Skýrslan Heilsa og lífskjör skólanema á Suðursvæði 2006-2010, rannsókn á vegum Rannsóknaseturs forvarna við Háskólann á Akureyri kom út seint á síðasta ári. Fréttir leituðu til Fanneyjar Ásgeirsdóttir, skólastjóra Grunnskóla Vestmanneyja, og spurðu út í helstu niðurstöður. Fanney sagði að skýrslan væri greinargóð og góð lesning fyrir alla þá sem bera velferð barna og unglinga fyrir brjósti. „Við skólafólkið gleðjumst yfir því að fleiri börnum og ung­lingum, í 6. 8. og 10. bekk, líkaði mjög vel í skólanum veturinn 2009 til 2010 heldur en veturinn 2005 til 2006. Þetta á bæði við um landið í heild og Vestmannaeyjar.