Eldgosið í Grímsvötnum hófst í gærkvöldi og fylgdust margir með fréttum af atburðum. Hugur Eyjamanna og fleiri er að sjálfsögðu hjá þeim sem þurfa að þola öskufallið en ekki er nema rétt rúmt ár síðan mikið öskufall varð í Eyjum. Sölvi Breiðfjörð, sjómaður í Vestmannaeyjum og áhugaljósmyndari náði einstökum myndum af gosinu þegar það hófst en fyrstu myndinni náði hann 14 mínútum eftir að eldsumbrotin hófust.