ÍBV spilaði aftur í efstu deild eftir tveggja ára hlé. Liðið rúllaði upp fyrstu deildinni árið 2008 og því mikill hugur í mönnum að standa sig vel meðal þeirra bestu. Nokkrir nýjir leikmenn voru fengnir Viðar Örn kom frá Selfossi og skoraði eins og enginn væri morgundagurinn en því miður kláraði markakvótann í deildarbikarnum, Elías Ingi kom frá ÍR en gleymdi markaskónum í Breiðholtinu (þeir eru ekki enn fundnir skilst mér), skatturinn í Úganda lánaði okkur Tony Maweje og Guðjón Þórðarson lánaði liðinu líka tvo unga stráka frá Crewe sem svo reyndust vera lykilmenn í liðinu í sumar.