Í nýlegum Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna, kemur fram að fylgi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er 43%, en á landsvísu mælist hann með 34% fylgi. Enginn flokkur mælist með jafn mikið fylgi í einu kjördæmi og Sjálfstæðisflokkurinn gerir í Suðurkjördæmi. Framsóknarflokkurinn mælist með 13% fylgi á landsvísu. Flokkurinn stendur sig þó betur í Suðurkjördæmi en þar fylgi hans 21%.