Nokkur orð frá Sjómannafélaginu Jötni í tilefni þess að þremur þernum Herjólfs var sagt upp þann 23. janúar sl. Tvær þessara þerna eru félagsmenn í Jötni og mótmælir félagið því harðlega hvernig staðið var að uppsögn þeirra. Fyrir það fyrsta lofaði rekstrarstjóri Herjólfs, í vitna viðurvist að í starfslýsingu þeirra yrði fellt út ákvæði um ræstingar í eldhúsi og í klefum ásamt fleiru sem stóð útaf borðinu. Þessi ákvæði voru inni í starfslýsingu sem Eimskip sendi varðandi þernurnar um sl. áramót.