Við, félagarnir í bræðrafélaginu Vinir Ketils Bónda, höfum tekið eftir því að bróðir okkar Kári Kristján hefur lítið sem ekkert reynt á sig í fyrstu leikjum Íslands á HM í Svíþjóð. Það kemur okkur gríðarlega á óvart, enda Kári þekktur baráttuhundur sem gefst ekki upp þó á móti blási. Eftir mikla yfirlegu okkar bræða þá höfum við komist að rót vandans sem liggur greinilega hjá okkur bræðrunum í Vinum Ketils Bónda. Vandinn er nefnilega sá að í reglum félagsins kveður skýrt á um að bannað sé með öllu að skara fram úr í nokkurri íþrótt, ellegar skal mönnum vísað úr félaginu.