Starfsmenn í fiskimjölsverk­smiðj­um í Vestmanneyjum, FES og FIVE, ásamt félagsmönnum í AFLi á Austurlandi hafa boðað til þriggja daga verkfalls frá og með næsta mánudegi 7. febrúar. Atvinnurekendur kærðu verkfallsboðunina til Félagsdóms og telja hana ólögmæta og vilja meina að samningur við starfsmenn fiskimjölsverksmiðja sé hluti af aðalkjarasamningi. Fé­lags­dómur úrskurðar um hvort verk­fallsboðunin er lögmæt á fimmtudag. Fyrirhuguð þriggja daga verkföll eru 7. og 14. febr­úar og ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma skellur á ótímabundið verkfall 21. febrúar.