Hæstiréttur vísar máli Brims gegn Vinnslustöðinni frá dómi

 Hæstiréttur staðfesti í dag þá niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands að vísa frá dómi máli sem Brim hf. höfðaði gegn Vinnslustöðinni til ómerkingar stjórnarkjöri á aðalfundi og hluthafafundi VSV á árinu 2016. Brim er dæmt til að greiða 350.000 í málskostnað. Vsv.is greinir frá.   Héraðsdómur Suðurlands kvað upp úrskurð sinn 12. júní 2017 og lét málskostnað niður falla. Hæstiréttur staðfesti nú úrskurðinn en dæmdi Brim hins vegar til að greiða málskostnað.   Brim, sem á tæplega 33% hlut í Vinnslustöðinni, krafðist þess í fyrsta lagi að ómerkt yrði kjör Einars Þórs Sverrissonar; Guðmundar Arnar Gunnarssonar, Ingvars Eyfjörð; Írisar Róbertsdóttur og Rutar Haraldsdóttur í stjórn og kjör Eyjólfs Guðjónssonar og Guðmundu Bjarnadóttur í varastjórn, sem fram fór á hluthafafundi VSV 31. ágúst 2016.   Í öðru lagi að ómerkt kjör Einars Þórs Sverrissonar; Guðmundar Arnar Gunnarssonar; Ingvars Eyfjörð; Írisar Róbertsdóttur og Rutar Haraldsdóttur í stjórn og kjör Eyjólfs Guðjónssonar og Guðmundu Bjarnadóttur í varastjórn, sem fram fór á aðalfundi stefnda þann 6. júlí 2016.   Í þriðja lagi að staðfest yrði með dómi að eftirtalin hefðu verið verið réttkjörin í stjórn og varastjórn félagsins á aðalfundi félagsins þann 6. júlí 2016.   Í stjórn:   Guðmundur Kristjánsson Ingvar Eyfjörð Íris Róbertsdóttir Rut Haraldsdóttir. Í varastjórn:   Hjálmar Kristjánsson Guðmunda Bjarnadóttir. Þá var og þess krafist að viðurkennt yrði með dómi að VSV bæri skylda til að boða til framhaldsfundar til að varpa hlutkesti um það hvort Einar Þór Sverrisson eða Guðmundur Örn Gunnarsson taki sæti í stjórn félagsins ásamt áðurnefndum aðilum.   Í hinum staðfesta úrskurði Héraðsdóms eru málsatvik rakin á eftirfarandi hátt og niðurstaðan síðan birt í framhaldinu   Mál þetta á rætur sínar að rekja til aðalfundar stefnda (VSV), er haldinn var 6. júlí 2016, en félagið er fyrirtæki í sjávarútvegi er gerir út skip og starfrækir ýmiskonar vinnslustöðvar. Stefnandi (Brim) er næst stærsti hlutahafi félagsins og fer með 32,88% eignarhlut í því, en hlutir hans voru á framangreindum tíma í eigu félaganna Stillu útgerðar ehf., KG fiskverkunar ehf., Eyjavina ehf., og einstaklinganna Guðmundar Kristjánssonar og Hjálmars Kristjánssonar, sem allir munu vera tengdir stefnanda.   Líkt og að framan greinir á mál þetta rætur að rekja til aðalfunar stefnda sem haldinn var þann 6. júlí 2016. Ekki er deilt um boðun til fundarins og ber aðilum saman um að þangað hafi verið mættir fulltrúar hluthafa sem réðu yfir samtals 99,35% hlutafjár í félaginu. Þá er og óumdeilt að við stjórnarkjör það er fram fór á fundinum hafi verið beitt margfeldiskosningu í samræmi við framkomnar kröfur þar um.   Samkvæmt reglum félagsins skyldi kjósa í stjórn stefnda fimm manns og tvo til vara. Þá hafi endurskoðandi félagsins, Þorvarður Gunnarsson og lögfræðingur félagsins Lilja Björg Arngrímsdóttir séð um talninguna auk Runólfs Guðmundssonar fulltrúa minnihluta hluthafa. Við talningu atkvæða munu tveir menn, þeir Ingvar Eyfjörð og Guðmundur Kristjánsson, hafa verið hæstir með sama fjölda atkvæða. Þá hafi fjórir aðrir einstaklingar, þau Íris Róbertsdóttir, Rut Haraldsdóttir, Einar Þór Sverrisson og Guðmundur Örn Gunnarsson fengið jafn mörg atkvæði um þau þrjú sæti er eftir stóðu. Loks kveður stefnandi Hjálmar Kristjánsson og Guðmundu Bjarnadóttur hafa verið kjörin í varastjórn.   Ekki ber aðilum að fullu saman um framhaldið, en ljóst er að atkvæðaseðill eins hluthafa skilaði sér ekki í kjörkassa og ljóst að það atkvæði hefði ráðið úrslitum um stjórnarkjörið. Kveður stefndi þetta hafa komið í ljós áður en talningu var lokið, en stefnandi tekur sérstaklega fram að þetta hafi fyrst komið í ljós eftir að kosningu og talningu atkvæða var lokið.   Óumdeilt er að fundarstjóri ákvað að endurtaka skyldi stjórnarkjörið og bókuð var ákvörðun fundarstjóra um að ógilda kosningu og endurtaka hana, sem var mótmælt af fulltrúa minnihluta hlutahafa, framangreindum Runólfi Guðmundssyni. Er stjórnarkjörið var endurtekið náðu fulltrúar stefnanda, Guðmundur Kristjánsson og Hjálmar Kristjánsson, ekki kjöri í stjórn og varastjórn.   Í kjölfar aðalfundarins sendi stefnandi Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra erindi þar sem fram komu mótmæli hans við framkvæmd stjórnarkjörsins og fór hann þess þar jafnframt á leit að stofnunin myndi virða niðurstöðu hins fyrra stjórnarkjörs. Í stefnu er sérstaklega tekið fram að breytingar á stjórn félagsins hafi ekki verið skráðar í Fyrirtækjaskrá. Kveður stefndi þetta koma til af því að einn hinna nýkjörnu stjórnarmanna hafi neitað að undirrita tilkynningu um nýja stjórn og því hafi slík tilkynning ekki verið send stofnuninni.   Þá mun Seil ehf., sem fer með 39,2% af hlutafé stefnda, hafa krafist þess með bréfi dags. 15. júlí 2016, að boðað yrði til hluthafafundar í félaginu, þar sem umboð nýkjörinnar stjórnar yrði fellt niður og kosið til stjórnar félagsins á ný. Stefnandi hafi mótmæli kröfunni og vísaði til þess að Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra hefði málið til skoðunar.   Samkvæmt gögnum málsins fundaði skráð stjórn félagsins um málið þann 11. ágúst 2016 og ákvað að boða til hluthafafundar. Sætti þessi afgreiðsla mótmælum af hálfu Guðmundar Kristjánssonar og Ingvars Eyfjörð, sem töldu fráfarna stjórn ekki hafa umboð til að taka ákvarðanir fyrir félagið. Þá mótmælti stefnandi boðun hluthafafundar með bréfi til Fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra auk þess sem stefnandi fór fram á það við sýslumann að lögbann yrði lagt við hluthafafundinum en kröfunni var synjað og fór hluthafafundur fram 31. ágúst 2016. Var þar mætt fyrir 99,39% hlutafjár.   Á fundinum var stjórn félagsins sjálfkjörin, en fulltrúar stefnanda drógu framboð sitt til baka rétt fyrir fundinn. Á fundinum voru enn bókuð mótmæli stefnanda við lögmæti hluthafafundarins og stjórnarkjörsins. Kom þar fram að stefnandi taldi ekki hafa verið boðað til fundarins með lögmætum hætti m.a. á þeim grundvelli að sú stjórn sem boðaði til hans hafi ekki haft umboð til þess auk þess sem bent var á að málið væri enn til skoðunar hjá Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra.   Við munnlegan málflutning í aðalmeðferð málsins þann 31. mars sl. var upplýst að boðað hefði verið til aðalfundar í hinu stefnda félaginu er fara skyldi fram þann 6. apríl 2017, þar sem meðal annars skyldi kjósa nýja stjórn í samræmi við samþykktir félagsins. Við endurupptöku málsins 15. maí 2017 var lögð fram fundargerð aðalfundar stefnda sem fram fór 6. apríl 2017, en í henni kemur fram að á þeim fundi hafi verið kjörin ný aðalstjórn og varastjórn í stefnda. Kemur jafnframt fram að stefnandi hafi á fundinum gert fyrirvara um lögmæti fundarins.   Niðurstaða   Ágreiningur aðila snýr að því hvort stjórnarkjör það er fram fór á aðalfundi stefnda þann 6. júlí 2016, sem og stjórnarkjör hluthafafundar þann 31. ágúst 2016, sem fór á sama veg, hafi verið gilt.   Í stefnu gerir stefnandi grein fyrir þeim lögvörðu hagsmunum sem hann kveðst hafa í málinu.   Kveðst stefnandi hafa lögmæta hagsmuni af því að krefjast þess að fyrra stjórnarkjörið á aðalfundinum gildi enda sé ljóst að úrslit síðari kosninganna hafi ekki verið stefnanda eins hagstæð og úrslit fyrri kosninganna. Í fyrra stjórnarkjörinu hafi tveir frambjóðendur sem stefnandi hafi stutt til stjórnarkjörs hlotið kjör í aðalstjórn félagsins og einn frambjóðandi kjör í varastjórn félagsins. Í síðara stjórnarkjörinu hafi aðeins einn frambjóðandi sem stefnandi hafði stutt til stjórnarkjörs hlotið kjör í aðalstjórn félagsins. Enginn fulltrúi stefnanda hafi hlotið kjör í varastjórn í síðara stjórnarkjörinu. Að mati stefnanda hafi samskipti fulltrúa meirihlutans við tiltekinn hluthafa sem ekki skilaði atkvæði í fyrra stjórnarkjörinu haft úrslitaáhrif á hina breyttu niðurstöðu.   Stefnandi bendir á að það skipti verulega máli fyrir hans hagsmuni hvort hann hafi tvo fulltrúa í stjórninni og einn í varastjórn eða aðeins einn fulltrúa í stjórn félagsins. Fyrir liggi að stærsti hluthafi félagsins, sem eigi um 39% af heildarhlutafé félagsins, geti kosið tvo fulltrúa í stjórnina. Aðrir minni hluthafar sem fari með um 28% af heildarhlutafé félagsins geti kosið einn fulltrúa í stjórn. Verði fallist á kröfur stefnanda sé ljóst að fulltrúi minnihlutans sé í oddastöðu vegna ákvörðunartöku í stjórninni. Sá fulltrúi gæti því tekið undir sjónarmið fulltrúa stefnanda eða fulltrúa stærsta hluthafans, eftir því sem við eigi, við töku ákvarðana um rekstur félagsins. Stefnandi gæti því hæglega haft meiri áhrif á stjórnun félagsins, einkum í þeim tilvikum þar sem fulltrúi annarra hluthafa í stjórninni sé sammála áherslum stefnanda um það hvernig hagsmunum félagsins sé best borgið.   Kveðst stefnandi því hafa verulega hagsmuni af því að fallist verði á að fyrra stjórnarkjörið á aðalfundinum hafi verið lögmætt og að það sé staðfest með dómi að aðgerðir meirihlutans hafi brotið á rétti hans sem hluthafi í félaginu.   Ekki er gerð frekari grein fyrir því í stefnu að stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um kröfur sínar í málinu.   Fyrir liggur að ný stjórn og varastjórn hefur verið kjörin í stefnda, en skv. samþykktum stefnda ber að halda aðalfund og kjósa nýja stjórn og varastjórn árlega.   Stefnandi hefur ekki gert neina grein fyrir tilteknum ákvörðunum sem hin umdeilda stjórn hafi tekið, sem hafi gengið gegn eða varðað hagsmuni stefnanda sérstaklega. Hefur hann ekki byggt á því að neitt í rekstri stefnda eða ákvörðunum stjórnar stefnda hefði verið á annan veg ef stjórnarkjöri hefði verið hagað á þann veg sem hann telur að hefði verið rétt.   Enn síður hefur stefnandi gert grein fyrir því á hvaða hátt hann geti haft af því lögvarða hagsmuni að fá úrlausn um kröfur sínar nú eftir að ný stjórn var kjörin í stefnda á aðalfundi 6. apríl 2017.   Af þessum sökum, og með hliðsjón af dómi Hæstaréttar í málinu nr. 360/2003, þykir óhjákvæmilegt að vísa málinu frá dómi án kröfu þar sem stefnandi hefur ekki sýnt fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um kröfur sínar sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991.   Eins og mál þetta er vaxið þykir rétt að málskostnaður falli niður.   Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp úrskurðinn.   Úrskurðarorð   Máli þessu er vísað frá dómi.   Þannig hljóðaði úrskurður Héraðsdóms Suðurlands sem Hæstiréttur hefur nú staðfest en Hæstiréttur dæmdi Brim til að greiða 350.000 í málskostnað.

Fjárhagslegt tap og missa viðskipti þegar ekki er hægt að standa við samninga

  „Flutningar milli lands og Eyja eru alls ekki í góðum málum og það hefur komið við okkur. Við höfum t.d. verið að veiða grálúðu fyrir austan land og reynt að vinna hluta hennar hér í Eyjum. Þá þurfum við að flytja hana í gámum frá Eskifirði og svo yfir með Herjólfi,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfiskssviðs hjá Vinnslustöðinni. Taka aðrir forráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja í sama streng, flöskuhálsinn í rekstrinum séu flutningar milli lands og Eyja. „Það hefur verið mikill skortur á flutningsplássi með skipinu og við höfum lent í því að fiskurinn hefur tafist um sólarhring sem veldur því að við erum með starfsfólk tilbúið til að taka á móti fiski sem ekki kemur þann dag. Þar að auki rýrna gæði hráefnisins við að eldast og verðmæti afurða skerðist. Þetta á líka við um aðra möguleika á að ná til okkar hráefni,“ bætir Sverrir við. „Menn hafa lent í miklum vandræðum bæði með að koma fiski burt sem og búnaði til Eyja. Eina leiðin er að fjölga ferðum þegar Herjólfur annar ekki flutningsþörfinni,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins um stöðu mála í flutningum. „Auk þess finnst mér sjálfum það glatað þegar hætt var að keyra bíla um borð eða frá borði fyrir okkur sem hér búum því það gat komið sér mjög vel. Skýringin á því hvers vegna það er ekki hægt, þ.e. að þá fari áætlunin úr skorðum, stenst ekki skoðun,“ sagði Stefán einnig.   Ekki ásættanlegt „Það er ekki hægt að segja að samgöngur milli lands og Eyja séu ásættanlegar, það er langur vegur frá því. Álagið í fólksflutningum hefur aukist til muna sem er auðvitað frábært en það bitnar svo sannarlega á flutningum afurða sem og ferðum heimamanna til og frá Eyjum,“ segir Magnús Stefánsson, framleiðslustjóri Idunn Seafoods sem framleiðir niðursoðna lifur. „Þjóðvegur Eyjamanna þarf að vera öruggari fyrir heimamenn með fleiri ferðum í boði sem kæmi þá til með að létta álagið í alla staði. Það er óhætt að segja að flutningur, öllu heldur „ekki“ flutningur sé að bitna all harkalega á mínu fyrirtæki. Afurðir skila sér seint og illa sem auk þessa hefur oftar en ekki orðið ónothæf sökum þess.“ Magnús segir tjónið ekki einungis tap á peningum og í framlegð fyrirtækisins heldur missa þeir frá sér kúnna sem ekki fá afgreitt þá vöru sem þeir hafa lagt inn pöntun fyrir. „Þar tapast viðskipti til frambúðar og við fáum á okkur slæmt orð fyrir að geta ekki staðið við gerðar pantanir. Við töpuðum nýlega stórum birgja frá okkur sökum þess að hann gat ekki skilað af sér hráefni sínu til okkar á tilsettum tíma. Eðlilegt?“ Magnús segir þetta mjög alvarlega stöðu. „Það er ekki hægt að horfa framhjá því að þörf er á breytingum og það strax. Ég hef rætt við marga aðila út af þessum málum, margir hverjir sem staðið hafa í þessu töluvert lengur en ég og sú sorglega staða blasir við að þeir eru við það að gefast upp enda skiljanlegt þegar ekki er hlustað á þá af embættismönnum í ráðandi stöðu.“   Flutt 1800 tonn á sex mánuðum Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs-Hugins tekur í sama streng. „Við höfum verið að senda töluvert magn frá okkur með Herjólfi, um það bil 1800 tonn á síðustu sex mánuðum og í raun er það plássleysið sem hefur skammtað það magn sem við höfum sent frá okkur. Við hefðum oftar kosið að senda meira frá okkur en raun ber vitni.“ Arnar segir að þegar verið er að versla með ferskar fiskafurðir þá þurfi hlutirnir að ganga nokkuð hratt og því er oft stuttur fyrirvari á þegar flytja þarf fiskinn. „Því miður getur verið mjög erfitt að fá flutning með mjög stuttum fyrirvara þegar pláss er af skornum skammti. En eins og hraðinn í þjóðfélaginu er orðinn í dag þá gerist ansi mikið í núinu og samgöngur Herjólfs þurfa að þróast í takt við þennan hraða. Ljóst er að við getum ekki flutt þetta magn með Herjólfi í Þorlákshöfn miðað við tvær ferðir á dag,“ sagði Arnar. Einar Bjarnason, fjármálastjóri Godthaab, sem er fiskvinnslufyrirtæki, segir stöðuna mjög bagalega. „Þau skipti sem þjónusta Herjólfs er að hafa áhrif á okkar rekstur er annarsvegar þegar ferðir falla niður og við komum ekki frá okkur afurðum eða náum ekki að fá hráefni sem keypt er uppá landi. Hinsvegar á mestu álagstímunum eins og t.d. í þjóðhátíðarvikunni, þá annar skipið ekki flutningaþörfinni. Við lentum t.d. í því núna í vikunni fyrir Þjóðhátíð að kaupa hráefni uppi á landi á mánudegi en fengum það ekki yfir fyrr en á fimmtudeginum,“ segir Einar. Vil þó taka fram að ekki er við starfsfólk Herjólfs, eða Eimskips að sakast, það leggur sig fram við að leysa úr vandamálum sem upp koma,“ sagði Einar.

Hæstiréttur vísar máli Brims gegn Vinnslustöðinni frá dómi

 Hæstiréttur staðfesti í dag þá niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands að vísa frá dómi máli sem Brim hf. höfðaði gegn Vinnslustöðinni til ómerkingar stjórnarkjöri á aðalfundi og hluthafafundi VSV á árinu 2016. Brim er dæmt til að greiða 350.000 í málskostnað. Vsv.is greinir frá.   Héraðsdómur Suðurlands kvað upp úrskurð sinn 12. júní 2017 og lét málskostnað niður falla. Hæstiréttur staðfesti nú úrskurðinn en dæmdi Brim hins vegar til að greiða málskostnað.   Brim, sem á tæplega 33% hlut í Vinnslustöðinni, krafðist þess í fyrsta lagi að ómerkt yrði kjör Einars Þórs Sverrissonar; Guðmundar Arnar Gunnarssonar, Ingvars Eyfjörð; Írisar Róbertsdóttur og Rutar Haraldsdóttur í stjórn og kjör Eyjólfs Guðjónssonar og Guðmundu Bjarnadóttur í varastjórn, sem fram fór á hluthafafundi VSV 31. ágúst 2016.   Í öðru lagi að ómerkt kjör Einars Þórs Sverrissonar; Guðmundar Arnar Gunnarssonar; Ingvars Eyfjörð; Írisar Róbertsdóttur og Rutar Haraldsdóttur í stjórn og kjör Eyjólfs Guðjónssonar og Guðmundu Bjarnadóttur í varastjórn, sem fram fór á aðalfundi stefnda þann 6. júlí 2016.   Í þriðja lagi að staðfest yrði með dómi að eftirtalin hefðu verið verið réttkjörin í stjórn og varastjórn félagsins á aðalfundi félagsins þann 6. júlí 2016.   Í stjórn:   Guðmundur Kristjánsson Ingvar Eyfjörð Íris Róbertsdóttir Rut Haraldsdóttir. Í varastjórn:   Hjálmar Kristjánsson Guðmunda Bjarnadóttir. Þá var og þess krafist að viðurkennt yrði með dómi að VSV bæri skylda til að boða til framhaldsfundar til að varpa hlutkesti um það hvort Einar Þór Sverrisson eða Guðmundur Örn Gunnarsson taki sæti í stjórn félagsins ásamt áðurnefndum aðilum.   Í hinum staðfesta úrskurði Héraðsdóms eru málsatvik rakin á eftirfarandi hátt og niðurstaðan síðan birt í framhaldinu   Mál þetta á rætur sínar að rekja til aðalfundar stefnda (VSV), er haldinn var 6. júlí 2016, en félagið er fyrirtæki í sjávarútvegi er gerir út skip og starfrækir ýmiskonar vinnslustöðvar. Stefnandi (Brim) er næst stærsti hlutahafi félagsins og fer með 32,88% eignarhlut í því, en hlutir hans voru á framangreindum tíma í eigu félaganna Stillu útgerðar ehf., KG fiskverkunar ehf., Eyjavina ehf., og einstaklinganna Guðmundar Kristjánssonar og Hjálmars Kristjánssonar, sem allir munu vera tengdir stefnanda.   Líkt og að framan greinir á mál þetta rætur að rekja til aðalfunar stefnda sem haldinn var þann 6. júlí 2016. Ekki er deilt um boðun til fundarins og ber aðilum saman um að þangað hafi verið mættir fulltrúar hluthafa sem réðu yfir samtals 99,35% hlutafjár í félaginu. Þá er og óumdeilt að við stjórnarkjör það er fram fór á fundinum hafi verið beitt margfeldiskosningu í samræmi við framkomnar kröfur þar um.   Samkvæmt reglum félagsins skyldi kjósa í stjórn stefnda fimm manns og tvo til vara. Þá hafi endurskoðandi félagsins, Þorvarður Gunnarsson og lögfræðingur félagsins Lilja Björg Arngrímsdóttir séð um talninguna auk Runólfs Guðmundssonar fulltrúa minnihluta hluthafa. Við talningu atkvæða munu tveir menn, þeir Ingvar Eyfjörð og Guðmundur Kristjánsson, hafa verið hæstir með sama fjölda atkvæða. Þá hafi fjórir aðrir einstaklingar, þau Íris Róbertsdóttir, Rut Haraldsdóttir, Einar Þór Sverrisson og Guðmundur Örn Gunnarsson fengið jafn mörg atkvæði um þau þrjú sæti er eftir stóðu. Loks kveður stefnandi Hjálmar Kristjánsson og Guðmundu Bjarnadóttur hafa verið kjörin í varastjórn.   Ekki ber aðilum að fullu saman um framhaldið, en ljóst er að atkvæðaseðill eins hluthafa skilaði sér ekki í kjörkassa og ljóst að það atkvæði hefði ráðið úrslitum um stjórnarkjörið. Kveður stefndi þetta hafa komið í ljós áður en talningu var lokið, en stefnandi tekur sérstaklega fram að þetta hafi fyrst komið í ljós eftir að kosningu og talningu atkvæða var lokið.   Óumdeilt er að fundarstjóri ákvað að endurtaka skyldi stjórnarkjörið og bókuð var ákvörðun fundarstjóra um að ógilda kosningu og endurtaka hana, sem var mótmælt af fulltrúa minnihluta hlutahafa, framangreindum Runólfi Guðmundssyni. Er stjórnarkjörið var endurtekið náðu fulltrúar stefnanda, Guðmundur Kristjánsson og Hjálmar Kristjánsson, ekki kjöri í stjórn og varastjórn.   Í kjölfar aðalfundarins sendi stefnandi Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra erindi þar sem fram komu mótmæli hans við framkvæmd stjórnarkjörsins og fór hann þess þar jafnframt á leit að stofnunin myndi virða niðurstöðu hins fyrra stjórnarkjörs. Í stefnu er sérstaklega tekið fram að breytingar á stjórn félagsins hafi ekki verið skráðar í Fyrirtækjaskrá. Kveður stefndi þetta koma til af því að einn hinna nýkjörnu stjórnarmanna hafi neitað að undirrita tilkynningu um nýja stjórn og því hafi slík tilkynning ekki verið send stofnuninni.   Þá mun Seil ehf., sem fer með 39,2% af hlutafé stefnda, hafa krafist þess með bréfi dags. 15. júlí 2016, að boðað yrði til hluthafafundar í félaginu, þar sem umboð nýkjörinnar stjórnar yrði fellt niður og kosið til stjórnar félagsins á ný. Stefnandi hafi mótmæli kröfunni og vísaði til þess að Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra hefði málið til skoðunar.   Samkvæmt gögnum málsins fundaði skráð stjórn félagsins um málið þann 11. ágúst 2016 og ákvað að boða til hluthafafundar. Sætti þessi afgreiðsla mótmælum af hálfu Guðmundar Kristjánssonar og Ingvars Eyfjörð, sem töldu fráfarna stjórn ekki hafa umboð til að taka ákvarðanir fyrir félagið. Þá mótmælti stefnandi boðun hluthafafundar með bréfi til Fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra auk þess sem stefnandi fór fram á það við sýslumann að lögbann yrði lagt við hluthafafundinum en kröfunni var synjað og fór hluthafafundur fram 31. ágúst 2016. Var þar mætt fyrir 99,39% hlutafjár.   Á fundinum var stjórn félagsins sjálfkjörin, en fulltrúar stefnanda drógu framboð sitt til baka rétt fyrir fundinn. Á fundinum voru enn bókuð mótmæli stefnanda við lögmæti hluthafafundarins og stjórnarkjörsins. Kom þar fram að stefnandi taldi ekki hafa verið boðað til fundarins með lögmætum hætti m.a. á þeim grundvelli að sú stjórn sem boðaði til hans hafi ekki haft umboð til þess auk þess sem bent var á að málið væri enn til skoðunar hjá Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra.   Við munnlegan málflutning í aðalmeðferð málsins þann 31. mars sl. var upplýst að boðað hefði verið til aðalfundar í hinu stefnda félaginu er fara skyldi fram þann 6. apríl 2017, þar sem meðal annars skyldi kjósa nýja stjórn í samræmi við samþykktir félagsins. Við endurupptöku málsins 15. maí 2017 var lögð fram fundargerð aðalfundar stefnda sem fram fór 6. apríl 2017, en í henni kemur fram að á þeim fundi hafi verið kjörin ný aðalstjórn og varastjórn í stefnda. Kemur jafnframt fram að stefnandi hafi á fundinum gert fyrirvara um lögmæti fundarins.   Niðurstaða   Ágreiningur aðila snýr að því hvort stjórnarkjör það er fram fór á aðalfundi stefnda þann 6. júlí 2016, sem og stjórnarkjör hluthafafundar þann 31. ágúst 2016, sem fór á sama veg, hafi verið gilt.   Í stefnu gerir stefnandi grein fyrir þeim lögvörðu hagsmunum sem hann kveðst hafa í málinu.   Kveðst stefnandi hafa lögmæta hagsmuni af því að krefjast þess að fyrra stjórnarkjörið á aðalfundinum gildi enda sé ljóst að úrslit síðari kosninganna hafi ekki verið stefnanda eins hagstæð og úrslit fyrri kosninganna. Í fyrra stjórnarkjörinu hafi tveir frambjóðendur sem stefnandi hafi stutt til stjórnarkjörs hlotið kjör í aðalstjórn félagsins og einn frambjóðandi kjör í varastjórn félagsins. Í síðara stjórnarkjörinu hafi aðeins einn frambjóðandi sem stefnandi hafði stutt til stjórnarkjörs hlotið kjör í aðalstjórn félagsins. Enginn fulltrúi stefnanda hafi hlotið kjör í varastjórn í síðara stjórnarkjörinu. Að mati stefnanda hafi samskipti fulltrúa meirihlutans við tiltekinn hluthafa sem ekki skilaði atkvæði í fyrra stjórnarkjörinu haft úrslitaáhrif á hina breyttu niðurstöðu.   Stefnandi bendir á að það skipti verulega máli fyrir hans hagsmuni hvort hann hafi tvo fulltrúa í stjórninni og einn í varastjórn eða aðeins einn fulltrúa í stjórn félagsins. Fyrir liggi að stærsti hluthafi félagsins, sem eigi um 39% af heildarhlutafé félagsins, geti kosið tvo fulltrúa í stjórnina. Aðrir minni hluthafar sem fari með um 28% af heildarhlutafé félagsins geti kosið einn fulltrúa í stjórn. Verði fallist á kröfur stefnanda sé ljóst að fulltrúi minnihlutans sé í oddastöðu vegna ákvörðunartöku í stjórninni. Sá fulltrúi gæti því tekið undir sjónarmið fulltrúa stefnanda eða fulltrúa stærsta hluthafans, eftir því sem við eigi, við töku ákvarðana um rekstur félagsins. Stefnandi gæti því hæglega haft meiri áhrif á stjórnun félagsins, einkum í þeim tilvikum þar sem fulltrúi annarra hluthafa í stjórninni sé sammála áherslum stefnanda um það hvernig hagsmunum félagsins sé best borgið.   Kveðst stefnandi því hafa verulega hagsmuni af því að fallist verði á að fyrra stjórnarkjörið á aðalfundinum hafi verið lögmætt og að það sé staðfest með dómi að aðgerðir meirihlutans hafi brotið á rétti hans sem hluthafi í félaginu.   Ekki er gerð frekari grein fyrir því í stefnu að stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um kröfur sínar í málinu.   Fyrir liggur að ný stjórn og varastjórn hefur verið kjörin í stefnda, en skv. samþykktum stefnda ber að halda aðalfund og kjósa nýja stjórn og varastjórn árlega.   Stefnandi hefur ekki gert neina grein fyrir tilteknum ákvörðunum sem hin umdeilda stjórn hafi tekið, sem hafi gengið gegn eða varðað hagsmuni stefnanda sérstaklega. Hefur hann ekki byggt á því að neitt í rekstri stefnda eða ákvörðunum stjórnar stefnda hefði verið á annan veg ef stjórnarkjöri hefði verið hagað á þann veg sem hann telur að hefði verið rétt.   Enn síður hefur stefnandi gert grein fyrir því á hvaða hátt hann geti haft af því lögvarða hagsmuni að fá úrlausn um kröfur sínar nú eftir að ný stjórn var kjörin í stefnda á aðalfundi 6. apríl 2017.   Af þessum sökum, og með hliðsjón af dómi Hæstaréttar í málinu nr. 360/2003, þykir óhjákvæmilegt að vísa málinu frá dómi án kröfu þar sem stefnandi hefur ekki sýnt fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um kröfur sínar sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991.   Eins og mál þetta er vaxið þykir rétt að málskostnaður falli niður.   Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp úrskurðinn.   Úrskurðarorð   Máli þessu er vísað frá dómi.   Þannig hljóðaði úrskurður Héraðsdóms Suðurlands sem Hæstiréttur hefur nú staðfest en Hæstiréttur dæmdi Brim til að greiða 350.000 í málskostnað.

Fjárhagslegt tap og missa viðskipti þegar ekki er hægt að standa við samninga

  „Flutningar milli lands og Eyja eru alls ekki í góðum málum og það hefur komið við okkur. Við höfum t.d. verið að veiða grálúðu fyrir austan land og reynt að vinna hluta hennar hér í Eyjum. Þá þurfum við að flytja hana í gámum frá Eskifirði og svo yfir með Herjólfi,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfiskssviðs hjá Vinnslustöðinni. Taka aðrir forráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja í sama streng, flöskuhálsinn í rekstrinum séu flutningar milli lands og Eyja. „Það hefur verið mikill skortur á flutningsplássi með skipinu og við höfum lent í því að fiskurinn hefur tafist um sólarhring sem veldur því að við erum með starfsfólk tilbúið til að taka á móti fiski sem ekki kemur þann dag. Þar að auki rýrna gæði hráefnisins við að eldast og verðmæti afurða skerðist. Þetta á líka við um aðra möguleika á að ná til okkar hráefni,“ bætir Sverrir við. „Menn hafa lent í miklum vandræðum bæði með að koma fiski burt sem og búnaði til Eyja. Eina leiðin er að fjölga ferðum þegar Herjólfur annar ekki flutningsþörfinni,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins um stöðu mála í flutningum. „Auk þess finnst mér sjálfum það glatað þegar hætt var að keyra bíla um borð eða frá borði fyrir okkur sem hér búum því það gat komið sér mjög vel. Skýringin á því hvers vegna það er ekki hægt, þ.e. að þá fari áætlunin úr skorðum, stenst ekki skoðun,“ sagði Stefán einnig.   Ekki ásættanlegt „Það er ekki hægt að segja að samgöngur milli lands og Eyja séu ásættanlegar, það er langur vegur frá því. Álagið í fólksflutningum hefur aukist til muna sem er auðvitað frábært en það bitnar svo sannarlega á flutningum afurða sem og ferðum heimamanna til og frá Eyjum,“ segir Magnús Stefánsson, framleiðslustjóri Idunn Seafoods sem framleiðir niðursoðna lifur. „Þjóðvegur Eyjamanna þarf að vera öruggari fyrir heimamenn með fleiri ferðum í boði sem kæmi þá til með að létta álagið í alla staði. Það er óhætt að segja að flutningur, öllu heldur „ekki“ flutningur sé að bitna all harkalega á mínu fyrirtæki. Afurðir skila sér seint og illa sem auk þessa hefur oftar en ekki orðið ónothæf sökum þess.“ Magnús segir tjónið ekki einungis tap á peningum og í framlegð fyrirtækisins heldur missa þeir frá sér kúnna sem ekki fá afgreitt þá vöru sem þeir hafa lagt inn pöntun fyrir. „Þar tapast viðskipti til frambúðar og við fáum á okkur slæmt orð fyrir að geta ekki staðið við gerðar pantanir. Við töpuðum nýlega stórum birgja frá okkur sökum þess að hann gat ekki skilað af sér hráefni sínu til okkar á tilsettum tíma. Eðlilegt?“ Magnús segir þetta mjög alvarlega stöðu. „Það er ekki hægt að horfa framhjá því að þörf er á breytingum og það strax. Ég hef rætt við marga aðila út af þessum málum, margir hverjir sem staðið hafa í þessu töluvert lengur en ég og sú sorglega staða blasir við að þeir eru við það að gefast upp enda skiljanlegt þegar ekki er hlustað á þá af embættismönnum í ráðandi stöðu.“   Flutt 1800 tonn á sex mánuðum Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs-Hugins tekur í sama streng. „Við höfum verið að senda töluvert magn frá okkur með Herjólfi, um það bil 1800 tonn á síðustu sex mánuðum og í raun er það plássleysið sem hefur skammtað það magn sem við höfum sent frá okkur. Við hefðum oftar kosið að senda meira frá okkur en raun ber vitni.“ Arnar segir að þegar verið er að versla með ferskar fiskafurðir þá þurfi hlutirnir að ganga nokkuð hratt og því er oft stuttur fyrirvari á þegar flytja þarf fiskinn. „Því miður getur verið mjög erfitt að fá flutning með mjög stuttum fyrirvara þegar pláss er af skornum skammti. En eins og hraðinn í þjóðfélaginu er orðinn í dag þá gerist ansi mikið í núinu og samgöngur Herjólfs þurfa að þróast í takt við þennan hraða. Ljóst er að við getum ekki flutt þetta magn með Herjólfi í Þorlákshöfn miðað við tvær ferðir á dag,“ sagði Arnar. Einar Bjarnason, fjármálastjóri Godthaab, sem er fiskvinnslufyrirtæki, segir stöðuna mjög bagalega. „Þau skipti sem þjónusta Herjólfs er að hafa áhrif á okkar rekstur er annarsvegar þegar ferðir falla niður og við komum ekki frá okkur afurðum eða náum ekki að fá hráefni sem keypt er uppá landi. Hinsvegar á mestu álagstímunum eins og t.d. í þjóðhátíðarvikunni, þá annar skipið ekki flutningaþörfinni. Við lentum t.d. í því núna í vikunni fyrir Þjóðhátíð að kaupa hráefni uppi á landi á mánudegi en fengum það ekki yfir fyrr en á fimmtudeginum,“ segir Einar. Vil þó taka fram að ekki er við starfsfólk Herjólfs, eða Eimskips að sakast, það leggur sig fram við að leysa úr vandamálum sem upp koma,“ sagði Einar.

Minnihlutinn vill að bærinn borgi ritfangakostnað barna á fyrsta ári

 Mikið hefur verið rætt um þá kröfu foreldra að sveitarfélög borgi skólagögn fyrir grunnskólabörn. Hafa stöðugt fleiri sveitarfélög orðið við þessari kröfu og samkvæmt fréttum hafa um 30% þeirra ákveðið að greiða námsgögn fyrir grunnskólabörn. Reykjavík er ekki meðal þeirra. Á fundi í fræðsluráði Vestmannaeyja í nóvember 2016 var rætt um bóka- og ritfangakostnað vegna yngstu barna í Grunnskóla Vestmannaeyja. Þar kom fram að mikilvægt væri að halda kostnaði í lágmarki og bent á að hjá GRV eru námsgögn keypt inn fyrir alla nemendur í 1. til 6. bekk með þeim tilgangi að lágmarka kostnað foreldra og hefur verið mikil ánægja með það fyrirkomulag. Stefnt er að því að umrætt fyrirkomulag verði fyrir alla bekki GRV. Sonja Andrésdóttir fulltrúi E-listans var á annarri skoðun og lét bóka að sá bóka- og ritfangakostnaður sem fallið hefur á foreldra barna á fyrsta ári í GRV verði þeim að kostnaðarlausu. Meirihluti sjálfstæðismanna í ráðinu lýsti sig hlynntan óbreyttu fyrirkomulagi. Þegar málið kom inn á borð bæjarstjórnar í desember 2016 vildu fulltrúar E-listans fá tillögu Sonju samþykkta en sjálfstæðismenn sögðu nei og felldu hana með fimm atkvæðum gegn tveimur. Stefán Jónasson, oddviti Eyjalistans í bæjarstjórn segir að afstaða meirihlutans hafi komið á óvart. „Þarna vorum við bara að tala um fyrsta bekk, á milli 50 og 60 börn. Kostnaður við hvert barn er á bilinu 6000 til 6500 krónur, þannig að í heildina erum við að tala um 300.000 til 500.000 krónur sem bærinn hefði þurft að borga fyrir börn á fyrsta skólaári,“ segir Stefán. „Hugmyndin var aldrei að borga fyrir öll börn í grunnskóla heldur bara fyrir fyrsta bekkinn. En benda má á að sum sveitarfélög borga allan kostnað í grunnskóla en í öðrum er lögð fram ákveðin upphæð með hverju barni.“ Stefán vonast til þess að meirihlutinn sjái ljósið og breyti afstöðu sinni. „Vonandi verður þetta svipað og með frístundakortin, sem voru eitt af kosningamálum okkar, að sjálfstæðismenn komi sjálfir með tillögu um kaup á skólagögnum. Þá verður hún örugglega samþykkt.“

Páll Magnússon: Stoltur!

 Fyrir viku ætlaði ég að skrifa stutta grein hér í Eyjafréttir um hvað ég væri stoltur af íþróttafélaginu mínu, ÍBV, fyrir stærstu og glæsilegustu Þjóðhátíð sem haldin hefur verið. Það fer a.m.k. ekkert á milli mála að Brekkan á sunnudagskvöldinu hefur aldrei verið stærri en nú; kíkið bara á myndirnar hans Óskar P. Friðrikssonar í síðustu Eyjafréttum. Það var líka fullyrt við mig að hvítu tjöldunum hefði fjölgað mikið á milli ára, sem eru enn betri fréttir ef réttar reynast. Um þetta átti sem sé greinin að fjalla, sem EKKI var skrifuð í síðustu viku. Síðan þá hefur ÍBV orðið bikarmeistari í meistaraflokki karla í fótbolta og meistaraflokkur kvenna komist í úrslit í bikarkeppninni annað árið í röð. Ekki minnkaði stoltið við þetta.   Glæsileg Þjóðhátíð Fyrst aðeins meira um Þjóðhátíð. Það er út af fyrir sig ekkert markmið að fjölga stöðugt gestum á Þjóðhátíð og það má leiða að því býsna sterk rök að af ýmsum ástæðum sé hátíðin nú þegar komin að einhverjum efri mörkum í fjölda - miðað við inntak og innviði. Og síst af öllu viljum láta fjöldann sliga þau stórmerkilegu menningarsögulegu verðmæti sem hátíðin felur í sér fyrir okkur bæjarbúa sjálfa. En þjóðhátíðarhaldið sjálft er alltaf að verða betra og betra í höndunum á ÍBV. Aðbúnaður gesta er alltaf að batna; öryggið er að aukast; þrif og hreinlæti er stöðugt að færast í betra horf; gæslan er að styrkjast og svona mætti áfram telja. Og síðan er mér skapi næst að halda að Þjóðhátíðin sé stöðugt að laða til sín prúðari og betri gesti! Sjálfur hef ég staðið sömu vaktina í hliðinu í Dalnum mörg undanfarin ár; 16 til 19 á föstudeginum. Á föstudeginum núna fóru sjálfsagt einhver þúsund manna fram og til baka um hliðið á þessum tíma. Ég sá áfengi á tveimur. Aðeins tveimur. Þannig háttar líka til að frá útidyrum heima hjá mér í Áshamrinum eru bara nokkrir metrar að tjaldstæði þar sem mikill fjöldi aðkomandi þjóðhátíðagesta heldur til. Þarna átti ég auðvitað leið um margoft meðan á hátíðinni stóð - á öllum tímum sólarhrings. Aldrei sá ég annað en glaðværa hópa af ungu fólki að skemmta sér vandræðalaust. Nú er ég ekki svo einfaldur að halda að ekki séu skuggahliðar þar sem 15.000 til 18.000 manns koma saman til að skemmta sér í þrjá til fjóra sólarhringa, en ég fullyrði að þeir skuggar eru á undanhaldi og bragurinn á hátíðinni nú er á margan hátt betri en hann var t.d. á meðan ég var á þeim aldri sem flestir aðkomandi gestir eru nú. Af þessu öllu er ég óskaplega stoltur af ÍBV, stjórn félagsins og starfsmönnum en síðast en ekki síst öllum þeim sjálfboðaliðum sem vinna þrekvirki fyrir félagið sitt á hverju einasta ári. Ekki bara við þjóðhátíðarhaldið heldur alla þessa stóru viðburði sem félagið stendur fyrir þar fyrir utan; pæju- og pollamót, Þrettándagleðina og fleira. Ætli megi ekki fullyrða að meirihluti allra innlendra gesta, sem sækja Eyjarnar heim á hverju ári, geri það í tengslum við viðburði á vegum ÍBV?   Ótrúlegt afrek Um helgina fengum við svo staðfesta sterka stöðu ÍBV á íþróttasviðinu þegar meistaraflokkur karla í fótbolta varð bikarmeistari með sigri á gríðarsterku liði Íslandsmeistara FH í úrslitaleik. Daginn eftir tryggði kvennaliðið sér svo sæti í bikarúrslitunum annað árið í röð. Þegar hér var komið sögu var ég um það bil að rifna af stolti! Meistaraflokkar karla og kvenna í handbolta líta síðan afar vel út nú í aðdraganda keppnistímabilsins. Í þessum afreksflokkum er síðan auðvitað að finna fyrirmyndirnar sem börnin og unglingarnir sækja sér í öflugu yngriflokkastarfi félagsins - og eru þeim hvati til þátttöku í íþróttum. Þessi staða - að íþróttafélag í rúmlega fjögur þúsund manna til þess að gera einangruðu bæjarfélagi eigi sér fjögur keppnislið í fótbolta og handbolta karla og kvenna í hópi þeirra bestu á Íslandi - er ekkert minna en ótrúlegt afrek! Að öllu samanlögðu fullyrði ég að ekkert íþróttafélag á Íslandi, og jafnvel þótt víðar væri leitað, er jafn mikilvægt sínu samfélagi og ÍBV er í Vestmannaeyjum. Langflestar fjölskyldur í Eyjum eiga sér einhvern snertiflöt við félagið nánast á hverjum einasta degi. ÍBV og allt sem félagið stendur fyrir er snar þáttur af sjálfsmynd Eyjamanna - og sennilega verðmætasta vörumerki þeirra, ef menn vilja leggja mat á slíkt. Að lokum þetta. Ég hvet alla forsvarsmenn þeirra góðu fyrirtækja og félaga í Eyjum sem leitað er til með að styrkja starfsemi ÍBV undir ýmsum formerkjum að taka eftirfarandi pól í hæðina: Það er ekki verið að sníkja af ykkur aur í einhvern óþarfa. Það er verið að hvetja ykkur til að styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf og efla þannig þá samfélagslegu innviði sem þarf til að hæfileikaríkt og dugmikið fólk vilji búa og ala upp börnin sín í bænum; sem aftur er nauðsynleg forsenda fyrir ykkur til að fá gott fólk í vinnu! Með sama hætti vil ég segja við bæjaryfirvöld: Stuðningur við ÍBV er ekki bara stuðningur við íþróttastarf í þrengstu merkingu þess orðs heldur við miklu víðtækara og afar mikilvægt samfélagslegt hlutverk sem félagið hefur með höndum. Það hlutverk snýr t.d. að sjálfsmynd Eyjamanna í gegnum viðburði eins og Þjóðhátíð og íþróttaafrek á borð við bikarmeistaratitilinn um daginn - en einnig að hreinum hagrænum atriðum eins og að standa fyrir verulegum hluta af komum innlendra ferðamanna til Eyja. Og bæjaryfirvöld mega aldrei falla í þá gryfju að nota tekjur sem ÍBV hefur af Þjóðhátíð til réttlætingar fyrir minni stuðningi en tíðkast í öðrum bæjarfélögum. Þjóðhátíðartekjurnar gera nefnilega ekki meira en að vega upp þann umframkostnað sem hlýst af því að reka íþróttafélag í Vestmannaeyjum samanborið við höfuðborgarsvæðið. Ef þær þá ná því.   Áfram ÍBV! Páll Magnússon

Einfaldlega að rifna af stolti og þakklæti fyrir að hafa fæðst og alist hér upp

„Þjóðhátíðin í ár toppaði sig enn og aftur með frábærri dagskrá og þvílíkri veðurblíðu. Brekkan hefur held ég aldrei verið eins þétt og flott, ljósadýrðin mögnuð og þjóðhátíðarlögin sem allir kunna orðið sungin hástöfum í magnaða Herjólfsdalnum,“ segir Eyjakonan brottflutta, Laufey Jörgensdóttir sem mætti með með fjölskylduna í Dalinn um helgina. „Maður er einfaldlega að rifna af stolti og þakklæti fyrir að hafa fæðst og alist hér upp - þvílík fegurð, þvílík hátíð og þvílíkt eðalfólk. Vinir okkar ofan af landi eru farin að fylgja okkur til Eyja á Þjóðhátíð og við vorum saman með tjald. Það var alltaf hátíðlegt hjá okkur á daginn en jafnframt mikið stuð á kvöldin enda með mann eins og Sveppa Krull innanborðs sem fagnaði 40 ára afmælisdeginum sínum í tjaldinu í góðum gír. Krakkarnir okkar Óskar Dagur og Auður Erla elska þetta og vilja alltaf fara á Þjóðhátíð. Ég hef sjálf aðeins sleppt þremur þjóðhátíðum svo þetta fer að slaga í 40 ár í Dalnum hjá manni. Það er held ég eitthvað eldheitt Þjóðhátíðarblóð sem rennur í manni, mamma heitin Erla Sigmars var nú alltaf til í fjörið. En mér finnst mikilvægt að mæta helst alltaf til að styrkja tengslin við Eyjarnar í ljósi þess að við búum nú í Reyjavík. Annars voru allir farnir að ræða bara flutninga í bíltúr um Eyjuna áðan og krakkarnir að leita að húsi, það er aldrei að vita nema maður komi aftur syngjandi; "Ég er komin heim". Til hamingju ÍBV með frábæra þjóðhátíð og takk innilega fyrir okkur,duglegu og elskulegu Eyjamenn, verið ávallt þakklát fyrir dýrmætu samkenndina sem ríkir á Eyjunni grænu...Þjóðhátíð 2018 bíður, við sjáumst þar,“ sagði Laufey himinsæl.  

Yri og Stian frá Noregi kolféllu fyrir þjóðhátíð

>> Eldri fréttir

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson er Eyjamaður vikunnar

Grindvíkingurinn Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, vakti mikla athygli á bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi fyrir vaska framkomu sína sem stuðningsmaður ÍBV þar sem hann hélt uppi stemningunni með gítarspili og söng. Jafnframt útilokar Sigurbjörn ekki að mæta á úrslitaleik kvennaliðsins þann 8. september nk. ef til hans verður leitað. Sigurbjörn er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.   Nafn: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Fæðingardagur: 8. des 1975. Fæðingarstaður: Fæðingarstaðurinn skiptir engu máli, alinn upp í Grindavík. Fjölskylda: Einhleypur, á 3 dætur og eignaðist mitt fyrsta afabarn 8. ágúst sl. kl. 08:08. Draumabíllinn: Skoda Octavia, árgerð 2012 en kom á götuna 2013. Jú, víst er það draumabíllinn minn. Uppáhaldsmatur: Fer eftir tilefninu. Nautalund ef farið er flott út að borða. Soðin ýsa er oft frábær á sjónum. Versti matur: Hamborgari í sjoppu á leikvelli í Englandi. Þrátt fyrir mikið hungur og ítrekaðar tilraunir við að koma viðbjóðnum niður þá var það ekki séns. En yfir höfuð borða ég allan mat. Uppáhalds vefsíða: Íþróttatengdar síður eins og Soccernet, ESPN/NBA, fotbolti.net og karfan.is. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: T.d. lög sem ég er að fara spila á balli. Aðaláhugamál: Íþróttir og tónlist. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Sharon Stone um það leyti sem hún lék í Basic Instinct. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Botnstjörn í Ásbyrgi. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Þorleifur Ólafsson, körfuknattleiksmaður úr Grindavík og Gunnar Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr Grindavík. Gefur ekki augaleið hvert uppáhalds íþróttaliðið er? Ertu hjátrúarfull/ur: Eftir tvö stelpubörn reyndi ég við strákinn með því að vera í ullarsokk á vinstri. Þar sem þriðja skvísan mætti í allri sinni dýrð þá gafst ég upp á hjátrú. Stundar þú einhverja hreyfingu: Golf. Uppáhaldssjónvarpsefni: Íþróttir. Þú sem Grindvíkingur, af hverju ertu að standa í þessu: Standa í hverju? Ef spurningin snýst um gítarspilið á Laugardagsvellinum þá datt mér í hug hvort ekki væri hægt að brjóta hinn týpíska stuðning aðeins upp. Leiðinlegt til lengdar að kalla bara „ÍBV „búmm, búmm, búmm....“ Datt þessi hugmynd í hug, bar hana undir Sunnu framkvæmdastjóra og Kristján þjálfara „and the rest is history“. Þínar konur í Grindavík féllu úr leik gegn ÍBV í undanúrslitunum um helgina. Á að mæta aftur í ÍBV treyju á Laugardalsvöllinn 8. september: Ég var ekki í ÍBV treyju á karlaleiknum;) Ef leitað verður til mín þá er aldrei að vita nema við Bjarki GUÐNASON, verðandi Grindvíkingur mætum galvaskir.    

Greinar >>

Páll Magnússon: Stoltur!

 Fyrir viku ætlaði ég að skrifa stutta grein hér í Eyjafréttir um hvað ég væri stoltur af íþróttafélaginu mínu, ÍBV, fyrir stærstu og glæsilegustu Þjóðhátíð sem haldin hefur verið. Það fer a.m.k. ekkert á milli mála að Brekkan á sunnudagskvöldinu hefur aldrei verið stærri en nú; kíkið bara á myndirnar hans Óskar P. Friðrikssonar í síðustu Eyjafréttum. Það var líka fullyrt við mig að hvítu tjöldunum hefði fjölgað mikið á milli ára, sem eru enn betri fréttir ef réttar reynast. Um þetta átti sem sé greinin að fjalla, sem EKKI var skrifuð í síðustu viku. Síðan þá hefur ÍBV orðið bikarmeistari í meistaraflokki karla í fótbolta og meistaraflokkur kvenna komist í úrslit í bikarkeppninni annað árið í röð. Ekki minnkaði stoltið við þetta.   Glæsileg Þjóðhátíð Fyrst aðeins meira um Þjóðhátíð. Það er út af fyrir sig ekkert markmið að fjölga stöðugt gestum á Þjóðhátíð og það má leiða að því býsna sterk rök að af ýmsum ástæðum sé hátíðin nú þegar komin að einhverjum efri mörkum í fjölda - miðað við inntak og innviði. Og síst af öllu viljum láta fjöldann sliga þau stórmerkilegu menningarsögulegu verðmæti sem hátíðin felur í sér fyrir okkur bæjarbúa sjálfa. En þjóðhátíðarhaldið sjálft er alltaf að verða betra og betra í höndunum á ÍBV. Aðbúnaður gesta er alltaf að batna; öryggið er að aukast; þrif og hreinlæti er stöðugt að færast í betra horf; gæslan er að styrkjast og svona mætti áfram telja. Og síðan er mér skapi næst að halda að Þjóðhátíðin sé stöðugt að laða til sín prúðari og betri gesti! Sjálfur hef ég staðið sömu vaktina í hliðinu í Dalnum mörg undanfarin ár; 16 til 19 á föstudeginum. Á föstudeginum núna fóru sjálfsagt einhver þúsund manna fram og til baka um hliðið á þessum tíma. Ég sá áfengi á tveimur. Aðeins tveimur. Þannig háttar líka til að frá útidyrum heima hjá mér í Áshamrinum eru bara nokkrir metrar að tjaldstæði þar sem mikill fjöldi aðkomandi þjóðhátíðagesta heldur til. Þarna átti ég auðvitað leið um margoft meðan á hátíðinni stóð - á öllum tímum sólarhrings. Aldrei sá ég annað en glaðværa hópa af ungu fólki að skemmta sér vandræðalaust. Nú er ég ekki svo einfaldur að halda að ekki séu skuggahliðar þar sem 15.000 til 18.000 manns koma saman til að skemmta sér í þrjá til fjóra sólarhringa, en ég fullyrði að þeir skuggar eru á undanhaldi og bragurinn á hátíðinni nú er á margan hátt betri en hann var t.d. á meðan ég var á þeim aldri sem flestir aðkomandi gestir eru nú. Af þessu öllu er ég óskaplega stoltur af ÍBV, stjórn félagsins og starfsmönnum en síðast en ekki síst öllum þeim sjálfboðaliðum sem vinna þrekvirki fyrir félagið sitt á hverju einasta ári. Ekki bara við þjóðhátíðarhaldið heldur alla þessa stóru viðburði sem félagið stendur fyrir þar fyrir utan; pæju- og pollamót, Þrettándagleðina og fleira. Ætli megi ekki fullyrða að meirihluti allra innlendra gesta, sem sækja Eyjarnar heim á hverju ári, geri það í tengslum við viðburði á vegum ÍBV?   Ótrúlegt afrek Um helgina fengum við svo staðfesta sterka stöðu ÍBV á íþróttasviðinu þegar meistaraflokkur karla í fótbolta varð bikarmeistari með sigri á gríðarsterku liði Íslandsmeistara FH í úrslitaleik. Daginn eftir tryggði kvennaliðið sér svo sæti í bikarúrslitunum annað árið í röð. Þegar hér var komið sögu var ég um það bil að rifna af stolti! Meistaraflokkar karla og kvenna í handbolta líta síðan afar vel út nú í aðdraganda keppnistímabilsins. Í þessum afreksflokkum er síðan auðvitað að finna fyrirmyndirnar sem börnin og unglingarnir sækja sér í öflugu yngriflokkastarfi félagsins - og eru þeim hvati til þátttöku í íþróttum. Þessi staða - að íþróttafélag í rúmlega fjögur þúsund manna til þess að gera einangruðu bæjarfélagi eigi sér fjögur keppnislið í fótbolta og handbolta karla og kvenna í hópi þeirra bestu á Íslandi - er ekkert minna en ótrúlegt afrek! Að öllu samanlögðu fullyrði ég að ekkert íþróttafélag á Íslandi, og jafnvel þótt víðar væri leitað, er jafn mikilvægt sínu samfélagi og ÍBV er í Vestmannaeyjum. Langflestar fjölskyldur í Eyjum eiga sér einhvern snertiflöt við félagið nánast á hverjum einasta degi. ÍBV og allt sem félagið stendur fyrir er snar þáttur af sjálfsmynd Eyjamanna - og sennilega verðmætasta vörumerki þeirra, ef menn vilja leggja mat á slíkt. Að lokum þetta. Ég hvet alla forsvarsmenn þeirra góðu fyrirtækja og félaga í Eyjum sem leitað er til með að styrkja starfsemi ÍBV undir ýmsum formerkjum að taka eftirfarandi pól í hæðina: Það er ekki verið að sníkja af ykkur aur í einhvern óþarfa. Það er verið að hvetja ykkur til að styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf og efla þannig þá samfélagslegu innviði sem þarf til að hæfileikaríkt og dugmikið fólk vilji búa og ala upp börnin sín í bænum; sem aftur er nauðsynleg forsenda fyrir ykkur til að fá gott fólk í vinnu! Með sama hætti vil ég segja við bæjaryfirvöld: Stuðningur við ÍBV er ekki bara stuðningur við íþróttastarf í þrengstu merkingu þess orðs heldur við miklu víðtækara og afar mikilvægt samfélagslegt hlutverk sem félagið hefur með höndum. Það hlutverk snýr t.d. að sjálfsmynd Eyjamanna í gegnum viðburði eins og Þjóðhátíð og íþróttaafrek á borð við bikarmeistaratitilinn um daginn - en einnig að hreinum hagrænum atriðum eins og að standa fyrir verulegum hluta af komum innlendra ferðamanna til Eyja. Og bæjaryfirvöld mega aldrei falla í þá gryfju að nota tekjur sem ÍBV hefur af Þjóðhátíð til réttlætingar fyrir minni stuðningi en tíðkast í öðrum bæjarfélögum. Þjóðhátíðartekjurnar gera nefnilega ekki meira en að vega upp þann umframkostnað sem hlýst af því að reka íþróttafélag í Vestmannaeyjum samanborið við höfuðborgarsvæðið. Ef þær þá ná því.   Áfram ÍBV! Páll Magnússon