustjórar beindu spurningum um málefnin til þátttakenda sem settu fram skoðanir sínar og vangaveltur um umræðuefnin. Hér á eftir eru nokkur atriði sem fram komu í hópunum:   Lengja nám til ökuprófs   Samfélagsþjónusta sem viðurlög við umferðarlagabroti Hækka sektir vegna notkunar snjallsíma í 40 þús. kr. Tekjutengja sektir – mánaðarlaun í sekt? Áróður betri en hækkun á sektum Herða refsingar við ítrekuð brot, senda á námskeið ef menn vilja halda bílprófi Áfengismörk verði óbreytt Fleiri hjólastíga – sérstaklega úti á landi og gera hjólreiðar meira spennandi – skylda hjálmanotkun fyrir alla Bæta strætóáætlanir Halda bílprófsaldri – skrá æfingaakstur Rafmagnsbílar – þarf að taka með í reikninginn umhverfisáhrif af framleiðslu rafgeyma og eyðingu þeirra Taka bílpróf í framhaldsskóla til að jafna aðgengi Samþykkt var eftirfarandi ályktun í lok þingsins:   Ályktun samgönguþings unga fólksins 2017   Horfa þarf til ólíkra samgöngumáta við framtíðarskipulag samgangna á Íslandi. Ungt fólk kýs í vaxandi mæli að búa smærra og nota vistvænar samgöngur. Stjórnvöld skulu þó tryggja einstaklingum svigrúm til að velja sér þann samgöngumáta sem það helst kýs, hvort sem það eru almenningssamgöngur, hjólreiðar, einkabíll eða aðrar tegundir samgangna. Fjölga þarf hleðslustöðvum á landinu til þess að flýta fyrir rafbílavæðingu. Styrkja þarf strætókerfið, meðal annars með því að fjölga ferðum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni og bjóða upp á næturstrætó.   Öruggar samgöngur er undirstaða byggðar og atvinnulífs um land allt, meðal annars flug- og skipasamgöngur, og leggja þarf því áherslu á áframhaldandi uppbyggingu vega á landsbyggðinni, meðal annars með tilliti til hraðrar fjölgunar ferðamanna á undanförnum árum. Klára þarf að malbika hringveginn. Stjórnvöld þurfa að tryggja nýsköpunarfyrirtækjum á sviði samgangna samkeppnishæft umhverfi, svo sem fyrirtækjum sem bjóða upp á betri nýtingu farartækja og fjármagn í gegnum deilihagkerfið.   Tæknin tekur hröðum breytingum og þess vegna þarf að aðlaga regluverkið að aukinni snjalltækjanotkun í umferðinni. Hækka þarf sektir fyrir notkun þeirra undir stýri og skoða kosti og galla kerfis þar sem sektir eða refsingar komi jafnt við alla tekjuhópa í landinu. Lækka þarf áfengismörk við akstur til þess að draga úr akstri undir áhrifum. Einnig þarf að herða refsingar við ítrekuðum umferðarlagabrotum, til dæmis með stigvaxandi sektum eða samfélagsþjónustu.   Samgönguþing unga fólksins telur ekki ástæðu til að hækka bílprófsaldur upp í 18 ár í stað 17 ára, en vill skoða að samræma menntaskólaaldur og bílprófsaldur. Tryggja þarf að æfingaakstur sé nýttur við ökunámið til að undirbúa unga bílstjóra betur undir umferðina. Þingið telur ástæðu til að skoða réttindi og skyldur ungs fólks í víðara samhengi. Rannsóknir benda til þess að fólk sé lengur í áhættuhóp því seinna sem það öðlast ökuréttindi. Telur þingið það ekki vera aldur ökumanna sem auki slysatíðnina, heldur reynsluleysið sem er óhjákvæmilegt hjá nýjum ökumönnum óháð bílprófsaldri.   Ráðast þarf í gerð fleiri hjólreiðastíga til þess að styrkja frekar við hjólreiðar sem samgöngur og gæta þarf að því að fræða hjólreiðamenn um réttindi sín og skyldur í umferðinni samhliða ört vaxandi fjölda hjólreiðamanna á landinu. Skoða þarf lagningu hjólreiðastíga á landsbyggðinni til að hvetja íbúa landsbyggðarinnar til að nýta sér slíkan samgöngumáta.   Einnig þarf að skilgreina notkun léttra bifhjóla með ítarlegri hætti en nú er gert. Tengja þarf allt landið mun betur saman með því að innanlandsflug verði raunhæfur kostur fyrir alla landsmenn. Fjölga þarf stærri samgöngutengingum, t.d. með hraðlestum og bæta þarf tíðni strætókerfisins og almenningssamgangna um landið allt.