Elliði Vignisson, bæjarstjóri, ritaði þingmönnum Suðurkjördæmis bréf vegna niðurskurðar á fjárlögum ríkisins til verkefna í Vestmannaeyjum. Þar kemur m.a. fram að niðurskurður ríkisins til Vestmannaeyja sé í raun varla undir rúmum milljarði króna eða 33%. Elliði óskar eftir viðbrögðum þingmanna sem verða birt hér á Eyjafréttum ef einhver verða. Bréfið má lesa í heild sinni hér að neðan.