Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fagnar þeim mikla árangri sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur náð á erfiðum tímum. Ráðið skorar jafnframt á ríkisstjórnina að tryggja þjóðareign á auðlindum landsins og fagnar boðuðum breytingum á stjórn fiskveiða. Þá er skorað á ríkisstjórnina að tryggja framgang vegabóta á Suðurlandsvegi án vegatolla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni um aðalfund Kjördæmisráðsins sem haldinn var í Ölfusi 15. janúar. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan.