Stal fartölvu upp í skuld

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni vegna hinna ýmsu verkefna sem upp komu. Rólegt var hins vegar um helgina í kringum öldurhús bæjarins og spurning hvort fólk sé að safna kröftum fyrir komandi helgi.   Aðfaranótt 22. júlí sl. var lögreglu tilkynnt um rúðubrot hjá Aska Hostel en þarna hafði rúða við hliðina á aðalinngangi verið brotin, líklega með því að sparkað í hana. Leikur grunur á hver þarna var að verki en hann hefur neitað sök. Lögreglan hvetur þá sem einhverjar upplýsingar hafa varðandi þetta umrædda rúðubrot að hafa samband.   Að morgni 23. júlí sl. var lögreglu tilkynnt um að farið hafi verið inn í íbúð að Áshamri 26 og þaðan stolið fartölvu og lyfjum. Grunur beindist fljótlega að ákveðnum aðila og við húsleit hjá þessum aðila síðdegis daginn eftir fannst tölvan. Viðkomandi kvaðst hins vegar ekki hafa stolið tölvunni heldur hafi hann fengið hana upp í skuld hjá ónefndum manni. Eigandinn var mjög þakklátur lögreglu fyrir að hafa endurheimt tölvuna.   Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, auk þess sem hann hafði ekki réttindi til aksturs ökutækis. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir ólöglega lagningu ökutækis síns.   Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku en í báðum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.   Lögreglan vill minna á að útivistareglurnar gilda jafnt á Þjóðhátíð sem aðra daga ársins og hvetur foreldra og forráðamenn barna að hafa í huga velferð og öryggi barna sinna.    

Stal fartölvu upp í skuld

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni vegna hinna ýmsu verkefna sem upp komu. Rólegt var hins vegar um helgina í kringum öldurhús bæjarins og spurning hvort fólk sé að safna kröftum fyrir komandi helgi.   Aðfaranótt 22. júlí sl. var lögreglu tilkynnt um rúðubrot hjá Aska Hostel en þarna hafði rúða við hliðina á aðalinngangi verið brotin, líklega með því að sparkað í hana. Leikur grunur á hver þarna var að verki en hann hefur neitað sök. Lögreglan hvetur þá sem einhverjar upplýsingar hafa varðandi þetta umrædda rúðubrot að hafa samband.   Að morgni 23. júlí sl. var lögreglu tilkynnt um að farið hafi verið inn í íbúð að Áshamri 26 og þaðan stolið fartölvu og lyfjum. Grunur beindist fljótlega að ákveðnum aðila og við húsleit hjá þessum aðila síðdegis daginn eftir fannst tölvan. Viðkomandi kvaðst hins vegar ekki hafa stolið tölvunni heldur hafi hann fengið hana upp í skuld hjá ónefndum manni. Eigandinn var mjög þakklátur lögreglu fyrir að hafa endurheimt tölvuna.   Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, auk þess sem hann hafði ekki réttindi til aksturs ökutækis. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir ólöglega lagningu ökutækis síns.   Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku en í báðum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.   Lögreglan vill minna á að útivistareglurnar gilda jafnt á Þjóðhátíð sem aðra daga ársins og hvetur foreldra og forráðamenn barna að hafa í huga velferð og öryggi barna sinna.    

Lumar þú á ljósmyndum frá fyrri Þjóðhátíðum

Í ár eru 140 ár liðin frá því Eyjamenn komu fyrst saman í Herjólfsdal til að halda Þjóðhátíð. Þeir félagar, Sighvatur Jónsson og Skapti Örn Ólafsson eru af því tilefni að vinna heimildarmynd um þjóðhátíðina, í samstarfi við ÍBV íþróttafélag og Vestmannaeyjabæ. Myndin verður væntanlega tilbúin til sýningar á næsta ári.  Einnig eru þeir félagar að  vinna að litlu verkefni sem felst í því að segja sögu Þjóðhátíðar í máli og myndum á upplýsingaskiltum sem komið verður upp í Herjólfsdal yfir hátíðina. Eftir Þjóðhátíð verða söguskiltin tekin niður og komið fyrir í sjoppuopunum á nýja sviðinu í Herjólfsdal. Þannig verður hægt að lesa sér til um hátíðina okkar í Herjólfsdal og skoða myndir frá fyrri hátíðum allt árið um kring.  Skapti skrifar á faceboosíðu sína: „ Nú vantar okkur hjálp frá ykkur kæru Eyjamenn! Lumar þú á gömlum ljósmyndum frá fyrri Þjóðhátíðum? Við erum að horfa á tímabilið 1940 – 1990. Okkur vantar allskonar ljósmyndir – úr tjöldunum, bekkjabílunum, frá setningunni, kvöldvökunum, skátaskemmtunum, frá Breiðabakka o.s.frv.   Ef þú ert með ljósmyndir, sem búið er að skanna inn í góðum gæðum, og langar að taka þátt í þessu verkefni máttu endilega hafa samband við mig hér á Facebook, senda mér línu á netfangið skaptiorn@gmail.com eða slá á þráðinn í síma 899-2200.   Meðfylgjandi ljósmynd er af Stefáni Árnasyni, yfirlögregluþjóni í Vestmannaeyjum, eða Stebba pól, sem var kynnir á Þjóðhátíð í um 30 ár og eldri Eyjamenn muna vel eftir. Ljósmyndin er fengin með góðfúslegu leyfi frá Ljósmyndasafni Vestmannaeyja.    

Einn Eyjamaður á topp 30

Einn Eyjamaður kemst á lista yfir 30 aðila sem greiða hæstu opinberu gjöldin.  Það er Guðbjörg Matthíasdóttir, stærsti eigandi Ísfélagsins en samkvæmt listanum greiddi hún 389 milljón krónur í opinber gjöld og er hún í öðru sæti listans á eftir Jóni Árna Ágústssyni, sem greiðir 411 milljónir í opinber gjöld.  Magnús Kristinsson var skattakóngur í fyrra en þá var Guðbjörg í þriðja sæti.  Hún var svo sjálf efst á listanum 2010.    Hæstu gjaldendur 2014 Jón Árni Ágústsson Reykjavík 411 milljónir króna  Guðbjörg M. Matthíasdóttir Vestmannaeyjum 389 milljónir króna  Ingibjörg Björnsdóttir Reykjavík 238 milljónir króna  Kristín Vilhjálmsdóttir Reykjavík 237 milljónir króna  Þorsteinn Már Baldvinsson Akureyri 211 milljónir króna  Kristján V. Vilhelmsson Akureyri 189 milljónir króna  Helga S. Guðmundsdóttir Reykjavík 185 milljónir króna  Ingimundur Sveinsson Reykjavík 172 milljónir króna  Guðmundur Kristjánsson Reykjavík 163 milljónir króna  Sigurður Örn Eiríksson Garðabæ 103 milljónir króna  Kolbrún Ingólfsdóttir Akureyri 98 milljónir króna  Stefán Hrafnkelsson Reykjavík 86 milljónir króna  Kári Stefánsson Reykjavík 85 milljónir króna  Arnór Víkingsson Kópavogi 84 millónir króna  Chung Tung Augustine Kong Reykjavík 77 milljónir króna  Hákon Guðbjartsson Reykjavík 77 milljónir króna  Skúli Mogensen Bretlandi 76 milljónir króna  Ingólfur Árnason Akranesi 75 milljónir króna  Daníel Fannar Guðbjartsson Reykjavík 75 milljónir króna  Halldóra Ásgeirsdóttir Reykjavík 75 milljónir króna  Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir Garðabæ 75 milljónir króna  Jóhann Hjartarson Reykjavík Reykjavík 74 milljónir króna  Magnús Árnason Kópavogi 74 milljónir króna  Sigurbergur Sveinsson Hafnarfirði 73 milljónir króna  Guðbjörg Edda Eggertsdóttir Hafnarfirði 72 milljónir króna  Unnur Þorsteinsdóttir Kópavogi 71 milljónir króna  Guðný María Guðmundsdóttir Kópavogi 71 milljónir króna  Jóhann Tómas Sigurðsson Reykjavík 71 milljónir króna  Finnur Reyr Stefánsson Garðabæ 70 milljónir króna  Gísli Másson Reykjavík 69 milljónir króna
>> Eldri fréttir

Stjórnmál >>

Fyrsti fundur bæjarstjórnar í dag

Bæjarstjórn Vestmannaeyja kemur saman í dag í fyrsta sinn á nýju kjörtímabili.  Niðurstaða bæjarstjórnarkosninganna í vor, voru á þann veg að Sjálfstæðisflokkur fékk fimm bæjarfulltrúa en Eyjalistinn tvo.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn eru Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason og Birna Þórsdóttir en fulltrúar Eyjalistans eru Jórunn Einarsdóttir og Stefán Óskar Jónasson.  Elliði, Páley, Páll Marvin og Jórunn sátu öll í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili.  Stefán Óskar hefur áður verið í bæjarstjórn og var varamaður á síðasta kjörtímabili en þau Trausti og Birna eru ný.  Bæjarstjórnarfundurinn fer fram í Eldheimum og hefst klukkan 18:00.   „Þegar ég kom inn í bæjarstjórn 2002 voru útsvarstekjur á hvern íbúa á verðlagi þess árs rétt liðlega 200.000 krónur en á síðasta ári voru þær hátt í 475.000 krónur,“ sagði Stefán í samtali við Eyjafréttir, sem kom út í gær.   „Staðan í dag opnar á tækifæri að gera meira fyrir bæjarbúa og bæjarfélagið í heild. Ég er ekki að mæla með óráðsíu í fjármálum en það má gera betur á ýmsum sviðum. Auðvitað veltur þetta mikið á á sjávarútvegi og afkomu atvinnulífsins almennt. Á kjörtímabilinu 2002 og 2006 vorum við, ég og núverandi bæjarstjóri, Elliði Vignisson, að skoða þann möguleika á að rífa blokkina Áshamar 75 ef það gæti létt á skuldum bæjarins. Engum dettur það í hug í dag en sterkari innviðir bæjarfélagsins eru líka verðmæti,“ sagði Stefán.   Viðtalið má lesa í heild sinni í Eyjafréttum.  

ÍBV kaupir 2/3 hluta miða Herjólfs

Lesandi Eyjafrétta bar sig illa í síðustu viku. Sá hafði reynt að kaupa miða fyrir eiginkonu sína á fimmtudag fyrir þjóðhátíð og aftur heim daginn eftir. Þetta gerði hann í síðustu viku en fékk þau svör að hann þyrfti að hafa samband við ÍBV-íþróttafélag til að fá far með Herjólfi á föstudeginum. Hjá ÍBV var honum bent á að fara á Dalurinn.is og kanna hvað væri laust. Þar var hins vegar ekki hægt að fá miða í Herjólf nema kaupa miða á þjóðhátíð líka. Eftir að hafa rætt aftur við starfsmenn Herjólfs kom í ljós að laust var fyrir bílinn til Eyja klukkan 10 á laugardeginum en þá var ekki laust fyrir eiginkonuna, nema þá í gegnum ÍBV. „Þetta endaði svo með því að ég keypti far fyrir hana kl: 23:00 á föstudagskvöldið ásamt miða í Dalinn, samtals krónur 18.160 kr,“ skrifaði lesandinn í orðsendingu til ritstjórnar.     Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs segir að eins og í fyrra, kaupi ÍBV-íþróttafélag 2/3 hluta allra miða í Herjólf dagana fyrir og eftir þjóðhátíð. „Restina af miðunum seljum við beint. Þetta fyrirkomulag hefur gengið mjög vel að okkar mati en svo koma upp tilfelli þar sem þetta hentar illa. Við því er því miður lítið hægt að segja annað en það að bæði við og Þjóðhátíðarnefnd reynum eins og hægt er að aðstoða fólk í svona tilfellum en þegar stutt er í hátíðina er þetta því miður orðið ansi erfitt.“     Persónuskilríki nauðsynleg Gunnlaugur vildi jafnframt benda þeim sem keyptu miða í gegnum Dalurinn.is og hjá Herjólfi að hafa meðferðis persónuskilríki þegar komið er í Herjólf. „Allir miðar sem eru keyptir á Dalurinn.is eru t.d. skráðir á nafn og kennitölu viðkomandi og því mikilvægt að hafa persónuskilríki meðferðis.“    

Greinar >>

Fjöldauppsagnir

  Svolítið merkilegt að fylgjast með umræðunni vegna fjöldauppsagna starfsfólks Fiskistofu sem og starfsfólks fiskvinnslu fyrirtækisins Vísis á norðurlandi, og umræðan að mestu tæmd, en þó ekki. Þegar ég heyrði fyrst af uppsögnum fiskvinnslu fyrirtækisins í Grindavík á starfsfólki sínu fyrir norðan, þá fór ég strax að reyna að komast að því, hver hin raunverulega ástæða væri.  Eftir því sem að mér er sagt, þá er Vísir orðið enn eitt af þeim fiskvinnslu fyrirtækjum með mikið af aflaheimildum til þess að veðsetja komið í útrás.  Þá hafi fyrirtækið tapað gríðarlegum fjármunum í einhvers konar braski vestur í Kanada og það hafi verið að kröfu viðskiptabanka fyrirtækisins, sem fyrirtækið fór að leita leiða til þess að hagræða og þá m.a. með því að loka starfsstöðvum sínum norður í landi.   Því miður er þetta enn eitt dæmið um fyrirtæki, sem í krafti mikilla aflaheimilda og frjálsa framsalsins á aflaheimildum, sem freistast til þess að leggja störf starfsfólks síns í hættu vegna græðgi.   Varðandi hins vegar starfsfólks Fiskistofu og umræðurnar um störf á vegum ríkissins, þá get ég vel tekið undir það sjónarmið okkar á landsbyggðinni að svo sannarlega mætti færa fleiri störf út á land.  En gallinn við þessa ákvörðun um flutning Fiskistofu er ekki sú ákvörðun, heldur hvernig staðið er að henni. Að mínu mati hefði átt að gefa það strax út, að þessi störf yrðu flutt, en þá t.d. á kjörtímabilinu. Fá starfsfólk Fiskistofu til þess að taka þátt í verkefninu, hvort sem það ætlar að fylgja með eða ekki, en gefa um leið út þá tilkynningu að það starfsfólk Fiskistofu, sem ekki gæti eða vildi flytja sig norður í land, myndi hafa forgang á höfuðborgarsvæðinu í önnur störf á vegum ríkisins. Mér finnst í umræðunni alveg hafa gleymst að horfa á hinn mannlega þátt málsins, því öll höfum við að sjálfsögðu fjölskyldu, heimili og fjárskuldbindingar sem ekki er alltaf hægt, í sumum tilvikum, að færa milli landshorna.   Ég verð að segja alveg eins og er, að ég þarf að hafa samband við Fiskistofa að jafnaði einu sinni í mánuði út af hinum ýmsu málum og fengið undantekningalaust frábæra þjónustu og afgreiðslu á mínum málum. Besta leiðin til þess að sú góða þjónusta haldi áfram, er að flutningurinn verður unninn í góðu samræði við þá sem starfa núna á Fiskistofu.   Varðandi þá ákvörun bæjarstjórnar Vestmannaeyja að fagna því, að störf á vegum ríkisins séu flutt út á land, þá get ég vissulega tekið undir það, en ég hefði þó frekar viljað sjá meiri kraft lagðan í það að verja þau störf á vegum ríkisins sem enn eru hér í Vestmannaeyjum og þá sérstaklega á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Margt fleira mætti nefna, eins og t.d. yfirstjórn sjúkrahússins, löggæslunnar, niðurlagning á starfi vitavarðar í Vestmannaeyjum, listinn er í raun endalaus þegar maður horfir til baka, en ég verð þó að segja það að lokum að ég hef mestar áhyggjur á því að niðurskurður á sjúkrahúsinu haldi áfram og svolítð galið að hugsa til þess, að ef fólk í Vestmannaeyjum vogar sér að vilja fjölga sér, þá þarf það að flytja á höfuðborgarsvæðið til að geta fætt börnin sín.