Sóttvarnalæknir ætlar að setja af stað sérstaka heilsufarsrannsókn á íbúum á Ísafirði, Vestmannaeyjum og Kirkjubæjarklaustri vegna díoxínmengunar. Mengun greind­ist í töluverðu magni í búvörum og fóðri hjá bændum í nágrenni sorpbrennslunnar á Ísafirði og bændur næst brennslunni þurfa að bregða búi í kjölfarið.