Veðurstofan spáir aftakaveðri í Eyjum seint í nótt. Lægð úr suðvestri er á leið í upp að landinu og veldur sterkum suðaustan vindi með úrkomu. Samkvæmt veðurkorti belgings.is verður áhrifa lægðarinnar farið að gæta uppúr hádeginu og hvassviðri skollið á kvöld og fer vaxandi er líður á nóttina. Verst verður veðrið milli kl. 3 og 6 í nótt. Þá er spáð 32 metra meðalvindi og mun meiri vindi í hviðum.