Nú rétt í þessu var verið að ná dælurörinu upp úr sjávarbotninum við Landeyjahöfn en þar hefur rörið verið í rúma viku eftir að rörið brotnaði þegar unnið var að dýpkun við hafnarmynni Landeyjahafnar á dæluskipinu Perlunni. Ekki var talið ráðlegt að opna höfnina fyrr en rörið væri komið upp en óstaðfestar fregnir herma að hugsanlega verði hægt að opna Landeyjahöfn að nýju fljótlega eftir helgi.