Talningu úr atkvæðagreiðslu um verkfall hjá bræðslukörlum lauk nú rétt í þessu. Félagsmenn í Drífanda í Vestmannaeyjum og AFL-i á Austurlandi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall. Alls greiddu 73 af 75 félagsmönnum atkvæði í kosningunni, 61 eða 83,5% sagði já við verkfallsboðun, 5 eða 6,8% sögðu nei og auðir og ógildir seðlar voru 7 eða 9,7%. Fyrsta lota verkfallsins verður 7. febrúar en þá hefst þriggja sólarhringa verkfall. Tvær bræðslur eru starfandi í Vestmannaeyjum, FIVE í eigu Vinnslustöðvarinnar og FES í eigu Ísfélagsins.