Arnar með silfur í kata

Þriðja og síðasta mótaröð í mótaröðum Karatesambands Íslands fór fram um nýliðna helgi en mótaröðin er stigamót. Þess má geta að fyrstu mótin í mótaröðinni voru einmitt haldin hér í Eyjum í byrjun október á síðasta ári. Á föstudagskvöldið fór fram 3. Bikarmót KAÍ í Fylkisselinu Norðlingaholti en þar keppa 16 ára og eldri í einum flokki fullorðinna. Karatefélag Vestmannaeyja átti þrjá keppendur á mótinu. Willum Pétur Andersen og Zara Pesenti kepptu í kumite og Arnar Júlíusson keppti í kata. „Willum og Zara áttu því miður ekki mikið erindi í fullorðinsflokkinn í kumite en létu þó andstæðinga sína hafa töluvert fyrir sigri,“ sagði Ævar Austfjörð, þjálfari Karatefélags Vestmannaeyja í samtali við Eyjafréttir. „Í kata átti Arnar hinsvegar góðan dag og keppti til úrslita en tapaði fyrir Aron Hyun, nýbökuðum Íslandsmeistara. Arnar hlaut því silfur á mótinu. Á laugardag fór 3. Bushidomótið fram í Varmárskóla í Mosfellsbæ en þar er keppt í unglingaflokkum þar sem KFV átti fjóra keppendur og þar var annað uppi á teningnum hjá okkar fólki. „Zara keppti í flokki 16-17 ára stúlkna. Flokkurinn var fámennur en Zara barðist um bronsverðlaun þar sem hún tapaði á dómaraúrskurði eftir að bardaganum hafði lokið með jöfnu stigaskori. Zara er efnileg en hún hafði æft Tae Kwon Do áður en hún kom til KFV og verður að segjast að það háði henni, sérstaklega varnarlega séð þótt einnig sé augljós ávinningur af því sérstaklega þegar kemur að spörkum. Zara gæti átt ágæta framtíð í kumite en hún mun halda heim til Sviss í sumar að loknu skiptinámi hér í vetur,“ segir Ævar. „Willum Pétur lauk keppnistímabilinu á góðum nótum en hann hóf að keppa síðasta haust í fyrsta skipti í kumite. Hann keppir í flokki 16-17 ára og er því alltaf að keppa við drengi sem æft hafa og keppt mun lengur en hann sjálfur. Markmið vetrarins voru skýr. Í fyrsta lagi átti að hafa gaman af þáttökunni og þá var það sett sem markmið að ná allavega að skora stig af og til í viðureignum því sigur á móti mun reynslumeiri keppendum þótti óraunhæfur framan af. Þó setti hann sér ásamt þjálfara það lokamarkmið að ná að vinna allavega einn bardaga á lokamóti vetrarins og það gekk eftir. Willum átti fínan bardaga í fyrstu viðureign og sigraði 2-0 í bardaga sem einkenndist af hörku og sókndirfsku. Næstu viðureign tapaði hann en fékk svo uppreisnarviðureign til að berjast um bronsið en tapaði henni á endanum. Í þeirri viðureign var töluverð harka og þurfti að stöðva bardagann stuttan tíma til að stöðva blóðnasir þar sem Willum hafði tekið full hraustlega á andstæðingnum. Engu að síður gott mót og góður vetur hjá Willum sem verður vafalítið enn betri á næsta tímabili,“ segir Ævar. Arnar keppti í elsta unglingaflokki í síðasta sinn þar sem hann gengur uppúr þeim flokki vegna aldurs á næsta tímabili. „Arnar átti góðan dag og komst aftur í úrslit en varð aftur að lúta í lægra haldi fyrir Aron Hyun. Arnar hefur átt gott tímabil og unnið til fjölda verðlauna og ljóst að framtíðin er björt. Hann er eins og staðan er í dag þriðji besti kata keppandi landsins á eftir Aron Hyun og Elíasi Snorrasyni en þeir tveir eru í sérflokki. Verkefnið framundan hjá Arnari er að bæta sig nóg til að geta veitt þeim meiri keppni. Þess má einnig geta að Arnar hafnaði í 2. sæti í samanlagðri stigakeppni í kata í sínum aldursflokki í Bushido röðinni. Á eftir einmitt títtnefndum Aron Hyun,“ segir Ævar. Í yngsta unglingaflokki keppti Mikael Magnússon og er óhætt að segja að hann hafi komið á óvart því hann vann til bronsverðlauna eftir frábæra frammistöðu. „Flokkur Mikaels er fjölmennur og mjög margir góðir keppendur þar innanborðs. Hér er mikið efni á ferð og verður spennandi að fylgjast með þeim félögum Mikael og Arnari í framtíðinni. Það er alveg ljóst að framtíðin er björt hjá hinu örsmáa félagi KFV og með sama áframhaldi mun afrekalistinn stækka hratt,“ segir Ævar að lokum.  

Arnar með silfur í kata

Þriðja og síðasta mótaröð í mótaröðum Karatesambands Íslands fór fram um nýliðna helgi en mótaröðin er stigamót. Þess má geta að fyrstu mótin í mótaröðinni voru einmitt haldin hér í Eyjum í byrjun október á síðasta ári. Á föstudagskvöldið fór fram 3. Bikarmót KAÍ í Fylkisselinu Norðlingaholti en þar keppa 16 ára og eldri í einum flokki fullorðinna. Karatefélag Vestmannaeyja átti þrjá keppendur á mótinu. Willum Pétur Andersen og Zara Pesenti kepptu í kumite og Arnar Júlíusson keppti í kata. „Willum og Zara áttu því miður ekki mikið erindi í fullorðinsflokkinn í kumite en létu þó andstæðinga sína hafa töluvert fyrir sigri,“ sagði Ævar Austfjörð, þjálfari Karatefélags Vestmannaeyja í samtali við Eyjafréttir. „Í kata átti Arnar hinsvegar góðan dag og keppti til úrslita en tapaði fyrir Aron Hyun, nýbökuðum Íslandsmeistara. Arnar hlaut því silfur á mótinu. Á laugardag fór 3. Bushidomótið fram í Varmárskóla í Mosfellsbæ en þar er keppt í unglingaflokkum þar sem KFV átti fjóra keppendur og þar var annað uppi á teningnum hjá okkar fólki. „Zara keppti í flokki 16-17 ára stúlkna. Flokkurinn var fámennur en Zara barðist um bronsverðlaun þar sem hún tapaði á dómaraúrskurði eftir að bardaganum hafði lokið með jöfnu stigaskori. Zara er efnileg en hún hafði æft Tae Kwon Do áður en hún kom til KFV og verður að segjast að það háði henni, sérstaklega varnarlega séð þótt einnig sé augljós ávinningur af því sérstaklega þegar kemur að spörkum. Zara gæti átt ágæta framtíð í kumite en hún mun halda heim til Sviss í sumar að loknu skiptinámi hér í vetur,“ segir Ævar. „Willum Pétur lauk keppnistímabilinu á góðum nótum en hann hóf að keppa síðasta haust í fyrsta skipti í kumite. Hann keppir í flokki 16-17 ára og er því alltaf að keppa við drengi sem æft hafa og keppt mun lengur en hann sjálfur. Markmið vetrarins voru skýr. Í fyrsta lagi átti að hafa gaman af þáttökunni og þá var það sett sem markmið að ná allavega að skora stig af og til í viðureignum því sigur á móti mun reynslumeiri keppendum þótti óraunhæfur framan af. Þó setti hann sér ásamt þjálfara það lokamarkmið að ná að vinna allavega einn bardaga á lokamóti vetrarins og það gekk eftir. Willum átti fínan bardaga í fyrstu viðureign og sigraði 2-0 í bardaga sem einkenndist af hörku og sókndirfsku. Næstu viðureign tapaði hann en fékk svo uppreisnarviðureign til að berjast um bronsið en tapaði henni á endanum. Í þeirri viðureign var töluverð harka og þurfti að stöðva bardagann stuttan tíma til að stöðva blóðnasir þar sem Willum hafði tekið full hraustlega á andstæðingnum. Engu að síður gott mót og góður vetur hjá Willum sem verður vafalítið enn betri á næsta tímabili,“ segir Ævar. Arnar keppti í elsta unglingaflokki í síðasta sinn þar sem hann gengur uppúr þeim flokki vegna aldurs á næsta tímabili. „Arnar átti góðan dag og komst aftur í úrslit en varð aftur að lúta í lægra haldi fyrir Aron Hyun. Arnar hefur átt gott tímabil og unnið til fjölda verðlauna og ljóst að framtíðin er björt. Hann er eins og staðan er í dag þriðji besti kata keppandi landsins á eftir Aron Hyun og Elíasi Snorrasyni en þeir tveir eru í sérflokki. Verkefnið framundan hjá Arnari er að bæta sig nóg til að geta veitt þeim meiri keppni. Þess má einnig geta að Arnar hafnaði í 2. sæti í samanlagðri stigakeppni í kata í sínum aldursflokki í Bushido röðinni. Á eftir einmitt títtnefndum Aron Hyun,“ segir Ævar. Í yngsta unglingaflokki keppti Mikael Magnússon og er óhætt að segja að hann hafi komið á óvart því hann vann til bronsverðlauna eftir frábæra frammistöðu. „Flokkur Mikaels er fjölmennur og mjög margir góðir keppendur þar innanborðs. Hér er mikið efni á ferð og verður spennandi að fylgjast með þeim félögum Mikael og Arnari í framtíðinni. Það er alveg ljóst að framtíðin er björt hjá hinu örsmáa félagi KFV og með sama áframhaldi mun afrekalistinn stækka hratt,“ segir Ævar að lokum.  

Fundur Umhverfis- og skipulagsráðs 23. mars

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 264. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 23. mars 2017 og hófst hann kl. 16:05       Fundinn sátu: Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður og Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs.   Páll Marvin Jónsson og Stefán Óskar Jónasson sátu fundinn undir fyrsta lið fundargerðar.   Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi       Dagskrá:   1. 201503032 - Endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja. Tillaga á vinnslustigi. Skipulagsfulltrúi kynnti drög að tillögu Aðalskipulags Vesmannaeyja 2015-2035.   Ráðið leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga á vinnslustigi verði auglýst og kynnt í samræmi við ákvæði 2. málsgreinar 30. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010.     2. 201603056 - Deiliskipulag á athafnasvæði A-2. Tekin fyrir að nýju deiliskipulagstillaga á athafnasvæði A-2. Deiliskipulagið nær yfir lóðir á athafnasvæði vestan við Hlíðarveg og Strandveg og næsta nágrenni upp af lóðunum í átt að Hánni og nálægu opnu svæði við Sprönguna. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir 1000 m2 byggingarreit fyrir varmadælustöð við Hlíðarveg. Tillagan var auglýst frá 1. feb. til 15. mars 2017. Engar athugasemdir bárust ráðinu.   Ráðið samþykkir tillögu deiliskipulags sbr. ákvæði Skipulagslaga nr.123/2010.   Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.       3. 201702027 - Endurskoðun miðbæjarskipulags. Lögð fram drög að breytingum á deiliskipulagi Miðbæjar. Skipulagsdrög eru unnin er af skipulagshönnuðum Alta ehf. og er lögð fram til kynningar á vinnslustigi.   Lagt fram.       4. 201703025 - Dalhraun 1. Umsókn um byggingarleyfi Ólafur Þór Snorrason fh. Vestmannaeyjabæjar sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á Kirkjugerði sbr. innsend gögn.   Ráðið samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt. Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.       5. 201703023 - Vestmannabraut 61. Umsókn um lóð Valur Andersen fh. Geirfuglaskers ehf. sækir um lóð nr. 61 við Vestmannabraut.   Ráðið samþykkir að úthluta lóð sbr. lóðarblað deiliskipulags. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. okt. 2017.       6. 201703024 - Vestmannabraut 63B. Umsókn um lóð Valur Andersen fh. Geirfuglaskers ehf. sækir um lóð nr. 63B við Vestmannabraut.   Ráðið samþykkir að úthluta lóð sbr. lóðarblað deiliskipulags. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. okt. 2017.       7. 201703019 - Helgafellsbraut 5. Umsókn um lóð Sigurjón Ingvarsson fh. Geldungs ehf. sækir um lóð nr. 5 við Helgafellsbraut.   Ráðið samþykkir að úthluta lóð sbr. lóðarblað umhverfis og framkvæmdasviðs. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. okt. 2017.       8. 201703014 - Flatir 7. Umsókn um stöðuleyfi Þór Engilbertsson f.h. 2Þ ehf. sækir um tímabundið leyfi fyrir nýju sementsílói á iðnaðarlóð við Flatir 7 sbr. innsend gögn.   Ráðið samþykkir tímabundið leyfi til 1 okt. 2017. Ráðið leggur áherslu á að umhverfi og ásýnd lóðar sé með viðunandi hætti og bendir umsækjanda á fyrri afgreiðslu ráðins vegna frágangs við lóðarmörk frá mars 2016.       9. 201703012 - Höfðavegur 20. Umsókn um byggingarleyfi Húseigandi sækir um leyfi fyrir breytingum á útliti suðurhliðar og leyfi fyrir sólpalli sbr. innsend gögn.   Erindi samþykkt       10. 201703010 - Hlíðarvegur 4. Framkvæmdaleyfi Ívar Atlason f.h. HS-Veitna ehf. sækir um leyfi fyrir jarðvegsmön á lóð fyrirtækisins sbr. innsend gögn.   Erindi samþykkt. Frágang við jarðvegsmön skal vinna í samráði við umhverfis og framkvæmdasvið.           Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05  

Eyjahjartað slær sem aldrei fyrr

Eyjahjartað bauð upp á fjórðu dagskrá sína í Einarsstofu sunnudaginn 12. mars er Brynja Pétursdóttir, Gísli Pálsson og Páll Magnússon buðu upp á sannkallaða gleðiveislu. Kári Bjarnason var fundarstjóri og byrjaði á því að rifja upp að tilurð Eyjahjartans mætti rekja til hinna velheppnuðu Goslokahátíða árin 2012 og 2013 er einstaklingar sem misstu æskuslóðir sínar undir hraun komu saman og minntust liðinna daga. Kári sagðist í framhaldinu hafa sett sig í samband við einn forsprakkarann, Atla Ásmundsson og velt upp þeirri spurningu hvort ekki mætti halda áfram með sambærilegar dagskrár í Einarsstofu. Atli benti á Einar Gylfa Jónsson og Þuríði Bernódusdóttur og þau fjögur hafa síðan í sameiningu haldið utan um Eyjahjartað með Einar Gylfa sem formann hópsins. Kári bætti því við að þau hefðu búið til einfalda formúlu: Að fá skemmtilegt fólk til að segja á skemmtilegan hátt frá sínum skemmtilegu uppvaxtarárum í Vestmannaeyjum. Það var greinilegt á þeim þremur einstaklingum sem héldu erindi á sunnudaginn að þau fylgdu vandlega formúlunni. Brynja fór á kostum með mynd af öllum Kirkjubæjunum í forgrunni síns spjalls. Hún talaði frá hjartanu um sinn horfna heim og lýsingarnar hennar voru oft og tíðum hreint stórkostlegar, í senn glettnar og ljúfar. Í lok ræðu sinnar sagðist hún hafa skrifað niður töluvert af punktum til að tala útfrá en að hún hafi hreinlega gleymt að horfa á þá. Gísli kynnti nýja bók sína, Fjallið sem yppti öxlum, þar sem hann setur sjálfan sig og sitt horfna umhverfi í brennidepil sem hann fellir síðan í almennt samhengi. Greinilegt að bók hans verður fengur fyrir Eyjamenn enda Gísli einn þekktasti fræðimaður landsins. Lokaerindið átti Páll og var hann ekki að hlífa sjálfum sér enda fjallaði hann um miðbæjarvillingana, þar sem hann var sjálfur einn af hópnum sem ekki fylgdi alltaf hinni hárfínu línu laganna. Að lokum kynnti Kári átthagadeild Bókasafnsins, bækur sem fjalla um Vestmannaeyjar eða eru eftir Vestmannaeyinga og bað Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur, sem hefur umsjón með þeim bókum að segja aðeins frá þeim. Sigrún kom í pontu og er greinilega á réttum stað í starfi enda skein ástríðan á verkefninu úr hverju orði. Þessi stund leið undrafljótt og það er virkilega gaman að sjá hversu vel Eyjahjartað hefur slegið í gegn. Eina vandamálið er plássið því ljóst er að Einarsstofa er einfaldlega sprungin og mun ekki geta tekið með góðu móti við næstu dagskrá Eyjahjartans. Blaðamaður er þegar farinn að hlakka til, því það virðist vera endalaust framboð af skemmtilegu fólki að segja skemmtilega frá sínum skemmtilega tíma í Vestmannaeyjum. Það var ekki laust við að blaðamaður hugleiddi með sjálfum sér á leiðinni heim: Hversu ríkar eru Eyjarnar okkar að það eina sem öllum sem koma og ræða um æsku sína dettur í hug er gleði – endalaus gleði yfir því að hafa fengið að alast hér upp.    

Fatlaðir eiga að búa við jafnrétti og sambærileg lífskjör og aðrir íbúar

„Það sem af er þessu kjörtímabili hefur Vestmannaeyjabær lagt áherslu á að nýta rekstrarhagræðingu seinustu ára til að auka þjónustu við bæjarbúa,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í samtali við Eyjafréttir. „Skiljanlega er alltaf viðkvæmt þegar ráðist er í hagræðingu og það ekki oft vinsælt. Við sem tímabundið gegnum embættum sem eru ábyrg fyrir almannafé megum samt ekki hræðast slíkt enda eru þær aðgerðir grunnur að því að efla þjónustuna heilt yfir. Sú leið að hagræða þar sem mögulegt er hefur nú gert okkur mögulegt að efla samfélagið með nýjum þjónustuþáttum. Þannig var á seinasta ári höfuðáhersla lögð á hlut barna og barnafjölskyldna sem meðal annars skilaði mikilli fjölgun á leikskólaplássum, frekari niðurgreiðslu til dagmæðra, heimagreiðslum til foreldra, tómstundastyrkjum til barna undir 16 ára auk þess sem ákveðið var að viðhalda þjónustuþáttum á borð við að veita öllum börnum gjaldfrjálst aðgengi að sundlaug o.fl.“ Á meðan innleiðing á þessum þjónustuþáttum gagnvart börnum og barnafólki stóð yfir var hafinn undirbúningur að stóreflingu þjónustu við aðra þjónustuhópa, þar með talið við fatlaða en mat bæjaryfirvalda var að löngu tímabært væri að þeir þjónustuþegar fengju aukna athygli. „Á aðalfundi Þroskahjálpar sem fram fór í seinustu viku voru ný þjónustuúrræði kynnt. Fundurinn sjálfur var haldinn í nýrri hæfingastöð sem starfrækt er í því húsnæði sem áður hýsti Kertaverksmiðjuna Heimaey sem nú hefur verið endurgert og aðlagað þörfum samtímans og breyttum áherslum. Hin nýja hæfingamiðstöð varð til þegar Hæfingastöðin Hamar og Kertaverksmiðjan Heimaey sameinuðust og er þar í dag veitt alhliða hæfing með áherslu á að mæta á heildstæðan máta þörfum fatlaðs fólks á hverskonar dagþjónustu, vinnu, hæfingu og þjálfun í margvíslegri hæfni,“ segir Elliði og bætir við að á fundinum hafi hann einnig farið yfir hvernig Vestmannaeyjabær hyggst halda áfram að bæta hag fatlaðra í Vestmannaeyjum. „Markmið Vestmannaeyjabæjar er að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra íbúa Vestmannaeyja og skapa því skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi.“ Stór þáttur í því að ná þessu markmiði er m.a. að tryggja að fatlaðir geti komist ferða sinna og aðgengismál því aðkallandi. „Með það fyrir augum hefur Vestmannaeyjabær ráðist í mikið átak við að bæta aðgengismál. Auk þess sem lyftur hafa verið settar í nánast allar stofnanir Vestmannaeyja sem eru með starfsemi á fleiri en einni hæð (td. Eldheima, Kviku, Barnaskólann, Safnahúsið o.fl.). Þá hafa gangstéttir verið hannaðar og lagðar með þessi sömu markmið í hug,“ segir Elliði.   Löngu tímabær bragabót Þegar kemur að húsnæðismálum fatlaðra segir Elliði Vestmanna-eyjabæ einfaldlega ekki hafa staðið sig jafn vel og því löngu tímabært að gera þar bragabót á. „Upphaflega stefndum við að því að byggja fjórar til sex íbúðir í sem mestu nábýli við núverandi sambýli við Vestmannabraut. Það reyndist þó þrautinni þyngri enda lóðakostur í nágrenninu þröngur. Í þeirri stöðu var ákveðið að horfa til annarra lóða í miðbænum. Þegar upp kom sú staða að fella ætti gömul og úrsérgengin fiskvinnsluhús í hjarta miðbæjarins kviknaði áhugi á því að skoða fasteignaþróun á þeim reit með íbúðir fyrir fatlaða í huga. Í kjölfar auglýsingar þar sem leitað var eftir samstarfi við áhugasama um slíka fasteignaþróun var ákveðið að vinna með Steina og Olla að slíku meðal annars með húnsæðisþarfir fatlaðra í huga,“ segir Elliði. „Þar var skoðað að koma fjórum til sex íbúðum fyrir í nýju húsnæði þar sem Ísfélagið hefur hingað til verið. Frekari fasteignaþróun og rýnivinna með hagsmunaðilum fatlaðra kveikti síðan þá hugmynd að flytja starfsemi Sambýlisins í þetta sama húsnæði. Til grundvallar þeirrar ákvörðunar lá annars vegar að koma Sambýlinu í nýtt og heppilegra húsnæði enda núverandi húsnæði barn síns tíma enda hátt í 30 ára gamalt. Þá var það sterk skoðun okkar sem að þessu komu að mikilvægt væri að gefa fötluðum kost á að njóta góðs aðgengis að stuðningi hvort sem þeir væru í sjálfstæðri búsetu eða á Sambýli auk þess sem í þeirra hópi, eins og annarra, er maður manns gaman og mikilvægt að stilla hlutum þannig upp að unnið sé gegn félagslegri einangrun og þvert í móti hvatt til samgangs og samneytis,“ segir Elliði. Hugmyndin er því að bæði nýtt sambýli og allt að sex íbúðir fyrir fatlaða verði í einu og sama húsinu. Tekur Elliði þó skýrt fram að fasteignaþróun sé ekki lokið og ekkert hafi verið klappað í stein þótt mótaðar hugmyndir liggi nú fyrir. „Þessar hugmyndir fela sem sagt í sér að nýtt sambýli verði staðsett á annarri hæð nýbyggingar við Strandveg 26 þar sem Ísfélagið hefur hingað til haft höfuðstöðvar sínar og á þriðju hæð verði fjórar til sex íbúðir fyrir sjálfstæða búsetu fatlaðra sem þannig geta sótt þjónustu í sambýlið og notið samneytis við aðra íbúa þar. Hugmyndin felur það einnig í sér að hluti af burðarvirki þess húss sem þarna hefur staðið verði nýtt og þannig verði bæði sparað í tíma og hvað varðar fjármagn án þess að á nokkurn máta verði gefið eftir af kröfum um gæði byggingar. Í því felst að þótt húsið verði að mestu fjarlægt og þar með talið botnplötur, allt byggingarefni annað en steypa o.fl. þá nýtist burðavirkið áfram og þannig er einnig vernduð sú ásýnd sem Eyjamenn og gestir þekkja svo vel.“   Fyrstu íbúðirnar klárar 2018 Miðað við fyrstu tillögur er gert ráð fyrir að megnið af fyrstu hæðinni og öll fjórða hæðin verði í eigu einkaaðila en Vestmannaeyjabær mun þó stefna að því að eiga sjálfan bogann og nýta hann til að efla menningu og mannlíf í Vestmannaeyjum. „Öll önnur hæðin verður hinsvegar nýtt undir Sambýli fatlaðra. Þar verður veitt sólarhringsþjónusta og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Frumhönnun gerir ráð fyrir fimm íbúðum líkt og í dag eru á Sambýlinu en gert er ráð fyrir möguleika á því að nýta rúmlega 100 fermetra í viðbót þegar þörf verður á. Á þriðju hæðinni er svo stefnt að því að vera með allt að sex íbúðir sem verða sérhannaðar fyrir fatlaða. Miðað við frumhönnun er um að ræða rúmlega 50 fermetra íbúðir með sérinngangi auk sér svala fyrir hverja íbúð. Þar til viðbótar verða sennilega tvær stærri íbúðir á þeirri hæð í einkaeigu. Sem fyrr segir er svo gert ráð fyrir því að öll fjórða hæðin verði í einkaeigu,“ segir Elliði. Að sögn Elliða hefur öll undirbúningsvinna gengið nokkuð vel og vonir standa til að hönnun ljúki núna í vor og verklegar framkvæmdir hefjist í beinu framhaldi af því. „Auðvitað eru enn margir óvissuþættir en við stefnum að því að árið 2018 verði hægt að flytja inn í fyrstu íbúðirnar. Reynslan er þó sú að ekki er ólíklegt að óvissuþættir kunni að valda einhverjum drætti.“ Eins og fyrr segir er stefna bæjaryfirvalda að Vestmannaeyjar séu góður staður fyrir alla. „Við erum stöðugt að leggja okkur fram um að bæta samfélagið og í þetta skiptið eru það mýkri málaflokkarnir sem eiga hug okkar því í viðbót við það sem hér getur um og þá miklu þjónustuaukningu sem orðið hefur í því sem snýr að börnum og barnafjölskyldum þá erum við einnig í miklum framkvæmdum við málaflokk aldraðra, viðbyggingu við leikskóla og ýmislegt fleira. Við göngum fram undir kjörorðunum „Þar sem hjartað slær“ og það er okkar sem samfélags að tryggja að hjartað slái fyrir alla Eyjamenn og þá ekki síst börn og þá sem af einhverjum ástæðum þurfa sérstaka aðstoð,“ segir Elliði.    
>> Eldri fréttir

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Eyjamaður vikunnar - Stephen Nielsen

Markvörður karlaliðs ÍBV, Stephen Nielsen, hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum síðan hann kom til baka í liðið eftir lánsdvöl í Frakklandi fyrir áramót. Í síðustu viku varði hann til að mynda heil 25 skot þegar ÍBV lagði Hauka eftirminnilega með 17 marka mun. Í dag eru Eyjamenn á toppi Olís-deildarinnar og er það ekki síst markverðinum knáa að þakka. Stephen er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.   Nafn: Stephen Nielsen. Fæðingardagur: 2. april 1985. Fæðingarstaður: Hróaskelda í Danmörku. Fjölskylda: Kona og barn. Draumabíllinn: Alltof margir til að velja bara einn. Uppáhaldsmatur: Mexíkóskur og indverskur matur. Versti matur: Ég veit það ekki, mér finnst flestur matur góður. Uppáhalds vefsíða: www.allblacks.com. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Mér líkar flest öll tónlist og er það misjafnt hvað virkar hverju sinni. Aðallega er það þó hip/hop og rokk. Aðaláhugamál: Aðallega handbolti og rugby en svo bara íþróttir yfir höfuð og svo tónlist og saga. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég myndi gjarnan vilja hitta eina af mínum helstu fyrirmyndum í íþróttum, Jonathan „Tana“ Umaga, fyrrverandi fyrirliða Nýsjálenska rugby liðsins New Zealand All Blacks. Hann veitir manni sannarlega innblástur bæði utan sem innan vallar og virkar sem náungi sem maður gæti lært mikið af. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Peter Gentzel, Tana Umaga og Richie McCaw. Uppáhalds íþróttafélag er New Zealand All Blacks. Ertu hjátrúarfull/ur: Já, ætli það ekki. Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, ég spila handbolta, þrátt fyrir að einhverjir af liðsfélögum mínum segja að markverðir hreyfi sig ekki mjög mikið. Einnig spila ég rugby á sumrin eins mikið og ég kemst upp með. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég horfi á allt frá Designated Survivor til The Walkin Dead. Ég horfi í raun á allt sem er þessi virði að horfa á. Þið unnuð núna síðast Haukana með 17 mörkum, hvernig var tilfinningin eftir þann leik: Andrúmsloftið í klefanum eftir leik var virkilega gott. Það er frábært að ná svona sigri en við vitum allir að þetta var bara einn leikur og það er langur vegur framundan ef við ætlum okkur að komast á þann stað sem við viljum í lok tímabils. ÍBV hefur ekki tapað leik á árinu og á góða möguleika að vinna deildina. Er nokkuð annað sem kemur til greina: Á þessum tímapunkti erum við einungis að einbeita okkur að því að bæta okkur í hvert skipti sem við förum út á völlinn. Augljóslega viljum við vinna alla titla sem í boði eru en núna er allur okkar fókus á að bæta okkur og klára þá leiki sem eru framundan frekar en að hugsa út í hvar við getum mögulega endað. Nú hefur þú verið að verja um og yfir 20 skot í leik síðan þú komst aftur frá Frakklandi. Er ekki landsliðssæti eitthvað sem þú stefnir á: Það yrði mér mikill heiður og forréttindi að fá að spila með íslenska landsliðinu. Núna er ég fyrst og fremst að einbeita mér að því að spila vel fyrir ÍBV, það eina sem ég hef stjórn á er að gefa mitt allt í hvern leik fyrir sig og einbeita mér að því verkefni sem er fyrir framan mig hverju sinni. Framhaldið kemur svo í ljós.    

Greinar >>

Menningarverðmæti Eyjamanna lokuð ofan í kössum

Ég er hugsi yfir menningarverðmætum okkar Eyjamanna og hvernig við eigum að halda sögu okkar á lofti. Eftir því sem ég kemst næst er töluvert af menningarmunum okkar geymdir í kjallara Safnahússins og á lofti Miðstöðvarinnar við Strandveg. Ég leiddi hugann að þessu þegar ég sá gamlar ljósmyndir af heimili hér í Eyjum. Á einni myndinni voru stórkostlegir munir sem aðstandendur gáfu byggðasafninu á sínum tíma. Nú eru þessir munir geymdir ofan í kössum í stað þess að þeim sé sómi sýndur með því að hafa þá til sýnis á safni, fyrir almenningssjónum. Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt. Allir munir sem geymdir eru í kjallara Safnahússins og á lofti Miðstöðvarinnar eru menningarverðmæti þeirra sem byggðu upp samfélagið okkar, Vestmannaeyjar. Við eigum að virða söguna og halda henni á lofti. Eitthvað er um að þessir munir séu dregnir fram í dagsljósið úr geymslunum annað slagið. En að mínu viti er það ekki nóg. Það þarf að koma þeim öllum á einn stað þar sem safnið og þar af leiðandi sagan er sýnd gestum og gangandi. Safnahúsið hefur fyrir löngu sprengt starfsemina utan af sér en Helga Hallbergsdóttir og Kári Bjarnason ásamt öðru starfsfólki safnsins vinna þar mjög gott starf miðað við aðstæður. Nýtt og/eða stærra Safnahús eða Byggðasafn, sem sýndi okkur og gestum og gangandi alla þessa muni sem tengjast sögu Eyjanna væri sannarlega rós í hnappagat bæjaryfirvalda. Við skulum ekki gleyma forfeðrum okkar sem byggðu upp Eyjarnar með mikilli vinnu og eljusemi og lögðu grunninn að samfélagi okkar í dag. Sýnum þeim virðingu okkar þannig að við getum verið stolt af. Sýnum munina frá heimilum forfeðra okkar sem draga upp söguna og svipmyndir forfeðra okkar, sorgir og sigra. Eldheimar risu á mettíma og ekkert var til sparað enda verið að segja stórbrotna sögu. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að koma upp nýju Safnahúsi sem við getum öll verið stolt af. Saga Vestmannaeyja er ótrúlega viðburðarík og kraftmikil og við þurfum að gera henni góð skil.