Eyjmaður vikunnar - Við byrjuðum í 30 lítra plastfötu og erum núna komnir með 500 lítra kerfi

Eyjmaður vikunnar - Við byrjuðum í 30 lítra plastfötu og erum núna komnir með 500 lítra kerfi

 Kjartan Vídó Ólafsson, ásamt félögum sínum í The Brothers Brewery, hefur staðið í ströngu síðustu vikur og mánuði við að komu upp nýju brugghúsi og ölstofu í Vestmannaeyjum. Ævintýrið hófst með 30 lítra plastfötu sem í dag er orðið að 500 lítra kerfi sem á að geta framleitt um 70.000 lítra af bjór á ári. Kjartan er Eyjamaður vikunnar.
 
Nafn: Kjartan Vídó Ólafsson.
Fæðingardagur: 17. febrúar 1979.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Kvæntur Erlu Björgu Káradóttur markþjálfa og söngkonu og eigum við þær Önnu Birnu 13 ára og Kristjönu Emmu 6 ára.
Draumabíllinn: Bíll sem ekki þarf að þrífa og bóna.
Uppáhaldsmatur: Pulsa með öllu nema remúlaði og mikið af tómatsósu og sinnepi.
Versti matur: Pulsa með remúlaði.
Uppáhalds vefsíða: Ég nota internetið voðalega lítið, kíki helst á veðrið á www.vedur.is.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Leonard Cohen er í uppáhaldi, góður jazz og svo klikkar ekki Svartur 2 frá Bigga Nielsen.
Aðaláhugamál: Eldamennska, drekka og brugga bjór og svo hef ég að undanförnu snúið mér að hannyrðum og þá helst að hekla glasamottur.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Jesú Krist, hef lengi viljað spjalla við hann hvernig það var að alast upp hjá húsasmið á hans tíma. Við höfum pottþétt gengið í gegnum svipaða hluti í æsku ég og Jesú þegar við vorum að smíða með feðrum okkar.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Brandur ber af í fegurð, þar gaf Guð ekki afslátt í sköpun sinni!
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Íþróttafélagið Ægir er mitt félag og vinur minn Guðni Davíð er mitt uppáhald.
Ertu hjátrúarfull/ur: Já mjög, ég t.d. syng alltaf franska þjóðsönginn áður en ég fer í Herjólf, Gulli skiptstjóri sagði að þetta hjálpaði og eftir þetta hef ég aldrei orðið sjóveikur.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Lyfti glösum af og til.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Það er kominn matur í sjónvarpi Símanns, verð einmitt í þeim þætti fimmtudaginn 23. mars næstkomandi að elda pulsur.
Nú er loksins komið að því að ölstofan opni. Er þetta draumur að rætast: Draumur okkar var aldrei að opna ölstofu en hlutirnir þróuðust í þessa átt þegar við fórum að skoða stækkun á okkar búnaði. Við byrjuðum í 30 lítra plastfötu og erum núna komnir með 500 lítra kerfi, það er draumi líkast hvernig sá vöxtur hefur þróast.
Hvernig hefur allt ferlið gengið: Við pöntuðum búnaðinn frá Kína í október á síðasta ári og eftir það fórum við að svipast um eftir hentugu húsnæði. Búnaðurinn fór svo í skip á gamlársdag og kom til okkar til Eyja fyrir tveimur vikum. Á meðan fundum við hentugt húsnæði og félagar mínir í Eyjum ásamt konum sínum og fjölskyldum hafa staðið sig gríðarlega vel við við endurbætur á því. Maður er stoltur að eiga svona flotta félaga og bakland þegar tekist er á við svona ævintýri!
Hver er þinn uppáhalds bjór: Eldfell af bjórunum okkar, minn gamli nágranni Stiegl frá Salzburg og svo besti bjór í heimi Westvleteren 12. Fékk kassa af þeim bjór á síðasta ári og þarf nauðsynlega að eignast annan kassa sem fyrst aftur.

Clara Sigurðardóttir er Eyjamaður vikunnar: Eigum góðan möguleika á að komast upp úr milliriðlinum

Clara Sigurðardóttir, framherji ÍBV í knattspyrnu, var á dögunum valin til æfinga með U-17 landsliði Íslands fyrir milliriðil EM sem fram fer á næsta ári. Þrátt fyrir að vera enn gjaldgeng í U-16 landsliðið hefur Clara verið í byrjunarliði U-17 í síðustu leikjum en hún gerði t.a.m. tvö mörk í þremur leikjum með liðinu í undankeppni EM í haust. Clara er Eyjamaður vikunnar.   Nafn: Clara Sigurðardóttir. Fæðingardagur: 12. janúar 2002. Fæðingarstaður: Bahamas. Fjölskylda: Pabbi minn er Siggi Gísla, mamma mín heitir Berglind, ég á þrjá bræður sem heita Sigmar Snær, Anton Frans og Matthías. Svo á ég einn hund sem heitir Ísold. Uppáhalds vefsíða: Uppáhalds vefsíðan mín er Netflix þó maður sé næstum búin með allt þar inná. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Ég hlusta á svona flest alla tónlist en Palli kemur manni alltaf í stuð. Aðaláhugamál: Fótbolti. Uppáhalds app: Snapchat og instagram. Hvað óttastu: Ég er alveg óttalaus. Mottó í lífinu: Er nú ekki með eitthvað sérstakt mottó en ef ég þyrfti að velja eitthvað eitt þá væri það þetta reddast. Apple eða Android: Apple. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Beyonce. Hvaða bók lastu síðast: Les nú ekki mikið en ætli það hafi ekki verið Korku saga í skólanum. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Uppáhalds íþróttamaðurinn minn er Sara Björk og ætli uppáhaldsliðið mitt sé ekki ÍBV. Ertu hjátrúarfull/ur: Já, ég er það. Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, ég æfi fótbolta. Uppáhaldssjónvarpsefni: Sakamálaþættir. Nú hefur þú verið hluti af U-17 ára liðinu undanfarna mánuði þrátt fyrir að vera gjaldgeng í U-16, er ekki gaman að fá tækifæri til að spila upp fyrir sig: Jú. þetta er mjög skemmtilegt og gott tækifæri. Er mikill munur á því að spila með U-17 liðinu og ÍBV: Nei, mjög svipað að spila með U-17 og mfl en ég er ekki látin spila í sömu stöðu með liðunum þar sem ég spila í holunni með U-17 en framherji hjá ÍBV. Næst á dagskrá eru leikir í milliriðli sem spilaðir verða í Þýskalandi í mars. Hvernig metið þið möguleikana á að komast upp úr riðlinum: Við eigum góðan möguleika á að komast upp úr milliriðlinum, við erum sterkt lið en Þjóðverjar verða erfiðir andstæðingar.    

Á ekki von á öðru en nýja skipið verði tekið í sátt

„Skipasmíðastöðin CRIST S.A. í Póllandi hefur lagt til að lengja nýju Vestmannaeyjaferjuna um 1,8 meter og breyta stefninu. Með því móti tekst að halda djúpristunni innan þeirra marka sem að var stefnt. Við þessar breytingar verður aðstaða fyrir farþega betri og ferjan getur flutt fleiri fólksbíla að jafnaði. Þessar breytingar eru verkkaupa að kostnaðarlausu en verða þess valdandi að afhending dregst eitthvað. Þessi tillaga skipasmíðstöðvarinnar er enn til skoðunar hjá samgönguráðuneytinu og Vegagerðinni. Ákvörðun verður tekin fljótlega,“ segir í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni í síðustu viku um nýja stöðu í smíði nýrrar ferju fyrir Vestmannaeyjar. Þetta var kynnt á opnum fundi í Eldheimum á laugardaginn þar sem Andrés Þorsteinn Sigurðsson, sem á sæti í smíðanefnd ferjunnar sat fyrir svörum. „Ég vil byrja á að þakka þeim sem mættu á fundinn en hann var fyrst og fremst hugsaður til þess að upplýsa bæjarbúa hvað smíði á nýju ferjunni líður. Eins og kunnugt er þurfti að gera smávægilegar breytingar á skipinu vegna þunga. Viljum við sem vinnum að nýsmíðinni að fólk sé upplýst og fái réttar upplýsingar,“ segir Andrés. Hann segist sjálfur eins og aðrir í smíðanefndinni vera mjög stoltur af því hvernig til hefur tekist. „Við erum mjög ánægðir með að bera ábyrgð á verkum smíðanefndarinnar enda höfum við að sjálfsögðu fengið mjög færa menn í verkið með okkur, hvort sem það er Jóhannes Jóhannesson, Polarkonsult í Noregi eða Crist skipasmíðastöðin í Póllandi. Höfum við hlustað á ráðleggingar þeirra. Það voru miklar kröfur gerðar til skipsins af okkar hálfu í smíðanefndinni og er ánægjulegt að sjá hvernig til hefur tekist. Auðvitað er Landeyjarhöfn erfið og til að geta siglt allt árið um kring þarf skipið að rista lítið, það er augljóst vegna sandburðarins sem þar er.“ Andrés sagði ekkert nýtt að til deilna komi þegar smíðuð er ný Vestmannaeyjaferja. „Það hefur verið deilt á það skip sem nú er í smíðum og það er ekkert nýtt. Alltaf þegar nýtt skip hefur verið á teikninborðinu hafa verið deilur, en samt hefur nýr Herjólfur alltaf verið tekin í sátt af bæjarbúum og mönnum jafnvel þótt vænt um skipið.“ Andrés segir það eðlilegt því fólk þekki ekki skipið sem i boði er. „Það er líka vegna fullyrðinga manna sem ekkert hafa komið að málum, en telja sig vita best. Ég á ekki vona á öðru en það sama verði upp á tengingnum nú þegar nýja skipið kemur á næsta ári. Fólk mun taka skipið í sátt. Alltaf er verið að herða á öryggiskröfum og setja strangari reglur um ferjusiglingar og uppfyllir nýja skipið okkar allar þessar alþjóðareglur sem settar eru. Verður það því mikil framför frá því sem nú er, því skipið okkar sem nú siglir er orðið gamalt og slitið. Er því þörfin fyrir nýtt og betra skip orðin mjög aðkallandi og verður það því mjög ánægjuleg stund þegar nýja ferjan okkar siglir inn í höfnina í fyrsta sinn,“ sagði Andrés.  

Börnin ekki látin syngja jólalög með textum um kynhlutverk

Núna í desember hefur verið umræða á samfélagsmiðlum um texta í jólalögum sem sungin eru á jólaböllum um allt land. Mörgum finnst textarnir orðnir úreltir og að þeir ýti undir staðalmyndir um hlutverk stúlkna og drengja, kvenna og karla. Nokkrir hafa í því samhengi hrósað Hjallastefnunni fyrir að sniðganga þá texta sem fjalla um kynhlutverk og breyta textanum í mörgum lögum sem sungin eru fyrir börnin. Vísir.is greinir frá.   Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar, betur þekkt sem Magga Pála, segir í samtali við Vísi að hún hafi byrjað á þessu fyrir meira en 30 árum.   „Rétt eins og ég ígrunda og endurskoða allt sem ég geri í starfi, þá geri ég það líka gagnvart þeim lögum og ljóðum sem ég vel.“   Skiptir allt máliLögin sem oft eru tekin sem dæmi um þetta í umræðunni eru Adam átti syni sjö, Nú skal segja og Nú er Gunna á nýju skónum.   „Jafnrétti er hugsjón okkar í Hjallastefnuskólunum og þess vegna syngjum við alltaf „Adam átti syni sjö“ og við syngjum líka og stundum á undan „Eva átti dætur sjö.“ Við sleppum lögum og ljóðum sem eru með þessum kynbundnu tilvísunum eins og um Sigga á síðum buxum og Sollu í bláum kjól. Hvernig stelpurnar vagga brúðu og strákarnir sparka bolta. Við bara sleppum þessu, það er svo margt skemmtilegt til.“   Magga Pála segir að hún hafi fengið mjög góð viðbrögð við þessu frá foreldrum og starfsfólki.   „Í okkar huga er þetta ekkert flókið. Það er fjölmargt í menningu okkar sem er allt í lagi að víkja til hliðar og vera með ákveðna endurskoðun í gangi. Þetta skiptir máli, það skiptir allt máli fyrir börn sem eru að móta sjálfsmyndina og kynímyndina.“ Er þetta einnig gert með bækur og sögur hjá Hjallastefnunni.   „Einhverjir segja að þetta sé nú bara bull eða sé úti um allt og þá svara ég því bara þannig að á okkar vakt og á minni vakt þá ætlum við ekki að fóðra þessar gömlu hugmyndir. Hver og einn velur fyrir sig og við veljum þetta fyrir okkur, að koma með meiri ferskleika inn í jólalögin.“   Óvirðing við karla og konurEinhverjir aðrir leikskólar og skólar gera þetta sama en Magga Pála telur að sem flestir ættu að taka upp þessa stefnu. Að hennar mati er ekki nóg að útskýra bara fyrir börnunum að þetta séu gamlar hefðir og þetta sé öðruvísi í dag.   „Börn, sérstaklega undir átta ára aldri, eru ekki á þeim þroskastað að velta því fyrir sér. Þau einfaldlega heyra og sjá og innhverfa fyrirmyndirnar sem við gefum þeim. Þess vegna vöndum við okkur.“   Annað lag sem Hjallastefnan sleppir er Hátíð í bæ en þar fær strákurinn bók en stúlkan nál og tvinna. Bendir hún á að í Nú er Gunna á nýju skónum sé Siggi í buxum en Solla í kjól, mamman í eldhúsinu en pabbinn búinn að undirleggja heimilið til þess að finna flibbahnappinn sinn. „Þetta er óvirðing fyrir bæði karla og konur.“   Sjálf samdi hún eitt sinn ókynbundinn jólatexta sem börnin syngja í leikskólum og grunnskólum Hjallastefnunnar. „En fyrst og fremst gætum við okkar þar sem eru greinilega neikvæðar kynjafyrirmyndir.“   Þarf ekki að vera dýrt eða flókiðMagga Pála segir að fyrir jólin sé mikið um að jólagjafir og skógjafir séu markaðssettar fyrir annað hvort stelpur eða stráka.   „Börn eru ekki vernduð gagnvart markaðinum. Við erum með jafnréttislög í þessu landi en þegar þú horfir á auglýsingar í desember þá getur þú ekki áttað þig á því. Ég bið fólk í öllum bænum að vera ekki með sjónvarpið í gangi og fara ekki með börnin í stórmarkaði og búðir þar sem að er beint verið að markaðssetja gagnvart börnum.“   Magga Pála hvetur jólasveina til þess að hafa skógjafirnar í desember litlar, ódýrar og nytsamar. Þetta þurfi hvorki að vera dýrt né flókið.   „Þegar ég tala við foreldra í ræðu eða riti þá hvet ég alltaf til að sýna fulla skynsemi. Í einfaldleikanum er best að varast einhverja kynjamismunun. Höldum þessu einföldu.“ Segir hún að það sama megi segja um jólagjafir.   Vonar hún einnig að fólk hætti að kaupa súkkulaðidagatöl handa ungum börnum í desember.   „Mikið óskaplega vona ég að við náum að útrýma þessum súkkulaðidagatölum sem eru í 24 daga. Þau eru skelfileg og hafa miklu meiri neikvæðar en jákvæðar afleiðingar fyrir börn. Það duga 13 skynsamir jólasveinar sem gefa smáræði í skóinn þegar vel gengur.“  

Bókarkafli: Anna – Eins og ég er

Í þessari bók er fjallað um ótrúlegt lífshlaup Önnu Kristjánsdóttur vélfræðings sem var ein af fyrstu Íslendingunum sem lét leiðrétta kyn sitt. Hún vissi frá blautu barnsbeini að hún hefði fæðst í röngum líkama. Anna fæddist í Höfðaborginni í Reykjavík, hverfi sem byggt var til bráðabirgða í mikilli húsnæðiseklu snemma á fimmta áratug síðustu aldar. Hún fór ung til sjós, gekk í Vélskólann, gifti sig og eignaðist þrjú börn. Hún lék hlutverk sitt sem harður sjómaður þar til hún gat ekki meira og ákvað að berjast fyrir tilveru sinni sem kona. Hún bjó í Vestmannaeyjum í nokkur ár og var vélstjóri á Vestmannaey VE. Guðríður Haraldsdóttir, blaðamaður með meiru, skráði sögu Önnu. Hér verður stiklað á stóru og birtir nokkrir kaflar og kaflabrot úr bókinni.   Prinsessudraumar Mig dreymdi um að verða prinessa þegar ég yrði stór og ætlaði einnig að verða eins og móðir mín og drekka kaffi með nágrannakonunum. Svo var mér kippt snöggt og harkalega út úr draumunum þegar ég varð vitni að slagsmálum og gráti. Foreldrarnir að slást og bræður mínir að reyna að stilla til friðar. Ég fór óttaslegin í felur. Ég man líka vel eftir því þegar öll ljós voru slökkt og okkur sagt að fela okkur og alls ekki fara til dyra því vondi karlinn væri úti. Það voru væntanlega rukkarar. Góðar minningar á ég auðvitað líka, eins og þegar Unnur frænka eða afi komu í heimsókn og gáfu okkur sælgæti. Ragnar í næsta húsi fannst mér alltaf leiðinlegur þegar hann kom í heimsókn og hann og pabbi skáluðu, einnig Bessi frændi þegar hann drakk með foreldrum mínum. En ég man líka eftir því þegar Bessi var á togara og kom færandi hendi með heila lúðu á bakinu heim til okkar. Lúðan var svo stór að mér fannst hún ná yfir allt eldhúsgólfið.   Hugboð Ein mögnuð bernskuminning tengist Jóni Sigurði, elsta bróður mínum sem kallaði yfir sig reiði föður okkar ... um tíma. Þeir ætluðu saman á sjóinn, Nonni bróðir, Bessi frændi og Ragnar á 21. Veðrið var leiðinlegt og þeir söfnuðust saman á heimili mínu þetta kvöld. Mér fannst eitthvað kaldranalegt við að horfa á eftir þeim út í leigubílinn en hugsaði ekki meira um það. Undir morgun kom Nonni bróðir óvænt heim aftur og pabbi, gamli sjómaðurinn, varð sár, skammaði Nonna fyrir að svíkjast undan þessu fína plássi en Nonni fór beint í rúmið. Margir dagar liðu og alltaf var Nonni í rúminu þegar ég kom heim úr skólanum. Einn daginn, þegar ég kom heim, var Nonni kominn á fætur en mamma farin að gráta. Skipið var horfið, Bessi frændi og Ragnar á 21 komu aldrei aftur, Nonni vinur minn syrgði föður sinn en bróðir minn lifir enn, meira en hálfri öld síðar. Einhver óhugur hafði verið í Nonna þar sem hann sat í aftursæti leigubíls þetta kvöld ásamt Pétri bróður okkar sem hafði fengið að fara með niður á togarabryggju. Ragnar nágranni var kominn um borð og beið staðfestingar skipstjórans á því að Nonni fengi síðasta lausa plássið. Þá var eins og Nonni sæi ljósahjúp yfir skipinu og allt í einu fannst honum hann fá aðstoð við að opna bíldyrnar. Hann heyrði ókunnuga rödd segja honum að koma sér út og síðan var hann eins og dreginn út úr bílnum. Hann sagði Pétri bróður að koma og saman hlupu þeir á burt, alla leið upp á Arnarhól. Pétur hafði ekkert séð, hann var móður eftir hlaupin en Nonni blés varla úr nös. Bræður mínir biðu um stund og gengu síðan rólega í átt að Arnarhvoli. Þegar togarinn, sem hét Júlí, var kominn út úr höfninni sá Nonni að ljósboginn var enn þá yfir togaranum en enn sá Pétur ekkert. Júlí fórst á Nýfundnalandsmiðum í þessari ferð og með honum þrjátíu menn. Skömmu eftir þessa óvæntu heimkomu Nonna hvarf móðir mín af heimilinu í nokkra daga eftir einn drykkjutúrinn. Jeddý á 64 kvartaði við barnaverndarnefnd og við þrjú yngstu systkinin vorum send í sveit, í Reykjahlíð í Mosfellssveit. Þetta var í apríl 1959 og ég á áttunda árinu. Ekki grunaði mig að Reykjahlíð yrði heimili mitt næstu árin og draumur minn um að búa í steinhúsi rættist á þennan hátt.   Endaslepp helgarferð Sumarið 1963 ákvað ég að skreppa í helgarferð til Reykjavíkur, fara á völlinn og sjá KR spila fótboltaleik og síðan til foreldra minna sem ég hafði ekki hitt mánuðum saman. Ég var orðin svo stálpuð að óhætt þótti að sleppa mér einni í burtu. Eftir leikinn gekk ég frá Laugardalsvelli niður í Höfðaborg. Þegar ég kom yfir Nóatúnið og inn í Höfðaborgarhverfið veitti ég athygli lögreglubíl sem ók um. Það var eins og lögreglan væri að leita að einhverju. Ég hélt áfram en hægði samt á mér til að athuga hvað lögreglan væri að gera inni í hverfinu. Þegar ég kom að horninu á milli Höfðaborgar 68 og 69 kom lögreglubíllinn þangað og þrír lögreglumenn fóru úr bílnum og gengu á undan mér meðfram húsinu, rakleitt að íbúðinni á númer 65, heimili foreldra minna, og bönkuðu. Þeim var hleypt inn og komu út skömmu síðar með tvær dauðadrukknar manneskjur og fóru með þær út í svörtu Maríu. Þetta voru tveir af drykkjufélögum foreldra minna og ég áttaði mig á því að ég yrði seint velkomin heim við þessar aðstæður. Ég hélt áfram göngu minni og fór til Stellu móðursystur minnar sem bjó að Laugavegi 165 með sinni stóru fjölskyldu og búin að kveðja braggann í Kamp Knox þar sem hún hafði eytt mörgum árum. Þar var ég fram á kvöld þar til ég tók rútuna aftur heim á barnaheimilið. Þarna var farið að líða að lokum veru minnar í Reykjahlíð.   Vorið 1966, þegar Anna var 14 ára og sá fyrir endann á skyldunáminu, ákvað hún að fara á sjóinn en sjómennska var eins og hver önnur herskylda í fjölskyldu hennar.   Ha, póstbátur? Fyrsti túrinn gekk vel. Það var gott veður allan tímann og sjóveikin gerði ekki vart við sig. En mikið skelfing fannst mér túrinn langur og erfitt að aðlaga sig vöktunum, sex tímum á dekki og sex tímum í koju. Þessar tvær vikur voru sem heil eilífð. Fleiri unglingar voru um borð, skólastrákar eins og Jón Már sem þó var þremur árum eldri en ég, synir Péturs skipstjóra, Eyjólfur sem hafði lokið fyrsta bekk í Stýrimannaskólanum og var 2. stýrimaður og Pétur sem var hálfdrættingur eins og ég. Þá voru tveir útlendingar um borð, Englendingur og Skoti, báðir listmálarar sem dunduðu sér á frívöktunum við að gera skissur að málverkum. Aðbúnaðurinn var ekki upp á sitt besta. Ég svaf í forlúkar uppi, en þar voru kojur fyrir sex manns þótt ekki væru allar notaðar, og tvö salerni voru fram í fyrir um tuttugu háseta. Það voru gerðar nokkrar tilraunir til að láta mig hlaupa eftir kjölsvínum og togklukkum, en þökk sé Jóni Má tókst mér að komast hjá hrekkjunum. Svo kom sunnudagur á sjó og hásetarnir héldu áfram tilraunum sínum til hrekkjabragða: „Nú kemur póstbáturinn í dag,“ sögðu þeir og ég hló að þeim. Svo leið túrinn og það kom annar sunnudagur og við vorum við það að fylla skipið, nærri 300 tonn af blönduðum afla, og enn héldu sumir áfram að tala um póstbátinn. Enn hló ég að þeim og fór í koju eftir morgunvaktina uppfull tilhlökkunar að fara í land morguninn eftir. Þegar ég vaknaði um kvöldmatarleytið og fór aftur í borðsal brá mér heldur betur. Menn voru að lesa ný dagblöð í borðsalnum og innan um mennina sem lásu ný blöðin, sat maður sem ég hafði aldrei séð áður. Getur verið að póstbáturinn sé til? hugsaði ég en fékk svo skýringuna á póstsendingunni. Surprise GK-4 frá Hafnarfirði var nýkominn á miðin og maðurinn sem ég sá hafði veikst þar um borð á útleiðinni og þurfti að komast í land og undir læknishendur. Um leið og hann kom yfir til okkar sem áttum að vera í höfn morguninn eftir, kom bunkinn af nýjustu dagblöðunum.   Haustið 1974 tók Anna sér ársfrí frá námi í Vélskólanum og réði sig á nýjan skuttogara frá Vestmannaeyjum. Hér birtast kaflabrot, frá þeim tíma.   Ást og hjónaband Veran á Vestmannaey var einstaklega skemmtileg en í fyrsta fríinu hitti ég Helgu og átti með henni ástarfund sem bar ávöxt. Það má auðvitað deila um hversu skynsamlegt það er að hefja samband svona fljótt en okkur fannst við vera reiðubúin og þungunin var staðreynd. Ég bjó enn á Nesvegi en eftir áramótin tókum við á leigu þriggja herbergja íbúð við Rauðarárstíg 32, örskammt frá skólanum og þar bjuggum við í nokkur ár. Ég hélt áfram á Vestmannaey og á afar góðar minningar frá vertíðinni þar. Önnur vaktin á dekkinu var eingöngu skipuð mönnum með réttindi sem stýrimenn og ég hafði lúmskt gaman af því að sá sem bar ábyrgð á nálakörfunni hafði farmannaréttindi upp á vasann. Þetta var Björn Þorleifsson frá Hafnarfirði, hann hafði fylgt skipinu til Eyja og var kominn á sextugsaldurinn. Hann hafði byrjað til sjós fyrir stríð og var háseti á seglskipinu Arctic þegar það var hertekið árið 1941. Björn sat um tíma saklaus í bresku herfangelsi, var pyntaður og grunaður um að vera njósnari Þjóðverja. Hin vaktin, bátsmannsvaktin, var kannski minna menntuð en skilaði sínu með prýði. Allt gekk vel og heima beið Helga, sífellt framþyngri. Mögulega átti ég þarna mín bestu ár.  

Sara Sjöfn: Má ekkert?

 238 fjölmiðlakonur sendu frá sér yfirlýsingu á mánudaginn, ég var ein af þeim, til stuðning þeirra sem sagt hafa sína sögu og fordæma í leiðinni ofbeldi, áreiti eða niðurlægingu á forsendum kynferðis. Þið þekkið þetta öll #metoo, vandamálið er stórt og það er okkar allra, allsstaðar. Fleiri hundruð kvenna hafa stigið fram allstaðar í heiminum. Sjokkerandi? Nei, svo sem ekki, mögulega fyrir einhvern karlinn og sennilega einhverjir sem iða í skinninu og enn fleiri sem hafa áttað sig á því sem þeir hafa gert, en þótt í lagi. En það er ekki í lagi.  Það er ekki verið að stimpla alla karlmenn og ýta út í horn, það eru til fullt af góðum körlum sem mundu ekki detta það til hugar, en það er ekki verið að ræða þá núna! Það sem þótti fyndið áður fannst okkur konunum aldrei fyndið. Konurnar sem eru að stíga fram undir formerkjum #metoo eru ekki að segja sögur af pöbbanum, heldur úr vinnunni. Ekki misskilja mig, það er ekki sérstakt leyfi á pöbbanum eða undir áhrifum, þó margir skýli sér bakvið það. En að fá ekki gagnkvæma virðingu í vinnunni útaf því þú ert kona, er gjörsamlega óboðlegt og sem betur fer erum við flest sammála um það. Það þarf bara stoppa fingralöngu pervertana með sóðakjaftinn.  Og ef þú ert að velta fyrir þér hvort ekkert megi þá er svarið nei, allavega þegar kemur að áreiti, niðurlægingu eða ofbeldi á forsendum kynferðis. Eitt annað, karlmenn! Ef það eru málefni sem brenna á ykkur þar sem ykkur finnst karlmenn eða drengir verða undir, girðið ykkur í brók, látið í ykkur heyra og takið þátt í baráttunni, gerum þetta saman og búum til samfélag fyrir alla til þess að búa í! Áfram jafnrétti, áfram virðing!  
>> Eldri fréttir

Íþróttir >>

Felix fer með íslenska landsliðinu til Indónesíu

Felix Örn Friðriksson, leikmaður ÍBV í knattspyrnu, ferðast með íslenska landsliðinu sem mætir Indónesíu í boðsferð þar í landi dagana 11. og 14. janúar. Ekki er um að ræða alþjóðlega leikdaga og er hópurinn að mestu skipaður reynsluminni mönnum en ella. Í hópnum er þó að finna reynslumikla menn á borð varnarmennina Ragnar Sigurðsson og Sverri Inga Ingason og framherjann Björn Bergmann Sigurðsson.   Segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, jafnframt að hópurinn gæti breyst áður en haldið verður af stað en líkur eru á því að Kolbein Sigþórsson fari með en hann hefur verið að glíma við meiðsli síðasta árið.   Hópurinn í heild:   Markmenn:  Frederik Schram, Roskilde  Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland  Anton Ari Einarsson, Valur   Varnarmenn  Ragnar Sigurðsson, Rubin Kazan  Sverrir Ingi Ingason, FC Rostov  Jón Guðni Fjóluson, IFK Norrköping  Haukur Heiðar Hauksson, AIK  Hólmar Örn Eyjólfsson, Levski Sofia  Hjörtur Hermannsson, Brøndby IF  Böðvar Böðvarsson, FH  Viðar Ari Jónsson, Brann SK  Felix Örn Friðriksson, ÍBV   Miðjumenn:  Arnór Smárason, Hammarby  Arnór Ingvi Traustason, Malmö FF  Aron Sigurðarson, Tromsö  Hilmar Árni Halldórsson, Stjarnan  Mikael Neville Anderson, Vendsyssel FF  Samúel Kári Friðjónsson, Vålerenga IF   Sóknarmenn:  Björn Bergmann Sigurðarson, Molde BK  Óttar Magnús Karlsson, Molde BK  Kristján Flóki Finnbogason, Start IF  Tryggvi Hrafn Haraldsson, Halmstad BK  

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Clara Sigurðardóttir er Eyjamaður vikunnar: Eigum góðan möguleika á að komast upp úr milliriðlinum

Clara Sigurðardóttir, framherji ÍBV í knattspyrnu, var á dögunum valin til æfinga með U-17 landsliði Íslands fyrir milliriðil EM sem fram fer á næsta ári. Þrátt fyrir að vera enn gjaldgeng í U-16 landsliðið hefur Clara verið í byrjunarliði U-17 í síðustu leikjum en hún gerði t.a.m. tvö mörk í þremur leikjum með liðinu í undankeppni EM í haust. Clara er Eyjamaður vikunnar.   Nafn: Clara Sigurðardóttir. Fæðingardagur: 12. janúar 2002. Fæðingarstaður: Bahamas. Fjölskylda: Pabbi minn er Siggi Gísla, mamma mín heitir Berglind, ég á þrjá bræður sem heita Sigmar Snær, Anton Frans og Matthías. Svo á ég einn hund sem heitir Ísold. Uppáhalds vefsíða: Uppáhalds vefsíðan mín er Netflix þó maður sé næstum búin með allt þar inná. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Ég hlusta á svona flest alla tónlist en Palli kemur manni alltaf í stuð. Aðaláhugamál: Fótbolti. Uppáhalds app: Snapchat og instagram. Hvað óttastu: Ég er alveg óttalaus. Mottó í lífinu: Er nú ekki með eitthvað sérstakt mottó en ef ég þyrfti að velja eitthvað eitt þá væri það þetta reddast. Apple eða Android: Apple. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Beyonce. Hvaða bók lastu síðast: Les nú ekki mikið en ætli það hafi ekki verið Korku saga í skólanum. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Uppáhalds íþróttamaðurinn minn er Sara Björk og ætli uppáhaldsliðið mitt sé ekki ÍBV. Ertu hjátrúarfull/ur: Já, ég er það. Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, ég æfi fótbolta. Uppáhaldssjónvarpsefni: Sakamálaþættir. Nú hefur þú verið hluti af U-17 ára liðinu undanfarna mánuði þrátt fyrir að vera gjaldgeng í U-16, er ekki gaman að fá tækifæri til að spila upp fyrir sig: Jú. þetta er mjög skemmtilegt og gott tækifæri. Er mikill munur á því að spila með U-17 liðinu og ÍBV: Nei, mjög svipað að spila með U-17 og mfl en ég er ekki látin spila í sömu stöðu með liðunum þar sem ég spila í holunni með U-17 en framherji hjá ÍBV. Næst á dagskrá eru leikir í milliriðli sem spilaðir verða í Þýskalandi í mars. Hvernig metið þið möguleikana á að komast upp úr riðlinum: Við eigum góðan möguleika á að komast upp úr milliriðlinum, við erum sterkt lið en Þjóðverjar verða erfiðir andstæðingar.    

Greinar >>

Sara Sjöfn: Má ekkert?

 238 fjölmiðlakonur sendu frá sér yfirlýsingu á mánudaginn, ég var ein af þeim, til stuðning þeirra sem sagt hafa sína sögu og fordæma í leiðinni ofbeldi, áreiti eða niðurlægingu á forsendum kynferðis. Þið þekkið þetta öll #metoo, vandamálið er stórt og það er okkar allra, allsstaðar. Fleiri hundruð kvenna hafa stigið fram allstaðar í heiminum. Sjokkerandi? Nei, svo sem ekki, mögulega fyrir einhvern karlinn og sennilega einhverjir sem iða í skinninu og enn fleiri sem hafa áttað sig á því sem þeir hafa gert, en þótt í lagi. En það er ekki í lagi.  Það er ekki verið að stimpla alla karlmenn og ýta út í horn, það eru til fullt af góðum körlum sem mundu ekki detta það til hugar, en það er ekki verið að ræða þá núna! Það sem þótti fyndið áður fannst okkur konunum aldrei fyndið. Konurnar sem eru að stíga fram undir formerkjum #metoo eru ekki að segja sögur af pöbbanum, heldur úr vinnunni. Ekki misskilja mig, það er ekki sérstakt leyfi á pöbbanum eða undir áhrifum, þó margir skýli sér bakvið það. En að fá ekki gagnkvæma virðingu í vinnunni útaf því þú ert kona, er gjörsamlega óboðlegt og sem betur fer erum við flest sammála um það. Það þarf bara stoppa fingralöngu pervertana með sóðakjaftinn.  Og ef þú ert að velta fyrir þér hvort ekkert megi þá er svarið nei, allavega þegar kemur að áreiti, niðurlægingu eða ofbeldi á forsendum kynferðis. Eitt annað, karlmenn! Ef það eru málefni sem brenna á ykkur þar sem ykkur finnst karlmenn eða drengir verða undir, girðið ykkur í brók, látið í ykkur heyra og takið þátt í baráttunni, gerum þetta saman og búum til samfélag fyrir alla til þess að búa í! Áfram jafnrétti, áfram virðing!  

VefTíví >>

Elliði Vignisson - Fæðingaþjónusta er óviðunandi í landsbyggðunum

Fyrir mér eru Vestmannaeyjar paradís á jörðu. Náttúran, fólkið, menningin, sagan, krafturinn samstaðan og svo margt fleira jarðtengir mig og lætur mig fljúga í senn. Samt er það svo að tveir hornsteinanna eru ekki í lagi, samgöngur og heilbrigðisþjónusta. Ég er afar bjartsýnn á að á næsta ári tökum við stórt skref hvað samgöngur varðar sem síðan mun leiða af sér enn fleiri slík í átt að betra ástandi. Út af borðinu standa þá heilbrigðismálin og þá sérstaklega fæðingaþjónustan.   Tilflutningur á kostnaði Tilgangurinn á bak við breytingar á fæðingaþjónustu er ekki hvað síst að ná niður kostnaði hins opinbera. Það vill þá e.t.v. gleymast að í raun er bara um tilflutning á kostnaði að ræða frá ríki til verðandi foreldra. Kostnaður við ferðalög og biðina á fæðingarstaðnum er oft verulegur. Ekki er ólíklegt að kostnaður við fæðingu, ferðalög, vinnutap og fl. hlaupi á hundruðum þúsunda og þaðan af meira. Sér er nú hver gjöfin til verðandi foreldra. Þar við bætast áhyggjur af ferðalaginu aftur heim og aðlögun fjölskyldunnar, sérstaklega eldri barna að eðlilegu lífi eftir heimkomuna tekur á. Hvað sem líður öllum Excelskjölum og flæðiritum þá er ljóst að fæðing fjarri heimabyggð valdur kvíða og streitu hjá barnshafandi konum auk töluverðrar röskunar á lífi fjölskyldunnar og mikils kostnaðar.   Samfélagslegt mikilvægi Áhrifin eru þó víðtækari. Fram hefur komið að skortur á þjónustu við konur í barneignaferlinu hefur almenn áhrif á dreifbýli. Gildi þess að hafa fæðingarþjónustu eru sennilega meiri fyrir samfélagið sjálft en margir gera sér grein fyrir. Það skiptir að mati þeirra sem best þekkja til miklu fyrir samfélagið að fæðingar séu hluti af lífinu þar. Að samfélagið sé samfella frá vöggu til grafar.   Manneskjusýn Svo mikið er víst að það er ekki í samræmi við manneskjusýn Eyjamanna að þessi mikilvægi þáttur lífsins verði frá þeim tekinn og í staðinn sett á fót læknisfræðilegt kassalagað kerfi sem aðskilur verðandi foreldra frá fjölskyldum sínum. Við Eyjamenn verðum að berjast áfram fyrir þessum sjálfsögðu réttindum. Þar leika þingmennirnir okkar lykilhlutverk.