Í Morgunblaðinu í dag er umfjöllun um hið hörmulega flugslys þegar Glitfaxi fórst með 20 manns 31. janúar 1951 í aðflugi á Reykjavíkurflugvelli en vélin var að koma frá Vestmannaeyjum. Vélin hefur aldrei fundist og lítið er vitað um ástæður slyssins en flestir farþeganna voru frá Eyjum. Lík þeirra fundust aldrei en yngsti farþeginn var aðeins fimm mánaða gamall.