Um síðustu helgi fór fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum en mótið var haldið í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Ungmennafélagið Óðinn sendi nokkra keppendur til leiks og náðu þau mjög góðum árangri. Ævar Örn Kristinsson vann tvenn bronsverðlaun, í 60 m. hlaupi og þrístökki og Rúnar Kristinn Óðinsson vann bronsverðlaun í hástökki. Í mótinu keppa sterkasta frjálsíþróttafólk landsins en þeir Ævar Örn og Rúnar Kristinn komust í úrslit í öllum sínum greinum.