Hafrannsóknastofnunin leggur til að leyfilegur hámarksafli á loðnu á yfirstandandi vertíð verði ákveðinn 325 þúsund tonn. Er þetta 125 þúsund tonna aukning frá upphafskvótanum sem gefinn var út í fyrra. Í tilkynningu segir að frá 6. – 22. janúar hafi rannsóknarskipið Árni Friðriksson verið við rannsóknir og mælingar á stærð loðnustofnsins frá Suðausturlandi, norður um og allt að sunnanverðum Vestfjörðum. Útbreiðsla loðnunnar hefur verið könnuð og stærð loðnustofnsins á því svæði verið mæld.