Í kvöld, þriðjudaginn 18. janúar bjóða slysavarnadeildir um allt land gesti velkomna í húsnæði sitt og kynna þar starf sitt fyrir þeim aðilum sem áhuga hafa á því að starfa með þeim. Innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar starfa öflugar slysavarnadeildir sem hafa það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir slys ásamt því að styðja við björgunarsveitir á sínu svæði. Starf þessara deilda á sér langa sögu en fyrstu deildirnar voru stofnaðar fyrir um 80 árum og hafa í gegn um tíðina unnið öflugt starf í þágu björgunar og slysavarna. Í Eyjum verður starfsemin kynnt í Básum klukkan 20:00 í kvöld.