Framherjinn eitraði Viðar Örn Kjartansson sem sleit krossbönd og fótbrotnaði í leik FH og ÍBV fór í krossbandaaðgerð þann 18 nóvember síðastliðinn Aðgerðin heppnaðist vel. Nú tekur við hvíld og svo endurhæfing hjá honum. Vanalega tekur um 6 mánuði að jafna sig eftir krossbandaaðgerð en Viðar er þekktur fyrir að gera betur en meðalmaðurinn og ætlar sér að vera klár í slaginn næsta tímabil. Á heimasíðu ÍBV er rætt við kappann og má lesa viðtalið hér að neðan.