Enska 1. deildarliðið Reading er við það að komast að samkomulagi við danska úrvalsdeildarliðið Esbjerg um að fá framherjann Gunnar Heiðar Þorvaldsson leigðan út keppnistímabilið. Frá þessu er greint á vefmiðlinum Bold.dk. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Gunnars, segir að leikmaðurinn eigi nú í viðræðum við Reading um kaup og kjör en samkomulag milli liðanna um lánsskiptin er nánast í höfn.