Eignarhaldsfélagið Fasteign er í eigu ellefu sveitarfélaga, þar með talið Vestmannaeyjabæjar og Ís­landsbanka en Miðengi, sem er eignarhaldsfélag bankans, fer með hlut banka í félaginu, auk nokkurra annarra fjármálafyrirtækja og loks Hástoða sem er félag í eigu Há­skólans í Reykja­vík. Sérstaða félagsins er að eig­endur eru jafnframt leigjendur en nú eru uppi hugmyndir um að sveitarfélög leysi til sín eignir sem þau lögðu inn í félagið eða hafa verið byggðar af félaginu með því að yfirtaka þau lán sem á þeim hvíla.