Sjávarútvegurinn er alltaf á milli tannana á fólki. Útgerðarmenn og aðrir sem tengjast atvinnugreininni eru sífellt undir skoðun frá forvitnum Íslendingum, mega ekki einu sinni kaupa sér snaps í tollinum. En að öllu gríni sleppt þá er þetta orðið full mikið. Nú eru uppi áform hjá velferðarstjórn Skattgríms og Jóhönnu að breyta sjávarútveginum. Þær breytingar sem eru áformaðar setja allar framtíðaráætlanir útgerða úr skorðum og skapa mikla óvissu í atvinnugreininni. Sem veldur því að allir sem eiga hagsmuna að gæta í greininni eru á bremsunni.