Dæluskipið Skandia sem verður notað við dýpkun Landeyjahafnar á næstunni kom til hafnar í Vestmannaeyjum um miðnættið í gær. Hafnsögubáturinn Lóðsinn tók á móti dæluskipinu í miklu hvassviðri. Hafnsögumaður náði að stökkva á milli skipa í vari við Bjarnarey. Skipstjórinn á Skandia sagði að olíudæla hefði bilað með þeim afleiðingum að ekki var hægt að keyra vélar skipsins á fullu afli. Allt fór þó vel og Skandia lagðist að bryggju áður en versta veðrið skall á.