Mikil ölduhæð við suðurströnd landsins næstu daga mun hamla siglingum um Landeyjahöfn. Í frétt á vef Siglingastofnunar kemur fram að aldan hafi snúist í suðvestanátt. Samkvæmt dýptarmælingu á laugardag er farið að grynnka utan við hafnarmynnið vestanmegin, einkum vestan við innsiglingarrennuna.