Í annað sinn á stuttum tíma hefur mikið hrunið úr Bjarnarey. Í nótt virðist sem hrunið hafi úr eynni á sama stað og síðast, við uppgönguna norðvestanmegin í eynni. „Þetta er rosalega mikið magn sem hefur hrunið þarna og nær yfir einhverja 50 til 100 metra,“ sagði Gunnlaugur Erlendsson, skipstjóri á björgunarbátnum Þór sem sigldi framhjá eynni í morgun.