Á ritstjórn Eyjafrétta hafa í morgun verið fjórar finnskar stúlkur ásamt kennara sínum. Hópurinn kom til Eyja í gærkvöldi með Herjólfi og mun dvelja hér út vikuna en koma þeirra er hluti af samstarfsverkefni skólans í Salo í Finnlandi og í Vestmannaeyjum. Í voru munu svo stúlkur frá Eyjum halda til Finnlands til að endurgjalda heimsóknina. Þess má til gamans geta að kennari þeirra, Tuija Laitinen er að koma til landsins í 11. sinn.