Á morgun, föstudag, leggur sam­gönguráðherra fram tillögu í ríkisstjórn þar sem gert er ráð fyrir viðbótar fjárframlagi til að halda Landeyjahöfn opinni í vetur. Er stefna ráðherra að Landeyjahöfn verði aðalhöfn Herjólfs en siglt verði til Þorlákshafnar ef ófært er í Bakka­fjöru. Til að mæta kostnaði gerir hann ráð fyrir að fargjöld verði hugsanlega hækkuð tímabundið.