Eyjmaður vikunnar - Við byrjuðum í 30 lítra plastfötu og erum núna komnir með 500 lítra kerfi

Eyjmaður vikunnar - Við byrjuðum í 30 lítra plastfötu og erum núna komnir með 500 lítra kerfi

 Kjartan Vídó Ólafsson, ásamt félögum sínum í The Brothers Brewery, hefur staðið í ströngu síðustu vikur og mánuði við að komu upp nýju brugghúsi og ölstofu í Vestmannaeyjum. Ævintýrið hófst með 30 lítra plastfötu sem í dag er orðið að 500 lítra kerfi sem á að geta framleitt um 70.000 lítra af bjór á ári. Kjartan er Eyjamaður vikunnar.
 
Nafn: Kjartan Vídó Ólafsson.
Fæðingardagur: 17. febrúar 1979.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Kvæntur Erlu Björgu Káradóttur markþjálfa og söngkonu og eigum við þær Önnu Birnu 13 ára og Kristjönu Emmu 6 ára.
Draumabíllinn: Bíll sem ekki þarf að þrífa og bóna.
Uppáhaldsmatur: Pulsa með öllu nema remúlaði og mikið af tómatsósu og sinnepi.
Versti matur: Pulsa með remúlaði.
Uppáhalds vefsíða: Ég nota internetið voðalega lítið, kíki helst á veðrið á www.vedur.is.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Leonard Cohen er í uppáhaldi, góður jazz og svo klikkar ekki Svartur 2 frá Bigga Nielsen.
Aðaláhugamál: Eldamennska, drekka og brugga bjór og svo hef ég að undanförnu snúið mér að hannyrðum og þá helst að hekla glasamottur.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Jesú Krist, hef lengi viljað spjalla við hann hvernig það var að alast upp hjá húsasmið á hans tíma. Við höfum pottþétt gengið í gegnum svipaða hluti í æsku ég og Jesú þegar við vorum að smíða með feðrum okkar.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Brandur ber af í fegurð, þar gaf Guð ekki afslátt í sköpun sinni!
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Íþróttafélagið Ægir er mitt félag og vinur minn Guðni Davíð er mitt uppáhald.
Ertu hjátrúarfull/ur: Já mjög, ég t.d. syng alltaf franska þjóðsönginn áður en ég fer í Herjólf, Gulli skiptstjóri sagði að þetta hjálpaði og eftir þetta hef ég aldrei orðið sjóveikur.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Lyfti glösum af og til.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Það er kominn matur í sjónvarpi Símanns, verð einmitt í þeim þætti fimmtudaginn 23. mars næstkomandi að elda pulsur.
Nú er loksins komið að því að ölstofan opni. Er þetta draumur að rætast: Draumur okkar var aldrei að opna ölstofu en hlutirnir þróuðust í þessa átt þegar við fórum að skoða stækkun á okkar búnaði. Við byrjuðum í 30 lítra plastfötu og erum núna komnir með 500 lítra kerfi, það er draumi líkast hvernig sá vöxtur hefur þróast.
Hvernig hefur allt ferlið gengið: Við pöntuðum búnaðinn frá Kína í október á síðasta ári og eftir það fórum við að svipast um eftir hentugu húsnæði. Búnaðurinn fór svo í skip á gamlársdag og kom til okkar til Eyja fyrir tveimur vikum. Á meðan fundum við hentugt húsnæði og félagar mínir í Eyjum ásamt konum sínum og fjölskyldum hafa staðið sig gríðarlega vel við við endurbætur á því. Maður er stoltur að eiga svona flotta félaga og bakland þegar tekist er á við svona ævintýri!
Hver er þinn uppáhalds bjór: Eldfell af bjórunum okkar, minn gamli nágranni Stiegl frá Salzburg og svo besti bjór í heimi Westvleteren 12. Fékk kassa af þeim bjór á síðasta ári og þarf nauðsynlega að eignast annan kassa sem fyrst aftur.

Sr. Viðar Stefánsson: Tæki og tól

Eitt af því sem gerir okkur að mönnum, þ.e.a.s. homo sapiens, er að við kunnum að nota ýmis tól, hluti eða tæki til að auðvelda okkur amstur hversdagsins. Hlutirnir geta verið einfaldir eða flóknir, allt frá ostaskerum yfir í tölvur, en flestir eiga þeir eitt hlutverk sem þeir eiga að sinna okkur til þæginda og vinnusparnaðar. Það skiptir þó máli að hlutirnir búi yfir ákveðnum eiginleikum, aukahlutum eða fítusum svo þeir virki eins og þeir eiga að virka og sendum við jafnvel vissa hluti aftur til viðgerðar ef svo er ekki. Klassískur áttaviti er vita gagnslaus ef hann finnur ekki norður og sama gildir um hjólbarðalausan bíl. Svo eru mörg tæki sem hreinlega virka ekki nema við áttum okkur á því hvernig við eigum að kveikja á þeim eins og t.d. hljómflutningstæki að ég tali nú ekki um blessuðu tölvuna. Lykill er einn af þessum hlutum sem mörg okkar notum daglega en þrátt fyrir að lykill sé einfaldur gegnir hann tvenns konar hlutverki: Annars vegar að læsa og hins vegar að opna og þrátt fyrir að lyklar komi í flestum stærðum og gerðum þá hafa þeir nær allir einungis þessi tvö hlutverk. Í vetur hafa 50 fermingarbörn sótt fræðslu um kristna trú hjá okkur í Landakirkju og það starf hefur sannarlega verið gjöfult og skemmtilegt. Margra áleitinna spurninga hefur verið spurt og ekki nærri því öllum svarað. Það er dýrmætt fyrir okkur sem stöndum að fræðslunni, og reyndar fyrir alla þá sem koma að uppeldi barna, að gefa heimssýn þeirra gaum og það er verðugt fyrir okkur að halda í hið barnslega innra með okkur eins lengi og við getum. Jáið góða sem fermingarbörnin segja í fermingunni sinni, og það já sem við sjálf sögðum í okkar eigin fermingu, og trúin sem þau og við játum er nokkurs konar lykill. Lykill sem opnar nýjar víddir í tilverunni og dýpkar lífið og merkingu þess og gerir það bærilegra. Sá lykill opnar og sýnir opinberlega frammi fyrir okkur mannfólkinu hvaða stefnu er ætlað að taka í lífinu. Hvaða heimssýn, gildi, venjur og siði þau ætla að hafa að leiðarljósi í lífinu. Jáið sýnir að Jesús á að vera þeim hinn gagnlegi áttaviti í lífinu. Áttavitinn sem þau geyma alltaf með sér, misfyrirferðamikinn kannski á hinum ýmsu skeiðum lífsins, en þó alltaf gagnlegur fyrir hug þeirra og anda. Þennan áttavita höfum við öll í vasanum og það er kannski rétt að huga að honum, handfjatla hann og nota við þetta fagnaðarríka tilefni sem ferming barnanna er en þó kannski ekki síður við þann fögnuð sem lífið sjálft er. Megi hinn lifandi Guð blessa fermingarbörnin hér í Vestmannaeyjum og fjölskyldur þeirra.      

Sr. Viðar Stefánsson: Tæki og tól

Eitt af því sem gerir okkur að mönnum, þ.e.a.s. homo sapiens, er að við kunnum að nota ýmis tól, hluti eða tæki til að auðvelda okkur amstur hversdagsins. Hlutirnir geta verið einfaldir eða flóknir, allt frá ostaskerum yfir í tölvur, en flestir eiga þeir eitt hlutverk sem þeir eiga að sinna okkur til þæginda og vinnusparnaðar. Það skiptir þó máli að hlutirnir búi yfir ákveðnum eiginleikum, aukahlutum eða fítusum svo þeir virki eins og þeir eiga að virka og sendum við jafnvel vissa hluti aftur til viðgerðar ef svo er ekki. Klassískur áttaviti er vita gagnslaus ef hann finnur ekki norður og sama gildir um hjólbarðalausan bíl. Svo eru mörg tæki sem hreinlega virka ekki nema við áttum okkur á því hvernig við eigum að kveikja á þeim eins og t.d. hljómflutningstæki að ég tali nú ekki um blessuðu tölvuna. Lykill er einn af þessum hlutum sem mörg okkar notum daglega en þrátt fyrir að lykill sé einfaldur gegnir hann tvenns konar hlutverki: Annars vegar að læsa og hins vegar að opna og þrátt fyrir að lyklar komi í flestum stærðum og gerðum þá hafa þeir nær allir einungis þessi tvö hlutverk. Í vetur hafa 50 fermingarbörn sótt fræðslu um kristna trú hjá okkur í Landakirkju og það starf hefur sannarlega verið gjöfult og skemmtilegt. Margra áleitinna spurninga hefur verið spurt og ekki nærri því öllum svarað. Það er dýrmætt fyrir okkur sem stöndum að fræðslunni, og reyndar fyrir alla þá sem koma að uppeldi barna, að gefa heimssýn þeirra gaum og það er verðugt fyrir okkur að halda í hið barnslega innra með okkur eins lengi og við getum. Jáið góða sem fermingarbörnin segja í fermingunni sinni, og það já sem við sjálf sögðum í okkar eigin fermingu, og trúin sem þau og við játum er nokkurs konar lykill. Lykill sem opnar nýjar víddir í tilverunni og dýpkar lífið og merkingu þess og gerir það bærilegra. Sá lykill opnar og sýnir opinberlega frammi fyrir okkur mannfólkinu hvaða stefnu er ætlað að taka í lífinu. Hvaða heimssýn, gildi, venjur og siði þau ætla að hafa að leiðarljósi í lífinu. Jáið sýnir að Jesús á að vera þeim hinn gagnlegi áttaviti í lífinu. Áttavitinn sem þau geyma alltaf með sér, misfyrirferðamikinn kannski á hinum ýmsu skeiðum lífsins, en þó alltaf gagnlegur fyrir hug þeirra og anda. Þennan áttavita höfum við öll í vasanum og það er kannski rétt að huga að honum, handfjatla hann og nota við þetta fagnaðarríka tilefni sem ferming barnanna er en þó kannski ekki síður við þann fögnuð sem lífið sjálft er. Megi hinn lifandi Guð blessa fermingarbörnin hér í Vestmannaeyjum og fjölskyldur þeirra.      

Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir er Eyjamaður vikunnar: Mikilvægt að hafa trú á sjálfum sér

Bikarmót FSÍ í stökkfimi fór fram laugardaginn 10. mars sl. Fimleikafélagið Rán sendi þrjú lið til keppni en stelpurnar í 2. flokki A urðu bikarmeistarar. Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir var einn liðsmanna 2. flokks A og er hún Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.   Nafn: Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir. Fæðingardagur: 20. ágúst 2005. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Pabbi minn heitir Sigurjón Eðvarðsson, mamma mín heitir Elísa Kristmannsdóttir og svo á ég tvo bræður, Kristmann Þór og Jón Erling. Uppáhalds vefsíða: Er voða lítið að skoða vefsíður. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Öll skemmtileg danstónlist. Aðaláhugamál: Fimleikar, leika mér að dansa og vera með vinum og fjölskyldu. Uppáhalds app: Snapchat og instagram. Hvað óttastu: Að missa fjölskylduna mína og ég er líka hrædd við pöddur. Mottó í lífinu: Lifðu lífinu eins og hver dagur væri sá síðasti. Apple eða Android: Elska Apple. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Enga sérstaka úr mannkynssögunni en ég hefði viljað kynnast ömmu Sigrúnu en hún lést 9 árum áður en ég fæddist. Hvaða bók lastu síðast: Eldgos í garðinum, hef alveg lesið betri bók. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Uppáhaldsíþróttamaðurinn minn er Simone Biles sem vann gullverðlaun á síðustu Ólympíuleikum. Uppáhaldsíþróttafélagið mitt er að sjálfsögðu ÍBV og Rán. Ertu hjátrúarfull: Nei, alls ekki. Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, ég æfi fimleika og fer stundum í Litla Hressó. Uppáhaldssjónvarpsefni: Riverdale og Teen Wolf. Er þetta fyrsti bikarinn sem þú færð í fimleikum: Nei, við fengum líka bikar á stökkmóti árið 2016. Hvernig verður maður góður í stökkfimi: Styrkir líkamann, mætir vel á æfingar, fer eftir því sem þjálfarinn segir, hefur trú á sjálfum sér og alltaf er mikilvægt að hafa gaman. Hver er draumur þinn sem fimleikakona: Halda áfram að bæta mig í fimleikum.  

Arnar um atburðarás helgarinnar: „Búið að vera erfitt og það er ekkert leyndarmál"

„Það voru margir sem gerðu mistök um helgina og auðvitað varð að bregðast við því. Stjórn og handboltaráð fannst mér taka vel á þessum málum og fara eins vel í gegnum þetta og hægt var,” sagði Arnar í samtali við Akraborgina í gær og mælum við með að hlusa á viðtalið hérna.   En mun Sigurður snúa aftur á hliðarlínuna í vor? „Nei, engin ákvörðun verið tekinn um það. Sigurður Bragason er minn uppeldisfélagi. Hann gerði mistök sem enginn sér meira eftir en hann og við verðum að leyfa tímanum að líða og sjá hvernig málin þróast. Theodór, sem er mér einnig afskaplega kær, er að jafna sig. Staðan var ekkert sérstök, en hann er að koma til. Tíminn verður að leiða í ljós hver næstu skref verða og hvernig við tæklum þetta.”   Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert voru í agabanni í leiknum í gær, en Arnar segir að þeir eins og fleiri hafi gert mistök. „Eins og fleiri þá gerðu þeir mistök, en það gera allir mistök. Ég held ég þekki engan sem hefur ekki gert nein mistök. Þeir læra að því og eru örugglega búnir að því. Ég á ekki von á neinu öðru en að þeir komi sterkari til baka.”   „Þetta er allt að koma. Auðvitað er þetta búið að vera erfitt og það er ekkert leyndarmál. Það þarf enginn að ljúga einhverju öðru, en við erum að sjá ljósið og erum farnir að finna fyrir því aftur að við erum bikarmeistarar og ná stórum titli í hús.”      

Reynt að semja við Erling en fleiri nöfn í siktinu

Samgönguráðherra og bæjarstjórn funduðu í gær

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fundaði í dag með bæjarstjórn Vestmannaeyjarbæjar um mögulegt rekstrarfyrirkomulag nýrrar Vestmannaeyjaferju.Ráðherra boðaði til fundarins í framhaldi af fjölmennum íbúafundi í Eyjum, 21. febrúar sl. um samgöngur á sjó. Á fundinum með bæjarstjórn var rætt um hvaða rekstrarfyrirkomulag nýrrar ferju myndi tryggja bestu og hagkvæmustu þjónustuna. Fram kom í máli ráðherra að af þeim möguleikum, sem hann fór yfir á íbúafundinum, væri útboð til skemmri tíma, mögulega til tveggja ára, hagkvæmasta leiðin. Ráðherra minnti á að útboð væri almennt viðurkennd leið til að ná hagkvæmri niðurstöðu fyrir almenningssamgöngur, eins og gert er nú á sjó, landi og í lofti, enda sé sú þjónusta sem óskað er eftir vel skilgreind.Ráðherra hlustaði á sjónarmið heimamanna sem óskuðu eindregið eftir því að gerður yrði samningur við Vestmannaeyjabæ um rekstur ferjunnar.Á fundinum lagði ráðherra til að samráðshópur með fulltrúum Vegagerðarinnar, ráðuneytisins og Vestmannaeyingum kæmi að undirbúningi útboðsskilyrða s.s. skilgreiningu á þjónustu með hag íbúa að leiðarljósi.Engin niðurstaða náðist á fundinum, en fundargestir voru sammála um að markmiðið væri að tryggja hag íbúa Vestmannaeyja, fyrirtækja og annarra sem best.Viðræðum verður haldið áfram og mun ráðherra boða til næsta fundar eftir helgi.

Guðný Bjarnadóttir: Komið nær og lítið á mig

Þessi setning er úr ljóði þar sem öldruð kona lýsir aðstæðum sínum á hjúkrunarheimili og framkomu starfsfólks. Hún segir margt þó hún sé stutt. Alzheimer - stuðningsfélagið var stofnað 10. mars 2016. Á 2ja ára afmæli er og gott að staldra við og átta sig á hvort eitthvað hefur áunnist þann tíma. Félagið hefur lagt á það megináherslu að standa fyrir viðburðinum „Alzheimerkaffi“ og hafa sextán slíkir viðburðir verið haldnir frá byrjun. Sá sautjándi verður haldinn n.k. þriðjudag, 20.mars. Það hefur verið gefandi að starfa fyrir þennan málstað og stjórnin er afar þakklát fyrir góðar viðtökur bæjarbúa. Viðburðurinn „Alzheimerkaffi“ er ekki síst hugsaður sem stuðningur fyrir þá sem veikjast af heilabilunarsjúkdómum og fjölskyldum þeirra til að „gefa þeim rödd“. Vanmáttur þeirra sem veikjast og það erfiða ferli sem við tekur í fjölskyldum þeirra þarf að eiga málsvara. Til að koma málefninu til samfélagsins þarf að fá umræðu, því það sem ekki er talað um er ekki til. Feluleikur og vanmáttarkennd er versti óvinur þeirra sem þurfa á þjónustu vegna heilabilunarsjúkdóma að halda. Heilabilun er yfirheiti um nokkuð marga sjúkdóma sem tengjast vitrænni getu. Orsök heilabilunar geta verið margir ólíkir sjúkdómar, en Alzheimer er þeirra algengastur. Einnig er nauðsynlegt að halda því til haga að Alzheimer er ekki bara öldrunarsjúkdómur, þó vissulega hækki tíðni hans með hækkandi aldri. Fólk jafnvel innan við fimmtugt greinist með þennan sjúkdóm, sem gefur tilefni til að bregðast þurfi við með öðrum hætti, fólk á þeim aldri er enn í vinnu, jafnvel með ung börn og á allt öðrum stað í lífinu en þeir sem komnir eru á efri ár. Einkenni heilabilunarsjúkdóma birtast með margvíslegum hætti og hafa víðtæk áhrif á líf einstaklingsins og fjölskyldunnar. Algengustu einkennin eru af svokölluðum atferlis- og taugasálfræðilegum toga, en það er safn ákveðinnar hegðunar eða sálfræðieinkenna sem sjá má hjá einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma. Algengustu einkennin eru þunglyndi, kvíði, ofskynjanir, ranghugmyndir, óróleiki, árásargirni, sinnuleysi, svefntruflanir og innsæisleysi eða hvatvísi. Almennt eru einkenni af þessum toga kölluð „hegðunarvandi“. Einkennin kalla á flókin úrræði og sérstaklega í ljósi þess að meðferðin krefst einstaklingsbundinnar nálgunar þar sem engin ein meðferð hentar öllum. Skv. rannsóknum er hegðunarvandi talinn stafa fyrst og fremst af því að líkamlegum, andlegum, félagslegum eða tilfinningalegum þörfum einstakling er ekki mætt. Hegðunarvanda sýnir einstaklingur vegna tjáningarörðugleika sem oft eru mjög miklir á seinni stigum sjúkdómsins og meiri líkur eru á hegðunarvanda ef einstaklingur fær ekki fullnægjandi aðstoð sem veitt er af virðingu, þekkingu og fagmennsku við athafnir daglegs lífs. Því er talið er mjög nauðsynlegt að umönnunaraðilar hafi þekkingu til að greina birtingu einkenna og átta sig á hvað aðferðum er mögulegt að beita til að bæta líðan einstaklingsins. Þá er einnig mikilvægt að þekkja vel til einstaklingsins og vera í góðu sambandi við aðstandendur hans. Til að þetta sé mögulegt þurfa þeir sem ráða yfir meðferð fjármuna að átta sig á því að hjúkrun fólks með heilabilun er flókin. Vitað er að notkun geðlyfja er hærri hér á landi en löndunum sem við berum okkur saman við. Það er ekki ákjósanlegt úrræði að beita „lyfjafjötrum“ til að takast á við hegðunarvanda einstaklings með heilabilun. Að nota fjötra hvort sem það eru lyf eða annað er merki um að ekki sé nægjaleg þekking né mönnun í boði í hjúkrun. Það á að vera keppikefli ráðamanna að viðhalda góðri þekkingu hjá umönnunarfólki, styrkja það og efla með öllum tiltækum ráðum, en vitað er að umönnunaraðilar sem annast einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma eru útsettari fyrir kvíða og þunglyndi en meðal þeirra sem annast aðra sjúklingahópa. Fyrir hönd Alzheimer -stuðningfélags vil ég koma á framfæri þökkum til allra sem hafa styrkt félagið, en það eru bæði fyrirtæki og félagasamtök ásamt einstaklingum. Það er ómetanlegt að finna stuðning ykkar. Það er verk að vinna í þessum málaflokki og ég vil trúa því að Eyjamenn vilji vera fyrirmyndarsamfélag þegar kemur að þjónustu við þennan viðkvæma hóp, setja fjármuni í þekkingu, mönnun og utanumhald til að þeir sem veikjast af heilabilunarsjúkdómum geti notið umönnunar í sinni heimabyggð og eigi vissu fyrir hvert er innihald þjónustunnar sem sveitarfélagið veitir.  

Byggingarhraðinn er mikill án þess að slá af gæðum

Við sögðum frá hjónum í síðasta tölublaði sem voru að byggja sér einingahús úr timbri, rúmlega 90 fermetrar á einni hæð við Hásteinsveg. Húsið var keypt í gegnum Húsasmiðjuna. „Húsasmiðjan bíður einingahús í samstarfi við Seve sem er eitt af stærstu fyrirtækjum í einingahúsasmíði í Eistlandi. Húsin eru á mjög hagstæðu verði en í Noregi má sjá um það bil átta hundruð slík hús af öllum stærðum og gerðum. Þá hafa húsin verið seld til Svíþjóðar og Sviss,“ sagði Ingvar Skúlason, ráðgjafi á fagsölusviði Húsasmiðjunnar í samtali við Eyjafréttir.   „Húsasmiðjan hefur áratuga reynslu í framleiðslu og sölu á einingahúsum, en fyrsta húsið var reist í Melgerði árið 1957. Við byggjum því á gömlum grunni. Nýlega hófum við samstarf við Seve í Eistlandi en þeir hafa framleitt hús í marga áratugi. Þetta eru íbúðahús, parhús, smáhýsi og í rauninni einingahús af öllum stærðum og gerðum. Nefna má leikskóla, grunnskóla ásamt alls kyns húsum sem henta vel í ferðaþjónustu,“ segir Ingvar og bendir á að núna séu hús að rísa víðsvegar um landið. Það tekur um 12 vikur að fá hús afgreitt frá framleiðanda, „sem er vanalega sá tími sem tekur að fá byggingarleyfi og steypa grunn og plötu. Byggingarhraðinn er því mikill án þess að slá af gæðum en húsin eru vönduð og vel einangruð að norskum kröfum sem eru meiri en við höfum hér á landi. Norðmenn leggja til dæmis meira í hitaeinangrun. Við erum líka að bjóða margskonar lausnir fyrir ferðaþjónustuna, það eru smærri hús af stærðinni 22-30 fermetra. Þetta eru einingahús með gistirými, snyrtingu og eldunaraðstöðu,“ sagði Ingvar. Einingahúsin eru ódýr en vandaður byggingamáti. „Með því að velja þessa leið styttum við byggingartímann til muna og lækkum fjármagnskostnað. Ef fólk kaupir hús af Húsasmiðjunni þá getur kaupandinn keypt allt annað hjá okkur sem þarf til að klára húsið. En við bjóðum baðtæki, eldhúsinnréttingar, hurðar og fleira en húsin er hægt að kaupa á þremur byggingarstigum. Á fyrsta stigi er um að ræða allt byggingarefni sem þarf í húsið, einingarnar, út- og innveggir ásamt innihurðum. Á öðru stigi reisum við húsið og skilum því fullbúnu að utan. Á þriðja stigi er það afhent tilbúið til spörslunar og málunar að innan,“ sagði Ingvar og bætir við að þetta sé mjög ódýr og góður kostur. Afgreiðslutími er stuttur og húsin eru fljótleg í uppsetningu og einnig er hægt er að velja um margvíslegar utanhússklæðningar hjá Húsasmiðjunni. Sérfræðingar hjá Húsasmiðjunni ráðleggja kaupendum um hvernig hús hentar best, miðað við hönnun að innan, herbergjastærð, -fjölda og fleira. „Það er í raun allt frjálst með hönnun innanhúss en við breytum ekki burðarstruktúr hússins. Húsin henta vel íslenskum markaði og standast allar byggingarkröfur. Þetta er falleg hönnun, einföld og skemmtilegt,“ segir Ingvar. „Við höfum fundið fyrir feykimiklum áhuga á þessum einingahúsum. Við erum nú þegar með fjölmargar pantanir fyrir vorið sem eru í samþykktarferli hjá skipulagsyfirvöldum víðsvegar um landið. Sem staðfestir að þetta er ódýr og góður kostur til að eignast eigið húsnæði. Frábær hús sem gott er að búa í,“ segir Ingvar. Frekari upplýsingar um Seve einingahúsin, stálgrindarhús, krosslíms einingahús frá Húsasmiðjunni, svalalokanir og fleira tengt húsasmíði má fá hjá fagsviði í Kjalarvogi þar sem veitt er fagleg og persónuleg þjónusta. Einnig er hægt að skoða heimasíðuna www.husa.is.  
>> Eldri fréttir

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Óður til gleðinnar

Eitt það besta sem fyrir mann getur komið er að geta glaðst. Stundum gleðst maður ákaflega, stundum lítið og stundum allt þar á milli eins og gengur. Gleðin er í sjálfri sér sannarlega jákvæð og því ætti maður að reyna að gleðjast sem oftast ef nokkur kostur er.   Nú á dögunum hafði ég sannarlega ástæðu til að gleðjast og það hreint ekki svo lítið. Nýr samgönguráðherra ákvað sem sé að sömu fargjöld giltu milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar og Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Hann ákvað jafnframt að breytingin tæki gildi ekki seinna en strax. Nógu löngu væru fyrrverandi samgönguráðherrar búnir að velta þessu brýna hagsmunamáli okkar Eyjamanna fyrir sér, segjast sýna því skilning og lofa að kippa málum í liðinn án þess að standa við orð sín.   Í gleði minni yfir þessu framfaraspori sem stigið var með svo skjótum hætti var þó einn skuggi. Úr forystusveit sjálfstæðismanna í Eyjum bárust raddir sem greinilega glöddust ekki. Þeim fannst ákvörðun ráðherrans ekki vera neitt annað en sýndarmennska, Sjálfstæðisflokkurinn hefði hvort eð er ætlað að samræma þessi fargjöld einhvern tíma í framtíðinni. Þessi rök eru svo innantóm og marklaus að furðu sætir að nokkurri forystusveit stjórnmálaflokks skuli koma til hugar að setja þau fram. En þannig brást forystusveitin við engu að síður.   Forystusveitin hefði að mínu mati átt að gleðjast með bæjarbúum yfir samræmingu fargjalda. Í stað þess „spældist“ sveitin og varð að aðhlátursefni.   En auðvitað geta sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum girt upp um sig í þessu máli. Það geta þeir m.a. gert með því að leggja fram ályktun á næsta bæjarráðsfundi þar sem samgönguráðherra eru þökkuð skjót og góð viðbrögð í þessu mikla hagsmunamáli okkar Vestmannaeyinga. Í kjölfarið gætum við öll sem einn sannarlega glaðst og þá líður okkur betur.   Ragnar Óskarsson    

Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir er Eyjamaður vikunnar: Mikilvægt að hafa trú á sjálfum sér

Bikarmót FSÍ í stökkfimi fór fram laugardaginn 10. mars sl. Fimleikafélagið Rán sendi þrjú lið til keppni en stelpurnar í 2. flokki A urðu bikarmeistarar. Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir var einn liðsmanna 2. flokks A og er hún Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.   Nafn: Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir. Fæðingardagur: 20. ágúst 2005. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Pabbi minn heitir Sigurjón Eðvarðsson, mamma mín heitir Elísa Kristmannsdóttir og svo á ég tvo bræður, Kristmann Þór og Jón Erling. Uppáhalds vefsíða: Er voða lítið að skoða vefsíður. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Öll skemmtileg danstónlist. Aðaláhugamál: Fimleikar, leika mér að dansa og vera með vinum og fjölskyldu. Uppáhalds app: Snapchat og instagram. Hvað óttastu: Að missa fjölskylduna mína og ég er líka hrædd við pöddur. Mottó í lífinu: Lifðu lífinu eins og hver dagur væri sá síðasti. Apple eða Android: Elska Apple. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Enga sérstaka úr mannkynssögunni en ég hefði viljað kynnast ömmu Sigrúnu en hún lést 9 árum áður en ég fæddist. Hvaða bók lastu síðast: Eldgos í garðinum, hef alveg lesið betri bók. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Uppáhaldsíþróttamaðurinn minn er Simone Biles sem vann gullverðlaun á síðustu Ólympíuleikum. Uppáhaldsíþróttafélagið mitt er að sjálfsögðu ÍBV og Rán. Ertu hjátrúarfull: Nei, alls ekki. Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, ég æfi fimleika og fer stundum í Litla Hressó. Uppáhaldssjónvarpsefni: Riverdale og Teen Wolf. Er þetta fyrsti bikarinn sem þú færð í fimleikum: Nei, við fengum líka bikar á stökkmóti árið 2016. Hvernig verður maður góður í stökkfimi: Styrkir líkamann, mætir vel á æfingar, fer eftir því sem þjálfarinn segir, hefur trú á sjálfum sér og alltaf er mikilvægt að hafa gaman. Hver er draumur þinn sem fimleikakona: Halda áfram að bæta mig í fimleikum.  

Greinar >>

Óður til gleðinnar

Eitt það besta sem fyrir mann getur komið er að geta glaðst. Stundum gleðst maður ákaflega, stundum lítið og stundum allt þar á milli eins og gengur. Gleðin er í sjálfri sér sannarlega jákvæð og því ætti maður að reyna að gleðjast sem oftast ef nokkur kostur er.   Nú á dögunum hafði ég sannarlega ástæðu til að gleðjast og það hreint ekki svo lítið. Nýr samgönguráðherra ákvað sem sé að sömu fargjöld giltu milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar og Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Hann ákvað jafnframt að breytingin tæki gildi ekki seinna en strax. Nógu löngu væru fyrrverandi samgönguráðherrar búnir að velta þessu brýna hagsmunamáli okkar Eyjamanna fyrir sér, segjast sýna því skilning og lofa að kippa málum í liðinn án þess að standa við orð sín.   Í gleði minni yfir þessu framfaraspori sem stigið var með svo skjótum hætti var þó einn skuggi. Úr forystusveit sjálfstæðismanna í Eyjum bárust raddir sem greinilega glöddust ekki. Þeim fannst ákvörðun ráðherrans ekki vera neitt annað en sýndarmennska, Sjálfstæðisflokkurinn hefði hvort eð er ætlað að samræma þessi fargjöld einhvern tíma í framtíðinni. Þessi rök eru svo innantóm og marklaus að furðu sætir að nokkurri forystusveit stjórnmálaflokks skuli koma til hugar að setja þau fram. En þannig brást forystusveitin við engu að síður.   Forystusveitin hefði að mínu mati átt að gleðjast með bæjarbúum yfir samræmingu fargjalda. Í stað þess „spældist“ sveitin og varð að aðhlátursefni.   En auðvitað geta sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum girt upp um sig í þessu máli. Það geta þeir m.a. gert með því að leggja fram ályktun á næsta bæjarráðsfundi þar sem samgönguráðherra eru þökkuð skjót og góð viðbrögð í þessu mikla hagsmunamáli okkar Vestmannaeyinga. Í kjölfarið gætum við öll sem einn sannarlega glaðst og þá líður okkur betur.   Ragnar Óskarsson    

VefTíví >>