Skipstjóri á Herjólfi segir að Landeyjahöfn sé orðin nógu djúp fyrir siglingar skipsins. Eftir dýpkun í höfninni síðasta sólarhringinn sé dýpi hennar um átta metrar þar sem það er minnst, sem er nægjanlegt fyrir Herjólf sem ristir rúmar fjóra metra. Þrátt fyrir norðanhvassviðri á Suðurlandi hefur Herjólfur siglt um Landeyjahöfn í morgun.