Eins og lesa mátti út veðurspá Veðurstofunnar á vefnum www.vedur.is stefndi allt í mannskaða veður í Vestmannaeyjum á morgun. Samkvæmt spánni, sem er sjálfvirk, átti veðurhamurinn að ná hámarki klukkan 18:00 á morgun og átti meðalvindhraði þá að vera 62 metrar á sekúndu, hvorki meira né minna. Til samanburðar þá er fárviðri 32,7 metrar, sem eru tólf vindstig samkvæmt gamla vindkvarðanum. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Veðurstofunni var þetta villa í sjálfvirka kerfinu sem nú hefur verið löguð.