Kvennalið ÍBV tók á móti ÍR í 2. deildinni í handbolta í kvöld. ÍR-ingar byrjuðu betur í leiknum, komust m.a. í 2:5 og var stuðningsmönnum ÍBV hætt að lítast á blikuna í upphafi leiks. En stelpurnar náðu fljótlega áttum, sigldu fram úr og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14. Í síðari hálfleik náðu stelpurnar svo betri tökum á varnarleiknum og fengu fyrir vikið fjölmörg hraðaupphlaup sem skiluðu auðveldum mörkum. Lokatölur urðu 34:25.