Bæjarráð hefur nú lagt fram tillögur að tímasettri ferðaáætlun Herjólfs í Landeyjahöfn en áætlunin miðast við 1360 ferðir á ársgrundvelli. Vegagerðin fór þess á leit að bæjaryfirvöld leggðu tillögu að áætluninni fram en samkvæmt henni á að miða við 14 tíma hvíldarákvæði sjómanna, þ.e. að ekki líði meiri tími frá fyrstu ferð og til þeirra síðustu en svo að ákvæðið verði virt. Tillögur að ferðaáætlun má sjá í heild sinni hér að neðan.