Sæbjörg Snædal Logadóttir hljóp 100 kílómetra á bretti í líkams­ræktarstöðinni Hressó á mánudag. Sæbjörg hóf hlaupið klukkan 08.00 um morguninn og lauk því klukkan 19.00. Sæbjörg er fyrsta konan á Íslandi til að hlaupa 100 kílómetra á einum degi en hún hljóp um tíu kílómetra á 50 mínútum og hvíldi í 10 mínútur. Sæbjörg fékk mikinn stuðning frá vinum og ættingjum sem ýmist hlupu með henni eða hvöttu hana áfram.