Jórunn Einarsdóttir, varaþingmaður, bæjarfulltrúi og kennari tekur sæti á Alþingi á morgun, föstudag þegar haustþing verður sett. Jórunn hefur ekki áður sest inn á þing en hún tekur sæti Atla Gíslasonar, fjórða þingmann Suðurkjördæmis og eina þingmanns Vinstri-Grænna í kjördæminu. Atli hefur verið mikið í umræðunni undanfarið enda formaður þingmannanefndar sem fór yfir störf ráðherra í bankakreppunni og lagði til að fjórir yrðu ákærðir. Þetta er í fyrsta sinn sem Jórunn tekur sæti á alþingi en áætlað er að hún verði þar næstu þrjár vikurnar.