Eyjamenn gengu vægast sagt verulega vonsviknir af velli eftir viðureign sína gegn Selfossi. Eyjamenn virtust vera með pálmann í höndunum þegar skammt var til leiksloka en Selfyssingar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og unnu 23:25. Í stöðunni 23:24 sóttu Eyjamenn og Ingólfur Jóhannesson stökk inn úr horninu. Varnarmaður Selfyssinga keyrði hreinlega inn í Ingólf og var auk þess inn í teig en á einhvern óskiljanlegan hátt tókst öðrum dómara leiksins að sjá út ruðning. Selfyssingar brunuðu svo í sókn og skoruðu 25 markið.