Í kvöld verður einn af stóru leikjunum í Heimsmeistarakeppninni í handbolta í Svíþjóð. Ísland mætir þá þjóðinni sem þeir flúðu frá fyrir rúmum 1000 árum, sjálfum Norðmönnum. En hvernig fer leikurinn. Um það getur enginn spáð nema selurinn Golli sem býr á fiskasafninu í Vestmannaeyjum. Hann var lengi að spá og spekulera en komst síðan að þeirri niðurstöðu að Ísland ynni leikinn, en naumlega þó.