Elliði Vignisson, bæjarstjóri segist ekki sáttur við að enn sé verið að skerða samgöngur við Vestmannaeyjar ef ferðatíðni í Landeyjahöfn verði ekki eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Samfélagið í Vestmannaeyjum hafi beðið eftir tækifærum sem fylgja fjölgun ferða og þar með auknum sveigjanleika í vali á brottfarar og komutíma en í því liggja tækifærin fyrst og fremst.