Um helgina stóð ÍBV fyrir stóru handboltamóti. Alls mættu um 500 iðkendur ásamt fríðu föruneyti. Leikið var í 5. flokki drengja og stúlkna. Í drengjamótinu voru 30 lið og 28 hjá stúlkunum. Á laugardagskvöldinu var haldin mögnuð kvöldvaka sem hófst með Brekkusöng í kjölfarið hófst leikur milli Landsliðs og Pressuliðs þar sem einn iðkandi frá hverju félagi fékk að spreyta sig. Strax að leik loknum hófst diskótek þar sem krakkarnir dönsuðu fram eftir kvöldi.