41 árs gamall fýll flæktist í fiskinet við Vestmannaeyjar 18. febrúar síðastliðinn. Um var að ræða fýl sem merktur var af Óskari J. Sigurðssyni, vitaverði og veðurathugunarmanni í Stórhöfða 17. október 1970. Það þýðir að fuglinn er, að minnsta kosti 41 árs gamall en fýllinn var merktur fullorðinn. Aldrei áður hefur liðið jafn langur tími frá merkingu fugls þar til hann var endurheimtur hérlendis.