Eyjastúlkur léku loksins sinn fyrsta leik en fyrsta leik liðsins í Íslandsmótinu í 2. deild var frestað og Haukar gáfu annan leik ÍBV. Það var augljóst að ÍBV-liðið var að spila fyrstu leik sinn í vetur því leikæfingin og samæfingin var lítil og slakt lið Þróttara stóð lengi vel í ÍBV liðinu. Staðan í hálfleik var hins vegar 16:8 og að lokum unnu Eyjastúlkur með fimmtán mörkum, 37:22.