Smári McCarthy er íslenskur áhugamaður um skoðana- og tjáningarfrelsi. Á undanförnum árum hefur hann sótt ráðstefnur um tjáningarfrelsi og þar komst hann í kynni við skoðanabræður sína frá Túnis. Það var svo hinn 17. desember sem áhugi Smára á Túnis var endurvakinn, þegar Mohamed Bouazizi, 26 ára götusölumaður, kveikti í sjálfum sér til að vekja athygli á skoðanakúgun og slæmum stjórnarháttum í Túnis.