„Það er ekki trúnaðarbrestur milli mín og skipstjóranna á Herjólfi, allavega ekki af minni hálfu. Það kemur fyrir að maður er ósammála skipstjóranum eins og t.d. sl. föstu­dag. Skipstjórinn stjórnar alltaf skipinu, hins vegar er breytilegt hvaða mælingar þarf til að taka ákvörðun um hvort sigla eigi til Landeyjahafnar og hvaða aðstæður þarf til að sigla þangað,“ sagði Sigurður Áss Grétarsson hjá Siglingastofnun þegar hann spurður hvort snurða væri á samstarfi hans við skipstjóra á Herjólfi.