Fundur Umhverfis- og skipulagsráðs 25. apríl

 Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 267. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 25. apríl 2017 og hófst hann kl. 16:05     Fundinn sátu: Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.   Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi       Dagskrá:   1. 201503032 - Endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja. Umræður um næstu skref í kynningar- og samráðsfeli á drögum aðalskipulags.   Ráðið felur vinnuhópi um gerð aðalskipulags að kynna fyrirliggjandi drög fyrir umsagnaraðilum og á almennum íbúafundi.       2. 201703025 - Dalhraun 1. Umsókn um byggingarleyfi Tekið fyrir að nýju erindi um byggingarleyfi fyrir stækkun á Kirkjugerði sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynnignar skv. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, engar athugasemdir bárust ráðinu.   Ráðið samþykkir fyrirliggjandi byggingaráform og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.       3. 201703018 - Heiðarvegur 5. Umsókn um byggingarleyfi Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Sævar Þór Hallgrímsson sækir um leyfi fyrir stækkun á jarðhæð til austurs sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynnignar skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, engar athugasemdir bárust ráðinu.   Ráðið samþykkir fyrirliggjandi byggingaráform og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.       4. 201703022 - Hlíðarvegur 4. Umsókn um byggingarleyfi Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Garðar Guðnason f.h. HS-Veitna hf. sækir um byggingarleyfi fyrir varmadælustöð sbr. innsend gögn. Húsið sem verður steinsteypt er á tveimur hæðum að hluta, einangrað að utan og klætt flísum og álklæðningu.   Ráðið samþykkir fyrirliggjandi byggingaráform og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.       5. 201704107 - Flatir 19. Girðingar. Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Ingi Sigðursson f.h. Steina og Olla ehf. sækir um leyfi fyrir girðingum við lóðarmörk til vesturs og norðurs sbr. innsend gögn dags. 20 apríl 2017.   Erindi samþykkt.       6. 201704120 - Torfmýrarvegur. Umsókn um byggingarleyfi. Ólafur Þór Snorrason f.h. Vestmannaeyjabæjar sækir um byggingarleyfi fyrir þjónustubyggingu við tjaldsvæðið í Herjólfsdal sbr. innsend gögn.   Erindi samþykkt.       7. 201702027 - Endurskoðun miðbæjarskipulags. Tekið fyrir að nýju drög að breytingum á deiliskipulagi Miðbæjar. Skipulagshönnuður leggur fyrir ráðið tillöguteikningar af bílastæðum og fl. Lagt fram             Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55

Fundur Umhverfis- og skipulagsráðs 25. apríl

 Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 267. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 25. apríl 2017 og hófst hann kl. 16:05     Fundinn sátu: Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs.   Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi       Dagskrá:   1. 201503032 - Endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja. Umræður um næstu skref í kynningar- og samráðsfeli á drögum aðalskipulags.   Ráðið felur vinnuhópi um gerð aðalskipulags að kynna fyrirliggjandi drög fyrir umsagnaraðilum og á almennum íbúafundi.       2. 201703025 - Dalhraun 1. Umsókn um byggingarleyfi Tekið fyrir að nýju erindi um byggingarleyfi fyrir stækkun á Kirkjugerði sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynnignar skv. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, engar athugasemdir bárust ráðinu.   Ráðið samþykkir fyrirliggjandi byggingaráform og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.       3. 201703018 - Heiðarvegur 5. Umsókn um byggingarleyfi Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Sævar Þór Hallgrímsson sækir um leyfi fyrir stækkun á jarðhæð til austurs sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynnignar skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, engar athugasemdir bárust ráðinu.   Ráðið samþykkir fyrirliggjandi byggingaráform og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.       4. 201703022 - Hlíðarvegur 4. Umsókn um byggingarleyfi Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Garðar Guðnason f.h. HS-Veitna hf. sækir um byggingarleyfi fyrir varmadælustöð sbr. innsend gögn. Húsið sem verður steinsteypt er á tveimur hæðum að hluta, einangrað að utan og klætt flísum og álklæðningu.   Ráðið samþykkir fyrirliggjandi byggingaráform og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.       5. 201704107 - Flatir 19. Girðingar. Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. Ingi Sigðursson f.h. Steina og Olla ehf. sækir um leyfi fyrir girðingum við lóðarmörk til vesturs og norðurs sbr. innsend gögn dags. 20 apríl 2017.   Erindi samþykkt.       6. 201704120 - Torfmýrarvegur. Umsókn um byggingarleyfi. Ólafur Þór Snorrason f.h. Vestmannaeyjabæjar sækir um byggingarleyfi fyrir þjónustubyggingu við tjaldsvæðið í Herjólfsdal sbr. innsend gögn.   Erindi samþykkt.       7. 201702027 - Endurskoðun miðbæjarskipulags. Tekið fyrir að nýju drög að breytingum á deiliskipulagi Miðbæjar. Skipulagshönnuður leggur fyrir ráðið tillöguteikningar af bílastæðum og fl. Lagt fram             Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55

Kristján Guðmundsson þjálfari karlaliðs ÍBV: Stefnan sett á að komast upp úr neðri hluta deildarinnar

Kristján Guðmundsson tók við liði Eyjamanna í haust og hefur undanfarna mánuði unnið hörðum höndum að því að púsla saman liði en eins og svo oft þá er leikmannaveltan hjá liðum ÍBV oft meiri en gengur og gerist annars staðar. Blaðamaður ræddi við Kristján m.a. um undirbúningstímabil, markmið liðsins og búsetu hans í Eyjum. „Ég tók við í haust og var með Reykjavíkur strákana fram að áramótum. Á meðan voru þjálfararnir hér í Eyjum að skiptast á að sjá um hópinn sem samanstóð að mestu af strákum úr 2. flokki,“ segir Kristján um fyrstu vikur og mánuði í starfi. „Ég flyt síðan út í Eyjar í annarri viku í janúar og er búinn að vera með liðið síðan. Gunnar Heiðar kemur síðan inn í þetta með mér sem aðstoðarþjálfari í lok febrúar. Á meðan færðum við strákana í Reykjavík yfir til Kristjáns Ómars Björnssonar styrktarþjálfara og þjálfara Álftaness og bættum einnig við einum þjálfara til viðbótar, Guðmundi Viðari Mete, sem staðsettur var uppi á landi.“ Á meðan liðið var að stilla saman strengi á undirbúningstímabilinu tók það þátt bæði í fótbolti.net mótinu og lengjubikarnum og segir Kristján að úrslitin hefðu mátt vera betri. „Við lentum í þriðja sæti í .net mótinu og byrjuðum vel í lengjubikarnum en náðum ekki í úrslitakeppnina, sem var ekki alveg nógu gott. Að því loknu fórum við út til Spánar í æfingaferð sem gekk vel, við spiluðum enga leiki og æfðum bara. Heilt yfir höfum við sloppið við meiðsli og eru menn almennt bara tilbúnir,“ segir Kristján en bætir þó við að æfingaleikir hefðu mátt vera fleiri en raun ber vitni. „Það sem hefur vantað upp á eru æfingaleikir. Við tókum tvo helgina sem við komum heim að utan, síðan höfum við ekkert spilað. Það verða þá liðnar þrjár vikur sem við spilum ekkert fyrir fyrsta leik í Pepsi-deildinni sem er það lengsta sem ég hef lent í. Það eru svo sem margar ástæður fyrir þessu, liðin eru mörg hver erlendis eða enn að spila í lengjubikarnum og sum ekkert endilega æst í að spila á grasi þegar það eru komnir svona margir plastvellir. Það er samt sem áður möguleiki á leikjum en annars erum við bara að æfa á fullu og setja upp hvernig við ætlum að spila,“ segir Kristján. Ertu sáttur við hópinn í dag eða sérðu fram á að bæta við leikmönnum? „Já, við erum sáttir við hópinn en við erum að skoða hvort við getum bætt við okkur einum sterkum leikmanni í viðbót en eins og staðan er núna er það ekkert neglt.“ Mun það vera íslenskur eða erlendur leikmaður? „Það skiptir í raun engu máli hvaðan hann kemur, bara að hann sé nógu góður, það er aðal málið.“ Ykkur er spáð 9. sæti bæði hjá fótbolta.net og 365. Er það ekki bara eðlileg spá? „Jú, það er bara eðlileg spá út frá því að sérfræðingar hafa ekkert séð okkur mikið spila,“ segir Kristján sem sjálfur vill stefna hærra. „Á næstu dögum munum við setjast niður, þ.e.a.s. leikmannahópurinn og þjálfararnir, á fundi þar sem við ræðum markmið sumarsins. Frá því ég var ráðinn í haust hefur verið markmið okkar að bæta liðið, hvort sem það felst í því að bæta við leikmönnum eða efla þjálfun. Við viljum vinna okkur upp í miðjustrikið, svona sjötta til fimmta sæti, en það er síðan annað stökk að ná efstu liðunum. Það er hugsunin að lyfta liðinu upp frá þeim stað sem það hefur verið seinustu tvö til þrjú árin, þar áður var liðið alltaf í toppnum og í Evrópukeppnum og þangað viljum við fara aftur. Það er bara spurning hversu langan tíma það tekur, hvort sem það verður núna í sumar eða næsta sumar, það verður bara að koma í ljós,“ segir Kristján. Hvernig hefur þér gengið að aðlagast Vestmannaeyjum? Hvernig líkar þér að vera hér? „Mér líkar þetta stórvel, ég skemmti mér vel og það er mjög gaman. Þannig séð er ég að upplifa nýja hluti en samt ekki, þetta snýst náttúrulega allt um fótbolta. Það er gott að vera að þjálfa inni í húsi yfir veturinn, það er munur en við höfum þurft að bíða aðeins of lengi eftir því að komast út, ég hefði viljað fara út strax eftir utanlandsferðina en það var víst aðeins of snemmt. En eins og ég segi þá líkar mér vel, það er hugsað vel um mig og alls staðar tekið vel á móti mér, það verður væntanlega þannig á meðan við töpum ekki mörgum leikjum. Það er nefnilega oft þannig að um leið og maður fer að tapa leikjum þá gjörsnýst umhverfið en við vonum að svo verði ekki og vinnum að sjálfsögðu út frá því að allt verði í fínu standi,“ segir Kristján. Áður en Kristján skrifaði undir samning við ÍBV tók hann þá ákvörðun að láta hluti eins og samgöngur ekki á sig fá en eins og Vestmannaeyingar vita mæta vel er erfitt að stóla á þær. „Ég er ekki að láta neitt stuða mig sem er gefinn hlutur, það er stundum siglt til Þorlákshafnar og til hvers að láta það fara í taugarnar á sér, það er óþarfi. Það er oftast hægt að fljúga ef þú vilt það en þó það komi fyrir einhverja daga að þú komist ekki yfir á þeim tíma sem þú vilt þá áttu bara að vera búinn að undirbúa þig fyrir það. Ef þú ætlar að láta þessa hluti trufla þig þá nærðu ekki að vinna rétt. Þetta var ég alveg búinn að leggja niður fyrir mig og ég nýt þess bara að fara í Herjólf og eins með flugið, mér finnst alltaf jafn spennandi í aðfluginu hérna, þegar hann er að skella vélinni niður. Þetta er bara spurning um hvernig þú nálgast verkefnið, að láta ekki svona hluti trufla sig. Eins þýðir ekkert að grafa sig niður þó önnur lið hafa enga nennu í að koma hingað til að spila æfingaleik, maður á bara að vinna með það sem maður hefur og ná því besta út úr mannskapnum hérna hjá ÍBV eins og mögulegt er,“ segir Kristján. Ertu ánægður með umgjörðina hér hjá ÍBV, er þetta bara eins og þú hefur átt að venjast annars staðar? „Nei, þetta er aðeins öðruvísi en ég er samt alveg ánægður með umgjörðina, þannig séð. Það er öðruvísi að ferðast í þessa leiki yfir vetramánuðina, það eru ekkert allir að koma með í þá. Við erum oft bara tveir að stjórna liðinu en það er allt í lagi, leikmennirnir eru vanir þessu og sömuleiðis að sjá um búningana og allt það sjálfir. Á höfuðborgarsvæðinu værum við alltaf fimm til sjö í kringum liðið í hverjum einasta leik. Þetta er þannig nýtt fyrir leikmennina sem fáum af höfuðborgarsvæðinu, að sjá ekki sjúkraþjálfara sinn eða búningastjóra sinn í hverjum leik. Þeir geta þá dottið í þann gír að hugsa að við séum ekki eins faglegir og hin liðin en þetta er bara okkar veruleiki. Ef við bara útilokum þetta og vinnum í þessu sjálfir, þá getum við tekið ábyrgðina sjálfir í einhver skipti, við erum engin smábörn. Það er hins vegar mikill metnaður og vilji til að gera hlutina en stundum gerast þeir svolítið hægt, ég viðurkenni það alveg. Það getur líka verið kostur að gera hlutina rólega og skil ég ekki fólk í Vestmannaeyjum sem er að stressa sig, með einhver læti eða flýta sér í gegnum búðina eða eitthvað álíka, það hlýtur þá að vera eitthvað alveg sérstakt ef fólk þarf að gera það, allavega ætla ég ekki að detta í þann pakka,“ segir Kristján og hlær og heldur áfram á svipuðum nótum. „Ég nýt lífsins hér og vona líka að leikmennirnir sem koma ofan af landi geri það líka og njóti þess að spila fyrir ÍBV og sjái jákvæðu og réttu hlutina í öllu, þar er gríðarlega mikilvægt og þá mun manni ganga vel.“ Þú hefur væntanlega komið í þó nokkur skipti til Eyja lífsleiðinni, þá sem þjálfari andstæðingsins. Er eitthvað öðruvísi að koma hingað en á aðra staði? „Það var náttúrulega fyrst og fremst ferðalagið, þjálfarinn bað alltaf fyrst um flug og stjórnin segir nei. En áður en Landeyjahöfn kom til sögunnar var alltaf flogið í leikina og þá var bara vandamálið að komast niður og þar fram eftir götunum. Ég setti fljótlega bara upp það hugafar að þetta væri spennandi og gaman, loksins eitthvað uppbrot, ekki bara keyra í bíl inn á völl sem maður gerði í hverri viku á höfuðborgarsvæðinu. En aldrei hafði ég áhyggjur af stúkunni í Eyjum og það er kannski eitthvað sem fólk þarf að taka til sín. Ég kom ekkert hingað í fyrra sumar en heyrði að það hafi verið nokkuð góður stuðningur þannig að ég vona það verði áfram og jafnvel meira í sumar en það er bara undir okkur sjálfum komið. Í gegnum tíðina hefur mér gengið vel hér í Eyjum með þau lið sem ég hef þjálfað og alltaf haft mjög gaman að því að spila hér,“ segir Kristján. Sjálfur býr Kristján einn í Eyjum en segist duglegur að heimsækja fjölskylduna og hún hann. „Ég bý hér einn með heimsóknum frá fjölskyldu. Við vorum nú búin að setja upp kerfi hvenær konan myndi heimsækja mig í vetur þar sem hún á auðvelt með það í sinni vinnu. Það plan fór hins vegar allt í vaskinn því við vorum náttúrulega hverja einustu helgi í vetur uppi á landi að spila fótbolta. Þær ferðir urðu því færri en ætlast var til en fjölskyldan er dugleg að koma þegar færi er og vorum við t.d. öll hér um páskana þannig að þetta hefur gengið ágætlega. Svo hef ég ekki alltaf orðið eftir í Reykjavík þegar við erum að spila, bara gert það inn á milli þegar tíminn er réttur, oftast hef ég ferðast með liðinu til baka úr leikjum. Í sumar verður fjölskyldan meira og minna hérna í kringum mig, það er nóg að gera hjá mér en auðvitað vill maður alltaf hafa fjölskylduna nálægt sér,“ segir Kristján að lokum.  

Sóley Guðmundsdóttir fyrirliði ÍBV: Ég held að þetta verði bara fáránlega skemmtilegt sumar

Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði kvennaliðs ÍBV, var bjartsýn fyrir sumrinu þegar Eyjafréttir slógu á þráðinn til hennar við gerð blaðsins. Kvaðst hún þreytt á því að vera í miðjumoði í deildinni og vonast eftir að veita efstu liðunum aukna samkeppni í ár og jafnvel koma með einn bikar til Eyja. Hvernig líst þér á komandi tímabil? „Mér líst mjög vel á það, við erum búnar að nýta veturinn mjög vel til að þróa okkar leik og koma okkur í topp stand. Ég býst einnig við því að deildin í ár verði enn þá jafnari en í fyrra og að margir leikmenn muni vekja athygli fyrir góða spilamennsku. Svo kemur EM inn í þetta sem mun auka áhuga á kvennaknattspyrnunni þannig að ég held að þetta verði bara fáránlega skemmtilegt sumar,“ segir Sóley. Hver eru markmið ykkar? „Við erum orðnar vel þreyttar á því að enda í fimmta sæti og ætlum að rífa okkur upp úr því. Það er ekkert leyndarmál að við viljum bikar, það er allt of langt síðan að það kom alvöru titill til Eyja. Annars ætlum við auðvitað að fara inn í hvern leik með það að markmiði að vinna hann, hugsa vel um okkur í allt sumar og vera besta útgáfan af sjálfum okkur á hverjum einasta degi, því þannig náum við árangri,“ segir Sóley. Það hafa verið miklar breytingar á leikmannahópnum fyrir leiktíðina, hvernig hefur leikmönnum gengið að ná saman? „Já, það voru margar sem fóru frá okkur og margar nýjar sem komu inn. Það var mikill stígandi í okkar leik í vetur, við náðum betur saman með hverjum leik og fórum að læra inn á hverja aðra. Það tekur alltaf sinn tíma að slípa saman hóp þegar það eru svona miklar breytingar í einu en þetta er bara eitt af þeim verkefnum sem við erum búnar að vinna í í vetur og hefur held ég tekist nokkuð vel. Það er að sjálfsögðu alltaf hægt að bæta andann í hópnum og við munum halda áfram að vinna í hópnum í sumar og láta alla líða eins vel og hægt er, sama hvort sem það eru nýir leikmenn eða stelpur sem hafa búið í Eyjum allt sitt líf,“ segir Sóley að lokum.      

Ian Jeffs þjálfari kvennaliðs ÍBV: Vilja veita toppliðunum samkeppni

 Í samtali við Eyjafréttir kvaðst Ian Jeffs, þjálfari kvennaliðs ÍBV, spenntur fyrir komandi átökum en liðið spilar sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni á föstudaginn á heimavelli gegn KR. Ef við ræðum aðeins undirbúningstímabilið, hvernig finnst þér það hafa gengið hjá ykkur? „Heilt yfir bara mjög vel, eins og alltaf byrjaði það hægt og rólega á meðan við erum að fá leikmenn inn erlendis frá. Þetta er svolítið öðruvísi hér í Eyjum en hjá öðrum liðum. Það tekur alltaf smá tíma að finna út hvernig nýir leikmenn passa inn í okkar lið. Í fyrsta leiknum á móti Val töpuðum við 6:3 en eftir það hefur verið stígandi í okkar leik og við verið að taka miklum framförum. Við náðum síðan okkar markmiði, sem var að komast í undanúrslit lengjubikarsins en þar töpuðum við á móti Breiðabliki. En eins og ég segi þá líst mér bara vel á þetta,“ segir Jeffs. Það verða oft miklar breytingar á leikmannahópnum milli ára og eru til að mynda 12 leikmenn farnir og sjö komnir fyrir þetta tímabil. „Það er bara þannig með útlendingana, sumir vilja vera hér í eitt ár og síðan prófa eitthvað nýtt en aðrir fíla þetta og vilja vera áfram eins og t.d. Cloe Lacasse en hún er að hefja sitt þriðja tímabil með okkur og líður greinilega bara vel hér. Natasha Anasi er síðan bara ólétt þannig að það var ekki eins og hún vildi ekki vera áfram, henni leið vel hérna en svona er þetta bara. Við höfum síðan bara fyllt skörðin fyrir hina leikmennina sem fóru aftur heim eða í önnur lið með nýjum leikmönnum og þeir líta vel út,“ segir Jeffs og bætir við að hann eigi ekki eftir að koma til með að styrkja hópinn frekar. „Nei, við erum komin með okkar hóp, blöndu af erlendum og innlendum leikmönnum en við fengum t.d. Rut Kristjánsdóttur og Ingibjörgu Lúcíu. Við reynum alltaf að fá íslenska leikmenn og það er mjög gott að hafa fengið þessa tvo, ég er ánægður með það.“ Ykkur var spáð 5. sætinu af fótbolta.net er það ekki bara eðlilegt? „Jú, það er svo sem eðlileg spá, þeir skoða náttúrulega bara undirbúningstímabilið og meta eftir því. Mér líður samt betur núna en í fyrra þrátt fyrir að hafa ekki komist eins langt í lengjubikarnum. Þetta er gott á vissan hátt, það er ekki eins mikil pressa á okkur en innan hópsins verðum við að gera meiri kröfur, okkar markmið er töluvert meira en þetta, við viljum ekki vera miðjudeildarlið, við viljum vera ofar og reyna að berjast við þessi topplið. Við erum oft að spila vel gegn liðunum fyrir neðan okkur en við verðum að gera betur gegn þessum sterkustu liðum sem enduðu fyrir ofan okkur í fyrra. Við minnkuðum bilið á milli okkar og stóru liðanna á síðasta tímabili og verðum við núna að taka næsta skref í því ferli,“ segir Jeffs sem heldur að deildin verði áhugaverð í ár. „Ég held að deildin verði skemmtileg, það er ekki lengur bara þessi tvö til þrjú lið sem eiga möguleika á því að vinna eins og var fyrir fimm til sex árum, öll lið geta tekið stig hvert af öðru.“ Tímabilið hefst 28. apríl á Hásteinsvelli þegar ÍBV mætir KR og vonast Jeffs eftir betri byrjun en síðast. „Við byrjum vonandi betur en í fyrra. Við urðum þá lengjubikarmeistarar en byrjuðum samt mótið illa, töpuðum fjórum af fyrstu sex leikjunum og þar með búin að spila okkur úr toppbaráttunni. Við þurfum klárlega góða byrjun ef við ætlum að blanda okkur í toppbaráttuna,“ segir Jeffs að lokum.  

Stoppað í götin á einstöku safni

Ef það er eitthvað sem dregur að Eyjamenn sem komnir eru yfir miðjan aldur er það tækifæri til að líta til baka þegar fólk var að alast upp og jafnvel lengra aftur í tímann. Til þess voru tvö tækifæri með stuttu millibili, Sigurgeir Jónasson ljósmyndari frá Skuld sýndi hluta af safni sínu á sumardaginn fyrsta í Viskusalnum og Eyjahjartað var í Sagnheimum á sunnudaginn. Var húsfyllir á báðum stöðum. Eftir að safn Sigurgeirs var afhent Vestmannaeyjabæ hafa Sigurgeir og Kári Bjarnason lagt mikla vinnu í að vinna úr og kynna safnið með margvíslegu móti. Sigurgeir sjálfur passaði raunar ótrúlega vel upp á safn sitt, flokkaði og merkti inn á dagsetningu og viðburð. En alltaf má gera betur enda safnið mikið að vöxtum, telur milljónir mynda. Þetta á sérstaklega við þegar um er að ræða myndir af ungum börnum eða hópmyndir og ljósmyndasýningarnar eru kjörinn vettvangur til að stoppa upp í götin. Þetta er fjórða sýningin í Viskusalnum og nú voru það myndir af börnum og unglingum í Eyjum sem teknar voru á árunum 1960 til 1980. Þeim til halds og trausts hefur frá upphafi verið Arnar Sigurmundsson. Tókst þeim að rúlla í gegn 200 myndum og voru gestir vel með á nótunum og tókst oftast að finna út hverjir eru í myndunum, þar sem það vantaði. Það er greinilegt að fólk kann að meta sýningarnar og framtak þremenninganna er gott og skiptir ekki minnstu máli þær upplýsingar sem þar koma fram og hvað fólk skemmtir sér vel.  

Kristín Erna er Eyjamaður vikunnar: Á meðan ég hjálpa liðinu þá er ég sátt

Kristín Erna Sigurlásdóttir verður í eldlínunni þegar kvennalið ÍBV í knattspyrnu tekur á móti KR á föstudaginn í fyrsta leik liðsins í Pepsi-deildinni. Kristín Erna, sem sneri aftur til ÍBV fyrir tímabilið eftir að hafa verið eitt tímabil með Fylki, er markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi með 84 mörk og því ljóst að hún á eftir að hjálpa liðinu gríðarlega mikið á komandi leiktíð. Kristín Erna er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.   Nafn: Kristín Erna Sigurlásdóttir. Fæðingardagur: 19 ágúst 1991. Fæðingarstaður: Reykjavík. Fjölskylda: Foreldrar mínir heita Sigurlás og Karen, svo á ég 4 systkini sem heita Kolbrún, Jóna Heiða, Sara og Þorleifur. Draumabíllinn: Range Rover. Uppáhaldsmatur: Ég er mikið fyrir sjávarrétti. Versti matur: Sveppa tacos sem ég fékk einu sinni. Uppáhalds vefsíða: fotbolti.net. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: R&b. Aðaláhugamál: Fótbolti. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Zlatan. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ísrael. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Man Utd & Arjen Robben. Ertu hjátrúarfull/ur: Nei. Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, líklega of mikið. Uppáhaldssjónvarpsefni: Seinfeld. Fyrsti leikur í Pepsi-deildinni er núna á föstudaginn gegn KR, hvernig leggst það í þig: Mikil tillhlökkun að byrja loksins eftir langt undirbúningstímabil. ÍBV hefur verið um miðja deild síðustu ár, telur þú liðið hafa burði í að gera atlögu að efstu sætunum í ár: Já, ég held að við getum unnið öll liðin í deildinni ef við höldum okkar skipulagi. Síðast þegar þú spilaðir með ÍBV í Pepsi-deildinni skoraðir þú átta mörk í 17 leikjum. Hvað stefnir þú á að skora mörg á þessu tímabili: Á meðan ég hjálpa liðinu þá er ég sátt.  
>> Eldri fréttir

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Fundur Fjölskyldu- og tómstundaráðs 26. apríl

Fjölskyldu- og tómstundaráð - 193. fundur   haldinn í fundarsal Ráðhúss, 26. apríl 2017 og hófst hann kl. 16:15     Fundinn sátu: Trausti Hjaltason formaður, Páll Marvin Jónsson aðalmaður, Geir Jón Þórisson aðalmaður, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Guðjón Ragnar Rögnvaldsson 1. varamaður, Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs og Margrét Rós Ingólfsdóttir starfsmaður sviðs.   Fundargerð ritaði: Margrét Rós Ingólfsdóttir,   Auður Ósk Vilhjálmsdóttir yfirgaf fundinn eftir 2.mál.   Dagskrá:   1. 201704165 - Skýrsla til Barnaverndarstofu fyrir árið 2016   Samantekt úr ársskýrslu til Barnaverndarstofu fyrir árið 2016.   Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi kynnti samantekt úr ársskýrslu til Barnaverndarstofu fyrir árið 2016.   Ráðið þakkar kynninguna og ítrekar að af fjölda mála má sjá að barnaverndarkerfi sveitarfélagsins nýtur trausts og er öflugt.     2. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð   Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.   Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.     3. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.   Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.   Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.     4. 201704145 - Breyting á opnunartíma sundlaugar   Tilkynning um breyttan opnunartíma í sundlaug sumarið 2017   Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar leggur til að opnunartími sundlaugar verði breytt í sumar frá kl. 09 - 18 í staðinn fyrir kl. 10 - 19 eins og nú er. Breytingin tekur gildi í byrjun júní og út ágúst.   Ráðið samþykkir breytinguna, en um er að ræða sama opnunartíma og undir lok síðasta sumars.     5. 200804058 - Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar   Kynning á fyrirkomulagi Vinnuskóla 2017   Ráðinu kynnt tillaga að fyrirkomulagi vinnuskólans sumarsins 2017. Ráðið samþykkir laun, sem og vinnutíma og vinnutímabil. Foreldrum barna í árgöngum 2001-2003 verður sent kynningarbréf á næstu dögum.         Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45  

Kristján Guðmundsson þjálfari karlaliðs ÍBV: Stefnan sett á að komast upp úr neðri hluta deildarinnar

Kristján Guðmundsson tók við liði Eyjamanna í haust og hefur undanfarna mánuði unnið hörðum höndum að því að púsla saman liði en eins og svo oft þá er leikmannaveltan hjá liðum ÍBV oft meiri en gengur og gerist annars staðar. Blaðamaður ræddi við Kristján m.a. um undirbúningstímabil, markmið liðsins og búsetu hans í Eyjum. „Ég tók við í haust og var með Reykjavíkur strákana fram að áramótum. Á meðan voru þjálfararnir hér í Eyjum að skiptast á að sjá um hópinn sem samanstóð að mestu af strákum úr 2. flokki,“ segir Kristján um fyrstu vikur og mánuði í starfi. „Ég flyt síðan út í Eyjar í annarri viku í janúar og er búinn að vera með liðið síðan. Gunnar Heiðar kemur síðan inn í þetta með mér sem aðstoðarþjálfari í lok febrúar. Á meðan færðum við strákana í Reykjavík yfir til Kristjáns Ómars Björnssonar styrktarþjálfara og þjálfara Álftaness og bættum einnig við einum þjálfara til viðbótar, Guðmundi Viðari Mete, sem staðsettur var uppi á landi.“ Á meðan liðið var að stilla saman strengi á undirbúningstímabilinu tók það þátt bæði í fótbolti.net mótinu og lengjubikarnum og segir Kristján að úrslitin hefðu mátt vera betri. „Við lentum í þriðja sæti í .net mótinu og byrjuðum vel í lengjubikarnum en náðum ekki í úrslitakeppnina, sem var ekki alveg nógu gott. Að því loknu fórum við út til Spánar í æfingaferð sem gekk vel, við spiluðum enga leiki og æfðum bara. Heilt yfir höfum við sloppið við meiðsli og eru menn almennt bara tilbúnir,“ segir Kristján en bætir þó við að æfingaleikir hefðu mátt vera fleiri en raun ber vitni. „Það sem hefur vantað upp á eru æfingaleikir. Við tókum tvo helgina sem við komum heim að utan, síðan höfum við ekkert spilað. Það verða þá liðnar þrjár vikur sem við spilum ekkert fyrir fyrsta leik í Pepsi-deildinni sem er það lengsta sem ég hef lent í. Það eru svo sem margar ástæður fyrir þessu, liðin eru mörg hver erlendis eða enn að spila í lengjubikarnum og sum ekkert endilega æst í að spila á grasi þegar það eru komnir svona margir plastvellir. Það er samt sem áður möguleiki á leikjum en annars erum við bara að æfa á fullu og setja upp hvernig við ætlum að spila,“ segir Kristján. Ertu sáttur við hópinn í dag eða sérðu fram á að bæta við leikmönnum? „Já, við erum sáttir við hópinn en við erum að skoða hvort við getum bætt við okkur einum sterkum leikmanni í viðbót en eins og staðan er núna er það ekkert neglt.“ Mun það vera íslenskur eða erlendur leikmaður? „Það skiptir í raun engu máli hvaðan hann kemur, bara að hann sé nógu góður, það er aðal málið.“ Ykkur er spáð 9. sæti bæði hjá fótbolta.net og 365. Er það ekki bara eðlileg spá? „Jú, það er bara eðlileg spá út frá því að sérfræðingar hafa ekkert séð okkur mikið spila,“ segir Kristján sem sjálfur vill stefna hærra. „Á næstu dögum munum við setjast niður, þ.e.a.s. leikmannahópurinn og þjálfararnir, á fundi þar sem við ræðum markmið sumarsins. Frá því ég var ráðinn í haust hefur verið markmið okkar að bæta liðið, hvort sem það felst í því að bæta við leikmönnum eða efla þjálfun. Við viljum vinna okkur upp í miðjustrikið, svona sjötta til fimmta sæti, en það er síðan annað stökk að ná efstu liðunum. Það er hugsunin að lyfta liðinu upp frá þeim stað sem það hefur verið seinustu tvö til þrjú árin, þar áður var liðið alltaf í toppnum og í Evrópukeppnum og þangað viljum við fara aftur. Það er bara spurning hversu langan tíma það tekur, hvort sem það verður núna í sumar eða næsta sumar, það verður bara að koma í ljós,“ segir Kristján. Hvernig hefur þér gengið að aðlagast Vestmannaeyjum? Hvernig líkar þér að vera hér? „Mér líkar þetta stórvel, ég skemmti mér vel og það er mjög gaman. Þannig séð er ég að upplifa nýja hluti en samt ekki, þetta snýst náttúrulega allt um fótbolta. Það er gott að vera að þjálfa inni í húsi yfir veturinn, það er munur en við höfum þurft að bíða aðeins of lengi eftir því að komast út, ég hefði viljað fara út strax eftir utanlandsferðina en það var víst aðeins of snemmt. En eins og ég segi þá líkar mér vel, það er hugsað vel um mig og alls staðar tekið vel á móti mér, það verður væntanlega þannig á meðan við töpum ekki mörgum leikjum. Það er nefnilega oft þannig að um leið og maður fer að tapa leikjum þá gjörsnýst umhverfið en við vonum að svo verði ekki og vinnum að sjálfsögðu út frá því að allt verði í fínu standi,“ segir Kristján. Áður en Kristján skrifaði undir samning við ÍBV tók hann þá ákvörðun að láta hluti eins og samgöngur ekki á sig fá en eins og Vestmannaeyingar vita mæta vel er erfitt að stóla á þær. „Ég er ekki að láta neitt stuða mig sem er gefinn hlutur, það er stundum siglt til Þorlákshafnar og til hvers að láta það fara í taugarnar á sér, það er óþarfi. Það er oftast hægt að fljúga ef þú vilt það en þó það komi fyrir einhverja daga að þú komist ekki yfir á þeim tíma sem þú vilt þá áttu bara að vera búinn að undirbúa þig fyrir það. Ef þú ætlar að láta þessa hluti trufla þig þá nærðu ekki að vinna rétt. Þetta var ég alveg búinn að leggja niður fyrir mig og ég nýt þess bara að fara í Herjólf og eins með flugið, mér finnst alltaf jafn spennandi í aðfluginu hérna, þegar hann er að skella vélinni niður. Þetta er bara spurning um hvernig þú nálgast verkefnið, að láta ekki svona hluti trufla sig. Eins þýðir ekkert að grafa sig niður þó önnur lið hafa enga nennu í að koma hingað til að spila æfingaleik, maður á bara að vinna með það sem maður hefur og ná því besta út úr mannskapnum hérna hjá ÍBV eins og mögulegt er,“ segir Kristján. Ertu ánægður með umgjörðina hér hjá ÍBV, er þetta bara eins og þú hefur átt að venjast annars staðar? „Nei, þetta er aðeins öðruvísi en ég er samt alveg ánægður með umgjörðina, þannig séð. Það er öðruvísi að ferðast í þessa leiki yfir vetramánuðina, það eru ekkert allir að koma með í þá. Við erum oft bara tveir að stjórna liðinu en það er allt í lagi, leikmennirnir eru vanir þessu og sömuleiðis að sjá um búningana og allt það sjálfir. Á höfuðborgarsvæðinu værum við alltaf fimm til sjö í kringum liðið í hverjum einasta leik. Þetta er þannig nýtt fyrir leikmennina sem fáum af höfuðborgarsvæðinu, að sjá ekki sjúkraþjálfara sinn eða búningastjóra sinn í hverjum leik. Þeir geta þá dottið í þann gír að hugsa að við séum ekki eins faglegir og hin liðin en þetta er bara okkar veruleiki. Ef við bara útilokum þetta og vinnum í þessu sjálfir, þá getum við tekið ábyrgðina sjálfir í einhver skipti, við erum engin smábörn. Það er hins vegar mikill metnaður og vilji til að gera hlutina en stundum gerast þeir svolítið hægt, ég viðurkenni það alveg. Það getur líka verið kostur að gera hlutina rólega og skil ég ekki fólk í Vestmannaeyjum sem er að stressa sig, með einhver læti eða flýta sér í gegnum búðina eða eitthvað álíka, það hlýtur þá að vera eitthvað alveg sérstakt ef fólk þarf að gera það, allavega ætla ég ekki að detta í þann pakka,“ segir Kristján og hlær og heldur áfram á svipuðum nótum. „Ég nýt lífsins hér og vona líka að leikmennirnir sem koma ofan af landi geri það líka og njóti þess að spila fyrir ÍBV og sjái jákvæðu og réttu hlutina í öllu, þar er gríðarlega mikilvægt og þá mun manni ganga vel.“ Þú hefur væntanlega komið í þó nokkur skipti til Eyja lífsleiðinni, þá sem þjálfari andstæðingsins. Er eitthvað öðruvísi að koma hingað en á aðra staði? „Það var náttúrulega fyrst og fremst ferðalagið, þjálfarinn bað alltaf fyrst um flug og stjórnin segir nei. En áður en Landeyjahöfn kom til sögunnar var alltaf flogið í leikina og þá var bara vandamálið að komast niður og þar fram eftir götunum. Ég setti fljótlega bara upp það hugafar að þetta væri spennandi og gaman, loksins eitthvað uppbrot, ekki bara keyra í bíl inn á völl sem maður gerði í hverri viku á höfuðborgarsvæðinu. En aldrei hafði ég áhyggjur af stúkunni í Eyjum og það er kannski eitthvað sem fólk þarf að taka til sín. Ég kom ekkert hingað í fyrra sumar en heyrði að það hafi verið nokkuð góður stuðningur þannig að ég vona það verði áfram og jafnvel meira í sumar en það er bara undir okkur sjálfum komið. Í gegnum tíðina hefur mér gengið vel hér í Eyjum með þau lið sem ég hef þjálfað og alltaf haft mjög gaman að því að spila hér,“ segir Kristján. Sjálfur býr Kristján einn í Eyjum en segist duglegur að heimsækja fjölskylduna og hún hann. „Ég bý hér einn með heimsóknum frá fjölskyldu. Við vorum nú búin að setja upp kerfi hvenær konan myndi heimsækja mig í vetur þar sem hún á auðvelt með það í sinni vinnu. Það plan fór hins vegar allt í vaskinn því við vorum náttúrulega hverja einustu helgi í vetur uppi á landi að spila fótbolta. Þær ferðir urðu því færri en ætlast var til en fjölskyldan er dugleg að koma þegar færi er og vorum við t.d. öll hér um páskana þannig að þetta hefur gengið ágætlega. Svo hef ég ekki alltaf orðið eftir í Reykjavík þegar við erum að spila, bara gert það inn á milli þegar tíminn er réttur, oftast hef ég ferðast með liðinu til baka úr leikjum. Í sumar verður fjölskyldan meira og minna hérna í kringum mig, það er nóg að gera hjá mér en auðvitað vill maður alltaf hafa fjölskylduna nálægt sér,“ segir Kristján að lokum.  

Greinar >>

Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss skrifar: Knattspyrnuveislan að hefjast

Um helgina hefst sjálft knattspyrnuárið í efstu deild. Föstudaginn 28. apríl kl. 18:00 er komið að fyrsta leiknum er kvennaliðið okkar fær erkifjendurna KR í heimsókn en karlarnir, sem einnig eiga sinn fyrsta leik heima, mæta Fjölni sunnudaginn 30. apríl kl. 17:00. Ég hvet lesendur blaðsins til að fjölmenna á leiki ÍBV í sumar og njóta þeirra töfra sem búa í knattspyrnunni. Einfaldast er að kaupa árskort á kvennaleikina sem kosta aðeins 10.000 og ganga í stuðningsmannaklúbb karlanna fyrir 2.500 á mánuði. Undanfarin sumur hef ég mætt á flesta heimaleiki karla og kvenna og ég viðurkenni að ég sakna fleiri áhorfenda á kvennaleikina. Að mínu mati hafa leikirnir í kvennaknattspyrnunni almennt verið skemmtilegri en karlaleikirnir síðustu sumur. Fyrir einstakling sem spilar ekki nema með hjartanu er stórkostlegt að upplifa leik eftir leik þar sem heilt lið er sameinað í að gefast aldrei upp, elta alla bolta, fara í öll návígi, gleðjast þegar vel gengur, þjappa sér saman þegar á móti blæs og berjast og berjast. Ef þessi baráttuandi verður einnig til staðar hjá körlunum í sumar geta þeir komist ansi langt. En mér hefur fundist sem karlaknattspyrnan hafi verið kaflaskiptari. Stundum hefur að vísu verið hrein unun að horfa á karlaleikina, eins og dáleiddur stendur maður handan við girðingu og sér sóknirnar bylja á andstæðingnum eins og fárviðri standi yfir. Aðra stundina ólgar reiðin innra þegar leikmenn virðast veigra sér við að fara í sókn og dóla í þess stað endalaust á miðjunni. Óafmáanleg er minningin frá 93. mínútu í leik við Val fyrir fáeinum árum, við erum undir 0:1 og eigum innkast á vallarhelmingi andstæðingsins. En ónefndur leikmaður ÍBV lullar á eftir boltanum til að taka innkastið í stað þess að hlaupa. Á þjálfarabekk heyrist mjóróma væl sem engu breytir og tíminn rennur út. Stundir sem þessar líða illu heilli seint úr minni.   Fegurð þessa stórfenglega leiks Miklar tilfinningar eru þannig fylgifiskur knattspyrnuáhorfs. Að sjá Cloe þjóta upp völlinn með boltann límdan við lappirnar eða Sigríði Láru standa sem klettur á miðjunni eða Kristínu Ernu skyndilega komna á auða svæðið fyrir framan markið gefur gleði sem er líklega samstofna þeirri sem vímuefnaneytendur leita uppi alla tíð. Það stórkostlega við knattspyrnuna er að það þarf aldrei að renna af manni, alltaf einhvers staðar er verið að spila og með nútímatækni má vel una sér við að horfa á leiki í beinni útsendingu hvar og hvenær sem andinn grípur mann. Ég fór og fékk box á stærð við hálfan fótbolta. Með því undratæki er ég kominn með á annað hundrað knattspyrnustöðva hvaðanæva að úr veröldinni og þó þulir gargi á arabísku, grísku eða kínversku haggar það ekki við fegurð þessa stórfenglega leiks.   Mætum snemma Knattspyrnusýki er sem betur fer ólæknandi sjúkdómur. Ég hvet lesendur til að mæta snemma á völlinn, talsvert fyrir leik. Það er einfaldlega ekkert sem toppar að standa handan girðingar og sjá byrjunarliðið þitt vera að hita upp, taka eftir eða þykjast taka eftir hverjir ætla að nýta tækifærið, hvernig stemningin er í hópnum, sjá ný andlit og verða allt í einu snortinn af einhverju sem þú hefur ekki tekið eftir áður. Þannig leið mér þegar ég sá Gústa hið fyrst sinnið og svo get ég aldrei gleymt samlanda hans sem ég hlakkaði svo ósegjanlega til að sjá spila meira og meira. Í dag man ég ekki lengur nafnið hans. Aðeins stendur eftir minning af dásamlegri leikni í undirbúningnum og leiftrandi hraðabreytingum í örfáum sóknum sem ég sá hann leika.   Abel var engin hugarsýn Stundum hvarflar að mér að hann hafi verið hugarsýn fremur en raunverulegur einstaklingur, draumur á borð við brasilíska landsliðið sem handan við vökulífið er ennþá með Vava, Didi, Pele og hinn óviðjafnanlega Garincha innanborðs – þar til þú vaknar. En svo man ég aðra sem klárlega voru staðreynd og eru því miður horfnir á brautu. Abel var t.d. engin hugarsýn. Hann gat bæði heillað með sínum stóru höndum og kramið hjarta manns með á stundum óþarflega djörfum úthlaupum. Ég mun heldur aldrei gleyma því þegar ég horfði á hann eitt sinn taka snúning fyrir leik með nokkrum samherjum. Hvílík boltatækni, ætli hann hafi verið útileikmaður einhvern tíma? Svona renna saman myndir af gleði og sorg leiksins, ógleymanlegum einstaklingum sem heilla og ungum strákum sem maður sér að eru farnir að berja á dyrnar að byrjunarliðinu. Knattspyrnan er í senn andartakið þar sem einstaklingsframtakið blossar og eilífð þar sem herfræðileg list þvingar alla í liðinu til að vinna saman sem þar færi aðeins einn maður, ein sál og tíminn leysist upp. Sá sem leitar gleðinnar á að arka út á Hásteinsvöll. Mætið á kvennaleikina algjörlega til jafns við karla- leikina. Mætið helst vel fyrir leik. Njótið og hvetjið. ÍBV á vonandi eftir að eiga gott sumar bæði í karla- og kvennaknattspyrnunni.   Gleðilegt knattspyrnusumar.