Fyrr í morgun var ákveðið að Herjólfur myndi ekki sigla fleiri ferðir í Landeyjahöfn en Herjólfur siglir seinni partinn til Þorlákshafnar. En þar sem veðurspá fyrir daginn var svo kolröng vaknar sú spurning hvort ekki sé fært fyrir skipið upp í Landeyjahöfn. Steinar Magnússon, skipstjóri á Herjólfi segir hins vegar að aðstæður í Landeyjahöfn hafi í morgun verið orðnar það slæmar að ekki hafi verið ráðlagt að sigla þangað fleiri ferðir.