Jónína Björk Hjörleifsdóttir úr Vestmannaeyjum sýnir á Jónsmessugleði Grósku 2018

Jónína Björk Hjörleifsdóttir úr Vestmannaeyjum sýnir á Jónsmessugleði Grósku 2018

 Sumarsólstöður nálgast og fimmtudaginn 21. júní kl. 19.30-22 verður Jónsmessugleði Grósku haldin í tíunda sinn við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar. Jónsmessugleði Grósku á 10 ára afmæli og verða fjölbreytt listaverk til sýnis í töfrandi umhverfi ylstrandar með útsýni yfir hafið. Sýnendur eru tæplega 40 talsins og hafa sjaldan verið fleiri enda hafa gestalistamenn í boði Grósku flykkst hvaðanæva af landinu til að taka þátt í Jónsmessugleði. Meðal sýnenda er meðal annars myndlistarmaðurinn Jónína Björk Hjörleifsdóttir úr Myndlistarfélagi Vestmannaeyja en þetta er annað árið sem Vestmannaeyingar leggja Jónsmessugleði Grósku lið. Grafíski hönnuðurinn Gunnar Júlíusson sem er í Grósku og hefur séð um hönnun á fánum og öðru kynningarefni Jónsmessugleði er auk þess úr eyjum. Á Jónsmessugleði Grósku eru málverk á striga strengd milli staura og einnig innsetningar eða skúlptúrar. Fjölmargir aðrir listviðburðir verða líka á dagskrá, svo sem söngur, tónlist og ýmis konar glens og gaman. Ungir sem aldnir láta ljós sitt skína enda er Jónsmessugleði fyrir fólk á öllum aldri. Einnig býður Gróska upp á veitingar og búast má við fjörlegu kvöldi. Myndlistarmennirnir vinna nefnilega að þessu sinni með þemað: „Líf í tuskunum“. Að venju lýkur Jónsmessugleði Grósku svo með gjörningi kl. 22 sem vafalaust mun koma skemmtilega á óvart. Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, stendur fyrir Jónsmessugleði í samstarfi við Garðabæ og hefur boðið myndlistarfélögum frá öðrum bæjarfélögum til leiks með sér. Einkunnarorð Jónsmessugleði Grósku eru: gefum, gleðjum og njótum og í þeim anda gefa allir listamennirnir vinnu sína þetta kvöld. Jónsmessugleði er stærsta sýning Grósku og var haldin í fyrsta skipti árið 2009. Gróska var í raun formlega stofnuð upp úr því. Síðan hefur Jónsmessugleði verið árviss viðburður sem hefur vaxið og dafnað með Grósku sjálfri og er áætlað að um 10 þúsund manns hafi mætt þegar fjölmennast var. Allir eru velkomnir á Jónsmessugleði Grósku, Garðbæingar jafnt sem aðrir. Fólk er hvatt til að fjölmenna og gera einkunnarorð Jónsmessugleðinnar að sínum með því að gefa, gleðja og njóta.  

Baráttukveðjur frá ÍBV til Heimis og peyjana

Baráttukveðjur frá ÍBV til Heimis og peyjana

17. júní verður haldinn hátíðlegur

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er á sunnudaginn og verður haldinn hátíðlegur. Lagt verður af stað í skrúðgöngu frá Íþróttamiðstöðinni kl. 13.45 og verður gengið niður á Stakkagerðistún þar sem dagskráin hefst klukkan 14.00   Dagskrá 17. júní 2018.   9.00   Fánar dregnir að húni í bænum.   10.30 Hraunbúðir   Fjallkona – Thelma Lind Þórarinsdóttir flytjur hátíðarljóð.   Tónlistaratriði – Una Þorvaldsd., Jarl Sigurgeirs. og Sara Renee.   15.00   Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur fyrir heimilisfólk og aðra hátíðargesti á Hraunbúðum.    13.30 Íþróttamiðstöð   Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman fyrir skrúðgöngu, lagt af stað kl. 13.45. Gengið verður frá Íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu, inn Faxastíg og áfram Vestmannabraut að Stakkagerðistúni í lögreglufylgd. Félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika fyrir göngunni og fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiða gönguna ásamt öðrum.   14.00 Stakkagerðistún   Lúðrasveit Vestmannaeyja spilar af krafti.   Hátíðarræða - Ásmundur Friðriksson alþingismaður   Fjallkona – Thelma Lind Þórarinsdóttir flytur hátíðarljóð   Fimleikasýning fimleikafélagsins Ránar   Ávarp nýstúdenta- Vigdís Hind Gísladóttir og Jóhanna Helga Sigurðardóttir   Tónlistaratriði – Una Þorvaldsd., Jarl Sigurgeris. og Sara Renee.       Leikfélag Vestmannaeyja skemmtir hátíðargestum.   Hoppukastalar og fjör ef veður leyfir.   Frítt inn á Sagnheima í tilefni dagsins.       Stefnt er að því að sýna leik Íslands og Argentínu á risaskjá á Stakkagerðistúni laugardaginn 13. júní kl. 13.00       Breytingar verða auglýstar á facebook síðu Vestmannaeyjabæjar og á www.vestmannaeyjar.is.  

Sumarlestur og málörvun

Nú er sumarfrí grunnskólabarna framundan og er það mörgum kærkomið. “Sumarið er tíminn” orti eitt okkar ástkærasta tónskáld og er sumarið einmitt tími betra veðurfars (alla vega í minningunni), meira frelsis og tími til að leika sér áhyggjulaus alla daga við vini og vinkonur.   Á Íslandi er sumarfrí grunnskólabarna að jafnaði 10-11 vikur og því er afskaplega mikilvægt að fara inn í sumarið með það í huga að lesturinn eigi aldrei að fara í frí. Rannsóknir hafa sýnt að þau grunnskólabörn sem ekkert lesa í sumarfríinu eiga erfiðara uppdráttar þegar skólinn byrjar aftur eftir svona langt frí.   Á vefsíðu Menntamálastofnunar (https://www.mms.is/sites/mms.is/files/sumarahrif_mms_vef_med_rettan_link.pdf) eru góðir punktar um sumaráhrif og lestur og hvernig afturför í lestrarfærni getur verið frá einum til þremur mánuðum á hverju sumri og hjá barni í 6. bekk sem aldrei hefur lesið bækur yfir sumartímann þá getur uppsöfnuð afturför verið allt að einu og hálfu skólaári. Það er því gríðalega mikilvægt að gefa lestrinum ekki frí, þó sumarfríið sé kærkomið, því allt nám byggist á lestrarfærni og mikilvægi þess að geta lesið sér til gagns. Yngri nemendur eru sérstaklega viðkvæmir fyrir sumaráhrifum og þau börn sem glíma við litla lestrarmenningu heima fyrir eða eiga annað móðurmál en íslensku eru einnig í áhættuhópi.   Lestur er því mikilvægur á sumrin og er það á ábyrgð okkar foreldra að sinna þessum efnum. Á vefsíðu Menntamálastofnunar er einnig hægt að nálgast sumarlestrarhest þar sem lestur er settur í skemmtilegar aðstæður sem gera lesturinn spennandi og skemmtilegan og eru foreldrar hvattir til að nýta sér hann. https://www.mms.is/sites/mms.is/files/dagatal_mms_sumarlestur2018_0.pdf   Einnig hefur Grunnskóli Vestmannaeyja sent sumarlestrarhest heim með nemendum sínum sem sniðugt er að nýta með börnunum okkar. Eins og áður segir skiptir lestur miklu máli en einnig er öll málörvun gríðarlega mikilvæg. Fyrst og fremst er þó mikilvægast af öllu að gefa börnunum okkar tíma!! Gefum þeim tíma til samveru, tíma til að lesa saman, tíma til að spila við þau, tíma til að syngja saman, tíma til að tala saman og tíma til að hlusta á þau. “Það læra börnin sem fyrir þeim er haft” er gott og gilt íslenskt máltæki og gott að tileinka sér það. Verum því börnunum okkar fyrst og fremst skýr málfyrirmynd! Hér á eftir eru hugmyndir að almennri málörvun barna og hvernig við sem foreldrar getum auðveldlega ýtt undir málþroska okkar barna:   Tölum (og tölum…) við barnið Öflug málörvun er alltaf góð. Mikilvægt er að gefa sér tíma til að spjalla við barnið hvort sem um er að ræða í leik eða daglegum störfum hversdagsins. Barnið verður þó líka að hafa svigrúm til að meðtaka það sem við segjum og við þurfum að gefa því tíma til að svara.   Notum sömu orðin – í mismunandi samhengi Börn læra stöðugt ný orð og til að hjálpa þeim að víkka orðaforðann þurfum við að vera þeim góð fyrirmynd. Dæmi: „Sjáðu boltann. Hann er sko aldeilis flottur þessi blái bolti. Þú átt næstum alveg eins bolta. Eigum við að setja litla bláa boltann ofan í kassann?“ „Er þér heitt? Já, ég veit, það er sjóðheitt hérna inni!“ „Ertu svöng? Ég er líka sársvöng, ég er alveg glorhungruð.“   Nefnum athafnir Tölum um það sem við gerum á hverjum degi, innan heimilis sem utan. Til dæmis þegar við erum að elda („nú set ég vatn í pottinn og svo fiskinn ofan í. Mmm… mér finnst fiskur svo góður.“), kaupum í matinn, þvoum bílinn, hengjum upp þvott o.s.frv. Verum dugleg að tala við barnið þegar við leikum við það, án þess að spyrja beinna spurninga sem krefjast einungis já/nei svars („Hvar ætli rauði kubburinn sé? Hérna er hann, nú set ég hann ofan á græna kubbinn.“). Í búðinni er hægt að spyrja barnið “hvaða ávexti og grænmeti eigum við að kaupa”? Eigum við að kaupa léttmjólk eða nýmjólk, gula mjólk eða bláa mjólk”? osfrv. Leyfum börnunum að vera þátttakendur í búðaferðinni.   Tölum um atburði í nútíð, þátíð og framtíð Ung börn lifa í núinu. Við þurfum því smám saman að byggja ofan á, tala um það sem hefur gerst og það sem á eftir að gerast. Þannig lærir barnið að skynja tímann og við leggjum grunn að skipulagningu frásagnar. Tölum um það sem ætlum að gera á eftir („fyrst ætlum við að fara í búðina, síðan ætlum við í sund og svo að heimsækja ömmu. Hún gefur okkur kannski ís.“). Síðan er hægt að rifja upp skemmtilega atburði („Manstu hvað við gerðum í gær? Fyrst fórum við í búðina, svo í sund og svo til ömmu. Manstu hvað amma gaf okkur góðan ís?“). Ekki er verra að hafa myndir til að styðjast við þegar skemmtilegir atburðir eru rifjaðir upp.   Verum barninu skýr málfyrirmynd Reynum að öðlast tilfinningu fyrir málskilningi barnsins, þ.e hvað barnið skilur af því sem sagt er við það. Notum setningar sem við vitum að barnið skilur en munum að bæta stöðugt við nýjum orðum og hugtökum. Notum bendingar til skýringar (t.d. benda á hluti eða myndir) og útskýrum orð eða notum samheiti („veistu að drengur þýðir það sama og strákur og stúlka þýðir það sama og stelpa?“). Gætum þess að tala ekki of hratt.   Kynnum ný orð og hugtök til sögunnar Í leik eða daglegum athöfnum er gott að nefna liti, tölur og bókstafi þegar slíkt á við. Tölum um afstöðuhugtök (t.d. undir, yfir, kringum, við hliðina o.s.frv.), lýsandi hugtök (t.d. þessi pollur er grunnur en þessi er djúpur, eða, þessi bolti er stærri en þessi og þessi er minnstur). Nefnum líkamshluta, t.d. þegar verið er að baða eða hátta. Tölum um mismunandi áferð t.d. fatnaðar (mjúkur, hrjúfur) o.s.frv. Allt sem okkur dettur í hug!   Bergmálun Oft er talað um að það skili ekki árangri að hafa beinar leiðréttingar á málfari, a.m.k. ekki þegar barnið er ungt að árum. Höfum „rétt“ mál fyrir barninu með því að endurtaka það sem þau segja á réttan hátt. Dæmi: Barnið segir, „Jói hlaupaði með mér út á fótboltavöll”. Við segjum við barnið, “hljóp Jói með þér alla leið út á fótboltavöll”? Ekki er æskilegt að segja við barnið “nei, þú átt ekki að segja hlaupaði heldur hljóp”. Endurtökum jafnvel orðin eða setninguna í öðru samhengi.   Lesum á hverjum degi Lestur fyrir börn felur í sér mikla og góða málörvun og er ein sú albesta málörvun sem hægt er að hugsa sér. Við lestur örvum við og aukum við orðaforða barna, þau kynnast annarskonar málfari en við notum venjulega og það er hollt og gott að lesa sömu bækurnar aftur og aftur. Börnin skynja uppbyggingu frásagnar, skipulag atburðarásar, orðaröð og setningagerð. Við upphaf lestrar ættum við að skoða bókarkápuna með barninu, spá í nafnið á bókinni og íhuga efni bókarinnar út frá titlinum. Þegar við lesum þurfum við að hafa orðaskil greinileg, ýkja örlítið blæbrigði, benda á myndir um leið og lesið er, útskýra orð og hugtök í stuttu máli ef þörf krefur eða nefna önnur orð til skýringar. Byrjum að lesa fyrir börn um leið og þau geta fylgst með stórum og einföldum myndum (vanalega upp úr þriggja mánaða aldri). Gott er að rifja upp með því að spyrja “hvað lásum við í gær” og spyrja “hvað hefði getað gerst”? “af hverju heldurðu að strákurinn hafi verið leiður”? osfrv. Það hvetur þau til að draga ályktanir og setja sig í spor annarra.   Hvetjum barnið til að segja frá. Það er mikilvægt fyrir barnið að læra að skipuleggja frásögn og segja frá atburðum. Við þurfum að vera góð fyrirmynd. Segjum frá okkar degi áður en við spyrjum hvað þau hafi verið að gera í leikskólanum. Rifjum sameiginlega upp skemmtilega atburði. Fyrir börn sem skynja illa atburðarás og eiga í erfiðleikum með að segja frá er gott að nota dagbækur sem ganga t.d. á milli heimilis og leikskóla. Gott er að styðjast við myndir til að hvetja barnið til frásagnar. Mikilvægt er að spyrja opinna spurninga og mismunandi spurninga til að fá barnið til að tjá sig með fleiri orðum.   Búum til sögur saman Segjum sögur upp úr okkur eða eftir myndum. Hvetjum barnið til þess sama. Skrifum niður sögur sem barnið segir. Hægt er að búa til litla bók með auðum blaðsíðum, skrá sögur og leyfa barninu að skreyta bókina. Einnig er sniðugt að klippa út teiknimyndasögur úr dagblöðum, raða í rétta röð og líma í bók. Barnið er þá hvatt til að „lesa“ söguna og rekja hana frá vinstri til hægri (líkt og texta í bókum).   Málörvun í bílnum Flestir eyða töluverðum tíma á degi hverjum í bíl. Notum þennan tíma til að örva mál barnsins, t.d. rifja upp atburði dagsins, nefna kennileiti, syngja eða fara með vísur, finna orð sem ríma, Frúin í Hamborg, “Ég sé” og finna eitthvað sem byrjar á bókstaf, segja orð sem byrja á síðasta bókstaf fyrra orðs eða bara hvað sem er. Þegar Landeyjarhöfn virkar er upplagt að nýta akstursleiðina til Reykjavíkur í málörvun með börnunum okkar.   Syngjum saman Syngjum fyrir eða með barninu alveg frá fæðingu þess. Gott er að kynna sér hvaða lög verið er að syngja í leikskólanum. Börnum finnst gaman að setja nýja (bulltexta) við gömul lög. Gott er að lesa fyrir barnið skemmtilegar rímaðar vísur eða kvæði með söguþræði, t.d. Tótu tætibusku, En hvað það var skrýtið!, o.s.frv. Leikum okkur með rím og hvetjum barnið til að „bullríma“. Sum börn hafa ekki gaman að söng vegna þess að þau ráða ekki við orðin eða taktinn. Með þessum börnum er hentugt að nota tákn (sbr. Tákn með tali) og syngja hægt og taktvisst . Flest börn hafa gaman af að syngja – fyrr eða síðar!   Þykjustuleikir Förum í þykjustuleiki með börnunum. Það geta verið dúkku-, búðar-, löggu- eða læknisleikir eða þykjast að tala í síma. Verum dugleg að nota þykjustuhluti til að virkja og efla ímyndunarafl barnsins.   Brandarar Börn fá fljótt tilfinningu fyrir kímni. Frá unga aldri er hægt að bulla með þeim og búa til skrýtin hljóð og orð. Seinna er hægt að leika sér með orð og setningar. Oft eru heimatilbúnir, einfaldir brandarar skemmtilegastir. Við matarborðið er upplagt að hafa “brandarahring” þar sem allir við borðið skiptast á að segja brandara, bæði heimatilbúna og ekki.   Gátur Leggjum fyrir börnin einfaldar gátur, t.d. Hvað er lítið og loðið og geltir voff, voff? Hvað er rautt og vex á trjám? Einnig er hægt að fara í leiki eins og Ég sé… (lýsa hlut og barnið reynir að geta upp á).   Teiknimyndir í sjónvarpi Horfum með barninu á leikna mynd eða teiknimynd í sjónvarpinu. Tölum um myndina og rifjum upp söguþráðinn. Veltum fyrir okkur með barninu hvernig sagan hefði getað endað á annan hátt. Spyrjum opinna spurninga (ekki spurninga sem krefjast þess að svarað er eingöngu með já eða nei). Hvetjum barnið til að sitja ekki lengi í einu fyrir framan sjónvarpsskjáinn.   Tölvuleikir og Spjaldtölvur Til eru á geisladiskum alls konar málörvandi leikir eins og t.d. A-Ö, Leikskólinn og Leikver, Stafakarlarnir og fleiri. Einnig eru til mörg málörvandi öpp sem gott er að nýta í málörvun. En þá er mikilvægt að sitja með barninu og fara með því í gegnum leikinn og tala við barnið um leikinn eða hvað það er að gera. Það er ekki nóg að rétta því ipadinn og ætlast til að hlutirnir komi af sjálfu sér. Til dæmis er hægt að spila einföld minnisspil á ipad með því að segja alltaf hvað það er sem kemur upp á myndina. Þannig er hægt að auka orðaforða barnsins og ræða um þau orð sem koma fyrir. Ekki gleyma því að við örvum barnið með því að vera í návist þess og tala við það – og umfram allt, leyfa því að tjá sig. Gleðilegt sumar!  

„Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum er nú reynt að finna sök hjá öðrum“

Eitt vinsælasta kvennamótið þó víðar væri leitað

Guinot golfmótið var haldið í fimmta sinn um helgina. Fyrir mótinu standa mæðgurnar Ágústa Kristjánsdóttir og Magnúsína Ágústsdóttir. Um 60 konur tóku þátt í mótinu sem tókst glsæilega þrátt fyrir rigninguna.   „Það er gaman að segja frá því að þegar við skipulögðum mótið fyrst varð mamma löggiltur ellilýfeyrisþegi þegar þetta fyrsta opna kvennamót var haldið og það í 70 ára sögu klúbbsins. Mótið var kallað Magnúsínu mót og heppnaðist það mjög vel og við fundum mikinn áhuga. Konurnar sem kepptu skemmtu sér mjög vel og ekki skemmdi fyrir að hún Elsa okkar framkvæmastýra klúbbsins gerði einstaklega vel við okkur. Það vorum einnig nokkrir menn á bak við tjöldin sem græjuðu og tóku til hendinni við undirbúning mótsins og þar verð ég að nefna hann pabba, en þetta hefði ekki verið hægt án hans aðstoar,“ sagði Ágústa í samtali við Eyjafréttir. Mægðurnar fengu strax mikinn meðbyr eftir fyrsta mótið og ákváðu þá að gera þetta einu sinni enn og fengum til liðs við sig Guinot snyrtivörumerkið sem Cosmetics ehf. hefur umboð fyrir. „Þetta lukkaðist enn betur í annað sinn og við höfum haldið þetta núna fimm sinnum og mótið hefur fest sig í sessi sem eitt vinsælasta kvennamótið þó víðar væri leitað,“ sagði Ágústa og bætti við að Guinot væri franskt hágæða snyrtivörumerki sem hún og hennar starfsfólk á snyrtistofu Ágústu vinna mikið með, en nýverið flutti Ágústa snyrtistofu sína í Faxafen 5 í Reykjavík.    
>> Eldri fréttir

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

17. júní verður haldinn hátíðlegur

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er á sunnudaginn og verður haldinn hátíðlegur. Lagt verður af stað í skrúðgöngu frá Íþróttamiðstöðinni kl. 13.45 og verður gengið niður á Stakkagerðistún þar sem dagskráin hefst klukkan 14.00   Dagskrá 17. júní 2018.   9.00   Fánar dregnir að húni í bænum.   10.30 Hraunbúðir   Fjallkona – Thelma Lind Þórarinsdóttir flytjur hátíðarljóð.   Tónlistaratriði – Una Þorvaldsd., Jarl Sigurgeirs. og Sara Renee.   15.00   Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur fyrir heimilisfólk og aðra hátíðargesti á Hraunbúðum.    13.30 Íþróttamiðstöð   Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman fyrir skrúðgöngu, lagt af stað kl. 13.45. Gengið verður frá Íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu, inn Faxastíg og áfram Vestmannabraut að Stakkagerðistúni í lögreglufylgd. Félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika fyrir göngunni og fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiða gönguna ásamt öðrum.   14.00 Stakkagerðistún   Lúðrasveit Vestmannaeyja spilar af krafti.   Hátíðarræða - Ásmundur Friðriksson alþingismaður   Fjallkona – Thelma Lind Þórarinsdóttir flytur hátíðarljóð   Fimleikasýning fimleikafélagsins Ránar   Ávarp nýstúdenta- Vigdís Hind Gísladóttir og Jóhanna Helga Sigurðardóttir   Tónlistaratriði – Una Þorvaldsd., Jarl Sigurgeris. og Sara Renee.       Leikfélag Vestmannaeyja skemmtir hátíðargestum.   Hoppukastalar og fjör ef veður leyfir.   Frítt inn á Sagnheima í tilefni dagsins.       Stefnt er að því að sýna leik Íslands og Argentínu á risaskjá á Stakkagerðistúni laugardaginn 13. júní kl. 13.00       Breytingar verða auglýstar á facebook síðu Vestmannaeyjabæjar og á www.vestmannaeyjar.is.  

Greinar >>

„Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum er nú reynt að finna sök hjá öðrum“

Í gær sendi fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmananeyjum frá sér ályktun þess efnis að ráðið gæti ekki litið á Pál Magnússon sem trúnaðarmann flokksins og lýstu yfir fullu vantrausti. Eyjafréttir höfðu samband við Pál og spurðu hann um hver hans viðbrögð væru við þessum fregnum. „Ástæðan fyrir því að ég hélt mig til hlés í kosningabaráttunni í Vestmannaeyjum var sú að þannig taldi ég mig best gæta heildarhagsmuna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi öllu. Þetta gerði ég að mjög vel yfirveguðu ráði og eftir ráðfærslu við bestu og reyndustu menn. Eftir að flokkurinn klofnaði í Eyjum var ljóst að mjög stór hluti hans myndi fylgja hinu nýja framboði að málum. Reyndin varð sú að líklega gengu 30-40% af fylgjendum Sjálfstæðisflokksins til liðs við Heimaeyjarlistann. Ég leit og lít enn á það sem skyldu mína sem oddvita flokksins í kjördæminu að laða þetta fólk aftur til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn. Ég geri svo sem ekki mikið með þessi fremur vanstilltu viðbrögð í Ásgarði í gærkvöldi. Flokkurinn klofnaði í herðar niður hér í Eyjum og tapaði öruggum meirihluta . Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum er nú reynt að finna sök hjá öðrum. Það er út af fyrir sig mannlegt en aðalatriðið er að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni,“ sagði Páll  

VefTíví >>

Baráttukveðjur frá ÍBV til Heimis og peyjana

Ungir sem aldnir ÍBV-arar söfnuðust saman á Hásteinsvelli á fimmtudaginn sl. og tóku upp skemmtilega kveðju. „Við fengum þá frábæru hugmynd að reyna að fá ÍBV-ara til að mæta í stúkuna og senda kveðju úr okkar fallega umhverfi á Heimi og peyjana hans í Rússlandi,“ sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. „Ég veit ekki hvort fólk hér í Eyjum geri sér grein fyrir allri þeirra umfjöllun sem samfélagið okkar og félagið fær út á Heimi og árangur hans, saman ber t.d. umfjöllun CNN í gær.“  „Þeir sem þekkja Heimi vita að Ystiklettur er staðurinn hans hér sem og öll okkar fallega náttúra og ákváðum við að setja saman myndband þar sem að náttúran sem hann sækir sína orku í er aðalatriðið.   ÍBV á Heimi mikið að þakka en hann hefur þjálfað marga af okkur bestu leikmönnum í fótboltanum á einn eða annan hátt. Það eru aðeins 10 ár síðan hann var með 5. flokk ÍBV á N1 mótinu á Akureyri en núna er hann með bestu fótboltamenn Íslands á HM í fótbolta,“ sagði Dóra Björk sem sendir ásamt ÍBV og Eyjamönnum öllum Heimi baráttukveðjur, „Kæru ÍBV-arar Heimir, Íris, Hallgrímur og Kristófer við erum stolt af ykkur og hlökkum til að fá ykkur aftur heim.“   Myndbandskveðjuna sem unnin er í samvinnu við Off to Iceland má sjá í spilaranum hér að ofan.