Þess vegna er ég með

Ég hef lengi velt því fyrir mér að taka þátt í stjórnmálum og má rekja þann áhuga til þess að ég bý í bæjarfélagi þar sem fólkið gerir kröfu um sterka grunnþjónustu. Breytingar og bæting á þjónustu undanfarin kjörtímabil hefur ekki aðeins verið til fyrirmyndar heldur hafa þessar breytingar verið unnar samfara niðurgreiðslu mikilla skulda sem lágu á bæjarsjóði. Ekki geta mörg sveitarfélög á Íslandi stært sig af sambærilegum, hvað þá betri árangri. Þetta starf hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leitt og það í góðu samstarfi við bæjarfulltrúa úr öðrum flokkum sem er heldur ekki sjálfsagt. Síðasta kjörtímabil einkenndist af góðu samstarfi minnihluta og meirihluta og er það eitthvað sem ég kann að meta.   Í alvöru hugað að fjölskyldufólki   Ef við horfum til verkefna kjörtímabilsins hef ég einna helst orðið var við árangur í flokki fræðslu- og fjölskyldumála. Fyrir fjölskyldumann eins og mig hefur veruleg lækkun leikskólagjalda verið mikil búbót fyrir mig og mína fjölskyldu og verið er að bæta enn frekar við þjónustuna á Kirkjugerði með byggingu nýrrar deildar. Einnig fékk fjölskylda mín að njóta þess hve vel er stutt við þá sem ekki hafa fengið leikskólapláss með niðurgreiðslum. Vel er stutt við þá sem þurfa að vera heima með börnum sínum á meðan beðið er eftir plássi og niðurgreiðsla veitt þeim sem nýta dagforeldra. Þessu til viðbótar má nefna frístundastyrkinn sem nemur kr. 25.000 á barn á ári. Svo dæmi séu tekin kemur það hátt til móts við greiðslu fyrir eina önn í hljóðfæranámi við Tónlistarskólann og hjálpar vel á móti æfingagjöldum hjá ÍBV sem og öðru tómstundarstarfi.   Mikil þróun atvinnulífs með framtíð Vestmannaeyja í huga   Ef við horfum til atvinnulífsins er gríðarleg uppbygging á Fiskiðju- og Ísfélagsreitnum og hátt í 30 nýjar íbúðir í uppbyggingu á svæðinu. Námsframboð verið aukið á háskólastigi og aðstaða bætt í nýju Þekkingarsetri. Þar ber hæst nám í haftengdri nýsköpun, en nú þegar eru nemendur úr því námi farnir að stofna fyrirtæki. Ofan á allt þetta er Merlin Entertainment á leiðinni með hvali sem að mínum dómi er mjög spennandi verkefni sem mun leiða af sér fjölda starfa.   Atvinnulífið í Vestmannaeyjum ber þess merki að Eyjamenn bera traust til grunnþjónustunnar. Það má best sjá á því að fara um götur eins og Vestmannabraut frá Skólavegi og upp á Kirkjuveg og svo þaðan frá Hilmisgötu, Bárugötu og út á Strandveg. Á þessum spotta er ég ekki lengi að telja upp 15 vestmannaeysk fyrirtæki. Þjónustustigið er ofboðslega hátt enda gerum við kröfur. Ég sé það vel í samskiptum við aðkomufólk að þetta þykir ekki eðlilegt þó okkur kunni að finnast það. En það er svo sem ekki mikið að marka okkur alltaf. Okkur finnst til að mynda ekkert eðlilegra en að sjá tvö eldfjöll hlið við hlið þegar við drögum frá gluggum að morgni og hugsum að hvergi myndum við annars staðar vilja vera.   Eins manns land eða samstilltur hópur?   Því er ekki að neita að undanfarnar vikur hafa verið í meira lagi leiðinlegar þegar horft er til átaka og klofnings innan Sjálfstæðisflokksins. Ég sjálfur hef farið í margra hringi í þessum málum og rætt við góða vini með ólík sjónarmið. Sýnin á hlutina er einfaldlega svört og hvít og nú þegar ljóst er að það verður klofningsframboð er hætt við að komandi kjörtímabil   einkennist af átökum. Af ólíkum sýnum litast sú umræða. Fyrir 16 árum síðan lauk kosningum á þann veg að einn flokkur var í oddastöðu og úr varð eitt mesta átakakjörtímabil í manna minnum þar sem meirihlutinn sprakk tvisvar. Það má e.t.v. taka þessu sem hræðsluáróðri. Gott og vel en ég hræðist sannarlega að þetta verði raunveruleikinn. Jafnt traustir sjálfstæðismenn sem aðrir bera ábyrgð á því hvernig málin hafa þróast.   Ég hef kosið að líta til þeirra góðu verka sem unnin hafa verið undanfarið kjörtímabil og tel ómögulegt að við værum á þeim stað sem við erum á nú án þess að allir bæjarfulltrúar og nefndarfólk hafi unnið að fullum heilindum fyrir hagsmuni allra bæjarbúa. Alltaf má deila um aðferðir en þegar ég hef séð halla á hlutina hefur ekki verið mikið mál að ræða það beint og skýrt við bæjarfulltrúa eða bæjarstjóra og fá úr hlutunum skorið og svo er manni þakkað fyrir hreinskilnina.   Það sem að mínu mati hefði mátt gera betur á þessu kjörtímabili sem er að líða undir lok var að halda betur að bæjarbúum því sem vel var gert og auka með því meðvitund bæjarbúa á öflugri vinnu. Slíkt skilar jákvæðri og uppbyggilegri sýn á fallegar og blómlegar Vestmannaeyjar.   Setjum X við D í komandi sveitarstjórnarkosningum   Gísli Stefánsson   Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum 2018  

Þess vegna er ég með

Ég hef lengi velt því fyrir mér að taka þátt í stjórnmálum og má rekja þann áhuga til þess að ég bý í bæjarfélagi þar sem fólkið gerir kröfu um sterka grunnþjónustu. Breytingar og bæting á þjónustu undanfarin kjörtímabil hefur ekki aðeins verið til fyrirmyndar heldur hafa þessar breytingar verið unnar samfara niðurgreiðslu mikilla skulda sem lágu á bæjarsjóði. Ekki geta mörg sveitarfélög á Íslandi stært sig af sambærilegum, hvað þá betri árangri. Þetta starf hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leitt og það í góðu samstarfi við bæjarfulltrúa úr öðrum flokkum sem er heldur ekki sjálfsagt. Síðasta kjörtímabil einkenndist af góðu samstarfi minnihluta og meirihluta og er það eitthvað sem ég kann að meta.   Í alvöru hugað að fjölskyldufólki   Ef við horfum til verkefna kjörtímabilsins hef ég einna helst orðið var við árangur í flokki fræðslu- og fjölskyldumála. Fyrir fjölskyldumann eins og mig hefur veruleg lækkun leikskólagjalda verið mikil búbót fyrir mig og mína fjölskyldu og verið er að bæta enn frekar við þjónustuna á Kirkjugerði með byggingu nýrrar deildar. Einnig fékk fjölskylda mín að njóta þess hve vel er stutt við þá sem ekki hafa fengið leikskólapláss með niðurgreiðslum. Vel er stutt við þá sem þurfa að vera heima með börnum sínum á meðan beðið er eftir plássi og niðurgreiðsla veitt þeim sem nýta dagforeldra. Þessu til viðbótar má nefna frístundastyrkinn sem nemur kr. 25.000 á barn á ári. Svo dæmi séu tekin kemur það hátt til móts við greiðslu fyrir eina önn í hljóðfæranámi við Tónlistarskólann og hjálpar vel á móti æfingagjöldum hjá ÍBV sem og öðru tómstundarstarfi.   Mikil þróun atvinnulífs með framtíð Vestmannaeyja í huga   Ef við horfum til atvinnulífsins er gríðarleg uppbygging á Fiskiðju- og Ísfélagsreitnum og hátt í 30 nýjar íbúðir í uppbyggingu á svæðinu. Námsframboð verið aukið á háskólastigi og aðstaða bætt í nýju Þekkingarsetri. Þar ber hæst nám í haftengdri nýsköpun, en nú þegar eru nemendur úr því námi farnir að stofna fyrirtæki. Ofan á allt þetta er Merlin Entertainment á leiðinni með hvali sem að mínum dómi er mjög spennandi verkefni sem mun leiða af sér fjölda starfa.   Atvinnulífið í Vestmannaeyjum ber þess merki að Eyjamenn bera traust til grunnþjónustunnar. Það má best sjá á því að fara um götur eins og Vestmannabraut frá Skólavegi og upp á Kirkjuveg og svo þaðan frá Hilmisgötu, Bárugötu og út á Strandveg. Á þessum spotta er ég ekki lengi að telja upp 15 vestmannaeysk fyrirtæki. Þjónustustigið er ofboðslega hátt enda gerum við kröfur. Ég sé það vel í samskiptum við aðkomufólk að þetta þykir ekki eðlilegt þó okkur kunni að finnast það. En það er svo sem ekki mikið að marka okkur alltaf. Okkur finnst til að mynda ekkert eðlilegra en að sjá tvö eldfjöll hlið við hlið þegar við drögum frá gluggum að morgni og hugsum að hvergi myndum við annars staðar vilja vera.   Eins manns land eða samstilltur hópur?   Því er ekki að neita að undanfarnar vikur hafa verið í meira lagi leiðinlegar þegar horft er til átaka og klofnings innan Sjálfstæðisflokksins. Ég sjálfur hef farið í margra hringi í þessum málum og rætt við góða vini með ólík sjónarmið. Sýnin á hlutina er einfaldlega svört og hvít og nú þegar ljóst er að það verður klofningsframboð er hætt við að komandi kjörtímabil   einkennist af átökum. Af ólíkum sýnum litast sú umræða. Fyrir 16 árum síðan lauk kosningum á þann veg að einn flokkur var í oddastöðu og úr varð eitt mesta átakakjörtímabil í manna minnum þar sem meirihlutinn sprakk tvisvar. Það má e.t.v. taka þessu sem hræðsluáróðri. Gott og vel en ég hræðist sannarlega að þetta verði raunveruleikinn. Jafnt traustir sjálfstæðismenn sem aðrir bera ábyrgð á því hvernig málin hafa þróast.   Ég hef kosið að líta til þeirra góðu verka sem unnin hafa verið undanfarið kjörtímabil og tel ómögulegt að við værum á þeim stað sem við erum á nú án þess að allir bæjarfulltrúar og nefndarfólk hafi unnið að fullum heilindum fyrir hagsmuni allra bæjarbúa. Alltaf má deila um aðferðir en þegar ég hef séð halla á hlutina hefur ekki verið mikið mál að ræða það beint og skýrt við bæjarfulltrúa eða bæjarstjóra og fá úr hlutunum skorið og svo er manni þakkað fyrir hreinskilnina.   Það sem að mínu mati hefði mátt gera betur á þessu kjörtímabili sem er að líða undir lok var að halda betur að bæjarbúum því sem vel var gert og auka með því meðvitund bæjarbúa á öflugri vinnu. Slíkt skilar jákvæðri og uppbyggilegri sýn á fallegar og blómlegar Vestmannaeyjar.   Setjum X við D í komandi sveitarstjórnarkosningum   Gísli Stefánsson   Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum 2018  

Grískt kvöld í Eldheimum

Föstudagskvöldið 4. maí verður grískt þemakvöld í Eldheimum. Hugmyndin kom upp fyrir all mörgum árum hjá Kristínu Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra Eldheima, en hún er mikill Grikklandsaðdáandi og hefur langað að halda svona “mini” Grikklandshátíð frá því hún flutti aftur til Eyja fyrir rúmlega 13 árum. Hún og kokkinn Einar Björn Árnason hafa marg rætt þetta og þegar fékkst styrkur uppí að flytja tónlistarmennina til landsins var komið að því að þessi draumur yrði að veruleika. Rotary og Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkja viðburðinn. Kári Egilsson píanaleikari mun hefja kvöldið á að leika nokkur lög í byrjum kvölds. Einsi Kaldi ætlar að bjóða uppá grískt og gómsætt grill. Egill Helgason Grikklandsáhugamaður og aðdáandi talar um hina einstöku Grikki og Grikkland. Hápunktur kvöldins verður svo þegar Grísku tónlistarmennirnir Marc Alexey og Damian Staringares flytja ástsæl grísk þjóðlög og dægurlög fyrir gesti. Kristín sagði í samtali við Eyjafréttir að markmiðið væri að bjóða uppá eitthvað aðeins öðruvísi og skemmtilegt. Það er ekki á hverjum degi sem boðiðp er uppá grískan mat og tónlist. Það er líka mjög skemmtilegt að fá þá feðga Egil Helgason og Kára Egilsson til að vera með. Egill er manna fróðastur um Grikkland og Kári er einn af okkar efnilegustu ungu píanóleikurum. Ég hvet Grikklandsáhugafólk og aðra áhugamenn um góðar skemmtanir til að mæta, lofa frábæru kvöldi og hlakka mikið til.”sagði Kristín að endingu.  

65 störf verða kynnt á starfa-kynningu í Þekkingarsetrinu

Haldin verður Starfakynning í Þekkingarsetri Vestmannaeyja í næstu viku. Þar munu starfsmenn fyrirtækja og stofnana kynna sín störf og þá menntun sem þeir hafa. Flestir þátttakendur eru frá Vestmannaeyjum, en einnig munu nokkrir koma af meginlandi Suðurlands. Markmiðið með kynningunni er að auka þekkingu ungmenna og almennings á menntuðum störfum í heimabyggð, ásamt því að efla sambandið milli skóla og atvinnulífs. Þetta mun verða í annað skiptið sem kynningin er haldin og hefur Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja leitt verkefnið frá upphafi. Í þetta sinn fékk Viska styrk frá SASS sem eitt af áhersluverkefnum á Suðurlandi 2018. Ráðin var Sigríður Diljá Magnúsdóttur sem hefur tekið að sér verkefnastjórn og skipulagningu kynningarinnar. Anna Rós Hallgrímsdóttir deildarstjóri eldra stigs GRV og Sólrún Bergþórsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Visku eiga hugmyndina af starfakynningunni og hafa unnið ötullega að henni frá upphafi. „Ég sá starfakynningu í líkindum við þetta í Reykjanesbæ fyrir nokkrum árum og fannst mjög spennandi. Fór strax að spá í hvort við gætum ekki gert eitthvað svipað. Fengið skólana og foreldrafélögin, sem samstarfsvettvang okkar í skólastarfinu til að koma að þessu með okkur,“ sagði Anna Rós. „Við gerðum þetta í rauninni af hugsjón, okkur fannst þetta vera spennandi verkefni og góð hugmynd,“ sagði Sólrún.   Mörg fjölbreytt menntuð störf í Eyjum Fólk sér tækifæri í Starfakynningunni til að ná til unga fólksins og fá þau til að skoða þau fjölmörgu og fjölbreyttu störf sem standa til boða í Vestmannaeyjum. Það verða 65 störf kynnt á níu starfssviðum. Þær segja að áherslan sé að kynna störf í Eyjum sem krefjast menntunar af einhverju tagi. „Margir sem stefna á háskólanám hafa ekki gert sér grein fyrir þeim tækifærum sem er að finna í Vestmannaeyjum. Með þessari kynningu afsannast það orðspor að mikil fábreytni sé í störfum hér, sagði Sólrún.   Opið fyrir alla Kynningin er eins og áður segir í nýju húsnæði Þekkingarseturs Vestmannaeyja (gömlu Fiskiðjunni) og verður húsnæðið undirlagt í kynningarbásum, tækjum og tólum sem tengjast því. Níundi og tíundi bekkur mun fara í skipulagðar ferðir á Starfakynninguna ásamt framhaldsskólanemum en svo er þetta opið almenning líka. „Þetta gerir nemendur jákvæðari gagnvart atvinnulífinu og við finnum að það var gagnkvæmt. Allir koma að þessu með jákvæðum huga og starfakynningin gerir líka meira, hún tengir fyrirtækin og stofnanirnar saman á nýjan hátt,“ sögðu Sólrún og Anna Rós að endingu.  
>> Eldri fréttir

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Uppnám í nýja bæjarmálafélaginu