„Deildin skiptist í tvennt, þar sem liðin í efri hlutanum eru Fram, Valur, Stjarnan og Fylkir. Svo rest og við viljum vera besta liðin af hinum liðunum. Nú eru ekki nema þrjú stig í Fylki og það yrði gríðarlega mikilvægt og flottur bónus að ná fjórða sætinu. En við byrjum á að ná í það fimmta.“

Svavar segir að þrátt fyrir að liðið komi sterkt til leiks eftir áramót, hafi æfingar um jólin ekki verið eins og best verður á kosið. „Við sem erum búin að vera á æfingum um jólin hafa verið að æfa vel. Það voru fimm leikmenn voru úti. Þeir leikmenn sem mættu, æfðu vel en ég hefði gjarnan vilja hafa jólatörnina betri. Það verður að segjast alveg eins og er.“
Næstu leikir ÍBV eru afar mikilvægir en Eyjastúlkur leika þá gegn liðum sem eru fyrir neðan ÍBV í deildinni. Næst leika stelpurnar gegn Gróttu á útivelli, þá ÍR á heimavelli, Haukum á útivelli, FH á heimavelli og loks HK á útivelli. „Mótið ræðst að stóru leyti í næstu leikjum. Næst eigum við ÍR, Gróttu, HK, FH og Hauka og þetta eru þau lið sem við erum að berjast við um fimmta sætið. Við eigum heimaleiki gegn Val og Fram og svo Stjörnuna úti þannig að mótið ræðst að miklu leyti í næstu leikjum. Það yrði frábært að tryggja sér þetta fimmta sæti, það er markmiðið okkar og við stigum stórt skref í því í dag,“ sagði Svavar að lokum.