Í gærkvöld lauk Olísmótinu í snóker en í mótinu keppa sveitir úr Kiwanis, Oddfellow og Akóges. Hver sveit er skipuð sex mönnum og leika allir við alla. Sú sveit sem vinnur flesta vinninga stendur uppi sem sigurvegari og í ár, eins og svo oft áður, urðu Kiwanismenn hlutskarpastir í sveitakeppninni og unnu með 48 vinninga, Akóges varð í öðru sæti með 40 og Oddfellowmenn ráku lestina með 20 vinninga. Þrír bestu úr hverjum klúbbi spila svo um einstaklingsverðlaun mótsins en úrslitaleikurinn fór fram í gærkvöldi.