Eyjamenn sýndi líklega flestar sínar verstu hliðar í leik sínum gegn botnliði Fjölnis í dag þegar liðin áttust við í Eyjum í 1. deildinni. Leikmenn ÍBV virtust á löngum köflum í leiknum vera hálf áhugalausir, alla baráttu vantaði í liðið og leikur þess var eftir því. Fjölnismenn, sem mættu eingöngu með níu leikmenn til Eyja, þar af tvö markverði, börðust hins vegar eins og ljón allan tímann og hefðu átt skilið að uppskera í það minnst eitt stig, ef ekki tvö og þar með sín fyrstu stig í vetur. Lokatölur urðu hins vegar 32:29 fyrir ÍBV sem mega þakka lukkudísunum fyrir stigin tvö.