Styrkleikamunur ÍBV og Vals kom bersýnilega í ljós í kvöld þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum Eimskipsbikarsins í Vestmannaeyjum. Valsstúlkur unnu fjórtán marka sigur, 21:35 en staðan í hálfleik var 7:13. Eyjastúlkur komu reyndar nokkuð á óvart fyrsta stundarfjórðunginn og voru yfir 6:5. En þá tók Stefán Arnarson, þjálfari Vals leikhlé og las hressilega yfir hausamótunum á sínum leikmönnum. Það virkaði, ÍBV skoraði ekki nema eitt mark það síðari fimmtán mínútur hálfleiksins á meðan gestirnir röðuðu inn mörkunum.