Dýpi við Landeyjahöfn er mun meira en reiknað var með. Skip Siglingastofnunar var við mælingar við Landeyjahöfn í morgun en ekkert hefur verið siglt í höfnina undanfarna daga. „Við vorum að ljúka mælingu og reyndist grynnsti punkturinn vera um fjóra metra, sem er ótrúlegt. Dýpi er fínt austan megin við hafnarmynnið en grunnt að vestanverðu,“ sagði Sigurður Áss Grétarsson hjá Siglingastofnun. Ekki er hins vegar hægt að sigla inn í höfnina en mun minna verk verður að opna Landeyjahöfn eða um tveggja daga verk.