Óvenjulega þrálátar suðaustanáttir undanfarna mánuði hafa valdið breytingum á ströndinni umhverfis Landeyjahöfn sem eru afar óhagstæðar fyrir rekstur ferjuhafnarinnar. Öldufarsathuganir á árabilinu 1958–2009 sýna að tíðni suðaustlægra ölduátta undanfarið er óvenjulega há og er því full ástæða til að ætla að þær breytingar verði að suðvestlægar áttir verði ríkjandi við Landeyjasand á ný.