Pálmi Gunn mætir með úrvalslið til að minnast höfðingjans frá Háeyri

Í kvöld verður blásið til tónlistarveislu á Háaloftinu í Vestmannaeyjum til minningar um Óskar Þórarinsson, skipstjóra og jassgeggjara sem lést 2. nóvember 2012. Óskar Þórarinsson eða Óskar á Háeyri eins og hann var kallaður, fæddist í Vestmannaeyjum 24. maí 1940 og hefði því orðið 75 ára núna um hvítasunnuna. Óskar var mikill áhugamaður um tónlist og þeir sem muna eftir Skansinum í gamla daga muna eftir þeim félögum, Óskari, Torfa Haralds, Pálma Lór sjálfum og öðrum jassgeggjurum og þeim uppákomum sem þeir stóðu fyrir á Skansinum.       Ein allra stærsta stundin var þegar Pálmi Lór, með aðstoð félaga sinna, fékk hljómsveitina Mezzoforte til að koma og spila á Jazz- og blueskvöldi á Skansinum, ásamt Pálma Gunnarssyni, sem þá var með húsband á Skansinum og geymdi ekki ómerkari liðsmenn en Ragga Gösla á trommur, Steina Magg á gítar, Gumma Ben á hljómborð og Pálma Gunn á bassa. „Í þennan föngulega hóp bættist svo Guðmundur heitinn Ingólfsson píanóleikari. Þetta kvöld er eitt flottasta jazz, blues og jammsessionkvöld sem haldið hefur verið á Íslandi og þeir sem upplifðu lokin á þessu kvöldi, þegar menn fóru á svið og spiluðu hver í kapp við annan geta væntanlega enn lýst tilfinningunum sem leystust úr læðingi neðst á Heiðarveginum þetta kvöld,“ segir í frétt um tónleikana.       Óskar var félagi í Jassvakningu frá stofnun félagsins og einn öflugasti stuðningsmaður jassins á Íslandi, sannur jassgeggjari, unnandi lista, maður sem kunni að gleðjast og gleðja aðra. Á Óskarshátíðinni þann 22 maí, koma fram Ragnheiður Gröndal söngkona, Ari Bragi Kárason trompetleikari og hljómsveitin TUSK sem skipuð er Pálma Gunnarssyni bassaleikara, Kjartani Valdemarssyni píanóleikara, Birgi Baldurssyni trommara og Edvard Lárussyni. Miðasala á þennan einstaka viðburð hefst miðvikudaginn 15. maí í Tvistinum. Borðapantanir (aðeins fyrir matargesti) hjá Einsa kalda í s. 698-2572 Húsið opnað kl. 18:00 fyrir matargesti. Kl. 20:00 fyrir tónleikagesti. Tónleikar hefjast kl. 21:00  
>> Eldri fréttir

Stjórnmál >>

Lýsa yfir þungum áhyggjum af málefnum Grímseyjar og annara eyjabyggða

Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og hvetur til þess að skynsamlegra leiða verði leitað til að tryggja íbúum Grímseyjar þann mikilvæga rétt sem fólgin er í frelsi til búsetu.  Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar sem samþykkt var einróma á fundi hennar í dag.  Bókunina má lesa hér að neðan:   Bæjarstjórn Vestmannaeyja ítrekar það álit hennar, sem áður hefur komið fram ma. í ályktunum um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða, sem felst í mikilvægi þess að auka atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggða.   Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir enn fremur yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og þá sérstaklega erfiðri stöðu Grímseyjar. Vegna landfræðilegrar sérstöðu þola eyjabyggðir verr hraðar breytingar en mörg önnur byggðalög. Erfitt tímabil getur í einum vettvangi gert út um eyjabyggð til langframa, jafnvel þótt að öðru jöfnu hefði hinn erfiði tími ekki orðið langvinnur. Breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs hafa verið hraðar á seinustu árum og óhófleg gjaldtaka hefur flýtt fyrir samþjöppun aflaheimilda. Fjármálastofnanir hafa orðið ráðandi vægi í rekstri margra útgerðarfyrirtækja og illu heilli virðist það oft vera nánast háð geðþótta þeirra hverjum sé gert kleift að gera út og hverjum ekki. Þar með ráða þessar fjármálastofnanir orðið byggðaþróun á Íslandi í gegnum lánsveð í aflaheimildum. Þau tengsl sem hingað til hafa verið milli útgerða og íbúa sjárvarbyggða eru þar með rofin. Í því fellst háski, bæði fyrir sjávarbyggðir og sjávarútveginn í landinu.   Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur til þess að skynsamlegra leiða verði leitað til að tryggja íbúum Grímseyjar þann mikilvæga rétt sem fólgin er í frelsi til búsetu. Það frelsi er ekki síður mikilvægt en annað frelsi. Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðalaga. Staða Grímseyjar er nú slík að Byggðastofnun, Íslandsbanki, alþingi, atvinnuþróunarfélag og fleiri verða að taka höndum saman ásamt íbúum Grímseyjar við að tryggja áframhald byggðar í Grímsey.

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Greinar >>

Við ferðumst marg oft á ári með hinum ýmsu ferðamátum

Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnuráðs birti eftirfarandi stöðu uppfærslu á facebook síðu sinni nú rétt í þessu.    Ég er ekki alveg að ná því hvað er svona merkilegt við það að ferðast til Vestmannaeyja með farþegabátnum Víking frekar en með öðrum leiðum. Leiknisliðið kom með þessu ágæta skipi til Eyja á miðvikudaginn og síðan hefur skapast mikil umræða um þetta ferðalag en við ferðumst marg oft á ári með hinum ýmsu ferðamátum og má þar nefna litlar flugvélar á bakka, Ernir, Eyjahopp, Herjólfur, Víkingur, Rib-safari og það hefur ekki þótt neitt mál hvað þá fréttaflutningur en leikir hafa ekki frestast vegna okkar í mörg ár. Við höfum brugðið á það ráð ef spáin er slæm að ferðast deginum áður og gista með tilheyrandi kostnaði.   Í mínum huga þurfti þetta aldrei að koma til ef forsvarsmenn Leiknis hefðu unnið vinnuna sína og hlustað á viðvaranir af hálfu ÍBV sem létu þá vita á þriðjudeginum 19. maí um hækkandi öldu og hugsanlega niðurfellingu á ferðum Herjólfs þann 20. maí. Ég skrifa þetta algjörlega á þá, ef þeir hefðu hlustað á okkur hefði leikurinn hafist klukkan 18:00 eins og upphaflega stóð til. Ég vona svo innilega að aðrir forsvarsmenn í Pepsi-deildinni sýni leikjum á Hásteinsvelli meiri virðingu og sjái til þess að lið þeirra séu mætt á réttum tíma. Það er ekki í verkahring ÍBV að láta önnur lið vita með fyrirvara um það hvort Herjólfur fari hugsanlega ekki vegna ölduhæðar en auðvitað viljum við spila okkar leiki á réttum tíma og á réttum dögum. Við munum að sjálfsögðu láta menn vita áfram ef útlitið er ekki gott svo hægt sé að finna lausnir.   Að halda því fram að ÍBV hafi grætt á því að Leiknismenn ferðuðust á þennan máta er fráleitt. Þegar ákvörðun um seinkun á leiknum kemur eru 60 mínútur í leik og leikmenn ÍBV byrjaðir að gíra sig upp í leikinn en undirbúningur hófst 90 mínútum fyrir leik, síðan kemur ákvörðunin um að seinka leiknum um aðrar 45 mínútur en áður hafði leiknum verið seinkað um 30 mínútur og leikmennirnir þurfa að byrja aftur á byrjunarreit þar sem farið er eftir klukku í undirbúningnum. Sem sagt ekki góður undirbúningur hjá ÍBV fyrir þennan leik líkt og hjá Leikni. Eitt hefur þó gleymst í allri þessari umræðu er að besti leikmaður vallarins Ian Jeffs var samferða Leiknismönnum með Víkingi.   Leikurinn var skemmtilegur þrátt fyrir lélegan undirbúning og vil ég þakka Leiknismönnum og stuðningsmönnum þeirra fyrir hörkuskemmtilegan og góðan leik.