Herjólfur fór ekki í morgun til Þorlákshafnar enda var óveður í nótt og ölduhæð við Surtsey í morgun var rúmir níu metrar. Í tilkynningu frá Eimskip segir að athuga á með síðari ferð skipsins um hádegisbil í dag en veður- og ölduspá er slæm fyrir daginn. Því eru farþegar beðnir um að fylgjast með fréttum af ferðum skipsins.